Ísafold - 04.10.1911, Síða 2
240
ISAFOLD
Gisíi Sveinsson og
Vigfús Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrifslofutfmi II*/,—I og 5—6.
Ningholtsstrmti 19. Talsimi 263
Frá ófriðnum.
Brezk blöð hafa ísafold borist til
28. sept.
Það sem ítalir hafa borið fyrir sig,
er, að ítölskum þegnum í borginni
Tripolis sé hætta búin, á lífi og lim-
um, af hálfu múhameðstrúarmanna og
að hin ítalska stjórn verði því að fá
hafa hönd í bagga með, til að gæta
réttar landa sinna.
Er þetta talin hinn skýlausasti yfir-
drepsskapui af ítala hálfu.
Jafnaðarmenn á Ítalíu reyndu að
hefta ófriðinn með mótmælum, en
þau voru að engu höfð.
H. 28. sept. voru ítölsk herskip
komin f námunda við höfnina i Tri-
polis.
Tyrkir hafa ekki i reyndinni á að
skipa, nema einum 2 gömlum her-
skipum, en ítalir miklum flota, tugum
skipa, svo að enginn vafi er á þvi,
að þeir bera miklu hærri hluta á sjó.
H. 27. sept. sendi ítalska stjórnin
Tyrkjastjórn skeyti og krafðist trygg-
ingar fyrir þvi, að itölskum þegnum
yrði ekki mein gert í Tripolis, að
Tyrkir fjölguðu eigi herliði þar o. s.
frv. Þetta skeyti var — að því er
brezk blöð segja — í raun og veru
krafa um samskonar völd fyrir ítali í
Tripolis, eins og Frakkar hafa náð í
Marokkó.
Svar við skeytinu heimtuðu ítalir
innan 24 tíma.
Tyrkir neituðu tilmælum ítala og
þá var friðnum lokið.
Ýms tiðindi erlend.
Voðaslys vildi til í Toulon á
Frakklandi fyrir skömmu: Herskipið
Liberté sprakk í loft upp á höfninni
þar þ. 25. sept. Yfir tvö hundruð
manns biðu þegar bana og annað eins
af mönnum særðust svo, að fæstum
er talið líf.
Eldgos i Etnu. Eldfjallið Etna
hefir verið að gjósa meiri hluta sept-
embermánaðar. Þar hafa myndast yfir
120 nýir eldgígir.
Sænsku kosníngarnar. Frjáls-
lyndi flokkurinn í Svíþjóð hefir vaxið
mikið við kosningar þær, er fram fóru
i september.
I Kanada hefir landsstjórinn
brezki, Laurier, beðið ósigur við þing-
kosningarnar og mun verða að fara
frá völdum.
Óleyfilegr áfengissala.
Vigfús Einarsson cand. juris hefir í
lögreglustjórnartið sinni á Siglufirði
gengið röggsamlega fram i að hefta
óleyfilega áfengissölu þar. Um 1200
kr. nemur sektarféð, sem hann hefir
dæmt legbrjótunum að greiða.
Héraðslæknir
i Reykjavik, í stað Guðm. Hannes-
sonar prófessors, er af þvi starfi lét
1. þ. mán. — er settur Jón Hjaltalín
Sifurðsson, áður læknir Rangæinga, en
Pétur Thoroddsen cand. med. er settur
til að þjóna Rangárvallalæknisdæmi í
vetur.
Háskólaveizlan
á mánudaginn til minningar um
fyrsta starfsdag háskóla íslands, var
miklu miður sótt en skyldi — hvað
sem valdið hefir. Matth. Þórðarson
þjóðmenjavörður mintist háskólans, en
L. H. Bjarnason svaraði (í fjarveru
rektors) og mintist nemendanna. Loks
mælti Jón docent Jónsson fyrir minni
íslands.
Bókarasetningar-lögleysan.
Það stendur í lögum vorum, að
ráðherra skuli skipa féhirði og bókara
við Landsbankann ejtir tillögum banka-
stjórnar.
Hann setur fyrir skemstu mann í
bókarastöðuna móti tillögum */4 allrar
bankastjórnarinnar, móti tillögum 3
manna af 4 í bankastjórn.
Er maðurinn (ráðherrann) stein-
hættur við að hugsa um að gera rétt,
að breyta lögum samkvæmt?
Eða er hann ekki með réttu ráði?
Eða er hann dáleiddur af einhver-
jum landsmála-stórbófa, sem lætur hann
fremja hvert lagabrot, sem hann (bóf-
ann) lystir.
Er ekki von að fólk spyrji svona ?
Eða getur nokkur svarað ?
Það er þó eins órækt eins og að
2 og 2 eru 4, að sama er að skipa
starfsmann við bankann móti en ekki
eftir tillögum bankastjórnarinnar og að
skipa þánn, sem prír þeirra af Jjórum
leggja á móti, en að eins einn með.
Hvort 3 af 4 eða 4 af 4 eru þar
á einu máli, kemur venjulega i sama
stað niður. Og það allrahelzt er þessi
1, sem er á öðru máli, hefir alls eng-
an atkvæðisrétt, eins og hér stóð á
— málið %at í raun réttri ekki komið
eða átti ekki að koma til hans atkvæða,
með því að bankastjórunum tveim bar
alls ekki í milli.
Og hvort ráðherra tekur heldur þann
mann, sem öll bankastjórnin nema 1
leggur i móti, eða hann tekur ein-
hvern út í loftið, sem hún hefir alls
ekki á minst, — það kemur alveg í
sama stað niður.
Hann hefir skýlausalögleysuí frammi
hvort heldur er. Hann getur ekki að
lögum gengið framhjá tillögum banka-
stjóranna. Verður að fara eftir þeim,
segja lögin, meðan þeir stjórna bank-
anum.
Lögleysan er ekki sú, að hann (ráð-
herra) tekur Pétur fram yfir Pál, af
því að honum eða hans ósýnilegum
húsbónda lízt betur á Pétur.
Lögleysan er sú, að hann tekur
(setur) ekki þann, sem bankastjórnin
leggur með — meira að segja tekur
(setur) þann, sem hún leggur á móti,
og það af mjög alvarlegum ástæðum.
Það er hætt að skeyta lögum í
landi, þar sem slíkt getur að borið
— hætt að skeyta þeim einmitt af
þeim, sem settur er af réttu valdi til
að gæta þeirra, settur þar æðstur á
bekk.
***
r-. 'X t-
Eigur landssjóðs.
Vér höfum séð hér í annari grein,
að lántökur landssjóðs eða skuldir í
peningum nema alls nær 2'/2 rnilj.
kr.
En hvað eigum vér til upp í þetta ?
Vér eigum pjóðjarðirnar og Rcekt-
unarsjóðinn, og nema þær eignir eða
námu eftir síðustu hagskýrslum að
höfuðstól 750 þús. kr.
Þar næst höfum vér eignast rit-
sima og talsímakerfi fyrir 830 þús.kr.
Vegi og brýr höfum vér, landið,
þar næst eignast fyrstu 9 árin af öld-
inni fyrir 1,233 þús. kr.
Loks höfum vér sömu 9 ár eign-
ast hús og vita fyrir 624 þús. kr.
Þetta nemur samtals nær 3‘/2
milj. kr.
Eigur landssjóðs nema með öðrum
orðum hátt upp í 1 milj. kr. Jram
yfir skuldir.
Búskapurinn er þó ekki lakari en
það.
Hér eru auðvitað taldar miklar eig-
ur, sem gefa landssjóði engan beinan
arð. En þær eru rétt taldar með eig-
um landsins eða landssjóðs alt um
það, og það eru mjög svo mikilsverðar
eignir. Það eru mannvirki, sem kom-
ið hefir verið upp á landssjóðs kostn-
að, harla mikilsverð mannvirki og
þjóðinni nauðsynleg.
Þegar vér tókum við fjárráðum vor-
um, eftir alla hina langvinnu dönsku
stjórn, var oss að kalla má engum
mannvirkjum skilað.
Landshöfðingj ahúsið, hegningarhús-
ið, Reykjavíkurdómkirkja, latinuskóla-
húsið, prestaskólinn og ein brú —
það var alt og sumt, sem mokkuru
nam.
Landið var að mestu leyti líkast því
yfirferðar, sem hér hefði engir menn
búið.
Alt var óunnið, sem aðrar þjóðir
hafa verið að starfa að öldum saman.
Allar fyrtaldar eigur eru þjóðinni
bráðnauðsynlegar. Það eru alt eigur,
sem landið getur ekki án verið til
þess að geta talist með nútíðarþjóð-
um.
Og alt veitir það þjóðinni einhvern
arð, beinan eða óbeinan, þó að ekki
veiti það alt landssjóði neinar tekjur.
Það var á þingi < vetur. Ráðherra
Kr. J. þaut upp af þjósti mikl-
um og »1 ý s t i y f i r« með venju-
legum gautlenzkum alvöruþunga, að
þingmaður Akureyrar Sigurður Hjör-
leifsson hefði ekki sagt eitt orð, hvorki
d þessu þingi,né hinu fyrra (1909), sem
vasri svaravert. Sig. Hjörleifsson stóð
upp á eftir og benti »hæstv. ráðherra«
með mikilli hógværð á, að oftastuær
þegar »hæstv. ráðh.« hefði tekið til máls
þar í deildinni, hefði það verið t i 1 a ð
svara sór!
Ráðherrablaðið er öðru nverju að tönl-
ast á því, fyrir munn Jónatans, að í s a-
f o 1 d só ekki svaraverð, enginn taki
mark á hennar orðum o. s. frv. Eg
vildi nú einnig, með mestu hógværð,
benda bróður Jónatan á, að naumast
tekurhann eðaaðrir»skribentar« ráðherra-
blað8Íns sér penna í hönd, nema t i 1 a ð
svara ísafold!
Margt er líkt með skyldum !
Aftur hefi eg tekið eftir því, að ísa-
fold að jafnaði skiftir sór ekki vitund
af prófskírteinum þeim um naglaskap,
ósannindafestu og hugsanagraut, sem
próf. Jónatan (alias Steinþór) fyllir með
ráðherrablaðið.
Það þarf ekki að ýta við neinum til
þess að vekja eftirtekt á svo háum
ágætiseinkunnum.
Einstaka sinnum hefi eg þó gert
bróður Jónatan smávegis úrlausn og nú
langar mig til að biðja um 10 lína rúm
í ísafold einhvern daginn til að hafa sem
snöggvast endaskifti á prófessornum og
stallbræðrum hans < síðustu varnar-
krampateygjum þeirra fyrir hinn óver-
janlega þingræðisbrjót.
Karl i koti.
Síra Sig. Stefánsson < Vigur hefir
með HÍmskeyti tjáð miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins, að hann segi sig úr Sjálf-
stæðisflokknum. Þetta skref sira S. St.
stafar af þvi, að miðstjórnin mæltist til
þess, að hann hætti við þingmensku-
framboð á ísafirði — hafði haft spurnir
af þv< frá ísafirði, að annar s j á 1 f -
stæðismaður hefði m i k 1 u m e i r a
f y 1 g i en síra Sig. Stef., og var þá sjálf-
sögð skylda hennar gagnvart flokknum
að reyna að tálma því, að 2 Sjálfstæðis-
menn yrði í boði, en styðja að því, að
sá, er meira hefði fylgið yrði einn <
boði. Þessum róttmætu tilmælum flokks-
stjórnar hefir síra Sig. Stef. ekki viljað
hlíta.
Reykjavikur-annáll.
Aðkomumenn. Sira Ól. Magnússon frá
Arnarbæli, sira Pétur JÞorsteinsson frá
Eydölum, Sig. Guðmnndsson frá Selalæk.
Bæjarfógetafulltrúi kvað veröa i staðSig-
urjóns Markússonar: Vigfús Einarsson cand.
juris. Auk þess hefir bæjarfógeti fengið
Ara Jónsson cand. juris til þess að fram-
kvæma lögtök, fjárnám og önnur lik störf.
Sklpaferðir. Austri kom úr hringferð á
8unnudagskvöld. Meðal farþega: jungfr.
Þórunn Jónsdóttir, Sig. Gnðmundsson mag.,
Pétur Thoroddsen læknir, Andrés Bjömsson
stud. juris 0g Sig. Sigurðsson stud. juris.
Austri fór i strandferð i morgun með all-
marga farþega m. a. Pétur Þorsteinsson frá
Eydölum.
Ask kom frá útlöndcm aðfaranótt þriðjud.
Skólarnir voru settir á mánudaginn. Há-
skólann sækja rúmir 40 stúdentar, menta-
skólann 130, barnaskólann 900 börn.
Látin
er 26. f. mán. í Hvammi í Laxár-
dal frú Kristrún Þorsteinsdóttir (próf.
Hjálmarssonar) á 80. ári. Hún dvald-
ist hjá tengdasyni sínum síra Arnóri
Árnasyni.
Hvar er heil brú í þeirri sál?
Hann hefir verið í Good-Templara-
reglunni síðan 1903.
Hann hefir undanfarin ár fylgt bann-
lagastefnunni, sem samþykt var á þingi
1909.
En á síðasta þingi vildi hann ekki
einungis fresta bannlögunum, heldur
þrumaði hann gegn allri bannlaga-
stefnunni, enda hefir nú bannfjenda-
blaðið að einkamálgagni.
En kjósendum sínum hafði hann
í sumar tjáð sig vera enn sem fyr
eindreginn bannmann.
Það er sem sé nýi ráðherrann, Kr.
J., sem hér er átt við, þingræðisbrjótur-
inn, stjórnarskrárbrots-maðurinn —
braut í vetur algerlega regluna hennar
um þrískifting landsstjórnarvaldsins: í
löggjafarvald, dómsvald og fram-
kvæmdarvald.
Fyrirrennari hans (B. J.) veitti aldrei
áfenga drykki i ráðherraveizlum sín-
um, hvorki útlendum mönnum né
innlendum. Hann var og er Good-
Templar.
Þessi, Kr. J., er og Goodtemplar,
sem fyr segir, en veitir alt um það
áfenga drykki I sinum ráðherraveizlum;
og ber fyrir sig, uð mælt er, að hann
sé þar ekki veitandi, heldur lands-
sjóður — persónan landssjóður! 1
Máli þessu hafa nú templarar hér
skotið undir úrskurð hátemplars, æðsta
yfirmanns reglunnar hér i álfu. Sá
heitir Edward Wawrinski og er nafn-
kendur þingmaður á ríkisþingi Svía,
í Stokkhólmi.
Þeir báru undir hann spurningu,
hvort honum væri heimilt sem ráð-
herra að veita áfengi, eða hvort gera
mætti það þá i nafni konu hans.
Hann kvað nei við þessum spurn-
ingum báðum.
Nú er um það spurt og þráttað,
hvort maðurinn (ráðh.) muni hlýðn-
ast úrskurði þessum eða kjósa heldur
að láta reka sig úr reglunni.
Sumir segja að hann muni ætla sér
að hlýða.
En margur spyr alt um það:
Hvar er heil brú i slikri sál ?
Um hvað er barist.
Svo nefnist dálitill kosningarbaráttu-
bæklingur, er miðstjórn sjálfstæðis-
flokksins hefir semja látið og prenta
nýverið, og eru nokkrar greinar um
stjórnmál, 61 bls. alls, þeirra meðal
siðast, áður birt (i Norðurl. og Ríkinu),
hugvekja Einars Hjörleifssonar um
stjórnarskrárbreyting siðasta þings (bls.
36-61).
Fyrsta greinin (bls. 1—15) er um
sambandsmálið, í þessum smá-
köflum:
Aðalmálið. Sjónhverfingatilraunir
heima(«)stjórnarmanna. Ekkert vist
um nýjar kosningar. Heima(«)stjórn-
arflokkurinn og Uppkastið. Áhrif
Dana. Sambandslagafrumvarpið og
ríkisþingið. Þrjár stefnur hugsanlegar.
Markmiðið. Stig af stigi. Botnvörpu-
sektamálið. Fánamálið. Mótmælin
gegn stöðulögunum. Viðskifti við
aðrar þjóðir (en Dani). Danir þola
ekki sjálfstæðisviðleitnina. Sýnishorn.
Heima(«)stjómarflokkurinn rekur er-
indi Dana. Hvað kosningarnar sýna.
Þá er önnur greinin um þ i n g-
ræðisbrotið, í þessum smá-
köflum:
Hvað er þingræði? Var þingræðið
brotið? Vantraustsyfirlýsingin. Rök-
studd dagskrá. Ummæli flutnings-
manns. Mótmæli gegn atferli ráð-
herra. Sigur konungsvaldsins.
Þá er þriðja greinin fjárhagur
lan dssjóðs og framfaramálin,
í þessum köflum:
Fjárhagur landssjóðs affluttur. Tekju-
halli siðasta þings. Tekjuhalli fyrri
þinga. Verstu úrslitin. Skuldir lands-
sjóðs. Eignir landssjóðs. Ógætiiega
að farið áður. »GIötunarvegurinn«.
Sjálfsagt að fara gætilega.
Loks er 4. grein (á undan stjórn-
arskrárbreyt. hugv.) um afstöðu
ráðherra til flokka og þings,
í þessum smáköflum:
Ráðherra og heima(«)stjórnarflokk-
urinn. Ráðherra og sjálfstæðisflokk-
Hlutaveltu
til ágóða fyrir „sjúkrasjóð*
sinn, heldur »Hiö ísl. prentarafélag*,
samkv. þar til fengnu leyfi, 21.—22.
Okt. þ. á.
Allir þeir, er styrkja vilja fyrirtæki
þetta, eru vinsamlega beðnir að koma
gjöfum sínum til einhvers meðlims
prentarafélagsins.
Télagssfjórnin.
urinn. Ráðherra og bindindismenn.
Ráðherra og þingið.
Greinarnar Eigur landssjóðs og Lán-
tókur landssjóðs eru að rnestu teknar
eftir þessum bækling.
Bæklingurinn er afarnauðsynleg leið-
beining fyrir kjósendur, fullur af hin-
um og þessum ómissandi fróðleik,
sem þeir verða annars að leita uppi
víðsvegar, einkum í Alþingistíð., með
ærinni tímatöf og fyrirhöfn.
--------------------
Hágöfugt reiðarslag.
Annar þingmaður Reykjavíkur er
var á síðasta þingi og verður vonandi
áfram, hr. Magnús Th. S. Blöndahl,
er í ferð erlendis um þessar mundir.
En hann kvað eiga von hér á
góflunni, er heim kemur, um miðjan
mánuðinn, hjá vinum vorum heim-
an-stjórnarhöfðingjunum eða einhver-
jum skósveinum þeirra.
Það er hvorki meira né minna en
lævisleg aðdróttun eða áburður um
eitthvert meiri háttar sviksamlegt fé-
glæframakk i sambandi við leigutöku
hans á silfurbergsnámunni í Helgu-
staðaf jalli, líklega um að hafa haft stórfé
af landssjóði.
Þeir eru ekki ánægðir með minna,
félagar, en að gera stjórnmálaandstæð-
inga sína að stórþjófum.
Þetta kvað vera verið að undirbúa
í kyrþey í hóp þeirra göfugmenna og
á leynisamkomum þeirra,^ og eiga
yfir þingmannsefni þetta að dynja
við heimkomuna eða þó öllu heldur
ekki fyrri en rétt fyrir kosningar, i
þvi skyni, að of tæpur verði orðinn
tíminn eða ókleift ella að koma vörn
fyrir sig — hreinsa sig af þessum
áburði.
Það hyggja þau vera þjóðráð, þessi
vitsmunadrjúgu göfugmenni.
En hvort aðrir dást að því að sama
skapi, bæði að göfugmenskunni og
vitsmunum, það mun timinn bezt sýna.
,Leiðrétting‘og athugasemdir
Eins og getið var siðast, hefir fyrv.
docent Hannes Þorsteinsson sent ísafold til
birtingar svar gegn grein Geirs i 58. tbl.
um »flokksvillingana«.
Svarið er bœði langt og illyrt, svo að
firnum sætir, og að sumu leyti óviðkomandi
þvi sem að Geir ritar um, svo sem drýg-
inda-dyigjur út af gömlum væringum milli
Þjóðólfs og ísafoldar, og teljum vér oss
þvi með öllu óskylt að birta það að öðru
leyti en þvi, sem greinir & við Geir um
aðalmálsatriði og höf. telur sig eiga rétt 4
að fá leiðrétt. En þau atriði eru aðallega
þessi:
1. Þjóðólfssalan. H. Þ- neitar þvf,
að tilboð bans til Sjálfstæðismanna um
sölu Þjóðólfs hafi verið máiamynda-til-
boð, og að hann hafi nokkurntima krafist
af þeim hærra verðs fyrir blaðið en 16000
kr. Þeir hafi hinsvegar ekki viljað gefa
fyrir það meira en 10 þús. kr. — með
skuldum, en helzt ekkert viljað við kaupin
eiga — enda reynt að spilla fyrir sölu
þess. Hann hafi þvi neyðst »til að selja
blaðið Heimastjórnarmanni fyrir rúm 11000
kr. (ekki 10000 kr.) að eins með skuldum
þeirra manna, er þá voru kaupendur blaðs-
ins, en allar hinar eldri skuldir þeirra
manna, er þá voru ekki lengur kanpendur
hlaðsins. hafi hann ekki fengið selt og
orðið að »lækka söluverðið fyrir þær sakir
um 3000 krónur.. Telst honum svo til, að
tapað helði hann »rúmum 1000 kr. og öll-
um eldri skuldum blaðsins., ef gert hefði
kaupin við Sjálfstæðismenn með þeim kjör-
um, er þeir vildu hlíta.
2. Áindargerðin að Ölfusdrbrú (Sel-
fossi) 15. okt. f. á. H. Þ. neitar þvi lika,
að hann hafi átt nokkurn þátt i rangfærsln
hennar. »Sannleikurinn< hafi verið sá, »að
í fundarlok lenti alt í uppnámi og á ring-
ulreið og að engin formleg ályktun um
meðmæli með þingfrestun var þar samþykt,
þótt ritari fundarins (hlutdrægur »Sjálf-
stæðismaður«) bókaði eitthvað i þá átt.