Ísafold


Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 81 Frá alþingi. Neöri deild. Umræðurnar um vantraustsyfirlýsingu til Kristjáns [óns- sonar stóðu frá ix/2—2J/2 og frá 5—6 á iaugardag. Skúli reifaði málið — sýadi fram á þing- ræðisbrotið, sem framið væri og tók fram hve mjög ylti á því, að harðlega yrði mót- mælt þegar í stað. Björn Þorldksson lýsti yfir því að hann teldi vantraustsyfirlýsinguna á rökurn bygða en það væri til önnur leið, er hann kysi heldur, sem sé: rökstudd dagskrá, er hann tas upp — og settist siðan niður. Bdðherra Kr. J. þóttist ekki tiafa til saka unnið — hann væri einhver elzti þing- maður flokksins, sem hann taldi vera frá 1895. Rann kvaðst ekkert tillit taka t,il þess, þótt vantrau9tsyfirlýsingin yrði sam- þykt 1 neðri deild. Hann vildi fá hana upp í efri deild líka. Konungkjörnu þing- mennirnir ættu alveg sama rétt um þetta og aðrir. —- Hann kvað það »prærogativ« (forréttindi') konungs að velja hvern sem vera skyldi af meirihlutanum í ráðherrasess og ekki mœtti þvinga upp á hann einum ákveðnum manni. Kvaðst hafa gefið kost á sér tilað firra vandræðum — enga samninga gert við neinn. Skúla hefði hann lofað að leggja ekki stein í götu hans, ef hann fengi fylgi meirihl. þjóðkj. 0 g k o n- ungur tilnefndi hann. Hann taldi sér til gildis, að hann hefði aldrei verið æstur flokksmaður eða æsingamaður yfir- leitt. Jón frá Múla hafði orð fyrir heimastj.(l) mönnum og hefir víst hugsað: fæst orð hafa minsta ábyrgð, þvl að hann stundi þvi aðeins upp úr sér, að H.stj.(l)- menn fylgdu Kr. J. — helzt vegna þess, að Kr. J. ætlaði að fylgja fram stjórnarskrár- breytingu. Skúli svaraði Kr. J. Kvað það tilbún- ing eftir á og rangfærslu af Kr. J., að hann befði gert tilnefningu konungsað skilyrði þess, að leggja eigi stein i götu slna. — Sér þætti furðulegt, að Kr. J. bæri nú svo mjög fyrir brjósti »prærogativ« konungs til þesss að velja úr ráðherraefnum. Kr. J. hefði 1909 verið fremstur í flokki um að sinna að engu þeim forréttinduns, heldur til- nefna aðeins eitt ráðherraefni. — Kr. J. ætlaði að skapa nýtt fordæmi með því að sinna ekki vantrausti neðii deildar. Hann- es Hafstein og Björn Jónsson befðu þegar látið af vöidum fyrir því, — en Kr. J. ætl- aði að láta þá konungkj. halda s é r uppi. Enn töluðu J. Ól., sem reyndi að fóðra þingræðisbrotið, og Bjarni frá Vogi um að sjálfsagt væri að lýsa vantrausti á h v e r- jum ráðberra, sem tæki að sér ráðherra- dæmi án þess að styðjast við meirihluta þjóðkj. þingm. Ráðh. Kr. J. þ a g ð i við orðum Skúla. í neðri deild er komið fram nefnd- arálitfrá stjórnarskrárnefndintfi. Nefnd- in er fjórklofin — og Jítið hægt um skoðanir klofninganna að segja fyr en til umræðu kemur. Það mun verða seinast í vikunni. Þá er og komið nefndarálit frá rannsóknarnejnd neðri deildar. Meiri- tlutinn (Jóh., Jón Ól., og Hvannár- ón) vill lofa Eiríki að bankanum tegar í stað — taka dómsvaldið frá íæstarétti, en minnihl. (Ben. Sv. og síra Hálfdan) mótroæla þvi. Hinn nýi háyfirdómur. Það er efri deild, svo sem kunn- ugt er. Hún virðist eiga að vera yfir hæsta- rétti, að minsta kosti ef í hlut eiga samábyrsjðar-hö fðinqjar. Það eru líka töluverð hlunnindi fyrir þá. Ekki það eitt fyrir sig, að peir þurfa ekki að fara með sín mál til hæsta- réttar í öðru landi, eins og við hinir, með ærinni tímatöf og ósmáum kostn- aði, heldur mega þeir dæma sjálfir með, ej sakbornir eru, séu þeir þing- menn i deildinnil Þá sitja þeir í dómnum. Eða svo gerði hinn nýi ráðherra (Kr.J.) hér um daginn. Hann dæmdi sjálfan sig saklausan af öllum ávirðingum i gæzlustjórastarfi sínu við Landsbankann og að hann eigi þar að vera eftirleiðis og hafa átt að vera alla tíð frá því er honum var vikið frá. Eftir það var stjórnarráðinu tilkynt ályktun deildarinnar, sú er skorar á ráðherra »að hlutast til um það, að tekið veiði nú þegar tafarlaust við Kr. J. háyfirdómara sem gæzlu- stjóra í landsbankanum* o. s. frv., sem áður er frá skýrt. Þá urðu ráð- herraskiftin að vörmu spori. En eitt hið fyrsta verk hins nýja ráðherravar að skipa bankanum að greiða honum, ráðherranum, 13—1400 kr. reikning hans fyrir gæzlustjórastarfið tímabilið frá 1. des. 1909 til þess dags ásatnt vöxtum, eftir landsyfirréttardómi, þótt áfrýjað hefði verið til hæstaréttar og áfrýjunarstefnan birt áður en skipun inni var hleypt af stokkum. Og þorði bankastjórnin ekki annað en hlýða, með geymdum rétti þó, ef hæstarétti litist annað. Hún, bankastjórnin, virðist eftir þvi vera að hugsa um að hafa í frammi þá óhæfu, að hafa hæstarétt ekki að engu, er hinn nýi háyfirdómur, efri d., er tekinn til starfa. Hvað skyldi henni verða látið hald- ast það lengi uppi? Simskeytishöf. H. í\ hefir orðiö. Hr. ritstjóri Olafur Björnsson! Eg geng að þvl vísn, að þér séuð svo vandaður og góður drengur, að þér teljið yður skylt að afsaka og leiðrétta hafi yður orðið á, að flytja sjálfur í blaði yðar eða láta aðra flytja þar ósanninda-óhróður um alsýkna menn, jafnskjótt sem þér fáið á- reiðanleg gögn fyrir, að áburðurinn sé með öllu rangur. Nú hafið þér i blaði yðar Isafold 15. þm. dróttað því að mér, að eg hafi sem forseti neðri deildar simað kon- ungi ósatt um þingfylgi ráðherraefnanna Kristjáns Jónssonar og Skúla Thoroddsen og teljið framkomu mina, »i vægustnm orð- um sagt, algerlega óverjandi og ófyrir- gefanleg* [leturbreytingin eftir Isaf.] og prentið frásögn um eitt atriði i skeyti minn 12. þ. m. með afarfeitu letri, eins og þar hefði eg framið eitthvert óhæfuverk með þvi að skýra frá þvi, að Sk. Thor. hefði fylgi 19 þingmanna, en Kr. J. mundi lík- lega takast að ná fylgi hinna 21. Frá þessu er nokkurn veginn rétt skýrt hjá yður og ummæli mín um þetta efni hárrétt, eins og reynslan hefir sýnt. Eg sé því ekki í hverju þessi »algerlega óverjandi ug ófyrirgefanlega« framkoma min er fólgin, þvi að naumast getur hún verið i því fóig- in, að eg hefði átt algerlega að þegja um það, að nokkur annar en Sk. Tn. mundi geta fengið jafnmikið eða meira fylgi. En því datt mér ekki i hug að leyna, er eg, eins og forseti efri deildar, var krafinn um- sagnar um afstöðuna af Krabbe skrifstofu- stjóra, sem þér (líklega visvitandi) látið ógetið, til þess að láta lita svo út fyrir al- menningi, eins og eg hafi tekið það upp hjá sjálfum mér að síma ósannindi um af- stöðu ráðherravalsins. Yður er það eflaust ljóst, að ofangreind ummæli yðar um fram- komu mína sem forseta, sem embættismanns þingsins, gætu varðað yður ábyrgðar, jafn- rakalaus og ósæmileg sem þau eru, ef eg hirti að rekast i sliku. En eg vona, að það sé ekki til ofmikils mælst af mér, að þér vilduð afsaka í blaði yðar þessi ummæli, þá er yður er orðið kunnugt um, að eg hefi á fundi neðri deildar 18. þ. m. skýrt frá allri afstöðu minni til þessa máls, lesið upp og lagt fram simskeyti min, með þvi að eg hefi. þar engu að leyna, ekkert að blygðast min fyrir, hvorki gagnvart kon- nngi, þinginu eða almenningi. IJar er svo satt og rétt frá öllu skýrt, sem frekast er unt, enda þekki eg vel þá ábyrgð, sem hvílir á forsetum þingsins að gera hvorki sjálfum sér né þinginu vansæmd með ósönn- um fregnskeytum til hans hátignar kon- ungsins. Simskeyti min verða birt orðrétt i Þingtíðindunum og að likindum annar- staðar áður, svo að þetta »algerlega óver- jandi og ófyrirgefanlega« komi sem fyrst i dagsins Ijós. En i blaðadeilum um þetta efni tek eg engan þátt, og skifti mér ekk- eit af þeim, með þvi að eg hefi gert fulla grein fyrir gerðum mínum d réttu varnarþingi, — gagnvart neðri deild al- þingis — og þarf ekki að gera það frekar. ferð: Reykjavik 21. marz 1911. 2. ----- Hannes Þorsteinsson. Djs ,Caurier‘. Frá Kristjania 27. marz sunnan um land til Rvíkur 6. april, Frá Rvik. 9. apríl norður um land. Frá Kristiania 26. apríl norðan um land til Rvikur 13. maí. Frá Reykjavík 16. mai suður um land. Frá Kristiania 28. mai norðan um land til Rvíkur 13. Atlis. : Yfirlýsingu um að f a 11 a s t á að Skúli yrði ráðherra rituðu 18 þjóð- kjörnir þingmenn undir — hinn 19. 1/sti hinu sama yfir undir votta, hinn 20. hét því að láta Sk. Th. óáreittan á þinginu, hinn 21. lofaði að verða eigi með öðrum. júní. Frá Reykjavík 15. júní norður um land. 4. — I sept.—okt. Afgreiðsla í Reykjavík Hlf. Timbur- & Kolaverzl. Reykjavík. A 11 þetta hefði H. Þ. getað fengið að vita, e f hann, eins og sjálfsagt var, hefði snúið sór til formanns sjálfstæðis- flokksius. En vegna þess, að H. Þ. vanrækti það hefir konungur fengið frá honum v i 11 a n d i símskeyti. Þetta er aðalatriðið í málinu og rótt- lætir það fullkomlega orð ísafoldar. Hversu oft sem hr. H. Þ. ber sór á brjóst og segist »engu hafa að leyna«, »ekkert að blygðast sín fyrir« o. s. frv. þá vindur hann eigi af sór ámælinu urn, að hafa sent konuugi villandi símskeyti. Öðrum bollaleggingum og hálfgild- ings-aðdróttunum forsetans — hirði eg ekkert um að svara. Þó skal þess get- ið, að eg hafði enga hugmynd um til- mæli Krabbe til H. Þ. O. B. —i i — Kommaudör Hammer, er eitt sinni var yfirmaður varð- skipsins hér við land og ritað hefir nokkuð um hafnarmál vort — er ný- dáinn í Khöfn — kominn fast að sextugu. Handsamaðir botnvörpungr- ar. Valurinn hefir verið afbrigða- veiðinn það sem af er vertíðinni. Sjð botnvörpungar lent i klóm hans þessa 2 mánuði, sem haft hefir hann bæki- stöð sína hér. Sögulegt atvik gerðist um daginn við Vestmanneyjar. Valurinn sigldi fram á botnvörpung, er hafði vörpuna utanborðs. — Botnvörpungnum var skipað að fylgjast með inn á höfnina. Það gerði hann — en hélt sig jafn- an dálítið fyrir aftan Valinn. Valur- inn varpaði akkerum inni á höfninni — en í þeim svifum sneri botnvörp- ungur við og sigldi á haf út, alt hvað af tók. Valurinn á eftir. Tókst nú eltingaleikur. Valurinn skaut hverju skotinu á fætur öðru, en ekki hirti botnvörpungur um það. Að lokum varð hann sigldur uppi og hafði Val- urinn hann þá með sér aftur til Vest- manneyja. Þar var hann sektaður um iooo kr. fyrir óhlýðnina —hefðiella sloppið með viðvörum. Uinnuhona dugleg og hreinleg getur fengið vist frá 14. maí nk. hjá Fredriksen (frá Mandal) Miðstræti 5. Sá sem hirti reiöhjólið, sem stóð við aðaldyrnar á Hótel ísland á laugardagskvöldið, er vinsamlega beð- inn að skila því gegn ómakslaunum til Magnúsar Jónssonar Arabæ, eða á Kaffihúsið Skjaldbreið. Vinnukona óskast á fáment heimili 14. maí nk. Ritstjóri vísar á. Ýms erlend tíðindi. Mannalát. 3. þ. m. andaðist í Berlín efnafræðingurinn Jakob Hendrik v a n’t H o f f, sá er fyrstur manna hlaut Nóbelsverðlaun í þeirri grein, en það var Jakob Hendrik vant Hoff. árið 1901. Hann var heimsfrægur vís indamaður, einkum fyrir rannsóknir sín- ar í frumögnunum. Hann var fæddur árið 1852. Látinn er ennfremur n/lega á Ítalíu, heimsfrægt sagnaskáld, A n t o n i o Fogazzaro. Hann varð fyrst kunn ur fyrir sögu í ljóðum »Miranda«, er hann gaf út 32 ára gamall, en síðan rak hver góð bókin aðra. Fogazzaro var 69 ára garnall. Peary er nú gerður að heiðursaðmirál af þingi Bandaríkjanna og viðurkenningin dagsett sama dag sem hann komst á norð- urheimsskautið (eða því sem næst) 6. apríl 1909. Kynvillingahneyksli — eun eitt — er á ferðinni í Khöfn um þessar mundir. Takið eftir! í mjólkursölunni í Uppsölum, Aðalstr. 18, fæst dag- lega nýr rjómi og undanrenna, nýmjóík fluttfráSkildinganesikvölds og morgna. Duglegur maður vanur pakk- j hússtörfum, fiskverkun og stjórn verka- | fólksóskar eftir atvinnu. Ritstj. vísará. i Yfirlýsing. Að gefnu tilefni skal því lýst yfir, að skemtun sú, sem i haldin var í G.-T.-húsinu þ. 12. þ.m. ! var að öllu leyti óviðkomandi stúk. Skjaldbreið nr. 117. Ýmsir heldri menn, meðal annara 5 hirð goðar, hafa átt mök við ung herforingja- efni á gelgjuskeiði. Sakamáladómurinn er að rannsaka þetta mál sem stendur og eru uokkrir menn þegar höndum tekn- ir, t. d. S t e 1 1 a n R y e skáld, höfund- ur »Lygasvipa«, er leiknir munu hafa verið í Reykjavík. Nokkrum þeirra, er við kynvillingamál þetta eru riðnir, hefir tekist að forða sór af landi burt. Frækileg flug. Franskir flugmenn hafaunniðtvö afreksverk í loftinu þessa dagaúa. Bague liðsforingi flaug yfir Lígúr/uhaf frá Nissa og R e n a u x flaug með 1 farþega frá Versailles og að tindinum á Puy de Dóme, og hlaut fyrir að verðlaunum 100,000 franka, svonefnd Miohelinverðlaun, er heitið var fyrir 1 3 árum fyrir flug einhversstaðar úr j Seinefylki og upp á tindinn á Puy de | Döme, sem liggur 1400 stikur fyrir ofan I hafflöt. Renaux flaug þessa leið í tví- þekjuvél á 5 stundum 10 mínútum og I 27 sekúndum. Renaux stendur á þrítugu og öðlaðist flugmannsskírteini fyrir 8 mánuðum. Hann þykir líklegur til frægðar og frama. í Mexíkó eru sífeldar róstur og uú eru menn hræddir um að Bandaríkin muni skerast í leik og jafnvel leggja undir sig ríkið, því að þeir hafa með sór víg- búnað hinn mesta um þessar mundir og hafa jafnvel sent af stað herskip suður eftir. Diaz forseta í Mexikó segja sumir dauðvona, aðrir alheilbrigðan. Samsæri gegn Portúgalslýðvehlinu befir komist upp n/lega. Samsærið hef- ir aðalsetur sitt í Brasilíu, Lundúnum, Par- ís og Madrid og hafði of fjár til umráða_ Tilætlunin var að æsa herinn og lands- fólkið i Portúgal gegn stjórninni, myrða Braga forseta og koma aftur á konung- dómi. En nú hefir þetta orðið uppvíst, sem betur fer, áður en úr varð. 124 var eins og þeir sæu veturinn, sem (s- lagði nú ár og vötn og höf þar norð urfrá, og var nú bráðum væntanlegur hingað niður til landsins. Spölkorni burtu sáu þeir máf berja vængjunum niður í fjörunni. þeir sáu að hann var í snörunni. Við og við flaug hann upp eins og tvær álnir, því lengra náði snaran ekki. Vesalings fuglinn, sem var hálfdauð- ur barði djarflega frá sér, þegar þeir ætluðu að taka hann lifandi. — Bkárri er það nú fuglinn, sagði Pétur. Sá þykir mér hafa Bkap. Hann barði með hnalli á höfuð hans svo blóðið rann út um gogginn. |>eir litu forvitnir niður að honum og sáu lífið bresta inni í fallegum augunum. Fáeinir máfar svifu yfir höfði þeirra. Veðrið var svo gott í dag, að flestir voru þeir flognir til hafs. f>eir voru hér um bil fjórðung stund- ar að ganga fram með ströndinni. |>eir gengu hægt og gáfu sér góðan tíma. Himininn varð svellblár. Norðan- vindurinn beit þá æ kuldalegar í fram- an, og hafið varð dökt af kulda. 125 þá sáu þeir stóran fugl yzt úti í snörunni. — Nei, sérðu þetta ferlíki, sagði Valdi. — Hann er fastur í snörunni. Hann gnæfði eins og kross yfir strönd- ina. Snaran hafði fests um aðra klóna. Vængjafang hans var svo breitt að hann gat haldið sór uppi þrátt fyrir það, að hann var fastur. f>eir staðnæmdust í nokkurra skrefa fjarlægð, eins og þeir væru smeikir við að ganga nær. — f>etta er sæörn, Bagði Pétur. Hann hafði einu sinni séð sæörn, sem strandfógetinn skaut. Vængjasláttur hans hvein við í loft- inu. Og þegar þeir komu nær með barefli sín, fundu þeir Ioftþrýstinginn frá vængjum hans. Hiy ... Hiy... Hiy ... argaði hann. Hann þaut á móti þeim. — Á eg ekki að hlaupa eftir pabba, spurði Valdi. — Nei, berðu bara með hnallínum. Pétur reiddi hnallinn til höggs. Hiy . .. Hiy ... Hiy ... Vængja- sláttur hans varð þrefalt þyngri og 128 BVO heilagur að hann liggur á hnján- um og biður frá morgni til kvölds, bvo það er hörmung að horfa á það. f>að líður víst ekki á löngu áður hann fer að prédika fyrir okkur hin- um lika.... Ef það væri ekki bvo mikill skaði fyrir hann í vetur, myndi eg fara nú þegar af stað. En í sum- ar ætla eg mér að fara á skútu, svo það má einu gilda. ... — f>ú ættir að skammast þín Pét- ur, sagði Bóthildur. — f>að getur vel verið, en okkur mömmu lízt hvorugu á þenna heilag- leika. Síðast þegar við vorum á sjón- um, skipaði hann okkur að róa heim, heilli klukkustund á undan öðrum, og var þó aðeins ofurlítil kæla. f>að hefir aldrei hent okkur fyr. Hann gerir þig sjálfsagt heilaga líka, Bóthildur litla. Marteinn horfði á hana. Hún stóð álút og svaraði ekki. það var eins og hún fyndi á sér augnaráð hans. Valdi kom neðan úr fjörunni. — Skárri er það nú þaradröngullinn, sagði hann og sýndi þeim langan þara sem hann hafði fundið í fjörunni. Pétur tók í annan endann. 121 Hann tók hendi hans og kraup á kné þar sem hann stóð. Nlels Klitten gerði það sama með hægð, og hneigði sig djúpt til jarðar. f>að var svo djúpur fjálgleiki yfir and- liti hans, sem hann krypi frammi fyr- ir ásjónu guðs sjálfs. Hann hélt hönd- um fast saman. Og hann lá svo, sem hann byggist við að hvert orð myndi opinbera honum alt. . . . f>egar þeir stóðu upp, var hann þög- ull. Og nú hélt trúboðinn áfram að segja honum frá guði, — guði sem sæi inn í djúp hverrar sálar og ekkert dyldist, guði sem stjórnaði örlögum allra með föðurlegum vilja sínum, og guðs sál, sem lifði í öllum hlutum. . . f>eir fylgdust að niður undir verstöð- ina. Níels var undarlega hljóður þeg- ar þeir kvöddust. — Farðu nú heim og biddu, Níels Klitten. Taktu þessa bók með þér og lestu í henni fyrir konu þinni og börnum. Eg mun koma og tala við þig aftur. f>að var langt liðið á dag þegar hann kom heim aftur. Konan hafði gát á honum með rann-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.