Ísafold - 12.08.1914, Síða 2

Ísafold - 12.08.1914, Síða 2
244 ISAFOLD Stjórnarskráin. Stjórnarskrárnefnd Neðri deildar hefir frá sér látið svo felt nefudará- lit: Frá meiri hluta nefndarinnar. Frumvarp þetta var samþykt á Al- þingi 1913, og var þing síðan rofið samkvæmt 61 gr. stjórnarskrárinnar 5. jan. 1874, og efnt til nýrra kosn- inga til aukaþings þess, er nú stend- ur yfir, og ætlast er til, að taki úr- slita ákvörðun um mál þetta. Breytingum þeim, sem farið er fram á að gera á gildandi stjórnar- skipunarlögum landsins, stjórnar- skránni 5. jan, 1874 og stjórnarskip- unarlögum nr. 16, 3. okt. 1903, má skifta í tvo flokka. Vita breytingarn- ar í öðrum flokknum aðallega inn á við, en í hinum út á við. Breytingar þær, er til fyrnefnda flokksins má telja eru aðallega þess- ar: 1. Heimilað að fjölga ráðherrum með almennum lögum, og um leið legst landritaraembættið niður. 2. Bráðabirgðafjárlög má eigi gefa út, ef fjárlög fyrir fjárhagstima- bilið eru samþykt af Alþingi. 3. All þýðingarmikil breyting á skipun þingsins er ætiast til að gerð verði, þar sem konungskjör alþing- ismanna á með öllu að hverfa úr sögunni. í stað konungkjörnu þing- mannanna koma 6 þjóðkjörnir al- þingismenn, kjörnir eftir reglunum um hlutfallskosningar í einu lagi fyrir land alt. Er til þeirra kosn- inga vandað sérstaklega að þvi leyti, að kjörgengisskilyrði og kosningar- réttur er harðari (35 ára aldur) en skilyrði til kjörgengis og kosningar- réttar, er kjósa skal í kjördæmum. Að því leyti skal gamla skipulagið þó haldast, að þingrof nær eigi til landskjörnu þingmannanna. Það er og breyting frá núverandi skipulagi að kjörkæmakosnu þingmennina 8, er sameinað Alþingi kýs til efri deildar, má eftir frv. kjósa hlutbundn- um kosningum. 4. Stórfeldasta breytingin frá trú- verandi skipulagi er væntanlega sú hin mikla rýmkun kosningarréttar og kjörgengis til Alþingis, sem ætlast er til að leidd verði í lög með frv. þessu, þar sem fyrst og fremst bæt- ast smámsaman við allar konúr, gift- ar og ógiftar, undir sama skilorði sem karlar, þeir er nú hafa kosning- arrétt, en þar að auki bætast við vinnuhjú, bæði karlar og konur, þó svo, að nýju kjósendurnir komi eigi allir þegar, heldur fyrst þeir einir, sem 40 ára eru og eldri, og síðan koll af kolli, 39 ára, 38 ára o. s. frv. Jafnframt er sú breyting gerð, að dómarar, er eigi hafa umboðs- störf á hendi skuli eigi kjörgengir, og eru kjörgengisskilyrðin að því leyti þrengd frá því, sem nú er. 5. Ef meiri hluti þingmanna hvorrar deildar krefst þess, kveður konungur saman aukaþíng, og er þingmönnum þar með veittur réttur milli þinga, er þeir hafa eigi nú. 6. Til frekari tryggingar því eft- irliti, sem þingið hefir með meðferð stjórnarinnar á fé landsins, er það ákvæði, að yfirskoðendur landsreikn- inga séu þrír, kosnir í sameinuðu þingi með hlutfallskosningum. Er minni hluta þingsins þar með veitt- ur réttur til þess að hafa hönd í bagga með í þessu efni. 7. Eftir núgildandi ákvæðum stjórnarskrárínnar verður hin evang- elisk-lúterska kirkja eigi af tekin, nema með stjórnarskrárbreytingu samkv. 61. gr. stjskr. 1874. En i frv. er svo ákveðið, að þetta megi gera með almennum lögum. Auk þess er bætt við fyrirmælum um undanþágu undan skyldu til greiðslu persónulegra gjalda manna til ann- arar guðsdýrkunar en þeir aðhyllast sjálfir. 8. Þá er gerð breyting á 48. gr. stjskr. 1874 um réttarfar sakamála til nokkurrar linkindar sakbornum mönnum. Nokkrar breytingar fleiri mætti til þessa flokks telja, en þessar eru merkastar, að því er virðist. Um sumar þessar breytingar hafa flestir, ef eigi allir, verið sammála, svo sem um afnám konun^kjörs al- þingismanna. Um aðrar, svo sem rýmkun kosningarréttar og kjörgeng- is, skipun þingsins o. s. frv., hafa aftur verið mjög skiftar skoðanir, bæði í þinginu og utan þess. Verð- ur eigi við því búist, .að nokkru sinni fáist samkomulag meðal allra um þessi vandasömu atriði. Nefndin lítur svo á, að breyting- ar þessar muni í heild sinni, eða þó flestar, vera til bóta eða að minsta kosti samræmar stefnu tímans, er trauðla verður í móti staðið til lengd- ar, og telur nefndin því viðhlítandi, að þær nái fr*m að ganga. Þá koma þær breytingar, sem að- allega horfa út á við. í. Konungur vinnur eið að stjórn- arskrá íslands. 2. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Miða þessi ákvæði í þá átt, að marka skýrara réttindi landsins. Sams- konar fyrirmæli eru i grundvallar- lögurn Dana. Og í því að taka þessi fyrirmæli í stjórnarskipunarlög íslands liggur bending um, að lög- gjafarvald landsins viðurkenni eigi gildi þessara laga á Islandi. 3. Þá er felt brott ákvæði gild- andi stjórnarskrár um það, að em- bættismenn þurfi að hafa rétt inn- borinna manna. Það er því eigi helgað með stjórnarskránni, að full- næging þessa skilyrðis sé nauðsyn- leg til þess að gerast hér embættis- maður samkvæmt konungsveitingu. 4. Skilyrði til kosningarréttar til Alþingis á fæðing hér að verða eða vistfesti um síðastliðið 5 ára skeið áður kosníng fer fram. Sömuleiðis er heimilisfesta innan lands kjörgengis- skilyrði til Alþihgis. 5. Þá segir, að alþingi skuli vera friðheilagt, og að enginn megiraska friði þess né frelsi. Og á þetta væntanlega að vera bending um það, að tilsvarandi fyrirmæli í grundvall- arlögum Dana gildi hér eigi, og því þurfi sérstakt ákvæði um það í stj.- skrá vorri. 6. Tilvitnun 25. gr. stj.skr. 1874 og 8. gr. stjskpl. nr. 16, 3. okt. 1903, er brott feld í 14. gr. frumv. 7. Þá er svo fyrir mælt, að ef Alþingi samþykki breyting á sam- bandi íslands og Danmerkur, þá skuli leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna i landinu til samþyktar eða synjunar með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Alt þetta virðist nefndinni horfa til bóta. 8. Þá kemur að því atriði, er mest hefir tvímælis orkað. Það er ákvæðið í 1. gr. frv. um uppburð þeirra mála er stjórnarskráin tekur til, fyrir konungi í ríkisráði Dana. Svo var fyrst fyrir mælt í stjskpl. nr. 16, 3. okt. 1903, að mál þessi skyldu þar borin upp fyrir konungi. Gerðist bráðlega allmikil óánægja meó það, að þetta fyrirmæli stæði í stjórn arskipunarlögum vorum. 1911 tók þingið því þann kost upp, að fella orðin: »/ ríkisráði« brott í frv. því til^ breytingaraá*'stjórnarskipunarlög- um landsins,“er þá var samþykt, án þess að nokkuð væri sett í staðinn um það, hvar mál vor skyldu borin upp fyrir konungi. En þá komu þau skilaboð með þáverandi ráðherra, að konungur vildi eigi staðfesta stjórnarskipunarlög þingsins þannig ByggingaYörur. Hurðaskrár, Hurðahjarir, Hurða- húnar, Skrúfur, Naglar, Þakjárn, bár- ótt og slétt, Reyr á stiga, veggi og loft, Loftrósettur, Veggjapappír (tapet) Látúnsstigaþynnur. Rúöugler. Májningarvörur af öllu tagi o. m. fl., er alt að vanda langódýrast i verzl. B. H. Bjarnason. Jg5p“ Afsláttur í stærri kaupum. löguð, nema breyting yrði gerð á sambandinu milli íslands og Dan- merkur, með lögum, er þing beggja landanna samþykki og konungur stað- festi. Þegar þingið 1913 samþykti stjórn- arskipunarlagafrv. það, er hér liggur fyrir, var því farin sú millileið til samkomulags við konungsvaldið, að ríkisráðsákvæðið skyldi að vísu felt burt úr stjórnarskipunarlögum lands- ins. En jafnframt var svo fyrir mælt að konungur ákvæði, hvar mál vor skyldu borin upp fyrir honum. Var ráð gert fyrir þvi, að þar um yrði gefinn út konungsúrskurður á ábyrgð íslandsráðherra eins, að sá úrskurð- ur hefði aðeins að geyma ákvæði um uppburð málanna, en engin önn- ur ákvæði eða skilyrði um það efni. Að honum yrði á stjórnskipulega réttan hátt breytt af konungi með undirskrift og ábyrgð íslandsráðherra eins —, að löggjáfarvaldið gæti einnig kipt brott grundvellintifn und- an honum með breytingu á stjórn- arskránni, og að málið yrði eftir sem áðui sérmál vort, eins og það hefir verið hingað til að áliti þings og þjóðar. A fundi ríkisráðs Dana 20 okt. f. á. var þetta atriði, um uppburð mála vorra fyrir konungi í ríkisráði, tekið til meðferðar. Umræðurnar um það ásamt umræðunum á ríkisiáðsfund- inum um stjórnarskrárbreytinguna i heild sinni, eru prentaðar í Lögbirt- ingablaðinu 1913. 46. tölubl. For- sætisráðherra Dana lagði það þá til við konung, að hann staðfesti stjórn- arskrárfrumvarpið á sínum tírna og gæfi jafnframt út úrskurð, þar sem eilt skifti fyrir öll yrði ákveðið, að mál íslands, þau er stjórnarskrá þess tekur til, yrði hér eftir sem hingað til borin upp fyrir konungi í rikisráði Dana, »nema pví að eins, að qefin verði út lo% að sameiqinlequ ráði rik- ispinqs 0% alpinqis um ríkisréttarsam- band íslands 0% Danmerkur, par sem ný skipun verði á &erð« þessu máli. Ráðherra íslands og konungur gengu að þessum tillögum forsætis- ráðherra Dana. í samræmi við það gaf konungur út opið bréf, dags. 20. okt. f. á., með undirskrift íslands- ráðherra. Er i því bréfi heitorð konungs um það, að hann muni á sinum tíma staðfesta stj.skrárfrv. það, er hér liggur fyrir. En jafnframt er því lýst yfir, að um leið og frv. vsrði staðfest, muni konungur gefa út, eiunig á ábyrgð íslandsráðherra, úr- skurð um það, að mál vor (0; lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir) verði hér eftir, eins og að undan- förnu, borin upp fyrir konungi í ríkisráði. I niðurlagi opna bréfsins stendur enn fremur þetta ákvæði: „Á þeim konmig.súrskuröi verður engiu toreyting gerð, nema Vér staðtest- um lög um ríkisréttarsam- toaud Danmerkur og ís- lands, samþykt bæði af Ríkisþinginu og Alþingi, þar er ný skipun verði á gerð“. Efni þessa opna bréfs átti að birta í Danmörku með konung- legri auglýsingu, þegar úrskurðurinn yrði gefinn út. Það skal þegar tekið fram, að meiii hluti nefndarinnar telur frá- gangssök og hættulegt réttindum landsins, ef ráðherra vor gengi að því, að ákvæðið um það, að engin breyting gæti orðið á væntanlegum konungsúrskurði, nema áðurgreind- um skilyrðum um sambandslcg milli landanna yrði fullnægt, yrði tekið upp í úrskurðinn á sínum tíma. Meiri hlutinn lítur svo á, að þar með væri samþykki gefið af hálfu fulltrúa landsins um það, að málið yröi eigi lengur sérmál vort Og svo dýru verði vill hann alls eigi kaupa staðfestingu stjórnarskrár- frumvarpsins. En upplýsingar hafa komið um það frá fráfarandi ráð- herra, á fundi í háttv. deild, er mál- ið var þar til 1. umræðu, að til þess væri alls eigi ætlast, að téður skil- dagi yrði tekinn upp í væntanlegan konungsúrskurð um uppburð mála vorra í ríkisráði Dana. Og í trausti til þess, að hvorki sé tilgangurinn, að téð ákvæði verði upp í úrskurð- inn tekið, eða neitt samskonar eða samefnis ákvæði, né heldur, að ráð- herra vor muni að því ganga, þó að sú krafa yrði ger, telur meiri hluti nefndarinnar óhætt að laka þá af stöðu til málsins, sem hér á eftir greinir. Því hefir verið haldið fram, að ráðstöfun sú, er gerð var í ríkisráði Dana 20. okt. 1913, og að ofan getur, feli i sér samkomulag milli fulltrúa Islands af annari hálfu og fulltrúa Dana af hinni, um það, að tippburður mála vorra í ríkisráðinu skuli bundinn skilyrði, sem löggjaf- arvald Islands réði eigi yfir, og þar með væri stefnt i þá átt, að upp- burðurinn yrði eigi lengur sérmál vort, heldur í raun réttri sammál Islands og Danmerkur. Og þess vegna hefir svo verið litið á, að þing- ið 1914 mætti eigi láta þetta atriði afskiftalaust nú, um leið og það af- greiðir frá sér stjórnarskrárfrv. Ef það gerði það, þá mundi verða svo litið á, sem það féllist á það, að málið skyldi verða sammál íslands og Danmerkur hér eftir, og að vér hefðum engan stjórnskipulegan rétt til að fá því um þokað, án sam- þykkis þeirra danskra valdhafa, er um það mál ættu að fjalla af Dana hálfu. Meiri hluti nefndarinnar tel- ur þessa skoðun rétta, en af því að hann lítur jafnframt svo á, að slík ráðstöfun hafi eigi verið með heim- ild þingsins 1913 gerð, eða fyrri þinga, þá telur hann nægilegt, að þingið lýsi nú yfir þeirri ákveðnu skoðun sinni, að ráðstöfunin sé eigi bindandi fyrir ísland. Meiri hluti nefndarinnar getur eigi séð neitt því til fyrirstöðu, enda þótt hann telji sína skoðun á mál- inu fullkomlsga rétta, að fyrirvaii sá, er hann hugsar sér uppborinn í þingsályktunarformi, verði svo orð- aður sem á þingskj. 438 segir. Því að ef skoðun meiri hiutans er rétt, — sem hann efast að vísu eigi um, ■— þá kemur fyrirvarinn þó að fullu haldi, þar sem hann fyrirbyggir, að ætlan meiri hlutans, alt að emu, að svo averði litið á sem þingið hafi samþykt það á nokkurn hátt, að uppburður mála vorra verði gerður að sammáli með ríkisráðs-ráðstöfun- inni 20. okt. f. á., eða konunglegu opnu bréfi, dags. sama dag. Það orðalag, sem ætlast er til að verði á fyrirvaranum, er bæði valið til þess, að komist verði hjá því, að stjskr.frv. verði synjað staðfestingar, og svo í því skyni, að samkomulag mætti um hana fást meðal allra flokka þingsins. Enda er það eigi tilætlun meiri hlutans, að sveigja að neinum, þeim er með þetta mál hef- ir farið, utan þings eða innan, enda JSampar, JSampaáfíöló ocj ^Jasalampar, er alt að vanda langódýrast í verzí. B. JJ. Bjartiasoti. þótt á annari skoðun séu um þetta málsatriði, heldur er það eitt tilgang- ur meiri hlutans, að fyrirbyggja það, að réttilega verði svo á litið, að þingið hafi nú afsalað landinu nokk- uru af stjórnskipulegum réttindum þess, eða samþykt nokkura slíka ráð- stöfun, ef hún hefði áður fram farið að einhverju leyti eða öllu. Ef slíkur fyrirvari veiður sam- þyktur, sem meiri hlutinn stingur upp á, — enda ætlast hann að sjálf- sögðu til þess, að ráðherra landsins skýri konungi frá innihaldi fyrirvar- ans, telur hann stjórnskipulegum réttindum landsins að ilögum borg- ið um uppburð sérmála vorra fyrir konungi í ríkisráði, og engu spilt frá því skipulagi, sem nú er. Hann lítur því svo á, að þetta mál haldi áfram að vera sérmál íslands á sama veg sem áður var, og þingið hefir haldið fram, ef fyrirvari hans, meiri hlutans, verður samþyktur. Jafnframt telur meiri hlutinn æski- legt, til frekari tryggingar, að í væntanlegum lconungsúrskurði verði skírSkotað til þingsályktunartillög- unnar á þingskjali 438, ef hún verð- ur samþykt. Meiri hlotinn er því sammála um að rába háttv. deild til þess að sam- þykkja stjórnarskrárfrumv. óbreytt, en jafnframt leggur hann til, að þingið samþykki fyrirvara þann um uppburð mála vorra fyrir konungi i ríkisráði, er í þingsályktunartillög- unni á þingskjali 438 greinir. Alþingi 8. ágúst 1914. Skúli Thoroddsen, Einar Arnórsson formaður. skriíari. Bjarni Jónsson, Guðm. Hannesson. frá Vogi. Frá minni hluta. Undirritaðir, minni hluti nefndar- innar, eru sammála meiri hluta nefndarinnar um það, að samþykkja beri stjórnarskrárfrumvarpið óbreytt, einnig um það, að rétt sé, að sam- þykkja í þingsályktunarformi fyrir- vara um það, að þingið haldi fast á því, að uppburður sérmála íslands fyrir konungi sé islenzkt sérmál. Vér erum þvi samþykkir innihaldi fyrirvarans á þingsskjali 438 í aðal- atriðum, en getum ekki felt oss við orðalag hans. Vér áskiljum oss því rétt til að koma fram með breyt- ingartillögu við þingskjal þetta. Vér erum að ýmsu leyti ósamþykkir framanrituðu nefndaráliti, sérstaklega um skilninginn á því, sem gerðist í ríkisráðinu 20. oktbr. f. á. og á opna bréfinu frá s. d. Að öðru leyti munum vér gera nánari grein fyrir afstöðu vorri við umræðurnar. d. u. s. Jón Magnúss. Stefán Stefánss. Eyf. Pétur Jónsson. Stjórnarskráin var til 2. og 3. umræðu í neðri deild í gær. Einn þingmanna, Ben. Sveinsson, lagðist af miklum móði qeqn henni, en aðr- ir þingmenn ekki. Var hún að lok- um samþ. við 3. umr. með 24 atkv, gegn 1 (Ben. Sv.). Hjörtur Snorra- son greiddi eigi atkv. og var talinn til meiri hluta. Sjómannaverkf allinu í Khöfn er lokið, eftir því sem Johnson & Kaaber er símað í morgun.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.