Ísafold - 29.08.1914, Side 2
260
ISAFOLD
hafa nú i huga. Þær hljóta að hafa
sæmilega góða vitneskju um liðstyrk
Þjóðverja og hvar þeir draga mest-
an her saman að norðanverðu, og
samkvæmt því munu þeir ráða ráð-
um sínum.
Það sýnist fyllilega augljóst, að
Þjóðverjir ætli sér að reka herlið
Belga harðlega norður á bóginn, ef
til vill alt til Antverpen, og gera
það viðskila við lið Frakka. Að öðr-
um kosti gæti þeir tekið þann kost-
inn, að neyða Belgaher suður og
vestur undir Frakkland, svo að Ant-
werpen yrði varnarlaus. Fregnirnar
eru of óljósar til þess, að unt sé að
gera sér ljósa grein fyrir, hvorn
kostinn þeir velja.
Það eitt virðist fullvíst, að Þjóð-
verjar hafa tekið Brússel, í þvi skyni
að ráðast þaðan til annararhvorrar
þeirrar atlögu, er nú var nefnd. Þó
að Brússelbúum verði koma Þjóð-
verja til höfuðborgarinnar mjög þung-
bær, þá er Þjóðverjum lítill slægur
í borginni frá hernaðarlegu sjónar-
miði, því að hún er óvíggirt. En
hún getur orðið hersveitum keisar-
ans kærkominn hvíldarstaður, og i
Berlínarblöðum mun fregninni um
töku borgarinnar víða tekið eins og
stór-sigurfréttum.
Það virðist augljóst af skeytum,
sem hingað komu í gær, að mikili
fjöldi þýzkra hermanna hefir farið
yfir Maas-fljót. Þeir hafa farið yfir
fljótið milli Namur og Lúttich, ef
til vill um brúna hjá Huy. Þetta er
vottur þess, að hætt hafi verið við
að ráða inn í Frakkland frá Luxem-
burg, og nú eigi að fara sem fjöl-
mennustu liði mót bandamönnum í
Belgíu. Meginárás í Belgíu, sam-
fara óslitnu áhlaupi með öllum landa-
mærum Frakklands og Þýzkalands,
væri hræðilegt hervirki, og gæti
orðið bandamönnum (Frökkum, Eng-
lendingum og Belgum) alvariegt við-
fangsefni, en á hinn bóginn gæti og
slík ráðstöfun haft í för með sér
miklar hrakfarir. Sá hluti þýzka
hersins, sem er austan við Maas-
fljót, ætti altaf á hættu að verða
einangraður, en skyndilegt undan-
hald yfir djúpa og breiða á, er venju-
lega undirorpið miklu mannfalli, er
ótrauður óvinur rekur flóttann.
Vér þurfum ekki að gera of mikið
úr þeirri fótfestu, sem frakkneski
herinn hefir náð í Elsass og Loth-
ringen við sigurvinninga sína, þó að
þeir hafi orðið til þess að hnekkja
mjög framgangi Þjóðverja. Frakkar
þokast nær og nær Metz ; þeir hafa
náð Miilhausen öðru sinni, og sú
örugga fótfesta, sem Frakkar vildu
ná í Elsass og Lothringen, hún er
nú fengin.
Þó hafa nú hersveitir Frakka ná-
lega komist að þeim takmörkum,
sem ætla má að þær komist á, nema
svo sé, að þeir séu við því búnir
að gera árásir á hina öflugu kastala,
sem eru á leið þeirra og stemma
stigu fyrir þeim.
Hluttaka Breta.
Menn verða að vera við því búnir
að heyra um sigurvinninga Þjóð-
verja. Þeir eru þvínær óumflýjan-
legir hér og þar, en úrslitaorustan
er ekki komin undir smáskærum.
Annað stærsta hlutverk sambands-
þjóðanna — næst því að vinna sig-
ur — er að verjast árásum.
Ef Þjóðverjum er varnað fram-
göngu, þá getur það orðið ráðagerð-
um þeirra jafn hættulegt eins og
ósigur. Véf vonum að tilraun Þjóð-
verja til að brjótast gegnum herdeild-
ir bandamanna muni mishepnast al-
gerlega, og að herflokkar Banda-
manna muni rækilega sigrast á
grimdarseggjum þeim, sem nú þyrma
hvorki gamalmennum né kvenfólki
og fara báli og brandi hvervetna þar
sem því verður við komið.
Bráðlega munu berast eftirtektar-
verðar fregnir af því, «em er að ger-
ast á austur-landamærunum. Rússar
munu þá og þegar gera árásir með
ógrynni liðs. Framfylkingarnar eru
þegar komnar inn í Austur-Prússland
og Austurríki, en allur meginherinn
er enn ókominn. Orustan mikla er
óháð enn. Framgangan verður ekki
óðfluga fyrst í stað. Hersveitir Zars-
ins eiga yfir torleiðir að fara á leið
til Berlínar, en þeir ætti að vera þess
megnugir að ógna Berlin mörgum
vikum áður en Þjóðverjar hafa gert
ráð fyrir.
Það er vert að geta þess hér, tii að
svara þeirn, sem segja, að Bretar hafi
ekki gengið nógu skörulega fram í ó-
íriðnum til þessa, að hin árvakra gát
brezka flotans er ómetanlega mikils
virði, ekki aðeins oss, heldur banda-
mönnum vorum. Vér vörnum þýzka
flotanum að ráða á strendur Frakklands
og Belgíu. Vér sjáum um, að verzlun
og viðskifti haldist nær hindrunar-
laust, og vér höfum að engu gert
hina miklu utanlandsverzlun Þjóð-
verja. Þetta er afrek, sem er meir
en á við athafnir mikils landshers á
meginlandinu. Vér gerum ekki ráð
fyrir, að hermálastjórn Frakka hafi
vænst þess af Bretum, að hún fengi
liðstyrk hjá þeim á landi fyr en
Þjóðverjar væru komnir inn í Frakk-
land. En úrvala lið vort er búið tfi
atlögu, og það er flotanum að þakka.
Vér höfum gert alt, sem vænta
mátti að vér gerðum að svo komnu.
En vér þurfum á hverri stnndu að
vera við öllu búnir. En það er vaía-
samt, hvort vér getum verið jafn-
ánægðir i því efni. Fleiri ungir
menn ættu hér eftir en hingað til
að temja sér vopnaburð utanlands
og innan. Ef vér erum reiðu-
búnir, getum vér gengið í móti
ítrustu hættum óskelfdir, rólegir og
hughraustir, og vér getum sagt að
Bretland hafi ekki brugðist skyldu
sinni meðan Belgia varðist svo drengi-
lega, sem raun er á orðin, með til-
styrk sona sinna, sem gripu til vopna
þegar ættjörðin kallaði þá.
Druknnn.
Bátur fórst 23. júlí síðastl., frá
Kálfhamarsvík í Húnavatnssýslu, og
druknuðu þar 5 menn.
Veðrið um daginn var ekki mjög
slæmt, austanstormur en ekki rok.
2 aðrir bátar frá Kálfshamarsvik voru
á sjó og höfðu siglingu í land, en
til þriðja bátsins hefir ekki spurst
síðan og ekkert af honum fundist
nema lóðarból og litið eitt af ióð,
er bendir á að mennirnir hafi drukn-
að áður en þeir náðu lóðinni.
Mennirnir voru þessir: Rögn-
valdur Jónsson frá Steinholti og
Valdimar sonur hans, Jens Stiesen
Hvammkoti, Guðlaugur Eiriksson
Holti, póstur, og sonur hans, er
Valdimar hét. Var að þeim öllum
hinn mesti mannskaði.
Prentvilla: í grein hr. pró-
fessors Agústs Bjurnasonar í síðustu
ísafold : »Rannsókn dularfullra fyrir-
brigða« hefir slæðst inn slæm prent-
villa. í 6. neðanmálsdálki, 14. linu
að ofan, stendur »uppspuni tegund-
anna«, en á auðvitað að vera »npp-
runi tepundanna«.
Aukaþingið
Ofl
andstæðingarnir.
Það bryddi nokkuð á þvi i ræð-
um einstakra þingmanna seinast á
þinginu, að andstæðingar núverandi
stjórnar vildu láta svo heiía, sem
aukaþingið í sumar hefði verið eitt
hinna verstu þinga, setið lengi yfir
hégóma einum, unnið störf sín slæ-
lega o. s. frv. A hinu sama bryddir
nú að þingslitum nokkuð í Lögréttu.
Og auðvitað er æílast til þess, að
skeytin lendi á þeim flokki, sem var
meiri hluti á þinginu og studdi nú-
verandi stjórn til valda.
Út af þessu þykir oss hlýða að
skýra nokkuð gang málanna á þingi,
svo almenningur megi betur um
dæma.
Það, sem fyrir þessu aukaþingi
lá, var í rauninni hvorki fátt, smátt
né ómerkilegt.
Þegar þingið kom saman 1. júlí
lá fyrir því:
1. Að afgreiða stjórnarskrármdlið.
2. Að afgreiða ýánamálið.
3. Að koma sér saman um nýja
stjórn.
Auk þess lagði stjórnin 15 frum-
vörp fyrir þingið, og var eitt þeirra
afarumfangsmikið og merkilegt: kosn-
ingarlaga frumvarpið.
Óhætt mun að fullyrða, að í öðr-
um löndum þætti þetta, sena hér
hefir verið nefnt, ærið nóg sex vikna
verk fyrir löggjafarþing. Það var
lokið við öll þessi mál og stórmálin
afgreidd á fullsæmilegan hátt, líklega
engu ósæmilegri en gerist venjulega
á alþingi íslendinga á sex vikum og
tveim dögum betur. Og þó bætt-
ust þinginu óvænt og' merkileg við-
fangsefni út af Norðurálfuófriðnum.
Þegar þing hófst, varð eigi með
vissu vitað, að fullkominn meirihluti
væri um stórmálin og yrði um að
mynda nýja stjórn. Hafsteinsstjórn-
in hafði orðið í minni hluta við
kosningarnar og meiri hluti þjóðar-
innar vildi eigi aðhyllast gerðir hennar
í stjórnarskrármálinu. En um það,
hvort meirihlutasamkomulag gæti orð-
ið um það, hvað gera skyldi í stjóri^-
arskrármálinu og um stjórnarmynd-
un, vissu menn ekki.
A 5. degi þingsins var svo kom-
ið málum, að meiri hluti þingsins,
sjálfstæðismenn, höfðu komið sér
saman um það, hvernig afgreiða
skyldi stjórnarskrána (þ. e. samþykkja
stjórnarskrárbreytingarfrumv. síðasta
þings óbreytt með fyrirvara) og höfðu
komið sér saman um, hvern flokk-
urinn vildi styðja til ráðherraem-
bættis.
Hve greiðlega þetta gekk hefir á-
reiðanlega orðið andstæðingum vor-
um vonbrigði. Þeir voru búnir að
spá miklu um valdarifrildi innan
flokksins og hugðu gott til að ófrægja
flokkinn fyrir það.
Um sama leyti gekst Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrir því, að þau samtök
voru gerð innan þings, að stilla svo
til, að lokið yrði við viðfangsefni
þingsins á lögskipuðum setutima þess.
Að Sjálýstœðisflokknum verður því
tæplega beint, að hann hafi hugs-
að mest um »að sitja sem
lengst á þingi«, eins og einn Sam-
bandsflokksmaður sagði til áfellis i
ræðu á þinginu.
Og þetta tókst alt. Störfum þings-
ins var lokið á lögákveðnum tíma,
eða því sem næst, prátt fyrir þá töf,
sem af því hlaut að stafa, að kon-
ungur kvaddi ráðherraefni uían og
prátt fyrir þá töf, sem ófriðarráð.
stafanirnar hlutu að orsaka.
Þetta sýnir, að eigi verður meiri
hlutinn áfeldur fyrir það, að hafa eigi
gert sitt til að ljúka sem fyrst störf-
um þingsins og eyða eigi fé lands-
ins að óþörfu.
Af sparnaðarástæðum var það og,
að Sjálfstæðisflokkurinn gekst fyrir
því að fella ýjárau’talögin. Ymsir
hafa legið flokknum á hálsi fyrir
þetta. En það er spá vor, að flestir
hygnir menn og gætnir líti svo á,
sem flokkurinn hafi þar unnið gott
verk og þarft.
Aukaþingum er alls eigi ætlað að
fjalla um fjáraukalög. Það er óeðli-
legt með öllu, að fjáraukalög séu
samþykt á þingi, sem eigi fer og
með fjárlög, þ. e. gerir áætlun um
allar tekjur og öll gjöld landssjóðs.
Stjórnin hafði nú ekki viljað halda
við þá eðlilegu grundvallarreglu að
láta aukaþing eigi fjalla um fjár-
aukalög. Hún lagði fyrir aukaþing-
ið fjáraukalög. Það var eigi annað
sýnilegt en að til vandræða horfði
í þessu efni. Fjárbeiðnum rigndi
yfir þingið; var svo að sjá, sem
menn teldu her vera venjuleg, reglu-
leg fjárlög á ferðinni.
Nú mætti segja, að eðlilegast hefði
verið að fella allar aðrar fjárveiting-
ar og láta þær einar ná fram að
ganga sem bráðnauðsynlegastar voru.
En það voru ýmsir þingmenn, sem
lofað höfðu kjóseudum sínum að
bera fram fjárbeíðnir, eý fjáraukalög
yrðu afgreidd. Töldu þeir sig bundna
við loforð sín, nema ef engin f|ár-
aukalög yrðu afgreidd. Því var þetta
ráð tekið, að fella fjáraukalögin, en
jaýnframt ákveðið að heimila stjórn-
inni einar prjár bráðnauðsynlegar
fjárgieiðslur. Slik heimildarlög hafa
verið gefin á nær hverju þingi síðan
vér fengum stjórnarskrána og engum
dottið í hug að með því væri fram-
ið stjórnarskrárbrot, fyr en Sam-
bandsmenn fundu upp þessa firru
í reiði sinni yfir þvi að fjáraukalög-
in féllu. En alvaran reyndist þó
eigi mciri en það, að þeir greiddu
flestir atkvæði með nokkrum eða
öllum heimildarlögunum. Það er
eigi rétt að ætla þeim mönnum, að
þeir hefðu gert það, ef þeir hefðu
verið í hjarta sínu sannfærðir um
að þeir væru með því að fremja
stjórnarskrárbrot.
Um meðferð málanna á þinginu
hefir það verið sagt, að hún hafi
verið flaustursleg. Neðri deild set-
ið á aðalmálunum nær alt þingið
og efri deild því eigi fengið tíma til
að íhuga málin.
Utanför ráðherraefnis gerði það að
verkum, að eigi var hægt að Ijúka
við stórmálin fyr en hann kom
aftur. Þegar er ráðherra var heim
kominn, tóku ófriðarráðstafanirnar
talsvert af tíma þingsins. Af þeim
ástæðum afgreiddust stórmálin seinna
frá neðri deild en ella hefði orðið.
En þetta sakaði eigi. Menn voru
ráðnir í að samþykkja stjórnarskrána
óbreytta, en með fyrirvara. Efri
deild hafði starfað að því máli og
fánamálinu í nefndum jafnhliða neðri
deildar nefndunum nær alt þingið,
auk þess sem mál þessi höfðu verið
rædd ítarlega á flokksfundum. Hið
eina, sem að mætti finna var það,
hve seint kosningarlagafrumvarpið
kom frá neðri deild. En það mál
var íhugað mjög rækilega í nefnd.
í deildinni var eingöngu deilt um
eitt atriði, kjördæmaskiftinguna. En
eftir þeirri afstöðu, sem neðri deild
tók til þess atriðis, verður eigi sagt
að það hafi komið að meini, hve
stuttan tíma efri deild hafði til að
íhuga það mál.
’ Auk þessara mála fekk þingið
tíma til að afgreiða ýms merkileg
áhugamál þjóðarinnar. Má þar nefna
sérstaklega þrjú: afnám eftirlauna
ráðherra, skipun millipinganeýndar
til að íhuga launa- og eýtirlaunamál-
ið og strandýerðamálið.
Loks gerði þingið ýmsar bráð-
nauðsynlegar ráðstafanir vegna Norð-
urálfuófriðarins, eins og áður er að
vikið.
Frumkvæði að flestum þessum
málum átti Sjálfstæðisflokkurinn.
Þegar á alt þetta er litið, er auð-
sætt, að eigi verður með sanni bor-
ið á aukaþingið í sumar, að það
hafi setið of langan tíma yfir hégóma
einum. Ef með sanngirni og ofsa-
íaust er litið á störf þingsins, mun
frekar mega gefa því þann vitnis-
burð, að það hafi verið starýsamt
þing og sparsamt þing.
ReyklaYlknr-annáll.
Ólafur Björnsson ritetjóri þessa
blaðs er væntanlegur heim á mánudag
Hann er nú staddur í Borgarnesi og
bíður þar skips.
Skúli fógeti seldi afla sinn á Eng-
landi fyrfr 747 sterlingspund þrem
dögum áður en hann fórst.
Harmonium hefir Jóhann kaupm.
Jóhannesson gefið Holdsveikraspítalan-
um nýlega. Sams konar gjafir hafði
hann áður gefið að Vífilsstöðum og
Kleppi.
Rigningar bafa verið hór öðru hverju-
þrjá seinustu dagana.
Hjónavígsla. Ungfrú Þorbjörg
Steinsdóttir og síra Páll Sigurðsson frá
Bolungavík voru gefin saman í hjóna-
band á heimili sr. Bjarna Jónssonar
dómkirkjuprests s. 1. þriðjudagskvöld,
Nörður fór hóðan til Englands i
fyrrakvöld. Var þá fregnin komin um
ófarir Skúla fógeta, svo að skipið var
sent til vesturstrandar Englands, eins
og um daginn.
Botnia kom til Kaupmannahafnar
á fimtudagsmorgun; kom ekki við i
Leitb.
Verzlunarfélagið Ó. G. Eyólfsson
& Co. fekk allmiklar kornmatarbirgðir
með seinustu ferð Ceresar, og var með
því bætt úr brynni þörf í svip. Hefir
fólagið hlotið mikið lof hór í bænum
af þessari útvegun.
Stedling kom frá Kaupmannahöfn
á miðvikudagskvöldið; hafði eigi kom-
ið við í Leith, fremur en Ceres,
Póstmeistari hefir lagt svo fyrir,
að póstur verði framvegis sendur frá
Englandi á ísleuzkum botnvörpuskip-
um, meðan póstskipin koma ekki við
i Leith.
Mikla silungsveiði segja veiðimenn
í Soginu undanfarna 10 daga eða svo,
en mýbit var þar svo mikið, að menn
og skepnur gátu varla haldist við.
La France, norskt kolaskip, kom
hingað í vikunni til Timbur- og kola-
verzlunarinnar Reykjavík.
Til Eldeyjar hefir Th. Kjarval ætl-
að tvívegis í þessum mánuði, til fugla-
veiða og seladráps, en orðið frá að
hverfa í bæði skiftin, vegna ógæfta.
Hermod, leiguskip landstjórnarinnar,
fer hóðan í dag til Vesturheims. Hóð-
an fara þeir Ólafur Johnson ræðism.,
Sveinn Björnsson alþm., hinn fyrnefndi
fyrir hönd stjórnarinnar en Sveinn
Björnsson fyrir hönd velferðarnefndar-
innar. Ennfremur fer Gísli J. Ólafs-
son símstjóri. Þeir koma allir á sama
skipi heim hingað.
. ,...—- — ■1 ......-