Ísafold - 16.09.1911, Page 2

Ísafold - 16.09.1911, Page 2
222 I S’A F O L D ssxss Verzíunin Edinborg í Reykjavík. Útsalan mikla hefst 25. sept. JJuQttamið okkar er, að sú sala verði hin áhrifamesta sem við hingað til höfum haldið. Munið eftfr: 1. Að það verður þá yðar hagnaður að skifta sem mest við okkur; 2. það verður okkar hagnaður að þau viðskifti verði yður sem hagkvæmust; 3. og að það verður sameiginlegur hagnaður fyrir báða að hvorttveggja takist. ÍDD03! Vióvörun. Þar eð e% undirritaður hefi heyrt, að nienn hér i bæ láti hina og aðra leggja gasœðar og áhöld inn i hús sín, þd aðvarast menn mn að gasstöðin tekur ekki gild verk annara en hinna lögfiltu gasmeistara, sem eru: Þorkell Þ. Clementz, Helgi Magnússon & Co. og Gasstöðin. Gasstöðin tekur þegar burtu mœla úr þeim húsum, þar sem ólöggiltir innlagningarmenn hafa fjallað um innlagninguna. 16. seþt. igii' 0. Radtke, gasstöðvarstjóri. Gisti Sveinsson og Vigfús Einarsson yfi rdómslögmenn. Skrifstofutfm! II1/,—I og 5—6. Þingholtsstrœti 19. Talsimi 263 Margan hneykslar það, að þarna skuli ekki vera færri en 7 skáld komin á landssjóð. Minna má nú gagn gera, segja þeir. Og eru þetta nú alt þjóðskáld og þjóðlauna verð eða þjóðarverðlauna? spyrja þeir. Um það má lengi metast. Það er ilt þar í milli að gera, úr því að út á þann rekspöl er komið á annað borð. Hugsunin er sú, að embættislaus skáld og mentamenn vinni þjóðinni bæði sæmd og gagn — vinni gagn andlegu lifi hennar — og séu launa fyrir verðir að einhverju leyti, eigi síður en þeir, er henni þjóna í em- bættum, úr því að eða meðan þeim sé ekki lífvænt af sölu skáldrita þeirra. — Norðmenn skáldlaunuðu stórskáld sín (H. Ibsen, Bj. Björnsson o. fl.) jafnt eftir sem áður að þeir þörfnuð- ust þess, jafnvel eftir að þeir voru orðnir stórauðugir af ritum sínum. Annaðhvort sé að gera, að láta þann andlega gróður kulna út hálf- sprottinn og þjóðina fara á mis við öll þau not, alla þá gagnsemd, og alla þá ánægju, er af honum má henni hlotnast fullsprotnum, eða þá að hjúkra honum og hlynna að honum á þessa lund. Sama máli er þá að gegna um aðr- ar listir, svo sem myndagerð, söng- list m. m. Stundum eru skáldlaunin orðin að heiðurslaunum, sé skáldið t. d. hætt að yrkja. Þau vilja þá sumir telja eftir. En þeir einir gera það, er kunna eigi að meta slíkar gersemar, sem mörg kvæði hinna landssjóðs- styrktu skálda eru. Stundum styðja bitlingarnir þjóð- inni þarflegar vísindalegar rannsóknir eða henni mikilsverða fræðslu, er hún yrði líklegast án að vera að öðrum kosti. En til eru hins vegar bitlingar, sem eru ekki annað en yfirhylming reglu- legra gripdeilda úr landssjóðsjötunni, veitir engisverðum sultargoggum og alls ólíklegum til að efla eða prýða mentalíf þjóðarinnar, jafnvel herjaðir út tneð hrossakaupum eða eru ekki annað en flokksfylgisumbun eða end- urgjald fyrir flokkssvik — þeim er t. d. rutt í liðhlaupa. Þá er engin furða, þótt bitlingar fái óorð á sig. Þá eru þeir þjóðar- smán og svívirðing, og handhafar þeirra óaiandi og óferjandi og óráð- andi öllum bjargráðum, ekki sízt á kjörfundum. Enginn kjósandi í land- inu ætti að líta við slíkum óþokkum. Það ætti annars að vera órjúfanleg regla, að pinqmenn veittu aldrei sjdlý- um sér bitling eða að réttara sagt: þingmenskan ein væri látin vera ærin ástæða til að fyrirmuna manni þess kyns glaðning úr landssjóði. Hortensius. Nýr konsúll Finnur Thordarson kaupm. erorð- inn sænskur vísikonsúll á ísafirði. Ösvffin aðferð. Þrátt fyrir það, þótt hr. Kr. Jónsson (núverandi ráðherra) hafi fyrir sér eigin frásögn mina, að því er Frakklands- för mína snertir, sbr. 30.—31. nr. »Þjóðv.« þ. á., hefir hann þó gerst swodjarfur, eðaréttara sagt óskamm- feilinn að hefja á bak við mig — þ. e. án þess að inna mig eftir einu eða neinu, eða tala við mig eitt auka- tekið orð — eftirgrenslanir suður á Frakklandi, því líkast, sem eg væri lygari og glæpamaður, og hefir hann á þann hátt eigi svifist að hnekkja á- liti mínu á allra ófyrirleitnasta hátt. Hvenær hefir hr. Kr. Jónson reynt mig að nokkrum ósannindum? En því dirfist hann þá að ganga að því sem gefnu, eða þá líklegu, að eg fari með lygi i opinberu blaði ? Hann hefir — það lítið sem við höfum átt saman að sælda — fremur reynt af mér gott en ilt, nema hvað eg auðvitað eigi hefi getað komist hjá því, að segja satt frá um aðfarir hans á síðastl. þingi, er hann — í skjóli lyga og blekkinga — varð ráðherra, og hefi eg þó lítt, eður eigi, beinst að honum sjálfum fyrir það, að fyr- greindu var beitt, þar sem mér og var ókunnugt um, hvort eða hvern hlut hann átti sjálfur í peim hluta leiksins. Hvort eg tek þessum aðförum hans með þökkum, eða tala við piltinn við dómstólana, hefi eg eigi ráðið með sjálfum mér enn. En grunur minn er sá, að póli- tíski ávinningurinn, sem hann — og góðvinir hans, »heimastjórnarmenn- irnir« — hafa búist við, verði öllu minni en ætlað var. P. t. ísafirði 7. sept. 1911. Skúli Thoroddsen. f Schierbeck fyrver. land- læknir er látinn. Hann dó 8. þ. mán. í Khöfn. Schierbeck var landlæknir hér á landi í nál. 12 ár. Hann lét sig og miklu skifta garðrakt, vann mikið gagn vor á meðal í því efni. Frakkneski prófensorinn. Ekki vonlaust um að svo rætist úr því máli, að frakkneskur prófessor prýði hópinn við háskóla vorn, þótt enn sé það óráðið. Um Suðurmúlasýslu sækja sýslumennirnirBjörn Bjarnar- son, Guðm. Eggerz og Halldór Júlí- usson, Ari Jónsson alþm., Magnús Guðmundsson cand. juris, BjarniÞ.John- son, Guðm. Hannesson, Bogi Bryn- jólfsson. Heiðursgjöf úr sjóði Chr. IX. hafa hlotið þetta árið Guðm. Erlendsson bóndi í Skip- holti og Bjarni Pémrsson bóndi á Grund í Skorradal, 140 kr. hvor. Um ull og ullarverkun. Skýrsla til Stjórnarráðs íslands frá Sigurgeir Einarssyni. Hérmeð leyfi eg mér virðingarfylst að senda hinu háa stjórnarráði íslands skýrslu um för mína til útlanda, til þess samkv. 16. gr. 30, 1. fjárlaga ís- lands fyrir árin 1912 —1913 »að kynna mér verkun og flokkun á íslenzkri ull undir markaðinn*. Héðan frá Reykjavík fór eg beina leið til Hull. Að loknu starfi þar fór eg til London. Hafði Messrs. Berry Barcarday & Co. í Leith sent mér þangað meðmælisbréf til verzl- unarhússins þar; því næst fór eg til Bradford, (Leeds, HalifaxogDewsbury) og gerði þar ullarhúsið Messrs. Tatters- field & Co. alt til þess að greiða fyrir erindi mínu eftir að eg kyntist hon- um sjálfum (Tatersfield) og syni hans (Victor Tattersfield). Þeir Tattersfi- eld & Co. hafa skrifstofu bæði í Brndford og Philadelphiu og hafa í 15 ár keypt mikið af íslenzkri ull. í borgum þessum er, eins og kunn- ugt er, mikill ullariðnaður, og stórir ullsalar. Fekk eg þar ýmsar upplýsingar við- vikjandi ull og meðferð hennar, en ábótavant var þeim svo, að eg gat ekki við þær unað, og bygt skýrslu mína á þeim. Eg taldi því óhjákvæmilegt að fara til Ameríku til þess að fá frekari og nákvæmari upplýsingar, enda af ýms- um orsökum eigi hægt að byggja á enskum upplýsingum. Fór eg þvi til Liverpool og tók mér far þaðan með »Mauritania« til Ameriku. í Bandaríkjunum fór eg um borg- irnar New York, Boston, Philadelphia og Bristol. í borgum þessum er mestur og stærstur ullariðnaður rekinn. Sem dæmi þess hversu stórir ullariðnrek- endur eru þar, má geta þéss, að ein- hver stærsta ullarverksmiðjan í Boston hafði notað 512000 pund af ull síð- ustu þrjá daga áður en eg kom þang- að, og sagði forstöðumaðurinn mér, að stundum notuðu þeir 2 milj. ullar- punda á viku. Árið 1908 voru flutt út héðan af landi 1,377,958 pund af ull eða 1—H/2 vikuforði handa verk- smiðju þessari. Alstaðar þar vestra var mér vel tekið, og fekk þar góðar og ítarlegar upplýsingar, meðal annars hjá Messrs. Carl Gurbnau & Sons, er munu að góðu kunnir hér á landi. Frá Bandaríkjunum fór eg á heim- leið um Belgiu og Danmörk. í Belgíu var ætlun mín að kynna mér hvort íslenzk ull væri notuð þar. Aðalullariðnaður þar er í Verviers, og fekk eg þær upplýsingar, að íslenzk ull væri ekki notuð þar. í Danmörku var það tilgangur minn að fá ljósa grein um meðferð Donskebúa og Syriabúa á ull sinni, en þaðan kemur bezt verkuð og flokk- uð ull, að frásögn Ameríkumanna, á heimsmarkaðinn. En ull þessi er verkuð og flokkuð eftir vissum regl- um og undir eftirliti. í tilefni af þessu hitti eg að máli konsúla þeirra, og eftir samkomulagi eða tilvísun þeirra sneri eg mér til utanríkisráðu- neytisins danska og bað það um að reyna að útvega fyrnefndar verkun- ar- og flokkunarreglur og annað er að ullarverkun fyr nefndra landa lýtur. Utanríkisráðuneytið varð mjög vel við þessum tilmælum, og lofaði að rita konsúlum sínum um málið. Vona eg að upplýsingar þessar komi, því eg tel mjög líklegt að á þeim megi talsvert græða. Hvert fer íslenzka ullinl Arið 1908 voru flutt út héðan af landi 1,377,958 pund af ull er var mest flutt héðan til Danmerkur og Englands, en auk þessnokkuð til Noregs, og árið 1909 alls 1,962,600 pund af ull. Þótt ull þessi sé flutt héðan til þessara landa, þá er hún flutt þangað til sölu, og seld þaðan til annarra landa. Mest af ullinni fer til Ameríku, og því brýnust þörfin að kynna sér hið rækilegasta hversu kaupendur þar óska að breytt sé. Samkvæmt skýrslum þeim er eg fekk í Boston hefir verið flutt þangað íslenzk ull svo sem hér segir: 1908 212,139 l*38- (ensk pund) 1909 1,626,589 » 1910 260,463 » En til New York var flutt árið 1910 alls 418,311 lbs. þar af komu frá Danmörku 189,397 lbs. -- Englandi 222,854 * -- Þýzkalandi 6,060 » Frá Philadelphiu á eg von á skýrslu um innflutta ull. Eins og sjá má með því að bera saman tölur þessar við útflutta ull héðan, þá sést skjótt, að mest af ís- lenzku ullinni er notað í Bandaríkj- unum. Til hvers er ullin notuð? Heyrst hefir hér að íslenzk ull væri að eins notuð í gólfábreiður og annað gróf- ara, en í önnur efni væri ekki hægt að nota hana, vegna þess að hún væri svo grófgerð. Eg aflaði mér upplýsinga um téð efni, því það var auðséð, að ef íslenzk ull væri að eins notuð i hin óvand- ari efni, þá mætti aldrei vænta þess að fá hátt verð fyrir hana, og þvi minna eyðandi til þess að bæta verk- un hennar, en þá frekar ástæða til þess að reyna að bæta sauðfjárkynið með tilliti til ullargæðanna. En þetta álit er ekki rétt, alment er hún notuð í fataefni, en hið lak- asta í grófari efni. í Ameríku er margskonar ullartoll- ur. Undir hinar lægri tollskyldur heyrir grófari ullin, er Ameríkumenn nefna »carpet wool«, og undir því nafni gengur ull vor þar vestra og kemst þar inn á markaðinn. Þetta mun vera orsök þess, að sumir hafa dregið af nafninu að hún væri notuð svo sem fyr getur. En það er mis- skilningur. Annars er ull vor talin jöfn »Lin- coln«-ull að gæðum. Öhrein ull. Því hefir verið hreyft hér, hvort ekki væri heppilegt, að hætta ullarþvotti, og senda héðan alla ull óþvegna. Eg rannsakaði þetta efni svo vel, sem eg hafði föng á, og svöruðu allir er eg spurði þar um, bæði ullsalar og ulliðnrekendur, því á einn veg, að sjálfsagt væri að þvo hana sem bezt. Þær ástæður, er þeir töldu fram með þvottinum voru: 1 að ullin skemdist ekki. I ullinni væri mikið af sauðfitu og sandi, er gæti eyðilagt ullina meir eða minna, ef hún væri geymd lengi og ekki þvegin, og gæti það gert ullina ónot- andi og óseljandi. 2 að tollur aj ullinni yrði minni, þvi að þá þyrfti ekki að greiða toll af þeim óhreinindum, er burtu hefðu verið þvegin. Einkum lögðu Amer- íkumenn áherzlu á þetta atriði, enda er tollurinn þar mjög hár. 3. að ullin seldist ver, ej kún vceri ópvegin, bæði að því er fyrnefndan toll snertir, en lika vegna þess, að ullar- salarnir yrðu, er þeir keyptu ullina, að áætla hversu mikið af óhreinind- um væri í henni, og tækju þá eðli- lega sem hæst óhreinindahlutföll, svo að þeir töpuðu ekki Þetta virðist mér vera engum efa undirorpið, einkum og sérstaklega, ef takast má að þvo ullina vel, og vil eg því mæla móti því, að nokkur ull sé send utan óþvegin, hvort sem það er haustull eða vorull. Framh. 111. . ~ 1 - -. Tekinn botnvorpungur. í hinni vikunni náði sýslumaður Snæfellinga i botnvörpung, sem verið hafði að ólöglegum veiðum fyrir fram- an Ólafsvík. Sýslumaður fór við 30. mann á mótorbátum út að skipinu; en er sást til bátanna hjó botnvörp- ungur á festar sínar og stakk af — inn á Grundarfjörð. Þar náði sýslu- maður i hann morguninn eftir, og sekt- aði um 1800 kr. auk afla, sem lítill var, og veiðarfæra. Botnvörpungur- inn hélt svo inn á PatreksfjÖrð til þess að fá sektina samþykta heima hjá sér. Fáninn út um land. Því er miður að íslenzki fáninn er enn eigi búinn að ná öndvegi út um landið, fremur en í höfuðstaðnum. — Ritstjóri ísafoldar var nýverið að veita útbreiðslu fánans eftirtekt á ferð kring- um landið. Hvergi var hann í meiri hluta, nema á Sauðárkróki; þar voru 4 ísl. fánar dregnir á stöng, en að- eins 2 dannebrogsfánar. Enginn efi er á því, að íslenzki fáninn á miklu mest óðal í hjörtum landsmanna. En því á þá ekki að kannast við það með því að draga hann á stöng? Hví víla fánastangareigendur það fyrir sér ? Prófastur er skipaður í Suður-Múlasýslu sira Jón Guðmundsson á Nesi í Norðfirði í stað J. L. Sveinbjarnarsonar, er feng- ið hefir lausn frá því starfi. Samsæti var Einati Jónssyni myndhöggvara og unnustu hans haldið á þriðjudags- kvöldið í Iðnaðarmannahúsinu. Sátu það um 100 manns. Þórhallur biskup mælti fyrir minni Einars, en Þorsteinn Erlingsson fyrir minni unnustu hans. Enn voru drukkin minni Jóns Sig- urðssonar og minni íslands. — Sam- sætið var hið fjörngasta. Bjðrn Jónsson fyrv. ráðherra kom heim þ. 13. þ. mán. á Sterling eftir 4 mánaða dvöl erlendis. Hefir hann með hvíld þeirri, er hann hefir unt sér undanfarið, náð fullri heilsu aftur. B. J. hugsar aftur til þingmensku fyrir Barðastrandar- sýslu, og fer hann vestur í þessum mánuði til að tala við kjósendur, GufusiúPasainband við Sví- þjóð. Dönsk blöð hafa það eftir, að sænsku konsúlarnir hér á landi hafí ekki yfirleitt mikla trú á gufuskipasam- bandi milli Svíþjóðar og íslands. Kon- súllinn á Akureyri (Otto Tuliníus) telur hentugast að veita nokkur þús- und kr. til þess að fá millilandaskip- in, sem nú eru, til að kom við í Sví- þjóð. Konsúllinn á ísafirði (Pétur Bjarnason) telur allmikinn styrk úr ríkissjóði óhjákvæmilegan, en konsúll- inn i Rvík (Kristján Þorgrímsson) tel- ur alt undir því komið að skipin fari reglubundnar ferðir og taki farþega. Forsetaminnisvarðann ættu bæjar- búar og aðrir að gera sór far um að vernda vel og skemma hvergi; gæta þess að klifra ekki upp um iiann og snerta eigi upphleyptu myndina framan á honum. Þessarri beiðni bað Einar Jónsson ísafold að beina til mantia.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.