Ísafold - 12.08.1914, Síða 3

Ísafold - 12.08.1914, Síða 3
I S A F 0 L D 245 t. Nýmæli. Frh. III. Ráðherraval. í þingræðislöndum er stjórnin ætið meirihlutastjórn. Ráðherrasæti skipa þeir einir, sem eru í fjölmenn- asta þingflokknum. Þó að það sé forréttur konungs að velja ráðherra eftir sinni vild, þá mi gjöra ráð fyrir því að hann fari ætíð eftir vilja meiri hlutans á þingi í þessu máli. í framkvæmdinni verð- ur þetta því þannig, að meirihluta þingmenn kjósa ráðherrann og sá verður fyrir valinu, sem flest akvæð- in fær. Við það verða allir að sætta sig, hvort sem þeim likar betur eða ver. Þetta sýnist í fljótu bili einföld aðferð og ekki ósanngjörn. Hver ætti svo sem að standa nær en sá sem flest fær atkvæðin ? En þetta er. í rauninni næsta óviturleg og viðsjárverð aðferð, mér liggur við að segja algerlega ótæk til þess að ráða svo þýðipgarmiklu máli til lykta. Þetta skýrist bezt með einföldu dæmi: An þess að miða neitt við menn þá og ástand það sem nú er í svipinn, geri eg ráð fyrir að meiri hlutinn sé sæmil. ríflegur: 24 menn af 40 þingmönnum eins og nú er. Minni hluti þingsins er þá að eins 16 menn. Nú ganga þessir 24 menn að því að kjósa ráðherraefni. Við kosning- amar kemur það fram að 3 eða 4 menn hafa líkt fylgi. Einn fær t. d. 6 atkvæði, tveir 5 og einn 4, en 4 atkvæði eru dreifð. Við endur- teknar kosningar geta atkvæði að lokum fallið svo, að einn fái 9 at- kvæði, annar 8, þriðji 7. Að sjálf- sögðu er engin vissa fyrir því, að nokkur af þessum 3 flokkum geti sætt sig við ráðherraefni hins, en til þess að fá enda á málið verður að kjósa milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði fengu, og láta þar við sitja. Þó allir séu skuldbundnir til þess fyrirfram að sætta sig við úr- slitin, þá vill oft fara svo að þeir sem lutu í lægra haldi una því mið- ur vel og er ekki sárt um þó stjórn- in yrði ekki mosavaxin í valdasess- inum. Þetta er að eins dæmi. En hver- ir hafa þá ráðið valinu? Ekki pjóð- in, sem hér átti mikið í húfi. Ekki pingið sem þjóðin hefir kosið, því minni hlutinn átti hér engan hlut að máli. Ekki meiri hlutinn, þessir 24 þingmenn, heldur í raun og veru einir 8 eða 9 þingmenn. Þeirra atkvæði og annara ekki réðu því hver að lokum var til nefndur. Þannig getur rúmur þriðjungur af meiri hluta þingmanna ráðið öllu um þetta mál, án þess að verði gert. Það gæti vel verið að öllutn öðrum þingmönnum félli valið illa, og það gæti einnig verið að þjóðin ýndi því hið versta. Að sjálfsögðu tekst sjaldan svo hrapallega til. Eigi að síður er hitt angljóst, að með þeirri aðferð sem n°tuð hefir verið, er of miklu teflt ^ hættu, of mikið undir tilviljun etnni komið og það í mikilsvarð- andi máli. Með henni er engin trýgging fyrir því, að nýkomni ráð- Eerrann hafi fylgi þingsins yfirleitt, þaðan af siður þjóðarinnar og ekki einu sinni sins eigin flokks. En hvernig á þá að ráða fram úr þessu svo þjóg 0g þing uni betur, avo að ráðherra hafi þó við eitt- vað meira að styðjast en fáeina Þmgmenn ? Þetta hefir mér komið til hugar: Ef þingræði er haldið, verður að tryggja það, að ráðherraefnið sé meiri hluta maður. Þessu skilyrði má fullnægja með því, að meiri hluti pingmanna kjósi eða nejni til ekki einn, heldur j aj peim sem mest haja jylgi í jlokknum utan þmgs eða innan. Ef svo marg- ir eru nefndir til, er líklegt að eng- inn verði undanskilinn, sem veru- legt fylgi hefir. Um pessa j menn á pjóðin að kjósa, líklega a sama hátt og land- kjörnir þingmenn eru kosnir. Það kemur þá orðalaust í ljós, hverjum hún treystir bezt. Og þingmenn flokksins myndu sætta sig betur við þann drottinsdóm <*en annan. Vand- inn væri tekinn af þeim. Afstaða ráðherrans yrði öll önn- ur, miklu tryggari og veglegri. Hann styddist þá ekki etngöngu við sundurlyndan ótrúan pingjiokk, heldur meiri hluta pjóðarinnar eins og sjálf- sagt er að hann geri. Til þess að greiða fyrir ráðherra- kosningu um land alt og sporna eftir megni móti blaðaæsingum um málið væri það, ef til vill hentugt að hafa ætíð geymda atkvæðaseðla í hreppunum, sem merktir væru að eins með tölustöfunum 1—5. Þá mætti tafarlaust nota til kosningar áður en nöfn þeirra manna yrðu símuð sem flokkurinn nefndi til. Ráðherrakosningu yrði þá lokið á örstuttum fresti að öllum jafnaði. Nokkurt fé og fyrirhöfn kostaði þetta, en eg held að þjóðin teld. það ekki eftir. Sennilega yrðu ráð- herrakosningar sóttar vel og af mikl- um áhuga. Þau áhrif myndi þessi aðferð hafa á ráðherravalið, að venjulega yrðu þeir kósnir sem eitthvað verulegt hejðu látið til sin taka í pjóðmálum og væru landskunnir menn. Viljað gæti það til að þetta væri miður rétt ef mjög efnilegur ungur maður ætti í hlut, en að öllum jafnaði væri það eflaust miklu réttara, enda er sú venjan hvervetna í heiminum. Ekki sé eg nein likindi til þess, að konungur yrði mótfallinn þessari nýbreytni, þó hvergi sé hún tíðkuð erlendis svo mér sé kunnugt. For- réttur konungs til að velja ráðherra yrði eftir sem áður óskertur. Frh. Guðm. Hatmesson. Yestnr-íslendiiiga-aiináll. Jón Tr. Bergmann, fasteignasali í Winnipeg, sá er hór var í fyrra og tók. ágætan þátt í stofnun Eimskipa- fólagsins, er nýlega kvæntur Sigrlði, dóttur Hermanns Jónassonar fyrv. al- þingismanns. Þingkosningar fóru fram í Mani- tobafylki þ. 10. júlí. — íhaldsstjórnin, sem þar sat að völdum — JR o b 11 n- s t j ó r n i n hólt velli. Kosningarbar- áttan afarhörð.jjj^Þeim, sem fárast yfir tóninum í blóðum vorum hór heima í kosningahríðum — viljum vór ráða tii að lesa Heimskringlu og Lögberg fyrir þessar kosningar, því að önnur eins »lofsyrði« og þar er miðl aðá báða bóga — eru fáséð í íslenzkum blöðum. Nokkrir Islendingar náðu kosningu, m. a. Thomas Johnson, Sveinn Thor- valdson og Skúli Sigfússon. Kolabannið frá Bretlandi. Samkvæmt símskeyti, er ísafold barst í morgun, er kolabannið frá Bretlandi hafið að nokkuru leyti, þ. e. leyft að flytja út kóks og hnotkol. Frá alþingi. Þá dregur nú að þingslitum. Annað kvöld er gert ráð fyrir að störfum aukaþingsins 1914 verði lokið. Misjafnir muriu verða dómarnir um afrek þess, eins og gerist og gengur. En hvað sem því líður, er víst, að heildardómi landsmanna má það vafalaust vel una, ef tekst að koma í höfn tveim aðal-áhugamálum lands- manna og jafnfrarot viðkvæmtiismál- unum mestu: stjórnarskrármálinu og fánamálinu. Og því fer betur, að horfur eru allar á, að takast muni. Agreining- urinn um þau mál hjá miklum mesta hluta þingsins er svo óverulegur, að óhugsandi er, að teljandi vandræð um valdi. Sjórnarskráin fær aðeins eitt at- kvæði móti sér í neðri deild. Fyrir- varinn, sem ofan á varð, 4 atkvæði ein. Um fánamálið er eigi eins hægt að dæma. En þó virðist svo sem örfáir menn aðeins (2—3 eða svo) vilji hafna konungsúrskurðinum. Og gerðardeilan virðist ekki heldur ætla að verða nein kappdeila í þinginu. Menn vilja aðeins eigi binda sig við eina gerð, heldur láta ráðherra fara með 2 eða 3, þar á meðal eina af þeim, sem fyrirfram er vissa fengin fyrir, að staðfest verði. Með þessu móti er fánamálinu teflt úr tvísýnu og fögnum vér því af alhug, en gerum ekki nú, frekar en fyr, að neinu kappsmáli hver gerðin verður tekin, og væntum þess, að hver ein- asti góður íslendingur hugsi á sömu leið. Það er betra tímanna tákn en sést hefir um langan aidur á stjórn- málasviðí voru, hve litlar deilur þessi stórmál hafa vakið, og vonandi að eigi verði héðanaf farið að vekja óþarfa úlfúð kringum þau með nein- um kenja-útúrdúrum um óviðkom- andi aukaatriði.------— — Eitt atriði í störfum þessa þings er svo vaxið, að vert er að vekja athygli á — til viðvörunar eftirleið- is. Það er, hve lítill tími efri deild þingsins 'er uti látinn til íhugunar og umræðu á mestu stórmálunum. Það er t. d. fyrst í dag, að efri deild fær aðalmál alls þingsins, stjórnarskrármálið til meðferðar. Og um fleiri stórmál er sama máli að gegna. Neðri deild heldur þeim nærti til þingloka og er þá eigi annað fyrir »lávarðana« að gera en annað tveggja að drepa málið, eins og raun hefir á orðið um ekki fá mál á þessu þingi, eða hamra þau gegnum deildina með, oss liggur við að segja, óleyfilegum bifreiðar- hraða. Með þessari aðferð er í raun réttri tvískifting þingsins gerð að mark- leysu. Það er ekki til neins að vera að hafa tvískift þing með þessu háttalagi — það er þýðingarlaust — og verra en það. Ýmsir Efrideildar-þingmenn kvört- uðu mjög yfir þessu við þingskapa- umræðurnar í fyrradag — algerlega með réttu og væri það mikið íhug- unarefni fyrir stjórnina að taka þetta má) til íhugunar svo sem fleira í þingsköpunum og leggja fyrir næsta þing. Fyrirspui'Bu.tU ráöherra. Guðmundur Björnsson get;ði svolát- andi fyrirspurn til ráðherra í fyrra- dag: »Hefir utanríkisráðuneytið samið eða gert tilraun til samninga við Bretaveldi eða nokkurt annað ríki um það, að áreita ekki íslenzk skip, sem rækja öll alþjóðaboðorð um hlutleysi, enda þótt til óvináttu'kæmi eða ófriðar milli þess rikis og Dan- merkur, og hvaða ráðstafanir hafa nú verið gerðar um meðferð á utan- ríkismálum íslands, ef svo færi, sem vel getur hugsast í þessum nýtil- komna geigvæna ófriði, að brýnasta nauðsyn yrði á skjótum málaieitun- um fyrir íslands hönd um samkomu- lag eða samninga við eitthvert ann- að ríki, en stjórnarráðinu ókleift að ná til utanríkisráðaneytisins í Dan- mörku, eða þess milliganga ógerleg af einhverjum ófriðarástæðum ?« Hélt G. B. nær 2 klst. snjalla ræðu, sem eigi skal hér sagt gerr frá, samkv. ósk ræðumanns, þar eð hann vildi láta lesa hana í heild sinni, í þingtíðindunum. Fyrirvarian um stjórn- arskrána. Þrjár tillögur komu fram um orðun fyrirvarans í stjórn- arskrármálinu. Meiri hluti stjórnarskrárnefndar- innar vildi orða hann á þessa leið: Um leið og alþingi afgreiðir frum. varp til laga um breytingar á stjórn- arskrá Islands 5. jan. 1874 °g stjórn- skipunarlögum 3. okt. 1903, ályktar það að lýsa yfir því, að ef svo yrði litið á, að með því, sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913, sbr. konunglegt opið bréf, dagsett sama dag, hafi uppburður sérmála íslands fyrir konungi í ríkisráði Dana verið lagður undir valdsvið dansks lög- gjafarvalds eða danskra stjórnarvalda, þá getur Alþingi ekki viðurkent slíka ráðstöfun skuldbindandi fyrir ísland, þar sem hún bryti bág við vilja þingsins 1913 og fyrri þinga. Enn fremur ályktar Alþingi að lýsa yfir því, að það áskilur, að konungsúr- skurður sá, er boðaður var í fyr- nefndu opnu bréfi, verði skoðaður sem hver annar íslenzkur konungs- úrskurður, enda geti konungur breytt honum á ábyrgð íslandsráðherra eins, og án nokkurrar íhlutunar af hálfu dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnarvalda. Heldur Alþingi því þess vegna fast fram, að uppburður sérmála íslands fyrir konungi í iík- isráði Dana verði hér eftir sem hing- að til sérmál landsins. Þeir Jón Magnússon, Pétur Jóns- son og Stefán Stefánsson Eyf. vildu orða hann þannig: Um leið og Alþingi afgreiðir frum- varp til laga um breytingar á stjórn- arskrá íslands 5. janúar 1874 og stjórnarskipunarlögum 3. okt. 1903, ályktar það að lýsa yfir því, að það heldur fast á þeirri skoðun sinni nú sem fyr, að uppburður íslenzkra mála fyrir konungi sé stjórnskipulegt sérmál íslands, og neitar því, að á þessu sé eða geti verið nokkur breyt- ing gerð með því, sem fram fór í ríkisráðinu 20. oktbr. f. á. eða með opnu bréfi um kosningar til Alþing- is frá s. d. Konungsúrskurður sá, er boðaður er í fyrnefndu opnu bréfi getur því ekki skoðast öðru- vísi en hver önnur íslenzk stjórnar- ráðstöfun, er að sjálfsögðu má breyta á samaj hátt, sem hún er gerð, af konungi með undirskrift íslandsráð- herra eins. ;5 ^Loks vildi Jón Jónsson frá Hvanná orða fyrirvarann svo: 4,Um leið og Alþingi afgreiðir frum- varp til stjórnarskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá íslands 5. jan. 1874 °g stjórnarskipunarlögum 3. okt. 1903, ályktar það að lýsa yfir ^þvi, að svo verði að líta á, að það hafi verið vilji Alþingis 1913, að konungsúrskurður um uppburð sérmála íslands fyrir konungi í rík- isráði Dana yrði engu skilyrði bund- inn. Jafnframt ályktar Alþingi að lýsa yfir mótmælum gegn þvi, sem gerð- ist á ríkisráðsfundi 20. okt. 19x3, um sérmál íslands, sbr. konunglegt opið bréf, dagsett sama dag, og fel— ur ráðherra íslands nð skrifa ekki undir konungsúrskurð um, að sérmál íslands verði borinn upp i rikisráði Dana, eins og hefir verið, nema konungur gefi út um leið nýtt opið bréf til íslenzku þjóðarinnar, undir- skrifaða af ráðherra íslands, þar sem þess sé getið, að konungur vilji verða við þeim óskum íslendinga, að hann ákveði að eins, að sérmál íslands skuli borin upp í rikisráði Dana, eins og að undanförnu, án þess að breyting á því sé því skil- yrði bundin, að konungur staðfesti lög um rikisréttarsamband Danmerk- ur og íslands samþykt bæði af Rík- isþingi og Alþingi, þar er ný skipun verði gerð. Fyrirvarar þessir voru til umræðu í neðri deild í gær og mjög um þá deilt nær 3 klst. Var það einkum Ben. Sveinsson, er gera vildi mjög litið úr gildi tveggja fyrirvaranna, meiri og minni hlutans. Svo fór að lokum, að fyrirvari meiri hl. i nefndinni var samþ. Móti honum greiddu 4 þingmenn atkv. (B. Sv., H. H., Hjörtur og Matth. Ól.). Sjálfstæðisstefnumenn 13 greiddu atkv. m e ð honum og 8 sambandsmenn létu telja sig til meiri hlutans, svo að alls urðu með honum 21 atkv. Fyrirvari Hvannár-Jóns var feldur með 22 : 3 atkv. (B. Sv., Hjörtur og Jón frá Hvanná), en fyrirvari minni hlutans feldur með 13:10 (E. P., E. J„ H. H., Jóh. Ey., J. M., M. Kr., M. Ól., P. J., S. S. og St. St.). íslandsbankalögin um seðla- aukninguna voru samþ. við 3. umr. i neðri deild, í þessari mynd: 1. gr. Meðan lög þessi eru í gildi, skal íslandsbanka heimilt, ef viðskiftaþörfin krefur, að auka seðla- útgáfu sina um alt að 500 þúsund krónum fram yfir þá upphæð, sem ákveðin er í 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905, gegn því: 1. að bankinn eigi jafnan og hafi í vörzlum sínum, sbr. þó lög 3. ág, 1914 um ráðstafanir á gullforða ís- landsbanka o. fl., málmforða sam- kvæmt 4. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1903, til tryggingar seðlum, útgefnum samkvæmt lögum þessum, er nemi að minsta kosti 50% af seðlafúlgu þeirri, er í hvert skifti er í umferð fram yfir 2r/a miljón krónur; 2. að bankinn greiði í lok hvers mánaðar 2°/0 árgjald til landssjóðs af þeirri seðlafúlgu, sem í hver mánað- arlok er í umferð fram yfir áður- nefndar 2r/2 miljón krónur, og eigi er trygð með málmforða, samkvæmt 1. lið greinar þessarar. Um seðlaútgáfu, þá er í lögum þessum greinir, gilda að öðru leyti fyrirmæli laga nr. 66, 10. nóv. 1905. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað og gilda til loka október- mánaðar 1915. Frumvarpið var felt i Efri deild í gær með rökstuddri dagskrá, er hljóðaði svo: í því trausti, að stjórnin taki til athugunar, hvort ekki sé ástæða til, áður en seðlaútgáfuréttur íslands- banka er aukinn, að breytt verði fyrirkomulagi bankans og eftirliti með starfsemi hans, sérstaklega með tilliti til þess sem fram hefir komið við meðferð málsins á Alþingi, tek- ur deildin fyrir næsta mál á dag- skrá: Var hún samþykt með 7 gegn 6 atkv. (þeim konungkj. 3 og Magn. Péturssyni).

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.