Ísafold - 11.11.1911, Side 3
ISAFOLD
8U
Flokkaskiftingin á ankaþinginn.
Nú er að eins ófrétt um hvor
þeirra Skúla Thoroddsen og Magnúsar
Torfasonar verður hlutskarpari i Norð-
ur-ísafjarðars., en með tilliti til flokka-
skiftingar á næsta þingi skiftir það
engu máli. Því að báðir eru þeir
eindregnir sjálfstæðismenn.
Eklti verður neitt um það sagt með
vissu enn þá, hvernig flokkar muni
skiftast á þinginu, hve margir þeir
verða, hvort þeir verða 3 eða 4.
En til hinna gömlu flokka, Sjálf
stæðisflokksins og Heimastj.flokksins
mun mega telja að minsta kosti 24
—25 af hinum kjörnu þingmönnum.
Af þeim eiga heimanstjórnarmenn
15, þá: LHB, Eggert Pálsson, Einar
á Geldingalæk, Jón Magnússon, sunn-
mýizku Jónana 2, Pétur Gautl., Hann-
es Hafstein, Stefán Stefánsson, Guðl.
Guðmundsson, Þórarinn Jónsson,
Tryggva í Kothvammi, Guðjón Guð-
laugsson, Mattias Ólafsson og Hall-
dór Steinsen.
En sjálfstæðismenn: Björn Kristjáns-
son, fens Pálsson, [ón Jónatansson1),
Þorleif Jónsson, Benedikt Sveinsson,
Ólaf Briem, Jósef Björnsson, norður-
isfirzka þingmanninn, Björn Jónsson
og Bjarna frá Vogi.
Utan flokka munu vilja láta telja
sig: Kristján Jónsson, Sig. Sigurðs-
son, Sig. Eggerz, Sig. Stefánsson (allir
móti uppkastinu). Magnús Andrésson,
[ón Jónsson2), Valtýr Guðmundsson,
Jóh. Jóhannesson og síra Einar Jóns-
son (þessir 5 með uppkastinu).
Ef gert er upp þingmannaliðið eft-
ir uppkastinu, reynast 20 því fvlgjandi
(15 heimanstjórnarmerm -J- 5 utanfl.)
en andvígir því eru 14 (10 Sjálfstæð-
isflokksm. og 4 utanfl.).
Hugsanlegt er nú, að flokkarnir
verði 4: 1. hinir eiginlegu sjálfstæðis-
menn, 2. hinir eiginlegu heimanstj,-
menn, 3. utanflokkamenn andvígir
uppkastinu, 4. utanflokkamenn fylg-
jandi uppkastin.
Hitt er þó liklegra, að ekki verði
þeir nema 3 og að utanflokkamenn-
irnir halli sér að hinum gömlu flokk-
um báðum.
Yfirlit yfir atkvæðamagnið, kjósenda
töluna að baki flokkanna mun Isafold
birta síðar.
Sjálfstæðismenn hafa að tiltölu
miklu fleiri atkvæði sér að baki, borið
saman við þingsætin, er þeir hafa
hlotið og hefðu átt að fá talsvert fleiri
þingsæti í hlutfalli við kjósendafylgið,
svo sem sýnt verður fram á síðar.
Dómur í hæstarétti er nýlega fall-
inn í máli, sem höfðað var gegn Jónasi
H. Jónssyni út af því, að hann var
kærður af Jóni sannsögla frá Kolfreyju-
staðf!) um rangan tramburð fyrir rótti.
Meinsærisásökunin reyndist röng; en
yfirdóminum fanst ástæða til þess að
dæma hann f 14 daga einfalt fang-
elsi eftir 149. gr. hegningarlaganna; liún
hljóðar svo:
»Hafi vitni af eintómu athugaleysi
látið hjá líða að segja frá því, sem
hann vissi málinu til skýringar, þá
varðar það fangelsi, eða sektum ef
miklar málsbætur eru«.
Dóm þenna hefir hæstiróttur staðfest.
Heimanstjórnarblöðin hafa skýrt frá þess-
um úrslitum með þeim orðum, að Jónas
hafi verið dæmdur í fangelsi Í14
daga, en þau segja ekki einfalt fangelsi
eins og í dómnum stendur, treysta sýni-
lega því, að með þvf geti fallið æru-
mis8Ísóorð á manninn, sem er andstæðing-
ur þeirra í stjórnmálum, af því aS sumar
tegundir fangelsis geta haft slfkt í för
með sór. Eu þessu afbroti fylgir euginn
æruuiissir. Einfall fangeisi eru menu og
dæmdir í t. d. fyrir meiðyrði.
Ósignr ísafoldar. Audstæðingablöð
vor kalla kosuingaúrslitin : ó s i g u r
í 8 a f 0 1 d a r. Auðvitað er það ekki
nema ánægjuiegt fyrir ísafold, að heuni
skuli eignuð svo mikil áhrif og völd í
landinu, að kosningaúrslitin skuli miðuð
vib þetta: sigur eða ósigur Isafoldar. —
Og ef þess er gætt, hversu mikill er
hópur hinna sigruðu — slagar mjög hátt
upp í tölu sigurvegaranna — þá er því síð-
ur ástæða til fyrir ísaf. að vera hnfpin eða
hrygg yfú þessum bollaleggingum and-
stæðinga vorra. — Annars eru þeir furðu
gleymuir, er þeir kalla þenna ósigur
‘) Um hann er þó ekki fnllvist, hvort
hann vill láta telja aig i Sjálfstæðis/fofcfcn-
um, en hann var þingmannaefni ijáifstæð-
istnanna og mnn Lallast allur á þá sveifina.
a) flann lýsti yfir því fyrir kosning-
arnar, aö hann byði sig fram utanflokka.
sjálfstæðismanna mesta ósigur, sem nokk-
ur flokkur í heimi hafi nokkurn tíma
beðið. Hvernig er það? Er ekki til ár,
sem heitir: 1 9 0 8?
Uppivöðsla ráÖherrablaðsins eftir þessar
kosningar er harla brosleg, er þess er gætt,
að þaö er bannfjendamdlgagnið sem
talar. Þessar fán sálir, sem tyltn sér i
hringinn þeirra H. D. og ö. F. viÖ kosn-
ingarnar hér, ern iifandi vitni nm áhrif
blaðsins og ættn að kenna þvi að bafa
lægra nm sig eftir en áður.
I þessn blaði er mikið nm það gasprað,
að barist hafi verið nú við kosningarnar
um valdameðferð, þ. e >óstjórn« B. J. —
Petta segir blaðið nú, af þvi að sjálfstæðis-
uienn urðu nndir. En á hinu er enginn vafi,
að ef sjálfstæðismenn hefðu orðið ofan d,
mundi hátt hafa sungið i tálknrm þess,
að barist befði verið um sambandsmálið.
Það hefði fleytt sjálfstæðismönnum inn á
þing. — Blaðinu er sem sé trúandi til alls
i bártogunar- og blekkingar-áttina, ef B. J.
á i hlut. Svo er hatrið ramt til hans.
Veldur þvi auðvitað það tvent, að B. J.
hefir borið bannlögin fram til sigurs og
hitt, að hann lét ekki Kr. J. haldast uppi
bankaósvinnu hans bina nafntoguðu. — Blað-
ið er margbúið að sýna það, að i dómum
sinnm um B. J. er það bæði eineygt og
rangeygt, þegar það er ekki alblint af
ofstœki, og því ekki nokkurt mark á
þvi takandi í þessnm efnnm, og mnndi
raunar réttast að minu áliti að virða það
alls ekki svars nokkurn tima. Vegna áhrifa
þess þarf þess ekki — sbr. fylgið við kosn-
ingarnar bér i bsnnm.
Kári.
Síraslitin,
setn urðu víða um land í vikunni
sem leið, eru nú bætt allstaðar, svo
að simasamband er nú alstaðar um
land alt.
Víðsvegar að.
A Súez skurðinum voru tekjurnar
á síðastliðnu reikningsári 134 miljónir
franka, 10 miijónum meira en árið
áður. Útgjöldin voru 44 miljónir. —
Ágóðinn af hverju hlutabréfi var 146-
þús. frankar auk 25 franka vaxta.
Stærsta stéttarfélag í heimi er sam-
band þýzkra málmvinnenda. í því
eru 500,000 félagar.
* *
I ríkinu Nevada hafa glæpamenn,
sem dæmdir eru til dauða, öðlast
leyfi til að fyrirfara sér sjálfir.
* :f:
Dýrmætasta vasaklút í heimi á He-
lena Italíudrotning. Hann er 70,000
kr. virði og er úr kniplingum frá
Feneyjum frá 15. öld.
* *
Daglegur kostnaður við útgáfu stór-
blaðsins Local-Anzeiger í Berlín er
65,000 mörk (1 mark = 89 aurar).
Styrktarsjöður
skipstjóra og stýrimanna
Þeir sem vilja sækja um styrk úr
téðum sjóði verða að hafa sent bónar-
bréf þar að lútandi til undirskrifaðs
fyrir útgöngu þessa árs.
Styrkurinn veitist einungis félags-
mönnum Öldufélagsins, ef að þeir,
sökum ellibrests eða heilsulasleika eru
hjálparþurfa, samt ekkjum félagsmanna
og eftirlátnum börnum.
Reykjavik, 9. nóv. 1911.
Haiines Hafliðason.
Skiftafundur
verður haldinn í bæjarþingsstofunni
laugardaginn 18. þ m. ki. 12 á hád.
í þrotabúum
Timburverzlunarinnar Bakkabúðar,
Bjarna Jónssonar og
Þorsteins Þorsteinssonar.
Verður þar og þá iögð fram skýrsla
um eignir búa þessara og skrá yfir
skuldir þeirra.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
11. nóv. 1911.
Jón JTlagnússon.
Alþyðufræðsla Studentafélagsins
Matth. þórðarsou
förnmeiij avör ður
flytur erindi
um alþingisstaðinn forna
sunnudag 12. nóv. kl. 5 síðd.
í Iðnaðarmannahúsinu.
Inngangur kostar 10 aura.
Leikféí. Heijhjavíhur
leikur á morgun ílðnaðarm.húsinu
kl. 8 síðd.:
Skildingurinn
Og
Við þjóðveginn.
Að eins þetta eina sinn.
Aðgöngumiðar verða seldir á sama
stað frá kl. 10—T2 0g2—8.
Kjörskrá
til niðurjöfnunarnefndar-kosningar í
nóvember 1911, liggur frammi á
bæjarþingsstofunni til 25. þ. m.
Reykjavík 11. nóv. 1911.
Borgarstjórinn.
Poki með nærfötum o. fl. hirtur
við bæjarbryggjuna í síðastliðnum apríl.
Eigandi vitji í Þingholtsstræti 13.
Stúlka sem hefir lært kjólasaum,
óskar að sauma fyrir fólk úti í bæ.
Afgreiðsla ísafoldar vísar á.
Góð 2—3 herbergja íbúð óskast.
Afgr. visar á.
Til leigu nú þegar stofa og itið
svefnherbergi samliggjandi. Forstofu-
inngangur. — Mjög lítil leiga. —-
Ritstjóri visar á.
ff\ p A 1i t* Vi °g Vs kaupi
J SwOt\l4i eg hæzta veröi.
___________Siggeir Torfason.
Óskilasendingar
þessar liggja á afgreiöslu gufuskipa-
félagsins »T H 0 R E« í Reykjavík.
Óraerkt:
1 fat hvalur.
1 tunna hvalur.
1 tunna fiskur.
1 tóm vintunna.
1 tóm kjöttunna.
1 fat runnið salt.
1 kassi ýmisleg áhöld.
1 poki fatnaður.
1 poki saltfiskur.
2 galv. rör.
1 búnt manilla og vír.
2 búnt galv. vír.
1 léreftspoki ýmislegt.
1 sjalklútur með ýmsu.
1 dunkur síld.
1 kassi með lampa.
1 poki fiður o. fl.
1 tunna ýmislegt, brennimerkt A.S.B.
Merkt:
Þ. B. Rvk.
Passagergods. 1 kassi.
E. Rvk. 1 búnt tómir pokar.
J. J. Borðeyri. 1 tómt koffort.
Þ. V. Rvk. 1 tómt hálfanker.
J. B. 1 poki ull.
S. E. ■ 1 tunna fiskur.
Réttir eigendur eru beðnir að gefa
sig fram sem fyrst.
10. nóvember 1911.
Afgreiðsla gufuskipafél. ,Thore‘.
Madlavning og Anretning
(Borddækning o. s. v.) besörges hos
Familier ved Selskaber og andre Fest-
ligheder. Man henvende sig
Bergstaöastræti 30.
iarðarför móður okkar, Guðriðar
Guðmundsdóttur, sem andaðist 8. þ.
mán., fer fram miðvikudaginn 15. þ.
mán. kl. II1/.. frá heimili hennar Lauga-
vegi 54.
Reykjavik II. nóv. 1911.
Ágúst Jósefsson. Niels B. Jósefsson,
prentari. bakarí.
(Reynslan er sannleikur.
Milliónir húsniæðra um ailann
heiminn nota daglega Sunlight
sapuna. Þær þurfa ekki á
neinum röksemdum ab halda
yrir þvi, að þetta sje bezta
sápan, þvi það er hafið yfir allan efa. Reynslan
hefur sannað bað!
SUNLIGHT SÁPA
Lúðrafélag Reykjavíkur
ætlar að halda hlutaveltu 2. og 3. desember 1911, og treystir
félagið þeim bæjarmönnum, sem unna lúðraspili, að styrkja það á
ýmsan hátt.
Félagið hefir ákveðið að spila úti öðru hvoru framvegis, þegar
veður leyfir.
Stjórnin.
Bal & Selskabskjoler, Silkekjoler, Bluser,
QLlAl4Ar syes ' e,e9an1e Faconer tii billigste Pris.
OKJQÍTCÍ Systuen Grundarstíg 7.
Familiesyning 25 kr. aarlig.
Fru D. Svendsen.
REINH. ANDERSSON
• Hornið á Hótel Island. -
Nýung*!
Mikið úrval af misiltum mansjettskyrtum úr al-ull,
endast á við 2—3 venjulegar skyrtur.
Ágætar fyrir veturinn!
Svartir
Hvítir
Mislitir
Fóðraðir
Vetrar
Hanzkar
eru seldir með ábyrgð (verða teknir ef þeír rifna nýirj.
Munið eftir:
V Horninu á Hótel Island. <
Saumastofa
L. TUutersens
er í Hirkjustr. 10
1>ar er fjötbreijttast úrvat af fataefnum!
Stórt uppboð
verður haldið i Good-Templarahúsinu næstk. mánudag 13. þ.m.
kl. 11 f. h. þar verður selt rneðal annars:
Sfórf úrval af karlmannafatnadi.
fltnavara, ýmsar feguncfir. Jtýr rúmfafnaður.
Rammalistar, veggjapappír, gófffeppi.
Jfúsgögn affjölda mörgum tegundum. Ubsaúr.
Trésmiðaverkfæri óbrúkuð
og ófaí margt fíeira.
Notið þetta ágæta tækifæri til að kaupa góða og gagnlega muni
fyrir lítið verð.
Jónatan Þorsteinsson.