Ísafold - 23.12.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.12.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 317 dýri. Kemur það oft fyrir að tveir birnir berjast um sömu birnuna. Eg hefi einu sinni horft á slíka hólm- göngu'í sjónauka, án þess að geta náð dýrunum. Veltust birnirnir um í snjónum og voru þá ýmsir ofan á. Annars er ísbjörniun góðlyndur að eðlisfari, greiðir tæplega atlögu, nema hann sé særður, og jafnvel sjaldan þó svo sé. Fyrir því þarf alls engan hetjuskap til þess að stunda bjarndýra- veiðar. Það ríður einungis á að treysta á byssuna sína og hleypa aldrei of snemma af. Sá sem ekki getur þolað að sjá ísbjörn koma í 30—40 skrefa nálægð við sig, ætti helzt að sleppa því, að fara á þesskonar veiðar. Það skot, sem hleypt er af of snemma, eða með taugaóstyrk, kemur ekki öðru til leiðar en því, að dýrið særist og hleypur burtu. Og þá mundi enginn íslenzkur hestur hlaupa það uppi. Ef ísbjörninn veit með vissu, að hann hefir við menn en ekki seli að skifta, gjörir hann sjaldan árás. En þess eru þó sannsöguleg dæmi, að hann hefir drepið menn: í eitt skifti tvo menn á Novaja; á Spitzbergen hefir kona horfið, og sömuleiðis Eski- móabarn í Angmagsalik. Og þegar Þjóðverjar 1869 höfðu vetursetu á austurströnd Grænlands lá nærri, að maður einn færi sömu leið. Grænlenzki björninn er yfir höfuð stærri en nafni hans á Spitzbergen. Þó sneiðir hann helzt hjá mönnum. Einu sinni 1902 var eg að fást við mjög stóran björn á jaka i Grænlands- ísnum. Snjór var mikill á jakanum. Bátsmenn mínir áttu að fæla björninn til min. Það gjörðu þeir líka. En þegar eg ætlaði að nálgast hann, sökk eg alt i einu niður úr snjónum, alt upp undir hendur og hékk þannig á byssu minni. ísbjörninn gekk þá fram hjá mér í á að gizka 50 álna fjarlægð og hafði ekki augun af mér. Ekkert hefði verið auðveldara fyrir hann en að slá mig með hramminum það högg í höfuðið, sem dugað hefði til þess að varna því, að eg færi framar á bjarndýraveiðar. En í ann- að skifti (á Spitzbergeii) varð björn uokkur nærgöngulli mér. Hann kom, eins og venjulegt var, skríðandi í átt- ina til mín, og þegar færið var ekki nema um 50 álnir, sendi eg honum kiilu og hugðist mundu hæfa hann ofan í höfuðið. Kúlan hitti heldnr neðarlega — rétt fyrir neðan ennið — og hafði, eftir því sem eg síðar komst að raun um, sprengt tvær tennur inn úr gómnum. Hann sneri þegar við og þaut í burtu. Um leið og hann hljóp fram hjá húsi minu skaut einn af félögum mínum hann í hægri bóg- inn. Hann hélt samt áfram, og eg, ásamt öðrum skutlara mínum, Ström- berg, veitti honum eftirför. Þó að dýrið væri ekki nema á þremur fót- um fór það svo hart yfir, að við rétt gátum fylgt því. Kvíðandi fyrir að missa af skinninu komst eg með erfiðismunum á hægri hlið við það og var í þann veginn að setja byssu- kjaftinn inn í eyrað á því, þegar það staðnæmdist skyndilega og sneri sér móti mér. Eg ætlaði þá að setja byssuhlaupið 'fyrir brjóstið á því, en í sömu svifum greip það með kjaft- inum um hlaupið, rétt fyrir ofan miðið, og hélt því föstu. Þannig stóðum við og horfðumst í augu. Eg slepti auðvitað ekki byssunni, en ætlaði að bíða með að skjóta, þangað til dýrið hefði slept takinu. Er ekki gott að vita hvernig farið hefði, ef Strömberg hefði ekki komið og skotið það með kúlu í höfuðið. Það hneig þá niður án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér. — Þegar eg seinna um vorið lá sjúk- ur af skyrbjúg, og einn maður var dauður hjá okkur, en annar deyjandi, þá kom alt i einu stór björn að glugg- anum, sem eg lá undir. Hugðist hann að ná í mig. Eg var veikur í bakinu og gat ekki náð í byssuna, sem hékk á veggnum fyrir augunum á mér. Strömberg steig þá klofvega yfir mig, lagði byssukjaftinn við neðstu gluggarúðuna og hleypti af. Rúðan fór í ótal moia, en björninn hneig dauður niður, og kjötið af honum var það, sem bjargaði mér. Slík at- vik eru þó samt sem áður fátið, og þér getið vel árum saman stundað bjarndýraveiðar, án þess að þau komi fvrir yður. Bjarnarfeldir eru ávalt í góðu verði. Fyrir 29 skinn hefi eg einu sinni fengið 4700 kr. í Tromsö, og fyrir 4 lifandi birni 1300 kr. En ef þér spyrjið um fallegan bjarnarfeld í Kaup- | mannahöfn kostar hann 1200 kr., í Lundúnum 100 pd. st. í Paris 2000 franka og í New-York hefi eg spurt um verð á algengum gulleitum feldi og voru heimtaðir fyrir hann 400 dollarar. Henry Ette. Símskeytataxtarnir nýju. Símskeytataxtarnir nýju við útlönd gengu í gildi um nýárið. Taxtarnir til Danmerkur og Bretlands lækka úr 70 aurum niður í 45 aura fyrir orð- ið, en til Noregs kostar orðið 60 aura og til Sviþjóðar 65 aura Þetta er dálitið furðuleg ráðabreytni. Svo stendur sem sé á, að frá Dan- mörku til Noregs og Svíþjóðar er símskeytataxtinn fyrir hvert orð 5 au. — Ef maður því símar til Noregs og Svíþjóðar qegnum millilið í Danmörku, verður það ódýrara heldur en að síma beint til Noregs og Svíþjóðar. 20 orð til Danmerkur kosta 9 kr. 20 orð til Noregs kosta 12 — 20 orð til Svíþjóðar kosta 13 — Með þvi að síma 20 orð til Nor- egs gegn um millilið í Danuiörku, borgar maður 9 kr. -(- 5 X 20 aur- = 10 kr. og sparar með því 2 kr. og með því að síma 20 orð til Sví- þjóðar á sama hátt, sparar maður j kr. Þetta er mjög svo óviðkunnanlegt — og þess að vænta að leiðrétt verði við fyrstu hentugleika. Höfðingleg gjöf. Sjúkra'nús var reist á Hólmavík í Strandasýslu síðastliðið sumar. Er það úr steinsteypu og rúmar 40 sjúklinga. Var þetta mikil nauðsyn fyrir sýsluna, en þó liefði það ekki náð fram að ganga sökum getuleysis, ef ekki hefði verið tekið verklega í taumana af einum sýslu- búa. Sá maður var Jón FinnsBon, verzlunarstjóri á Hólmavík. Hann gaf þ ú s u n d krónur til sjúkrahúsgerðar- innar. Mun vandfundinn maður, er meiri rausn hefir sýnt hóraði sínu, enda mun þetta hús verða honum veglegur minnisvarði um langan aldur, auk þess þakklætis og árnaðaróska, er Stranda- búar nú og í framtíðinui munu færa honum fyrir höfðingsskap þenna. Væri Strandasýsla vel farin, ef hún ætti marga slíka. Strandabúi. Mannalát. Þann 19. þ. mán. lézt á ísafirði frú JElín Olgeirsson, kona Karls Olgeirssonar verzlunarstjóra við Edinborgarverzlnn, en dóttir Guðm. Sveinssonar kaupm. i Hnifs- dal. Hún hafði slasast fyrir nokkrn, fót- brotnað. Slæmska hljóp i fótinn og varð að taka hann af. Lá hún svo i sárum nnz hjartaslag dró nana til dauða. — Hún var á þritugsaldri, gerfileg friðleikskona og vel látin. (Símfregn). Slysfarir. Af Isafirði vantar mótorbát með 6 mönnum á. Haldið að hann hafi far- ist. (Símfregn). Kosningaskýrsla sú, er birt- ist í ísafold 72. tbl. (þ. 25. nóv) hefir komið illa við kaun ýmissa uppkasts- manna, og eigi hafa þeir treyst sér til að vefengja neitt i henni. En ný- verið hafði eitt málgagn þeirra (Lögr.) verið að blása því upp, að hún væri »hringlandi vitlaus« þessi skýrsla, eins og sýnt hefði verið ýram á par í blað- inu. Hvat ári var það? Sannleikur- inn er sá, að ekki hefir verið neinu hróflað í peirri skýrslu og verður ekki. Það er ómótmælanlegt, að við kosn- ingarnar síóustu hafa 8180 atkv. fall- ið á uppkastsandstæðinga, en ekki nema 7398 á uppkastsmenn. Bi'ólkafli ftr Strandasýslu......Ilia tókst tíl með kosningarnar hér eins og við- ar. Mun það mest að kenna ofbeldi þvi, sem beitt var við þingmannsefni okkar sjálfstæðismanna. Þessi koaningaúrslit hér eru enn leiðinlegri vegna þess, að enginn vafi er á þvi, að sjálfstæðismenn voru og eru í meiri hluta hér. Þvi það er vitan- legt, að eindregnir frumvarpsandstæðingar hafa í undarlegri einfeldni latið leiðast til að kjósa móti sannfæringu sinni i þessu stórmáli. Heyrst hefir einnig, og mun satt vera, að Q-uðjón hagaði fundum BÍnum þannig, að hann sneiadi hjá fundahöldum, þar sem helzt var andmæla von. Enda er það ætíð hollara að vera einn til sagna, þegar mál- staður er þannig, að engin andmsli þolir. Eftirmæli. Jón Sveinbjörnsson frá Bíldsfelli, sem andaðist hér í bænum 9. þ. m., var fæddur að Þórarinsstöðum í Hruna- mannahreppi í Arnessýslu 1858. Það- an flutti hann með foreldrum sínum að Klettum í sömu sveit, og var hjá þeim þar til hann var uppkominn. Hann var snemma áhugasamur, ötull og afkastamikill að hverju, sem hann gekk, og hugsaði jafnframt um það, að afla meira en hann eyddi. — Eftir 1880 fluttist hann niður á Eyrarbakka. Réðst hann þá verkstjóri til Mál- friðar Þorleiýsdóttur, Kolbeinssonar á Stóru-Háeyri, er þá var ekkja. Gekk síðar að eiga hana, og giftust þau 19. september 1885. Bjuggu þau á Eyrar- bakka 7 ár, en þá fluttust þau að Bíldsfelli í Grafningi. Þar voru þau 17 ár. Var Jón þá farinn svo að heilsu, að hann ekki treysti sér að búa lengur. Fluttist hann og þau hjón hingað til bæjarins í fyrra vor. Börn áttu þau 4, og eru 2 þeirra á lífi. Stjúpbörn Jóns, en börn Málfríðar af fyrra hjónabandi, eru 3, og eina dótt- ur átti Jón löngu áður en hann gift- ist. Jón var einn af okkar allra beztu bændum. Hann bjó stóru búi og gjörði miklar jarðabætur og húsabæt- ur á Bíldsfelli. Túnið girti hann og sléttaði mikið af því. Bygði upp all- an bæinn og öll peningshús, og hlöð- ur fyrir heyin. Og yfir höfuð sat hann jörð sína með prýði og sóma. Honum voru einnig veitt heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9., árið 1905, fyrir framúrskarandi dugn- að í búnaði. Hann fekk og tvívegis verðlaun úr Ræktunarsjóði íslands, árin 1903 og 1908. Jón fór mjög vel með allar skepn- ur og átti ljómandi fallegt sauðfé. — Hann var einkar umhyggjusamur heimilisfaðir og ágætur hiisbóndi. Reglusemi hans um alla hluti, stóra og smáa, var sönn fyrirmynd. Hann var staðfastur í lund, einarður vel og hreinskilinn; ráðhollur þeirn, er hans leituðu, og höfðingi heim að sækja. Jón var hreppstjóri í Grafnings- hreppi 6 eða 7 síðustu árin er hann var á Bíldsfelli, sýslunefndarmaður nokkuð lengur. Hann leysti þau störf eins og annað af hendi með dugnaði og samvizkusemi. Hinn 17. febr., þ. á. andaðist í New- York í Ameriku íslendingurinn Sigurður Sigurðsson. Hann var fæddur á Skiphyl i Mýrasýslu 4. nóvember 1870. Foreldrar hans eru Sigurður Jónsson Sigurðssonar frá Hjörsey og Hólmfríðnr Sigurðardóttir Jóns- sonar hreppstjóra frá Tjaldbrekku. Tíu ára fór hann úr foreldrahúsum til föðurbróður síns Jóns kaupmanns, þá í Borgarnesi, og var hann hjá honum við verzlun i nokkur ár, jafnframt og hann á vetrum var við uám hjá sira Þórði prófasti i Reykholti, og mun hann hafa ætlað honum að ganga mentaveginn, ef hann hefði lifað, eða verða hvatamaður þess. En þegar síra Þórður dó féll sú fyrirætlun niður. Snerist þá hugur hans til sjómensku, sem hann var einkar hneigður fyrir og fór hann þvi eftir að hann fluttist aftur til foreidra sinna, sem þá bjnggu i Artúnum í Mosfellssveit, að hyggja til skipsstjórnar. Var hann með þeim fyrstu, er lærði stýri- mannafræði hjá Markúsi sál Bjarnasyni. Var hann langt kominn með að lesa undir hið meira próf í stýrimannafræði, er hann fór af landi burt haustið 1892, og var það áform hans að læra sjómensku og taka svo próf í stýrimannafræði i Kaupmannahöfn. Var hanu svo i förum mörg ár víða um heim, með Dönum og síðar með Englend- ingum, þar til hann árið 1902 staðfesti ráð sitt og kvæntist sænskri konu. Bjuggu þau 1 New-York og eignuðust 2 börn, sembæði eru á lifi. Varð hann svo skipstjóri á kappsiglingaskipi á sumrin, en gaf sig á vetrum við stórhýsasmiðavinnu, en við það starf beið hann bana með þeim hætti, að ofan á hann datt þungur járnbiti, sem sló hann svo i fallinu að hann lifði að eins i 2 tima á eftir. Sigurður sál. var atgjörvismaður til sál- ar og likama, enda lagði hann gjörva hönd á margt. Hann var með efnilegustu sjó- mönnum, sem þá voru hér í Reykjavík og aflamaður hinn bezti þau ár, er hann stund- aði þá atvinnu hér. Hann kom sér vel við alla, er eitthvað áttu saman við hann að skifta. Hans er þvi sárt saknað af vinum, vandamönnum og systkinum, en ekki sizt af hinum öldruðu foreldrum hans. Kunnugur. Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðing — á síöasta bæjar- stjórnarfundi: Slökkviliðshúsið í Tjarn- argötu: 10,878 kr. Hátnessa í dómkirkjunni á jóladagiun byrjar kl. 11 (ekki 12). Dönsk messa (J. H.) byrjar kl. 2. Kjörstjórn við bæjarstjórnarkosning- arnar í næsta mánuði var kosin á síð- asta bæjarstjórnarfundi. Sæti hlutu auk borgarstjóra þeir Halldór og Klemens Jónssynir. Samsöngur fyrir börn. í fyrrakvöld bauð Söngfólagið 17. júní skólabörnum, einum 4—500, að hlýða á söng sinn. Börnin skemtu sór hið bezta. Söngfélagið 17. júní söng þriðja sinn í Bárubúð í gærkveldi — fyrir allfjöl- mennum áheyrenda hóp. Næsta sinui mun söngfólagið láta til sín heyra í febrúar — og syngja þá m. af hið nafnkunna sænska lag: E t bondbröllop. t>EGAR GRIKKÍR ■*" þreyta kappglimu, þá þurfa þeir á kröft- unum að halda, en þegar Sunlight sápan er notuð til þess að hreinsa þ v o 11 i n n , þ á verður erfiðið Ijett og ánægjulegt. SUNLIGHT SAPA U ppboð. Laugardaginn hinn 27. janúar 1912, verður haldið opinbert upp- boð og selt hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst, íiskiskipiö: Kutter Niels Vagn og Kutter Gunnvör, sem liggur inn á Eiðsvík við Reykja- vík. — Gunnvör er járnskip, að stærð 75,18 Tons, en Niels Vagn er timburskip, að stærð ca. 65 Tons. Bæði skipin hafa ávalt gengið til fiskiveiða, utan Gunnvör síðastliðið útgerðartimabil; og þess skal getið, að Gunnvör er sérstaklega hentug til flutninga og síldarveiði, þar sem lestarrúm skipslns er mjög stórt. Skipin eru 1. flokks skip, sem altaf hafa verið mjög vel hirt, og þar að auki nú síðastliðið haust fengu þau töluveröa viðgerð, svo skipin eru í bezta ástandi til hvers sem vera skal. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum og verða mjög að- gengilegir, — J. P. T. Brydesverzlun. Barnagjöf til Heilsuhælisius I fyrra var ritstjóri ísafoldar beðiun að koma á framfæri dálitillí jólagjöf frá 5 barnungum systkinum til heilsu- hælisins — 10 aurum frá hverju .— og konan, sern með gjöfina kom, lét þá fylgja henni 10 kr. I gær barst Isafold sams konar gjöf, frá sama fólk- inu, til handa heilsuhælinu. Langar ekki fleiri börn til að taka upp þann fallega sið, að láta 10 aura af hendi rakna í jólagjöf handa heilsuhælinu ? Safnast þegar saman kemur I Víðsvegar að. Kaupmaöur einu í Loudon veitti sér banatilræði uýlega vegna vagnskrölts og hávaða á götunum á nóttuuni. / ** Lengd járnbrauta í öllum heiminum er samtals 1 miljón rastir eða vel það. Árið 1859 var lengdin ekki nema 100- 000 rastir og 1886 r/2 miljón. «t Bróf frá Maríu Stuart tii franska sendiherrans Chateauneuf var nýlega selt á uppboði i Londou fyrir 20,500 kr. n Árið 1910 gengu 5190 manns í Austur- riki inn í lútersku kirkjuna. Af þeim voru 4695 rómversk-kaþólskir. 1429 gengu af Lúterstrúnni. Af þeim urðu 1209 kaþólskir. •« Árið 1905 voru 19 bifreiðar til fólks- flutninga í London, árið 1909 3956 og nú eru þær 7165. Mestan hluta þess- ara vagna á eitt verzlunarfólag »General Motor-Cab«, með 20 miljón kr. stofnfó, sem vagnarnir ávaxta með 7 %. *• I Bandaríkjunum er 1 blámaður veg- inn daglega að meðaltali af skríl. »« Við flug í flugvél hafa alls fengist til þessa 10 kvenmenu. ** ( Rúmeníumaður einn skaut fyrir skömmu unnustu sina fyrir þá sök, að hún hafði komið á maunamót í — pils- brókum. Lúðrafélag Reykjavíkur spilar úti, ef veður leyfir, á aðfangadagskvöld kl. 9 : Heims um ból, O, guð vors lands o. fl. Og a annan í jólum kl. 2, Hérmeð tilkynnisf vinum og vandamannum að konan min elskuleg, Sigriður Sveinbjarn- ardóttir, andaðist í Landakotsspítalanum 19. þ. m. Jarðarförin fer fram fimtudaginn 28. þ. m. kl. II frá spitalanum. Guðjón Jónsson. Drengnr 14—16 ára, lipur og og áreiðanlegur, óskast frá 1. janúar n. k. við hægan starfa. Gott kaup í boði. Upplýsingar í Sanítas. Plötar og nálar á Grammofona selur ódýrast G. Eirikss Pósthússtræti 146. Heima 4—5 e. m. Stórt úrval fyrirliggjandi. Leikfél. Heijkjavíkur Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson verður leikinn annan í jólum og næstn daga í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðdegis. Birkibeinar. Desemberblaðið er nýlega komið út. I því er meðal annars: Skírnar- sálmur eftir Þorstein Erlingsson,5ö/?í- samband, Iðnaðarhappdrœtti, Samgóngur Islands við útlönd, póstsamband við Skotland eftir Benedikt Sveinsson, Skúli Magnússon kvæði eftir Guðm. Guðmundsson, Jean d’ Arc, kvæði, Alpingiskosningar, smávegis. jjj jjj >J/ jJj \Jj jJj \J/ jJj jJ^ jjj jJ/ >J/ >J/ jJ^ \|/ * * i Árni Eiriksson í * * * Austurstr, 6 Í * * ^ /y * f » *00 * toíagiaftr * I Jólaqjafir % í Jóíagjafir í sk * * \|/ \l/ d/ \þ \j/ \j/ \j/ \þ vþ \þ \|/ \þ \þ \þ \þ \[/ -þ- ^ ^ ^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.