Ísafold - 27.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.03.1912, Blaðsíða 2
70 ISAFOLD Jarðræktarféíag Regkjavíkur Aðalfundur Jarðræktarfélagsins verður haldinn föstudag 29. þ. m. kl. 5 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. Reykjavík 26. marz 1912. Eitiar Jfeígason. Lagagildið. Ekki þekki eg landslög þau, er veitt gætu reglugjörð slikri lagagildi, nema lög 8/i 1890 um lögreglusamþ., og lög 10/ u 1905 um heilbrigðissamþ. Efni reglugjörðarinnar og sektarákvæð- ið (að 200 kr.) bendir til síðarnefndu laganna. Hvað leyfa þá lög þessi? Þau leyfa bæjarstjórn og landlækni að gera samþykt jyrir kaupstaðina einimgis. Þó lögin séu hroðalega af hendi leyst og ónákvæm (vanti t. d. ákvæði um kostnað, er af framkvæmd samþyktar leiðir, takmörk gegn gjör- ræði samþyktar o. fl.), þá leyfa þau þó ekki bæjarstjórninni né landlækni að fara með viðskifti bænda við bæ- ina og erfiðisframleiðslu þeirra eftir eigin geðþótta. Heilbrigðisnefndir kaupstaðanna hafa ekki fremur rétt né vald til þess að hefta frjálsa verzlun sveitabænda, meðan hún er heiðarleg og svikalaus. Ekki kannast eg heldur við vald þeirra til að baka okkur óþarft erfiði og auka kostnað. Eða skipa til verka á heimilum okkar (jafn hlægilega og það t. d., hvernig við eigum að láta lokin á brúsana). í heilbrigðissamþykt Rvk. er sagt að hún hafi »fult gildi á kaupstaðar- lóðinnic. Utar í lögsagnarunidceminu »eftir því sem við verður komiðc o. s. frv. Þarna eru takmörkin fyrir ráðríki bæjarstjórnar — en ekki alt til fjalla og út á sjó, milli Esju og Hafnarfjarðar. Landsstjórnin (nei, stjórnarráÚzÚ) segja menn, hefir staðfest reglugerð- ina. Hún má þó ekkert staðfesta gegn landslögunum. Og sjálfsagt vill hún muna eftir 50 gr. stjórnarskrárinnar: »eignarrétturinn er friðhelgur«, fyrir öllu nema »almennings þörf« . . . »þarf til þess lagaboð, og komi fult verð fyrirc. Er það friðhelgi eignarréttar (í reglu- gerðinni, 10. gr.), að leyfa manni að taka, án endurgjalds, af eign bænda, það er honum sýnist ? Þvert er það ofan í ákvæði heilbrigðissamþ. Rvk. (29. gr.): »Nefndinni skal vera frjálst að taka í búðum og á öðrum sölustöðum fyrir gangverð sýnishorn af hverri matvöru, þeirri er hún telur líkur til að skemd séc. Hve langt verður reynt að fara næst? Hyggindin. Er hyggilegt að beita þvingun, kostn- aði og- sekturh, þar sem helzt vantar fræðslu, viðurkenning og betri efnahag ? Nú sýnist vera meiri þörf á öðru en nýjum vöndum, til að sópa bænd- um — með verkafólkinu — frá land- búnaðarframleiðslu til kaupstaða at- vinnu. Frá hollustu atvinnunni að ýmsu öðru. Oftast niðureftir, og alt niður að því, sem þjóðinni er hættu- legast (frá sjálfstæði til undirgefni, — sjálfsafneitunar-uppeldi til sjálfræðis- ódugnaðar — drenglyndi til pretta). Vilji nefndirnar fræða okkur og leiðbeina, munum við taka því þakk- látlega, en valdboð þeirra viljum við ekki þiggja. 2% ’12 Vigjús Guðmundsson. ----*»=**=,-- Búaaðarsamband Kjalarnessþings. (Fundargerð). Eftir fundarboði nokkurra bænda á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit, var fundur haldinn í Reykjavík 18. marz 1912. Á fundinum mættu: a. Kjörnir fulltrúar búnaðarfólaga: 1. Garðahrepps: Sigurgeir Gíslason, verkstjóri, Hafnarfirði. 2. Seltjarnarneshr. : Guðm. Olafsson bóndi, N/jabæ, Páll Stefánsson bóndi, Elliðavatni, Vigfús Guð- mundsson bóndi, Engey. 3. Mosfellshrepps: Björn Bjarnarson hreppstj., Grafarholti, Guðmund- ur Magnússon bóndi, Geithálsi, Þ. Magnús Þorláksson bóndi, Blika- stöðum. 4. Kjalarneshr.: Kristján Þorkelsson hreppstj., Álfsnesi. b. Ókjörnir: Þórarinn Arnórsson bóndi, Þormóðsstöðum, Seltjn., Björn Þór- hallsson bústjóri, Laufási, Gísli Þor- bjarnarson búfr. og Einar Helgason garðyrkjum.; þeir 3 úr Jarðræktarfél. Reykjavíkur. Fundarstjóri var kosinn Björn Bjarn- arson, og skrifari Einar Helgason. Fundarstjóri gerði þá grein fyrir hugs- un fundarboðendanna, að efni fundarins væri að ræða og ráðgast um búnaðar- félagsskaparsamvinnu í Kjalarnessþingl (Gullbr,- og Kjósarsýslu ásamt kaup- stöðunum Hafnarfirði og Reykjavík), hvort hórað þetta aðhyltist hluttöku í Búnaðarsambandi Suðurlands, Búnaðar- sambandi Borgarfjarðar eða stofnun bún- aðareambands fyrir Kjalarnesþing út af fyrir sig. Umræður urðu fjörugar og almennar, og hnigu eindregið að því, að fyrir þetta hórað væri torveldi á því að vera í bún aðarsambandi með öðrum landshlutum, staðhátta vegna, en að æskilegast væri, að stofnað yrði sórstakt samband fyrir þetta svæði, forna Kjalarnesþing. Upp- lýst var að tilkynning hefði komið frá mönnum í tveim sveitum, er ekki sendu fulltrúa, um að þeir væru slíkri sam- bandsstofnun hlyntir. Að loknum um- ræðum var tillaga um sambandsstofnun- ina borin upp og samþ. með 10 samhlj. atkv. Einnig með sömu atkv. samþ. að kjósa 3 menn í bráðabirgðastjórn og hlutu kosningu: Björn Bjarnarson með 10 atkv. Guðm. Ólafsson með 5 atkv. Vigfús Guðm.son með 5 atkv. og sem varamaður í sjórnarnefndina: Sigurgeir Gíslason. Tillaga frá Sig. G. um að skora á bráðabirgðastjórnina, meðal annars að leita fyrir sór um fjárframlag nokkurt til búnaðarsambandsins hjá sýslufélögun- um báðum og Reykjavíkurbæ var samþ. í einu hljóði. Enn var talsvert rætt um ýms atriði viðvíkjandi fyrirkomulagi sambandsfél- agsskaparins og væntanl. starfsemi. Nafnið: »Búnaðarsamband Kjalarness- þings« var samþ. f e. hlj. Fundarstjóri þakkaði mönnum fyrir góða og rækilega, þátttöku í fundinum, og var svo fundi slitið. Björn Bjarnarson. Einar Helgason. ----------------------- Grænlandsförin nýja. Hann heitir J. P. Koch, foringi Grænlandsíararinnar nýju, sem vikið hefir verið á hér í blaðinu, og er höf- uðsmaður í landher Dana, maður rúm- lega fertugui, og hefir verið i landa- leitarferðalagi áður um landnorður- strendur Grænlands með Mylius-Erich- sen heitnum o. s. frv. Hann var áður hér við landmælingar fyrir 8 árum um Skeiðarársand og Vatnajökul sunn- anverðan. Þá var með honum Sig- urður Símonarson ferðamannaförunaut- ur á sumrum, kynjaður úr Landeyjum, þessi sem hann vildi ráða með sér i þessa Grænlandsför, vaskur maður og vel um sig, ráðsettur og þrautgóður, og vill nú fá annan honum jafnsnjall- an, er Sigurður á ekki heimangengt. Hann vill kaupa 15 hesta íslenzka í ferðina og ætlar að taka upp þá ný- lundu, að beita þeim fyrir sleða i stað grænlenzkra hunda. En til flutnings- sparnaðar vill hann ekki þurfa að hafa með sér hey handa þeim, heldur ala þá við korn og mjöl úr rúgbrauðs- skorpum; og þarf að kenna þeim það át áður en lagt er á stað í ferðina. Hans er von hingað í maímánuði og ætlar þá norður til Akureyrar 1. júní, en leggur upp þaðan með hestana suður í Kverkfjöll og suður um Vatna- jökul til að kenna þeirn sleðadrátt um jökla-firnindi. Alfarinn leggur hann síðan á stað frá Akureyri á litlu gufu- skipi 1. júlí landnorður i haf eigi skemur en móts við Spitzbergen sunn- an til, kringum 200 vikur sjávar eða danskar mílur, siglir þá inn í Græn- landshafísinn og gerir sér von um að komast að landi þar sem heitir Dan- merkurhöfn á 77. stigi norðurbreiddar eða nær 150 milum norðar betur en við heimskautshvarfbaug. Þar liggur 150 rastir frá sjó jökuley, er nefnist Lovísu- drotningar-land og er heitið í höfuð á Lovísu Danadrotning. Það leit Mylius-Erichsen fyrstur manna og þótti furðulegt mjög. Það stendur upp úr jökulbreiðunni og er hæst 2000 stik- ur eða alt að því á við Vatnajökul. Það hafast við ýms allstór spendýr, hérar, melrakkar og moskusnaut. Land þetta er á stærð við Sjáland og hefir Koch i hyggju að kanna það til hlít- ar. Koch býst við að vera kominn til Danmerkurhafnar 1. ágúst og ætlar að flytja farangur sinn þaðan 150 rastir á land upp á hestunum íslenzku eða réttara sagt á sleðum, sem þeim er beitt fyrir. Farangurinn er 30,000 pund. Þar, í Lovísu-drotningar-landi miðju, ætlar hann að reisa sér hús og hafa þar vetursetu til 1. marz 1913. Kanna þar land og mæla. Halda síðan á- leiðis vestur af jökulbreiðunni um þvert Grænland. Byrja þá ferð 1. maí að vori, býst við að koma fram nærri Upernivik, nyrztu bygðinni á vestur- strönd Grænlands, 42 stig 46 mín. norður frá miðjarðarbaug eða meira en 6 stigum norðar en Melrakka- slétta. Af hestunum íslenzku er áformað að slá 9 af undir eins og kemur í vetrarvistina í Lovísu-drotningar-landi, með því að þá er lokið aðalerfiðis- vinnu þeirra, flutningunum á efni- viðnum í húsið og vetrarvistabirgð- unum. Þeim 6, sem þá eru eftir, er ætlað að draga sleðana vestur eftir jökulbreiðunni miklu, vestur undir Upernivík. En sleðarnir eru hlaðnir vistum manna og skepna. Það er allmikil vegarlengd og býst Koch við, að í þá ferð fari 2 mánuðir. Eg vona að hestarnir endist það, segir hann, eða þá að minsta kosti að eitthvað verði uppistandandi af þeim, er vest- ur kemur. Þetta er fjórða skifti, sem stofnað er til ferðalags þvert yfir Grænlands- óbygðir. Fyrstu ferðina fór dr. Friðþjófur Nansen, en miklu sunnar, á 65. breidd- arstigi. Það var 1888. Síðan fór Peary hinn ameríski 2 ferðir um þvert land, miklu, miklu norðar, á 78. —81. breiddarstigi. Það var árin 1891—92 og 1893—95. í þærferð- ir allar þrjár voru hafðir sleðar, sem menn drógu eftir sér, en hvorki hund- ar né hestar. Koch hefir 2 förunauta í þessa ferð, auk íslendingsins: þýzkan vísinda- mann, dr. A. Wegener, prófessor við háskólann í Marburg á Þýzkalandi, og danskan grasafræðing, cand. phil. And- reas A. Lundager. Það, sem íslendingnum er aðallega ætlað að gera, er að hirða hestana, gefa þeim m. fl. Þetta er svaðilför, en framaför um leið, og mun trauðlega a 11 a unga menn hér á landi skorta hug og dug til að ráðast í hana. Fyr en haustið 1913 kemur hann ekki aftur né þeir félagar. Frézt getur af þeim á áliðnu sumri það ár. Búist við að geta þá skrifað frá Upernivik, þótt eigi verði haldið heimleiðis þaðan fyr en um eða undir veturnætur. Enn er maður að búa sig í viðlíka för eins og Koch höfuðsmaður: um þverar Grænlandsóbygðir 10 stigum sunnar, á 67. mælistigi. Það er Svissi og heitir de Guervain. Hefirðu heyrt það fyr? „Uppkastið“. Eftir norðlenzkan hagyrðing, og hann óslakan. Kveðið sumarið 1908. Kom með hlaðinn knör að Gámm Konungsmaður, fastur i rásum, Veigum glaður sem einn af ásum, Akspikaður af dtinskum krásum. Vér eigum fiskisœlust sviðin, Síngirnis er óöld liðin. Komið fiið, brœður, með á miðin, Mettum „samlede danskeli kviðinn. Þig á að verja danski dátinn, Drattaðu niður i eftirbátinnl Þjóðarormur, þaggaðu grátinn! Þú verður ekki af hendi látinn. Ykkur þótti úr ánauð vœður ÁUinn kaldi, feður og mœður! En okkur lízt hann ekki stoeður Ættlerunum, systur og brœðurt Aths. Orðin samlede danske kviðinn Júta auðvitað að þeirri tillögu »uppkasts- manna<, að Danaveldi, þ. e. ísland og Danmörk m. m., skyldi heita eftirleiðis: Det samlede danske Rige. -----ees----- Samskotin. Fyrstu gjafirnar til mannskaðasam- skotanna bárust ísafold á laugardag m. a. 50 kr. gjöf frá ónefndum manni. Sýslum. í Hafnarfirði hafa borist 1000 kr. nafnlaust. Samskotalisti í næsta bl. Kolaverkfallið. Öálitlegar horfur. Símfregn frá Khöfn 26/8 ’ 12. Horjur um verkjallið óbreyttar. Lögin um lágmarkið á verkkaupi óajgreidd. Daglegt tjón aj verkfallinu metið 10 miljónir pd. st, (180 milj. kr). firjár miljónir verkmanna atvinnulausir. Hungursneyð vojir yfir. ---—---------------- Bankamálið nýja. Ýmsar greinar út af því, athugasemdir við Lögréttufirnin o. fl., bíða næsta blaðs — á laugardaginn. Reykjavikur-annáll. Aukakjörskrá til alþingis eiga þeir að semja: Páll Einarsson borgarstj., Lárus H. Bjarnason og Jón Jenssou. Húsagerð. ísafotd átti nýverið kost á að sjá stórhýsi mikið, sem Guðm. Egilsson trésmiðnr er að láta gera við Laugaveg. Hús það mun verða eitthvert vandaðasta og mesta íbúðarhús bæjarins. Það er 26 X17 álnir sjálft húsið, tvær álmur út úr þvi að auki og ennfr. brauðgerðarhús 12X 18 álnir. Alt er húsið úr steinsteypu, með miðstöðvarhita og W. C., 0. s. frv. I þessu húsi verða 5 ibúðir og sölubúðir að auki. Herbergi eru í því alls og alls 45. Það er ánægja að sjá hversu mjög er að fara fram húsagerð meðal vor á síðari árum. Steinsteypuhúsin gera algerða end- urbóta-byltingu. Landsdómur. 1 hann voru á siðasta bæj- arstjórnarfundi kosnir 6 varamenn með hlut- fallkosningu. Komu fram 2 listar. A. og B. listi. A.-listi hlaut 6 atkv., B.-listinn 8. Kosnir voru: Sighv. Bjarnason bankastj. (B), Jón Gunnarsson samábyrgðarstj. (A), Sig. Briem póstm. (B), Guðm. Magnússon pró- fessor (Á), Þorl. H. Bjarnason aðjunkt. (B) og Þorl. JónsBon póstafgreiðslum. (A). Nfu mattadórar i L’hombre er afarfágsett atvik i því spili. Það kom fyrir ný- iega í stúku Oddfellowa, að Hjörtur Hjartarson snikkari fekk 9 mattadóra. Samsöng til ágóða fyrir þá, sem mist hafa sína í sjóinn af fiskiskipinu Geir ætlar Söngfélagið 17. júní að halda á morgun (fimtudag) i Bárubúð. Hefir söngfélagið safnað á söngskrána öllum beztn lögum sinum. — Sæti verða seld bæði með núm- erum (á 2 kr.) og án þeirra — í bókverzl- nnum Isafoldar og Sigf. Eymundssonar. Það má ekki minna vera en að bæjar- búar troðfylli Bárusalinn! Sjálfstæðisfélagið bélt fjölsóttan fund á Bunnudaginn. Sig. Hjörleifsson talaði þar um kolaeinkasöluna. Á laugardaginn verður svo umræðufund- ur i Sjálfstæðisfélaginn um sama mál. Ýmsum utanfélagsmönnum (kaupm. 0. s. frv.) verður boðið á fundinn, svo að vænta má, að þar verði fjörugar umræðnr. Skipafregn. Vesta kom með fjölda far- þega, á mánudag. M. a. kom Sighvatur Bjarnason úr eftirlitsferð kringum landið. Vesta fór aftur i gær til útlanda. Schou bankastjóri með frú sinni, Arent Claessen verzlm. 0. fl. tóku sér fari. Botnía fór utan á sunnudag. Meðal far- þega: Frú Þórunn Jónassen, Eggert Claes- sen með frú sinni 0. s. frv. Æjög mifiié úrvaí af alls konar fataefnum og tilleggi til fata nýkomið. Lúðvíg TJndersett. Brúkað karlmannsreiðhjól, sterkt og gott, er til sölu ódýrt. Afgr. ávísar. Nautgripir og kálíar eru keyptir hæsta verði í Kjötbúðinni Austurstræti 7 Karlmannsnærföt, sokkar og sjóvetlingar, til sölu í Laugarnesi. Korrespondance. En ung dannet Mand i Danmark önsker for at veksle Prospektkort, Fri- mærker, Mineralia, raa Ædelstene o. s. v. at korrespondere med islandsk Herre eller Dame. Önsker ogsaa at korrespondere for Fornöjelse og gen- sidig Belæring. Ethvert Brev besvares. Billet, mrk. Danmark, indlægges paa dette Blads kontor. Umboðsmaöur óskast, gjaldtraust firma, einkaréttur um alt Island. Tilboð með meðmæl- um o. s. frv. sendist til Náhmaschinen-Fabrik í Luzern (Schweiz). Áðalfundur í hlutafélaginu P. J. Thorsteinsson & Co. verður haldinn á skrifstofu fé- lagsins í Kaupmannahöfn, Dronningens Tværgade 5, fimtudaginn 18. april þ. á. kl. 7 síðd. Á fundinum verða tekin fyrir þessi mál: 1. Skýrsla um framkvæmdir félags- ins á liðnu starfsári. 2. Lagður fram til úrskurðar endur- skoðaður reikningur fyrir hið um- liðna ár, ásamt yfirliti yfir hag félagsins. 3. Kosinn einn maður í stjórn fé- lagsins. 4. Kosnir endurskoðendur. Aðgöngumiðar til fundarins og at- kvæðamiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins, og þar liggur endurskoðað- ur reikningur félagsins til sýnis sam- kvæmt félagslögunum. Fólag-sstjórnin. Kvennaskölinn. 6 vikna námsskeið í hús- stjórnardeild skólans hefst fyrstu dag- ana í júní n. k. Fyrirkomulag líkt og var síðastl. sumar. Stúlkur utan Reykjavíkur gata átt heima í skólan- um meðan á námsskeiðinu stendur. Borgun fyrir allan tímann 30 krónur, en 3 3 krónur greiði þær stúlkur, er hafa fulla vist í skólanum þennan 6 vikna tíma. Umsóknirséusendar sem fyrst forstöðukonu skólans. Reykjavfk 27. marz 1912. Ingibjörg H. Bjarnason. Gasstöðin. Verkfræðingur Th. Krabbe hefir fyrst um sinn á hendi yfirstjórn gas- stöðvarinnar. Skrifstofa gasstöðvar- innar er opin 11—1 og 4—6 virka daga. Þess á milli má leita til verk- fræðings Krabbe á heimili hans Tjarn- argötu 40 (talsími 196). Borgarstjóri Reykjavíkur í8/3 T2. cPall Cinarsson. I fjarveru minni á ferð til útlanda þangað til i byrjun næstkomandi maímánaðar gegnir hr. yfirréttarmálaflutningsmaður Kr. Linnet öllum málfærslumannsstörfum minum. Hann verður að hitta á skrifsrofu minni kl. 11—2 og 5—7. lleykjavík 24. marz 1912. Eggert Claessen. Við Reykjavík er til sölu með sanngjörnu verði og góðum borgunarskilmálum timbur- hÚS með áföstum skúr. Ennfremur heyskúr, fiskiskúr og fiskgeymsluhús. Tún, sem gefur af sér 50 hesta af töðu, og kálgarður, sem gefur af sér 16 tunnur af jarðarávexti, stórt fisk- verkunarpláss. Eignin er við sjó, góð lending. — Ritstjóri vísar á. Jarðarför Elínar Jónsdóttur, er dó I Landa- kotsspítala 20. þ. m., fer fram föstudaglnn 29. marz frá heimili okkar, Aðalstræti 6, og byrjar með huskveðju kl. II lj,. Guðfinna Sæmundsdóttir. Sigurður Jónsson. R i t s t j ó r i: Ólafur Björnsson. tialoldarprsnUmi&ja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.