Ísafold


Ísafold - 25.03.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 25.03.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 75 Sjúkrasamlag Reykjavíkiir. Þótt stjórnmálaóöld sú, sem nú hefir gengið yfir um hríð, hat'i hrifið hugi manna, sem vonlegt er, þá má alls ekki gleyma öðrum þjóðhagsmálum, sem snerta almenning, og tel eg eitt af þeim Sjúkrasamlag Reykjavíkur, sern stofnað var fyiir rúmu ári fyrir forgöngu hr. Jóns Pálssonar organista, með ötulli hjálpsemi hr. landlæknis Guðm. Björns- sonar, Oddfellowfélagsins hér og ýmissa meiri háttar borgara bæjarins, sem í Oddfellowfólaginu eru. Það hólt aðalfund sinn 28. f. m. (febr.), og var formaður endurkosinn hr. Jón Pálsson og er að mestu leyti hin sama stjórn fyrir því þetta ár, eins og var árið sem leið. Gjaldkeri þess er nu hr. Guðbjörn Björnsson bókbindari. Eg hefi kynt mór reikninga þesa og skjól, og skal í sem fæstum orðum skýra frá því helzta til fróðleiks og athugunar þeim, sem ekki þekkja þessa nytsemdarstofnun. Um síðustu áramót voru f samlaginu 44 hluttækir fólagsmenn, með 52 börn- um; síðan hafa bæzt við 20 samlags- menn með 24 börnum, svo nú eru alls, sem stendur, í því 64 hluttækir fólagar með 76 börnum, eða samtals 140. Auk þess voru við síðustu áramót 4 æfifólag- ar og 9 hlutlausir fólagar. — Tekjur hrukku fyrir útgjöldum, stofnkostnaði o. s. frv. (um 165 kr.), læknishjálp, lyfjakostnaði, spítalavist og dagpening- um, svo að lítið sem ekkert þurfti að taka til varasjóðs, en eign hans var í árslok 143 kr. Nokkrir samlagsmenn hafa þegar notið allmiki'lar hjálpar frá því á liðnu ári. Til dæmis fekk emn maður, með þrem börnum, læknishjálp, lyf og spítalavist fyrir samtals kr. 121,00, en hafði greitt aðeins kr. 10,45 í öll gjöld til fólagsins. Hjón með einu barni hafa notið kr. 42,05, en greitt kr. 12,00, önnur hjón með fjórum börnum kr. 35,20, höfðu greitt kr. 14,50. Þriðju hjónin með þremur börnum kr. 22,75, höfðu greitt kr. 9,50 o. s. frv. Alls höfðu 24 samlagsraenn (þar af 21 foreldri með 35 börnum), notið styrks á árinu samtals kr. 295,26, þar af voru fyrir læknisverk kr. 165,00, fyrir lyf kr. 74,16 og kr. 56,10 fyrir sjúkrahús- vist, umbúðir og dagpeninga. Hin stutta reynsla, sem fengin er af sam- laginu, virðist vera næg til þess að sýna ómótmælanlega, að hór er um mik- ilsvert framfara- og nytsemdarmál að tefla, og víst er um það, að engir þeirra manna, sem í það eru komnir, munu fyr- ir nokkurn mun vilja láta undir höfuð leggjast að greiða gjöld sín, svo róttindi missist, eða úr því fara, og eftirtektar- vert er það, að margir sem kynst hafa slíkum samlögum erlendis, hafa gengið f það. Þeir hafa þekt betur en almenn- ingur hór kosti slíkra fólaga og hversu afar áriðandi það er fyrir efnalítið fólk að tryggja heilsu sina og barna sinna í sjúkrasamlagi. Sjúkrasamlög hafa þann mikla kost framyfir styrktarsjóðina flesta, að í þeim þurfa menn ekki að b i ð j a um hjálp, þeir eiga heimtingu á henni, að tiltölu við iðgjöld sín, alveg á sama hátt, sem líftrygður maður á heimtingu á líftrygg- ingarfé sínu í lifanda lífi, eða erfingjar hans að honum látnum. alt eftir þvl, hve líftryggingin er há. — Erlendis eru sjúkrasamlög mjög stór og víðtæk, og þykja alveg ómissandi, enda njóta þau mikils úr bæjarsjóði og rikissjóði og hinar efnaminni stóttir, sem þau eru aðallega stofnuð fyrir, keppast við að komast í þau og halda róttindum sínum 1 þeim. Öllum skyldugjöldum fremur keppast menn við að inna iðgjöld sín til þeirra, jafnvel engu síður en að kaupa sér brauð eða annað til matar. Hvers vegnal Vegna þess að þeir vita, að ef þeir leggjast veikir og liggja leng- ur eða skemur, eða fá meinsemd svo að sjúkrahússvist só óbjákvæmileg, þá eiga þeir heimtingu á læknishjálp, fæði og vist í sjúkrahúsinu, sem og lyfjum, og dagpeuingum að auki 1—2 kr. á dag, hafi þeir trygt sór þá, og — um þetta þarf ekki að biðja, ef þeir hafa staðið í skilum með iðgjöld sin. Nauð- syn á sjúkrasamlögum er engu minni hór á landi en annarsstaðar. Það er sýnilegur stórgróði hverju bæjarfólagi og sveitar, að slík félög séu stofnuð, og að þau blómgist á alla lund, og að sem allra flestir gangi f þau. Það er áreið- anlegt, að ef þau verða hór almenn, þá munu hin þungbæru fátækragjöld lækka til stórra muna, því það er öllum kunn- ugt, að mjög mikið af þeim stafar af sjúkdómum, sem efnalitlum mönnum hef- ir orðið um megn að bera, af sjálfs sín ratnleik. Fyrir þvf virðist brýn nauð- 8yn að skora á bæjarstjórn Reykjavíkur, að styrkja sjúkrasamlag það, sem hér segir frá og komið er svo vel á legg, og þá eigi síður ástæða til að skora á alþingi að veita ríflegan styrk þeim, og öðrum væntanlegum sjúkrasamlögum, sem stofnuð kunna að verða í landinu, og ástæða væri til að athuga það vand- lega, hvort ekki bæri nauðsyn til að lögbjóða almenningi að tryggja heilsu sína með þessum hætti. Eins og eg tók fram í upphafi, þá er það Oddfellowfólagið og ýmsir góðir menn í þeim fólagsskap, sem átt hafa mestan þátt 1 að koma samlagi þessu á fót, og má því vænta þesB, að sá öfl- ugi fólagsskapur og hinir merku menn, sem í honum eru, styðji það eftirleiðis með ráðum og dáð, og að það því eigi langa og góða framtíð fyrir höndum, til heilla fyrir alda og óborna. Rvík í marz 1911. Siqurbur Þorsteinsson. Aðflutningsbann áfengis. Eftir Jóh. Þorkelsson. V. Nl. Að endingu örfá orð enn. Grundvöllur sá og hyrningarsteinn, er eg álít að vór bannmenn eigum að byggja málefui vort á, er sú staðhæfing, að þrátt fyrir það þótt áfengið hafi gert mörgum glaða stund og orðið til gagns á þann hátt, að auka þrek og áræöi í bráðina, þá só hitt þó áreiðanlegt, að gleðin og gagnið sé hverfandi hjá ógleð- inni og ógagninu, er það hefir leitt, leiðir og mun leiða af sór alt svo lengi, sem það er um hönd haft. Með öðrum orðum: Afe.igisnautnin er stórfengleg meinsemd fyrir þjóðfólagið. Gagnvart þessari meinsemd verðum vór að álíta, að þjóðfólagið hafi ekki aðeins eðlilegan rótt, heldur skýlausa skyldu til að beita þeirri aðferð, er vér við allar meinsemdir beitum, sóum vór i færum um það : útrýmingunni, útrým- ingu áfengisnautnarinnar, en það verður á tryggilegastan hátt gjört með vínbann- inu, sökum hins einfalda og ómótmæl- anlega sannleika, að það er einn hlutur ókleifur: að neyta þess áfengis, sem ekki er fáanlegt, ekki er til í landinu. En hór einmitt, og annarsstaðar ekki, er snöggi bletturinn, sem kann að koma í ljós á málstað vorum. Það er langt frá því, að full vissa só fyrir að hægt só að framfylgja bannlögunum á full- nægjandi hátt; að oss verði stætt að gæta þess, að lögin verði ekki brotin í svo stórum stíl, að ekki só við hlítandi. Eg hygg þó að líkurnar só yfirgnæf- andi fyrir því að oss muni takast þetta. StÖndum vér þá dálítið betur að vígi en ýmsir aðrir, meðal annars vegna ein- angrunar lands vors í landaskipun. Svo er áfengisnautn þannig farið, að það er töluverðum örðugleikum bundið að dylja hana, og þeir örðugleikar vaxa við það, að hávaði drykkjumanna vill ekki dylja hana, sökum þess að hömlur þær, er leggja verður á sig til þess, draga úr nautninni. Svo bætist ofan á alt hitt það, að þegar áfengisnautnin er komin á hátt stig þá hverfur hirðan, eða skeyt- ingin, jafnt um það sem alt annað. Svo er þess að gæta, að örðugleikinn við gæzlu laganna minkar óhjákvæmi- lega er frá líður, sökum þess, eins og tekið er fram hór að framan, að fýsnin mun að mestu eða öllu hverfa, í áfeng- islausu landi, er nýjar kynslóðir vaxa upp, því lítið mun að því kveða, að hún só manninum meðfædd. Sumir andbannsmanna hafa í fávizku sinni verið að fárast yfir því, að með áfengisbanninu væri af oss tekið frjáls- ræðið til að velja og hafna. Auðvitað er það gjört; en só það, sem vór svift- um oss möguleikanum til að velja um undirrót meinsemda, þá er þar með eng- inn skaði skeður oss til handa. Þá hef- ir það eitt verib gjört að verkum, að rýmt hefir verið í brott freistingu, er helzt til lengi og alt of víða hefir verið á vegum vorum. Vitaskuld er það, að það er engin dygð að vera bindindismaður 1 áfengis- lausu landi. En hvað um gildir. Það er betra að vera ekki ofdrykkjumaður heldur en ofdrykkjumaður, þótt engu sé það öðru að þakka en að tækifærið hefir ekki gefist, áfengið ekki fáanlegt. Svo er guð ekki heldur vikinn frá oss, nó dygðin dauð eða minni í landinu fyr- ir það. Hún hefir verið að verki við atkvæðagreiðslu almennings um aðflutn- ingsbannið hvarvetna þar, sem það var stutt af atkvæði þeirra manna, er voru þrælar áfengisnautnarinnar, en vildu þó stuðla til þess, að afkomendur sínir og seinni tíma menn gæti gengið lausir af því ánauðaroki; alstaðar þar er bann- inn var lagt liðsyrði með atkvæði þeirra manna, er gátu sór að meinfangalausu, að sjálfs sín áliti, látið eftir sór þann munað, er þeim fanst áfengisnautnin veita sór, en lótu þó alþjóðarheill sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin þægindum. Hún mun auk þessa koma í Ijós hve- nær sem nokkur maður ljær liðsiuni sitt í orði eða verki til þess að löggjöf þessi verði ekki yfirtroðin, heldur auðnist að verða það, sem frömuðir hennar og fylgismenn hafa staðfastlega vænst að hún yrði: hið stærsta siðmenn- ingarspor, er vór íslending- ar höfum nokkuru sinni stig- ið. Ritað í des. 1910. Ur málrófshjallinum. Eg komst með mestn harmkvælum upp & pall neðri deildar á laugardaginn, þegar opnað var siðara skiftið. Hitasvælan þar óþolandi og litið lifsloft kom >neðan að«. Þrátt fyrir það gerði eg mitt sárasta til að biða úrslitannna; þvi satt að segja var eg á glóðum um þau, bjóst við að >sam- dbyrgðin« væri orðin það víðtæk i deild- inni, að vantrauststillagan yrði feld, og bngsaði einnig, að >dagshráin< hans sira Björns mnndi falla, þvi Hafsteinsliðar gœtu ekki greitt henni atkv., sizt allir, þvi hún væri þó svo ákveðin, ásamt forsendnm flutn- ingsmanns að hún kollvarpaði alveg kenn- ingum innlimnnarpostulanna og staðleysis- bulli blaða þeirra um þingræðið. Loksins kom atkvæðagreiðslan; eg stóð á öndinni af áhuga, og horfði yfir hópinn og — hit8a varð eg — það segi eg satt, þeir greiddu allir atkvæði með þvi að hér hefði framið verið þingræðisbrot, og H. Hafstein lika, L. H. B. leit yfir hjörðina með sinum venjulega mikilmenskurembingi, með — velþóknun; eg varð forviða, að sjá og heyra hversu greinilega þessir herrar gáfu sjálfum sér á hann. Skyldi islenzka þjóðin ekki sjá dökkan hlett á tungu þeirra, ef hún skoðar þá i réttu ljósi, þvi engum blandast vist hugur um það, hvar hér liggur fiskur undir steini hjá þeim. Þeim dettur auðvitað ekki i hug að halda fram i alvöru þeim rétti þjóð- ar vorrar, að konungkjörnir menn hafi ekki atkvæði um ráðherraval, enda ekki árenni- legt fyrir þá að, eta jafn greinilega ofan í sig þá matseld sem þeir hafa verið að troða i þjóðina á undanförnum tima um þetta efni, en þeir gerðu það samt, og af hverju? Af þvi að þeim reið lifið á að halda ný-innsettum gæzlustjóra af L...... náð i ráðherrastólnum. •Mikið vinnur þú fyrir Höskuld, gæzka«, sagði Jón heitinn á Hrauni. Hvað skyldi nú verða langt þangað til að þeir >gubba< aftur þessari matseld, og troða henni baneitraðri ofanf þjóðina, ef við verður komið? Við biðum og sjáum hvað setur. Roskinn ferðamaður. Silfurbergsmálið. Dregist hefir úr hömlu að reifa það mál hér í blaðinu vegna ýmissa anna. En verður gert í næstu viku. — Svo langt frá, að fráfarin stjórn eigi þar nokkuð vítavert að baki. Símskeytið forsetans, H. Þ., hið nafnkunna, er nú prentað i heild sinni í einu blaði bæjarins. Það er svo hróplega villandi og 1 i t a ð, að mestu furðu sætir, að sent skuli hafa verið. Vinst eigi tími til að athuga það í þessu blaði, en mun gert rækilega í næsta blaði. Fullorðinn maður (annað hvort karl eða kona), eða röskur og áreið- anlegur drengur heimilisfastur og kunn- ugur í austurbænum, óskast nú þegar til að bera ísafold um nokkurn hluta austurbæjarins. Dömuklæði, 8 tegnndir. Verð: 1.35, 1.40, 1.65, 1.75, 1.90, 2.10, 2.90, 3.50, hjá Th. Thorsteinsson, Ingólfshvoli. Begoniulaukar og taargar teg. af blómlaukum nýkomnar & Laugaveg 12. Svanl. Benediktsdóttir. KLADDAR tt ýmsum stærðum og mel mismunandi verti I bókverzlnn Isafoldar Mjög fallegt efni í fermingarbjóla fæst í verzlun G> Zoöga. Ódýrar svuntur: Breiðar Mittissvuntur úr góðu efni 1.15 Smekksvuntur —»— 1.55—1.75 Sloppsvnntur —»— 1.55—1.85 Barnasvuntur allar stærðir frá 0.75 Léreftsskyrtur hvítar ^1.50 Náttkjólar. Th. Thorsteinsson, Ingólfshvoli. - - * Ef þér viljið vera viss um að fá úrvalsgott Svart klæði, þá skuluð þér fara beint í Brauns verzlun Hamburg*. þar eru stærstar og beztar birgðir, ekki færri en 10 tegundir, frá 2.50—5.50. Sömuleiðis eru nú komnar nýjar birgðir af Sjölum, vönduðum og smekklegum, frá 8.00—22.00. Tlijkomið íií TJrna Eiríkssonar úrvaí af kjóíafauum, svunfufauum, fvisffauum, öarnanærfafnaði o. fí. og án þess að hugsa um stundarhagnað sel eg fyrir eða jafnvel undir hálfvirði talsvert af dúkum hentugum í drengjaföt, drengja- frakka, telpukápur og spadserdragttau, og ágætt efni í fermingarfðt. Þessa dúka hefi eg sjálfur keypt, meðan eg dvaldi erlendis, langt fyrir neðan ákvæðisverð, og ætti þvi hver sá að nota þetta tækifæri, sem þarf á góðu og ódýru efni að halda. Brauns verzlun „HAMBURG“, Aðalstræti 9. NB. Kjólaflonel (i Morgunkjóla) 2 tegundir, margar gerðir, 0.40—0.45, hjá Th, Thorsteinsson, Ingðlfshvoli. Guí í nýja sagan hans Einars Hjörleifsson- ar, framhald af Ojurefii, og rrtður a jorðu ljóðabálkur eftir Guðmund Guðmunds- son skáld á ísafirði, verða til sölu hjá bóksölum hér í bænum eftir næstu helgi. Aðalsala í bókverzlun ísafoldar. Svipa, merkt Þ. B. E., týnd á veginum milli Hafnarfjarðar og Rvík- ur. Finnandi beðinn að skila til Þ. B. Egilsons í Hafnarfirði. Undirboð. Kaupmenn þeir, er vildu selja verka- fólki í Viðey matvöru, geri svo vei og sendi tilboð sin til Guðm. Sæmuncfssonar í Viðey, en ekki Ingim. Jónssonar. Hér með tilsynnist, að okkar hjart- kæra móðir, Guðrún Nikulásdóttir, and- aðist að heimili sinu, Laugaveg 24, 21. marz. Jarðarför nennar fer fram n. k. þriðjudag, 28. þ. m. kl. Ill/2f. h. Reykjavik 25. marz 1911 Ásdis Jónsdóttir. Gróa Jónsdóttir. Guðjón Jónsson. Lítil askja með 2 steinhringj- um hefir tapast á götum bæjarins. Finnandi skili til Guðjóns Sigurðsson- ar úrsmiðs, mót fundarlaunum. Um 40 tegundir af Gardínutauum Verð: 0.22 0.24 0.27 0.28 0.30 0.35 0.40 0.43 0.45 0.50 0.62 0.75 hjá cTfí. cTfíorsfeinsson, Ingólfshvoli. Fermingarkjóll til sölu Lauga- veg 73-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.