Ísafold - 06.05.1911, Page 1

Ísafold - 06.05.1911, Page 1
Kemxn út tvisvar l vikn. VerD árp;. (80 arkir minst) 4 kr. erlendis 6 ki e$a 1 V» dollar; borgist fyrir midjanjáli (erlen^is fyrir fram). ISAFOLD CpDsðgn (g^TÍSeg) bundin viö Aramöt, et ógUö nema bomln sé til útgefanda fyrit 1. okt. ng aanpandi sbnldlaas; viö blaöiö Afgreiösla: Aastaritrnti 8. xxxvm. árg. Reykjavík 6. maí 1911. 29. tölublað Frá Frakklandi. S ■ ^[Óspektir meðal víuræktarmanna. ---- Khöfn, 21. apríl 1911, A Frakklandi er um þessar mundir hinn versti gauragangur meðal vin- ræktenda. Kampavínsræktendur i héraðinu Marnc kröfðust þess af Monis yfir- ráðherra, að hann veitti þeim einkaleyfi til þess að nefna nú sitt vín kampavín Þessu mótmæltu önnur vínhéruð harðlega. Monis skaut málinu undir dóm öldungaráðsins og þarÆvar samþykt|ályktun um að fela - stjórninni að afnema öll þesskonar einkaleyfi á víni. risu upp vínræktendur i Marnehéraðinu með ofsa og^ógangi. Má íeita aðjjþar hafi veriðjfull uppreisn siðustu dagana. Þeir fóru um herskildi, vopnaðir ljáum, sleggjum og járnköllum og brutu alt og brömluðu.’^j Verst urðu vínsalarnir úti. Fyrir þeim voru brotnar víntunnur í þúsundum og flösk- ur í miljónatali og víninu helt niður. A myndinni sjást bændur nokkrir á leið í spellvirki og svaðilfarir. Prest sinn hafa þeir í fararbroddi. Stjórninni hefir farist vandræðalega að bæ!a niður þessar skærur og hefir hún orðið fyrir þungu ámæli í þinginu. Um stuldinn á leyndarskjölum utanríkisstjórnarinnar, sem getið var síð- ast, hefir ekki frézt neitt nánara enn, en þetta hefir orðið til þess, að Tyrk- ir hafa komist að samskonar landráðum hjá sér og tekið fjölda manns fastan. Enn eitt hneykslismál á Frakklandi vekur athygli um víða veröld. Það hefir komist upp um nokkra fjárbrallara, að þeir hafa falsað orður og heiðurs- skjöl og selt bæði á Frakidandi og víðar. Meðal þeirra, sem teknir eru fastir, er Meulemans, ritstjóri Revue diplomatique. Farþegaflug. --- Kh. 12. apríl 1911. Flugmaðurinn Breguet hefir nýlega farið fram úr öllum öðrum í far- þegaflugi. Einn daginn flaug hann við 7. mann og næsta dag við n.mann. Flaug hann með allan þenna fjölda i 5 mínútur. Þessir 10 farþegar, sem sjásl á myndinni, voru þó mestmegnis drengir, svo að byrðin var ekki eins þung og ætla mátti af þessari háu farþegatölu. I. O. O. P. 924289 Bókasafn Alþ. lestrarfól. Pósthússtr. 14 5—8. Foragripasafn opiö si. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V» og 5* 1/«—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */• siödegis. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgura L&ndakotsspltali f. sjúkravitj. 10 V»—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 V*, 51/*-61/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfólag8skrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö i1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi, 2—8. Sýning gripa Jóns Sigurbssonar í Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 Taxaflóagufubát. tngótfur fer til Borgarness 15. maí. Borgarness og Straumfj. 22. og 27. maí. Hafna 12. maí. Keflavíkur og Garðs 10., 12. og 19. mai. Reiðin úr hlaði. Þingræðisbrot — Réttlætisbrot — Stjórnarskrárbrot. Því var spáð hér í blaðinu, að bera mundi hann nafn með rentu mánu- dagurinn 13. marz ipn, er Kristján Jónsson lét Heimastj.menn hafa sig til að taka ráðherradæmi í meinum við meirihluta þjóðfulltrúanna, i trássi við guð og góða menn. Mánudagur — til mæðu — segir máltækið — og 13. til þreytu — mætti sjálfsagt segja í þetta sinni. Ekki er stjórnar-ferðalag Kr. J. langt orðið enn. Hann má heita rétt kom- inn úr hlaði — vera nýbyrjaður stjórnarskeiðið. En nógu er ferillinn langur orðinn til þess að sýna, að eigi kann hann taumhaldið á stjórnar- hestinum fremur en Bósi, sem hann vildi eigi misbjóða með því að líkja við hann Finni Jónssyni prófessor — hérna um árið. Á reiðinni úr hlaði er hann þegar búinn að brjóta svo mikið af þvi, sem þjóðinni er kært — að þrá mundi hún pegar að taka hann af baki, ef kostur væri á. En sú hefir nú við- burðanna rás orðið, að terrja verður hún sér mikið langlundargeð og þolin- mæði unz hún fær að kveða upp kosningadóminn og taka stjórnartaum- ana af manni þeim, eða mönnum, sem nú halda þeim og stefna í því- nær hverju spori í þveröfuga átt við það, sem rétt er og viðunanlegt. í»ingræöisbrotiö var fyrsta af- rekið á traða-reið hins nýja ráðherra og fylgismanna hans. Eigi er þörf að fara neitt verulega út í þá sálma, svo margrætt er það. En aldrei verður of oft á það bent öðrum til varúðar, að jyrstur Islendinga gerðist hr. Krist- ján Jónsson sá vargur l véum að brjóta nýjengið pingrœði vort — með fulltingi Heimastjórnarmanna — þessarra yfir- borðsjátenda þingræðistrúar, sem á sér hafa yfirskin þingræðisástar, en af- neita hennar krafti þegar er á hólm- inn kemur, svo sem glögglega hafa þeir sýnt nú. Þungur verður dómur þjóðar- innar á því verki, þungur dómur sög- unnar. Og fárlegt var það, að óvið- ráðanleg og óviðkomandi atvik skyldi fá ráðið því, að alþingi bar eigi gæfu til þess að mótmæla þessu leiða at- ferli eins kröftuglega 0g skilið átti það — með því að hrinda þegar af stóli þingræðisbrjótnum, er hann var stað- inn að verki. Róttlætisbrotin eru næstu af- rekin, áður en úr tröðunum er komið. Það var fyrst, er Kr. J. hagaði orð- um sínum svo í þinginu, í lánsmál- inu, að alment voru skilin sem dylgj- ur um, að eitthvað af landssjóðslán- inu 1909 hefði misjarist. Enda sag- an borin svo út um landið, að fyrv. ráðherra, B. J., hefði dregið undir sig nokkuð af því. Já, ein landsmálagýg- urin orðaði það svo, að helv. . . . hann B. J. hefði nú stolið mörg hundruðum þúsunda af því. Það var réttlætisbrot gagnvart fyrv. ráðherra, að Kr. J. skyldi tilefni gefa til þeirrar dylgjuöldu, sem af þessu reis. Það var ekkert sem knúði hann til að segja eitt orð um þetta mál, er hann gaf tilefni til dylgjanna. Og mað- ur í hans stöðu átti að steinþegja um það, unz það, var af hans hálfu full- komlega rannsakað. Og þvi kynlegri og síður afsakan- leg voru orð hans á þinginu, sem gerð hafði verið grein fyrir láninu í hinum opinberu landsreikningum og engin athugasemd við það gerð af yfirskoðunarmönnunum Skúla Thor- oddsen og Hannesi Þorsteinssyni. Auðvitað varð Kr. J. að molda dylgjurnar og lygarnar í báðum deildum alþingis skömmu síðar, eftir að fjármálaskrifstofustjórinn var búinn að því hér i blaðinu. En þó gat hann eigi að sér gert, að hann gaf eða lét gefa — samkvæmt yfir- lýsingu sjálfs hans í neðri deild — skrifstofustjóranum ojanígjöj Jyrir pað drengskaparverk hans að verða til pess hér í blaðinu að bera Jyrverandi ráð- herra undan hinum lúalega og logna ceruleysisáburði. Afskifti hans af þessu máli eru svo sem hér hefir verið sýnt ósvikið réttlætisbrot gagnvart fyrirrennara hans. En þetta réttlætisbrot er samt ekki öllu meira en mýfluga hjá úlfalda, borið saman við annað réttlætisbrotið í hinni sögulegu reið úr stjórnar- hlaðinu. Eg á við afturköllun banka- málsins í liæstarétti. Það er svo mikið réttlætisbrot og of- beldisverk af hans hálfu, að lengi mun minst — og mun verða eigi sízti né veikasti naglinn í stjórnmensku líkkistu hans. Hann lætur sér eigi nægja .að lokka efri deild alþingis út á þá hálu og hættulegu braut að hrifsa i sinar hend- ur dómsvald landsins, sem henni kom ekkert við, samkv. stjórnarskránni — og kveða upp dóm i máli, sem var orðið ramt flokksofstækismál fyrir til- verknað hans og Heimastjórnarmanna. Nei. Þegar búið er að kveða upp þann dóm honum í vil með atkvæði tveggja málsaðila (hans sjálfs ogE. Br.) og bróður annars peirra — þá gerir hann sér litið fyrir og notar embætt- isstöðu sína til að stemma stigu fyrir þvi og aftra, að málið verði tekið fyrir á hinum eina rétta véttvangi, aj æðsta dómstól landsins — þótt sjálfur hafi hann upphaflega beint því inn á þessa braut. Hvað er ofbeldisverk, ef ekki þetta? Hvað er réttlætisbrot, ef ekki þetta? Enda er svo komið nú, að enginn maður heyrist mæla þessu atferli bót. Þegar það fór að kvisast, að hann væri búinn að afturkalla máiið — sögðu hans eigin fylgismenn að það væri ekki annað en venjulegar ill- kvitnislygar um ráðherrann þeirra. Svo fjarri öllum sanni þótti þeim, að Kr, J. mundi dirfast annað eins. En hvað segja þessir sömu góðu menn nú, er þeir sjá djörjung hans svarta á hvítu? Mundu eigi renna tvær grímur á menn nú, þótt hingað til hafi trúað á málsstað Kr. J. í bankmálinu ? Grisjar ekki í vantrúna á málsstað hans hjá honum sjálfum ? Er nokkur skýring önnur til á þessu dæmalausa tilviki hans — önnur en, að hann hafi sjálfur verið hrædd- ur um málsstað sinn og ekki þor- aö sjálfur að horfa framan í hæstaréttardóm í banka- málinu. Þessi er hliðin, sem snýr að Kr. J. sjálfum. En hin hliðin snýr að fyrir- rennara hans fyrv. ráðh. Birni Jóns- syni. Fyrv. ráðherra og raunar líka banka- stjórn Landsbankans áttu siðjerðislega heimtingu á, að málið gengi þá leið, sem til var stofnað, til dóms í hæsta- rétti. — Ekki sízt átti B. J. heimt- ingu á þvi eftir stóradóm efrideildar, þar sem í dómi sátu, að meirihluta sumpart landskunnir, blindir haturs- menn hans, og sumpart rammir stjórn- mála-andstæðingar. — Var því auð- vitað ekkert vit í og ranglæti hið mesta að gera þann dóm að fullnað- ardómi. En það hefir Kr. J. gert með sinu háttalagi. En spá vor er sú, að hér sannist hið fornkveðna »að sér grefur gröf, þótt grafic. Og látum vér við svo búið standa um réttlætisbrotin að sinni — sjálfsagt mörg tækifæri til að drepa á þau oftar. En eftir er þá að minnast á þriðja »brotið« úr hinni sagnaríku hlaðreið Kr. J. út á stjórnarbrautina. En um það skal eg vera stuttorður, þvi að það mintist eg á í síðasta blaði. Það er stjórnarskrárbrotið, sem Kiistján ráðherra, að dómi Kristjáns Jónsson- ar dómstjóra og annarra Heimastjórnar- manna í vetur, hefir framið með því að bæta svo og svo mörgum dögum við kjörtímabil hinna konungkjörnu ping- manna, í stað þess að tilnefna nýja. Það var stjórnarskrárbrot í vetur að þeirra dómi, að láta eigi kjörtímabil þeirra konungkjörnu vera »nákvæm- lega sex ár^. Og eins hlýtur það að vera nú. En Kr. J. hefir brugðið út af þvi. í stað þess að láta það vera nákvæm- lega 6 ár — bætir hann við það 10 til 15 dögum. Björn Jónsson skildi stjórnarskrána á sama veg og Kristján Jónsson og Heima(l)stjórnarmenn, og hann hagaði sér ejtir peim skilningi — og lét kon- ungkjörnu þingmennina sitja á þessu þingi, þótt til stórkostlegs óhags væri sjálfum honutn. Fyrir sannfæringu sína um hvað stjórnarskráin mælti fyrir, hefir hann sannarlega lagt mikið í sölurnar. — Sú hefir afleiðingin orðið af þvi, að hann hefir fengið mjög ranglátan dóm á þinginu í sinn garð í bankamálinu og orðið fyrir meiri ofsóknum en dæmi munu til í stjórnmálasögu vorri á seinni timum. Ef hann hefði látið sér í jafnlitlu rúmi liggja skilning sinn á stjórnar- skránni og hr. Kr. J. nú virðist gera, og gengið ofan í hann, þegar svo réð við að horfa, þá hefði hann getað klipið af kjörtímabili hinna konung- kjörnu þingmanna alveg eins og Kr. J. hefir nú bætt við það. Þá hefðu fylgismenn hans í banka- málinu og öðrum stórmálum setið í konungkjörnum sess í efri deild. Þá hefði bankamálið fengið önnur úrslit, en raun varð á í þinginu. En Björn Jónsson mat meira sann- færingu sína en eigin hagsmuni — og hélt fast við það, sem hann taldi rétt. Það gerði gæfumuninn ! En lái honum það hver sem villl Jæja. — Mér hefir orðið skrafdrýgra en eg ætlaði. Og er þetta þó eigi nema brot af sögunni um brot það, sem hr. Kr. J. er kominn af stjórnarbrautinni. En sögubrotin um stjórnmálaf>roí hr. Kr. J. verða sjálfsagt fleiri. Og lýk eg svo þessu litla broti. Karl í koti. -----i----- Stjórnmálahorfurnar íslenzku. Um þær ritar Ragnar Lundborg hinn góði vinur vor í Svíþjóð, grein i blað sitt Karlskrona Tidningen, hinn 15. apríl. Telur hann stjórnmáladrættina hjá oss orðna miklu skýrari en verið hafi, þvi að nú sé það komið upp úr dúrn- um á alþingi, að Jullveldi Islands sé 1 sameiginlegt takmark allra pingmanna. Þetta dregur hann af því, að allir hafi orðið sammála um að taka rikis- ráðsákvæðið út úr stjórnarskránni. Með því sé látið í ljósi af vorri hálfu, að vér viljum að konungur skuli eftir- leiðis vera íslenzkur konungur — sem hann og eigi að vera samkvæmt Gamla sáttmála, þótt Danir eigi vilji viðurkenna það. »Það eru horfur á því«, heldur Lundborg áfram, »að skilnaður íslands og Danmerkur komist all bráðlega á döfina, ef Danir fást eigi til að sam-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.