Ísafold - 27.05.1911, Page 1

Ísafold - 27.05.1911, Page 1
Kem'ii At tyisvar l viku. Ver?) árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendi* 6 ki. eða 14/a dollar; borgist fyrir mibjan júlí (erlondis fyrir fram). Unpsögn (skrifiog) bundin viö áramót, ex ógiifl nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. eg aaapandi skuldlaas viö blaöiö Afgreibsla: Austurstrsti 8. XXXVIII. árg. Reykjavík 27. maí 1911. 34. tölublað I. O. O. P. 925269 Bókasaín Alþ. iestrarfól. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opib si. þrd. og fmd. 1*2—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar* og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* sibdegis. Landakotskirkja. öuösþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 */*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */*, 61/i-6i/a. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—2J/» á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi, 2—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar í Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 TaxafíóaQufubáf. Ingóífur fer til Borgarness i., 8., 21. júni Borgarness og Straumfj. 27. maí. Keflavikur og Garðs 3. júní. Sjálfstæðisflokkurinn í efri deild Ofl ráðherra Kr. J. I. Mörgum mun það óljóst enn, eink- um út um land, hvaða brögðum Sjálf- stæðisflokkurinn var beittur í efri deild, og hver það var sem vann þar slig á honum, og hver orsökin var. Þegar þing var sett voru 8 sjálf- stæðismenn í efri deild, en 6 Heima- stjórnarmenn, þeir konungkjörnu. Það var því sýnilegt, að þrátt fyrir það, þótt hinir 6 konungkjörnu sætu þar, að margra dómi í fullu lagaleysi, þá gat sjálfstæðisflokkurinn haft yfirtök, og, haldið áfram í sjálfstæðisáttina, að verja landið fyrir öllum innlimunar- tilraunum. Að vísu vissu menn, að einn af þessum þjóðkjörnu þingmönnum, Krist- ján Jónsson dómstjóri, hafði orðið fyrir óþægindum af þáverandi stjórn, sem hann kallaði óréttlát; en með þvi hann hafði skotið því ágreiningsmáli til dómstólanna, datt engum í hug, að hann mundi sækja fast að gera þann ágreining samtímis að aðalmáli í þinginu, og með því stuðla að því, að hans eigin flokkur misti yfirráðin í deildinni, því vitanlegt var það, að sjálfstæðismenn þar, vildu ekki halia rétti Kr. J. í því máli, en hitt vildu flestir i þeim flokki, að málið yrði rannsakað hlutdrægnislaust, og að sá fengi sökina, sem ætti hana. í því trausti að Kr. J., sem enn var í sjálfstæðisflokknum, gerði sig á- nægðan með óhlutdræg úrslit í máli þessu, fóru sjálfstæðismenn deildar- innar fram á það við hann sem ær- legan flokksmann, að hann kysi með þeim forseta úr konungkjörna liðinu, og hétu honum um leið, að þó sjálf- stæðismenn yrðu í meiri hluta, þá skyldi hann ’fá sinn rétt i bankamál- inu, og bentu honum á, að sjálfur gæti hann greitt atkvæði í því máli eins og hann vildi, hver sem skoðun flokksins kynni að verða. En Kr. J. neitaði að ganga inn á þetta; hann áleit sýnilega, að málstaður sinn væri svo slæmur, að hann gæti ekki einu sinni treyst sínuni eigin fiokkstnönnum til að þvo sig hreinan af bankamál- inu, og áleit sér því mest áríðandi, að fjandmenn ráðherra B. J. og sjálf- stæðisflokksins yrðu í meiri hluta í efri deild, því þá gat hann verið viss um að verða ofan á, hvernig sem mála- vextir vcetu, en annars ekki. Öll stjórnmálastefna hans sjálfs og sjálfstæðisflokksins, sem hann taldi sig til varð að víkja fyrir þessum per- sónulegu þörfum hans sjálfs. Og enda- lokin urðu þau, sem allir vita, að hann kaus forsetann með heimastjórnarsveit- inni konungkjörnu, án þess að blikna né blána, og eftir það stóð taflið í efri deild svo, að 6 konungkjörnir urðu á móti 6 þjóðkjörnum og Kr. J. sá 7., sem þó eigi var rekinn úr flokknum að sinni, þótt þetta tiltæki hans væri hið megnasta flokksrof. Og sjálfsagt mundi hver annar en Kr. J. hafa sagt sig úr flokknum, eft- ir að hafa aðhafst þetta eingöngu í eigingjörnum tilgangi, vitandi það, að allir góðir menn í flokknum hlutu að fordæma aðferð þá, er hann beitti. En Kr. J. treysti því, að almenningsálitið væri nógu veikt í þessu landi, að höjðingjavaldið mundi sigra nú eins og endranær, vegna skorts á almennri og sterkri réttlætistilfinningu meðal al- mennings. Þegar Kr. J. var þannig búinn að ná yfirtökum á efri deild, þá beið hann ekki boðanna lengur með að út- vega sér »sódaogsápu« til að þvo af sér ryðið i bankamálinu. Rannsóknarnefnd var skipuð, og af því ekki þótti trygging fyrir að hægt væri að fella nægan áfellisdóm yfir fyrv. ráðh. B. J. eingöngu í banka- málinu, þá var flúið til þess úrræðis að láta rannsóknarnefndina rannsaka alt, sem B. J., hafði framkvæmt sem ráðherra, í von um, að eitthvað að- finningarvert kynni að finnast í öðr- um málum en bankamálinu, sem gæti orðið til styrktar Heimastj., en B. J. til áfellis. Og hverir völdu svo rannsóknar- nefndina í bankamálinu í efri deild? Kristján Jónsson sjálfur, Eirikur Briem sjálfur — báðir sakborningar— Stein- grímur Jónsson bróðir Kr. J., Lárus H. Bjarnason, margra ára gamall fjand- maður Björns Jónssonar, og 3 aðrir konungkjörnir. Rannsóknin. Hún hófst ekki um bankamálið eitt, heldur um hitt og þetta, sem alls ekki kom málinu neitt við. Nú þótti Kr. J., sem búinn var að kljúfa flokkinn og koma honum í minnihluta í deildinni, bera nauðsyn til að fá þvottinn áður en rannsókn- arnefndin léti frá sér heyra, því á laun hafði hann samið svo utn við heimastjórnarmenn, að verða ráðherra, en áríðandi að ráðherraskiftin gætu farið fram sem fyrst á þinginu, svo B. Jtt gæti sem minstri vörn fyrir sig komið í bankamálinu og öðrum mál- um. Því var það, að þessi merkilega þingsályktunartillaga kom fram i efri deild, að setja Kr. J. inn í bankann aftur áður en Jarið var að rannsaka bankamálið, og láta Landsbankann greiða gæzlustjóranum laun í hér um bil i.i/a ár, þótt bankinn væri búinn að greiða öðrum löglegum gæzlustjóra launin. Og hverir setja svo Kr. J. inn og ráða því, að Kr. J. eru greidd gæzlu- stjóralaunin? Hann sjáljur og konungkjörna sveit- in, sem áður er nefnd. Eg hefi oft verið á áheyrendapöll- um þingsins, en eg man ekki til að mér hafi nokkurn tíma blöskrað eins óskammfeilnin: að sjá sjálfan sakar- aðila, eða réttara sagt þá báða, kveða upp sýknudóm yfir sjálfum sér í opin- beru máli, sem lá undir úrskurði dóm- stólanna, og tildama sjáljum sér Jé aj almannajé. Og sessunaut mínum, sem var út- lendingur, er eg hafði sett inn í málið, hnykti við, er eg sagði honum að þetta væri hdyfirdóinari landsins, sem þannig greiddi atkvæði, maður sem átti að hafa hina næmustu tilfinningu fyrir réttvisinni í landinu. Það liggur nú i augum uppi, að efri deild, eða þingið, gat ekki að lögum, að órannsökuðu máli kveðið upp þennan sýknudóm yfir gæzlu- stjórunum, og þar sem máli þessu var þegar skotið til dómstólanna, alla eið til hæstaréttar, þá átti efri deild eða hinir konungkjörnu þar með Kr. J. í halanum eigi lítið á hættu fyrir sóma sinn, ef svo færi að dómur hæstaréttar á sínum tima, færi í þver- öfuga átt, og ef til vill dyndi á á óhentugasta tíma, rétt fyrir kosning- arnar. 9 Það úrræði var því haft, að nota embættisstöðuna til að afturkalla inn- setningarmálið á laun við annan máls- aðila þess, Landsbankann, og ofan í lög og venjur, og gera það á síðustu stundu, svo víst væri um, að aftur- köllun málsins gæti ekki brugðist; þar með var líka kipt fótunum undan gæzlustjóralaunamálinu, sem einnig hafði verið áfrýjað til hæstaréítar; þar slegnar tvær flugur í einu höggi. Þetta er í stuttu máli hinn sögu- legi gangur málsins. En síðar mun eg víkja að öðrum atriðum. Auditor. - -—i--- Forseta-minnisvarðinn. Isajold hefir náð í mynd af líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni — eins og það lítur út í leirnum. Er það myndin, sem hér birtist. Af henni er hægt að fá hugmynd um Leirmyndin af forsetanum. útlit styttunnar. Sjálf verður líkams- myndin 4^ alin á hæð, en undir henni stallur 4 álnir á hæð. Ekki mun ennþá gengið frá fulln- aðarályktun samskotanefndarinnar um að setja myndastyttuna á skólabrúna. Þeim fjölgar með degi hverjum er kjósa heldur stjórnarráðsblettinn. Botnyörpusektirnar og Danir J. C. Christensen vill, að Yalurinn hætti strandgæzlu hór við land. í blaðij. C. Christensens fyrv. yfir- ráðh. Dana, Tiden, birtist nýverið (5. maí) ritstjórnargrein um íslandsmál, sem er margfaldlega þess verð, að henni sé gaumur gefinn af oss — ekki sízt þegar.þess er gætt, að hún er sprottin frá þeim manninum, sem einna mest á undir sér í stjómmálum Dana um þessar mundir. Greinin fjallar aðallega um tvö atriði: 1) mótmæli alþingis gegn stöðulög- unum, 2) burtfelling botnvörpusekt- anna og þingsályktunartillpgu neðri deildar um að taka til íhugunar að eggja fé til strandgæzlunnar, þegar Danir viðurkenni, að landhelgin sé óskoruð eign vor. Að þessu sinni skulum vér athuga seinna atriðið, en geymum hið fyrra til næsta blaðs eða svo. Hr. J. C. Christensen skýrir fyrst frá aðdraganda þess, að ákvæði var sett um, að 2/3 sektanna skyldu renna í ríkis- sjóð Dana. Danir hafi 1906' smíðað Valinn eingöngu í þarfir íslendinga og því hafi þeim þótt sanngjarnt, að eitthvað kæmi þar á móti. Hannes Hafstein hafi gengið inn á það, komið því inn í fjárlögin o. s. frv. — En nú hafi þingið þvert ofan í fylgi fyr- verandi ráðherra landsins felt ákvæðið burtu enn af nýju. Og hr. J. C. Chr. heldur áfram: Rétta svarið við pessu væri, að Val- urinn vœri kyrr í Kaupmannahöjn og vér (Danir) létum oss nœgja að senda pangað svo sem áður, hernaðarsnekkju 'Krydser) — og ef til vill verður end- irinn sá; vér vonum að svo verði.1) En hvað sem öðru líður já Islendingar eigi bætt Jyrir sér með pings- ályktun peirri, sem sampykt hefir verið, pví ef Islendingar vilja láta skoða land- helgina óskoraða eign sína, þá verða þeir sjálfir að bera að öllu ieyti kostnaðinn við iand- helgisvörnína.1) Þvi er ástœðulaust jyrir pá að œtla að taka til íhugunar að leggja fé til verndar Dana við strendur Islands, ej svo Jer, pví að, pá kemur hún Dönum ekkert við. Rétta svarið frá vorri hálfu íslend- inga við þessum bollaleggingum hr. J. C. Chr. og Dana er að voru áliti: peir um pað. Og vitaskuld er það, að ef svo fer, að við fáum landhelg- ina viðurkenda óskoraða eign vora, og Danir færast undan strandgæzlu- kvöðinni — þá er að taka því. Ein- hver ráð munu til þess að ldjúfa það fyrirtæki — þegar þar að kemur, ef hugur fylgir máli um sjálfstæðisvið- leitni vora. Ýms erlend tíðindi. Kböfn, 16. mai 1911. Standard Oil dæmt. Þess er getið í ísafold fyrir eigi alls löngu, að verzl- unarhringurinn Standard Oil, oiíufélagið alræmda í Ameríku, hefir verið dæmt til þess að hætt,a störfum sakir ólöglegr- ar samkepni. Dómur þessi var staðfest- ur í gær af hæstarétti Bandaríkjanna og verður houum eigi áfr/jað. Fólaginu er veittur 6 mánaða frestur, en eftir þann tíma á það ekki að vera til lengur. Mál þetta hófst 1906 og hefir málskostnaður allur numið 36 miljónum króna. Menn vissu þegar fyrir löngu hvernig mál þetta myndi fara í bæstarótti, og segja menn að fólagið muni rísa upp óðara aftur í annari mynd. Frá Danmörku. Þar hafa staðið vinnu- deilur miklar undanfarið. Um 40,000 verkmönnum hótað verkbanni, en sáttá- semjaranum í þess konar málum, Koe- f o e d forstjóra hagfræðisskrifstofunnar, tókst að afstýra því með því að miðla málum milli verkamánna og vinnuveit- enda. En utan við verkmannasamband- ið standa 700 pjátursmiðir, og til þess að miðlunin kæmist á, urðu þeir að samþykkja hana. Þetta brást, og verk- bann hófst í morgun. Þessir 40,000 menn voru gerðir atvinnulausir. En nú í kvöld hóldu pjátursmiðirnir með sér nýjan fund og samþyktu nú miðlunina. Verkbannið er því úr sögunni eftir þenna eina dag. Á sunnudaginn var gerðust þau tíð- indi, að Frakkinn P o u 1 a i n flaug frá Khöfn til Hróarskeldu og sömu leið til baka aftur. Er þetta mesta flug, sem háð hefir verið hór í landi fram að þess- um tíma. ísland og Svíþjóð. Sænskum blöð- l) Leturbreytingar blaðsins. um hefir orðið tíðrætt um styrkveitingu alþingis til beinna gufuskipaferða milli óslands og Svíþjóðar. Telja þau víst, að Svíþjóð muni einnig styðja fyrirtækið með fjárframlagi úr ríkissjóði. Sumum blöðunum þykir þó þessar 4000 kr. of lítil fjárhæð, og segja, að ekki muni veita af tífalt hærri fúlgu. -----3SG----- Þilskipaafli og botnvörpunga í Reykjavlk og Hafnarfirði á vetrarvertíð 1911, Ur Reykjavík hafa gengið 34 þil- skip alls og fer afli þeirra hér á eftir: Skip H. P. Duus, Rvík. Asa.............................49,5°° Björgvin...................3 3,000 flákon..........................21,300 ho. . . 23,000 Keflavík........................30,000 Milly...........................3i,S°° Seagull (Duus o. fl.) . . . 43,000 Sigurfari.......................29,000 Svanur ........................ 3S,S°° Sæborg............................4M°o 341,500 Skip hlutajél. Sjávarborg (Edinborg). Fríða.....................29,000 Guðr. Zoéga...............23,000 Geir......................44,000 Isabella..................17,000 Josephine.................23,000 138,000 Skip Th. Thorsteinsson. Guðr. Sophie ..... 20,000 Margrethe.................28,000 Sigríður ekki á fiskiveiðum 48,000 Skip hlutajél. P. J. Thorsteinsson & Co. Björn Ólaísson 33,000 Greta 27,000 Guðr. af Gufunesi .... 3S,°°° Langanes 38,50° Portland 25,000 Ragnheiður 34,5°° Skarphéðinn 31,000 Sléttanes (Akorn) .... 21,000 Toiler 16,000 261,000 Skip J. P. T. Bryde, Rvík. Niels Vagn 15,000 Valtýr 3S,°°° S°,5°0 Ymissa eign. Esther (Pétur Thorsteinsson) 20,000 Bergþóra (Guðm. Ól.) . . 26,000 Harald, ísaf. (L. Tang&Sön) 32,000 Haflari (Sig. Jónsson) . . . 34,000 Hafsteinn (Jón Ól. 0. fl.) . 30,000 Hildur (Jón Laxdal) . . . 40,000 Duus-skipin hafa aflað mest að meðal- tali, )4,iyo, Edinborgar-skip 27,400, Th. Thorsteinssons-skipin 24,000, skip Miljónarfélagsins 29,000, Bryde-skipin 23,230. Allur er aflinn á þessum 34 skip- um 1,021,000, fiskjar eða 30,029 á skip. Skipshöfn mun vera þetta frá 22 til 28 á skipi eða að meðaltali 2/ manns. Verður þá meðalafli á mann rúm 1200 fiskjar eða nál. 10 skpd. Hafnarfj.-þílskipin. Skip hlutajél. Edinborg í Hajnarfirðn Elín.........................9,000 Gunna.......................30,000 Himalaya....................18,000 Jón ekki á fiskiveiðum Morning Star................32,000 Robert......................3S,°°° Sjana.......................28,000 152,000 Skip E. Þorgilssonar kaupm. Surprise ...................36.300 Alls hefir aflinn á þessum 7 skiþ- um verið 188,500 eða 26,929 að meðaltali á skip. Elin er smáskúta, sem fór seint á veiðar; sé hún talin frá, hækkar meðaltalið allmikið — upp

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.