Ísafold - 31.08.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.08.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 215 Lttg um vðrutoll, eins og þau voru samþykt af al- þingi. 1. gr. Af vörum, sem fluttar eru til íslands og ekki ern sendar í pósti, skal greiða gjald í landsjóð eftir þyngd vörunnar með umbúðum eða eftir rúmmáli, svo sem hér segir; 1. Afkornvöru, jarðeplum, steinolíu, sementi og kalki og tjöru, io aurar af hverjum 50 kílógr. 2. Af heyi, gluggagleri, tómum tunn- um, gaddavír, girðingarstólpum úr járni, þakjárni, smíðajárni og stáli 25 aura af hverjum 50 kílógr. 3. Af alls konar vefnaðarvöru, fatn- aði og tvinna 3 kr. af hverjum 50 kílógr. 4. Af salti og kolum, hvers konar sem eru, og hvort sem varan er flutt í land eða lögð til geymslu í skipum úti eða öðrum geymslu- rúmum á floti í landhelgi, eða flutt á höfnum inni eða vogum yfir i önnur skip þeim til notk- unar: a. af salti 50 aura af hverri smá- lest, b. af kolum 1 kr. af hverri smál. 5. Af trávið, hurðum, gluggum, húsa- listum og tunnustöfum 3 aura af hverju teningsfeti. 6. Af öllum öðrum gjaldskyldum vörum 1 kr. af hverjum 50 kílógr. Undanþegnar gjaldi þessu eru vör- ur, sem sérstaklega er lagður tollur á, prentaðar bækur og blöð, skip og bát- ar, tigulsteinar, óhreinsað járn í klump- um, heimilismunir manna, er flytja vistferlum til landsins, og vanalegur farangur ferðamanna. Brot úr tolleiningu, sem nemur helmingi eða meira, skal talið sem heil tolleining, en minna broti skal slept. 2. gr. Greiða skal og í landssjóð 15 aura af hverjum póstböggli, sem kemur til landsins. Gjald þetta greiðir viðtakandi í frí- merkjum um leið og hann tekur við böggiinum, og skal pósthúsið, sem af- hendir viðtakanda böggul, lima þau á böggulinn sjálfan, og stimpla þau á venjulegan hátt. Af póstbögglum, sem eru endursend- ir til útlanda, skal ekkert gjald greiða, né af prentuðum blöðum og bókum. 5. gr. Vörutollinn skal greiða lög- reglustjóra í því lögsagnarumdæmi, þar sem varan er flutt úr skipi, nema hún samkvæmt farmskrá skipsins eigi að halda áfram með sama eða öðru skipi til annarar hafnar innan- lands, og að því er lausakaupmenn snertir, þar sem skipið á fyrst að sýna skipskjöl sín eftir gildandi lögum. Gjald þetta greiðist með peningum eða með ávísun, stílaðri upp á borg- un við sýningu, á banka eða aðrar peningastofnanir eða áreiðanleg verzl- unarhús, ef nægileg skilríki, þau er innheimtumaður tekur gild á sína á- byrgð, eru fyrir þvi, að ávísunin verði greidd. Vörutoll skal ákveða eftir farmskrá skipsins, eða framskirteini. 4. gr. Hinar gjaldskyldu vörur má eigi byrja að flytja úr skipi, fyr en skipstjóri eða afgreiðslumaður hefir skilað lögreglustjóra öllum skjölum, er skipsfarminn snerta, og látið fylgja skriflegt vottorð skipstjóra upp á æru og samvizku um það, að eigi séu í skipinu aðrar eða meiri gjaldskyldar vörur til þess staðar en þær, er til- færðar eru á farmskránni, og þær, sem hann þá samstundis skýrir frá, að ætl- ákvaðinn stað í Venedig, gat hann ekki leyst úr spurningu okkar, enda kvaðst hann hafa veriö lítt kunnugur í Vene- dig. Síðar á fundinum komu nokkurir fleiri andar og toluðu gegnum lúðurinn við vini sína og ættingja. Meðal þeirra var írlendingur, ættingi einnar frúarinnar, sem þarna var. Hann hafði verið söng- maður í lífinu, og var nú mintur á það, að hann hefði haft fallega söngrödd. Hanu var beðinn að syngja eitt lag, en færð- ist undan, og sagði að Mr. Platt (maður, sem var flestum af okkur alókunnugur), sem sæti næstur miðlinum, skyldi fyrst lofa okkur að heyra til sín. Söng Mr. Platt því næst lag, er hinn tiltók. Lýsti andinn því næst gegnum lúður- itm ánægju sinni yfir því, að hafa feug- ið að heyra eitt af uppáhalds-lögum sínum. Var þá aftur lagt mjög að honum að syngja og söng haun þá írskt gamanlag, og var mikill frskukeimur af framburðinum. Áður en fundinum lauk, kom enn einn norskur andi, ættingi einhverra Norðmannatma, sem við voru, og talaði nokkur ástúðar- og huggunarorð til þeirra og bað þá flytja kveðju sína öðrum, sem ekki voru við. Síðust allra kom »Júlía«; heyrðist rödd hennar í lúðr- inum og bauð hún okkur góða nótt. Datt lúðurinn ofan á gólfið og glamr- Úífaídi kettisf ekki gegnutn nátarauga og ókeypis geta tnenn ekki fengið vörur; en á fjinni miklu úfsöíu er f)efst 2. sepf. í vefnaðarvöruverzlun Egiís Jacobsens verður svo lágf verð á öttum vörum, að þess eru engin dæmi, fjvorki fyr né síðar, f)ér á tandi. — TJð rengja það mun veitasf jafnerfift eins og að sanna f)ift, að útfaldi komisf gegn um nátarauga. aðar séu skipinu sjálfu, skipverjum eða farþegum til neyslu á þvi. Sé uppskipun byrjuð áður en fullnægt er fyrirmælum þessarar greinar, verður skipstjóri sekur um alt iooo kr. 3. gr. Eigi má án samþykkis inn- heimtumanns aíhendu viðtakendum gjaldskyldar vörur fyr en gjaldið er greijt. Brot gegn þessu fyrirmæli varðar sektum, alt að 200 kr., á hend- ur skipstjóra eða afgreiðslumanni skips- ins, ef hanti er þar á staðnum. Hafi vörur verið afhentar viðtakanda, án samþykkis innheimtumanns, eða áður en hann hafi fengið kvittun innheimtu- manns fyrir þvi, að gjaldið sé þegar greitt, þá er viðtakandi akyldur til að skýra lögreglustjóra frá þessu þegar i stað, eða í síðasta lagi innan 3 daga frá því, er hann tók við vörunum, og greiði hann þá gjaldið um leið, ef það er eigi þegar greitt. Vörutollurinn fellur í gjalddaga, þegar skip það, er vörurnar flytur, hefir hafnað sig þar, er gjrldið á að greiða. 6. gr. Lögreglustjórl hefir vald til þess, hvenær sem vera skal, að heimta af hverjum manni i umdæmi sínu, er ástæða þykir til að ætla að fái gjald- skyldar vörur frá útlöndum, æru- og samvizkuvottorð skriflegt um það, hvort hann hafi fengið þess konar vörur, og ef svo er, hverjar og hve mikið af þeim. Tregðist nokkur við að gefa vott- orð þau, sem ræðir um í þessari grein, má þvinga hann til þess með dag- sektum, alt að 20 kr. á dag, og get- ur lögreglustjóri tiltekið sektirnar í bréfi til viðtakanda. 7. gr. Farmskrá yfir allan farm skips skal frá hverju landi vera sam- in í teimur samhljóða samritum, og auk þess samhljóða útdrættir úr farm- skránni yfir vörur þær, sem fara eiga á hverja einstaka höfn. Svo skal á farmskránni tilgreina þyngd á öllum vörutegundum og hverri um sig, nema trjávið, trégluggum, hurðum, tunnu- stöfum og húsalistum, setn tilfært skal á farmskránni eftir tölu tenings- feta. Annað eintakið af aðalfarmskránni afhendist lögreglustjóra á þeirri höfn, þar sem skipið fyrst hafnar sig. Lög- reglustjóri skal síðar senda stjórnar- ’ráðinu samritlð af aðalfarmskránni með fyrstu ferð, en útdrættina úr aðalfarm- skránni skal afhenda lögreglustjóra eða umboðsmanni hans á hverri höfn, þar sem vörurnar samkvæmt þeim eiga að affermast, og skulu þeir síðan fylgja tollreikningunum frá hverjum inn- heimtumanni. Sé ógreinilega sagt frá um gjald- skyldar vörur í farmskránni, eða ef skýrslurnar þar að lútandi eru eigi full- nægjandi, eða ef ástæða þykir til að rengja, að rétt sé skýrt frá, má lög- reglustjóri eða umboðsmaður hans láta rannsaka farminn og hafa eftirlit með uppskipun, svo sem með þarf. Kostnað þann, sem af þessu leiðir, skal greiða úr landssjóði, ef skýrslurnar reynast réttar, en ef þær reynast óná- kvæmar, fellur kostnaðurinn á skip- stjóra eða, ef nauðsyn krefur, á þá, er við vörum taka. Það varðar skipstjóra sektum alt að 1000 kr., ef farmskrár fylgja eigi skipi, samdar eins og hér er mælt fyrir, eða ef vanrækt er að afhenda þær lög- reglustjóra eða umboðsmanni hans. 8. gr. Nú verður maður uppvís að því, að hafa sagt rangt til um gjald- skyldar vörur, sem hann hefir innflutt, eða veitt móttöku, eða gefið ranga skýrslu þar að lútandi, eða eigi skeytt þvi, að skýra lögreglustjóra frá gjald- skyldum vörum, er hann hefir innflutt eða tekið við, innan þess tíma, er segir í 5. gr., og skal hann þá sæta aði í honum að vanda, og var nú fundur- inn á enda. Hafði hann staðið yfir 2x/4 stundar«. Segist sögumaður (W. de Kerlor) hafa hugsað sig um heila viku, áður en hann birti skýrslu sína. En því betur sem hann hafi íhugað það, sem á fund- inum gerðist, þvf sannfærðari* hafi hann orðið um að betri sönnun geti hann ekki fyrir því fengiö, að líf só til eftir dauð- ann. Leggur hann mesta áherzluna á þessi atriði: að minsta kosti 25 raddir heyrðust gegnum lúðurinn; flestar þeirra könnuðust fundarmenn vel við, og margar þeirra töluðu á tungumálum, sem miðillinn kann alls ekkert í, nó heldur margir fundarmanna kunna neitt í; enn fremur að ljósin sáust í fundar- byrjun; að Mr. Stead sneri sór með lúð- urinn svo allir heyrðu burt frá honum og ávarpaði hvern fundarmanna sérstak- lega, en kom aftur til þess að tala við ungfrú Harpsr, sem sat vinstra megin við hann; að margbreytileikinn i rödd- unum var svo mikill: sumir töluðu hátt og skýrt, aðrir áttu bágt með að tala; að miðillinn heyrðist hvað eftir annað vera að tala eða syngja, meðan að and- arnir voru að tala við fundarmenn. (Niðurl. næst). Haraldur Nielsson. sektum alt að 1000 kr. og gjaldi auk þess þrefalda upphæð gjaldsins, er hann hefir reynt að draga undan. Við ákvörðun sektanna skal taka sérstakt tillit til þess, hvort viðtakandi hefir haft ástæðu til að ætla, að lög- reglustjóri hefði af farmskrá eða öðrum slíkum skilríkjum fengið vitneskju um vöru þá, sem um er að ræða. 9. gr. Hinar aðfluttu gjaldskyldu vörur skulu vera að veði fyrir gjaldinu og sektum, og hefir eigandi eigi rétt til að ráða yfir þeim, fyr en búið er að greiða gjöld þessi. Veðrétturinn helzt eins, þótt vörurnar hafi verið afhentar viðtakanda. Séu ekki skil gerð samkv. 3. gr., hefir lögreglustjóri vald til að selja vörurnar án undan- gengins lögtaks eða fjárnáms, til lúkn- ingar gjaldi og sektum. Það skal gera á uppboði, er boðað sé með viku fyrir- vara, og má lögreglustjóri krefjast borg- unar við hamarshögg. Nú næst eigi til vöru þeirrar, er gjaldið átti af að greiða, og má þá án undanfarandi birtingar gera lögtak fyrir vörutolli og sektum í öðrum eigum viðtakanda og selja hið lögtekna á sama hátt og að fram- an greinir um hina gjaldskyldu vöru. 10. gr. Verði sú raun á, þegar gjaldskyldar vörur eru fluttar til ís- lands, að nokkuð af þeim- hafi ónýzt eða rýrnað, eða vöiurnar hafi með eínhverjum hætti farið forgörðum á leiðinni eða við uppskipun, skal ekk- ert gjald greiða af því, sem farist hefir, ef eigandi eða umboðsmaður hans sannar með vottorði lögreglustjóra eða umboðsmanns hans, að farmskráin telji meira en viðtakandi fær. Þegar sjóskemdar vörur eru seldar á uppboði, skal gjaldið greiða fyrir- fram af uppboðsandvirðinu, og fáist eigi svo hátt boð, sem gjaldinu nem- ur, gengur uppboðsandvirðið alt í landssjóð, að kostnaði frádregnum. Ti.gr. Nú er gjaldskyld vara, er vörutollur hefir verið greiddur af, flutt úr landinu aftur, og getur útflytjandi þá fengið hjá lögreglustjóra skirteini þar að lútandi. Ef hann síðan skilar því skirteini aftur, með áritun útlendr- ar tollstjórnar um það, að vara sú, sem ræðir um í skírteininu, sé þang- að innflutt, þá skal endurgreiða hon- um tollinn að frádregnum innheimtu- launum. 12. gr. Með mál, sem rísa af brot- um gegu lögum þessum, skal farið sem almenn lögreglumál. 13. gr. Sektir allar eftir 4. og 5. gr. renna í landssjóð. Hið sama er um sektir eftir 6., 7. og 8. gr. nema einhver hafi komið því til leiðar með frásögn sinni, að svik komist upp, og fær hann þá helming sekta. 14. gr. Fyrir gjaldheimtum og sekt- um eftir lögum þessum skal lögreglu- stjóri gera reikninga samkvæmt reglum þeim, sem settar eru eða settar verða um opinber reikningsskil. Af upphæð gjaldsins samkvæmt 1. gr. svo og af sektum, fær lögreglu- stjóri 3 af hundraði í innheimtulaun. 13. gr. Með lögum þessum er 2. gr. í lögum nr. 16, 9. júlí 1909 um hagfæðisskýrslur úr gildi numin. 16. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1913 og gilda til ársloka 1915. Reykjavikur-annáll. Fasteignasala. Ari JónsBon lögfr. selnr hlntafélaginu Land eign sina Sauðagerði i Reykjavík. Dags. 4. júlí 1912. Þingl. 15. ág. 1912. Bæjarstjórn Reykjaviknr afsalar Þórarni Þorlákssyni málara, lóð við Lanfásveg 45, til fullra nmráða f. kr. 186,30. Dags. 4. júli 1912. Þingl. 11 júlí 1912. Eyólfur Eirik8son Tapetserer i Reykjavik selur hr. Bjarnhéðni Þorsteinssyni i Bjarna- borg ’/a húseignina Hafnarstræti 16 hér í bænnm. Dags. 30. sept. 1911. Þingl. 8. ágúst 1912. Einar M. Jónasson selnr Magnúsi Blöndal i Rvík */« hluta Nýjatúnsins i Rvik. Dags. 4. júli 1912. Þingl. 11. júli 1912. Jóhann Jóhannesson i Rvik selnr frú önnn Anðunsdóttnr i Rvík eign sína Snnd f. 2400 kr. Dags, 18. april 1912. Þingl. 15. ág. 1912. Ingvar Pálsson kaupm. i Rvik selur ekkjnfrú Sigríði Sigfússon lóðarspildu við Hverfisgötn, að stærð 918 □ álnir, fyrir 2100 kr. Dags. 1. júli 1912. Þingl. 4. júli 1912. Jón Yilhjálmsson, Vatnsstig 4, Rvik selur Steinnnni Stefánsdóttnr, Hverfisgötn 46 i Rvik húseignina nr. 76 við Laugaveg f. 13300 kr. Dags. 24. júlí 1912. Þingl. 8. ágúst 1912. Stnrla Jónsson kaupm. og Qisli Þorbjarn- arson selja Lárnsi Benediktssyni s. st. hús- eignina nr. 23 við Laugaveg. Dags. 3. ág. 1012. Þingl. 15. ág. 1912. Sig. Sigurðsson járnsm. i Rvk Belnr Lúð- vik kaupm. Hafliðasyni i Rvík eignina nr. 3 við Mýrargötu f. 6100. Dags. 15. júni 1912. Þingl. 1. ág. 1912. Steinunn Stefánsdóttir ekkja í Rvik selnr Landshanka Islands húseignina nr. 46 við Hverfisgötu hér i hænum f. 8000 krónur. Dags. 4. janúar 1912. Þingl. 8. ág. 1912. Guðsþjónusta i dómkirkjunni á morgnn kl. 12 á hád. síra Bjarni Jónsson. Engin siðdegismessa. í frikirkjunni kl. 12 sira Fr. Friðriksson. Hjúskapur: Adolf Richard Martin Borken- hagen gasstöðvarstjóri i Reykjavík og Aa- got Woll ym. frá Tönsberg i Noregi. Gift 28. ágúst. -----1----- fráðlans firðritim yfir Kyrrahaí. Talið er að rétt nýlega sé komið á örugt firðritunarsamband yfir Kyrra- hafið, milli San Francisco og Hawa'i. Vegalengdin er 2350 enskar milur. Stöðvarnar,sem reisa þurfti til þessa, eru taldar mestu firðritunarstöðvar heimsins, þeirrar tegundar. Eru á hvorri endastöð 2 turnar 440 feta háir, og er hægt að senda 300 orð á mínútunni. Stöðvar þessar hafa verið reistar eftir fyrirsögn danska hugvitsmannsins Waldemar Poulsens og er þetta jafn- framt mikill sigur fyrir hann. Kindagarnir. Fyrir nokkrum árum var byrjað að flytja kindagarnir út sem verzlun- arvöru og hafa síðan verið útfluttar og andvirði þeirra numið nokkrum þúsundum króna árlega. En garnirn- ar hafa ekki reynst vel og eftirspurn- in hefir farið minkandi, sem líklega er að kenna verkuninni á görnunum og kannske meðfram þvi, að dilka- garnir, sem eru minna virði, hafa verið látnar saman við garnir af full- orðnu fé, en ætti að hafa hverja teg- undina út af fyrir sig. Eftir að búið er að taka garnirnar úr kindinni, verður að hreinsa þær og strjúka gorið úr þeim, láta þær síðan í kalt vatn, sem þær standa i til næsta dags, hreinsa þá alt slím úr þeim, helzt í volgu vatni, og hella volgu vatni í þær með trekt og láta það renna gegn um garnirnar, til þess að ná slíminu sem bezt úr þeim. Að því búnu á að leggja þær í ílát með söltu vatni í og láta garnirnar liggja í þvi 1—2 stundir, salta þær síðan vandlega niður í tunnur. Það er áríðandi að fara varlega með garnirnar og láta þær ekki verða fyr- ír neinum áföllum eða höggum, svo þær ekki hruflist né merjist og má aldrei kasta þeim frá sér á jörðina, né fleyja þeim í ílát, nema vatn sé í því o. s. frv. Ofanritaðar leiðbeiningar, sem að vísu eru ófullkomnari en eg hefði óskað, geta þó, ef til vill, gert nokk- urt gagn og kannske komið því til leiðar að markaðurinn fyrir íslenzkar kindagarnir fari heldur batnandi, svo á þann hátt komi nokkrir peningar inn í landið, sem annars færu að for- görðum. Bið eg yður því, herra rit- stjóri, að prenta ofangreindar leiðbein- in.gar i heiðruðu blaði yðar, svo snemma að lesendur blaðsins geti séð þær áð- ur en fjártakan byrjar í haust. Virðingarfylst. Jakob Gunnlöqsson. Kaupmannahöfn, 13. ágúst. 1912. Miðstjórn sambandsflokks- ins. Sambandsflokkurinn á þingi kaus þessa menn i miðstjórn sína í þinglok: }ón Magnússon bæjarfógeta, Jens Pálsson prófast, Agúst Flyggenring kaupmenn, )ón Ólafsson ritstjóra, Guðmund Björnsson landlækni, Sig- urð Hjörleifsson ritstjóra og Þorstein Gislason ritstjóra. Gj aldker amálið. Sýslum. Magnús Guðmundsson hefir sent stjórnarráðinu hraðskeyti, þar sem hann færist undan því að dæma í gjald- keramálinu, vegna embættisanna í sýslu sinni. Engin ákvörðun mun enn þá vera tekin um það, hvort þær afsak- anir verða teknar gildar, enda er ráð- herra fjarverandi. JJfvinnuskrifstofa ístands útvegar körlum og konum atvinnu og útgerðarmönnum, bændum og bú- endum vinnukraft. — Ómissandi milliliður, sem allir ættu að nota. Skrásetningargjald 2 krónur. Skrifstofutími kl. 5—7 síðd., Grett- isgötu 38. Sig. Björnsson. 4000 pd. af góðri töðu óskast keypt í vetur. Tilboð um verð merkt 4000 sendist á skrifstofu Isafoldar fyrir 20. september þ. á. Stór og góð íbuð til leigu. Upplýsingar í verzl. Jóns Þórðarsonar. Ibúðin í húsinu Hæðarenda á Seltjarnarnesi verður seld á leigu frá 1. október næstkomandi. Semja má við Gisla Guðmundsson Þindholts- stræti 8 í Reykjavik. Herbergi með húsgögnum ósk- ast til leigu í miðbænum. Tilboð merkt A. 4. 1 Stofa með aðgang að eldhúsi og geymslu óskast til leigu 1. okt. n. k. Afgr. vísar á. Stúlka sem tók próf við verzl- unarskólann í vor, óskar eftir atvinnu við skrifstofustörf frá 1. okt. Ritstj. visar á. Til leigu 1. október 3—4 her- bergja íbúð auk eldhúss. í húsinu er miðstöðvarhitun, gaslýsing, vatns- salerni og aðgangur að baðherbergi. Semja má við Guðm. Egilsson tré- smið Laugaveg 40. Stúlka, dugleg og þrifin, getur fengið vist á fámennu heimili frá 1. okt. Afgr. vísar á. Húsnæði fyrir litla fjölskyldu er til leigu nú þegar á einkar skemti- legum stað hér í bænum. Upplýs- ingar í ísafold. Stúlka, dugleg og barngóð getur fengið vist frá 1. október næstk. Upplýsingar í ísafold. Skiftafundir verða haldnir í eftirnefndum búum í bæjarþingstofunni föstudaginn 6. sept- ember næst: Þrotabúi Johans Ishöys verzlunar- manns kl. 1 síðdegis. Þrotabúi Guðmundar Guðmunds- sonar sjómanns kl. 1 x/4 siðdegis. Dánarbúi Ólafs Ólafssonar fyrv. bæjarfulltrúa kl. 1 * l * 3 * * * */2 siðdegis. Dánarbúi Péturs Jónssonar sjómanns kl. 18/4 síðdegis. Verða lagðir fram á fundunum skýrslur um eignir búanna og skrár yfir skuldir þeirra. Skiftaráðandinn í Rvík, 30. ág. 1912. Jón Magnússon. Uppboðsauglýsing. Þrjú Völundarhlutabréf nr. 113, 116 og 416 hvert að nafnverði 30okrón- ur og eitt hlutabréf í Félagsbókband- inu, nr. 15, að nafnverði 100 kr., verða seld á uppboði er haldið verð- ur hér á skrifstofunni laugardaginn 7. septbr. næstkomandi kl. 12 á hádegi. Söluskilmálar verða upplesnir á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn i Rvík, 28. ág. 1912. Jóu Maguússon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.