Ísafold - 11.11.1911, Page 1
Kemui út tyiavar l viku. Ver^ árR. (H(i
arkir minst) 1 kr. erienrtib 6 ki «Ba 1x/*
dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendif
fyrir fram). ____________
ISAFOLD
rippHÖgn (ikriflog) bundin vib áramót, er
ógiift nema komm sé til útgefanda Jfyrif
1. o«t. aanpandi skuldlaas vib blabib
A fjrrei? «1»: Ani*turst.r«>t.i
XXXVDI. árg.
[. O. O. F. 9311179
Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8.
Þjóömenjasafniö opib á sd., þrd. og fmd. 12—2
íslandsbanki opinn 10—2 */• og B1/*- 7.
K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til
10 flbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 ll% Bibdegis.
Landakotskirkja. öubsþj. 81/* og 8 A helgum
LandakotsBpitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B
Landflbankinn 11-2ll», BVt-81/*. Bankastj. vib 12-2
Landsbókasafn 12—9 og 6—8. Útlán 1—8
Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2
Landsféhirbir 10—2 og B—6.
Landflflkjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1
Landslminn opinn virka daga 8 Ard. — » siöd.
helga daga 8—11 og 4—8.
Lækning ók. í f>ingholt8stræti 28 þribjd. og
föstd. 12—1
NAttúrugripasafn opib 1 »/*—21/* A sunnudögum
Ókeypis eyrna-, nef- og hAlslækning Pósthús-
stræti 14 A fímtud. 2—8.
Ókeypis augnlækning í Lækjargötu 2 miövíku-
daga 2—8.
StjórnarráÖBBkrifstofurnar opnar 10—4 daglega.
Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahúsiuu
opin kl. 12—2 hvern dag.
Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mánud. 11—12
Vifílsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1.
Taxafíóagufubáí. íngóífur
fer til
Borgarness og Akraness
14. og 25. nóv.
Keflavíkur og Garðs
20. nóv.
Alþingiskosningar.
Dalasýsla: Bjarni Jónssoil frá
Vogi 130—i4oatkv.; Guðm. Bárðar-
son hlaut 70—80. Ófrétt um ná-
kvæma atkvæðatölu.
Húnavatnssýsla: I»órarinn Jóns-
son á Hjaltabakka 264 atkv., Tryggvi
Bjarnason í Kothvammi 245 atkv.
Síra Hálfdan Guðjónsson hlaut 175,
Björn Sigfússon 163.
Skagafjarðarsýsla: Ólafur Briem
249 atkv., Jósef Björnsson 231
atkv. Rögnvaldur Björnsson hlaut 182,
síra Árni Björnsson 137 og Einar
Jónsson 23.
Eyjafjarðarsýsla: Stefán Stef-
ánsson í Fagraskógi 432 atkvæði;
Hannes Hafstein 395 atkv. —
Kristján H. Benjamínsson 111, Jó-
hannes Þorkelsson 108.
Norður-Þingeyjarsýsla; Benedikt
Sveinsson 91 atkv. Steingrimur
Jónsson hlaut 90 atkv.
Norður-Múlasýsla: Jóh. Jóliann-
esson sýslum. 209 atkvæði; síra
Einar Jónsson 202 atkv. Jón
frá Hvanná hlaut 179 atkv., Björn
Þorláksson 136.
Suður-Múlasýsla: Jón JÓnsson
frá Múla 329 atkv.; Jón frá Kol-
freyjustað 299 atkv. Sveinn Ólafsson
hlaut 236 atkv., Magnús Bl. Jónsson
193 og Ari Brynjólfsson 38.
Barðastrandarsýsla: BjÖrnJóns-
son 235 atkv. Guðm. Björnsson
hlaut 119.
A.-Skaftafellssýsla: Þorl. Jóns-
SOn 82 atkv. Jón Jónsson frá Stafa-
felli 68 atkv.
Þá er aðeins ófrétt úr einu kjör-
dæmi, Norður-ísafjarðarsýslu. Þar
á að telja saman 20. þ. mán.
BauHnargjatir.
Finnur Jönsson prófessor hefir ákveð-
ið, að Háskóli íslands skuli eignast
alt bókasafn sitt, eins og það leggur
sig, eftir sinn dag.
Tryggvi Gunnarsson f. bankastjóri
hefir gefið Ungmennafélögunum land
i Öndverðanestorfunni í Árnessýslu
I4°1/a vallardagsláttu til skógræktar —
i þeirri von »að þeim (ungm.fél.)
hepnist að klæða þessa landspildu i
grænt skrúð, sér sjálfum til ánægju
og öðrum til fyrirmyndar*.
Enn um kosningaúrslitin.
Já, svona fór um þau.
Kosningarnar sama sem alveg tap-
aðar þeim hluta þjóðarinnar, er fyrir
brjósti ber aðallega nauðsynlegt og
eðlileet sjálfstæði hennar allrar, fjár-
hagslega velfarnan hennar og jafnrétti
alþýðu á við þann tiltölulega næsta smáa
minni hluta hennar, er sig vill gera
að alvaldri yfirstétt í landinu, þótt
lögmælt sta a hans og hugsanrétt sé
yfirleitt að vera sérstaklegir þjónar
þjóðfélagsins í heilu lagi.
Það eru svo nefndir veraldlegir em-
bættismenn landsins, aðallega þeir,
sem kallaðir eru stundum valdsmenn,
þótt vald hafi þeir það eitt, er þjóðin
hefir fengið þeim að fara með í sínn
umboði og sína þágu. Enda merkir
orðið embætti að fornu fari ekki ann-
að en þjónusta. Með þeim hóp slæð-
ast auk þess n o k k r i r verzlunar-
höfðingjar, fyrst og fremst þeir, sem
eru erindrekar útlends auWlds og
láta sér í litlu rúmi liggja alt þjóðar-
vald, þótt læðst hafi í stöðuna að upp-
hafi í alþýðu umboði og til þess í
orði kveðnu að hlynna að hennar
hagsmunum, en vinna síðan alþýðu
margsintiis fremur til óþurftar en
hins.
Það er þetta þjóðarbrot, ásamt þess
frstum aftaníhtiýtingum, sem ráðið
hefir leikslokum i þeirri hörðu viður-
eign, er lauk nýliðinn fyrsta vetrardag
og heita má fullfrétt urn, þótt ekki
sé hingað komin vitneskja um, hvor
tveggja þingmannaefna hefir hlut-
skarpari orðið í 1 einmennis-kjördæmi.
Höfðingjasamábyrgð hefir flokkur
þessi verið nefndur og tná vel svo
heita, þótt ekki grípi nafnið beint yfir
alt liðið það, og þótt barist hafi stöku
kjósandi þeirrar stéttar undir öðru
flokksmerki.
Sú spurning er eðlilega á hvers
manns vörum, hvað valdið hafi þess-
urn rnjög svo ranglátn og beint
hrapallegu leikslokum. Ranglátum
andspænis miklum hluta þjóðarinnar
og hrapallegum í augum þeirra,
er fyrir brjósti bera af heilum hug
og hræsnislaust sjálfstæði hennar út
á við, og réttláta og þjóðarheildinni
holla stjórn inn á við, og þar með
við bundinn vöxt hennar og viðgang
eða framfarir í sönnum þjóðþrifum.
Hvernig það hefir atvikast, að meiri
hluta kjósenda hefir fatast svona
slysalega ?
Spurningin er bæði eðlileg og sjálf-
sögð. Og það er harla mikilsvert og
jafnvel beint áriðandi, að henni sé
rétt svarað, svo rétt, sem kostur er
eftir atvikum.
Það er mikilsvert, að þjóðin hljóti
réttan og rökstuddan dóm fyrir þá
miklu ávirðing, sem henni hlýtur að
verða á brýn borin fyrir framgöngu
sina í hér um ræddri stórorustu, og þó
svo vægilega orðaðan, sem hægt er;
ella er við meira eða minni örvænt-
ing búið, auk þess sem á það er að
líta, að hún á þar engan veginn öll
óskilið mál; því fer mjög fjarri.
Vitin mega ekki liggja í láginni.
En lýsa ber þeim sem réttast og
öfgalaust.
Því að til þess eru víti að varast þau.
Lýsingin á þeim þarf og á að bera
þann ávöxt, að sneitt verði hjá þeim
annað sinn, — næsta skifti, er stjórn-
arhagir landsins og stjórnarstefna er
lögð undir úrskurðaratkvæði almenn-
ings.
Það er vafalaust flestallra skynbærra
Reykjavík 11. nóv. 1911.
manna dómur og sæmilegra athugulla,
að hinum raunalegu leikslokum valdi
tvent í fremstu röð, svo sem áður
hefir verið getið hér i blaðinu.
1. taumlaus blekking við kjósendur
af þeirra hendi, sem skylt er öðrum
fremur að leiðbeina þeim, en afvega-
leiða ekki, og
2. svæsin fjárvaldsmisbeiting.
Þessar eru orsakirnar í fremstu röð.
En þvi má halda fram með fullum
rétti, að hvorugt þeirra ráða stoðaði
hót, ef kjósendur væri allir eða yfir-
leitt svo þroskaðir og sannfróðir um
landsmál, sem vera ber og vera
þyrfti.
Þá mundi þeim ekki verða þokað
þverfótar frá réttum málstað og þjóð-
inni hollum.
En svo má lengi segja.
Reynslan mun vera sú víðast i þing-
stjórnarlöndum, að þess þroskastigs
og þekkingar hafi verið og sé enn
miklu lengur að bíða en þeim tíma
nemur, er þetta land hefir þingstjórn-
ar notið og hennar raunar varla nema
i orði kveðnu.
Því má að vísu ganga, að enn
verði því miður beitt lengi vel ósvífn-
um lygum og rógi til að villa kjós-
endur og beina þeim í gagnstæða átt
þvi, sem betur gegnir og til heilla
horfii landi og lýð.
Héi var í nýliðinni kosningabar-
áttu veitt yfir landið úr herbúðum
andstæðinga vorra nær óstöðvandi
lygaflóði um mál og menn, hvað þá
heldur minni háttar blekkingum og
rangfærslum, þó svo vöxnum, að úr-
slitum ráða í huga litt þroskaðra né
stjórnmálafróðra kjósenda, jafnvel
þeirra, er vanda vilja alla hlutdeild í
afskiftnm af almennum málum, hvað
þá heldur hinna, er við þau eiga af
mikilli léttúð eða sama sem engri
samvizkusemi.
Til dæmis má nefna margtugginn
áburð á hendur stjórn þeirri, er völd-
um slepti í vetur sem leið, um óstjórn
þá, er hér hafi gengið yfir land þau
missiri, er hún sat að stóli. Ættu
sakaráberar þeir að sanna sitt mál
fyrir heiðvirðum dómi og skynbær-
um, mundu þeir standa allsendis ráð-
þrota. Þeir mundu auk annars alls
ekki fá hrundið því almenningsat-
kvæði, að sjaldan sem aldrei hafi
minna borið á i stjórn þessa lands
nokkurum neista af hlutdrægni í em-
bættaveitingum eða þvílíkum stjórnar-
ráðstöfunum. Þeir mundu hljóta að
kannast við, ef sannleikann vildu
nokkurs virða, að varla þektust dæmi
þess, að grandvarlegar væri fylsta
réttlætis gætt í þeim efnum, og að
allmjög hefði þar um skift til batn-
aðar frá því sem áður var, siðustu
árin sérstaklega. Vilji einhverir eigna
það manndygð og réttsýni ráðherra
þess, er þá var (B.J.), heldur en nær
öllu “freistingaleysi til þess kyns ávirð-
inga, vegna frændmennafæðar í þeirra
manna hóp, er mest sækja að kjöt-
kötlum landsins, er oss útlátalaust að
láta þvi alveg óandmælt, með því að
þar koma gerðirnar til greina, en ekki
hvatirnar. Og sé rétt skýrt frá gerð-
unurn, sem naumast munu vera nokk-
ur ráð að rengja, er það mál fullkljáð.
Að farið hafi mikið i ólestri eða
vanhirðu þau missiri, það er til lands-
stjórnarinnar kasta kom, mun naum-
ast nokkur hlutvandur maður eða sann-
orður framar treysta sér til að fullyrða.
Nei. Áburðurinn um óstjórn í land-
inu á hverjum manni vitanlega við
bankamálið eitt eða við frávikning
bankastjórnarinnar.
Með öðrum orðurn; óstjórnin er
öll i því fólgin, að einni míkilsverð-
69. tölublað
ustu stofnun landsins var bjargað í
tíma frá ófarnaði, og ekki horft í það,
þótt í hlut ættú þeirrar stéttar menn,
sem löng tízka hafði gert friðhelga
við allri nærgöngulli stjórnarihlutun
um gerðir þeirra!
Við slíkum mönnum mátti og átti
ekki að hreyfa minstu vitund, eftir
áminstri lenzku!
Hefðu alþýðumenn átt í hlut eða
að eins einkverir utansamábyrgðarmenn,
mundi ráðherra (B. J.) fyrir alls eng-
um ámælum hafa orðið, heldur hlotið
alment og eindregið lof fyrir.
Blaðarógurinn gegn sjálfstæðismönn-
um í undangengnum kosningaleið-
angri er sjálfsagt einhver hinn svæsn-
asti og gifurlegasti, sem dæmi eru
til nokkursstaðar. Hann klykkir út
með því, sem naumast er hægt að skoða
öðru vísi en stórþjófnaðaraðdróttun
gegn einum þingmanni sjálfstæðis-
manna (M. Bl.).
Þess er enn ógetið, að svo svæs-
inn sem prentaði rógurinn hefir verið,
þá má fara nærri um, að ekki hafi
hinn óprentaði (munnlegi) rógur verið
rýrari. Enda ganga af honum alveg
greypilegar sögur, ásamt enn dirfsku-
meiri óhróðursdylgjum en árætt hafði
verið að hleypa á prent, vegna meið-
yrðalaganna. Þessi ófögnuður hafði
ágerst og aukist hröðum fetuni allra
síðustu dægrin á undan kosningunutn,
skiljanlega til þess, að ekkert ráðrúm
væri til að reka aftur lygarnar.
Það er raunalegt, að til skuli vera
hér á landi nokkuð til muna af svo
auðtrúa og lítilsigldum kjósendum, að
niður renni þeim nær viðstöðulaust
hinar hróplegustu lygar um þjóðkunna
sæmdarmenn.
En almannamál valinkunnra sæmd-
armanna er það, að enginn samjöfnuð-
ur sé á því, hve miklu meira sé af
því sem kallað er mannrusl í kosn-
ingaliði heimanstjórnarmanna en ut-
an þess, i sumum héruðum. Og
bendir rógurinn og lygarnar þeim
megin og hið mikla gengi þeirra á,
að eitthvað muni vera fyrir sér haft
um það. En viðfeldnara er þó, að
fara sem skemst út í þá sálma. Hitt
eitt sarnir bezt mætum mönnum, að
óska þess af heilum hug og vinna
að því eftir mætti, að fækka geri
sem fyrst og greiðast ítölunni þeirri
meðal kjósenda landsins.
Misbeiting peningavaldsins í þágu
heimanstjórnarliðsins í kosningabaráttu
þessari var nokkuð vikið að í síðasta
blaði.
Að stjórnmálaflokkar verji fé til að
starfa að kosningum er alsiða nú orð-
ið og varðar hvorki við lög né full-
komið velsæmi, ef rétt er með farið.
Enda þarf þar ekki nema einn gikk í
hverri veiðistöðu. Taki einn flokkur
í landi upp það ráð, er hinum, sem
standa þar á öndverðum meið, eða um
þingsetu keppa, einn kostur nauðugur
að gera slikt hið sarna.
Þeir, sem það láta ógert, er alveg
víst nú orðið að liggja í valnum að
leikslokum.
Það mun meira aðsegja verasvokom-
ið sumstaðar, að þeir standa sigri næst,
sem það gera ósparast, ekki einungis
að öðru jöfnu, heldur jafnvel hvað
sem öðru líður.
Það er lítill vafi á því, að heiman-
stjórnarmenn eiga sigur sinn nýveginn
ekki hvað sízt því að þakka, hve lítt
þeir hafa fé sparað til þess hernaðar.
Andstæðingar þeirra hafa lagt fram
nokkurn kostnað, fyrir óhjákvæmilega
nauðsyn, en fráleitt nema örlítið brot
á við hina.
Sjálfstæðismönnum er mörgum enn
fremur óijúft að kosta nokkrum eyri til
kosningaundirbúnings, sakir lofsamlegr-
ar trygðar við fornan og fagran lands-
sið, þann, að láta óháða sannfæring eina
og áhuga á landsmálum ráða bæði hlut-
deild kjósenda í þeim og því, hverir
ofan á verða.
Um það væri ekkert að segja, ef
andstæðingar þeirra fylgdi sama sið.
En það er öðru nær en svo sé.
Þegar svo er komið, að þeir, auk
framangreindra ráða, mikils fjölda rægi-
tóla í blaðatölu, halda alt að 4—5 eða
fleiri kosningasmala í svo og svo mörg-
um héruðum, þá verða hinir eitthvað
að hafa til að róa þar í móti, til að
slá niður með munnlegum viðræðum
við kjósendur einhverju af rógi þeim,
rangfærslum og blekkingum, er í þá
hefir ausið verið.
Sjálfstæðismenn eru að samantöldu
miklu féminni en hinir. Heimanstj.-
flokkinn fylla langflestir höfðingjar í
landinu, og auk þess nær hver dönsk
sál, sem til er þar.
Liklega er það fyrir þær sakir, og
þá, hve Dönum féllu illa forlög upp-
kastsins sæia, að töluvert er nú hjal-
að um ótæpt fjárframlag utan yfir
pollinn í kosningaherkostnað heiman-
stjórnarmanna. Um það veit vitaskuld
naumast nokkur maður með neinni
vissu. Og sé sá nokkur til, er að sjálf-
sögðu margfaldur lás fyrir munni þess
hins sama.
Menn hafa orðið varir við svo
mikinn fjáraustur í herbúðum heiman-
. stjórnarliðsins, að þeir eiga mjög ilt
rneð að trúa því, að það sé alt inn-
lent fé.
En rangt væri og meira að segja
óhæfa, að dreifa því sem er kaliað ráð-
andi mönnum i Danmörku við það mál
eða drótta að þeim, að nú hafi þeir viljað
neyta síns mikla fjár-aflsmunar til að
koma því fram á þingi, er þeir örvænta
sér að öðrum kosti.
Ekki má því gleyma, þrátt fyrir ó-
sigur vorn sjálfstæðismanna, að votta
virðingarfylstar alúðarþakkir þeim hin-
um fjöldamörgu flokksmönnum, sem
unnið hafa af mikilli alúð, ósérhlífni
og drengskap að betri leikslokum oss
til handa í margnefndum leiðangri.
Vér huggum oss allir við það, hver
með öðrum, að ekki sé öll nótt úti
enn, sizt í sjálfstæðismálinu.
Staðfesta og óslítandi trygð við
góðan og mikilsverðan málstað hefir
alla tíð reynst sigursæl um það er
lýkur.
Hortensius.
-----eee-----
Erlend símskeyti.
Khöfn 3. nóv.
Nýtt stjórnarfyrirkomulag í Kína.
Kínakeisari hefir afsalað sér einveld-
inu og heitið Jrjálslegri stjórnarskrá og
tnargs konar umbótum. Uppreistnar-
tnenn haja Jyrir bragðið gert hli á
stvrjöldinni.
Italir halloka.
Italir haýa farið halloka i landor-
ustum i Tripolis Jyrir liðsafnaði Tyrkja
og Araba, er veitt haja Tyrkjum.
Khöfn 10. nóv. kl. 0 »í8d.
Nobelsverðlaunin.
Skáldið Maurice Maeterlinck jœr bók-
menta-verðlaun Nobels.
(Haeterlinek er Belgi f. 1862, hefir ritaö
mörg leikrit. Af þeim er einna kunnast
leikritið Monna Vanna).
Marokkódeilunni lokið.
Marokkódeilan cr tiú útkljáð. Þjóð-
verjar stóróánagðir yjir málalokum.
----**----