Ísafold - 30.12.1911, Blaðsíða 1
Reanu át fcvisvar l vifeu. Ver?) árg. (►*?•
arkir minst) 1 kr. eriená;» £ ki. öfca i l/s
dollar; borgist f'yrir mibjan iálí (eriendip
fyrir fram)
ISAFOLD
Oppsögn (skrifiee) bundin viP dramót, er
Óeua neme bomtn sé til átgefende ;fyrir
1. ofet. eg áéapnndi sknldlaos viB blaBiP
Af^reibsia: Austurstrs?ti S.
XXXVIII. árg.
I. O. O. F. 9322129
Bókasafn Alþ. lestrarfól. Pósthúsetr. 14 ö—8.
{•jóðmenjasafnið opib á sd., þrd. og fmd. 1*2—2
íslandsbanki opinn 10—2 V* og 61/*- 7.
K, F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 söd. Alm. fundir fi 1. og sd. 8 l/a síbdegis.
Landakotskirkja. Gubsþj. P og 8 á belgum
Landakotsspltali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6
Landsbankinn 11-2^/a, ð1/*-^1/^. Bankastj. vib 1>í-2
Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Utlán 1—B
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2
Landsfóhiröir 10—2 og 6—8.
Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1
Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 síðd.
helga daga 8—11 og 4—6.
Lækning ók. i Þingholtsstræti 23 þriöjd. og
föstd. 12—1
Náttúrngripa8afn opiö 1 */»—21/* á sanimdögam
Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Póstbús-
stræti 14 A fimtud. 2—3.
Ókeypis augulækniug í Læhjargötu 2 miðviku-
daga 2—3.
Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10-4 daglega.
Sýning gripa Jóns Sigurbssonar i Safnahúsiuu
opin kl. 12—2 bvern dag.
Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mánui. 11—12
Vifilsstabahælið. Heimsóknartími 12—1.
Lífið inn
i Bókverzíun Isafoldar
áður en þér festið kaup á nýársgjöfum.
Góðar bækur, íslenzkar og erlendar,
smekklegir skrifborðsmunir o. fl. o. fl.
er þar í miklu úrvali.
Konungkjörið.
Nú fer að því að liða, að skipuð
verði ný konungkjörin sveit. af ráð-
herra vorum,
Ef til vill er þegar ráðið um það —
ef til vill að eins óráðið.
Kristján Jónsson ráðherra hefir
haldið því fastlega fram í ræðum og
riti, að í sjálýstœðistnálinu muni hann
ekki bregðast fyrir skoðun — hann
sé fjandmaðurUppkastsins og vilji reyn-
ast þrándur í götu þess eftir megni.
Val hans á mönnum í konungkjör-
inn sess verður áreiðanlegur mæ!i-
kvarði á haldleik þessara yfirlýsinga
hans.
Þingið er svo skipað þjóðkjörnum
mönnum nú, að þar eiga sæti 20
þeirra, er uppkastinu fylgdu 1908, en
14 hinna, er þvi voru andstæðir.
Sumir þessara 20 uppkastsmanna
hafa að vísu að baki sér yfirlýsingu
um að ráða ekki sambandsmálinu til
lykta á aukapinqinu nasta.
En naumast nokkur þeirra hefir
haft loforð sitt svo víðtækt, að næði
yfir alt kjörtimabilið ruesta.
Nú grunar það margan mann, að
heimanstjórnarmenn muni eigi fýsa
mjög nýjar kosningar á komanda
hausti — og muni þykjast hafa ein-
hver ráð til að tálma þeim, ef á þarf
að halda, t. d. með því að svæfa
stjórnarskrána á aukaþinginu.
Ef svo fer, kemur reglulegt alþingi
saman 1913 með sömu mönnunum
og á aukaþinginu — og pá geta
heimanstjórnarmenn hæglega hampað
uppkastinu og ráðið því til lykta.
»Þeir hafi að eins lofað því 1911 að
gera það ekki á nasta þingi«, geta
þeir sagt.
Þessu verður mjög vel að gjalda
varhuga við.
Eina ráðið til þess að girða fyrir,
að svona geti farið er, að valdir séu
i konungkjörnu sætin þeir menn ein-
ir, er andvígir eru uppkastinu og lýsa y fir
pví, að peir ekki vilji neitt hvýa aý
pvi að seqja, hvorki á nasta pinqi, né
næsta kjörtimabili.
Þá eina menn getur hr. Kr. j. til-
nefnt, ef hann vill eigi verða ber
að þvi að bregðast — einnig í sjálf-
stæðismálinu.
Stjórnmálatímabilin
1904—1909 og 1909—1911.
1. Engar fraafarir hafa gerst
hér i landi, síðan Heima-
stjórnarmenn létu af völd-
um, en á Hafsteinsöldinni
(1904—1909) logaði alt í
framfaraháli.
2. Landið og þjóðin óx og
dafnaði i áliti erlendis,
meðan Heimastjórnarmenn
héldu blessunarhendi sinni
um stjórnvölinn. En siðan
hefir áliti vorn hrakað nið-
nr fyrir allar hellur.
(Úr prédiknnartexta Heima-
stjórnarmanna).
II.
Eg sýndi fram á það í fyrri hluta
greiuar minnar, að heimanstjórnarhjal-
ið um framfarirnar miklu á Hafsteins-
öldinni hefir ekki verið annað enhræsn-
isorð, sem engan hafa átt bakjarlinn
— nema ritsímann einan, fenginn
með miklu verra og dýrara móti en
vera átti.
Eg sýndi fram á, að svo góður og
mikill framfaravísir, sem síminn er,
hefði hann verið óþarflega dýru verði
keyptur með ritsímasamningnum al-
ræmda við Stóra norræna.
En þá er eftir að líta á »seinni
blessunina«, annað aðalatriðið i pré-
dikunartexta virðulegra andstæðinga
vorra.
Það er álitshnekkirinn, sem vér eig-
um að hafa orðið fyrir erlendis, er
'sjálfstæðismenn tóku við stjórn lands-
ins — álitshnekkir, sem á að hafa
farið vaxandi æ síðan, og engin bót
verða á ráðin, nema með því, að
heimanstjórnarmenn fái stjórnvölinn
í hendur aftur.
Og var síðari villan verri hinni
fyrri!
Svo mikil endileysa, sem framfara-
geipið var — hggur þó við, að þetta
sé enn drýgri langavitleysan.
Hvar hafa þessi álitshnekkis-ósköp
komið fram?
Hvar? Hvar ? Hvar ?
Eitt munu þeir eiga svarið — eins
og þá er finna skyldi framfaragaspr-
inu stað.
Þá var það: ritsiminn.
En nú munu þeir kyrja í kór:
I Danmórku, í Danmörku.
Já, hjá dönsku mömmu!
Svo langt nær hugtak heimanstj.-
manna, er þeir nefna orðið: erlendis.
Erlendis, þ. e. Danmörk. Þar hefir
áliti voru hnignað, að heimanstjórnar-
manna dómi.
Á hverju byggja þeir það?
Væntanlega ekki á því, að ráðherra
B. J., sumarið 1909, tókst að fá 1 J/a
miljónar króna lán í Danmörku með
mikið góðunt kjörum — eftir þvi
sem þá gerðist!
Nei — þeir byggja hjal sitt um
álitshnekkirinn í Danmörku á skömm-
um þeim, er dunið hafa á sjálfstæðis-
mönnum, meiri hlutanum frá 1908,
i dönskum blöðum.
En hvaðan eru þær dómadagsskamm-
ir sprotnar?
Nærri undantekningarlaust — frá
heimanstjórnarmönnum sjálfum!
Þegar þeir eru að sanna, að vér
höfum beðið álitshnekki í Danmörku
— hafa þeir ekki annað fyrir sig að
bera en eipin skriý í dönsk blöð.
Svona er nú háttalagið.
Naumast munu heimanstjórnarmenn-
irnir hafa í sér djörfung til að tæpta
á álitshnekkis-aðdróttunum af völdum
sjálfstæðismanna — annarsstaðar en i
Danmörku
Alveg takmarkalaus er hún sem sé
ekki — ófeimnin þeirra.
Alkunna er, að aldrei hefir verið
um oss ritað með þeim þjóðum, er
oss eru skyldastar og bezt bera skyn
Reykjavík 30. des. 1911.
82. tðlublað
á hagi vora — Norðmönnum og Sví-
um — af jafnmikilli samúð og síð-
ustu árin, eftir að sjálfstæðismenn tóku
við völdum.
Alkunna er það og, að meðan
sjálfstæðismenn hafa völdum haldið,
hefir farið æ vaxandi eftirtekt bæði
Breta og Frakka á landi voru. Og
bendir það sízt í þá átt, að áliti voru
hafi hnignað með Frökkum, að þessi
árin hefir það verið í undirbúningi að
binda heljarmikið frakkneskt fjármagn
hér í landinu.
Það mætti nefna miklu fleiri dæmi
er sanna hvilíkt dómadags-hræsnishjal
og yfirdrepsskap heimanstjórnarfleiprið
um álitshnekkirinn felur í sér — t.
d. það, að nú er þriðja stórþjóðin,
þýzkir eignamenn, farnir að veita
sínu fjármagni inn í landið. — En
að sinni skal eg ekki fara frekara út
í þessa sálma. Býst við, að þessi
góflan geri vinum vorum í hinum
herbúðunum — nægilega erfitt i bili
um að láta ekki standa í sér.
Karl í koti.
Bókaralögleysan áréttuð.
Það vakti mikla athygli, er landstjórn
vor, siðastliðið haust, setti rnann til
að gegna bókarastörfum í landsbank-
anum, þvert ofan í tillögur bankastjórn-
arinnar sjálfrar, þ. e. bankastjóranna
tveggja, sem eru einráðir lögum sam-
kvæmt um alla stjórn bankans, meðan
þeir koma sér saman.
En i afsökunarskyni fyrir landstjórn-
ina héldu sumir fylgismenn hennar því
fram,að hér væri að eins um setninqu, en
eigi skipun að tefla, og lögin segðu
svo fyrir, að bókara skyldi skipa eftir
tillögum bankastjórnar—en þaðákvæði
næði eigi til setningar. Þeirmenn,er
þann veg töluðu, gáfu með þessu í
skyn, að er til skipunar kæmi, mundi
herra Kristjáni Jónssyni eigi detta annað
í hug en, lögum samkvæmt, að fara
Leikhúsið.
FjaHa-Eyvindur. Sorgarleik-
ur í 4 þáttum. Eftir
Jóhann Sigurjónsson.
Það var forvitnis- og eftirvænting-
arsvipur á andlitum manna í leikhús-
inu 2. jóladag.
Hér, sem annarsstaðar í heiminum,
er venjulega tjaldað til þvi bezta, sem
leikárið ber i skauti sinu, þetta kvöld.
Leikfélagið hafði að þessu sinni
kjörið íslenzkt leikrit, sem mikið orð
hefir farið af, til þess að innsigla að-
al leikkvöld vetrarins.
Um Fjalla Eyvind Jóhanns Sigur-
jónssonar vissu menn, a ð einhver
merkasti ritdómari Dana hafði skipað
honutn á bekk með hinum beztu
æskuverkum Björnsons og Ibsens í
norrænum stíl, a ð eitt af helztu leik-
húsum Kaupmannahafnar ætlar að leika
leikritið í vetur, a ð til stendur einn-
ig, að það verði leikið í Paris og a ð
drotning leiklistarinnar á Norðurlönd-
um, ýóhanna Dybwad, hin norska leik-
kona hefir haft tnikinn hug á að í-
klæða aðalpersónuna, Höllu, holdi og
blóði.
En fæstir áhorfenda munu hafa les-
ið leikritið, áður en þeir komu í leik-
húsið.
En þeir, sem búnir voru að lesa
það, munu sjálfsagt margir hverir hafa
búið yfir beig við að leikurinn mundi
lenda mjög í molum í höndunum á
Leikfélagi Reykjavíkur. Svo var minsta
kosti um mig.
Þetta fór þó á annan veg.
Tjaldið var dregið upp. Leikurinn
þokaðist áfram þátt af þætti — með
góðum tilþrifum víða — og niður-
eftir tillögum bankastjórnar og engu
öðru.
Attnað hefir þó orðið uppi á ten-
tngnum.
Á Þorláksmessu skipaði ráðherra
Kr. J. þann manninn i bókarastöðuna,
er áður hafði hann settan — síra
Richard Torýason — skipaði hann þvert
ofan í tillögur bankastjóranna, og setti
þann manninn hjá, er bankastjórarnir
lögðu með.
Enginn minsti vafi er á því, að hér
er um beint lagabrot að tefla.
Greinin í bankalögunum, sem hér
á við (4. gr.) hljóðar svo:
Ráðherra skipar bókara og féhirði
bankans og víkur peim ýrá, hvorttveggja
eýtir tillögum bankastjórnar.
»Ejtir tillögum« getur aldrei þýtt
rnóti tillögutn — það er sjálfgefið.
Og lagasetjarans tilætlun með þvi
að setja þetta ákvæði inn í bankalög-
in er vitaskuld sú, að bankastjórarnir
ráði hvern skipa skuli, þótt landstjórn-
in: ráðherrann, undirskrifi.
Það virðist líkt ástatt um veitingu
á féhirðis- og bókarastarfinu gagnvart
veitingum á öðrum bankastörfum, eins
og um konungsveitingar á sumum
embættum vor á meðal gagnvart ráð-
herraveitingum á öðrum.
Ráðherrann raður vitaskuld hverjum
konungur veitir embættin, — en með
konungsundirskriftinni er embættunum
gert dálítið hærra undir höfði. Svo
er það og um féhirðis- og bókarastarfið
í landsbankanum. Þeim er gert það
hærra undir höfði en öðrum banka-
störfum, að ráðherra ritar undir veiting-
una, en lögin skipa beint fyrir, að
bankastjórnin skuli ráða, það skuli farið
eftir tillögum hennar.
Enda liggur það í hlutarins eðli,
að þeir menn, sem ábyrgðina bera á
starfrækslu bankans, verða að ýá að
ráða algerlega hverir eru starfsmenn
hans.
Það hefir komið fyrir einu sinni
áður, er um veitingu á bókarastarfinu,
þessu sama, var að tefla, að landsstjórnin
(H. H.) veitti það öðrum manni en
staðan varð í mínum huga: ýram yfir
allar vonir.
Að þessu sinni skal ekki farið út í
bókmentagildi Fjalla-Eyvinds. Á þvi
mun væntanlega færi, þegar leikritið
er komið út á islenzku — og það
mun verða bráðlega. —
Á leiksviðinu fer Fjalla-Eyvindur
yfirleitt vel — sumir kaflarnir ágæt-
lega, einkum 3. þátturinn. Það er
eftirtektarvert, að mörg atriðin, sem
innilegast hrífa við lestur leikritsins
fara mikils til fyrir ofan garð og neð-
an á leiksviðinu, en þar teygja fram
totuna og taka hugann fanginn önn-
ur atriði, sem liggja alveg í láginni
við lesturinn. Samtalið milli Kára og
Höllu, seinast í 2. þætti, t. d., þegar
flótti þeirra í útlegðina er ákveðinn,
hrifur hugann einna mest við lestur-
inn, en á leiksviðinu hverfur það inn-
an um margt annað, svo að lítið ber
á því. Um það rná ef til vill kenna
leikendum, að nokkru leyti, en hvergi
nærri öllu.
FaxaílóagufQbáturinn ,Ingólfur‘
fer til
. Borgarness og Akraness
3 , ri., 17., 27. janúar.
Garðs 6., 9. —
Keflavíkur 6., 9., 14., 20., 24. janúar.
þáverandi meirihluti bankastjórnar lagði
með. Það var árið 1904, er Ó. F.
Davíðsson var gerður bókari, þvert
ofan í tillögur gæzlustjóratina beggja,
þeirra Eiríks Briems og Kr. Iónsson-
ar, er voru jafn einráðir þá, ef sam-
an komu sér, eins og bankastjórarnir
tveir nú.
Þá var því og haldið fram hér í
blaðinu, að um skýlausa lögleysu væri
að tefla.
Og pá var Kristján Jónsson áreið-
anlega sömu skoðunar og ísafold. A
því er enginn vafi, og mun hr. Kr. J
heldur eigi freista þess að rengja pað,
þótt nú gerist hann til að fremja sömu
lögleysuna sjálfur.
Kina lýðveldi.
Khöfn, 29. des, 1911 kl. 6.
Kína er auglýst lýðveldi.
Sun-Yat-8en er kosinn
forseti.
Meðferðin á leiknum ?
Aðalpersónuna, Höllu, sem höfund-
urinn auðsjáanlega hefir lagt lang-
mesta rækt við, leikur jungýrú Guð-
rún Indriðadóttir, og hún gerir það
svo vel yfirleitt, að telja má þetta mesta
sigur hennar á leiksviðinu enn sem
komið er. Og því ánægjulegri má
þessi sigur vera fyrir hana, sem hann
kom flestum alveg óvænt. Menn höfðu
eigi búist við, að þessi leikmær ætti í
fórum sinum þann kraft, sem þarf til
að sýna hinar ótemjandi ástriður og
eindæma þrek Höllu.
Fjalla-Eyvind (Kára) leikur hr. Helgi
Helgason. Það hlutverk er erfiðast við-
fangs — ekki sízt fyrir það, hve
Mannfjöldi í Reykjavík.
í gærkveldi var lokið við að telja
saman íbúa Reykjavíkur, samkvæmt
manntalinu í nóvemberlok 1911. —
Þeir reyndust 12,241. En í fyrra
11,600 1. des. Aukningin því 641.
skáldið hefir kastað til þess hönd-
unum að sérkenna hann verulega.
Hraustur maður — góður maður —
fríður maður — það er Fjalla-Eyvind-
ur frá skáldsins hendi, og honum er
lagt í munn margt, sem fallega er
mælt og skáldlega. En einhvernveginn
er það svo, að fjarri fer því, að pers-
óna hans mótist i huganum með sér-
kennilegum dráttum. Á þessu á —
eins og áður er sagt — skáldið sök,
en leikandinn vitaskuld !íka, á því,
hvernig hann kemur fyrir sjónir hér á
leiksviðinu. Og þó verður eigin-
lega ekki bent á, að hr. Helgi Helgason
geri neitt á leiksviðinu, sem særi veru-
lega augu eða eyru áhorfenda —
en eigi að síður er heildarsvipurinn
svo, að manni finst hann nærri hvergi
hitta, sem maður segir, naglann á höfuð-
ið. En hins vegar er og skylt að geta
þess, að enginn annar leikari, sem völ
er á í leikfélaginu nú, mundi hafa
getað leikið þetta hlutverk líkt því
eins skaplega og Helgi.
Þriðja hlutverkið, sem mikið veltur
á, Arnes, leikur nýliði, hr. Andrés
Björnsson stud. juris. — Hann gerir
margt mikið vel, og er einkum orð
gerandi á leik hans síðari hluta 3.
þátts. Þar er blænum, sem vera á
yfir Arnes, verulega vel náð.
Hreppstjóra-hrottinn Björn, er leik-
inn af Herbert Sigmundssyni og nær
hann sér vel niðri, svo að honum
hefir eigi betur tekist annað sinni. —
Bóndi við skál, litið hlutverk, er leik-
inn af Friðfinni Guðjónssyni, prýðis-
vel. Bjarni Bjórnsson leikur Arngrím
holdsveika mikið laglega.
Leiktjöld m. a. af Hvítárvatni með
Langjökli í baksýn eru máluð af Ein-
ari Jónssyni og eru fyrir leikmanns-
auga mikið góð. — Ego.