Ísafold - 04.10.1911, Síða 1
Kemm út tviavar i viku. Verö Arg. (80
arkir minst) 4 kr. erlondia 5 ki. o^a ll/»
dollar; borgist fyrir mib.ian iúli (erlendie
fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifieg) bnndin vib Aramót, ok
ógiid nema komln sé til útgefanda fyrir
1. oirt. aanpandi skuldlaas vib blabib
Afgrsibsla: Austarstreoti 8,
xxxvm. árg.
=
Reykjavík 4. okt. 1911.
61. tölublað
I. O. O. P. 926109
Faxaflóagufubát. íngðtfur
Til Borgarness 4., 10., 13., 18., 24.
og 29. okt.
Til Akra 7. okt.
Til Straumfjarðar 4. og 7. okt.
Til Sandgerðis 15. okt.
Til Garðs 21. okt.
Gjalddagi ísafoldar var
15. júlí.
Bjarni Björnsson
skrautmálari
Ægisgötu 10. Talsími 221.
Gler- og tréskilti — Skrautmálning
Húsgögn — Leiktjöld.
Friöarfyrirheitið.
Meðan eg
ligg d meltunni.
Það er friðarfyrirheitið frá i vetur,
af munni hans hágöfgi Kristjáns sjð-
mda, nýja ráðherrans, þetta sem hann
vann á þingi þegar hann hafði nýhand-
samað völdin, fyrir falsskeytið góða
(um að hann hefði með sér meiri hluta
þingmanna).
Hvers eðlis var það fyrirheit?
Og var það f alvöru mælt, en ekki
i blekkingarskyni ?
Eða í hverju átti friðurinn að vera
fólginn ?
Eða hvernig til kominn? —
Hann ítrekaði þetta friðarfyrirheit
síðar við dönsk blöð, þegar hann var
á ferð í'Khöfn eftir þing.
Vissi sem var, að þeim, Dönum,
mundi þykja vænt um það, <?ænt um,
að nú væri kominn til valda á ís-
landi maður, sem héldi »þeim þar
uppi« í skefjum og vendi þá af þessu
b.......stjórnmálabrölti, með sifeldri
reilu um meira frelsi, já, fr-r-relsi, og
skilnaðarhótan öðrum þræði, ef þeir
fengi ekki alt sem þeir vildu höndum
til rétta, ætt og óætt, aðallega þó
nóga peninga úr ríkissjóði f sina botn-
lausu ölmusuhit.
Já, hugsaði hann sér nokkuð með
þessum friði ? Og hvað þá, eða hvern-
ig iagað?
Af orðum þeirra skuluð þér þekkja
þá, stendur þar.
Eg samsinni því hiklaust. En segi:
Það er þá svo bezt hægt að gera það,
að til séu einhver orð til að þekkja
manninn á. Annars verður að halda
sér við ýðrðir, en ekki orð — þ. e.
þegar þau eru ekki til.
Auk þess sem það er gömul regla
og góð, að meira sé að jafnaði að
marka gjörðir en orð, ef i milli ber.
Þar tali að jafnaði fult eins skýrt og
greinilega.
Hvað tala þá gjörðirnar, stjórnar-
athafnir hans hágöfgi frá þvi hann
komst i ráðherrasessinn með sögðum
hætti og bandalagi við heimawstjórnar-
flokkinn, en svikum við hinn, við
sjálfstæðisflokkinn? Og hvað tala þær
dður en upphefðin féll honum í skaut,
þ. e. meðan hann var að undirbúa
hana?
Alt þess háttar tal hans laut (þ. e.
gjörðirnar, athafnirnar, eða þá orð og
gjörðir)—það laut að því einu, að koma
fram hefndum fyrir gæzlustjórnarfrá-
vikninguna, sællar minningar, og full-
um bótum fyrir einkahagsmunatjón
það, er hún hafði bakað honum. Að
fá bættan tekjumissinn þann, þótt ekki
hefði hann fyrir neinum tekjum unn-
ið þann tíma, er siðan var liðinn.
Var pað þá svo friðvænlegt?
Og var aðjerðin friðsamleg?
Látum oss heyra:
Það sem hann hafði gert til að rétta
hlut sinn, er hann svo kallaði, áður
en til þings kom, pað var ekki í sjálfu
sér eða út af fyrir sig neitt tiltöku-
mál.
Hann gerði það sem þegnar þjóð-
félagsins eru vanir að gera og þeim
er heimilt að gera, er þeir telja hall-
að rétti sínum.
Hann fór i mál!
Hann fór meira að segja í heldur
tvö eða þrjú mál en eitt.
Hitt er annað mái, hve viturlega og
lipurlega hann fór að í þvi, sem sé:
með fógetaúrskurði um »innsetning í
bækur og skjöl bankansc, sem hann
hafði verið rekinn frá.
Eða hversu vel honum reiddi af
með málaferlin, sum að minsta kosti.
Eitt þeirra t. d. fekk hann gersam-
lega ónýtt fyrir sér f yfirrétti.
Vitaskuid: hann dæmdi pað ekki
sjálfur, sbr. síðar.
Það var um ástæðurnar fyrir frá-
vikningunni.
Hvort sem hann hefir verið farinn
að örvænta um farsælleg afdrif hinna
málanna líka eða ekki, þegar þing kom
saman, þá er það vist, að áhugann á
þeim hafði hann mist þá. Enda aftur-
kallaði siðar meir eitthvað af þeim frá
hæstarétti.
En á þingi var það hans allra fyrsta
verk, að heimta það, af þinginu sjálfu,
að það gerði það sem engin lög voru
til: tæki viðskifti hans sem gæzlu-
stjóra við landsstjórnina (ráðherra) undir
dóm og dæmdi sér meðal annars kaup
fyrir tímann frá þvi er honum var
vikið frál
Sú var hans fyrsta friðarumleitun!
Ella látum vér nægja að benda á
friðarathafnirnar 12, sem taldar eru
upp í næstsiðasta bl., þar á meðal
glæpamannsfyrirspurnina til Frakklands
um forseta sameinaðs alþingis.
Enn er og ótalin friðarathöfnin sú,
er hann bar fram þá á þingi orðróm
þann, er einhverir heimanstjórnarbófar
höfðu upp kveiktan og héldu á lofti:
að horfið hefði einhvern veginn hjá
fyrirrennara hans hvorki meira né
minna en % milj. kr. af láni, er hann
hefði tekið, og var gefið í skyn, af
einum þeirra kumpána að minsta kosti,
að hann mundi hafa stolið því fé og
lánað vini sínum Tulinius. Hann
neyddist að vísu til að lýsa þetta til-
hæfulaust, ejtir að f|ármálaskrifstofu-
stjóri hans var búinn að gefa á
prenti fulla grein fyrir hverjum eyri
af láninu, og lét fylgja þau ummælit
af allmiklum þjósti, að hann, skrif-
stofustjórinn, hefði gert það í Jull-
komnu heitnildarleysi og hefði líka
jenqið að heyra pað, þ. e. fengið
ofanígjöf fyrir það, — fyrir að hann
kæfði iygakvittinn, svo að heiman-
stjórnariiðið gat ekki nærst á honum
lengur!!
Það var drengilegtl Það var frið-
vænlegt I
Bæta mætti enn á friðarvitnisskrána
síðasta tiltækinu, þessu sem gerð er
grein fyrir í siðasta bl., um að demba
á landsbankastjórana starfsmanni, sem
þeir höfðu lagt eindregið á móti, og
meira að segja annar gæzlustjórinn
líka, þ.e.8/* allrar bankastjórnarinnar.—
Ef rétt hefði viljað að orði komast,
þegar hann (Kr. J.) flutti sinn friðar-
boðskap á þinginu og tjáði Dönum
síðan, mundi hann hafa sagt:
Þegar eg er búinn að hefna min á
óvinum mínum svo sem mér likar,
og þegar eg er búinn að ná út úr
bankanum hverjum eyri, er eg tel mig
eiga tilkall til þar fyrir gæzlustjórn
mína, og loks: þegar eg er búinn að
koma ár minni fyrir borð eins og
mér likar að öðru leyti,—þá legst eg
á meltuna og held friði.
Eg heiti friði meðan eq liqg d melt-
unni!
Hortensius.
Öfriðurinn.
ítalir og Tyrkir berjast.
Balkanskagi að komast
í bál og brand.
Á laugardaginn sirnaði ísafold fyr-
irspurn til Khafnar um hvað hæft væri
í ófriðarfregnum þeim er gengu hér
um bæinn.
Á mánudaginn kom svolátandi sím-
svar:
Einkaskeyti til Isajoldar.
Khöfn */10 kl. 4,40 BÍðd.
Sjóorustur hdðar. Fregnir tvísaqa.
Italir mega betur. Skotið d Tripolis.
Lið landsett við Tripolis og í suðvestan-
verðu Tyrklandi. Stórveldi neita tilmal-
um Tyrkja utn mdlamiðlun. Annars
enginn ójriður.
Múhamed V. Tyrkjasoldán.
Enn kom í gærkveldi svolátandi
símfregn frá Khöfn.
Khöfn 3. okt. kl. 7,5 sd.
Orsðk ójrjðarins er, að ítalir dsalast
Tripolis.
Þetta er talið ofbeldisverk og hvar-
vetna Jordamt.
Samúð almenn með Tyrkjum.
Hatt við ójriði um allan Balkanskaga.
Símfregnirnar herma þá, að alt lausa-
hjalið hér um að Þjóðverjum og Frökk-
um væri að lenda saman, eða væri
Viktor Emanuel Italíukonungnr.
þegar lent saman, var markkysa ein.
Það eitt, að ítalir og Tyrkir berast
á banaspjótum, mun naumast raska
jafnvægi Norðurálfunnar verulega.
Tripolis er á norðurströnd Afríku
milli Túnis og Egiptalands, gegnt Ítaiíu.
Landið hefir lengi verið eign Tyrkja;
það er i,000,000 ferrasta að stærð;
ibúarnir 1 miljón. Landið byggja að
mestu Márar, Bedúínar, Berbar og
Svertingjar, og eru allir múhameðstrú-
ar. Ennfremur er þar nokkuð um
Gyðinga, og í höfuðstaðnum, sam.
nefndum við landið, allmargir Norð-
urálfumenn einkutn Italir. íbúatala
höfuðborgarinnar er um 50,000.
Borgin Tripolis, sem á hefir verið
skotið, stendur á skaga, sem gengur
út í Miðjarðarhafið.
(Sjá ennfremur fréttir inni í blað-
inu).
Torsefamitmisvarðinn.
Isafold flytur nú" mynd af likneski Jóns Sigurðsson-
ar, eins og það lítur út i eirsteypunni — svo að lands-
menn utan Reykjavikur geti gert sér hugmynd um það.
Stærii myndin sýnir listaverk Einars — það er stöp-
ulinn prýðir (framan á honum) imynd hins ágæta þrekstarfs Forseta fyrir ís-
lenzku þjóðina — það er brautryðjandastorí hans hið mikla.
Alþingismannaefni 1911.
Með þvi að framboðsfresturinn er
út runninn, 8%, birtist hér skráin sú.
Og eru nöfn sjálfstæðismanna auðkend
með skáletri og nýrra þingmannsefna
með stjörnu :
Vestur-Skaftafellssýsla: *Gisli Sveins-
son lögmaður og *Sig. sýslum. Eggerz.
Þau ný þingm.efni ern hændur, sem eigi
er annars við getið um. Þeir kalla sig
flokksleysingja, sem eru merktir með fl.
Lántökur landssjóðs.
Akureyri *Guðlaugur Guðmundsson
bæjarfógeti og Sigurður Hiórleifsson.
Austur-Skaftafellssýsla *Jón próf.
Jónsson og Þorleijur Jónsson.
Árnessýsla Hannes Þorsteinsson,
*jón Jónatansson búfræðingur, *Kjartan
próf. Helgason og SigurðurSigurðsson.
Barðastrandarsýsla Bjðrn Jónsson og
*Guðm. Björnsson sýslumaður.
Borgarfjarðarsýsla *Einar Hjörleijs-
son skáld, Kristján Jónsson og Þorst.
R. Jónsson.
Dalasýsla Bjarni Jónsson og *Guðm.
Bárðarson.
Eyjafjarðarsýsla H. Hafstein, *Jó-
hanties Þorkelsson, *Kristján Benjamíns-
son og Stefán Stefánsson (Fagraskógi).
Gullbr. og Kjósarsýsla *Björn Bjarn-
arson (Grafarh.), Björn Kristjánsson,
síra Jens Pdlsson, *Mattías Þórðarson
kaupmaður.
Húnavatnssýsla Björn Sigfússon, síra
Hdljdan Guðjónsson, *Tr. Guðmunds-
son, *Þórarinn Jónsson (Hjaltab.).
ísafjarðarkaupstaður *S. H. Bjarna-
son konsúll, *Kristján H. Jónsson rit-
stjóri, síra Sigurður Stefánsson (fl.).
Mýrasýsla síra *Haraldur Nielsson
prófessor og síra *Magnús Andrésson.
Norður-ísafjarðarsýsla: Skúli Thorodd-
sen og *Magnús Torfason sýslum.(fl.).
Norður-Múlasýsla: *Björn Þcrláksson,
*Einar Jónsson próf., Jóhannes Jó-
hannesson og Jón Jónsson (Hvanná).
Norður-Þingeyj arsýsla: Ben. Sveins-
son og *Steingrímur sýslum. Jónsson.
Rangárvallasýsla: s. Eggert Pálsson,
Einar Jónsson og *Tómas Sigurðsson.
Reykjavík: *Guðm. Finnbogason dr.,
*Halldór Daníelsson yfirdómari, *Jón
Jónsson docent, Jón Þorkelsson dr., L.
H. Bjarnason, Magnús Th. S. Blöndahl.
Seyðisfjarðar-kaupstaður: *Kristján
Kristjánsson læknir og dr. *Valtýr Guð-
mundsson.
Skagafjarðarsýsla: *Árni próf.Björns-
son, *Einar Jónsson í Brimnesi, JóseJ
Björnsson, Olajur Briem, *Rögnvaldur
í Réttarholti.
Snæfellsnessýsla: *Halldór Steinsen
læknir, *Hallur Kristjánsson á Grishóli.
Suður-Múlasýsla: Jón Jónsson, Jón
Ólafsson, síra *Magnús Blöndal, *Sveinn
Ólajsson í Firði.
Suður-Þingeyjarsýsla: Pétur Jóns-
son og *Sigurður Jónsson á Arnar-
vatni.
Vestmanneyjasýsla: fón Magnússon
bæjarfógeti og *Karl Einarsson sýslu-
maður.
Vestur-ísafjarðarsýsla: sira Kristinn
Danielsson og *Mattías Olafsson kaup-
maður.
Landssjóður hefir þrivegis fengið
sér lán, öll skiftin á síðustu 3—4 ár-
um, og öll skiftin auðvitað eftir lög-
um eða lagaheimild frá alþingi.
Þeir hafa gert það sitt hver, inn-
lendu ráðherrarnir 3.
Fyrsta lánið tók H. Hajstein, undir
árslokin 1908, aðallega til að koma
ritsíma hér um land.
Það nemur um næstu áramót rúm-
um 433 þús. kr.
Ritsíminn stendur fyrir því og vér
getum ekki sagt, að það sé oss til
neinna þyngsla.
Annað lánið tók Björn Jónsson, sum-
arið 1909.
Það nam J500 þús. kr. og var
tekið til að kaupa fyrir veðdeildarbréf,
til eflingar Landsbankanum. Lands-
sjóður á ígildi þeirra að kalla má i
peningum, sem gefa honum sömu vexti
eins og hann greiðir af láninu. Þar
er því ekki um neina skuld að tefla
nema d pappírnum.
Þriðja lánið tók Kr. Jónsson i sum-
ar, og nemur 500 þúsundum.
Það á að fara mestalt, eða 4/5, til
hafnargerðar í Reykjavík, sem er þó
stórmerkilegt framfarafyrirtæki, er
ætti að verða öllu landinu til heilla.
Lánskjörin eru vitanlega ekki sem
hentugust, þar sem lánið á að greið-
ast alt á 15 árum. En ekki er þó
sjáanlegt, að sú skuld muni koma oss
í neinar þrengingar.
Tekinn botnvörpungur.
Fálkinn tók í miðri fyrri viku botn-
vörpung, sem var að ólöglegum veið-
um í Patreksfjarðarmynni — fór með
hann inn á Patreksfjörð og var hann
þar sektaður um 3600 kr. og aflinn
gerður upptækur, metinn á 1400 kr.
Mun þetta vera einhver mesti fengur,
sem hafst hefir upp. Annars hæst
þetta 4000 kr. eða svo.
Erlend símskeyti.
Þau hafa verið af skornum skamti
í ísl. blöðum undanfarið. En nú mun
bót ráðin á því. Upp frá þessu mun
Isafold fá allar helztu heimsnýjungar
símaðar þegar er þær gerast, og ítar-
legri fréttir en áður.
Iúngmálafund
héldu þeir Matth. Þórðarson og
Björn í Grafarholti áReynivöllum 17.
f. mán. Urðu þar umræður nokkur-
ar, en engin ályktun gerð.