Ísafold - 18.11.1911, Blaðsíða 2
218
I8AK0LD
Verzl. Edinborg
Reykjavik
Tvist-tauin, sama tegund, sem seldist svo vel
á »Útsölunni mestu*, komu nú með síðustu
skipum, miklar birgðir. — Tauin eru sterk,
snotur og yfir höfuð smekkleg, og fást frá
kr. 0.16—0.42 alinin.
Flúnnel, hvít og mislit, höfum við einnig fengið
og seljum þau frá 0.20—0.60 alinina.
Munið eftir að við höfum fengið meiri birgðir
af silunganetagarninu
en nokkurntíma áður. Verð kr. 4.75 pundið.
Frá ófriðnum.
Hermdarverk Itala.
---- Kh. w/u ’ll.
í ófriðinum hefir ekki gerst neitt
sögulegt síðan seinast. Ítalía hefir
innlimað Tripolis og Kyrenaika með
opnu konungsbréfi, en slikt vekur
hlátur um heiminn, þegar Ítalía er að
fara halloka í baráttunni um þessi
lönd.
Frá grimdarverkum ítala eru nú
komnar nánari fregnir, og eru það
Ijótar sögur. Hér eru nokkrar.
Arabi einn var að sækja vatn í bör-
um til að vökva garð sinn. ítalir
ráku hann burt. Hann ætlaði að taka
hest sinn með sér, en nii leiddist
ítölum biðin. Þeir drápu hann með
byssustingjunum.
Þrír blindir beiningamenn voru að
fálma sig áfram meðfram hiisvegg.
ítalir komu þar að þeim og drápu þá.
Þrjú börn, hið elzta 8 ára, flýðu til
helgilegstaðarins Sidi-el-Masri. Þar voru
þau öll skotin til bana af itölskum
varðmanni.
Slátrari, sem var að gera til sauð,
var högginn af itölskum hermönnum
með sjálfs sín öxi.
í Sokra var drepin heil fjölskylda
að ósekju, alls 20 manns.
Tveim konum, sem riðu úlföldum,
var skipað af Itölum að nema staðar.
Þær hlýddu ekki, af þvi þær skildu
ekki ítölsku — og voru skotnar.
Þriðja konan var stungin í hel, af
því hún vildi ekki taka blæjuna frá
andlitinu.
12 ára gamall drengur var skotinn,
meðan hann var að drekka vatn úr
brunni.
Kornungt stúlkubarn flýði undan
hermönnumum og faldi loks á sér
andlitið i kistu. Hún var drepin.
Hér eru aðeins tekin fáein dæmi
af glæpaverkum ítalskra hermanna, en
allar þessar sögur og aðrar jafn hrylli-
legar eða þaðan af verri sumar, eru
teknar eftir erlendum fréttariturum.
ítalir vilja ekki við þetta kannast og
telja róg, en Tyrkir eru ekki einir til
frásagnar um þetta, og enginn rengir
hina erlendu blaðamenn.
Þýzka biaðið Lokal-Anzeiger segir,
að alls hafi verið drepnir i þessu blóð-
baði um 4000 saklausir Arabar, og af
þeim hafi um 400 verið konur.
Húsbruni í Hafnarfirði.
Á þriðjudaginn kom upp eldur í
verzlunarhúsum Jörgens Hansen kaup-
manns — frá reykháfnum, að ætlað
er. Sölubúðin brann að mestu. En
miklu nokkuð af vörum varð bjargað.
Ennfremur brann pakkhúsgarmur við
hliðina á sölubúðinni.
Tjón á vörum ca. 5000 kr., á hús-
um ca. 4000 kr. Bæði vörur og hús
vátrygt.
Húsið var eitthvert elzta hús i
Hafnarfirði. í því bjó lengi Linnet
kaupmaður.
Ýms erlend tíðindi.
Khöfn 10. nóv. 1911.
Nóbelsverðlaunin. Það er nú afráð-
ið, að belgiska skáldið, Maurice
Maeterlinok, fær skáldlaunin.
Mauriee Maeterlinck.
Efnafræðisverðlaun fær hin heimsfræga
frakkneska kona frú C u r i e, sem fundið
hefir radíum ásamt manni sínum, fyrir
nokkrum árum. Þau hjón hafa áður
Frú Curie.
hlotið þessi verðlaun, og hefir það ekki
borið við fyr, að Nóbelsverðlaun hafi
verið veitt tvisvar hinum sama.
Foringi íhaldsmanna á Bretlandi,
A. J. B a 1 f o u r lávarður, hefir nýlega
afsalað sór forustunni, óg vill fyrir eng-
an mun halda því starfi áfram. Hatin
ber fyrir sig heilsuleysi; en það er ann-
ars sögð ástæðan, að flokkurinn er mjög
ósamstæður og erfitt að þræða meðal-
veginn og halda honum saman. íhalds-
menn eiga ekkert foringjaefni á við hann,
og er þetta hið mesta tjón fyrir flokk-
inn.
Þrír menn eru nefndir til að taka við
forustunni eftir hann, en þeir eru :
Long, Austin Chamberlain og
Bonar Law. Hver hlutskarpastur
verður er óvíst.
Marokkósáttmálinn. Þess var getið
síðast, að Þjóðverjar væru óánægðir út
af sáttmála þeim, sem gerður er nýlega
milli Þýzkalands og Frakklands um Mar-
okkó. Sú óánægja hefir nú magnast og
urðu daufar undirtektir undir ræðu v.
Bethmann-Hollwegs, nýlega í þýzka ríkis-
þinginu, þá er hann var að verja þenna
samning. Til þess er tekið, að þýzki
við þau kjör þá, því þeir beittu ekki
hærra upp í vindinn um 1887—88,
en að öll fasteignarveðslán í landinu
námu 1.800.000 kr. í hæsta lagi; á
móti því munu opinberir sjóðir og
landsmenn í heild sinni hafa átt
1000.000 kr. í dönskum ríkisskulda-
bréfum. 1888—90 gjörði Landsbank-
inn eða þáverandi stjórn hans þá
skyssu, að hækka ekki innlánsvextina
upp í 4%, því með því lá opið fyrir, j
að fá aleigu íslendinga i dönskum
skuldabréfum inn í bankann, þar sem
gjörð var vaxtabreyting á cllum dönsk-
um ríkisskuldabréfum, og nýju bréfin
gáfu ekki nema 3Va% * vöxtu.
Hefði bankastjórnin þá leitað samn-
inga við þá sem áttu dönsk ríkisskulda-
bréf erlendis, og náttúrlega boðið þeim
hærri vöxtu en 3 Va°/oi er ekki unt
að segja hve mikinn fjárstofn hefði
mátt draga að bankanum frá Dan-
mörku, en til að reyna það vant-
aði annaðhvort vilja eða áræði, og
enginn vítti það, að tilraunin var lát-
in ógerð. Vér hokruðum síðan með
gamla laginu fram eftir áratugnum
1890—1900.
Fyrir bændur og kaupstaði voru
þessi veðdeildarkjör, að borga alt fast-
eignarveðslánið aftur á 10 árum, sama
sem opinn dauðinn. Það voru gjald-
þrot á fám árum fyrir menn, sem
kannske áttu tvöfalt verð fyrir skuld-
um. Þeir urðu að láta veðið fyrir
hálfvirði, og gengu slyppir og snauðir
frá öllu, sem þeir áttu. í Þingholts-
stræti voru komin 12 hús árið 1889,
og sama árið voru 10 af þeim aug-
lýst til sölu; bæir og hús i öðrum
útjöðrum Reykjavikur voru seld tug-
um saman. Þetta voru peningavand-
ræði, sem næstum eingöngu gerðu
vart við sig i Reykjavík; hún hafði
verið neydd til þess að byggja yfir
J viðkomuna, sem þar hafði orðið, og
nam hér um bil þúsundi manns frá
1880—90. Bærinn hafði neyðst til
að taka framförum, og nú fekk hann
skellinn af veðdeildarkjörunum, sem
voru óbærileg. Flestir sem fyrir
framförunum höfðu staðið í verkinu,
töpuðu öllu sinu. Féð sem í nýju
byggingunum stóð, varð þeim ónýtt, en
komst í annara manna eign, sem
ekkert höfðu til þess unnið að fá
það, nema það að hafa lánstraust til
að kaupa húsin fyrir hálfvirði. Vegna
þess hve bærinn var lítill, voru þessi
vandræði að eins á litlu svæði, og
öldunum, sem þau reistu, mætti líkja
við öldurnar, sem hvassviðri gerir á
kaffibolla. Hverjum peningavandræð-
um fylgir æfinlega ógæfa einstakra
manna og heimila, sorg og sút. Þeir
sem sjá bezt hvað ber við bakvið
tjöldin í mannfélaginu, sjá aldrei nema
brot úr atvinnuleysinu og ógæfunni,
sem þeim fylgja. Enginn maður sér
það alt saman. Landsbankinn lærði
það af reynslunni í þessi ár, að lengja
afborgunarfrestinn upp í 20 ár.
Þegar botnvörpungarnir fóru að
heimsækja fiskimiðin sunnan lands,
lá við að allur bátaútvegurinn þar
legði árar í bát. Þá varð þörfin fyrir
þilskipin svo afarljós og afarbrýn.
Landsbankinn gekst fyrir þilskipakaup-
um, einkum frá Englandi, og það var
hið mesta þarfaverk, sem bankinn
hefir gert. En þá þurfti jafnframt
svo ákaflega mikinn fjárstofn inn í
þjóðlífið. Eftir því sem þilskipaút-
gerðin óx frá Reykjavík, eftir því óx
fólksflöldinn í bænum, og húsaneyðin
með honum. Landsbankinn hafði
ekki peninga til tvískiftanna, hann
gat ekki bæði lánað fé til þilskipa-
kaupa og útgerðar, og til bygginga á
landi. Þá kom upp á alþingi 1897
almenn ósk um, að veðdeild væri sett
á fót til þess að hjálpa við landbúnaði
og kaupstöðum. Landsstjórn og Jands-
banki vildu sinna þvi eftir beztuföngum.
II. Eftir 1899.
Svo var tekið til starfa að skapa
veðdeildina. Landmandsbankinn lagði
til mann til að undirbúa frumvarp
um veðdeildina. Fremur er hætt við
því, að maðurinn hafi verið valinn
eftir reglunni: flest er fátækiim full-
boðlegt, því að Danir, sem til þektu,
sögðu að stjórn Landmandsbankans
hefði aldrei getað notað þann mann
til neins. Veðdeildin var svo úr
garði gerð, að bréfin eru svo yfir-
trygð, að það er hlægilegt, ekki sízt
Landsins stærsta klæðaverzlun
H. Andersen & Sðn
í Aðalstræti
hefir ávalt mikið úrval af alls konar
*&&& fataefnum.
^4
ríkiserfinginn, sem hlýddi á umræðurnar,
lét hvað eftir annað í ljósi vanþóknun
sína á sáttmálagjöröinni.
Það þykir ekki ósennilegt, áð kanzl-
araskifti sóu í vændum í Þýzkalandi.
Ráðuneytisskifti hafa nýlega orðið
i Austurríki. Frá völdum fór v. Gau tsch
fríherra, en við er tekimi Stúrgkh
greifi.
Cook, pólsvikarl, sem allir þekkja,
er nú á ferð um Norðurálfuna. Hann
var hór í Höfn nýlega og flutti erindi
og sýndi skuggamyndir af heimsskaut-
inu, fyrir troðfullu stærsta samkomu-
húsi bæjarins. í fyrstu voru ólæti,
en svo fór aö lokum, að Danir
klöppuðu honum lof í lófa. Blöðum hór
þótti þetta hneyksli mikið og vansæmd
fyrir þjóðina.
------------:--
Kínverska byltingin.
LýOveldismönnum vegnar betur.
---- Kh. w/u ’ll.
Þegar síðast var ritað var svo að
sjá, að byltingin væri nú að fjara út.
Þingbundin stjórn var í boði og aðr-
ar góðar réttarbætur. Það er þó öðru
nær en að bilbugur sé á byltinga-
mönnum síðan og má fremur kalla
að tognað hafi en slaknað á strengn-
um.
Lýðveldismenn eru auðsjáanlega í
miklum meiri hluta og enn hefir
Yuan-shi-kai ekki tekist að sefa þá.
Þeir hafa nýlega náð stórborgunum
Kanton, Nanking og Tientsin á sitt
vald og við búið, að brátt fari á sömu
leið fyrir Peking. Víða er svo kom-
ið, að hersveitir stjórnarinnar geta
ekkert viðnám veitt.
Yuan-shi-kai á um þessar mundir í
samningum við foringja lýðveldis-
manna, IJyanchung, og óska hinir
gætnari menn þess, að þeim takist
að koma sér saman á þeim grund-
þegar henni er beitt svo i verkinu,
sem verið hefir, að í stað þess að
lána % af virðingarverði fasteignar
eru lánaðir */8, eða kannske r/s, og
það til 23 ára. Tryggingin sem sett
er fyrir skuldabréfum veðdeildarinnar
er alloftast þessi:
Fyrir 2000 kr. láni veðsetur hús-
eigandi húseign, sem kostar jooo kr.
síðan setur landsbankinn eða
landssjóður þeim sem bréfið
kaupir tryggingu r/9 af 2000
krónum =...................
þar að auki stendur aleiga
bankans að veði fyrir bréfinu
ásamt varasjóði veðdeildar-
innar sjálfrar; þá tryggingu
mun mega gera V* af öllum
veðdeildarbréfum = . . . .
að síðustu ábyrgist landssjóð-
ur vaxtagreiðslu frá þvi bréfið
er gefið út og þangað til
það er borgað, að meðaltali
18 ár (?)...............____________
Samtals 6643 kr.
Fyrir 2000 kr. veðsetjum við í fast-
eignum, lánstrausti og kgl. skulda-
bréfum 6643 kr. Manni kemur til
hugar hvar í álfunni sé til þjóð, sem
fari svo gapalega með lánstraust sitt,
og sé svo eyðslusöm á það? Þetta
er líkast því, eins og ef maður færi
hérna niður í fjöruna með fallbyssu
til að skjóta selninga.
Alt þetta var gert til þess, að
Landmandsbankinn keypti veðdeildar-
bréfin, en eg hefi aldrei heyrt, að
hann hafi keypt neitt verulegt af
þeim, en hann mun hafa haft þau
að veði fyrir peningaláninu. (Frh.).
velli, að konungdómurinn haldist, því
að annars má eiga á hættu, að land-
ið sundrist og verði erlendum ríkjum
að bráð.
Konungsættin kvað vera viðbúin
að flýja, ef ekki gengur saman.
•----------
Hnífstungusagan uppspuni!
Það er nú komið upp úr dúrnum,
að þjonn Brillouins f. Frakkakonsúls
hefir sjdljur logið upp Jrá rótutn sög-
unni um hnífstunguárásina á sig á
mánudagskvöldið.
Þorvaldur Bjqrnsson lögreglumaður
hafði grafið það upp, að Sigurður hafði
verið að segja kunningja sínum ein-
um frá því á mánudaginn undir kvöld,
að hann hefði þá um daginn lent í
ryskingum við 2 Norðmenn norður
á Batterii og þeir hafi beitt við sig
hnífum og skorið klæði sín. Þor-
valdur náði í þennan kunningja Sig-
urðar, og slaðfesti hann, að Sigurður
hefði þetta við sig talað. Þorvaldi
þótti nú ekki alt með feldu, og bað
Sigurð því um að finna sig. Hann
lofaði því, en sveikst um að koma á
tiltekinni stundu í fyrradag. Þorvaldur
náði samt i hann seinna um daginn
og gekk þá á hann um Batteriis-söguna
og fekk hann til að játa, að hún væri
tilbúningur einn. Þóttist þá Þorvaldur
sannfærður um, að hin sagan væri
sami tilbúningurinn — hún alveg eins
að öllu leyti, nema hvað leiksviðið
var flutt inn að konsúlshúsi. Ekki
vildi þó Sigurður játa því, en Þor-
valdur kvað honum eígi tjá að neita,
og væri nú bezt að hann kæmi upp
á bæjarfógetaskrifstofu og játaði þar.
Þetta varð. Sigurður játaði þar hik-
laust frammi fyrir bæjarfógeta og Þor-
valdi, að hann hefði spunnið upp sög-
una frá rótum.
En er á hann var gengið um að
svara, hvers vegna hann hefði gert
það, fekst ekki úr honum aukatekið
orð um það, og það hefir ekki tekist
enn.
Sigurður situr nú i fangelsi — var
neitað viðtöku af Brillouin — en hvað
unl hann verður frekara, er óvíst.
Hvers vegna hann hefir hleypt sér
út í þennan lygavef er vandi úr að
leysa. Líklega er það af strákskap
gert upphaflega. Honum hefir þótt
bragðmikið að geta sagt húsbónda sín-
um frá svo svaðalegu æfintýri — og
búist við því, að eigi yrði rekist í
því neitt frekara. En er Brillouiri tók
svo í málið, að kæra til lögreglunnar,
hefir Sigurður ekki þorað annað en
standa við söguna fyrir réttvísinni, af
hræðslu við að verða rekinn úr vist-
inni hjá Brillouin ella. En svo fallið
smámsaman allur ketill í eld og eigi
séð neitt undanfæri, er búið var að
að komast fyrir, að hann sama dag-
inn hafði búið til sams konar sögu
við annan mann.
Það er eigi fyrsta sinni, að Þor-
valdur Björnsson fljótt og vel kemst
fyrir afbrot hér í bænum. Dugnaði
hans í þeim efnum má við bregða.
Og vel er farið, að hann nú einu
sinni fær myndarlega viðurkenningu,
því Brillouin hafði heitið 200 kr., þeim
er kæmist fyrir þetta mál.
333 —
500 —
810 —