Ísafold


Ísafold - 27.06.1914, Qupperneq 3

Ísafold - 27.06.1914, Qupperneq 3
I S A F 0 L D 193 fól forstjóra að kæra í tima, ef lagt yrði framvegis á félagfð hærra út- svar en hæfilega á jasta verzlun þess i bænum, í hlutfalli við aðrar verzl- anir með svipaðri viðskiftaveltu og arði; og ef til þarf að taka, hleypa málinu til dómsúrskurðar. 12. Með þvi að kunnugt er, að mörgum þykir bagaleg fjærvist dýra- læknisins frá Reykjavik um slátur- timann, var samþykt að taka tilboði Þórðar læknis Pálssonar í Borgarnesi um að framkvæma kjötskoðun þar, með þeim skilmálum, sem nánar hafa verið framteknar við hann. 13. Fyrirspurnir um kaup á fé til útflutnings lifandi, lágu fyrir frá tveim verzlunarhúsum, og frá einu um fryst kjöt. Eftir allmiklar umræður var þeim málaleitunum vísað til for- stjóra til fullnaðarsvara með hliðsjón af framkomnum tillögum við um- ræðurnar. Gömlu og nýju illærin. Nl. Eg set hér skrá yfir veðurfar 10 alda. Um þessa skrá er það að segja að hún er ófullkomin. Hér koma ekki öll kurl til grafar, eink- um fyrstu aldirnar. Eg hefi heldur ekki þau rit með höndum, sem fá mætti úr frekari upplýsingar. En ef þessi skrá, sem eg hefi hér sam- ið af veikum mætti, yrði til þess að aðrir gerðu betur, væri fyrirhöfn mín eigi til ónýtis. — Það kalla eg frem- ur harða vetra, sem ekki eru meðal- vetrar. En einum finst það fremur harður vetur sem öðrum máske þykir meðalvetur. Slíkt getur verið álita mál. Fjárfellir tel eg ekki nema víðtææur sé. í raun og veru var 14. Málaleitun frá G. Gislasyni nm endurbætur á bryggju hans og félagsins var rædd. Falið framkv.- nefnd til athugunar, og undirbúnings ef tiltækilegt sýnist. 15. Málaleitun frá J. Björnsson & Co. í Borgarnesi um hluttöku fiá Sf. SI. í viðgerð á bryggju og vegi þar, falin forstjóra til úrlausnar* inn- an takmarka, sem fram voru tekin við umræðurnar. fjárfellir að einhverju leiti nál. hvert vor fyr á öldum. <jOWtdMOg^^a! Cö “S 00 JB O- 50 20- 3 O! 5- S srtr-j < » ;>B or a B cy or & — s sr OK 00 pj. 16. Borqarneshúsið. í fiamhaldi af 2. máli frá aukafundi í vetur var fallist á undiibúoingsstarf framkvæmd- arnefndar í því, og að gera umbæt- ur þær á húsinu, sem ráðgerðar hafa verið, og áætlað er að kosta muni kr. 4.5 50.00. 17. Akveðið að framvegis skuli nota skot við liflát fénaðar í slátur- húsum félagsins. 18. Ut af bréfi prestsins á Borg, hr. Einars Friðgeirssonar, þar sem hann enn á ný minnir á, »að ósam- ið sé við sig« um lóðina undir sláturhúsið í Borgarnesi, var ákveðið, að senda honum afrit af samningum þeim, sem gerðir hafa verið og að þessu máli lúta. 19. Út af erindi deildarstjóra Holtad. er við rök þótti hafa að styðjast, var samþykt að veita þeirri deild uppbót að upphæð kr. 136,26, með því að sú deild hafði sýnt sér- staka tilhliðrunarsemi og hlýðni í öngþveitinu siðastl. haust. 20. Deildarstjóri Ásad. flutti er- indi eins bónda þar um uppbót fyrir fé, er haun hafði sent óurnsamið til sláturhússins 7. sept. síðastl. sumar. Að ræddum og athuguðum mála- vöxtum var till. um uppbót feld með öllum atkv. gegn 1. 21. Ráðstöfun arðs sem verða kynni af sölu vöruleifa Jrá jyrra ári. Tillaga: Veiði hagnaður af sölu vöruleifa frá f. á. umfiam uppbætur, sem þegar eru ákveðnar til þeirra, sem lengst biðu með rekstra síðast- liðið haust, deilist hann á viðskifta- upphæð félagsmanna (sauðfé) það ár, þó ekki með hærra broti en i°/0. Samþykt. 22. Samþykt að ráða Helga Bergs sem deildarstjóra í útsöludeild fé- lagsins. Laun 130 kr. um mánuð- inn. Uppsagnarfrestur 3 mán. á báðar síður (frá hans og fél. hálfu). 23. Út af þeirri tillögu Borgar- nessfundarins, að annar endursk. væri úr vesturhluta félagssvæðisins urðu nokkrar umr. Þótti liklegt að þeir, er hlut eiga þar að máli, sætti sig við, að gert var ráð fyrir því á fund- inum, að Pétur í Hjörsey yrði við yfirskoðunina i júli, og að tekið muni verða tillit til þessarar till. við kosning endurskoðara að ári. 24. Kosningar: form. Á. H. með 7. atkv., varaform. H. Sn. 4 atkv., frkv.nefnd: B. B., V. G. í e. hlj., endúrsk.: Eggert Bened. e. hlj., dómstjóri Eggert Briem skrifst.stj. og til vara Sv. Björnsson í e. hlj. 25. Rekstrarkaup Skaftf. samþ. eins og að undanförnu. 26. Útbúnir víxlar f. 150.000 kr. til rekstursfjár þ. á. 27. Skorað á deildarstjóra að brýna alvarlega fyrir mönnum að 8^ta betur reglna fél. en síðastliðið haust. Fundi slitið kl. 4 e. h. hinn 25. Cn to 03 03 to s © to 00 to o* 03 0: (-* (—* CD - 05 ~4 03 0; p- I—‘ to h-L 03 1—* to co 00 0: p- 13. ts 1—‘ (—‘ 16 to to 00 0 ‘ Oi Ci 0: K 14. - H-* <Ji to to d to 0: PU »—* p to to 10 >—l tc to H-1 03 1-* to 0: p 03 14 <Ji S 03 to l—l 0 H-4 cc <0 —4 0: £ (-* j-4 00 (-* 1—‘ 03 16 03 H-‘ -4 12 14 <Ji 0: <-*■ 00 10 03 93 03 12 to 03 *-4 0: p^ (-‘ ZD to 03 O 16 128 to 74 39 cc 96 42 tals m ÍO B Koma hðrðu árin eftir föst- inn reglum? Er það af hendingu að flest hörðu árin koma á vissum tíma hverrar aldar nær undantekningarlaust? Um 8 aldir hefir hver öld byrjað með hafís og harðindum. Einnig 20. öld- in. Muna menn ekki útmánaðafrost- in og hvfisinn 1902? Sá vetur hefði áður kallast »fellisveturinn mikli«, eða eitthvað þvíumlikt. — Ef 20. öldin hagar sér eftir 8 systrum sínum, þá má segja fyrir um 8 hörð ár, að minsta kosti hvenær þau komi, svo ekki muni meiru en einu ári af eða á, eftir þvi hvenær harðindin byrja á árinu. Eg ætla að reyna að benda á orsakir til þess, að veðráttan er oft háð föstum lögum. En fyrst verð eg að taka mér dálitinn útúr- dúr, svo grundvöllurinn, sem þetta er bygt á, verði skiljanlegri. Ef horft er í sólina í sjónauka, sjást á henni dökkir dílar eða blettir. Þar er yfiiborð sólarinnar kaldara en annarsstaðar. Blettirnir koma oft skyndilega og hverfa einnig fljótt. Fls^tir hafa lengri viðdvöl og taka oft margvíslegum myndbreytingum. Sumir eru afarstórir, mörgumsinn- um stærri en alt yfirborð jarðar, — jafnvel 4000 km. í þvermál (= 30 þús. mílur). Sólblettirnir vaxa eða fjölga og fækka á hverju 11 ára tímabili, eða því sem næst. Þegar þeir eru orðnir flestir, hafa náð há- marki, fækkar þeim stöðugt um ý1/^ ár. Þá er lágmark þeirra. Þeim fjölgar svo aftur um ÝU ár. Þá er aftur komið hámarkið, og svo fækk- ar þeim, og svo koll af kolli. En sólblettirnir hafa einnig áhrif á segulnálina. Daglegar hreyfingar hinnar svo kölluðu »skekkjanálar« (Deklinationj minka um 7x/a ár, á sama tíma og sólblettunum fækkar. En hreyfingar nálarinnar vaxa einnig um 3^/2, þegar sólblettunum fjölgar. Svo virðist einnig að sólin (sól- blettirnir?) hafi þau áhrif á segul- skaut jarðar, að það færist árlega lít- ið eitt. Það færist eina hringferð austurfyrir jarðarskautið og vestur- fyrir það á rúmlega 600 árum. Seg- ulnálin stefnir því hér ekki i há norður, nema tvisvar á 600 árum. Stefna segulnálarinnar er því ýmist vestlæg eða austlæg. Það kallast skekkja, hornið, sem myndast milli siefnu lágréttrar segulnálar, þegar hún er sjálfráð um hreyfingu sina og hádegisbaugs hvers staðar. Vel getur verið, að þessi færsla segulskauts jarðar, hafi einhver áhrif á veðurfai alda. Úr því verða veður- farsvísindin og framtiðin að skera. Vísindamaður einn, Vilh. Meinar- dus að nafði, hefir gert ýmsar veður- farsrannsóknir. Hann hefir þá skoð- un, að isrekið við ísland hafi á 19. öldinni farið eftir 11 ára timabili sólblettanna, eins og segulnálin og norðurljósin (katöðugeislar). Þegar kalt er á Grænlandi og þurkar og hitar á fastalandandi Norðurálfurmar er mikill is við ísland. En þegar hér er islsust er heitt á Grænlandi, en kalt og vætusamt í Norðurálf- unni. Rannsóknirnar benda til þess, að mestur sé hafísinn hér við land þeg- ar hámark sólblettanna er rétt kom- ið, eða hérumbil einu ári áður, eða þá þegar lágmark þeirra er. Það er þvi eigi hægt að vita — sé þetta rétt — hvert hafís kemur á lámarki sólbletta eða hámarki þeirra, eða bæði á hámarki og lágmarki. Mér til gamans hefi eg litið aftur í aldirnar, 4 aldir og talið saman, hve_ vel þetta kemur heim við það, sem við vitum um hafís og harð- indi þeirra alda. Þá kemur hámark og lágmark sólblettanna heim við þessi harðinda- og hafisár. Það eru flestu vondu árin. Á 16. öld: 1508, 1518, 1525, 1552, 1562, 1579 og 1595. Á 17. öld: 1601, 1607, 1615, 1618, 1625, 1628, 1634, 1639, 1648, 1661, 1674, 1680. 1692 og 1695. Á 18. öld: 1701, 1705, 1717, 1728, 1739, 1746, 1752, 1757, 1772, 1779, ^784 og 1700. Á 19. öld: 1802, 1811, 1817, 1827, 1834. 1837,1856, 1859, 1869, 1881 og 1892. Nú koma 2—3 hafísár hvert eft- ir annað, þá má ætla að 1. árið sé i sambandi við sólblettamagnið og hin af sama toga spunnin, áfram- hald hins fyrsta. En svo koma þess milli stundum hörð ár. Frostavetr- ar geta komið og einnig snjóvetrar þótt hafis sé eigi, en sjaldan er það. En harðir eru þeir. Sama er að segja um ófreða og umhleypinga- vetra. Þá eru oft jarðbönn mikil. Venjulega eru þeir undan hafisvor- inu, en tæplega þó alt af. Stundum er hafíshroði við land um tíma þótt, ekki hámark eða lágmark sólbletta. Virðist hann þá vera einskonar eftir- legukindur frá höfuðisárunum. Hvað sem annars má segjí um þetta, þá er þó víst að hafísárin og harðindavetrar kom á vissum árum hverrar aldar, nálega undantekning- arlaust. Þannig, að * þeir timar eða þau árin, koma altaf heim við 11 ára tímabil sólblettanna. Þetta er naumast tilviljun. Eg býst við að 20. öldin hlýði sömu lögum. Grasbreztur og óþurkar. Flest grasleysisárin og óþurkasumr- tn, eru samfara hafís. Vond óþurka- sumur eru eitt mesta mein landbún- aðarins, verri en grasleysissumrin og hörðu vetrarnir. Svo virðist sem allir hafi ekki athugað þetta, en fár- ist mest yfir hörðum vetrum. fafn vel hörðu hafísvorin eru verri og hættumeiri en einfaldir fosta- og snjóavetrar, með allri sinni ilsku. í óþurkasumrum er venjulega hej'feng- ui manna með minna móti eða stund- um lítill. Þ.i eru heyin skemd, kjarnlítil, oft litlu betu en sinurusl ið sem skepnurnar bita úti. Heyin oft þar að auk brend og mygluð. Er því frágangssök að setja skyn- samlega á þesskonar heybirgðir. Skemdirnar á heyjunum koma líka mest fram, þegar farið er að gefa þau. Heyvöxturinn dregur menn á tálar. En grasleysissumrin eru eins og óvinirnir sem ganga beint framan nð manni, en koma ekki til dyratina i dularklæðum, eða læðast að baki manna. Þá eru heyin litil að vöxt- um. Þá setja menn betur á. En þau eru það sem þau sýnast, hafi nýtingin verið góð, eru þau hér um bil V3 kjarnbetri en í grasárum. Hafísárið mesta 1695 var óvenju mikill grasbrestur um land alt. Sum- staðar á Lnnganesi ekki borinn ljár á gras á útjörð. Á Vetur og Suð urlaudi víða svo salla smá taða að hana var ekki hægt að binda í reipi en flutt í ábreiðum og pokum heim. Útjörð svo illa sprottin, að 5 — 15 hestar fengust víða, þar sem í með- sumrum fengust 80 hestar. Mér telst svo að af þeim óþurka- sumrum, sem getið er um séu 23 verulega vond, hafi að meira eða minna leyti náð yfir flectar eða allar sveitir landsins. Fyrsta þess konar sumar er 1226. Þá kom sjaldan þur dagur ait sumarið. Þetta auð- vitað nokkuð ýkjur, því fyr má vera 1312 hefir ekki verið betra. Þi var óar óvíða nokkuð hey að mun kom ið i gar fyrir 7. september. Eftir þessi sumur komu vondir vetrar. Það skiftir mestu. hvernig vetrarfar er eftir vond óþurkasumur. Eftir 11 óþurkasumur hafa komið meinlitlir vetrar. Eftir 4 óþurkasum- ur harðir vetrar, og eftir 3 sumur stirðir umhleypingavetrar. En eftir y óþurkasumur góðir vetrar; þar af tveir mjög góðir. Hvenær koma næstu harðindin ? Síðustu harðindin voru auðvitað 1907. Flestir fundu lítið til þeirra, allra sízt kaupstaðarbúarnir. En Norð- lendingar fundu þau, þótt ekki félli fé. Fjmrum hefði það ár þótt ann- álsvert. Hófust ekki »næstu harð- indinc á Suður- og Norðurlandi í sumar? Og standa þau ekki yfir? Það finst okkur sveitakörlunum. Og við erum nú vondaufir. Og óvenju harða drauma hafa nú allir drama- menn. Þeir eru áreiðanlega annáls- verðir. Nú er allra veðra að von þessi misseri. — En þolum við, sem nú byggjum ísland, eins vel hörð ár og fyrri tiðar menn ? Því er erfitt nð svara. Tímarnir er svo ólikir; menningin ólík og skilyrðin einnig önnur nú en áður til þess að verjast áföllum. En lífsþarfirnar nú margbreyttari og langt um meiri. Fæstir okkar munu geta lifað við svo lítinn kost, sem t. d. Sigurður nokkur bóndi í Deild- artungu varð að sætta sig við i haið- indunum eftir 1694. Hann lifði með 7 manns í heimili heilan vetur á mjólk úr einni kú og kvígu. Eru mörg dæmi þessu lík frá 17. og 18. öld. Sonur hans, Páll bóndi i Deildartungu (f 1760) varð einjn mesti auðmaður sinnar tíðar. Auð sinn og gæfu þakkaði hann á gam- als aldri sultinum og kuldanum i æsku. — Sum blóm anga bezt þeg- ar þau eru kreist. Gott að reyna muninn á skini og skugga. Harkan og erfiðleikarnir stæla vöðvana og sálarlífið. En eintómt sólskin og hitamalla veikir og sljófgar. Þarf þrek og karlmensku til þess að þola harða vetur. En sigurvonin eða vissan veitir ómengaðan unað. Hetju- andinn lifnar, sem við enn eigum. Það er geymdur arfur en eigi glat- aður. Hann kemur í góðar þarfir þegar Heimdallur blæs í gjallarhorn- ið og boðar okkur til bardaga á »Vigriðarvöll* því »fimbulvetur« sé í nánd. Sigurður Þóróljsson. ■ -------------------- Peningar fnnduir á götum bæjarins. Eigandi vitji á Frakkastíg 12. ísafold. Nú er færið að gerast kaupandi Isafoldar frá 1. júlí. Nýir kaupendur að síðari helming þessa árgangs ísafoldar (1914) fá t kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði V2 árgangs (2 kr.) 2 af neðantöldum 3 bókum eftir frjálsu. vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf fansson. 2. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Björns heit. fónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur,. er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins í afgreiðslunni. A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismes‘a blað landsins, pað blaðið, sem eigi er hcegt án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með i því, er gerist utan lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og iistum.. Talsími 48. fSÍ&r* Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið i fri- merkjum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAFOLD er fréttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. Hárböð og andlitsböð. Stórt úrval af hármeðulum og ilmvötnum bezt og ódýrast i Þingholtsstræti 26. Kristín Meinholt. Umboð og birgðir. Við viljum fá aðalumbeðsmann á íslandi til að selja okkar alþekta rafmagnslækningaáhald „Reform-beItið“. í Norvegi hefir það selst í þús- undum og höfum við mörg með- mælabréf þaðan frá okkar læknuðu skiftavinum. Þeir, sem hafa i hyggju að eign- ast belti, geta fengið prentaða skýrslu um það í skrifstofu ísafoldar. Duglegur maður getur búist við að fá i ársþóknun fyrir beltasölu 4 til 5000 krónur. Umboðsmaðurinn verður að setja 250 kr. tryggingu fyrir birgðum. Skriflegar umsóknir ber að senda ásamt meðmælum. Reform-Bureanet, Kristiania. Norge. Kopar og eir kaupir hærra verði en aðrir G. Gíslason Lindargötu 36.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.