Ísafold - 05.09.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1914, Blaðsíða 1
Ul rniiiniiimiiiiiiiniiiniiimiiiniiniiiimiiiiMÍTiTi QJ Kemur út tvisvar | í viku. Yerð árg. | 4 kr., erlendis 5 kr. | eöa 1 f do'.lar; borg- | istfyrirmiSjan júlí | erlendis fyrirfram. | Lausasala 5 a. eint. I JU imnm)imiimiimiimiimiiiiiiiniiiniiimiimi j£J i s 1 Uppsögn (skrlfl.) | I bundin við áramót, | 1 er óglld nema kom- | I In só til útgefanda I I fyrir 1. oktbr. og | | só kaupandi skuld- | | laus við blaðið. XLI. árg. Alþýftufél.bókasafn Templaras. B kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 )—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og A—7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—3 og 5—7 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.P.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 fjiðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 5*/«—6'/a. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—B og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 l>jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Skrifstofa Eimskipafélags íslauds. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Talsimi 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður, Bókhl.stig 10. Sími 28. Venjul. heima 12Y2—2 og 4—51/a. Styrjöldin mikla. 1. Daglega berast simfregnir um ófrið- ar-atburðina. En svo erum vér settir, íslendingar, að sími vor er með brezk gleraugu. Ekkert það, er hinir brezku konunglegu símskeyta-eftirlits- menn óska ófrétt i augum heims- ins nær til vitundar vorrar. Og ef það er satt, sem einn þingmaður í brezka parlamentinu varpaði frarn á þingfundi um daginn, þá eru fréttir þær, sem vér fáum af ófriðnum helzti fyrndar. Hann spurði yfirráð- herrann brezka, Mr. Asquith, hvort það væri satt, að hinar raunverulegu ófriðarfréttir birtust viku fyr í þýzk- um blöðum og belgiskum en í ensk- um blöðum, að fréttaskrifstofurnar ensku lægju svo lengi á fréttunum; kvað hann þetta í almæli og var orðutn hans goldið húrrahróp og lófatak. Asquith svaraði, að hann vissi eigi til þess, að svo væri, en svo virtist sem orðum hans væri eigi meira en svo trúað. En hvað sem þessu líður, þá er eitt víst, að eigi má skoða alt það, sem síminn frá Bretlandi flytur oss heilagan og ómengaðan sannleika. Því einu má að fullu treysta, sem hermir um framsókn þeirra, sem nú eru í óvinahóp Breta. Því má ugg- laust treysta, að Þjóðverjar sækja fram í Frakklandi af hinni mestu sigursæld enn sem kcmið er. En á alla sigurvinninga »hinna sameinuðu* er bezt að festa eigi fastan trúnað enn sem komið er. Þá fyrst, er bornar verða saman frásagnir brezkra og þýzkra blaða verður hægt að gera sér grein fyrir hinni sönnu viðburðanna rás, sjálf- um styrjaldar-annálnum með einhverri "vissu, og þó vafalaust af helzti skorn- skamti, svo mjög er viðburða- Sagan lituð á báða bóga. En til þess að átta sig á ófriðar- s°gunni er rétt að gera- sér grein Reykjavík, laugardaginn 5. september 1914. 68. tölublað fyrir stjórnmálahorfum Norðurálfu- ríkja, áður en kviknaði í. Stórveldi Norðurálfunnar hafa ver- ið skift undanfarið í tvo hluti. Ann- arsvegar hefir verið príveldasambatid (Triple-aliiancen) svonefnt: Austurríki- Ungverjaland, Ítalía og Þýzkaland, en hins vegar príveldabandalaqið (Triple-entente): Rússland, Frakkland og Bretland hið mikla. Þríveldasam- bandið hefir verið á þeim grundvelli reist, að slórveldin, er það skipa, hafa lofað hvert öðru stuðningi, ef á væri ráðist utan að. Undir þetta aðalákvæði hefir Ítalía skotið sér og neitað að styðja Þjóðverja og Aust- urríkismenn í ófriðnum vegna þess, að eigi væri á þá ráðið, heldur réð- ust þeir á aðra. Um sáttmálann milli þjóðanna í þríveldabandalaginu er miður kunnugt, en sagan hefir þó sýnt, að eigi hafa trygðaböndin verið ótraustari þar. Um hinar einstöku þjóðir eða ríki er það að segja, að Rússar hafa jafnan, allar götur frá Pétri mikla, talið það skyldu sína að halda vernd- arhendi yfir öllum hinum slafnesku þjóðum í Norðurálfu, Balkanþjóðun- nm fyrst og fremst, en líka slafnesku þjóðunum í Austurríki-Ungverjalandi, Pólverjum o. s. frv. Að sjálfsögðn munu brigður á það bornar, að af- skifti Rússa í þessum ófriði eigi rót sína að rekja til þeirrar hugsjónar, en handhæg er hún minsta kosti sem yfirvarpsafsökun á hátterni þeirra. En margt annað mun til fundið til skýringar á tiltektum Rússa og þá eigi sízt alkunnur hugur þeirra á að ná á yfirráðum Konstantinopel borgar og þar með koma litlafingrin- um að Miðjarðarhafi. Og það er lýðum ljóst, að leiðin til Konstan- tinopel hlýtur að liggja um Vínar' borg og Berlín. Þýzkaland hefir alla tíð frá sigri sínum 1870—71 haft allan hugann á að tryggja veldi sitt og lítt sést fyrir í þeim efnum, sbr. stjórnar- háttu þess á Suður-Jótlandi og f Elsass-Lothringen. Aftur á móti hafa Frakkar aldrei hætt að hugsa á hefndir við Þjóð verja fyrir ófarirnar 1870, en jafnan beðið tækifæris og þótt það bjóðast nú. Afstaða Breta í þessum efnum er aftur eigi eins skýr. Lega landsins virðist í fljótu bragði á þá lund, að gera mætti ráð fyrir Bretum »ut- an flokka«, að þeim stæði á sama um væringar allar á meginlandi álf- unnar. En þá kemur til greina ótti þeirra við Þjóðverja, að þeir verði þeim ofjarlar á sjó, svo að hinu mikla nýlenduveidi þeirra og óhemjuviðskiftum hinum megin hafs- ins væri af því hætta búifi, auk þess sem Þjóðverjar hafa sótt sig meira í allri samkepni við Breta um iðnað verzlun, vísindi o. s. frv. Austurríki-Ungverjajand innlimaði Bosniu og Herzegovinu árið 1908 með aðstoð Berlínarstjórnarinnar. En í þeim löndum eru nær eingöngu Serbar. Jafnan hafði verið grunt því góða milli Austurrikismanna og Serba, en þessar aðfarir bættu eigi um. Siðan hafa verið sifeldar smá- skærur milli þjóðanna, er kynt hafa undir þjóðahatrinu. En loks komst alt í bál og brand i sumar eftir ríkis- erfingjamorðið — það notað, sem kunnugt er, sem ófriðar-tilefni af Austurríkismanna hálfu seint í júli. lak síðan hver viðburðurinn annan(og skulu stuttlega rifjaðir upp viðburð- irnir í öndverðum ófriðnum. Þ. 31. jtílí berst stjórninni í Berlín frá sendiherra sínum i Pétursborg vitneskja um, að komin væri keisara- skipun um vígbúnað alls rússneska hersins og flotans. Lét Vilhjálmur >á þegar boð út ganga um alt hið jýzka ríki, að gera ráð fyrir vígbún- aði þá og þegar. Þetta varð tilefni til vígbúnaðar í flestum ríkjum Norðurálfu. Þ. 1. áqúst sögðu Þjóðverjar Rúss- um stríð á hendur og settu Frökkum úrslitakosti, er þeir áttu að ganga að á 18 kl.st. fresti. Þ. 2. dgúst réðust rússneskar her- sveitir að ausían inn yfir landamæri Þýzkalands og þýzkar hersveitir inn Frakkland. Þann dag fór og rýzk hersveit inn í hlutleysisríkið Luxemburg og stefndi til Frakklands. Jafnframt settu Þjóðverjar Belgíu úrslitakosti. Þ. 3. ágúsi stofnuðu Bretar til vígbúnaðar alls flotans. Þ. 4. ágúst iáðast Þjóðverjar inn Belgíu og heimta þá Bretar þegar af þeim, að þeir virði hlutleysi Belgíu og hverfi úr landinu, ella sé sér að mæta. Þ. 3. ágúst hefst blóðbaðið, svo um munar í Belgíu. Þjóðverjar ráðast þá á Liége. Bretar segja Þjóðverjum stríð á hendur. Þ. 6. ágúst segja Austurríkismenn Rússum stríð á hendur. Þ. 7. ágúst stendur orustan við Liége sem hæst. Þar berjast 40.000 Belgir móti 120.000 Þjóðverjum. Þ. S. ágiíst byrja Bretar að setja her á land á norðurströnd Frakk- lands til liðveizlu við Frakka. Sama dag komast Frakkar inn i Elsass og Serbar inn i Bosníu. Þ. 8. ágúst vígbúast Japanar og Portúgalsmenn ^lýsa yfir, að ef til komi muni þeir styðja Breta. Geysar nú ófriðurinn aðallega á fjór- um stöðum, á landi: Austurlandamær- um Þýzkalands, þar sem Rússar sækja á í Galizíu, þar sem Rússar ráðast á Austurríkismenn, á landamærum Austurrikis og Serbíu milli þeirra þjóða beggja og loks norðan til í Frakklandi, þar sem Þjóðverjar sækja móti sameinuðum herum Breta og Frakka og áttu, er síðasta skeyti barst hingað, að eins ófarnar 50 brezkar mílur til Parísar, eða tæp- lega j,jafn langa leið og austur á Þingvöll. S/leS því nú er orðin næg þörf ti! innanlandsvið- skifta fyrir seðla þá, sem landssjóður hefir gefið út handa Landsbankanum og hægur nærri fyrir menn að senda fjárhæðir til útlanda á annan hátt, þá verða þessir seðlar ekki eftirleiðis innleystir eriendis fyrir reikning Landsbankans. Reykjavík 3. septbr. 1914. Bankastjórnin. E y r ar b akkaliér að er veitt Gísla lækni Péturssyni á Húsavík. Fráfall páfans. Píus páfi X lézt, eins og símaS hefir veriö, þ. 20. ágúst síðastliSinn. HafSi hann kent lasleika nokkurs nndanfarið, lungnakvefs, en þó eigi svo mikils, aS hræðslu vekti um líf hans. Er mælt, að páfinn hafi tekið sér akaflega nærri fregnirnar um NorSur- urálfuófriðinn og harmurinn y'fir styrjöldinni flýtt fyrir dauða hans. Páfinn á að hafa sagt viS vini sína skömmu áSur en hann dó: »Fyr á tímum hefði páfinn getað stöðvaS þessa mannaslátrun með einu orði. Nú er eg svo van- máttugur, að eg fæ engu ráSið«. Kardinálasamkundan, sem velja á eftirmann Píusar X, settist á rökstóla í fyrradag, 3. sept. Sitja hana um 70 kardinálar víðsvegar að úr kaþólskum löndum. Hittast þar m. a. austurrískir og frakkueskir kardínálar og mun þeirn eigi þykja samvistir sætar, eins og á stendur. Svo er páfakosningu hagað, aS kardínálarnir eru lokaðir inni í stórum sal í páfahöllinni meðan á páfakjörinu stendur, svo að ekkert geti ónáðað þá og þeir engin mök haft við aðra úti í frá. Þar er þeim gerður sinn klef- inn hverjum með ritara og herbergisþjóni. Fundi eiga þeir með sér tvisvar á dag, kvölds og morgna, í Síxtusar kapellu, sem áföst er við vistarverur þeirra. Tvo þriSju atkvæða þarf til þess aS páfakjör só gilt. Helzt eru tilnefnd páfaefni Merry de Val, kardínáli í Rómaborg, hálf enskur og hálf spánskur að ætt og Bourne erkibiskup í Westminster á Bretlandi. Sennilega kemur fregnin um páfavalið í dag eða á morgun. Landssímimi. Nýjar stöðvar eru opnaðar að Holti undir Eyjafjöllum og í Vík í Mýrdal. Píus X. hinn látni páfi var kjörinn til hinnar postullegu tignar þ. 4. apríl 1903 — þá öllum óvænt. Hann var áður erkibiskup í Feneyjum. I gamalli spádómsbók latneskri, þar sem lýst er mörg hundruð páfum fyrir fram, segir um eftirmann Leó XIII., aS hann muni verSa »ignis ardens« (logandi eldur). En naumast munu þaS sannmæli talin um Píus páfa X. Hitt kemur aftur öllum saman um, að haun hafi verið réttlátt og hógvært valmenni. Píus páfi varð 79 ára. Á myndinni sést Píus páfi til vinstri haudar. í baksýn er Péturskirkja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.