Ísafold - 01.08.1914, Síða 3

Ísafold - 01.08.1914, Síða 3
IS AFO L D 233 Bókarfregn. Jón Helgason: Al- menn kristnisaga. I. Fornöldin VIII +319 bls. H. Miðaldir VIII 4- 392 bls. Bókav. Sigf. Eymnndssonar, Rvik 1912 og 1914. Fáar vísindagreinir hafa sætt lak- ari meðferð en Kristnisagan. Er það sannast að segja, að hún hefir oft verið skráð með hinu megnasta gerræði. Trúfræðin hefir skipað dómarasætið, og hún hefir svo ým- ist dæmt menn og málefni óalandi og óferjandi, eða hafið það til skýj- anna, mest eftir þvi, hvernig það hefir horft við kreddum þeiria kirkju- deilda, er sögumaður hefir talist til. Hefir þetta, sem von er til, rýrt all- mjög vísindagildi slíkra rita. Oft borið meiri kei.m af deilum og varn- arskjali en vísindum. Og hver rit- ar svo upp eftir öðrum eins og gengur, en fátt um nýjar uppgötv- anir. Þarf ekki annað en líta á, hvernig mótmælendur hafa jafnaðar- legast lýst siðaskiftatímanum og mönnum þeim, er að þeim stóðu. Þetta hefir stórbreyzt á siðustu árum. Og undirrót þeirrar breyting- ar er sú, að menn hafa þorað að vísa trúfræðinni heim til sín. Menn hafa rannsakað og rannsakað, og ritað sögu kristninnar án þess að virða nokkuð annað viðlits en sögu- lega sannleikann. Og árangurinn af þessari einurð hefir orðið sá, að nú blasir við ný útsýn víða, þar sem áður var afbakað eða þoku hulið. Furðu skjótlega hefir okkur ís- lendingum gefist kostur á að kynn- ast ávöxtum þessa starfs á okkar eigin máli. Það er ekki tekið út með .sitjandi sælunni að lifa og fylgjast með á slíkum umbyltingar- tímum, sem nú eru. Það er auð- veldara að renna i gamla hjólfarinu, heldur en brjótast eftir vegi, sem verið er að ryðja. Víða standa Grett- istökin enn eftir, og víða er óráðið hvar bezt muni að fara. En við ís- lendingar höfum verið svo hepnir að eiga þann hauk í horni, sem ekki hefir talið eftir sér að brjótast leið• ina, þótt hún sé torsótt, og gera hana greiðfærari þeim, sem á eftir koma. Sá maður er síra Jón Helga- son, prófessor í guðfræði. Hann hefir nú gefið út tvö bindi af kiist- nisögu, og taka þau yfir sögu kristn- innar fram yfir aidamótin 1400. Eg er vis í þvi, að fæsta grunar það, hve mikið stórvirki hér er leyst af hendi. Mönnum finst oft, að slík »ágrip« megi rita rétt eins og að þamba blátt vatn. Ög grunar þá menn sízt, að oft getur legið tnargra daga lestur og hörðustu heila- hrot bak við eitt ártal, eða eina stutta setningu. Það eru einmitt »ágripin«, sem hér eru skæðust. Heilt stórt Þindi á að komast á eitt blað. Heil sefisaga á að segjast i einni setningu. Löng lýsing á að rímast i einu lýs- lngarorði. Og það tekur oft býsna tinia að finna það orðið, sem hvorki er of eða van. Þegar hér við bæt- lst að öllu eða mörgu er umturnað nýrri og sífelt nýrri rannsóknum, gagnstæðar skoðanir verður að vega °g meta með ítrustu samvizkusemi °g sífelt »jacta esto alea« þoka bók- inni áfram blað fyrir blað, þá get eg ekki annað en undrast, hversu nfiklu og um leið vönduðu verki hefir hér verið af kastað. Þegar við litum á kristnisögu þessa, þá verður fyrst og fremst að hafa það i huga, að hér er um kenslubók að ræða. Frá þvi sjónar- miði verður hún að dæmast. Hún er ætluð þeim, sem þurfa að fá ör- uggan leiðarstein til þess að sigia eftir um allar þessar vandrötuðu leiðir. Kenslubækur hljóta jafnan að leggja aðaláherzluna á grindina í byggingunni, að hún sé traust og rétt. Og það er þeirra höfuðkostur, ef þær uppfylla þessi skilyrði. Þess vegna hættir þeim mjög við, að vera fremur »þurar«, og er sízt hægt að því að finna. Skemtileg kenslu- bók er að minni skoðun uaumast til. Það er sjálfsmótsögn. Allar bækur verða leiðinlegar við marg- ítrekaðan lestur og upplestur. Haldi ekki sjálft efnið og löngunin til fróðleiksins áhuganum vakandi, þá gerir engin kenslubók það, hversu fjörug og skáldleg sem hún kann að vera við fyrsta lestur. Þar kem- ur kennarinn til, og áframhaldslest- urinn, og fyllir upp grindina með holdi og blóði og lífi. Og þá er um að gera að grindin sé traust. Þessa höfuðkosti hverrar kenslu- bókar tel eg kristnisögu próf. Jóns hafa. Hún sleppir þræðinum undra- sjaldan, af ekki lengri bók að vera, án þess þó að vera nokkursstaðar eingöngu listi af nöfnum og ártöl- um. Hvergi hefir maður það á til- finningunni að hlaupið sé yfir, að hér vanti stoð og hér sperru í grind- ina. Hvergi heldur að hér sé hrúg- að saman án allrar reglu, og án þess að það komi húsinu við. Heildin er óslitin og blýföst. Þráðurinn spunninn jafnt og þétt. Svo verður það að vera í kenslubók. Hitt at- riðið er erfiðara að dæma um, hve rétt grindin er. Þó liggur hér vafa- laust höfuðkostur þessarar kristnisögu fram yfir eldri kenslubækur i þess- ari grein. Og þar kemur bezt fram hvílíkur óþreytandi eljumaður höf- undurinn er, að kynna sér sem rækilegast alt það, sem ágætustu fræðimenn á hverju sviði, hafa um hvert mál að segja. Það eru horn- mótin og hallamælarnir, sem ómögu- legt er að vera án, ef reisa skal rétt. Og höfundur notar öll slík verk- færi stöðugt, en þó jafnan með gætni og sjálfstæði. En það gefur eins mikla tryggingu og unt er að fá að svo stöddu fyrir þvi, að grindin sé svo rétt, sem menn nú kunna bezta að gera hana. Fyrra bindið — Fornöldin — tekur yfir sögu kristninnar fram að Gregoríusi mikla, seint á 6. öld. Það er á þessum tíma, og þó sér- staklega á fyrra hluta hans, að rann- sóknirnar nýju hafa mestu rótað um. Ög þessi kafli í kristnisögu próf. Jóns er því nýstárlegastur, og for- vitnin mest hér að sjá hvernig hann greiðir úr þessum og þessum Gor- dómsknútnum. Við munum hve óhikað gömlu kirkjusöguhöfundarnir óku hér. Rétt eins . og enginn steinn væri og enginn bugða á veg- inum. Kirkjan stofnuð með 3000 sálum á hvítasunnunni. Og þar strax var kirkjuhugsjónin komin. Kristin kirkja sérstök og óháð. Post- ularnir vissu að þeir voru að stofna hina kristnu kirkju, rétt eins og þeir hefðu horft á feril hennar fram til endalokanna. Og eftir því gekk alt greiðlega. En nú eru menn farnir að sjá, að svona greiðlega gengur það sjaldan i sögunni, og að kristin kirkja var hér engin undan- tekning. Þúsund spurningar koma upp í hugann, og öllum á þeim að svara út frá þeim litlu heimildum, sem fyrir hendi eru. Og þær heim- ildir þarf þessutan að prófa sjálfar. Hvernig mynduðust söfnuðurnir fyrstu? Að hverju leyti voru þeir frábrugðnir Gyðingum ? Hvernig var afstaða Páls til frumpostulanna ? Hvernig færist þungamiðja kristn- innar yfir í heiðingkristnu söfnuðina? Hver var staða postulanna í raun- inni? Hvernig myndast biskups- dómurinn? Hvaða öfl knýja söfn- uðina í félagsskap, svo að katólsk kirkja myndaðist? Hver eru henn- ar einkenni í upphafi, og hver var bieytingin frá því fyrra? Þessar og ótal aðrar spurningar, sem eg vi! ekki þreyta lesandann á að taka upp, ma-ta þeim, er rannsaka vill sögu frumkristninnar. Og inn á þær all- nr er hér gengið, og greitt úr þeim Ijóst og skilmerkilega. í fyrsta skifti fáum við hér á íslenzku máli skýrt þann veg frá upptökum kristn- innar og þróunarferli, að alt fellur eðlilega og hugsunarrétt í skorður. Orsök og afleiðing reka sí og æ hver aðra eins og vera hlýtur í líf- inu, en jafnframt má finna undir- straum andans í kirkjunni, sem gegn- um allar breytirigar og óvænt atvik og ofsóknir og geðþótta, prjónar sér haminn, en varpar af sér vanskapn- aðinum. Það er ekkert ofsagt, að fyrir þann, sem vill fá skýrt yfirlit yfir þessa byltingatíma i fornkirkj- unni, fyrir þann sem vill fá fastan grundvöll undir víðtækari þekkingu, er þessi kristnisaga aðdáanlega góð- ur gestur. En hún veitir ein út af fyrir sig, ef hún er lesin vel og með umbugsun, ótrúlega mikinn fróðleik um þessa tíma. Það er ekki tiltökumál, þar sem um svc margar vafaspurningar er að ræða, þó að ýms aukaatriði séu, þar sem eg er ekki sammála höfund- inum fyllilega. T. d. er eg efins um að uppruni biskupsembættisins sé eins ósjálfráður og mótmælendur hafa löngum viljað gera hann. Þar verður vart ádeilu gegn kenningu páfakirkjunnar um postullegan upp- runa þess. En hér er hvorki tæki- færi né þörf á að ræða þetta eða önnur smá ágreiningsatriði. Þar sem talað er um séreinkenni safn- aðarins í Jerúsalem finst mér hafa fallið úr eitt aðalatriðið, en það var, að kristnir menn töldu Jesúm vera Messias, en Gyðingar neituðu þvi. Þar var grundvallar-ágreiningurinn. Þá langar mig til þess að nota þetta tækifæri til þess að mótmæla þeirri tízku, að skrifa grísku með latínsk- um stöfum. Þeir sem nasasjón hafa af grísku máli, hljóta að hneykslast á því, en hinir hafa ekkert að gera með grískuna yfirleitt. Eg vil nefna t. d. í neðanmálsgreininni á bls. 292 orðin ef’hó (úr Róm. 5, 12). Ann- að mál þó rituð séu þannig orð og orðatiltæki úr grísku, sem búin eru að ná festu í nýju málunum. Skal eg svo ekki elta ágreiningsatriðin frekar. Þau eru fá og smá. Og alls yfir er bæði höfundurinn og hinir, sem njóta, öfundsverðir af þessari kristnisögu fornaldarinnar. Þá komum við að öðru bindinu — miðöldunum. Miðaldirnar eru kirkjunnar og kirkjusögunnar tími. Öll einkenni katólskrar kirkju fær- ast þá í aukana, kostir hennar og lestir sjást þar eins og undir smásjá. Við alla vegi standa krossar og »Maríubílæti«. Klukknahljómur frá kirkjum og bænahúsum og klaustr- um ómar yfir löndin í kvöldkyrð- inni. Háreistar kirkjur gnæfa við himin, en inni sjást klerkar í síðum sloppum, þyljandi dularfullar lang- lokur innan um ljósadýrðina og reykelsismekkina og orgeldunurnar. Og fólkið sem situr í svartasta van- þekkingarmyrkri, með sífeldan beig fyrir einhverju dularfullu í tilverunni, það lærir að líta upp til kirkjunnar sem þess verndan, er grípur inn í hvert lífsins viðvik. Dýrlegt er að eiga hennar skjöl og verndarvæng, en ógnarlegt að vera útskúfað frá henni. Hún er í augum fólksins guðs ríkið á jörðu. En ekki opnar maður samt þetta bindið með öðrum eins forvitnishug og hið fyrra. Hér er alt líkara og verið hefir. Heimildirnar eiu hér orðnar svo miklu viðtækari, einkum er á líður. Höfuð erfiðleikinn er • hér sá, að efnið fer nð verða of yfirgripsmikið í stutta bók. Euda er efnið í þessu 2. bindi geypilega samanbarið. Það er föst fæða en ekki mjólk. Og þó hlýtur mörgu merku að verða siept, og eftirsjá væri í hverju atriði, sem felt væri burt úr bókinni. Sérstaklega þykir mér það kostur við þetta bindi, hve itarlega er skýrt frá fyrri hluta mið- aldanna, t. d. Karlamagnúsartíman- um. Þar eru lögð fræin að mörgu stórtrénu. Og er með þessu siglt fram hjá því skeri, sem flest kristni- söguágrip stranda á: Að miðalda kirkjan svífur í lausu lofti fyrir sjón- um lesandans, og maður veit varla, hvernig hún varð til. Ekki kann eg við að enda mið- aldasöguna um 13. aldamótin, eins og hér er gert. Siðbótai byltingin í byrjun 16. aldar er sjálfsögð tak- markalina, en að láta yfir 200 ára undirbúning fara á undan henni nær naumast neinni átt. Að vísu má rekja sumar rætur hennar þangað, og jafnvel miklu lengra fram, en úr því verður tilgerð. Það er líka langt frá því að heimsveldi páfanna hrynji með Bonifatiusi VIII. Það er fyrsta stóra höggið, sem bylur á eikinni. En eikin fellur ekki við fyrsta högg. Lang eðlilegast sýnist að láta mið- aldir enda um miðja 15. öld, þegar útséð er um að þingin miklu gátu ekki bjargað kirkjunni. En þetta er aukaatriði. í rauninni eru engar skiftingar til í sögunui. Hún er einn óslitinn þráður eins og tíminn sjálfur. Tímabilin blandast saman og renna hvert inn í annað, eins og litirnir í regnboganum. Höfuðkostir þessa bindis eru þeir sömu eins og hins fyrra bindisins, ströng vísindaleg nákvæmni og föst bygging. Þó að efninu sé víða þjappað saman, þá eru þó einstakir kaflar, sem eru sérlega skemtilegir, einkum ýmsir þeir kaflar, er skýra frá ástandi tiðaranda og slíku, t. d. Kirkjan og þjóðlífið (bls. 258), Guðs- þjónustan (bls. 361) o. m. fl. Má afarmikið á þeim græða. Ágrip af Kirkjusögu íslands er hér fléttað inn í, og mun það vera i fyrsta sinn, að kirkjusaga íslands hefir verið rakin jafnhliða almennri kristinsögu. Er það ágætlega til fallið. Á bls. 345 er sagt um Staða Árna, er hann fór til vigslu, að við sjálft hafi legið að erkibiskup veldi annan, sakir vináttu Árna við kon- ung. En Árna biskups saga segir að erkibiskup hafi kosið síra Þorleif, en hann andaðist skömmu siðar. Vænt þótti mér um það, að sjá nnfnaskrána á eftir þessu síðara bindi. Betra seint en aldrei. Og betra litið en ekkert. Það er aumi ókost- urinn á mörgum bókum íslenzkum, að nafnaskrár vantar. Gert vegna kostnaðarauka, sem af þeim mundi leiða. En þá gæta menn ekki að því, að þær fáu blaðsíður, sem nafnaskráin tekur, eru einhverjar þær allra þörfustu blaðsiður i allri bókinni. Það getur riðið bagga- muninn, hvort öll bókin er notandi eða ekki. Og hvaða vit er að vinna það fyrir 10—20 aura, að skemma alla bókina og sniða af henni þörf- ustu blöðin ? Það er stórmikils virði að eignast á islenzku jafn vandað verk, og þessi kristnisaga próf. Jóns Helga- sonar er, og höfundur á miklar bakkir skilið fyrir sitt erfiði og ástundun, að leggja út í slikt stór- virki. Eg bíð með óþreyju eftir áframhaldinu. Og svo mun vera um fleiri. Hér er tækifærið til að heyra og kynna sér síðasta orð vis- indarina i sögu kristninnar. Og eg efast ekki um að margir noti þetta tækifæri, fyrst og Femst guðfræð- ingarnir, og auk þess ýmsir aðrir, er sagnalist unna. Peningaútlát eru það heldur ekki tilfinnanleg ef keypt er jafnóðum og út kemur. Prentvillui eru óþarflega margar og þó ekki svo að til skaða sé, heldur að eins lýti. Pappír, ietur- gerð og ytri frágangur bókarinnar er góður. Maqnús Jóusson, Garðar, N.-Dak. ReykjaYíkur-annáíi. Sírninn og stríðið. Sú nýlunda gerðist í fyrradag, að bæjarsímanum hér og landssímanum var, að tilhlutun velferðarnefndar alþingis, haldið opnum í alla fyrrinótt. I gær var farið fram á, að sæsíman- um yrði haldið opnum í nótt, en eigi fekst því þó framgengt — vegna mót- mæla frá Lundúnum. í nótt var bæjar- síminu opinn til kl. 12 og verður svo fyrst um sinn — til mikilla þæginda öllum bæjarbúum, er harma munumjög, ef breyting verður aftur á gerð, hvað sem styrjöldinni líður. Þjóðhátíðinni frestað. — Þjóðbátíð Reykvíkinga átti að standa á morgun og hafði verið talsverður undirbúuing- ur undir hana. En á fimtudaginn bár- ust hin ferlegu tíðindi um styrjöldina miklu, er yfir vofði. Og með því að ætla mátti, að hún mundi að ýmsu leyti koma mjög við kaun vor, hugur manna því fráhverfur hátíðahaldi að sinni — var það ráð tekið af forstöðu- uefndiuni að fresta þjóðhátíðinni unz betur á horfðist. Ef vel raknar úr um sáttatilraunir Breta næstu daga — mun þjóðhátíðin setinilega haldin verða sunnudag 9. ágúst. Hljómleikar Homanns. Það var troðfult í Oamla Bíó í gærkvöldi við hljómleika hins unga píanósnillings Giinthers Homann, og af lófatakinu mátti marka hversu vel fólki gazt að. — Að lokinni viðfangsefnaskránui gerðist lófatak svo mikið, að Hermann varð að sefa með aukalagi. — Nánari dómur síðar. Stríðs-óhngnr mikill er í mörgum útlendingum hór í bænum, eigi sízt Dönum — og er eigi að furða, þar sem enginn veit hvað yfir dynur hverja stundina, en búast má við hinu versta. Styrjöldin í Norðurálfunni gerir þeg- ar á ýmsan hátt vart við sig hór í borginni. í gær var mikill aðgangur bæjarbúa í ýmsum verzlunum til þess að birgja sig upp að nauðsynjavörum, sykri, hveiti, kolum o. s, frv., og voru þær vörur þegar hækkaðar í verði. Þá hefir og komið afturkippur í sunta þá, er til útlanda ætluðu tll dvalar þar um tíma, en hert á útleud ingum, sem hór eru, að komast heini Hingað kom t. d. Breti einn í gær, er verið hafði austur á Þórsmörk sór til skemtuuar, en verið símað frá Eng- laudi að koma sem fyrst heim. Hólt hann þegar rakleitt á stað úr Þórs- mörk, og er bifreið varð á vegi hans, hljóp hann af hestinum og upp í bif- reiðina og skildi fylgdarmann og allan farangur eftir. Hugsaði um það eitt, að verða eigi af Ceres í dag. Þýzka skemtiskipið Viktoria Luise, sem hingað átti að koma þ. 9. þ. m., kemur ekki, eins og getið er f sím fregnum, og mun eiga að uota það, eins og önnur stórskipin þýzku, til að- stoðar, ef til ófriðar kemur.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.