Ísafold - 23.09.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 23.09.1911, Qupperneq 2
230 ISAFOL# Klíkuþing embættismanna. Svo ætlast Heimastj.menn og þeirra nótar auðsjáanlega til, að næsta þing vort verði, ef þeir mega ráða. Og er það ekki hvað ísjárminsti boðinn, sem kjósendur verða að gæta varúðar við og sigla fyrir þ. 28. októ- ber. Isajold hefir áður minst á það, hve afarhættulegt það sé fyrir réttarástand pjóðarinnar, að dómarar hennar séu að vasast í opinberum málum, flækjast í harðvítugar flokkadeilur o. s. frv. Þetta hlýtur og sérhver skynsamur maður að sjá. En hvað stendur nú til í haust? Heil tylýt aj dómurum landsins — eða miklu meira en heímingur þeirra sœk- ir inn á pingbekkina: Yfirdómararnir Halldór Daníelsson og Jón Jensson1), og háyfirdómarinn sem var, og væntanlega v e r ð u r mjög bráðlega aftur, Kr. J., sömuleiðis. Dómararnir Jón Magnússon, Sigurður Eggerz, Jóh. Jóhannesson, Stgr. Jóns- son, Guðlaugur Guðmundsson, Magn- ús Torfason, Guðm. Björnsson, Guðm. Eggerz og Björn Bjarnarson. Einir 7 dómarar landsins sitja hjá. Og í þessum sýslumanna og dóm- arahóp eru allir, eða því sem næst, studdir og styrktir aj Heimastjórnar- mönnum. — Það er ekki ómerkilegt tímanna tákn. En auk þeirra sækja enn á þing fjöldi embættismanna með sama marki, t. d. LHB, Jón dócent Jónsson, síra Eggert Pálsson, síra Jón Jónsson i Stafafelli, Jón gæzlustjóri Ólafsson, síra Einar Jónsson, dr. Valtýr Guð- mundsson, Hannes Hafstein, síra Árni Björnsson, síra Magnús Andrésson, auk bitlingamanna svo sem Hannesar Þorsteinssonar. Með þessa fylkingu að baki er svo Lögrétta, sjálft embættismannamálgagn- ið, svo djörf að þvæla um það, að það sé sjálfstæðisflokkurinn sem trani fram embættismönnunum!! Nei — pað er alvarlegt íhugunar- efni fyrir kjósendur, embættismanna- kúgildið, sem Heimastjórnarflokkurinn og attaníossar hans fylkja fram á sjón- arsviðið, og mun ekki ofdjúpt í ár tekið um vel flesta ofangreinda valds- menn, að þeim væri hollara að hugsa um >heima hvat« en að beita valdi sínu til að ryðjast inn á þing þjóðar- innar, þangað sem þeir eiga ekkert er- indi! Kjósendur! Varist að gera alþingi ís- lendinga að klíkuþingi embættismanna. Kári. Kosningahorfur suður með sjö. Bjöm hreppstjóri í Grafarholti hafði boðað tii fundar í húsi goodtemplara í Garðinum og boðið þar upp á sömu ræðuna, sem hann fyrir nokkru síðan hafði flutt í Hafnarfirði, um hluttöku alþýðu í löggjöf og landsstjórn, og upp á Austra-greinina sömu og þar. Fundinn sóttu um 50 manns. — Þá er hann nafði flutt það erindi var haldinn umræðufundur um alþingis- kosningarnar væntanlegu í sambandi við frammistöðu kjördæmis-þingmann- anna að undaförnu. Meðan á þeim umræðum stóð hurfu af fundi 8/s fundarmanna. Loks var borin upp og samþykt með 16 atkvæðum til- laga um, að kjósa skyldi í haust til þings bónda og útgerðarmann í stað þeirra, er verið hefðu þingmenn kjör- dæmisins. Tillögumaður var útgerð- armaðurinn Matthías Þórðarson. Loks lýsti fundarstjórinn, Þorsteinn Gísla- son á Meiðastöðum, því yfir, að bónd- inn, sem átt væri við í tillögunni, væri Björn í Grafarholti. Til sams konar fundar hafði Björn boðað í húsi goodtemplara í Kefla- vik kl. 4 næsta dag. En er hann hafði beðið þar áheyrenda i1/^ stund án árangurs, auglýsti hann með hraðboða og uppfestum auglýsingum, að ræðan yrði flutt kh 8 um kvöldið. En það fór á sömu leið, áheyrendur fengust ekki og ekkert varð úr ræðuhaldinu. Enn hafði Björn efnt til ræðuhalds og fundar á Vatnsleysuströnd degi síðar kl. 3. Þann fund sótti enginn hreppsbúa og fór hann þaðan við svo búið. Matthías útgerðarmaður Þórðarson var með honum i öllum þessum leið- ‘) Snmir segja að bann mnni hsettnr að hngsa til þingmenskn í N.-ísafj.sýsln — mnn eigi hafa þótt það árennilegt. Bitstj. angri, enda fullyrt, að honum eigi nú að skáka fram. Jens prófastur Pálsson, er bundinn hafði verið heima við héraðsfundar- hald þann dag, er Bjöin hélt fund sinn í Garðinum, brá sér daginn eftir til Keflavíkur til að heyra ræðu Bjarnar, og síðan, er það ekki lánaðist, einnig inn á Vatnsleysuströnd í sama skyni, — en greip í tómt. Réð hann þá af að bregða sér næsta dag út í Garð, og sendi tveim mönnum þar skeyti um, að hann kæmi þar og mundi verða að hitta í Goodtemplarahúsinu kl. 4 síðdegis í því skyni að heilsa upp á menn og ávarpa þá nokkrum orðum, einkum alþingiskjósendur. Þangað kom allmargt fólk, karlar og konur. Heilsaði Jens prófastur upp á samkomuna, fyrir sína hönd og samþingismanns síns að undan- förnu, Björns bankastjóra Kristjáns- sonar, með ræðu, þar sem hann lýsti því, að þeir byðu sig fram til endur- kosningar, mintist á alþingiskosningar og sérstaklega kjördæmismálin á síð- asta þingi, og vék loks að sambands- málinu,stjórnarskrármálinu og alþingis- kosningunum, er fara í hönd. Mælti hann skorinort, en hallmælti þó eng- nm. Þá var kjörinn til að stýra fundi og frekari umræðum Eiríkur hrepp- stjóri Torfason í Bakkakoti. Þá voru tveir menn, sinn úr hvorum stjórn- málaflokknum, látnir telja viðstadda al- þingiskjósendur og reyndust þeir að vera 44. Fyrirspurn, er fram kom af hálfu kjósenda, um samband stjórnarskrár- málsins og sambandsmálsins, svaraði síra Jens skýrt og skorinort. — Síð- an kom fram tillaga um, að fundur- inn »lýsti fullu trausti sínu« á kjör- dæmisþingmönnunum (B. Kr. og J. P.) og »ánægju sinni yfir að þeir byðu sig fram* til endurkosningar. Þá lýsti síra Jens því yfir, að hann gengi af fundi meðan tillagan væri útkljáð. Að lokinni atkvæðagreiðslu um hana kom hann inn aftur. Með tillögunni greiddu atkvæði 34 alþingiskjósend- anna, en 3 á móti. Lauk svo fund- inum. — Kjósandi -----936----- Ing’ólfsmyndin. Nú hefir lengi verið hljótt um það mál. Ingólfsnefndin fólst í fyrra á þá skoðun margra manna, að rótt væri að láta það hvílast, meðan verið væri að safna fó til minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Nú er búið að afhjúpa líkneski Jóns Slgurðssonar, og þá finst nefndinni tími til kominn að minna aftur á Ing- ólfsmyndina, ef vera mætti, að menn fyndu hjá sér hvöt til að leggja fram skerf til þess að myndin gæti komist upp. Skal hór gerð grein fyrir, hvernig sam- skotin hafa gengið. Fyrst var leitað beinna samskota og var þetta gefið : Iðnaðarmannafólagið i Reykjavík 2000 krónur, Bæjarstjórn Reykjavíkur 500, D. Thomsen konsúll 500, Hið íslenzka kvenfólag 100, Ungmennafólag Rvíkur 200, Fólagið Skjaldborg, Akureyri 300, Bjarni Jónsson frá Vogi 100, Björn Krist- jánsson bankastjóri 100, Magnús Torfa- son bæjarfógeti 100, Fjórmenningar í Reykjavík 100.34, Þorsteinn Jónsson læknir 10, Sighvatur Bjarnason banka- stjóri 20, Jóhannes Jósefsson trósmiður 10, Björn Bjarnason Rvík 1, Jón Guð- mundsson Rvlk 2, Jóhann Hjörleifsson Rvík 2, Þorst. Guðmundsson Rvík 1, Guðm. Finnbogason mag. 56.70, Árni Jóhannsson bankaritari 10, Sig. Krist- jánsson bóksali 10, Ástráður Hannesson Rvík 5, Jón Þorláksson verkfræðingur 10. Hallgr. Sveinsson biskup 20, Pótur Brynjólfsson ljósmyndari 5, Helga Thor- steinsson Ijósm. 5, Gunnh. Thorsteinsson ljósm. 5, Guðjón Sigurðsson úrsmiður 35, Páll Ólafsson múrari 5, Jón Reyk- dal málari 20, Engilbert Gíslason 10, Ágúst Ólafsson konsúll 20, Bergur Þor- leifsson söðlasm. 10, Jón Jensson yfir- dómari 20, C. Zimsen konsúll 50, Jón Laxdal kaupm. 25, Hjalti Jónsson skip- stjóri 10, Jón Þórðarson Ráðagerði 10, Jóhannes Reykdal Hafnarfirði 10, Krist- ján Kristjánsson Súgandafirðl 5, Ólafur ur Runólfsson bókhaldari 5, Þorst. Sig- urðsson kaupm. 10, Kristján Sigurðsson trésm. 10, Jón Ólafsson trósm. 10, N. N. 10.18, Halldór Guðmundsson rafmagnsfr. 10. — samtals kr. 4458.22. Tombóla var haldin í marz 1907 og ágóði af henni kr. 1207.53. Vextir af samskotafónu til 10. þ. m. kr 208.60. Til þess að opna mönnum aðgengi- legri leið til samskota róðst nefndin í að efna til hlutaveltu um Ingólfshúsið og var í fyrstu tekið mjög vel í það af al- menningi. Ýmsir menn og fólög lofuðu gjöfum til húsbyggingarinnar, og þótt ekki hrykki það nærri fyrir öllum kostn- aði, var nefndin ekki í vafa um, að lotteríiseðlarnir mundu seljast fljótt og vel, svo að hættulaust væri að taka lán til að byggja húsið og bjóst við, að brátt mundi fást fé til að endurgreiða lánið og til að koma upp Ingólfsmynd- inni. Það fór nú samt á aðra leið, — Til hússins var gefið þetta í efni og vinnu : H/f VölundurðOO kr., h/f Steinar 90, h/f Mjölnir 125, Verzlunin Edinborg 400, Thor Jensen kaupm. 504.39, Jes Zimsen kaupm. 332.42, Guðm. Breiðfjörð blikk- smiður 30, Trósmíðafólag Rvíkur 458, Bæjarstjórn Rvíkur 20.13. — Samtals kr. 2459.94. Auk þess gaf: Sveinn Jónsson tró- smiður 871 feráln. lóð, metin á 871 kr. Bæjarstjórn Rvíkur 105 feráln. lóð, met- in á 105 kr. — Öll lóðin metin á 976 krónur. Allur kostnaður við húsbygginguna, að meðtöldum 976 kr. fyrir lóðina, var kr. 11655.76, og af þeirri upphæð voru 5000 krónur greiddar með láni gegn 1. veðrótti í húsinu. Til 10. sept. 1911 var innborgað til nefndarinnar andvirði 2437 lotteríseðla, kr. 4874.00. Leigutekjur af húsinu til sama tíma voru 1065.00 kr. Kostnað- ur við sölu lotteríseðla, vextir og ýms útgjöld við húsið var samtals kr. 1917.75 og afborgun af láninu kr. 330.27. Það sést á þessu, að mjög langt er frá því, að kostnaður við byggingu íng- ólfshússins só enn fenginn endurgreidd- ur með andvirði seldra lotteríseðla, enda ekki seldur fjórði partur af þeim seðl- um, sem nefndin hefur leyfi til að gefa út. Hvað snertir aðrar framkvæmdir Ing- ólfsnefndarinnar, þá er það að segja, að Ingólfsmyndin er fullger af hendi Einars Jótissonar og rtokkuð af henni þegar steypt. Einari hafa verið greiddar 5000 kr. og annar kostnaður nefndarinnar hefir verið kr. 614.30. Aðalreikningur yfir samskotafóð er nú svo útlítandi : T e k j u r : Gjafir og vextir . . . Tekjur af lotteríi o. fl. . Lán með veði i húsinu . . . 9310.29 . . 5939.00 . . 4669.73 Kr. 19919.02 G j ö 1 d : Kostnaður við húsið .... 13573.51 Borgað Einari Jónssyni. . . 5000.00 Ýmislegur kostnaður . . . 614.30 í sjóði 10. sept. 1911 . . 731,21 Kr. 19919.02 Sumkvæmt samningi Einars J ónssonar við Ingólfsnefndina á enn að greiða hon- um 1900 krónur, en eirsteypan kostar 6000 krónur. Hórvið bætist enn stöp- ullinn undir myndina, sem ekki hefir verið gerð enn ábyggileg áætlun um, en líklegt er að kosta muni alt að 3000 kr. — Allur þessi kostnaður mundi hafast upp úr lotterlinu, ef 11000 seðlar seld- ust, en það taldi nefndin upphaflega víst. Sumir menn hafa harðlega álasað Ing- ólfsnefndinni fyrir það, að ekki skuli enn vera búið að draga um Ingólfshús- ið, en það hljóta allir að skilja, að það hefir verið ómögulegt meðan ekki er meira selt af lotteríseðlum. Nefndin hefir gert sór mikið far um að koma seðlunum út, en hór skal ekki farið frekara út í hverjar ástæður hafi valdið því, að ekki hafi betur gengið með söluna, enda væntir nefndin að flestar þær ástæður sóu nú ekki lengur til hindrunar. Ingólfsnefndin er fullsátt við Einar Jónsson myndhöggvara og hún leyfir sór einnig í hans nafni að skora á lands- menn, að kaupa lotteríseðla að Ingólfs- húsinu, svo hægt verði að draga um það — að sjálfsögðu skuldlaust —, svo og að styrkja samskotin á annan hátt með ráði og dáð. Innan skamms verður auglýst, nánara um lotteríseðla og fleira, en þangað til fást þeir hjá öllum nefndarmönnum, sem einnig taka á móti gjöfum. Reykjavík, 11. sept. 1911. Fyrir Ingólfsnefndina. K. Zimsen. Bókafregn. Ný jormálabók eftir Einar Arnórs- son prófessor, gefin út af Jóh. Jóhannes- syni. Þörf orðin á nýrri formálabók í stað hinnar gömlu (frá 1886). Og Einar Arnórsson óefað tilvalinn mað- ur til að gera þess háttar rit vel úr garði. Þessi bók er um 400 bls. Kuaði Kristjáns. Þriðja útgáfa af kvæðum Krisljáns Jónssoar gefin út Jóh. Jóhannessyni, en búin undir prentun af Jóni Ólafssyni — lítið eitt aukin. — Aufúsugestur hafa þau jafn- an þótt Kristjánskvæðin og þetta sinni Tlíjkomið fií 7Írna Eiríkssonar: Oííukápur fijrir ungíinga og kvenfólk. Gólfvaxdúkur og borðvaxdúkur. Sfórí úrval af sokkum og nærfafnaði öltum. TauruIIur. Vefjargarn. Tvisfíau og margt, margf fleira. koma þau í mikið snotrum umbúðum og ætti það eigi að spilla fyrir útsöl- unum hjá bókavinum. Góða skemtun veittu þau hjón, Oscar Johansen fiðluleikari og frú hans ásamt frú Ástu Einarsson, bæjarbúum I gærkveldi í Bárubúð. Þau léku saman á fiðlu og píanó frú Ásta og Johansen 2 sonötur, aðra eftir Emil Sjögren, en hina eftir Edvard Grieg — sérlega vel að vanda. — En frú Ingeborg Johansen las nokk- ur sænsk kvæði, m. a. eftir Rydberg og Gustaf Fröding. Ennfremur söng hún nokkra sænska söngva, en maður hennar lék undir. Sænskan lætur jafnan vel í eyrum, hljómurinn fagur og þýður — og frúin fór mikið snot- urlega með kvæðin — og söng með fjöri, en þó blátt áfram. Hún var í sænskum þjóðbúningi. Altof fáir sóttu þessa skemtun — líklega af því, að menn hafa ekki um hana vitað al- ment. ísland — Sviþjóð. Odýrust húsgögn. H/F Vðlundur selur húsgögn úr furu með því verði sem hér segir: Ómálað: Málað: Kommóður, ósamsettar.frá 12.00 — samsettar - 15.50 — — frá 19.00 Borð..................- 4.00 - 5.50 Buffet................- 30.00 - 36.00 Servantar.............- 10.00 - 12.00 Fataskápar ...........- 14.00 - 17.00 Rúmstæði..............- 8.00 - 11.00 Bókahillur, litaðar (hnot- tré) 2.50. Bókaskápar, amerískt fyrirkomulag, úr eik, hillan..............- 8.00 úr mahogni, hillan - 12.00 Ferðakoffort - 5.00 - 5.75 Eldhúströppur, sem breyta má í stól . . - 6.00 Skrifborð.............- 20.00 - 22.00 — með skápum - 30.00 - 34.00 Búrskápar.............— 7.00 Borðstofustólar úr birki 6.00—6.50 Alls konar önnur húsgögn eru smfð- uð eftir pöntun úr öllum algengum við- artegundum. Meðal Svía er vaknaður töluverður áhugi á að komast í beint gufuskipa- samband við ísland. Eins og eðlilegt er telja kunnugir menn þar í landi beinar gufuskipaferðir einhverja helztu lyftistöngina undir aukin viðskifti milli landanna. ísajold hefir nýverið átt kost á að sjá bréf frá einum hinna sænsku kaupmanna, er hvað mest hefir látið sér ant um þessi efni. Hann kveður ummæli hinna sænsku konsúla hér á landi um gufuskipasam- bandið (sbr. síðasta blað) hafa dregið talsvert úr hugum Svía, og eins hitt, að alþingi skar við neglur sér styrks- loforðið í vetur til beinna gufuskipa- ferða við Svíþjóð — borið saman við styrkinn til hinna gufuskipafélaganna. Hann telur það miklu skifta að til- lagið verði hækkað, þá muni og rík- isþingið sænska naumast láta á sér sér standa, og minnir á það, að Svíar kaupi nú upp nærri óskiftan síldarafla íslendinga, og muni og geta orðið góðir viðskiftamenn í öðrum vörum. Ennfremur eru til fyrirliggjandi: Hurðir, mjög vandaðar, kvistlakkaðar ög grunnmálaðar, stærð: 3° x 1° úr U/a", kcntrakildar á 7.50 3°3" x 1°3" - U/a" — - 8.25 3°4" x 1°4" - li/2" — - 8.50 3°5" x 1°5„ - li/2" — - 8.75 3°6" x 1°6" - li/2" — - 9.00 3°8" x 1°8" - 1V2" — - 9.50 Útidyrahurðir: 3° 4" x 2° úr 2" með kílst. parið á 21.50 3° 6" x 2° - 2" — — — - 22.00 3° 8" x 2° - 2" — — — - 22.50 3012"x2° - 2" — — — . 23.50 Okahurðir, venjulegar, stykkið á 5.00 Talsvert af hurðum af ýmsum öðrum stærðum en að ofan eru greindar eru einnig til fyrirliggjandi. Sömuleiðis eru ávalt til: Gerikti, Gólflistar, Loftlistar, Kilstöð og ýmsar aðrar tegundir af list- nm. Allskonar karmaefni. Rúmfætur, Rúmstólpar, Borðfætnr, Kommóðufætur, Stigastólpar og ýmiskonar Pílárar. Margs- konar renuismíðar eru til fyrir hendi og allskonar pantanir í þeirri grein fást fljótt og vel af hendi leystar. Homið og skoðið það sem er fyrirliggjandi í verksmiðju félagsins við Klapparstígf. Af ísafold koma tvö blöð í dag, nr. 57 og 58 (V2 blað). Nýkomið mikið af margs konar Vefnaðarvörum til Árna Eiríkssonar. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að minn elskulegi eiginmaður, Guðni Jónsson verzlunarmaður, andaðist að heimili okkar, Laugaveg 68, hinn 17. þ. m. — Jarðarför hans hefst frá heimili okkar fimtudaginn 28. þ. m. kl. 10 f. hád. Olöf Andrésdóttir. c%il fíaimaíitunar vl^um sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og Iitarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uflgur treysta Þvh að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo- nefnda Castorsvart, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. ~ Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. cRmfís cFarvefaðrifí. Höng Landbrugsskole. Höng St. Danmark. 5—6 og 9 Mdr. Kursus fra 3 Nvbr. Kontrolkursus, Fröavlskursus. Skoleplan gratis. Eleverns maa kunne forstaa Dansk, og der antages kun 4 Elever. R. Jensen. Tvö herbergi og eldhús óskast til leigu 1. október. Upplýsingar í Bankastræti 6. R i t s t j ó r i: Ólafur Björnsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.