Ísafold - 31.01.1914, Síða 1
XLI. árg.
I. O. O F. V 51169.
Alþýðufól.bókasftfn Templaras. 8 kl. 7—
Augnlækninp: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 3 »8
Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 1 > -8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—8 og • -7
Eyrna- nef- hálslækn. ók. Austurstr.22fstd ’ -8
íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—1C >5.
Alm. fundir fid. og sd. 81/* siód.
Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á helj kini
Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankiun 11-21/*, 51/*—6'/». Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8.
Landtíbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12 -2
Landsfóhirbir 10—2 og 6—6.
Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt.(8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Austurstr.22 þd.og fsd. 12 -1
Náttúrugripasafnib opió l1/*—21/* á sunnnd.
Samábyrgó Islands 10—12 og 4—6.
Stjórnftrráðsskrifstofurnar opnar 10—4 da^l.
Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn dagh, >gt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2 8
Vífilstaðahælið. HeimsókLartimi 12—1
Þ'jóðmenjasafnið opið sd, þd. fmd. 12—2.
Bostanjoclo-Cigaretter
mesta úrval í bænum í
tóbaks- og sælgætisverzluninni
á Hótel Island.
Magnús Th. S. Blöndahl.
Skrifstofa og sýnishornasafn.
Lækjargata 6 B (uppi).
Selur að eins kaupmönnum og
kaupfélögum.
Skrifsíofa
Etmskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7.
Opin dagiega ki. 12—2 og 4—7.
Talsimi 409.
Sigfús Biöndahl
Rödingsmarkt 57, Hambnrg 11.
Inn- & utflutningrsverzliin.
U mboðs verzlnn.
Allar íslenzkar vörur seldar
hæsta verði.
Stmnefni: Blöndahl. — Hambnrg.
Nýja Bíó
Snjallari Sherlock Holmes.
Skemtilegur leynilögreglu-gamanleik-
ur í 3 þáttum.
Aths Menn geta trygt sér að-
göngumiða með því að hringja í tal-
síma leikhússins — nr. 344 — sem
er opinn 10—12 ird., 4—6 síðd.
og hálfa stund áður .. er sýning hefst.
Verði pantaðra aðgöngumiða ekki
vitjað fyrir kl. 9. verða þeir seldir.
Inngöngueyrir sami og vant er.
Fiskiveððar við
ísland .913.
• eftir
F* *orsteir. lúl. Sveinsson.
l.
Strandveiðar.
Róðrarbátar.
Þessi veiði er stunduð um alt
land, þar sem bygð liggur að sjó,
Reykjavík, laugardaginn 31. jan. 1914
9. tölublað
CARLSBERG ÖLGERÐARHDS
mæla með:
Carlsberg skattefri
alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúffengt, endingargott.
Carlsberg skattefri Porter
ekstraktríkastur allra Portertegunda.
Carlsberg gosdrykkjum.
áreiðanlega beztu gosdrykkirnir.
a©Jl Brlendar símíregnir
London 28. jan. kl. 6 síðdegis.
Verkfall og verkbann.
Verkjall og verkbann jer hér sívaxandi. Viða hejir verið ómögulegt að
útvega vinnujólk. Margir stúdentar unnu i dag að kolavinnu.
London 29. jan. kl. j siðd.
Venezelos, yfirráðherra Grikkja, er korninn til Frakklands í rikiserindurn.
Kristiania 29. jan. kl. 4 síðd.
Merkur Finni látinn.
Senator Mechelin dó í gœr.
Leopold Mecbelin var einhver allra merkasti seinni- tíma Finni.
Hann var fæddur 1839, nam lög, en var prófessor í hagfræði við háskól-
ann í Helsingfors árið 1874. Þingmaður var hann frá 1872—1903.
Var þá rekinn úr landi af Rússum. Ráðherra var hann 1882—1890.
Mechelin ritnði mikið um Finnland, bæði á sænsku og frönsku og þykja
það snildarrit, sem eftir hann liggja.
en á mismunandi timum ársins á
ýmsum stöðum, eftir þvi hvenær
búast má við fiskigöngum upp að
hvérjum stað. Á Faxaflóa, i Ólafs-
vík og við ísafjarðardjúp er veiði
stunduð alt árið, og á Norðurlnrdi
og Austurlandi vanalega frá mai
byrjun fram að jólaföstu. Á öðr-
um stöðum töluvert mismunandi
eftir fiskimergð og veðurlagi.
Yfirleitt hafa róðrarbátar aílað vel
þetta ár. Við Faxaflóa og austan-
fjalls verður meðal-hlutur um 500
fiskar á vetrarvertiðinni, sem álitinn
er meðalhlutur nú hin seinni ár.
Á Vestfjörðum og Norðurlandi mik-
ið góður afli og á Austfjörðum
ágætis nfli sumarmánuðina, alt að
100 skp. á bát með þremur mönn-
um.
Vélabátaveiðin, sem einnig er stunduð
frá flestum veiðistöðum landsins, hef-
ir víðast hvar gengið fremur vil. Við
Vestmanneyjar telst til, að meðalafli
um vertíðina hafi verið nál. 16 þús.
fiska á bát, og á Faxaflóa um 20
þúsund fiska á bát, jafnlangan tima,
en þar byrjar veiði töluvert seinna
en í Vestmanneyjum.
Á Vestfjörðum var aflinn fremur
rýr, að undanskildum þeim bátum,
sem fóru sumarmánuðina norður á
Húnaflóa og öfluðu þar fremur vel.
Á Norðurlandi var mjög góður afli,
einkum um vorið og á Austfjörðum
ágætis afli, og beztur eins og vant
er á Norðfirði þar veiddu sumir
bátar hátt á þriðja hundrað skp., en
meðal afli mun hafa verið nálægt
160 skp. á bát.
Hafskipaveiði.
Þilskip. Þegar maður veitir því
eftirtekt hvar þilskipin eiga heima,
er það að eins á öðrum helming
landsins frá Reykjanesi norður um
land að Langanesi. Þessum skipum
fækkar óðum, einkum við Faxaflóa.
Yfirieitt má segja að skip þessi hafi
aflað í góðu meðallagi.
Á skipum frá Faxaflóa er meðal-
afli um 70 þúsund fiskar, á skipum
frá Vestfjörðum um 37 þúsund og
norðlenzku skipunum um 60 þúsund,
en á síðastnefndu skipunum er fisk-
urinn einna minstur, en aftur á
móti beztur fiskur á sunnanskipun-
um.
Botnvörpungar. Flest af þessum
skipum eiga heima í Reykjavík, að
eins tvö á Vestfjörðum, þau stunda
veiði alt árið að undanteknum þrem-
ur þeim minstu.
í byrjun hvers árs leggja þessi
skip afla sinn á ís og geyma hann
þannig og sigla svo með hann ti
Englands og selja hann þar. Er þá
vanalega nægur fiskur, einkum út
af Vestfjörðum. Þegar veður haml-
ar ekki, fylla þeir skipin á viku
tíma, en oft vill hin óbliða vetrar-
veðrátta tefja veiði þessarr3 skipa,
Það er frábrugðið um fisk, sem seld-
ur er tii Englands, að afl. talan er
mjög óglöggur mælikvarði á fjárhæð
þá, er aflinn gerir, heidur er mest
komið undir fiskverðinu á staðnum,
þegar skipið kemur að selja afla
sinn, en verðið er mjög breytilegt.
í þessu efni hafa islenzku botn-
vörpungarnir verið fremur hepnir
þetta ár, að eins undantekning hafi
skipin ekki fengið upp kostnað sinn
í hveni ■ nflur á móti oft
selt með mjog goðum hagnaði.
Seint eða snemma í febrúarmán
uði bætta þessi skip að sigla með
afla sinn til Englands í ís og byrja
já að salta aflann og leggja hann
íér á land til verkunar, og helzt það
óbreytt þar til skipin byrja síldveiði
seinnihluta sumarsins, þau sem taka
)átt í þeirri veiði, eða þar til í sept-
ember, að þau aftur byrja að sigla
með fiskinn ísvarinn til Englands, á
sama hátt og í byrjun ársins.
í byrjun saitfisksvertíðarinnar var
afli fremur lítill, mest rýr fiskur og
ufsakendur, en þegar á vertíðina leið
byrjaði ágætur afli. Mest eins og
vant er á Selvogsgrunni, svo að
skipin hvað eftir annað komu tnn
með fullfermi; einnig var mjög góð-
ur afli hjá þessum skipum á vorver-
tíð, ýmist út af Austfjörðum eða út
af vesturlandinu, beggja megin við
ísafjarðar djúpið.
Aflinn hefir þetta ár verið í góðu
meðallagi að tölu til, þegar litið er
á alt landið, en aflinn talinn í krón-
um, hefir víst aldrei náð eins hárri
tölu sökum hins óvanalega góða verðs
á fiskafurðum.
Fisbveiðar mánaðarlegra.
Hér fer á eftir yfirlit yfir hvar helzt
hefir verið stunduð veiði f hverjum
mánuði, og hvernig fiskiskipin flytja
sig eftir fiskigöngunum.
Janúar. Nokkurnvegin afli á vélbáta
bæði á ísafirði og i Vestmannaeyj-
um, og botnvörpuveiði góð úl af
Vestfjörðum og suðursöndunum. Þar
voru helzt Þjóðverjar.
Febrúar. Viðunandi afli á vélbáta
í Vestmanneyjum, mjög lítill afli við
Það semegMséðaföðrflmMmi.
Eftir Majór-General
Sir Alfred Turner K. C. B.1)
Það er ofvaxið skynsemi hleypi-
dómalauss mann, að þrátt fyrir hinn
geysilega þunga af vitnisburðum slíkra
manna, sem ekki er hægt að rengja,
skuli nokkur efi geta átt sér stað um
framhaldstilveru þess, sem andlegt
er í oss, eftir að það hefir losnað
við byrði líkamans.
Þeir sem þá trú hafa, eru menn,
sem að vitsmunum og vísindalegri
þekkingu eru að minsta kosti jafn-
okar þeirra vísiudamanna, sem, eins
og Sir Oliver Lodge segir, »hefir
verið hætt við að líta svo á. sem
engin undirstaða, er þeir hafi ekki
sjálfir lagt, geti verið áreiðaniegs
eðlis*.
Það virðist vera meira en djarft
að staðhæfa, eins og oft er gert, að
öll yfirnáttúrleg fyrirbrigði séu »óvit-
andi blekkingar* (unconscions jrauds),
eða »hugsana skynvillur«, og að
menn eins og Oliver Lodge, Sir
William Crookes, A. R. Wallace,
Sir W. Barret, Cesare Lombroso,
Richet, Myers, Flammarion og óta
aðrir, séu ekkert annað en fórnar-
lömb eigin ímyndunar sinnar.
Þó að tala þeirra manna sé legio,
sem ekki láta sannfærast, heldur hæð-
ast að hugmyndinni um líf eftir hina
skammvinnu tilveru í þessum heimi;
‘) Þ. e. Knight Commander of (The
Most Hononrahle Onler of) the Bath.
Ojúp. Botnvörpungar halda sig mest
út af Vestfjörðum og í lok mánað-
arins við suðurlandið. Þilskipin frá
"axaflóa leggja út í fyrstu vetrar
ierð og róðrarbátavertíð er byrjuð
sunnanlands við Garðskaga.
Marz. Botnvörpungarnir halda sig
irá Ingólfshöfða vestur að Skaga.
Góður afli í lok mánaðarins rýr afli
veiðistöðunum og Vestmanneyjum.
April. Góður afli h<á öllum, er
stunda veiði á tilgreindu svæði, enn-
l’remur er dágóður afli í þorskanet í
Garðsjó, einkum á vélbáta, og einn-
ig dágóður afli inni á fjarðarbotnum
á hinum suðlægari Austfjörðum, einn-
ig í þorskanet og mjög góður afli á
vélbáta með lóðir, en langt úti. í
byrjun þessa mánaðar hófst þilskipa-
veiði norðan- og vestanlands.
Maí. í miðjum mánuðinum hætta
menn að mestu leyti að stunda veiði
í suðurverunum frá Hjörleifshöfða til
Reykjaness, að Vestmanneyjum með-
töldum, en um líkt leyti byrja róðr-
ar alment á Vestur- Norður- og Aust-
urlandi. Þilskipin halda sig mest
út af vesturlandinu og botnvörpung-
arnir frá Gerpi sunnan um landið
að Hornbjargi, alstaðar yfirleitt góð-
ur afli.
Júní. Fiskiveiðarnar reknar á sömu
stöðum og á sama hátt og í mai.
Alstaðar fremur tregur afli.
Júlí. Fiskveiðarnar reknar á sama
hátt og i júni. Um miðjan þennan
mánuð hefst síldveiðin við norður-
land, og taka þátt í henni ýms skip
að norðan, nokkrir botnvörpungar
frá suðurlandinu og mikill fjöldi er-
lendra skipa; veiðist mest á svæðínu
þrátt fyrir kenningar kristindómsins
og meira að segja allra tmarbragða,
þá er hún þó ennþá hærri tala hugs-
andi manna, sem nú hneigjast að
spíritismanum með meir en hvers-
dagslegri alvöru og fordómalausum
huga.
*Kom til aðhceða, dvaldi til að biðja«.
Margur háðfuglinn, sem tók þátt
í hátíðlegum og alvarlegum tilrauna-
fundi, hefir, eins og syndari Olivers
Goldsmiths, »komið til að hæða og
dvalið til að biðja«.
Spíritisminn, tekinn i aivarlegum
og hátíðlegum skilningi, er hrein og
einföld trúarbrögð, og fyrir því hlýt-
ur hann að verða athlægi þeirra, er
líta á þau með fyrirlitningu. Af
sömu ástæðu hlýtur hann að verða
fyrir ákafri og eiturþrunginni mót-
spyrnu þeirra, sem skoða guðsþjón-
ustuform síns eigin trúarflokks sem
hinn eina veg til sáluhjálpar og líta
á alla, sem eru fyrir utan þeirra
tjóðurhring, eins og faríseinn, er fór
út á fjallið til að biðjast fyrir, leit á
aðra menn.
Eg hefi í h. u. b. 17 ár gefið mig
með áhuga við rannsókn dularfullra
fyrirbrigða, en það er aðeins í seinni
tíð, sem eg hefi opinberlega látið
uppi skoðun mína á þeim efnum eða
ritað nokkuð um þau. Það var ekki
fyrir það, að eg um eitt einasta
augnablik óttaðist svipur og fyrir-
litningu mótstöðumannanna eða skoð-
aði slíkt meira virði en augnabliks
vindgust, heldur fyrir þá sök, að eg
i