Ísafold - 27.05.1911, Page 2

Ísafold - 27.05.1911, Page 2
134 ISAFOLD Haríar og konurí Verðið samferða upp í Verzí. Dagsbrún og kaupið þar íií Jivííasunnunar. Ilskór (Sandaler) og margt annað nýtt og fallegt kom nú með »Hólum«. Kaupið niðursetta skófatnaðinn fyrir hvítasuununa. Hjá mér er úrvalið stærst, gæðin mest og verðið lægst. Lárus G. Lúðvigsson Þingholtsstræti 2. Gísít Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutfmi II1/,—Ii og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 í 29,917. Á þessum skipum mun vera líkt um afla á hvern skipverja — nál. 10 skpd. Botnvörpungarnir i Reykjavík höfðu aflað til vertíðar- lokanna, svo sem hér greinir: Jón forseti (Magn. Magn. o.fl.) 202,000 Leigubotnvörpungur Thor- steinssona (Jón Jóh.) . . . 190,000 Leigubotnvörpungur Thor- steinssona (Kolb. Þorst.) . 178,000 Lord Nelson (Hjalti o. fl.) . 177,000 Snorri goði (Miljónarfél.) . . 160,000 Marz (Hjalti o. fl.)......158,000 íslendingur (Elías Stef. o. fl.) 111,000 Freyr ...................c. 75,000 Valurinn.................c. 45,000 Samtals 1,296,000 Þessir 9 botnvörpungar hafa með öðrum orðum aflað nærri 275,000 meira en öll 54 þilskipin. Meðaltalið á hvern botnvörpung verður 144,000 eða nál. 1200 skpd. Séu 3 þeir minstu reiknaðir frá, verður meðaltalið á hina 6 177,500 eða nál. 1480 skpd. Sé gert ráð fyrir 60—70 kr. verði á skpd., hafa þessir 6 stærstu botnvörp- ungar aflað í beinhörðum peningum, hver um sig 90—100,000 kr. Allur aflinn, bceði á þilskip og botn- vörpunga hér í Rvík á vorvertiðinni, er eftir þessum bókum 2,317,000 eða nál. 19,300 skpd. Með 60—70 kr. verði á skpd. verður þá vorvertíðar- aflinn í Rvík metinn til peninga þetta 1150—1350,000 kr. virði. Leikhúsið. Hjalmar Berqström: Lynggaard & Co. Þetta leikrit er eftir danskan rithöf- und, sem getið hefir sér bezta orðstír fyrir leikritaskáldskap. Þrjú leikrit, sem hann hefir samið síðasta áratuginn hafa vakið hvert öðru meiri eftirtekt. Hið fyrsta iMöntergade 39« — lýs- ingar úr Kaupmannahafnarlifinu, var leikið í Khöfn 1904. Næsta leikritið er svo Lynggaard & Go. (1905) og hið síðasta þessarra þriggja og kunn- asta er Karen Bornemann (1907). Um það varð þytnr mikill í Danmörku sökum þess, að bannað var að leika það af yfirvöldunum, er fundu sér það til, að leikritið væri siðspillandi. En yfirvöld nágrannaþjóðanna voru á öðru máli og var Karen Bornemann leikin bæði í Svíþjóð og Noregi við mikla aðsókn. Kom þarað fyrir x—2 árum, að bannið var numið úr gildi í Dan- mörku. Þetta leikrit, sem hér var sýnt af hinum dönsku leikurum fyrsta skifti á miðvikudaginn, er ljómandi vel sam- ið. Auðséð að höf. er óvenju-næmur fyrir því er vel fer á leiksviði. Efnið er eigi neitt sérstaklega þróttmikið, en einstaklega sniðuglega með það farið. í raun og veru mætti hafa að eink- unnarorðum leikritsins: Góðmenskan gildir ekki — í verzlunarsökum. — í leiknum standa hver andspænis öðr- um: gyðingurinn Heymann — ímynd skapfestunnar og kaupmanna-hörkunn- ar, er lítur ekki á annað en eigin hag, sér alt frá vinnuveitandans sjónarmiði, en er eigi sérlega tilfinninganæmur fyrir öðru óviðkomandi(l), — en and- stæða hans er sonur verksmiðju- eiganda Jakob, ímynd vaknandi tiifinn- ingar fyrir bótum á hag verkmann- anna. Hann dreymir um nýja tíma er beri í skauti sínu nána samvinnu- starfsemi vinnuveitenda og verkmanna — í friði og bróðerni. Honum við hlið stendur móðir hans, særð í hjartastað af atviki, sem fyrir hana hefirkomið, sjálfsmorð eins af verka- mönnum mannsins hennar, sem hún kennir misbrestum á vinnufyrirkomu- laginu. Milli þessarra tveggja aðila hrekst svo verksmiðjueigandin,n Lynggaard. Öðru megin er tillitið til fjölskyld- unnar og heimilisins — hinumegin tillitið til verksmiðjufyrirtækisins. Kona hans og sonur bera í svip hærra hlut. Lynggaard rekur Heyman frá sér — þá nýlofaðan dóttur hans, án hans vit- undar þó — og Jakob á að taka við stjórn verksmiðjunnar. En alt fer út um þúfur hjá honum. Fyrsta sinni, sem hann reynir að tala við verkmenn- ina — hrópa þeir hann niður. »Góð- ur vilji« hans megnar ekkert. Hann kemur heim úrvindaaf vonbrigðunum — og að því kemur að öll fjölskyld- an sér eigi annað vænna en að kalla Heyman til hjálpar. Hann lætur eigi á sér standa — og tjaldið fellur um leið og hann sýnir sig aftur á leik- sviðinu. Dönsku leikendurnir sýndu það jafnvel enn betur í þessum leik en í »et Dukkehjem«, að hér er um æfðan og list-elskan leikflokk að tefla. Það var óblandin ánægja að sjá hve »sam- stiltir voru strengir«. Auðvitað er misjafn sauður i mörgu fé — hér sem ella, — en til þess er eigi tak- andi. Heyman er leikinn af Fritz Boesen af miklum myndugleika og festu. Einkum fórst honum sérlega vel að »gera upp reikningana« við húsbónda sinn í 3. þætti. Maður fær mjög ákveðið hugboð um, að hr. Boesen geri aldrei neina vitleysu á leiksvið- inu — eins og hver smáhreyfing sé vandlega hugsuð og ákveðin, svo að aldrei bregði þar út af. Tengdaföður Lynggaards, Mikkelsen yfirkennara, þurr hæðinn, rólegan karl, sem veit hvað hann syngur, leikur hr. Carl Groth, og gerir það með af- brigðum vel. Vitaskuld er hlutverkið þetta þakklátt, en hr. Groth gerir meira en halda sér við »hið þakkláta« — hann kemur hverjum manni í gott skap. Kyndugar persónur tvær í leiknum eru madama Olsen og sonur hennar Edvard. Var mikið hlegið að þeim, enda laglega leikin bæði hlutverkin af frk. Önnu Kjcergaard og hr. Martin Söderberg. Lynggaard leikur hr. Lakjer og konu hans jrú ^Anna Boesen. Mér fanst eigi hr. Lakjer láta bera nógu rækilega á hégómagirni Lynggaards, en yfirleitt var leikur hans allgóður. Frú Boesen sýndi vel i þessu hlut- verki, að hún kann það sem hún er að gera. En hlutverk hennar í þess- um leik, er eigi þann veg, að hægt sé að ljóma neitt í því. Börn þeirra leika Jrk. Anna Alger og hr. St0ckel. Sonurinn Jakob Lyng- gaard, fullur af ómeltum jafnaðar- menskuhugsjónum, dreymandi sál, en karlmenni lítið, er af höf. hendi til þess kjörinn að vera leiðinlegasta per- sónan í leiknum — og satt að segja ekkert ánægju starf að vera til þess settur að leika hann. Hr. Stöckellék hann hvorki betur né ver en hægt var að krefjast. Estrid Lynggaard, sólgeisli heimilisins, fjörkálfurinn og »sú hin hvergi smeika«, hefði mátt vera dálitið myndarlegri en frk. Alger hafði tök á. Haldi leikflokkurinn fram stefnunni svo sem hafin er hún, leiki hann áfram jafnvel og hingað til hefir hann gert, þá mun ánægjan mikil á báða bóga, bæði vor áhorfenda og hans. Ego. Samskot til minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Tekið á móti af ísajold. M. M. M. kr. 6,00 N. N. — x,5° Hannes Davíðsson Hofi — 1,00 H. S. — 1,00 Þ. N. — 0,50 N. N. — 0,50 G. Zoéga — 10,00 Páll Sveinsson — 5,oo Kristín Sigurðardóttir — 2,00 Jósef H. Jónsson — 2,00 N. N. — 1,00 E. K. Schram — 5,00 Guðm. Magnússon læknir — 15,00 Samtals kr. 50,50 Myndamótun. Svo sem getið var i síðasta blaði kom hingað á Sterling Ólajur Jónsson myndamótari. Hann hefir dvalið erlendis síðustu árin og lært að móta myndir (Cliché- fabrikation) bæði i Danmörku og Þýzkalandi. Ólafur sótti um lán til þingsins til að setja hér á stofn myndamótunar- smiðju, en þingið daufheyrðist við — líklega mest fyrir það að þingmönnum hefir eigi verið Ijóst, hve mikilsvert það væri fyrir bókagerð og blaðafyrir- tæki að þessháttar stofnun kæmist hér á. Það er býsna leitt að þurfa einnig að fara i erlendar smiðjur í þessu efni. Fyrir bragðið er aldrei hægt að flytja myndir af viðburðum hér á landi fyrr en löngu eftir á. Ólafur sjálfur er maður efnalaus, en hefir drifið sig áfram til að læra þessa iðn af miklum dugnaði, og væri það illa farið, ef honum tækist nú eigi að láta landa sína njóta góðs af ment sinni, heldur yrði að fara utan aftur og leita sér atvinnu erlendis. En viðbúið er það, ef eigi verður honum rétt hjálparhönd einhvern veg, t. d. með því að stofna hlutafélag. Þvi að af eigin rammleik getur hann eigi komið myndamótunarsmiðju á laggirnar. Svo eru verkfærin dýr, en eigi líklegt, að borga mundi sig fyr en eftir nokkur ár. Fullkomið sjálfstæði. Á Færeyjum er alveg eins ástatt og hjá oss — um stjórnmálaflokkana. Annar flokkurinn heldureinarðlegafram sjaljstceði eyjanna og heldur kröfum sínum fram í skjóli eðlilegs réttar þjóðarinnar, þar sem hún talar sér- staka tungu, byggir sérstakt land, fjarri Danmörku, á sérkennilegar bókment- ir, þótt eigi séu enn fjölskrúðugar, lifir lífi sinu út af fyrir sig við alda- grónar venjur og siðu og er alt þetta Úarskyltdönskum háttum. Hinn flokk- urinn hallar sér allur að Dönum, tel- ur réttast að vera bara góðu börnin — til þess að njóta sem mestrar verndar »stóra bróður* og hafa sem mest gott af honum — skeytir engu sjálfstæðishugsjóninni o. s. frv. Þessi flokkurinn gefur út blaðið Dimmalætt- ing, sem er alveg í sama sniði og Heimastjórnarblöðin okkar — innblás- ið ómenguðum innlimunaranda. Hinn flokkurinn heldur út blaðinu Tinga- krossur. Sá flokkurinn er enn fámenn- ari og á minna undir sér en hinn, því að innlimunarflokkinn skipa í Fær- eyjum — rétt eins og hjá oss — embættismannalýður eyjanna mestallur og kaupmenn flestir. Þegar minst er á íslandsmál í Dimma- lætting er það oftastnær i því skyni gert að gera lítið úr sjálfstæðisflokkn- um hjá oss og baráttu hans fyrir fullu sjálfstæði þessa lands. Biflía blaðsins um islenzk mál er Lögr. og hennar stallsystkini. Við annan tón kveður í Tingakrossur, þegar þar er minst á íslandsmál. Til dæmis um það er grein í því blaði 3. mai. Þar segir m. a. svo: Eigi orkar það lengur tvímælis, að íslendingum er um það full alvara að leysa sig úr öllum böndum, sem enn reyra landið við danska ríkið. Full- komið óskorað sjálfstæði vilja þeir — hvorki meira né minna .... Ef litið er hlutdrægnislaust á það mál, verður eigi annað sagt en að íslendinga skorti þó eigi djörfung, er þeir setja sér að marki, sem eigi verði frá vikið: ísland sjáljstcett ríki, lýðveldi eða kon- ungsríki. Annað mál er það hvort landið græðir á því eða ekki. Ekki er það ósennilegt, að íslendingar græði á því efnalega, svo hefir fjárhagur landsins hingað til blessast vel. Og velmeg- unar virðist landið áreiðanlega mega vænta sér í framtíðinni, svo eru auð' æfin mikil þar við land — minsta kosti borin saman við Færeyjar. Að því verða eigi getur leiddar, hvílíkum auðæfafirnum landið getur ausið úr sjónum kringum strendurnar. Eða þá búnaðarframfarirnar, sem búast má við, er plógnum verður beitt við Suður- landsundirlendið, þessa margra mílna víðfeðma landfláka. Þá eru og allarlikur til þess, að í fjöllunum íslenzku felist í verunni mikil auðæfi. Og eigi má gleyma auðæfunum, sem bundin eru nú í fossunum ísler.zku, þessi hundr- uð þúsunda hestöfl. Loks er enn eitt: ísland er tilvalið ferðamannaland. Alt þetta vita íslendingar vitaskuld sjálfir og líklega er það meðvitundin um hin ágætu framtíðarskilyrði lands- ins, sem nú hefir safnað saman þjóð- inni undir merkið: Fullkomið stjórn- málasjálfstæði....... Þessi eru orð færeyska blaðsins. Svona er litið á sjálfstæðisbaráttu vora af mönnum, sem standa fyrir utan deilurnar, en vilja líta hlutdrægnislaus- um augum á mál vor. Sumt er þó eigi rétt hjá blað- inu t. d. síðustu orðin, að þjóðin sé nú orðin samhuga um sjálfstæðistak- markið. Hún er eigi orðin það enn, en hitt er og víst, að hún verður það, er tímar liða. Innlimunar-gerillinn, er svo mjög sýkti út frá sér Uppkastsárið fræga 1908 er — því miður — enn eigi út rekinn. En Sjálfstæðisflokkurinn hefir unnið mikið verk og þarft til að eitra fyrir hann — og hann mun halda því áfram sleitulaust — og sigra mun hann á endanum, því hið sanna og rétta sigrar ætíð um síðir — og safna allri þjóðinni undir hið eina sjálfsagðamerki: jullkomið sjáljstaði landsins. Þá er markinu náð, því er sjálf- stæðisflokkurinn hefir sett sér, er vér erum allir orðnir sammála og sam- huga um, að sjáljstceði landsins skuli vera æðsta og fyrsta boðorð allra ís- lendinga. Sú er köllun sjálfstæðisflokksins að vinna að þessu. Þá stenzt ekkert fyrir: dreijðir föllum vér, en sam- huga stöndum vér. Karl í koti. Hafísinn. í fyrra kvöld barst hingað simskeyti um að Yestri lægi á Steingrímsfirði inniluktur af ísogkæmist hvergi. En í morgun átti afgreiðslumaður Thore- félagsins hér tal við Hólmavík og fekk að vita, að Vestri hefði pegar i gcer- morgun komist út og haldið leiðar sinn- ar til Skagastrandar. Það sem tept hafði hann í fyrra dag var frekara þoka en ísrek. Afgreiðslumaðurinn á Hólmavik taldi ugglaust, að skipið mundi komast leið sína klaklaust af ís. f bróðerni vildi eg mega segja ráð- herraskjaldsveininum í stjórnar- og bann- fjendablaðinu — alias bróður Jónatan! 1) Að ráðherra vor »hæstvirtur« 1/sti yfir því í neðri deild, daginn sem van- traustsyfirl/singin til hans var til um- ræðu, að sór dytti ekki í hug að taka tillit til þess þótt samþykt yrði van- traustsályktun í neðri deild. Hann færi því aðeins, að hún einnig yrði samþykt a f lávörðunum — þ. e. konung- kjörnu sveitinni. Hann komst að upp á hennar náð, hann ætlaði líka að s i t j a af hennar náð, samkvæmt sjálfs hans yfirl/singu, þ ó 11 þ j ó ð fulltrúadeildin vildi ekkert hafa með hann að gera. 2) Að dásamlegri kenningu en þá, að ráðherra beri ábyrgð á því, sem embættismennirnir í stjórnarráðinu skrifa 1 blöð með nafni, ef eigi er berum orðum sagt, að só fyrir hönd ráðherra, eða eftir umboði — hefi eg aldrei heyrt. En nú vitið það piltar — að Kristján Jónsson ber ábyrgð á þv/, ef Vigfússon Magnús vinur minn eða aðrir embættis- menn stjórnarráðsins færi að skrifa eitthvað í blöðin með nafni — þótt eigi stæði þar undir f. h. r. eða e. u. 3) Eg hefi aldrei varið Keflavíkur- samþyktina og ekkert orðið var við í þá átt í ísafold, nema grein eina frá fund- a r m a n n i þar, út af öfgum og ósann- indum í Lögróttu um fund Keflvíkinga. — Hór heldur bróðir Jónatan fram hjá sannleikanum í — ja, eg man ekki hvað framhjátökukróarnir eru margir, — því að enn hefir hann eigi hreinsað sig af hin- um margföldu, sannanlegu ósannindum sínum um a ð Björn Jónsson hafi ætlað að stytta kjörtímabil hinna konungkjörnu, a ð ísafold hafi sagt að Kr. J. hafj stöðvað launamálið. Líkur voru fyrir því færðar, að hór ritaði bíóðir Jónatan mót betri vit- und, og meðan hann ekki færir sór máls- bætur hl/tur það að standa óhrakið. Skjaldsveinninn sæmir herranum — herrann skjaldsveininum. í friðarins einingu blessist þeirra sam- vinna til ráðherrans endaloka — mense octobris anno 1911. Karl i koti.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.