Ísafold - 25.03.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1911, Blaðsíða 2
74 ISAFOLD Gísíi Sveinssoti og Vigfús Einarsson y f i’ríd ómslögmenn. Skrifstofutfmi II1/,—I og 5—6. Þingholtsstrœti 19. Talsimi 263 Fjárlögin eru til framhalds i. um- ræðu í neðri deild í dag. Eldhúsdegi verður naumast úr, fremur en á sið- asta þingi. Gamla stjórnin búin að fá sitt úti látið, vantraustsályktunar- daginn og þingræðisbrotsstjórnin sitt á laugardaginn var. Fjárlaganefnd hefir umturnað fjárl. frv. stjórnarinnar æði mikið. Þessar breytingar m.a.: Tiilag til Borgarfj.- brautar hækkað árið 1913 úr 10,000 upp i 20,000, til Rangárbrúar veittar 45,000 kr. Gert ráð fyrir brúm á Hrútafjarðará, Rangá i Tungu og Austurá i Sökkólfsdal. Til Hvamms- tangavegar 2300. Stykkishólmssíma vill nefndin láta leggja frá Búðardal í stað Borgarness. Tvo vita vill hún reisa láta á Skagatá og Kálfshamri, en leggja niður Flateyjarvita. Kvennaskóla Rvíkur vill nefndin veita alt að 7000 kr. styrk, en lækka Flensborgarskólastyrk um 1000 kr. Stefáni oddhaga vill nefndin veita 1200 kr. styrk og jungfrú Ingibjörgu Brands 400 kr. til ieikfimiskenslu. Upp er tekinn eldri styrkur til Good- templarafél. og Bindindissameiningar Norðurlands. Lækkaður styrkur dok- toranna Helga J. og Pjeturss. niður í 1200 kr. Jón Ól., Agúst magister og Sighvatur Gr. Borgf. teknir upp í Fjárlögin með eldri styrk. Guðm. Hjaltasyni bætt við með 400 kr. Heiðurslaun Torfa Ólafsdal ákveðin 1200 kr. Viðskiftaráðunauts -fjárveitingu vill nefndin fella. Til bryggjugerðar á Húsavik ætlaðar 3000 kr. 1913 og til matreiðsluskóla Jónínu Sigurðardóttur 1000 kr. hvort árið. Þetta eru helztu nýmæli nefndar- innar — en ósagt hvaða náð finna fyrir deildar augum. Efri deild. Brú á Jökulsá á Sólheimasandi hefir verið til íhugunar í nefnd í efri deild. Nefndin leggur til, að samþykt verði lög um að brúa ána, þegar landssjóður fái efni til þess þ. e. þegar veitt verður fé til þess i fjárlögum. Háyfirdómnr neðri deildar í bankamálinu. Samábyrgðin sækir meira i bankann. Eirík Briem má ekki gera afskiftan, hinn gæzlusíjórann. Hann verður að fá sitt, sínar 13—1400 kr. úr bank- anum. Við tökum það hershöndum. Við d æ m u m honum það og d æ m- u m hann inn i bankann, hvað sem hver segir, hvað sem hæstiréttur dæm- ir rétt vera í hinu málinu. Við e r- u m háyfirdómur í s v o n a máli. Hann, sem er okkar gæzlustjóri! Þetta var það sem þeir héldu fram, samábyrgðar-nöfðingjarnir í neðri deild í gærkveldi og fengu meiri hluta deildarinnar til að samsinna. Það voru minnihlutamennirnir 9 og Hauka- gils-Jón hinn 10., — hann stássar með því að látast vera utan flokka, en fyllir Hafsteinsliðið hvenær sem það vill nýta hann. En þar við bættist af sjálfstæðismönnum þessir 4: Bjarni frá Vogi, Jón á Hvanná, Ólafur Briem og Sigurður ráðunautur. Þeir sem vildu vernda bankann fyr- ir þessari háyfirdómsherför í fjárhirzlu hans og synjuðu samþykkis við »inn- setning« Eir. Briem, voru: Ben. Sveinsson, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Björn Þorláksson, Hálfdan Guðjóns- son, Jón Þorkelsson, Magnús Blön- dahl, Sigurður Gunnarsson og Þor- leifur Jónsson. En þeir voru ekki nema 10, og hinir 14, — meira að segja 15 að Skúla Thoroddsen meðtöldum, sem greiddi ekki atkvæði í pað sinn og lét telja sig með meiri hlutanum. Hann, Skúli Thoroddsen, hafði þó gert tilraun til að firra deildina þess- um glapræðisvítum með því að bera upp svofelda dagskrá: Með því að nefnd sú, er neðri deild alþingis skipaði til þess að rannsaka Landsbankamálið, hefir enn ekki lokið störfum sínum, og ekki sízt þar sem máli þessu víkur nú eftir ráð- herraskiftin alt öðru vísi við en þeg- ar þingsályktunartillagan var borin fram — tekur deildin fyrir næsta mál á dagskránni. En hún var feld með sama atkvæða- mun, nema hvað Skúli var hinn 11. með henni, en 14 móti (io-J-4). Ræður stóðu kl. 5—7^/2» mikið spaklegar, með því að nú var ekki konungkjörna ofsamennið með i leik. Það var ráðherrann nýi (Kr. J.), sem helzt var nokkur hiti í. Með innsetn. Eir. Br. töluðu auk ráðherra þeir nefndarframsögumaður Jón Ól., Jóh. Jóh. og Pétur Jóns- son; en nióti Björn Jónsson og Ben. Sveinsson, auk þess sem Skúli Thor- oddsen talaði með dagskrá sinni og þar með óbeinlínis móti innsetning- unni. Ben. Sveinsson talaði samkvæmt rannsóknarnefndaráliti sínu. Bj'órn Jónsson (f. ráðherra) kvað hér koma tvent til greina : 1., hvort stjórn- in (hann) hefði haft lög fyrir sér, er hún vék frá gæzlustjórunum og lét þá frávikning standa fram yfir áramót, eða eftir það er nýju lögin gengu í gildi (1. jan. 1910), og 2., hvort hún hefði haft góðar og gildar ástæður til þess. Fyrra atriðið kvað hann vera dóms- mál, er alþingi hefði ekkert atkvæði um. Hinu síðara ætti umboðsstjórnin ein úr að skera, með venjulegri embættis- ábyrgð, er alþingi gæti að sjálfsögðu komið fram með lögsókn fyrir lands- dómi á hendur ráðherra, en hefði að öðru leyti ekkert atkvæði um þetta mál annað en að því (þinginu) hlýddi að lýsa velþóknun sinni á þeirri stjórnarat- höfn eða vanþóknun, sem gæti af sér leitt áskorun um að gera bragarbót og setja gæzlustjórana inn aftur. Að skipa ráðherra það hefði þingið ekkert vald til, né heldur hins, að fyrirskipa Landsbankanum að veita gæzlustjór- unum viðtöku. Það yrði að fara bón- arveg að báðum, ráðherra og Lands- banka, bónar veg eða áskorunar, sem væri nokkurn veginn hið sama, er vald brysti til að skipa. Hér skæri sjálf stjórnarskráin úr, er hún mælti svo fyrir, að framkvæmdarvaldið væri hjá konungi einum (með ráðherra og öðr- um umboðslegum embættismönnum hans), en hvorki.hjá alþingi né dóm- endum. Enda veitti engin lög alþingi neitt framkvæmdarvald, er til bankans kæmi eða þeirra, er honum ætti að veita forstöðu; því bæri að lögum að eins að kjósa menn í gæzlustjórastöð- una. Að því verki afloknu ætti það ekkert yfir þeim að segja, smátt né I stórt. I Svo lagaða áskorun til ráðherra, sem nú var mælt, væri því deildinni heim- ilt fram að bera að rannsökuðu máli. En hún hefði óhæfu í frammi og gerði sér minkun, ef hún gerði það að órannsökuðu máli. Auk þess væri þess að gæta, að eins og nú stæði á, gerði hún sig hlægilega með slíkri áskorun, með því að henni og öði- um væri fullkunnugt af ummælum manns þess, er nú værí orðinn ráð- herra, í efri deild um daginn, að hann þyrfti alls ekki slíkrar áskorunar, held- ur teldi sjálfsagða skyldu sína að setja gæzlustjórana í sína fyrri stöðu i bankanum, er þeir ætti að hans dómi skýlaust tilkall til. Deildin misbyði virðingu sinni, ef hún færi að sam- þykkja slíka áskorun, í tómri þarfleysu. Ræðum. kvaðst neita þvi, sem ráð- herra Kr. J. hélt fram, að alþingi hefði nokkurt vald til að úrskurða, hver væri löglegur gæzlustjóri. Það lægi undir dómstólana úr því að skera, ef um það risi deila, eins og úr öðrum ágreiningi manna á milli. Löggjafar- þing mætti þar ekki nærri koma. Það hefði löggjafarvald (með konungi), en ekkert dómsvald. Það væri og hégómi, að vilja gera gæzlustjórana trúnaðarmenn alþingis, er stjórnin hefði ekkert eftirlitsvald yfir. Eftir- litsvald með þeim fælist í eftirlits valdi hennar með bankanum. Það væri óframkvæmanlegt ella. Hann mótmælti og þeirri frásögn ráðh. Kr. J., að hann (B. J.) hefði sagt sér sjálfan frásetningardaginn, að frávikningin ætti að vera fyrir fult og alt. Hann (Kr. J.) hlyti að hafa rangt fyrir sér um það, með því að hann (B. J.) hefði að sjálfs hans sögn, Kr. J., verið að hugsa um að setja þá (gæzlustj.) inn aftur, alt til þeirrar stundar, er hinir dönsku bankastjórar bentu á, hvílíkur háski bankanum gæti af því staðið í erlendum viðskiftum. Ennfrem- ur mótmælti hann þeirri sögusögn sama (Kr. J.), að stjórnin hefði verið að hugsa um sakamálshöfðun gegn bankastjórunum fyrir jólin 1909; enda vissi hann sjálfur, að sakamálshöfðun gæti ekki komið til orða öðru vísi en að undangenginni dómara-rannsókis. Að eigna eða helga hvorri deildinni sinn gæzlustjóra væri markleysishjal, með því að þeir störfuðu hvorugur fyrir aðra deildina hinni fremur, ekki fremur en ef sameinað þing kysi þá báða í sameiningu, sem vel mætti vera, jafnt sem hin aðferðin. Kosn- ingin ein kæmi þinginu við; annað ekki. Mesta fjarstæða væri það, sem J. Ó. hafði haldið fram, að alþingi væri hinn rétti dómstóll f ágreiningsmálum um gæzlustjórana. Þingið hefði ekki fremur neitt dómsvald en framkvæmd- arvald. Og tilbúningur væri það hjáj. Ó., að frávikning gæzlustjóranna hefði fram farið áður en allar ástæður til henn- ar voru kunnar. Þær hejðu allar kunnar verið þá stjórninni (ráðh.), þær er máli skifta. Að bera sjálfstæði gæzlustjór- anna saman við sjálfstæði alþingisfor- setanna milli þinga væri afar-villandi vegna þess, að gæzlustjórarnir væri meðstjórnendur stofnunar, sem lands- sjórninni væri beint falið eftirlit með, en um forsetana væri ekki neitt i þann veg slíku máli að gegna. Við þeirri aðfinslu Skúla Thorodd- sen, að verið hefði óviðfeldin aðferð- in að bankarannsókninni hjá ráðherra í upphafi, benti ræðumaður á, að hann hefði aldrei fyrirskipað né ætl- ast til, að hún færi fram öðruvísi en í kyrþey; það hefði verið fjandmenn sínir, er komu henni í hámæli og gerða þann voðahvell og ófrið úr henni, sem kunnugt er. En hvort hún hefði verið óþörf, sæist á því, sem uppvíst hefði orðið um stórkost- legt ólag á stjórn hans og starfrækslu Málverkasýning Ásgríms Jónssonar er opin daglega frá kl. 11—5 & i Vinaminni f , með þar af leiðandi voða-tapi, er gerði frávikning bankastjórnarinnar á síðan alveg nauðsynlega, að dómi skyn- bærustu og óháðustu manna, meðþvi að bankinn hefði ella sokkið dýpra og dýpra í fenið. Og þó að bankastjórinn hefði haft eða átt að hafa aðalábyrgðina á stjórn bankans, þá sæi allir, að bank- inn hefði ekki getað beðið þetta voða- tjón af stjórnleysi hans og óreglu, ef gæzlustjórarnir hefði rækt eftirlits- skyldu sína í nokkru lagi. Það væri og rangt með mál farið hjá Sk. Th., að aðalástæða til frávikningarinnar hefði verið það, hve bankastjórnin hefði tafið fyrir rannsókn bankans og hefði átt ekki að standa lengur en til þess er henni var lokið; nei, hún hefði verið aðeins ein af mörgum. Samt sem áður mundi frávikningunni hafa verið aflétt í áramótin, ef ekki hefði komið til viðvörun dönsku bankastjór- anna um, hver háski erlendum við- skiftum bankans gæti af því staðið, ef þeim væri hleypt að aftur. Loks sýndi ræðum. fram á rang- hermi hjá J. ÓI. um mikla töf fyrir nefndinni nú í deildinni, vegna tregðú að afhenda henni gerðabækur stjórnar- rannsóknarnefndarinnar. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Björn Bjarnarson Dala- sýslumaðar. Gisli Johnsen kongúll frá Vestmanneyjnm. Ásgrims sýning er nú að fjara út. Síð- ustu forvöð til að sjá skinandi fallegar is- lenzkar myndir — i dag og á morgun. — Engan mun þess iðra — þangað að fara og teiga listina, sem þar er á boðstólum. Dáin: Guðrún Nikulásdóttir ekkja Laugav. 25, 67 ára. Dó 21. marz. Guðsþjúnusta á morgnn: í frikirkjunni kl. 10 sira Bj. J. kl. 1 sira Ól. Ól. kl. 4 sira Jóh. Þork. (Fassiusáimar). Hjúskapur: Eicar Bjarnason járnsm. (frá Túni i Flóa) og ym. Guðrún Asgeirsdóttir í Viðey. Gift 19. marz. Hringurinn, kvenfélagið, efnir til sjónleika i næstu vikn — og mun ágóðanum varið til styrktar fátækum berblasjúklingum. — — Leikendur eru nngar blómarósir bæjar- ins. Þegar alt þetta fer saman, er eigi hætta á öðru en að fólkið flykkist i leik- húsið. iðni Sigurðssyni miðar vel áfram bjá Ein- ari Jónssyni. Leirmyndin verður fnllger i vikulokin næstu. — Ef samskotnnum mið- aði jafnvel — væri vel fariö. En ástæða mun til að hafa orð á, að landinn hefir um of gert sig sekan um tómjæti i þvi máli. Leiðara en tali tekur væri það, ef flýja þyrfti á náðir fjárveitingarvaldsins um fé til þessa minnisvarða. Lehmann, sá er aliir er i kvikmyndahúsið koma, þekkja frá gamanmyndunum, er ný- lega dauður af slysförum. Var að leika eitt gamanhlutverkið og féll úr lofti, stór- meiddist og dó npp úr þvi. Skipaferðir. Vesta kom loks i morgun. Fjöldi farþega: Magnús Torfason bæjar- fógeti, Helgi Sveinsson bankastjðri, Bærent- sen kanpm. frá Skagaströnd, C. F. Möiler agent 0. fl. 0. fl. Skúlahátfð. Nemendnr mentaskólans — skólapiltar hétu þeir áðnr meir — héldu hina árlegu skólahátið i gærkveldi með dansskemtun i Hótel Reykjavik. — Skóla- hátiðin er — þvi miður — búin að missa mikið af sinnm gamla ljóma. Áður á dög- um tók i rann og vern allnr bærinn þátt i skólahátiðinni beinlinis og óbeinlinis, — en nú er öldin önnur. Veðrátta. Bliðviðri á degi hverjum hér um slóðir — svo að alla snjóa leysir og alla isa þiðir — i ndttúrunnar riki. Þessi vetur, sem nú er að ganga úr garði hefir verið einhver minsti isavetur nm árabil. Botnvörpungsstrand. A mánudaginn bættist einn botn- vörpungur í tölu þeirra, er á landi liggja austur með ströndum. Það var botnvörpungurinn Volante frá Grims- by. Strandaði austanvert við Kúðaós. Mannbjörg varð. Geir, björgunarskip- ið, er fyrir austan sem stendur til þess að freista að ná honum út. Fordæmið — fortlæmið! Þingræðisbrjóturinn i ráðherrasæt- inu lýsti yfir því i ræðu sinni til varn- ar þingræðisbrotinu, að hann teldi hina konungkjörnu pingmenn alveg jajngilda hinum pjóðkjörnu til stuðnings stjórninni. Þetta eru hættuleg orð. Hvar væri þjóðræði voru komið, ef mark ætti á þeim að takai Hvílíkt þingræðisskrípi yrði hér i landi, ef fara ætti eftir þeim eftirleiðis — þótt svo hrapallega tækist til um daginn, að eigi varð þingræðisbrjótn- um þá pegar hrundið af stóli! Þingræðisbrjóturinn hefir sýnt það í orði og verki, að hann telur rétt og sjálfsagt, að mikill minnihluti pjóð- kjörinna pingmanna, með ej til vill nauðalítinn hluta kjósenda að baki, ráði lögum og lojurn í pinginu og i landinu, ef þeim fylgir að málum konung- kjörna sveitin. Afleiðingiti af kenningu þingræðis- brotsráðherrans hefði t. d. árið 1908 orðið sú, að Hannes Hafstein, að hans dómi, hefði þá átt að hafa fullan rétt á *— það hefði verið sjálfsagt af hon- um — að demba uppkastinu yfir höf- uð þjóðinni, ej hann hejði getað krækt í 6 pingscetum Jleira en raun varð á, sœti ij pjóðkjörinna pingmanna í stað 9. — Hannes Hafstein hefði þá, að dómi þingræðisbrjótsins, átt á því fullan rétt, að Iklæða íslenzku þjóðina uppkasts- serknum, þótt uppkastinu hefði verið fylgjandi að eins þeir 15 þjóðkj. þing- menn, er fæst fengu atkvæðin við kosningarnar þá. Þau atkvæði voru samantalin 2037. En alls féllu þá rúm 12,600 atkv. á frambjóðendur í öllu landinu (Skúli Thor. þó ótalinn). Þessi er þá laukrétt ályktun af kenn- ingu þingræðisbrjótsins i ráðherrasæt- inu: Uppkastið hefði verið sjáljsagt að berja Jtam á pingmu, pótt pví Jylgdu að eins pessir ij fulltrúar, sem að baki sér áttu tapan l/o aj greiddum atkvœð- um kjósenda í landinu, af pví að kon- ungkjörna eða réttara Hajst.kjörna sveit- in Jylgdi uppkastinu. Atkvaði konung- kjörnu sveitarinnar sjáljsagt að rneta meira en 5/6 hluta kjósenda! Hér skal ekkert um það sagt, hvort H. H. og hans menn hefðu hagað sér svo sem nú er bent á, 1908. Það er ekki með öllu ólíklegt, sbr. aukaþings- farganið í sumar, er þeir vildu láta ráðherra hlíta áskorun 13—14 þjóð- kjörinna þingmanna -j- 6 konungkj. En ef Kristján þingræðisbrjótur fóns- son hefði þá staðið í sporum H. H. mundi hann eigi hafa vílað það fyrir sér — eftir orðum hans í neðri deild um daginn. Það voru hættuleg orð. Það var hættulegt fordæmi, sem hinn æðsti valdsmaður landsins þá gaf. Það fordæmi á öll þjóðin að for- dæma. Þingræðisbrjótnum verður sem fyrst að hrinda af stóli. Ef þjóðin gerir það eigi við kosn- ingar þær, er fram fara í haust, gerir hún sér skömm til handa, auglýsir að þingræðis-ástin margjátaða hafi verið orðagaspur eitt á vörunum, án þess hugur fylgi máli. Ef þjóðin purkar hann eigi af sér, hinn nýja ráðherra, gerir hún sig samseka honum um glapræðið hans mæðu-mánudaginn 13. — þrettánda — marz. Þjóðin verður að fordæma það for- dæmi. Karl i koti. Loftskeytin. Þeir Forbergsímastjóri og Vilh. Fin- sen loftskeytamaður hafa allmjög skifzt á pmiískeytum um loftskeytamálið. Forberg sendi alþingi prentað skjal í fyrradag, er réð mjög frá loftskeyta- sambandi, en Vilh. Finsen var eigi seinn til svara, heldur dembdi óðara vörn fyrir loftskeytin inn á þingið. í næsta blaði verður vikið nánara að því máli. Grein frá Forberg 0. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.