Ísafold - 12.08.1914, Side 4

Ísafold - 12.08.1914, Side 4
246 I SAFOLD Frumvarpið hafði verið samþykt í Neðrideild með 20 atkv. — ísafold skal eigi að þessu sinni fara frekar út i efni frumvarpsins, þarf að kynna sér kringumstæður betur til þess, en eigi getum vér bundist þess að láta í ljós þá skoðun, að það er varhuga vert jafnan af Efrideild að fella svo sviplega frumvörp, sem eiga jafn- mikinn meirihluta að baki sér í neðri deild. í þessu máli eru það t. d. 12 menn í þinginu, sem gera ónýtt það sem 26 menn vilja hafa fram. Er það engin fyrirmyndarbraut að komast inn á. Fánamálið. Nefndarálit fána- nefndar alþingis hljóðar áþessaieið: Nefndir þær, sem efri og neðri deild Alþingis skipuðu til að íhuga fánamálið, komu sér saman um að starfa að því í sameiningu. Þær ræddu málið ítarlega á nokkrum fundum, og fengu ráðherra til við- tals á tveim þeirra. Allir nefndarmenn, nema Skúli Thoroddsen og Bjarni fónsson, voru á einu máli um það, að rétt væri að hagnýta konungsúrskurðinn um íslenzkan fána frá 22. nóv. 1913, að með því væri nokkuð unnið, en engu tapað, og réttur þjóðarinnar til fullkomins islenzks siglingafána að engu skertur. Um liti fánans og gerð voru skift- ar skoðanir nefndarmanna. Sumir vildu hafa fánann tvilitan að eins — bláan og hvítan. Aðrir vildu hafa fánann þrílitan — bláan, hvítan og rauðan. Að eins þremui gerðum var hald- ið fram: 1. Þeirri, sem borin var upp á Alþingi 1911 og 1913, og hefir ver- ið notuð síðan 1907. 2. Sömu gerð óbreyttri að öðru en því, að bætt yrði hvitri stjörnu i efri stangarreit. 3. Sömu gerð óbreyttri að öðru en því, að rauðum krossi yrði bætt innan i miðjan hvíta krossinn (1. tillaga fánanefndarinnar, sem skipuð var 30. des. 1913). Flestum nefndarmönnum komsam- an um það, að almenningi mundi kærust hin fyrstnefnda fánagerð. Og enginn þeirra lýsti yfir því, að hann væri henni alveg mótfallinn, ef til þess - kæmi, að konungur gæti fallist á hana óbreytta. Nú var nefndinni ljóst, að nokkur likindi eru til, að konungur vilji ekki fallast á þessa gerð, svo nauðsyn verði að breyta henni eitthvað. Þeir, sem fastast héldu henni fram, töldu vænlegast að breyta henni sem minst, ef til kæmi, og þótti nægi- legt að bæta að eins hvitri stjörnu í efri stangarreitinn. Aðrir töldu litlu skifta, þótt breyt- ingin yrði gagngerðari, ef breyta þyrfti á annað borð, og þótti þríliti fáninn fegurri og hentugri. Meiri hluti nefndarinnar (P. J., M. K., G. H., S. St., E. J. og S. G.) taldi óheppilegt, að Alþingi gerði fleiri en tvær gerðir að tillögu sinni við konung, og vildi láta aðra hvora tvílitu gerðina fylgja þrilitu gerð- inni. Minni hlutinn (Sk. Th., B. J., J. B., M. P. og K. F.) vildi ekki úti- loka með öllu hina uppteknu gerð, þó að litlar líkur þættu til, að kon- ungur féllist á hana. Ef hún feng- ist ekki, vildi hann ekki breyta henni með öðru en hvítri stjörnu í efri stangarreitnum. En þar sem hann vildi ekki heldur útiloka þrilitu gerð- ina, og taldi hana tryggingu fyrir þvi, að konungur féllist á einhverja gerðina, vildi hann hafa gerðirnar þrjár í tillögum þingins við konung. Ráðheira studdi tillögur minni hl. í nefndinni, en G. Björnsson lét málið hlutlaust. Nefndin kom sér saman um, að leggja til við hv. Alþingi. að það samþykki eftirfarandi tillögu til þings- ályktunar. TILLAGA til þingsályktunar um gerð íslenzka fánans. Með þvi að svo er tiltekið í kon- ungsiirskurði 22. nóv. 1913, aðgerð íslenzka fánans skuli ákveðin með nýjum konutigsúrskurði, þegar ráð- herra íslands hafi haft tök á að kynna sér óskir monna á íslandi um það atriði, þá ályktar sameinað Alþingi að mæla með þeirri gerð, sem borin var upp á Alþingi 1911 og 1913, annaðhvort óbreyttri, eða með stórri, hvítri fimmblaðaðri stjörnu í efra stangarreit, eða rauðum krossi í miðj- um hvita krossinum, í líkingu við tillögu fánanefndarinnar, sem skipuð var 30. des 1913. Alþingi 8. ágúst 1914. Karl Finnbogason, skrifari Ed. og framsm. Jósef Björnsson, Magnús Pétursson, Einar Jónss., Bjarni Jónss. frá Vogi með fyrirvara. Skúli Thoroddsen, skrifari hjd. Með fyrirvara. Með skírskotun til sérstaks fyrir- vara: Guðm. Hannesson, Pétur Jónsson, Sig. Stefánsson, M. J. Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, form. nefndar neðri deildar. Samþykkur öllu því, sem ekki fer í bága við álit fánanefndarinnar '30. des. 1913 ; læt málið hlutlaust vegna nefndarstarfs míns. G. Björnsson, formaður nefndar Ed. og samvinnu- nefndarinnar. En tillöguna hér að framan vildu þeir Guðm. Hannesson, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Stefánsson og Pétur Jónsson orða svo: Með því að svo er tiltekið í kon- ungsúrskurði frá 22. nóv. 1913, að gerð íslenzka fánans skuli ákveðin með nýjum konungsúrskurði, þegar ráðherra íslands hefir haft tök á að kynna sér óskir manna á íslandi um það atriði, þá ályktar sameinað Al- þingi að lýsa yfir því áliti sínu, að flestum íslendingum muni langkær- ast að sú fánagerð, sem borin var upp á alþingi 1911 og 1913, hald- ist óbreytt og yrði staðfest af kon- ungi. En sé þess eigi kostur, vill það mæla með hinum þrílita fána, sem fánanefndin, er skipuð var 30. desember 1913, gerði að aðaltillögu sinni. Fánamálið verður til umræðu í Sam. þingi kl. 6 í kvöld. Kosningalagafrv. komst í fyrrakvöld upp úr Neðrideild, óbreytt að mestu frá stjórnarfrv., nema i einu stóratriði. Neðri deild skar út úr frv. 14. gr., þá er kveður á um hina nýju kjördæmaskiftingu í land- inu. Var þar gert ráð fyrir 4 þing- mönnum í Reykjavík. Við 3. umr. kom Sv. Bj. með brt. þess efnis, að Reykjavík fengi 3 þingmenn, en Seyðisfjarðaikjör- dæmi yrði lagt niður. Önnur brt. kom frá E. A. um, að fjölga þing- mönnum úr 40 upp í 42 og bæta 2 þingm. við Reykjavík, en allai þessar tillögur voru strádrepnar. Var helzt borið þar í bætifláka fyrir drápi þessarra tilhgna, að svo margir Reykvíkingar ættu sæti á þingi. En samkvæmt þeirri röksemdafærslu ætti Reykjavík engan þingmann að kjósa. Háskóla latinan og grísk- an hafa valdið miklum ágreiningi í efri deild. Var einkum róið þungt móti hinum nýja háskólakennara af Bændaflokksmönnum. Þar kom þó að lokum.að latínan og grískan höfðu sig áfram móti öllum andróðri. Untlirbarnakennara vantar við barnaskólann í Miðneshreppi. Umsækjendur snúi sér til skóla- nefndarinnar fyrir 31. ágúst. Frá Birni Hallsyni kom fram rök- studd dagskrá á þessa leið: »Vegna þess, að mikil líkindi eru til, að óþarft sé að stofna nýtt kenn- araembætti við Háskóla íslands í klassiskum fræðum, en bæði hent- ugra og ódýrara að auka þá kenslu við hinn almenna mentaskóla fyrir þá, sem þess óska, lítur deildin svo á, að rétt sé að fresta málinu og tekur fyrir næsta mál á dagskrá: En hún var feld með 15: 9 atkv. (E. P., G. H., B. H., E. J., G. E., Matth. Ól., Sig. Sig., St. St. og Þór. B.). Frv. síðan sþ. með 15:9 þ. e. hinum sömu og dagskránni greiddu atkv. Síijrjöídin mikía I næsta blaði rrun Isafold skýra svo rækilega og heildarlega, sem við verður komið, frá aðdraganda hius mikla Norðurálfuófriðar og rekja sögu hnns hingað til eftir beztu gögnum. En að þessu sinni vísum vér til símfregnanna. Hérmeð tilkynntst vinum og vanda- mönnum, að konan mín elskuleg, Jódis Jónsdóttir, andaðist þ. 5. þ. m. Jarðarförin er ákveðin fimtudaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 11V2 frá heimili okkar, Vestur- götu 26 A. Amundi lAmundason. Jarðarför föður míns, Arnbjörns Ólafs- sonar, fer fram fimtudaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. frá Skðlavörðustig 14 í Reykjavik. p. t. Reykjvik II. ágúst 1914. Ólafur J. A. Ólafsson. Unglingaskólinn á Sauðárkróki. ReykjaYíknr-annáll. f Arnbjörn Ólafsson kaupm. frá Keflavík, dó um daginn í Iihöfn af 'neilablóðfalli, eins og áður er getið. Hafði hann farið þ. 3. júlí áleiðis til Noregs á sýninguna í Bergen. Lík hans var hingað flutt á Botníu og verður jarðað hór í bæ á morgun. Æfiminning Arnbjörns kemur mjög bráðlega hór í blaðinu. Hjúskapur. Sigurjón Pótursson glímukappi og jungfrú Sigurbj. As- bjarnardóttir. Gift 9. ágúst. Fisksalan til Englands. Njörður hinn ísl. botnvörpungur, kom í gær til Fleetwood á Englandi. Velferðarnefndin starfar nú dag- lega. í fyrradag leigði hún skip til vöruflutninga í landsins þarfir, fyrir milligöngu Johnson & Kaaber. Er það 1600 smál. að stærð, leigt í Björg- vin í Noregi og mun i ráði, að það fari til Vesturheims og sæki vistir. Skipafregn: V e s t a kom hingað til bæjarins í fyrradag. Með henni var fjöldi far- þega, þar á meðal: frú Regína Thor- oddsen, Andrós Fjelstsd augnlæknir, úr augnlækningaför sinni umhverfis land, jungfrú Sofía Ólafsdóttir, útlend- ingar margir 0. m. fl. B o t n í a korn hingað í fyrradag frá útlöndum. Meðal farþega voru: frú Sveinsson frá Kleppi, frk. Kjær yfir- hjúkrunark. frá Laugarnesi, frú Gíslason, frú Debell, frú Nielsen, Hanson kaup- maður og frú hans, Rasmussen lyfsali frá ísafirði og frú hans, Einar Jóns- son myndhöggvari og unnusta hans, frk. Jörgensen, Vilh. Finsen ritstjóri, Guðm. Thorsteinsson listmálari, Einar Benediktsson skáld og kona hans og 5; börn þeirra, Rögnv. Ólafsson bygginga- meistari, frk. Guðmundsson frá Seyðis- firði, tveir skrifstofuþjónar til Garðars Gíslasonar, Mr. Boehlen, belgiskur sauðakaupm., dr. Hellerung frá New York, Jacobsen verzl.erindreki, Ól. Steinback tannlæknir af tannlækna- fundi i Lundúnum, og nokkrir útlend- ingar. P 0 11 u x, skip Björgvinjarfélagsins er væntanlegt hingað í kvöld. Farþeg- ar hafa átt æfintýraferðalag, sbr. símskeyti það, sem prentað er í er- lendnm símfregnum. Farþegar þeir er það sendu voru: Arnbjörn S. Bar- dal frá Winnipeg, frú Asta Hermanns- son, Guðm. Jónsson, Herbert Sigmund- son yfirprentari, Jóh. Jóhannesson kaupm., Jónína Jónatansdóttir, Mar- grét Gunnarsdóttir, Páll V. Guðmunds- son, Pétur Halldórsson bóksali, Ragnar Sigtryggsson, Sigurbj. Ásmundsdóttir, Sigurbj. A. Gíslason cand. theol. og Torfi Jónsson. Settur sýslumaður. Sigurjón Markússon cand. juris. er settur sýslumaður í Skaftafells- sýslum. Fer hann þangað austur eftir þinglok ásamt ráðherra Sigurði Eggerz og tekur þá við sýslunni af honum. Skólaár frá 1. nóv.—1. maí. Kensla á dag 5 stundir. Námsgreinar íslenzka (skrifleg og munnleg), náttúrufræði (eink. eðlisfræði og heilsu- fræði), reikningur, landafræði, saga, söngur, skrift, teiknun og leikfimi. Aukagreinar: danska og enska. Umsóknir frá þeim (piltum eða stúlkum), er gjörast vilja nemendur næstkomandi skólaár, sendist undirrituðum, er gefur nánari upplýsingar um skólann. Sauðárkróki, 19. júlí 1914. Jóti t>. Björnsson. Hugítjsing. Sökum gjörræðisfullrar útilokunar frá sambandi við miðstöð lands- símans kunngerist, til að spara mönnum óþarfa gagnslausan símkostnað^ að hér eftir, þar til er annað verður auglýst, er tilgangslaust að leita símtals við mig, og eg símsvara að eins áríðandi forretningsskeytum. Patreksfirði 10. ágúst 1914. Pétur Tl. Olafsson. Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde JUL. ZACHARIAS & Co, Herkúles-þakpappi HaldgóiDir þakpappalitir allsk. Stofnað 1896. Tals.: Miðst. 6617. Triumph-þakpappi Tjörulaus — lyktarlaus. Álagning með ábyrgð. Lítið á! 85000 pör af skóml 4 pör fyrir 9 br. Með því að vér höfum keypt ósköpin öll af skóm, gerðum eftir nýjustu tizku, seljum vér 2 pör aj karlm.- og 2 pór aj kvenskóm, reim- uðum, brúnum eða svörtum, með sterkum leðursólum, skrautlegum mjög, stærð eftir númeri eða ctm., öll 4 pörin Jyrir að eins 9 kr. er greiðist við móttöku. K. Schuhwaren A Ges. Krakau (Oesterr.) Esteraq. Nr. 8 - I.R. Líki eigi, má skifta eða fá and- virðið endurgreitt. Hyggið aðl Skór: 85000 pör. 4 pör fyrir 9 kr. Hvers vegna þjást af veik- indum þegar Reform-beltið getur læknað yður og hjálpað? Reform-beltið er nútímans bezta lækningaáhald. — Vér ábyrgjumst beltin í eitt ár. Margir læknar nota sjálfir og ráðleggja öðrum Reform- belti. — Mörg meðmælabréf fyrir hendi. — Biðjið um skrá; hún kost- ar ekkert, en burðargjaldið er 20 aurar. Þegar pantað er, verður að segja nákvæmlega til um mittismálið. Verðið er. 23 kr., 35 kr., 50 kr. og 80 kr. Þegar andvirði fylgir pöntun gef- um vér 5°/0 afslátt og burðargjaldið. Ef borgað er við móttöku verður og að borga burðargjald. Vér höfum keypt mjög miklar birgðir af skóm eftir nýnstu gerð og seljum því 2 pör af karlmanns- og 2 pör af kvenskóm, reimuðum, gulum eða svörtum, afar fallegum, með sterkum leðursólum, stærð eftir númeri eða sentimetrum, öll 4 pörin fyrir einar 9 kr., er borgist við móttöku. S. Stroch, Krakau (Österr.) Krakowska 29—3. Líki eigi, má skifta eða fá andvirð- ið endursent. Reform-Bureauet, Rosenkrantzg. 19 II. Kristiania. Norge. AXA Axagrautur á morgnana: Maginn í lagi — geðið í lagi — alt í lagi. Dökkjarpur hestur, vakur, fallegur, og lítur út fyrir að vera ungur, er i óskilum á Reyniv. í Kjós.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.