Ísafold - 14.01.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.01.1914, Blaðsíða 3
ISAFO LD 15 Svar til hr. fjárræktarfræðings lóns Þorbergssonar. »Sannleikurinn er sagna- beztnr, en gangir þn fyr- ir hvers manns dyr og segir öllnm fullan sann- leika, þá mnnt þú hverj- um manni hvumleiðnr verðau. Jón H. Þorbergsson hefur svarað ritdómi minum »Um hirðingu sauð- fjárc í 97. tbl. ísafoldar f. á. Fyrir því vildi eg biðja ísafold fyrir eftirfylgjandi svar til J. Þ. Jóni þykir það óhæfa mikil að eg skuli vera svo djarfur að rita rit- dóm um bók sem hann riti. Út af þessari dirfsku minni eys hann yfir mig skömmum, brigzlar mér um þekkingarskort, »vöntun á upplagic, miður gott innræti o. fl. o. fl. því líkt. Þegar eg las þetta »svar*, gerði eg hvorttveggja, að vorkenna Jóni og undrast yfir rithœttinum. Eg vorkenni Jóni, að hann skuli vera svo gerður, að þola ekki að heyra annað en hól um sjálfan sig og verk sín, og eg vorkenni hon- um líka það, að hann skuli ekki vera skapstiltari en það, að reiðast af réttmætum aðfinslum og það svo mjög, að hann gleymir sér og mál- ejninu, en fer að gkammast við mig persónulega. Þó Jón skammi mig og brígzli mér, þá er mjög fjarri því, að eg reiðist honum fyrir. Honum er ekki ætlandi að dæma um kunnáttu mina og þekkingu, því til þess brestur hann alt, en þó fyrst og fremst kunnugleik. Auk þess hefi eg porað að láta aðra dæma um það áður, og dómi þeirra haggar hvorki Jón né aðrir. En í fréttaskyni gæti eg sagt Jóni vini það, að eg hefi átt við fjárhirð- ingu vetur, sumar, vor og haust, og setið hjá ám, sem gefið var salt á kvíaból. Eg gæti líka með nöfnum nefnt ær, er faðir minn sál. átti, og eg sat hjá, er fengu skitu af kvíabólssalti. Samskonar dæmi gæti eg líka nefnt austan úr Árnessýslu og norðan úr Eyjafirði. að vér þá fengjum fullar sönnur á, að það er einmitt þetta, sem timans börn sakna sárast og þrá heitast hið innra með sér. En oss tekst það ekki. Oss brestur einmitt þá náðar- gjöf andans, sem til þess þarf. Þetta tala eg ekki svo sem sá er tekur sér dómsvald yfir bræðrum sínum. Orð mín byggjast á sárri reynslu margra ára prestskapar míns. Að líkindum reynum vér á ýmsa vegu að bæta úr því sem vér finn- um að oss er ábótavant. Sumir berja í prédikunarstólinn og fullvissa hátíðlega um rétt-trúnað sinn. Aðrir reyna að vekja athygli manna með nýjustu nýjungunum úr verksmiðju nútíma-guðfræðinnar. Enn aðrir grípa til vakningameðala og starfsaðferðar, sem önnum kafinn andlegleiki tím- ans finnur upp til þess að safna mönnum saman óg hafa áhrif á þá. Þetta eru neyðarúrræði. Ekkert ann- að en neyðarúrræði, sem gera enn tilfinnanlegri og áþreifanlegri skort- inn á sannarlegum anda. Hvernig getum vér öðlast andann í rikari mæli? Til þess er að eins ein leið — að eins ein. Og hún er sú, að sökkva sér niður í fagnaðarerindið með bæn til guðs. En meginskilyrðið fyrir því, að þetta verði meira en ein- tómur ásetningur og ráðagerð, er það, að vér áreiðanlega séum oss Jón langar til að eg færi meiri rök fyrir því, að það sé lítill fróð- leikur í bókinni, og fyrst hann lang- ar til eg tíni til fleiri dæmi, held eg, eg verði að gera það, þó eg ekki ætlaði að tala frekar um það. Á 12 stöðum segir Jón frá ann- ara áliti, án þess að segja nokkuð um, hvort það sé rétt eða rangt, eftirbreytnisvert eða varhugavert. Þó gott sé að fá álit og reynslu annara á ýmsu, þá er þó betra að fá að vita álit Jóns um leið, og sér- staklega er gott að fá að vita hver hefir réttara, þegar Jóni og >sum- umc eða >nokkrumc ber ekki sam- an. Á bls. 14 stendur: >Bezt er að hafa kvíar í túnjaðri, svo síður troð- ist túnið. >Mörgum þykir hentugt að hafa færikvíarc. Hvað læra menn af þessu? Hvort er, eftir því sem hér er kent, betra að hafa torfkviar á túnjaðri eða færikvíar inn á tún- inu. A bls. 30 stendur: «Víða er mjólkað tvisvar í mál. Eg veit ekki hvort það hefur nokkra þýðingu«. Hvað læra menn af þessu, hvort er eftir því betra að mjólka tvisvar eða einusinni? Um þetta eru þó til á íslenzku og á prenti reikningslegir samanburðir, og væri ekki óþarft, þó Jón kynti sér þá og styddist við næst þá hann ráðleggur um mjaltir. «Mörg fleiri samskonar dæmi mætti telja, en þess gerist ekki þörf, því athugull lesari finnur þau sjálfurc. Ekki vitðist Jón skilja orð min um fóðureiningu og heyeiningu og get eg ekki að þvi gert. En reyna vil eg enn, og nú i síðasta skifti að koma honum i skilning um það. Eg vil, eins og þú Jón, láta nota heyeininguna og hefi sjálfur notað hana, en af því að aðrir nota »fóð- ureiningc um aðra fóðurstærð, þá tel eg óheppilegt að skýra heyein- inguna um, og kalla hana fóður- eining, Ætli t. d. mönnum þætti ekki illa viðeigandi að kalla «krónumynt- ina okkar >mark?c Eg býst við því, en hvorutveggja eru þó silfur- myntir með misjöfnu verðgildi. Eins er með »fóðureining« og «heyein- meðvitandi andans örbirgðar vorrar. Guð hjálpi oss til að losna við hina andlegu íbygni, sem vill loða við oss presta, og allan sérgæðingshátt- inn, ásamt hinum íburðarmikla glamr- anda, sem honum fylgir. Guð hjálpi oss til að koma réttilega auga á vora sönnu andans örbirgð, og gefi oss einlægni til að kannast auðmjúklega við hana. Það er mjói vegurinn, sem liggur til andans uppsprettu. — Eg lýk svo máli mínu með því að draga saman á þessa leið það, sem eg hefi hér viljað sagt hafa: »Gömul trú« og »andlegt líf á vor- um tímumc stendur nú hvað and- spænis öðru og djúp staðfest á milli, svo mikið, að við sjálft liggur að hinar kristnu þjóðir — einnig vor þjóð — séu teknar að fjarlægjast fagnaðarerindi Jesú Krists. Skilyrðið fyrir því, að þessari yfir- vofandi hættu verði afstýrt, er það, að trúin, — sem í sjálfu sér er ekkert annað en barnslegt traust til guðs, eins og það opinberast í Kristi — endurnýist hið ytra, taki upp nýjan guðfræðilegan búning, svo að hún geti fullnægt þörfum hins andlega Hfs á vorum dögum. En höfuðskil- yrðið er þó það, að trúin endurnýist hið innra fyrir anda Drottins, og öðlist náðargjöf andans til að setja sálum mann guð lifandi fyrir sjónir. (J. H. þýddi úr «For Kirke og Kulturc 1913, 9. h.). ing«. Hvorutveggja eru einingar, en í þeim er mismikið næringar- gildi, eins og það er mismikið silfur í marki og krónu,- og þeir peningar mis-verðmiklir sem verzlunarmiðill. Skilji Jón nú ekki hve óheppilegt það er, að kalla heyeining fóður- eining, þá býst eg ekki við, að eg geti látið hann skilja það. Allar hártoganir og útúrsnúninga um vatnsgjöfina eða brynningar ætla eg mér ekki að eíta, því sá rithátt- ur lætur ekki mér, en ætti eg að ráða Jóni heilt, þá væri það það, að lesa einbverja almenna fóðurfræði, enska eða danska (eða hans Her- manns) og styðjast við hana, þegar hann næst ritar um það efni. Ekki finst Jóni tilhleypingar heyra undir vetrarhirðingu sauðfjárins. En mér finst það, og verður Jón að virða mér til vorkunnar. En annars fanst mér því meiri ástæða til að tala um það, sem það einmitt er í því efni, sem fjárræktinni á Suðurlandi er allra mest ábótavant. En það er eins og margir vita algengur letisiður á Suðurlandi að sleppa hrútunum í ærnar i byrjun fengitímans og láta þá ganga i ánum úr þvi. Sunnlend- ingar margir hverjir kunna þá alls ekki að hleypa til; en Jón sem er Þingeyingur, og þar að auki fjár- ræktarfræðingur, kann það, og hefði þurft að kenna þeim það. Óhrædd- ur þori eg að fullyrða, að fjárræktin kemst aldrei í sæmilegt horf, enn siður gott, meðan letin og skeyting- arleysið er svo ríkt hjá mönnum, að þeir líða sjálfum sér og fjármönnum sínum, að hleypa þannig til. Gott þykir Jóni það að gefa fulla garðana áður en fé er hleypt inn, svo nóg slæðist og nógur verði troðningur á jötunni. Þetta þykir mér ekki, og sýnist okkur þá sitt hvað. Enn mætti bæði telja villur, sem í bókinni eru og ónákvæmni, en eg læt hér staðar numið. Minni svo að endingu á það að það er rétt sem eg sagði í 87. tbl. ísafoldar f. á. að láta unglinga lesa bókina. Þeim glæðist við það áhugi, en aukinn fróðleik sækja þeir ekki í hana. Meira svara eg ekki Jóni, og það sem hann i bræði sinni hnýtir i mig fyrirgef eg honum fúslega. Fari hann á stað aftur, mun eg engu svara honum, nema hann sérstaklega mæl- ist til að eg geri það; þá kann að vera að eg tíni til fleiri dæmi úr bókinni, því enn eru mörg ótalin, ef timi minn þá leyfir. Hvanneyri 1. janúar 1913. Páll Zóphóniasson. Um sandfok. 1. Allir þeir, sem um landið ferðast, sjá, hve landið er nú óbyggilegt á mörgum stöðum. Á því eru stór svæði hulin jöklum og hraunum. Viða eru lika stór gróðurlaus svæði sem annaðhvort eru roksandar, eða uppblásnir eða örfoka svæði. All viða eru þó frjósöm héruð með ræktuðum blettum og blómlegum bygðum. Þessir byggilegu blettir, ættu að vera oss íslendingum öllum jafn kær- ir, því að við þá er tengd framtíð vor. A arðsemi landsins grundvall- ast framtiðarvelliðan meiri hluta is- lenzku þjóðarinnar; þvi að af afurð- um þess verða búar og bændalýður að hafa sitt lífsuppeldi. Virðist því að öllum hugsandi ís- lendingum ætti að vera það áhuga- mál, að rækta landið, enda hefir tals verður áhugi vaknað á síðustu árum í þá átt — en það er ekki nóg að reyna í eitt sinn til að gera land arðberandi. Máltækið hljóðar svo, að ekki sé miuni vandi að gæta fengins fjár, en afla þess og á það ekki síður við ræktað land en annað. Sorglegt er að sjá, og til þess að vita, að roörg hin frjósömu héruð eru stórskemd og liggja við eyðilegg- ingu af sandjoki, ef ekki er að gert. Nú er mikill fjöldi af jörðum alger- lega eyðilagðar af sandfoki t. d. í Landsveit og á Rangárvöllum í Rang- árvallasýslu. Ank þess er bæði þar og í flestum héruðum landsins mjög margt af góðum jörðum, sem eru hálf eyðilagðar og afdrif þeirra auð- sæ, ef ekki er spornað við skemd- unum með viðeigandi ráðum og dugnaði. Til þess að geta varist meinsemd- um, þá þarf að þekkja þær, upptök þeirra Og eðli. Til þess að geta varist árásum sandsins, þá þarf að gera sér grein fyrir, af hverju sandfokið stafar, hvernig það hagar sér, og byggja svo á þeirri þekkingu, þau bjargráð, sem helzt er hægt að nota, til þess að verja landið. Sem kunnugt er, þá er ísland eitt eitt hið mesta eldfjallaland í heimi. Eldgosin hafa haft mikil áhrif á myndun jarðlaganna, því að af þeim stafa hraun, vikur og eldfjallaaska, sem oftast gætir mikið i þeim hér- uðum, sem sandfok er mest. Hekluhraunin (um 38 ferh. míl.) eru undir miklum hluta þeirra hér- aða, sem sandfok er mest á Suður- landi, t. d. Landsveit, Rangárvöllum að nokkru leyti og Skeiðum. Vikurinn og askan berasr við eld- gosin út yfir landið og fellur niður á jörðina, eins og snjór. Eru vikur- lögin og öskulögin stundum all þykk. Náttúrlega fer það mes't eftir því, hve mikið komið hefir af þeim efn- um upp við eldgosið, og hvort hér- uðin liggja langt frá eða nærri þeim stöðum, sem eldgosið hefir verið. Eðlilega verða þessi efni því mest næst eldföllum. Öskulög þessi má sjá viða í jarð- lögum á Suðurlandsundirlendinu. Víða þar sem jarðvegur er þykkur, má sjá hvert vikur og öskulagið of- an á öðru með moldarlögnm í milli, sem sýna, að oft hefir liðið langt milli þeirra eldgosa, sem mikið ösku- fall hefir stafað af. Af þessu leiðir að jarðlögin hafa hækkað, orðið laus og gljúp og þeg- ar við það bætist, að undir þessum moldarblöndnu jarðlögum, kemst oftast hraun, þá er það auðskilið að vatn sígur fljótt i gegnum þau, og slik jörð er oft þur með litlum gróðri, eða næstum gróðurlaus. Víðsst á íslandi eru miklar úrkom- ur og .vatn því mikið á jörðu, þeg- ar jarðlögin eru frosin, svo það get- ur ekki sigið niður. í frostunum frýs vatnið, sem þá fyllir allar hol- ur og öll bil, sem eru milli vikurs og ösku hraunanna í efstu jarðlög- unum. Vatnið mylur þvi grjótið i sundur og losar moldina. Snjóvatnið þiðnar á yfirborðilands- ins og rennur burtu. Við strauma þessa skolast oft frjóefni burtu og oft rifur það sár í grassvörðiun. Oft ber líka við, að sár í gras- sverðinum myndast á annan hátt t. d. af umferð, götum, skriðum í fjalla- hlíðum„ skógarhöggi, mosa og lyng- rifi o. s. frv. Vanalega eru þessi sár i gras- sverðinum smá i fyrstu, og gefa menn þeim lítinn gaum — enn þau stækka oft fljótt. Vindurinn fer með gapandi gini yfir landið og sleikir úr hverri sprungu, geil og rifu, sem hann finnur. , Finni hann litla holu, rifur hann moldar og sandkornin úr henni, svo að hún stækkar. Úr götunum sóp- ar vindurinn og vatnið rykinu, göt- urnar stækka, dýpka og geilar koma undir grasrótina. Hnausar falla nið- ur og motdin fýkur yfir graslendið framundan, það hækkar og börð myndast. Umferð manna og fénað- ar losar altaf moldina úr sárinu, hún fýkur og altaf stækkar flagið. Sauð- fé stendur undir moldarbörðunum og nuggar sig við þau, Moldin hrynur niður og graskekkir á eftir og altaf stækkar sárið. í leysingum og vatnavöxtum skol- ast vatnsbakkarnir, (lækjarbakkar) burt af vatninu. Vindurinn feykir ryk- inu út yfir bakkann, bakkinn hækk- ar, en mjókkar; flagið stækkar, gras- ið minkar. Smátt og smátt fýkur meira og meira, þar til skaðlegt sandfok er byrjað. Víða er þetta byrjunarsaga sand- foksins — en svo kemur áframhald- ið á eftir. Þegar vindur er, fýkur moldin og sandurinn fjöllunum hærra. Útsýnið hverfur, ekkert sést nema kolmórauður reykmökkur og ill færð er um þessi sandsvæði fyrir sandbyl. Stóru sandkornin urgast oftast niður við jörðina, en mold og smáu sand- kornin fjúka upp í loftinu. Gras, sem næst er flögunumr og næst er sandfoksstefnuni fyllist vanalega af sandi. Við það kafnar grasið oft niður, rótin finnur og nýtt svæði myndast, til þess að blása upp. Sandur sezt oft svo mikiil í ull á fé, að það á mjög örðugt með að hreyfa sig. Öll skjól fyllast af sandi og moldrykið smýgur innjjum hverja gætt og rifu, svo að moldar lag er yfir öllum húsgögnum á þeim bæjum, sem næstir eru þessum voða- legu sandbyljum. Menn eiga mjög örðugt með að vera úti. Augu, eyru munnur og nasir hálf fyllast af þessu viðbjóðslega ryki og alt af brakar undir tönn af sandkornunum, sems i munninum eru. Flestum þykir ótrúlegt, að hola, götutroðningur, eða lækjarbakki geti verið rótin að þessum ófagnaði — en sé vel athugað, þá hafa slík smá- atvik oftast orðið undirrótin til þess, að stór svæði hafa eyðilagst, bæði góð tún, engjar og beitilönd. Stund- um hafa ein eða fleiri. jarðir lagst £ eyði og jafn vel heilum sveitum ver- ið hætta búin. Oft getur sandfok stafað frá vatni, sjó eða ám. Sandurinn skolast þá upp að ströndunum, þornar þar og fýkur svo inn yfir landið. Nl. For Salg af prima hygiejniske Syge- plejeartikler etc. til Private som Bierhverv söges mod 50 pCt. Pro- vision en dygtig Mand i hver By. L. Nielsens Gummifabr. Köbenhavn F. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Bjöm Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun‘ og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup- mönnum. Buchs litarverksmiöja Kaupmannahðfn. Þeir kaupendur Isafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.