Ísafold - 06.01.1915, Side 1
Kemur út tvisvar |
í viku. Verðárg. |
4 kr., erlendisö kr. §
eða 1 Jdollar; borg- i
ist fyrir miðjan júlí |
erlendis fyrirfram. |
Lausasala 5 a. eint. I
■ :■.'..........frfcssas ■
•
I Uppsögn (skrlfl.)
| bundin við áramót,
1 er ógild nema kom-
| In só til útgefanda
| fyrir 1. oktbi. og
| sé kaupandl skuld-
| laus vlð blaðið.
XLII. árg.
Reykjavik, miðvikudaginn 6. janúar 1915.
2. tölublað
Alþýöufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -8
og 5—7
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og >
tslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10
Alm. fundir fid. og sd. 81/* síbd.
Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgi*m
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-21/*, 51/*—01/*. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8
Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin frá 12 -2
Land8fóhirbir 10—2 og 6—6.
Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnuvi.
Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Samábyrgb Islands 10—12 og 4—0
Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt
8—10 virka daga, helga daga 10—9.
Vifilstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1
I»jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2,
Hjörtur Hjartarson yhrdóms-
lögmaður, Bókhl.stíg io. Sími 28.
Venjul. heima 12V2—2 og 4—jVa-
Skrit'stofa
Eimskipafélags Islands.
Landsbankanum (uppi).
Opin daglega kl. 5—7.
Talsími 409.
2 blöð koma út af Isa-
fold í dag, nr. 1 og 2.
Island erlendís.
Danskur kennari við háskóla vorn?
í grein, sem Knud Berlín ritar í
blaðið Köbenhavn þ. 11. des., skýr-
ir hann frá því, að í danska fjárlaga-
frumvarpinu fyrir næsta fjárhags-
tímabil sé farið fram á 4000 kr.
fjárveiting í 5 ár (alls 20 þús. kr.)
til þess að senda hingað heim dansk-
an kennara í norrænni málfraði, sem
starfi við skóla vorn. — Maðnr sá,
sem þessi fjárveiting er ætluð, segir
K. B., að sé Holger Wiehe magister.
Berlín hamast móti því, að hann
verði til þessa starfs kjörinn og
færir til m. a., að Holger Wiehe
hafi þegar árið 1907 stutt mjög um
of málstað íslendinga. Hefir hann
eftir honum frá þeim tíma m. a.
þessar setningar: »Hverfum frá sér-
kreddunni um »eining ríkisins* og
öllum »stórdönskum draumum«.
»Hvaða gagn er að ríkiseiningu,
sem annar aðilinn hatast við«.
Hann segir ennfremur, að Wiehe
hafi mælt með sérstökum fána, sem
tákni um sérstakt íslenzkt ríki, og
stutt þá kröfu vora, að orðin
»í ríkisráði« yrðu i burtu feld úr
stjórnarskránni og margt fieira finn-
ur. hann Wiehe til foráttu, það er
hljóti að gera hann óalandi og
óferjandi i Dana augum og óhæfan
í slíka stöðu. Vekur hann í þessu
sambandi enn máls á sinni »flugu«,
að senda hingað sérstakan danskan
ráðunaut, sem þá auðvitað ætti helzt
að heita Knud Berlin!
J. C. ChTistensen um ríkisráðs-
deiluná. í blaði Christensens Tiden
er all löng grein um ríkisráðsatburð-
inn 30. nóv., er sver sig greinilega
í sömu ættina og aðrar danskar
blaðagreinar um það efni. Segir
hann framkomu íslendinga vera nú
°rðna samkvæmt orðunum: »Við
drekkum, en þú borgar.« Nú hafi
íslendingar spent bogann of hátt
og strandað á — festu konungs.
Eina ráðið sé nú »ærlegar samninga-
tilraunir« um framtíðarsamband land-
anna.
Um þessar bollaleggingar er það
að segja, að vér fáum með engu
móti Lugsað oss neitt samkomulag
— svo leitt sem það er — meðan
Knúts-stefnan skipar öndvegi í Dan-
mörku, eins og hdn gerði 30. nóv.
---------------------
Samsæti fyrir ráðherra.
Fjölment samsæti var ráðherra
Sigurði Eggerz og frú hans haldið í
Hótel Reykjavík þ. 2. þ. mán.
Skúli Thoroddsen alþingismaður
flutti aðalræðuna fyrir ráðherra. —
Kvæði til hans eftir Bjarna frá Vogi
var þá sungið, en þvinæst þakkaði
ráðherra heiður þann og velvild, er
sér væri sýnt með samsætinu og
mælti fyrir minni íslands. Fyrir
minni ráðherrafrúarinnar mælti Bjarni
Jónsson, en Sveinn Björnsson fyrir
minni kvenna.
Þá er borð voru upp tekin, skemtu
menn sér hið bezta fram eftir nóttu
við dans og drykkju, þótt ekkert
væri vínið, því að þetta var fyrsta
vínlausa, opinbera veizlau hér í bæ.
Svar
til hr. Indriða Einarssonar skrifstofu-
stjóra frá Birni Kristjánssyni.
Þó svar hr. I. E. í ísafold 16.
des. fari æðiiangt fyrir utan efnið,
sem sé að leysa úr þeirri '.purningu,
hvað tnikið megi geja út aj innleysan•
legum seðlum hér á landi, og hvernig
peir eigi að vera gulltrygðir, þá vil
eg þó fara um grein þessa fáum
orðum.
Herra I. E. gerir nú þá játningu,
að hann hafi skrifað sina undraverðu
grein í ágústbyrjun í sumar er leið,
vegna þess, að hann hafi eigi betur
séð, »en að dragi upp bliku til ófrið-
ar milli bankanna hér út af auglýs-
ingu Landsbankans*.
En svo stóð á í sumar, i byrjun
ágúst, að svo miklu hafði Lögréttu-
rógurinn um Landsbankann til veg-
ar komið, að fleiri eða færri spari-
sjóðsinneigendur bankans voru orðn-
ir hræddir við að eiga fé sitt þar á
vöxtum áfram.
Nokkrir þeirra manna sneru sér,
sumir til Landsbankastjórnarinnar
sjálfrar, og sumir til starfsmanna
bankans, og spurðust fyrir um það,
hvort þeim væri óhætt að hafa fé
sitt í bankanum, þar sem þeir heyrðu
því fleygt, að hann væri tæpt staddur.
Þegar bankastjórnin sá þetta, gat
hún ekki vitað, hversu víðtækur þessi
ótti kynni að vera, og gaf því út
almenna auglýsingu þess efnis:
1. að engin hætta væri á því, að
neitt tapaðist af inneignarfé manna
i Landsbankanum, með pvi hann
atti mjög ríjiegan varasjóð og vari
auk pess eign landsins.
2. að landið staði pvi sem trygging
Jyrir inneign almennings i hank-
anum, og
3. að hvergi vari pví öruggara að
geyma fé almennings en einmitt i
Landsbankanum.
Ög það var auðvitað bein skylda
bankastjórnarinnar að upplýsa al-
menning um þetta, og ekki sízt þeg-
ar svona á stóð. Þótt undarlegt
kunni að virðast, eftir kringumstæð-
um öllum, þótti stjórn íslandsbanka
auglýsing þessi ganga of nærri sér,
og sama fanst hr. I. E. Og hann
varð svo æfur út af auglýsingunni,
að hann réði af að skrifa þessa grein
í ágúst, er eg áður nefadi.
En af hverju var hann svo óánægð-
ur? Var það af því, að honum
þætti nokkuð ósatt í auglýsingunni ?
Ekki hefir hann beint sagt það, en
gefið í skyn, að eigi mundi það als-
kostar rétt, að landið bæri nokkra
ábyrgð á sparisjóðsinnlögum Lands-
bankans, og að hvergi væri örugg-
ari geymslustaður fyrir sparisjóðsfé
manna hér á landi.
Um fyrra atriðið er það að
segja, að Landsbankinn er pjóðar-
innar eign. Af þeirri ástæðu einni
gæti það ekki komið fyrir, að alpingi
léti nokkurn mann tapa inneign sinni
í Landsbankanum, hvernig sem hon-
um yrði stjórnað, og allra sízt spari-
sjóðsinneigendur.
En við trygginguna hefir og bæzt,
að landið sjálft eða landssjóðurinn, er
orðinn meðeigandi bankans, og legg-
ur honum smám saman til 2 milj-
ónir á 20 árum. Fyrstu 100 þús.
krónurnar greiddi landssjóður Lands-
bankanum i júlíbyrjun fyrra ár. Þar
af leiðir, að landssjóðurinn á nú hér
eftir að fá hlutdeild í arði bankans.
Það er því augljóst, að landið ber
fulla ábyrgð á sparisjóðsfé Landsbank-
ans eins og öðru, sem því er trúað
fyrir. Og auk þess má geta þess,
að Landsbankinn á nú varasjóð yjir
800 púsund krónur.
En þessari meinlausu, og sannleík-
anum samkvæmu auglýsingu, gat hr.
I. E. ekki unað, hann óttaðist sem
sé, að ef almenningur vissi hið sanna
um það, hvar sparifé manna væri
bezt geymt, þá mundi það draga frá
sparisjóðsfé íslandsbanka, sem hr. I.
E. veit þó eins ve! og eg, að ekki
má reka nein sparisjóðsviðskifti á með-
an hann nýtur seðlaútgájuréttarins,
eins og eg sýndi með Ijósum rökum
Jram á á síðasta alpingi.
Ameríkugullið.
Herra I. E. hefir ekki getað áttað
sig á því, að dæmi hans um tapið
á gulli þessu var skakt. Til þess
að gera honum enn léttara fyrir að
finna skekkjuna, vil eg benda hon-
um á, að hann átti ekki að reikna
dollarann kr. 3,70%, eins og hann
gerði, heldur kr. 3,75, því það var
sannvirði hans, eins og hann mun
sjá er hann athugar þetta betur.
Herra I. E. afsakar sig nú og seg-
ist hafa nefnt rentutapið af Ameríku-
gullinu e:nu aj pvi, að 4% rentu-
tapið af peningunum í Ameríku megi
leggja á Amerikuvörurnar. Nú eru
þær að mestu seldar, og það fyrir
löngu, eins og hann veit. Og eng-
inn gat vitað, er vörurnar komu til
landsins, hve lengi landssjóðsféð
yrði að liggja í Ameríku, og enginn
veit um það enn. Eftir hvaða reglu
átti þá að leggja vextina á vörurnar ?
Annars er það ótrúlegt að atriði,
eins og þetta, skuli komast inn i
umræður um fyrirkomulag seilabanka.
»Seðlar og gullforði«.
Hr. I. E. notar tvær leiðir til að
draga fjöður yfir það þýðingaimesta
í svari mínu, og sem snertir máltð
sjálft. Önnur leiðin er, að svara
ekki aðalatriðunum, hitt ráðið er, að
rangjara og snúa út úr því sem eg
hefi sagt. Þess vegna segir hann:
»Hr. bankastjórinn kallar þá seðla
óinnleysanlega, sem ekkert gull ligg-
ur fyrir«. Með þessu vill hann fá
menn til að skilja mig svo, að eg
álíti að enginn banki megi gefa svo
út bankaseðil, að hann eigi leggi
fram jafn mikla upphæð í gulli seðl-
unurn til tryggingar. Hr. I. E. veit
að eg hefi aldrei haldið þessu fram,
ekki einu sinni neitt nálægt því.
Hér er því vísvitandi tiiraun gerð
til að blekkja menn.
Það eina sem eg hefi sagt er, að
svo mikið sé nú gefið út aj seðlum
hér á Islandi, að mes+alt gull sé horj-
ið úr veltu, og svo, að Islandsbanki
gati ekki, ej upppot bari að höndum,
leyst öllu meira inn af seðlum sínum,
en sem svarar pví, er hann sjálfur
hefir liggjandi i gulli, (eða um x/3
hluta seðla þeirra er hann hefir í
umferð á hverjum tíma). Og það
hefir hr. I. E. ekki treyst sér til að
vefengja, með rökum.
Hr. I. E. segir, að sjaldan »muni«
bera við, að útbúin liggi til samans
með 10,000 krónur í gulli. Hvað
veit hann um gullforðann þat i hver
mánaðarlok? Hvenær hefir hann
rannsakað gullforðann þar?
Þjóðbankinn danski.
Þó eigi sé á nokkurn hátt hægt
að bera saman löggjöf, stjórn og
eftirlit íslandsbanka, við Þjóðbankann
danska, þá reynir hr. I. E. samt að
leggja þá á sömu vog. Hann verð-
ur því ekki lítið hrifinn af því að
frétta að Þjóðbankinn danski sé nú
að biðja ríkisþingið um niðurfærslu
á hinum svonefnda gullforða, úr
50 °/0 i 40 %, pó pannig að mismun-
urinn á að liggja í dönskum ríkisskulda-
bréfum, sem hr. I. E. auðvitað nefn-
ir ekki.- Hr. I. E. vísar í grein
bankastjóra Þjóðbankans um þessa
niðurfærslu, liklega þá er stóð i
»Politiken« 13. okt. þ. á. og er mjög
hrifinn af henni. En honum hefir
yfirsést að lesa aðra grein í sama
blaði 21. okt. eftir hr. Carl Thal-
bitzer, sem leiðir ljós rök að því,
að eigi sé ráðlegt að færa guilforð-
ann niður, sem sé svo veikur nú
á móts við aðra aðal seðlabanka
heimsins, að '7 seðlabankar Evrópu
hafi meiri gullforða. Þjóðbankinn
sé því sá áttundi í röðinni pó gull-
forði hans sé /o %.
En svo stendur á þvi, að Þjóð-
bankinn, sem er hlutabanki, fer fram
á þessa gullforðalækkun, að hann
hefir nýlega lánað ríkinu 60 miljónir
króna, og vill í notum þess tryggja
sér þessi frekari hlunnindi fiá rík-
inu. Og hr. I. E. efast ekki um að
þessi gullforðalækkun verði að lög-
um. En ef hann kynnir sér um-
ræðurnar í fólksþinginu f byrjun
f. mán., þá mun hann þó sjá, að
það mál hefir mætt mjög mikilli mót-
stöðu. Kauphallarráðunauturinn
Schovelin hélt 1 % tima ræðu á móti
frumvarpinu, og er sammála Thal-
bitzer um að eigi vanti gjaldmiðil,
meira af seðlum, heldur veltufjár-
söjnun, öldungis eins og hér á
stendur. Hann bendir á, hvað
Englendingar hafi unnið að því að
láta banka sína standa á sínum eigm
veltuffárjótum, þetta hafi Þýzkaland
líka ætlað að gera, en að það hafi
mishepnast vegna þess, að rikisbank-
inn þar hafi gert alt of mikið að
því að sinna hverri lánbeiðni, sem
að garði bar. Afleiðingin af því hafi
orðið sú, að aðalstjórnandi rikisbank-
ans hafi orðið að segja aj sér, annar
bankastjóri, Havenstein, hafi tekið
við, sem setti sér fyrir markmið
að umskapa bankapólitíkina þar,
»fyrst og fremst með því að fylla
ríkisbankann með gulli og þar næst
með því að uppala hina þýzku
prívatbanka í því að *byggja á sjálfa
sig«, ekki á seðla.
í sama stenginn tóku fleiri, þar
á meðal Neergaard, fyrrum fjármála-
ráðherra Dana, sem taiinn er einn
af mestu fjármálamönnum þar.
Hann hafði jafnvel farið svo hörð-
um orðum um það, að veikja nú
gullforða Þjóðbankans, að það væri
sama sem að gefa skollanum litla-
fingurinn, svo hann tæki alla hend-
ina (at give Fanden en Liliefinger*)
og varaði stjórnina við að styðja að
því að gullforði bankans væri rýrður.
2. desember hélt verziunarfélagið
í Höfn umræðufund um máiið. Þar
hóf ritstjóri H. Stein umræður. Hann
áleit að gulltryggingin væri svo skert
með þessu nýja frufnvarpi, að trygg-
ingin yrði í raun og vern verðminni,
(sem sé ríkisskuldarbréfin), og gæti
því í raun og veru eigi talist til
gullforða. Og ennfremur segir hann
»og einkum verðum vér að keppa að
aukningu gulljorða landsins.
Prófessor Bircksegir: »Gulltrygg-
ingarreglur þær, sem frumvarpið fer
fram á, fela þá hættu i skauti sér, að
bankinn freistist til í góðu árunum
að gefa út of mikið af seðlum* o.
s. frv. Og á öðrum stað segir hann
að þessi nýja lagabreyting fari i þá
átt að jalsa fjármálaástand Dana, en
slíkt sé »einhver stærsta óhamingja,
sem land getur komist útí«. (Sjá
»Börsen« 3. desember).
. Þessar skoðanir koma ekki vel
heim við skoðanir hr. I. E. að gefa
megi út seðla takmarkalaust, og um
gulitrygginguna þurfi litið að hirða.
En skoðanir þessara manna staðfesta
það sem eg hefi haldið fram, um
þetta efni. Raunar er óþarfi að
benda sérstaklega á hvað þessir menn
hafa sagt — þetta eru gildandi skoð-
anir alls heimsins eins og sjá má á
gulljorðadamunum, er eg sýndi i svari
minu nm daginn. Þau dami verða
að vera leiðarstjarna lslendinga i
pessu máli.
Framh.