Ísafold - 25.03.1911, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1911, Blaðsíða 1
Komui út tyisvar í viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendi» 5 ki eöa 1 x/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlondis fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (abrifiog) bnndin viB Aramót, sr ógila nema komln sé til útgsfanda fyrir 1. otrt. sg aaapandi sknldlaasj vib blabib Afgreibsla: Ansturstræti 8. XXXVIII. árg. Reykjavík 25. marz 1911. 19. tölublað l. O. O. P. 923319 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opib si. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2*/« og 5l/a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibdegis. Landakotskirkja. Gubsþj. 91/* og 6 á helgum L&ndakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 »/*, 6V.-61/*. Bankastj. vib 12-2 LandsbókasRÍn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 síðd. Hhelga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib i V*—21/* á sunnudögam Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuði. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Faxaftóagufubát. Ingótfur fer til Borgarness 31. marz. Garðs 25. og 29. marz. Stjórnarskrármálið á þingi. Glundroði og hrærigrautur. Það er svo sem komið úr nefnd núna, dálaglega burðugt! Fjórklofin virðist nefndin vera — sumir segja sexklofin — þótt ekki sé beint nefndarálitið nema eitt að svo komnu. Hún %at verið ni-klofin, með því að 9 eru í henni höfuðin. Sjö til kjörin að upphafi, en tveimur viðbætt síðar að hinna kjöri. Einn, dr. Jón Þorkelsson, gerir ráð fyrir sérstöku minnihluta-álitsskjali frá sér, og tveir vitna í væntanlegar breytingartillögur sínar. Það eru þeir Bjarni frá Vogi og Skúli Thoroddsen; hann er »ósamþykkur bæði sumum atriðum í frumvarpinu og í rökfærsl- unni í nefndarálilinu o. fl.« — hvað er þá mikið eftir? Þar d oýan — ofan á alt þetta — »hefir einstaka nefndarmenn greint á«, segir í nefnd- arálitinu, — hvað eru þá margir eftir, sem eru ekki ósamdóma? fóni Ólafssyni hafa þeir valið fað- erni að nefndarálitinu. Þeim bar eitt- hvað i milli út af fráganginum, hon- um og nafna hans Þorkelssyni, er málið var borið fram í fyrra dag í neðri deild, þ.e. frumvarpið frá nefndinni, og köst- uðust þeir á svo óþvegnum kveðjum, að grómteknari munu þær ekki heyrst hafa þar (»lygi« o. s. frv.). Nefndin hafði haft sem sé tvö frumvörp til meðferðar, annað eftir þá Jón Þork. og Bjarna frá Vogi, en hitt eftir báða þingmenn Sunnmýlinga, J. Ói. og J. Jónss., og hafði loks soðið saman hið þriðja sjálf, upp úr hin- um m. m. Það er helzt frásagnarvert um frum- varp þeirra dr. J. Þ. og Bjarna, að þeir höfðu ekki hikað sér við að láta fljóta þar með hin og þessi sambands- laga-atriði, svo sem að hér skuli vera þingbundin konungsstjórn og ísland hafa konung sameiginlegan við Dan- mörk, alþingi hafa löggjafarvald með konungi í öllum málefnum landsins (ekki sérmálum einum) m. fl. Ráð- herrar skyldu vera þrir og hafa engin lögmælt eftirlaun. Þingmenn allir þjóðkjörnir, 40 að t0]Ui Qg dejjda. skifting hin sama og nú. Þing hvert ár og hefjist 1. júlí. Kosningaréttur veitist öllum karlmönnum fullra 21 ára, með venjul. skilyrðum. Konum skyldi mega veita með lögum sama rétt með sömu skilyrðum (21 árs aldri o. s. frv.). Kjörgengi bundið við 25 ára aldur og konum fáanlegt með lögum. Allir dómarar undan- þegnir kjörgengi. Enginn maður á landinu má bera neinar orður, sem konungur og landsstjórn veita mönn- um. Þeir Jónarnir sunnmýlsku sjmda í sinni stjórnarskrá vandlega framhjá öll- um sambandslagafyrirmælum. Þeirra nýmæli hið helzta er,að ráðherrum megi fjölga með lögum — ætlast til ella, að ráðherrann sé einn. Deildirnar nefn- ist málstofur. Rjúfa má að eins neðri málstofu, og alþingi eftir það stefnt saman eigi síðar en næsta ár. Kosn- ingarréttur til neðri málstofu og kjör- gengi til þeirra beggja veitist öllum körlum og konum (með venjulegum skilyrðum) ekki yngri eti 21 árs, en til efri 35 ára. Þingmenn til efri málstofu séu kosnir til 12 ára, og fari þriðjungur þeirra frá 4. hvert ár. Þar eru hafðir varaþingmenn; þá skalkjósa hlutfallskosningum um land alt, og eins aðalþingmennina. Sameinað al- þingi kýs 3 yfirskoðunarmenn. Um- boð konungkjörinna þingmanna falla úr gildi þá er kosið hefir verið til al- þingis fyrsta sinn eftir að þessi stjórnar- skrá hefir öðlast gildi. Nefndnrfrumvarpið fer ntikið eftir þessu frumvarpi þeirra naína. Það vill þó, að raðherrar skuli vera þrír— ekki láta ráðherraefnin, sem nú eru, vera alla vonbiðla þeirrar tignar þangað til þinginu þóknast að setja lög um það einhvern ttmn og einhvern tfma. Það vill og afnám konungkjörinna þing- manna og að kosið sé til etri deildar hlutfallskosningum um land alt. Seeir að þá muni verða þar meira mannval. Eitt nýmælið er, að forseti í samein- uðu þingi megi kveðja til aukaþings, ef þess krefst meiri hluti þittgmanna hvorrar deildar. Málinu var vísað til 2. umræðu í fyrra dag. Stjórnarskiftin á Frakklandi. Nýja ráðuneytið. Heil tylft manna á þar sæti, og heitir sá Monis, sem þar er efstur á bekk og ráðuneytið er við kent. Hann Monis yfirráðgjafi Frakka stýrir og innanríkismálum, sem svo eru nefnd. Hann er þingmaður í öldungaráðinu, var dómsmálaráðgjafi í Waldeck-Rousseaus-ráðuneyti og þykir merkastur fyrir fyrirspurn er hann kom fram með á þingi 1896 og varð til þess að Bourgeois-ráðuneytið féll. Fyrir utanríkismálum er talinn mað- ur, er Cruppi heitir, fáþektur þó og lítt reyndur. En það er vandamesta Cruppi. staðan í öllu ráðuneytinu. Og erjþar meðal annarra við að kljást slíka garpa sem Aehrenthal greifa í Vín og Kider- len-Wáchter í Berlín hjá Vilhjálmi keisara. Enda er haft fyrir satt, að þeir stjórntaumar séu í raun réttri ætlaðir Delcassé, er þá hafði í höndum fyrir nokkrum árum, en þykir betur henta að lítið beri á, fyrir þá sök, er nú skal greina. Það bar til 5. júní 1905, er Marokko- málið var efst á dagskrá, að stefnt var til ráðgjafafundar í París að ræða það Delcassé f. utamHkisráðgjafi Frakka á tali við herforingja. mál. Þá stýr ði Delcassé utanríkismálum og talaði áfundinum 1Y2 stund, skýrði frá stjórnmálaaðferð sinni, samningum, er hann hafði gert við England og Spán að fornspurðum yfirráðgjafanum Rouvier, látið England meðal annars lofa Frakklandi, ef ófriður risi upp milli þess og Þýzkalands, þá að ná á sitt vald Vilhjálmsskurðinum og hleypa 100,000 manna á land í Slésvík og á Holtsetalandi. Rouvier taldi þessa aðferð um of fjandsamlega Þjóðverjum. Þá svaraði Delcassé: Fyrirgefið þér, eg er ráð- gjafi á Frakklandi, eg á ekki að gæta hagsmuna Þýzkalands. Þá sögðu hin- ir ráðgjafarnir: En Þjóðverjar ráðast á oss. Látum þá koma, svaraði Delcassé; við getum borgað fyrir okkur. Þá stóð upp Berteaux, sem þá var og nú er hermálaráðgjafi, og kvað Frakkland með öllu óviðbúið að halda út í ófrið; og svo fór, að Delcassé stóð einn uppi með skoðun síua og varð að fara fra. Um þetta leyti var de Lacroix hers- höfðingi staddur á Þýzkalandi til þess að flytja heillaóskir Frakklands á brúð- kaupsdegi þýzka keisaraefnisins. Vil- hjálmur keisari fekk þá símskeyti um fall Delcassé, og sýndi það Lacroix, og hafði hann þá svarað: »Eg óska yðar hátign til hamingju, eg óska Frakklandi til hamingju, og eg óska allri Evrópu til hamingju«. Nú stýrir Delcassé flotamálum í orði kveðnu. Eftir þetta er ekki að furða, þó að Þjóðverjar líti hornauga til hins nýja ráðuneytis. Þýzk blöð rifja nú upp þetta er gerðist fyrir nær 6 árum og er heldur stutt i þeim. Ráðuneytið hefir lagt fram stefnu- skrá sína á þingi. Eitt hið merk- asta í stefnuskránni er það, að stjórn- in vill ekki láta afnema verkfallsrétt járnbrautarmanna, svo sem Briand vildi. Stjórnin hlaut siðan traustyfirlýsingu þingsins með 309 atkvæðum gegn 114. Bankamálið í neðri deiid. Innsetning Eiríks Briems. Rannsólmarnefndin í neðri deild hefir klofnað. Meirihlutinn (Jón Ól., Jóhannes og Hvannár-Jón) leggja til, að E. Br. verði þegar settur inn í gæzlustjórastarfið — gera sig að yfir- hæstarétti í lögskýringum og tillög- um. — Nefndarálit þeirra ber af Lár- usar-skrifinu að því lej ti, að það er kurteislega og sæmilega orðað, en rök- semdahjómið er alveg hið sama. Minnihlutinn (Hálfd. og Ben. Sveins- son) mótmæla tillögu meirihlutans svo sem hér segir: Við höftim ekki getað orðið sam- dóma háttv. meðnefndarmönnum okk- ar um þingsályktunartillögu á þing- skjali 43 um innsetning gæzlustjóra. Tillaga þessi var borin fram snemma á þingi, en fluttflngsmenn tóku hana þá út af dngskrá. Nokkru síðar var henni vfsað til bankarannsóknarnefnd- ar Nd. — Þessi dráttur á því að taka till. til meðferðar og úrslita í deildinni teljum við að stafi af því, að heppi- legra hafi þótt, að rannsókninni, sem nefndin heflr með höndum, væri lengra komið áður en deildin greiddi atkvæði um tillögunna. Við lítum svo á, að afdrif till. í deildinni standi i svo nánu sambandi við rannsókn þessa, að rétt- ara sé að fresta atkvæðagreiðslu um hana að svo stöddu, cj tillögumeun vilja ekki taka hana aftur. En það þætti okkur eðlilegast eftir því, sem skipast hefir um æðstu stjórn landsins á síðustu dögum. Við lítum svo á, að nú sé gersamlega ástæðulaust að bera þessa tillögu fram Núverandi ráðherra hefir krafist þess, áður en hann tók við ráðherraembættinu, að stjórn- arráðið setti gæzlustjóra Landsbankans, er frá var vikið, inn í störf þeirra aftur. Hefir hann sótt það mál fast utan þings og innan. Getur því eng- um dulist, hvað hann muni telja stjórnarráðinu skylt að gera i því efni. En þá virðist okkur aftur einkennilegt og ástæðulaust og meira að segja ó- viðfeldið að skora á hann að gera það, sem hann mun telja skýlausa skyldu sína, hvað sem háttvirt Nd. kynni að vilja leggja til þeirra mála. í annan stað viljum vér benda á, að það er ekki rétt hermt í áliti meiri hlutans, að stjórnin hafi ekki sýnt dómstólunum hlýðni í því að gegna fógetaúrskurðinum, því að þeim úr- skurði hefir einmitt verið fullnægt. Gæzlustjóri Ed. lét með fógetagerð veita sér aðgang að húsum, bókum og skjölum bankans, og þeirri fógeta- gerð hefir verið hlýtt. Enn er þess að gæta, að spurning- in um það, hvort ráðherra hafi haft vald til þess að víkja gæzlustjórunum frá, liggur enn fyrir dómstólunum. Jafnframt hefir annar gæzlustjórinn höfðað mál gegn Landsbankanum til greiðslu á launum sínum. Mál þessi hafa að vísu bæði verið dæmd í undir- og yfirrétti á þá leið, að ráðherra hafi ekki haft vald til að víkja gæzlustjórunum frá, lengur en til 1. jan. f. á., en málin eru nú fyrir hæstarétti og sýnist því sjálfsagt að bíða þess dóms með frekari aðgerðir. Því að ef deildin úrskurðar nú, að ráðherra hafi ekki haft vald til þess- arrar stjórnarathafnar, þá á hún á hættu, að þeim úrskurði verði hrundið af hæstarétti. Og ef hæstaréttardóm- urinn gengur í þá átt, að frávikning- in hafi verið lögmæt — en þingið hefir úrskurðað gagnstætt því — þá teljum vér virðingu þingsins stofnað í stórhættu. Okkur sýnist það því fiarstæða, að býggja áskorun um innsetning gæzlu- stjóranna á því, að frávikningin hafi ekki átt við lög að styðjast, þar sem það mál er einmitt óútkljáð fyrir dómstólunum. En um réttmæti frávikningarinnar að öðru leyti verður ekkert sagt að svo komnu,- með því að málið má heita alveg órannsakað af nefndinni. Þess vegna er það okkar tillaga, að flutningsmenn taki tillögu sína aftur. Alþingi, 20. marz 1911. Háljdan Guðjónsson. Benedikt Sveinsson. Málalok nrðn í gær i deildinni, þan er segir frá hér síðar. Nýjasta tízka. Konur í pilsbrókum. ----- Kh. 10. marz’ 11. Nýjasta tizka í kvenbúningum ern -pils- brækur, líkt og tyrkneskar konnr bera nú. Tizka þessi er nýkomin frá skröddnrunnm í Paris og er nú óðum að færast út. Víða í leikhúsum, meðal annars hér í Khöfn, eru Hallgerður skammbrók. konur komnar á þenDa húning. Snmstaðar hefir þetta valdið uppþoti og ærsinm. Á RÚ8slandi hafa leikhússtjórarnir sumir neyðst til að banna konum þessum að koma i leik- hús hjá sér. • —as ■ Frá alþing’i. Neðri deild. Hafnarnefndarálit komið fram. Oll nefndin telur brýna nauðsyn hafnar í Reykjavík. Hún er talin aðalsporið til að gera verzluu landsins innhnda, auk ýmislegs hagræðis, er að því verður að öðru leyti. Höfn- in er og talin mundu verða til þess, að útlendur varningur geti orðið hér með sama heildsöluverði og í þeim bæjum, sem nú er hann sóttur til. Enn er höfninni talið til gildis, að eftir komu hennar muni efnalitlum kaupmönnum utanbæjar gert hægra fyrir að birgja sig vörum héðan smátt og smátt — hér yrði þá vörubirgða- hús. Nefndin leggur til, að til hafnarinn- ar verði veittar 600,000 kr. úr lands- sjóði og að landssjóður ábyrgist 1 mil- jónar króna lán fyrir bæinn. Stjórnarskrármálið. Svarraumrœður urðu í neðri deild við framhald 3. um- ræðu stjórnarskrárinnar — í fyrradag. Jón Þorkelsson kvað frnmvarp sitt og Bjarna frá Vogi ganga i þá stefnn, er talað hefði verið nm á 1. flokksfnndi. — Sér þœtti nóg hefting á þinginu, að efri deild væri kosin af öllu þinginu. Vér viidnm hér enga lávarðadeild hafa — aðrar þjóðir kvarti yfir baga, sem þær valdi Vitti mjög fráganginn á nefndaráliti því, er Jón Ól. hefði samið, taldi npp allmarg- ar rangar tilvitnanir 0. s. frv. Jón Ol. mótmælti »dragsúgsrembingi þeim og ósannindnm'«, er dr. Jón hefði frá sér lát- ið. Taldi illa á honum sitja að gera sig merkilegan yfir nefndaráliti sinu, því að sjálfur hefði »dragsúgsþingmaðnrinn« sýnt það i hókaútgáfnm sinum, að hann væri ekki læs. Jón Þorkelsson svaraði með því að kalla Jóni Ól. »kaupahéðin, þingfífl og glóp«, sem hefði borið sig »kusalega að«. Taldi hann hafa »rangfært visvitandi« og nefndarálitið vera illa samið, hlutdrægt og handaskömm, eins ogþingmaðurinn»væri eigi með öllnm mjalla.« J. Ol. svaraði enn »þingmanninum út úr horninu« — og kallaði þá J. Þ. fram í ræðu hans, að J. Ól. færi með »haugalygi« — en forseti sat við klukku sina og hringdi i sifellu. Er þessara umræðna hér getið til þess að sýna mönnum, hvernig ekh á að ræða stjórnarskrármálið, mikils- verðasta mál landsins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.