Ísafold - 20.09.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.09.1913, Blaðsíða 2
296 I SAFOLD Tlýkomið! Rússneskar kvenskóhlífar. Karlm.skóhlífar «Franklin». Leikfimisskór, Cromleðursólar, ný teg. frá 0.90—3.25. Kvenstígvél falleg kr, 4.50—6.00, sérlega fín 7.25—10.00. Karlm.stigvél afar-sterk kr. 6.50—8.50 finni 8.50—10.00. Flókaskór margar teg. Legghlifar kr. 5.00—8.30. Hafið það fyrir fasta reglu að skifta við Lárus 6. Lúðvígsson Skóverzíun, t>ingf)OÍ(sstr. 2. □ □ □ □ □ □ inn. Fyrra heftið eru bernskuminn- ingar sjálfs hans. Sögunum i síðara heftinu hefir hann safnað úr ýmsum áttum. Eru þær flestar mjög ve sagðar, sumar ágætlega, og ósjaldan bregður fyrir hreinni list í meðferð- inni, þó að efnið sé lítið. Vil eg sérstaklega nefna »Viltu ekki verma þig«, »Tunglið«, »Sumardagurinn fyrsti«, »Rjúpan«, »Brknhljóð« og »Týndi drengurinn*. í sögunum ber mest á fjöri og kátínu og stundum bregður fyrir fyndni, en þess í milli kveður við blíðróma alvara, er slær á viðkvæm- ustu strengi barnssálarinnar. Það er kostur við þær, hve stutt- ar þær eru, aldrei of langar fyrir litlu börnin. Flestar eru þær tekn- ar úr sveitalífinu og auðga því kaup- staðarbörnin bæði að máli og hug- myndum. Sveitabörnin fagna því hins vegar að sjá þar lýst sínu lífi. Aðal-list Sigurbjarnar Sveinssonar er fólgin í því, að hann er nóqu barnalequr. Hugsunarhætti barnanna er alstaðar haldið; fyrir bragðið verð- ur og málið svo mjög við hæfi lít- illa barna. Einstaka setningar minna á H. C. Andersen. Alt of fáir kunna vel að lesa — lesa eðlilega, með sama hljómblæ og sams konar hækkun og lækkun á rómnum og þegar talað er. Alt of margir hafa vanist á þul- baldalegt tilbreytingaleysi í öllum lestri eða á »hátíðlegan« húslestrar- tóu. Ætli bókunum, sem börnin voru látin lesa, sé þar ekki nokkuð um að kenna? Efnið lá fjarri öllum hugsunarhætti barnsins; það gat ekki haft þetta yfir eins og orðin, sem það talaði daglega. Það gat ekki lifað sig inn í efnið. En í »Bernskunni« finnur barnið sinar hugsanir og sitt mál. Svo að segja ósjálfrátt gerir það því tilbreyt- ingar á röddinni eftir efninu, og það þvi betur, því sterkari tökum sem sagan nær á huga þess. Það fer að lesa eins og það talar. Þetta er ekki minsti kosturinn á góðri barnabók. Að lesa vel er einhver hin feg- ursta list, sem börn geta iðkað. Það er meiri vandi en margur hyggur að búa til sögur handa börn- um. Það, sem þá ríður mest á, er að muna eftir þessu, sem Páll post- uli orðaði svo vel: »Þegar eg var barn, talaði eg eins og barn, hugs- aði eins og barn og ályktaði eins og barn«. Því hefir Sigurbjörn Sveinsson munað eftir, og fyrir því verður bókin hans góður vinur allra íslenzkra barna. Það er ekki alt af unt að sam- eina hagnaðarvon sjálfs sín og góð- vildina til barnanna. En það getur hvert foreldri, sem kaupa vill »Bernsk- una« handa barni sínu. Hún verð- ur barninu áreiðanlega til mikillar gleði, en hún léttir líka lestrarnámið og minkar fyrirhöfnina, svo að hag- urinn er auðsær. Har. Níelsson. Rektor mentaskólans er settur Geir yfirkennari T. Zoeqa en Pálmi Pálsson er settur yfirkenn- ari. Hinir kennararnir hækka allir um eitt sæti og Böðvar Krisjánsson er settur 5. kennari. Ráðherra fer utan með frumvörp alþingis á Botníu þ. 25. þ, mán. Eimskipafél.-undirtektir Vestur-Islendinga. Drengilega hefir verið tekið í af löndum vorum vestan hafs að styðja Eimskipafélag íslands, það sem af er, sbr. rausnarhluttöku Arna Eggerts- sonar, Asmundar Jóhannssonar og Jóns Tryggva Bergmanns. Og enginn mun vafi á þvi, að í fótspor þeirra feti margir Vestur-ís- lendingar. A það bendir m. a. grein í Heimskringlu þ. 7. ág., sem Isajold, leyfir sér að prenta úr nokkurn kafla: »En þessi hlutakaup þeirra félag- anna (þ. e. ofangreindra manna) eru um leið tilkynning til vor Vestur- íslendinga um að hefjast handa og kaupa hluti í Eimskipafélaginu. Þess- um mönnum var falið að kynnast málavöxtum öllum, og leggja síðan tillögur sínar fyrir landa vora hér. Með því að kaupa sjálfirsvonamyndar- lega, gefa þeir það ótviræðlega til kynna, að tillögur þeirra til vor séu: Kaupið hluti i Eimskipafélagi íslans. Það er óhætt, og bezti vegurinn til að greiða götu þessa velferðarmáls íslenzku þjóðarinnar. — A annan hátt er ekki hægt að ráða gerðir þeirra. Það má ganga út frá því sem gefnu, að alþingi muni leggja fram drjúgan skerf til fyrirtækisins. En hvað mikill landssjóðsstyrkurinn verð- ur, er ennþá óvist. En ætla mætti, eins og nú horfir, að stærri upp- hæðin, 385 þús. kr., fáist, og þar með tvö fyrsta flokks skip trygð. Lægri upphæðin, 230 þús. kr., sem vér héldum kannske að fengin væri, eftir dönsku fréttinni, og það hefði farið milli mála, sú stærri sett fyrir þá lægri — felur í sér að eins eitt skip, og sjá allir að það er ónóg byrjun. Hærri upphæðin og tvö skip er það minsta, sem Eimskipafélag ís- lands getur verið þekt fyrir að byrja með. En þó nú að hærri upphæðin fá- ist, sem vér erum vissir um að verð- ur, taki Vestur-íslendingar nokkra almenna hlutdeild í hlutakaupunum, þá er langt frá að alt sé eins og vera bæri, þó að slarkfært sé það. Vér verðum að hafa það hugfast, að skipin tvö, sem ráðgert er að byrja fyrirtækið með, eiga að kosta sam- tals 825 þús kr. Er það því auð- sæilegt, að rúmur helmingur skipa- verðsins verður í skuldum. Vér er- um þeirrar skoðunar, að svona milil skuld muni standa félaginu fyrir þrif- um, og að við tvö skip geti félagið ekki sætt sig lengi. Þess vegna eru það tilmæli Heims- kringlu, að Vestur-íslendingar feti í fótspor þrímenninganna, sem áður eru nefndir, og kaupi hluti, og helzt að þeir geri það sem almennast. Vér erum þeirrar skoðunar, að þeim pen- ingum sé vel varið, sem ganga til hlutakaupa í þessu félagi, og að vér verðum íslenzku þjóðinni að allmiklu liði, tækjum vér góðan þátt í þessu fyrirtæki. Nú virðist og kominn tími til fyrir nefnd þá, sem hér var kosin, til að íalda málinu vakandi og bíða eftir boðskap að heiman, að fara að láta bæra á sér. Henni ætti simfregnin að heiman að vera nóg hvöt til þess. í þessari nefnd eru margir af atorku- sömustu og hygnustu mönnum þjóð- flokks vors vestan hafs, og gerðu Deir gangskör að því að hrinda mál- inu áleiðis, mundi árangurinn verða mikill og góður. Mikill fjöldi landa hér ætti afar- auðvelt með að kaupa hlutaupphæð i’yrir 1000 krónur, en sú upphæð er mng á metunum heima á Fróni. Hver vestur-íslenzkur unglingurinn gæti sem hægast keypt 100 kr. hlut, og yrði sú hluttaka almenn, gæti það orðið drjúgur skerfur. Margir landar hér gætu og hæglega fetað í í fótspor þrímenninganna áðurnefndu og keypt hluti fyrir 10 þús. kr. En bezt væri að þátt-takan yrði sem al- mennust, og 1000 kr. hlutaupphæð er mjög sómasamleg og þó oss nuð- veld. Menn verða ve' að muna, að aldr- ei getur safnast of mikið fé. Því betur sem fyrirtækið er fjáð, þvi ör- uggara er það«. Barnaskólinu. Bæjarstjórn kaus í des. í fyrra nefnd til að »íhuga skóla- mál bæjarins, sórstaklega hina fjárhags- legu hlið, og koma fram með tillögur til breytinga á fyrirkomulagi barna- skólans«. í nefndina voru kosnir bæ- jarfulltrúarnir: Guðrún Lárusdóttir, Jón Þorláksson og Sveinn Björnsson. ítar- legt nefndarálit er nú komið frá nefnd- inni og eru tillögur hennar þessar : 1. Að framvegis verði eigi tekin í barnaskólaun yngri börn en 8 ára, og eigi svo mörg sem orðin eru 14 ára eða eldri, að fjölga þurfi bekkjum. 2. Að 8 og 9 ára börnum só eigi kent nema 2 stundir á dag. 3. Að 8 og 9 ára börnum só kent í sórstökum bekkjum, I. og II., en ekki með börnuin á skólaskyldualdri. 4. Að ef 8 og 9 ára börn í ein- stökum tilfellum eru tekin í hærri bekki, þá greiðist fyrir þau fult skóla- gjald. 5. Að fækkað só stundum til bók- legs náms, byrjað með mjög litlu og látið aukast smátt og smátt eftir því sem börnin hækka f bekkjunum og þeim fer fram. 6. Að aðgreining só gerð í bekk milli barna á Ifku reki eftir hæfileikum. Þessar tillögur verða til umræðu á aukafundi í bæjarstjórninni í kvöld. Fisksala hér í bæ var mjög rædd í bæjarstjórn á fimtudag og enduðu umræður á því, að málinu var af nyju vísað til nefndar til frekari íhugunar. Messað f dómkirkjunni á morgun : kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson. — 5 — Friðrik Friðriksson. Messaðí fríkirkjunn kl. 12 síra Ól. Ól. ------------------------ Framsókn 1 íslenzkri fram- leiðslu. Nýjasta viðleitnin á að notfæra sér hér á landi kunnáttu annara þjóða í framleiðslu — gera þá kunnáttu að voru eigin óðali, er reykhús það, sem hr. Th. Thorsteinsson hefir ný- lega gert úr garði hér í bænum til þess að fullkomna reykingaraðferð á matvælum. Hingað til hefir matvælareyking verið allmjög ábótavant hjá oss. Harla fjarri því, að vér höfum getað framleitt jafngóðar reyktar afurðir hjá oss, eins og þær gerast yfirleitt erlendis. Þeim miður skemtilegum búsiíjum höfum vér t. d. átt að sæta — að láta veiða við strendur vorar ógrynni af síld, flytja hana út og láta reykja hana erlendis, og kaupa hana síðan aftur hingað flutta — reykta. Og svona er um fleiri fisk- tegundir. Nú hefir hr. Sigurjón Pétursson kynt sér nýjustu reykingaraðferðir á Bretlandi, samkv. ráðstöfun hr. Th. Th., og um þessar mundir er verið að gera fyrstu reykingartilraunir eftir nýtízku aðferðum, hér í bæ, undir umsjón Sigurjóns. Reykt ýsa, reykt heilagfiski, reykt- ur lax o. fl. er nú að koma á búð- armarkaðinn og á það að vera minsta kosti jafngott og samskonar vörur gerast erlend's, en miklu ódýrari. Seinna i haust er í ráði að taka einnig kjöt til reykingar. Þessi og þvílík fyrirtæki ættu að eiga samúð vora og stuðning — og er vonandi, að fólk hér muni eftir lessum nýju íslenzku afurðum, reyni iær, og kaupi, ef vel líkar. Tveir kærkomnir gestir eru ný verið komnir á bókamarkaðinn, gamal- kunnir og góðkunnir. Það eru Svanhvít þeirra Matthíasar og Stein- gríms og Jónasar-ljóðmœli — fyrra hefti. Báðar voru bækur þessar uppseldar. Útgefandi beggja er Jó- hann Jöhannesson kaupm. og á hann þakkir skildar fyrir — þakkir allra þeirra, er íslenzkum góð-bókment- um unna. — Um útgáfu Jónasar- ljóðmæla hafa þeir séð Jón Olafsson rithöf. og íón Sigurðsson cand. phil. frá Kallaðarnesi. I þessari útgáfu er talsvert af nýjum kvæðum, sem Jón Sig. hefir grafið upp í Arna Magnús- sonar safni, — í handritasafni því, er Konráð Gíslason gaf safninu. For- mála hefir J. Ól. ritað fyrir fyrsta hefti. Segir hann þar: »Yfir höf- uð er honum (þ. e. Jóni frá Kallað- arnesi) nær alt það að þakka, er þessi útgáfa hefir sér til ágætis fram yfir fyrri útgáfuna. En mér má kenna um prentvillur, þær er vera kunna og annað, er miður þykir fara. Ytra frágangi hefir kostnaðarmaður ráðið einn«. Að þessu sinni skal eigi frekara af hinni nýju jónasar útgáfu sagt,— nema það um ytra fráganginn, að fjólubláu strikin utan um prentmál- ið hefðu gjarna mátt missa sig. Jónasar-vinir er margir í landi hér. Nú er færið að fá Jónas heim tilsín! --- ■■ .. ■»» <» II 'I 'IM ’ - Frá alþingi. Járnbrautarmálið. Meiri hlutinn í járnbrautarmálinu (L. H. B., Jón M., Eggert, Magn. Kr., Sig. Sig., og Valtýr) hefir sent frá sér þetta álit: Nefndin hefir rætt þetta mál á allmörgum fundum, og er meiri hluti hennar þeirrar skoðunar, að járnbraut mundi hafa líka þýðingu fyrir þetta land sem önnur lönd, og að það eigi að byrja á járnbraut- arlagningu við fyrstu hentugleika, og þá fyrst leggja járnbraut úr Reykja- vik austur að Þjórsárbrú — enda þótt járnbrautarlagning til Norður- lands gæti komið til mála. — Telur meirihl., að járnbraut þangað austur mundi borga sig með tímanum óbeint, ef ekki beint. Virðist mega búast við því, að járnbrautinni fylgi hér eins og annarsstaðar verðhækk- un á eignum, framleiðsluaukning sökum kraftmeiii og betri atvinnu- reksturs en ella, aukin vellíðan og þægindi hjá mönnum, sem búa á því svæði, þar er járnbrautin liggur um, og svo aukið þol til skattgjalda. Hér virðist haga vel til. Við annan brautarendann er Reykjavik, nú með um 12,500 íbúum og miklum vaxta- möguleikum, atvinnuvegir bæjarins eru aðallega fiskiveiðarnar og verzl- un, en nærsveitirnar svo hrjóstrugar, að þær geta ekki framleitt nánda nærri nógu mikið af landbúnaðaraf- urðum handa bænum. En járnbraut- in lægi um beztu landbúnaðarhéruð andsins, sem eru þéttbygðustu héruð landsins, en gætu framfleytt margfalt fleira fólki, en nú er þar. Engar verulegar torfærur eru á leiðinni, ekkert, er geri járnbrautarlagning sérlega erfiða. Það varð samt ofan á í nefndinni, að ekki væri rétt að ráðast í fyrir- tækið á þessu þingi. Sumir nefnd- armenn hölluðust að þeirri skoðun, að réttast mundi að landið eða lands- sjóður legði sjálfur járnbrautina fyrir lánsfé, en töldu, að þá þyrfti að undirbúa málið betur á ýmsan hátt, svo sem láta vanan járnbrautarverk- fræðing athuga hið fyrirhugaða verk, aðrir nefndarmenn voru þeirrar skoð- unar, að málið væri svo undirbúið, að gera megi sér nokkurn veginn grein fyrir kostnaðinum við fyrirtæk- ið. Þá þótti meirihl. rétt, að það' væri athugað nánar, hvort ekki mætti nota rafmagn við brautina. Enn þótti meirihl. rétt, að haldið væri áfram rannsóknum um snjóþyngsli og um umferð og flutning. Óg þótt svo færi, að réttara þætti, að farin væri lík leið og sú, er járnbrautar- frumvarp það fer, er lagt var fyrir þingið, þá taldi nefndin, að ekki ætti að ráða málinu til lykta fyr en stjórnin hefði leitað víðar fyrir sér um fé til brautarlagningar eða til- boða um lagning og rekstur, enda málið svo vaxið, að rétt þykir að gefa kjósendum kost á, að átta sig á því, áður en því er ráðið til lykta. Það varð þá og að samkomulagi í meirihl., að leggja það til, að tek- in verði upp í fjárlögin 18,000 kr. fjárveiting handa stjórninni til enn frekari rannsóknar og undirbúnings á málinu. Meiri hl. nefndarinnar hefir ekki þótt ástæða til að fara nánar út í málið né taka fyrir ein- stök atriði úr frv. þeim, er vísað var til hennar, með því það kom brátt í ljós, að engin líkindi voru til þess, að neitt verulegt yrði gert við málið á þessu þingi. í næstu blöðum mun ítarlega skýrt frá nefndaráliti minni hlutans. Slysfaranefnd. Svolátandi þingsályktunartillögu samþykti Efri deild um daginn: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að skipa 3 manna nefnd milli þinga, til að rannsaka orsakir slysfara hér á landi, einkum drukn- ana, og koma fram með ákveðnar tillögur um: 1. Ráðstafanir til að afstýra slys- förum. 2. Frumvarp til laga um slysa- tryggingu, einkum slysatrygg- ingu sjómanna. í Neðri deild var þessu máli vís- að til aðgerða stjórnarráðsins með rökstuddri dagskrá frá Matth. Ólafs- syni. Bannlaga-breytingin um »konsúla brennivínið« fekk þær lyktir þinglokadaginn, að samþykt var í Sam. þingi að leyfa sendiræðismönn- um að flytja árlega inn alt að 800 lítrum af áfengi til heimilisþarfa. Framkvæmdarstjóri Söfn- unarsjóðsins næstu 6 ár var kjörinn í Sam. þingi á laugardag. Eiríkur Briem prófessor var endurkosinn i einu hljóði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.