Ísafold - 06.01.1915, Page 3
ISAFO LD
3
laust spara oss ómakið nm aldir
alda. Vér eigum ekki í því efni né
öðrum að gera meira en vér getum,
en vér eigum að gera það sem vér
getum hlutfallslega við aðrar þjóðir.
Vér höfum þegið af öðrum þjóðum
þegar hörmungar hafa dunið yfir þetta
land. Ætti þá ekki eitthvað að koma
frá oss í staðinn, eða eigum vér að
»eiga eina höndina, ok þá þó, at
þiggja ávallt enn gefa aldrigit ? —
Mundi ekki hitt vera sæmra, að gefa
eftir efnu'm, eins og aðrar þjóðir.
Verði fjárhæðin þá lítil, þá er það
ekki vor sök, heldur fámennisins.
Þess er og að gæta, að það er
lítið sem ekki dregur þann, sem
ekkert hefir til að seðja hungur sitt.
Hver máltíð er mikils virði í aug-
um þess sem vantar hana, en fáir
eru svo aumir hér á landi, að þeir
gætu ekki gefið einnar máltíðar virði
til að seðja hungraðan bróður sinn,
þó hann sé suður í löndum. Hver
sem vill sýna hugarþel sitt í verk-
inu og leggja sitt fram, til að greiða
þá þakklætisskuld sem hver dreng-
lynd sál á belgisku þjóðinni að
gjalda, hann á að geta komið gjöf
sinni á framfæri. Þess vegna er það
bein skylda vor að stofna til al-
mennra samskota um land alt.
A gamalársdag 1914.
Guðm. Finnbogason.
Eldsvoði.
A gamalárskvöld brann íbúðar-
húsið á Grímsstöðum á Mýrum til
kaldra kola. Kom eldurinn upp
meðan stóð á húslestri, að haldið er,
frá lampa. Nokkru tókst að bjarga,
en þó er tjónið tilfinnanlegt mjög.
Talið um 3000 kr. Er þetta annað
sinni, sem eldsvoðaslys ber að hönd-
um bóndans þar, Hallgríms Níeis-
sonar, bróður Haralds prófessors.
Settur sýslmnaður
í Dalasýslu er Kr. Linnet yfir-
dómslögmaður, frá x. janúar. Fer
hann vestur um miðjan mánuð. Hinn
fráfarni sýslum. Björn Bjarnarson hefir
legið um hríð i Landakotsspítala eftir
uppskurð (sullur), en er á góðum
batavegi.
Baukavextir lækka.
Bankavextir hafa, svo sem kunn-
ugt er, verið mjög háir síðan í
öndverðu stríðinu (7%). En sú
breyting varð á núna eftir nýárið,
að þeir hafa verið lækkaðir í báðum
bönkunum niður í 672%
Þingmálafundur
verður haldinn í Hafnarhrði á
föstudaginn. Þingmenn Gullbr,- og
Kjósarsýslu verða báðir á fundinum.
Ennfremur hefir ráðherra verið
boðið á hann og hefir hann heitið
að koma,
Illkynjaður sjúkdómur
hefir gosið upp á Akureyri í haust
og vetur. Það er máttleysissjúk-
dómur, sem ásækir börn, «Börne-
lammelse« nefnt á dönsku. Er fæst-
um eða engum lífsvon af honum.
Oftast er hann banvænn, en ef eigi,
þá valdur máttleysis að meira eða
minna leyti alla æfi.
Sjö börn hafa veikina tekið. Hafa
ráðstafanir verið gerðar til að stemma
stigu fyrir frekari útbreiðslu hennar.
Bannlögin feDgu fullnaðargildi á
nýársdag. — 1 minningu þess flutti
Q u S m . landlæknir Björnsson
snjaLt erindi frá svölum alþingishúss-
Jarðarfor minnar elskuiegu konu, Ingi-
leifar Björnsdóttur, sem andaðist 30. f. m.
fer fram laugardaginn 9. þ. m. og hefst
með húskveðju á heimili okkar, Laufásvegi
47, kl. ll*/2.
Sigurður Halldðrsson.
ins kl. 2 á nýársdag, en fjölmenni mik-
ið hlustaði á.
Látin er í hárri elli hór í bæ á
gamlársdag Þ ó r u n n S t e p h e ns e n,
systir Magnúsar landshöfðingja. Jarðar-
för hennar fer fram á föstudag 7. þ.
mán. og hefst meS húskveðju kl. 12 á
hádegi frá heimili hennar, Pósthús-
stræti 17.
Engey seld. Vigfús Guðmundsson
hefir selt 2/3 hliua Engeyjar síra Lárusi
Benediktssyni fyrir 48 þús. kr. að
sögn — þ. e. í skiftum fyrir 2 hús-
eignir í Rvík (Þingholtsstræti 5 og
Bergstaðastræti 11 A).
Nýárssundið fór svo þetta sinni,
sem næstu þrjú árin á undan, að Er-
lingur Pálsson varð hlutskarp-
astur. Svam hann að markinu á 36
7g sek. Næstur honum varð Sigurður
Gíslason (38 2/5), en þriðji varð Guðm.
Kr. Guðmundsssn. Alls þreyttu 5
manns sundið. Eftir sundið afhenti
Bjarni frá Vogi verðlaunin með stuttri
ræðu.
Skipafregn. P o 11 u x fór héðan
til útlanda á mánudagskvöld. Meðal
farþega voru Einar Benediktsson meö;
frú sinni, kaupmennirnir Hallgrímur'
Benediktsson og Cari Olsen.
Steriing áað koma við í Leith
í næstu ferð sinni frá Khöfn.
Hestarnir og stríðið. Bretar vilja
auðsjáanlega ekki hleypa neinum ís-
lenzkum hesti á land í Danmörku.
Þeir taka hvert skipið á fætur öðru,
er þann flutning hefir. Nú síðast hafa
brezk herskip tekið Esbjerg, er var
með 200 hesta og látið það afferma þá
í Bretlandi. Botnía var eins og menn
muna tekin um daginn. Tafðist hún
svo við það, að eigi komst til Khafnar
fyr en 30. þ. mán.
Jarðarför Halldórs Jónssonar fór
fram á mánudaginn að viðstöddu miklu
fjölmenni. Flutti síra Jóhann hús-
kveðju, en síra Ólafur Magnússon frá
Arnarbæli talaði í kirkjunni. Good-
templarar báru kistuna inn í kirkju
og að gröfinni, en bæjarfulltrúar úr
kirkju.
Bifreiðarslys varð í gær á Hafnar-
fjarðarveginnm. Svell var talsvert á
einum stað, og rann bifreiðin út af
veginum niður í 2 mannhæða gjótu.
Bifreiðarstjórinn Björgvin Jóhannsson
meiddist talsvert, fór úr liði á öxl, og
meiddist á fæti og í andliti. Tveir voru
farþegar, karlmaður og kvenmaður og
meiddust bæði taisvert. — Vagninn
hafði eigi skemst til muna.
Þau tvö bifreiðarslys, sem þegar eru
orðin í Hafnarfjarðarhrauni, ættu að
hrinda f framkvæmd þeirri nauðsyn, að
setja grindur með veginum, þar sem
gjótur eru.
Kirkjuhljómleikar.
Þeir bræður Eggert og Þórarinn
Guðmundssynir léku á orgel og fiðlu
í dómkirkjunni á sunnudaginn. Þótti
fyrirtaks skemtun.
Galdra-Loftur.
í næsta blaði hefst grein um
Galdra-Loft, söguleg rannsókn eftir
Hannes Þorsteinsson skjalavörð.
Dómur um leik Leikfélags Reykja-
víkur kemur og í næsta blaði.
Reuter-skeyti
(til Isafoldar og Morgunblaðsins).
London, 28. des. kl. 4,15 e. h.
Fjögur gufuskip hafa enn farist á
tundurduflum þeim, er þýzku skipin
vörpuðu útbyrðis, er þau fóru her-
förina til Sctrborough. Eitt þeirra
var norskt, annað hollenzkt og hin
tvö brezk. Fjöldi manna fórst.
Rússnesk tilkynning skýrir frá því
að nú sé dregið úr tílraunum Þjóð-
verja að komast til Warschau. Aust-
urríkismenn hafa aftur verið sigraðir
í Galiziu og mistu 3500 menn og
18 hríðbyssur.
Símskeyti frá Berlín herma að her-
förin til Cuxhaven hafi orsakað enn
meiri æsingu þar. Enda þótt farið
sé leynt með hver skaði hafi af hlot-
ist, er álitið að hann hafi verið mik-
ill. Opinberlega viðurkent að sprengi-
kúlum hafi verið kastað niður á nokk-
ur skip, sem lágu fyrir festum og
einnig á gasgeymi, en því lýst yfir
að enginn skaði hafi af hlotist. Menn
eru mjög gramir yfir gagnleysi tund-
urduflasvæðis þess, er brezka flota-
deildin sigldi i gegn um.
R e u t e r.
London "29. des. kl. 4.41 e. h.
Tilkynt er að Parseval-loftskipa-
skýli hafi verið eyðilagt og margir
Zeppelinsloftskipaskálar skemdir í
herförinni til Cnxhaven.
Nú er það kunnugt að brezkir
sprengileyðar rendu sér alt af í hring
umhverfis beitiskipin og vörðu þau
kafbátaárásum. Allir sprenglar þeir,
er skotið var að brezku skipunum,
mistu marksins_
Austurrikismenn viðurkenna að
þeir hafi farið halloka norðan við
Duklaskarð, og segja að hersveitir
sínar hafi neitað að berjast við
Rússa. Austurrikismenn hafa nú
tekið sér stöðvar nær hábrúnum
Karpatafjálla.
Voðalegur bylur hefir geisað yfir
England og Norður-Frakkland og
tafið hernaðarframkvæmdir að mikl-
um mun.
R e u t e r.
London 30. des. kl. 4.27 síðd.
Bandaríki Norður-Ameríku hafa
sent skjal til Breta og kvarta yfir
meðferðinni á skipum hlutlausra ríkja
sem flytja bannvöru. Þótt skjalið sé
mjög ákveðið, er það sérlega vinalega
ritað og búast menn fastlega við því
að málið verði útkljáð á vinsamlegan
hátt.
Rússneskar fregnir frá viðureign-
inni í Duklaskarði segir að ósigur
Austurríkismanna sé stærri en nokk-
ur annar ósigur þeirra. Austurríkis-
menn skildu alt eftir: landabréf, flögg,
peninga og ógrynni af skotfærum og
vistum. Riddaralið Rússa elti Aust-
urrikismenn og tóku marga fanga.
Opinber tilkynning segir, að fyrri
helmingdesembermánaðar, eftir gamla
stíl, hafi 50 þúsund Austurríkismenn
verið teknir höndum. — Fregnir um
að frakkneski kafbáturinn Curie hafi
farist er hann gerði árás á Austur-
ríksku herskipin við Póla, er staðfest.
R e u t e r.
London, 31. des. kl. 5,15 e.h.
Sjö þýzk loftför köstuðu sprengi-
kúlum yfir Dunkirk, drápu 15 manns
ogsærðu 32. Voruþað mest borgarar.
Enskur maður, Lansdale að nafni,
hafði verið dæmdur i 10 ára hegn-
ingarhúsvinnu, fyrir að slá fanga-
vörð hjá Döberitz, en mál hans var
tekið upp að nýju, og var hann þá
dæmdur til lífláts.
Bruno Garibaldi liðsforingi, sonar-
sonur Garibalda hershöfðingja, beið
bana í áhlaupi á skotgryfjur Þjóð-
verja í Argonne.
Uppreistarforinginn Maritz í Suður-
Afríku og 1800 félagar hans réðust
á 480 landvarnarmenn hjá Kakamas
Orange. Tóku þeir 9o,Maxim-
byssur og 80 þús. pd. af skotfærum.
R e u t e r .
Slðustu simfregnir.
Qpinber tilkynning
frá brezku utanríkisstjórninni
í London.
—Ö*<CC*»3='»
Loftförin til Nancy.
London 29. des. kl. 12,22 síðd.
Fregn, sem nýlega hefir komið
frá Þýzkalandi, sýnir að árásir Zeppe-
linsloftskipanna á Nancy var hefnd
fyrir árás Frakka á Freiburg. Frakk-
nesku flugmennirnir réðust samt sem
áður að eins á staði sem höfðu hern-
aðarlega þýðingu, loftfaraskýli og
járnbrautarstöð. En Þjóðverjar vörp-
uðu sprengikúlum niður i borgina á
þá staði sem borgarar eingöngu gátu
orðið fyrir tjóni.
Tyrkir fara halloka.
Herstjórn Rússa í Kákasus segir,
að Rússum hafi tekist að stemraa
stigu fyrir framsókn Tyrkja í Olty-
héraði og að orusta standi yfir þar.
Þann 26. biðu Tyrkir ósigur í
Dutah-héraði og biðu þeir feiknalegt
manntjón. Margh voru teknir hönd-
um. —
Bretar i Sudan.
Þegar ófriðurinn hófst milli Bret-
lands og Tyrklands, tókst Sir R.
Wingate ferð á hendur til Sudan
og skýrði ljóslega frá þvi að ófriður
Bretlands við Tyrki væri hafinn vegna
árásar Tyrkja á það. Margir máls-
metandi íbúar mintust á hina hræði-
legu kúgun Tyrkja og sýndu fram
á hve mikinn hag landið hefði haft
af vernd Breta. Bretahylli manna
allra stétta má sanna með fjölda bréfa
og með ræðum manna, sem bjóðast
til þess að hjálpa til að verja ríkið
gegn óvinum þess.
»Sudan Times* segir, að hversu
mikið böl sem ófriðurinn muni flytja
með sér, þá hafi hann þó sannað að
afskifti Breta i Sudan hafi borið góð-
an árangur.
Rússnesk tilkynning.
London 30. des. kl. 11.15 e. h.
Eftirfarandi tilkynniug kemur frá
yfirherstjórn Rússa:
í gærdag yfirgáfu Þjóðverjar skot-
grafir á hægri bakka Bzura-fljóts.
Hjá Rawka háði stórskotalið Rússa
orustu við Þjóðverja og hafði betri
hlut. Rússar hafa hafið sókn frá
Boliwov.
Rússar náðu aftur skotgryfjum, er
þeir höfðu mist nálægt þorpinu
Sumius og tóku þar nokkrar vél-
byssur og fanga.
í miðju gerðu Rússar áhlaup á
vígi Þjóðverja sunnan við Urowldge,
með 3 vélbyssum.
í héraðinu hjá Neðri-Nida tóku
Rússar þorpin Staro, Korezyn og
Aussenoslanice. í orustunni tóku
Rússar 40 austurríkska herforingja,
hér um bil 1700 menn og 3 vél-
byssur.
í Vestur-Galiziu hröktu Rússar
óvinina á vigstöðvunum hjá Gron-
mik, Gorlik og Jasliska og tóku þar
bæði fallbyssur og margar vélbyss-
ur. Siðari helming desembermánað-
ar hafa Rússar tekið 50 þúsunc
Austurrikismenn.
Frönsk tilkynning.
London, 29. des. kl. 5,35 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
kynning var gefin út siðdegis í dag:
í Belgíu tókum vér bo’-p’ð St.
George. Milli Lys og Somme skutu
óvinirnir ákaft á stöðvar vorar.
í La Grurie-skógi sóttum vér dá-
ítið fram.
A hæðunum hjá Meuse var ýms-
um árásum Þjóðverja hrundið.
Norðaustan við Troyon hafa Þjóð-
verjar ýerið hraktir úr skotgryfjum
sínum eftir grimma viðureign.
í Efri Elsass höfum vér sezt um
Steinbach fyrir fult og alt.
Tilkynning frá Þjóðverjum hermir
að Zeppelin loftskipaárásin á Nancy
sé borgun fyrir árás frönsku flug-
mannanna á Freiburg. En Frakkar
réðust ekki á aðra staði en þá, sem
íafa hernaðarþýðingu, eins og loft-
skipaskýli og járnbrautarstöðvar. í
Sarrebourg réðust Frakkar að eins á
járnbraut. En á hinn bóginn köst-
uðu Þjóðverjar sprengikúlum niður
í miðja borgina Nancy, þar sem
?eim gat enginn hernaðarhagur af
jví staðið.
London 30. des. kl. 5,45 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk tilkynn-
ing var gefin út síðdegis í dag:
Oss hefir miðað dálítið áfram í
xéraðinu Nieuport í Belgíu. Óvin-
irnir hafa skotið ákaft á St. George.
Vér tókum smástöðvar af óvinunum
sunnan og austan við Zonnebeke.
í Argonnehéraði miðaði oss nokkuð
áfram í héraðinu Four de Paris. í
Vogesafjöilum voru áhlaup óvinanna
á Tete de Faux brotin á bak aftur.
í Efra-Elsass treystum vér stöðvar
vorar. Stórskotalið vort þaggaði nið-
ur i Howitzer-byssum óvinanna hjá
Aspack le Haut.
London, 31. des., kl. 11,27 árd.
Sjöunda skýrsla belgisku nefndar-
innar, sem skipuð var til að rann-
saka grimdarverk Þjóðverja, er nú
komin út. Ómótmælanlegar sann-
anir eru fengnar fyrir því, að
þýzkir hermenn hafi notað dum-
dum kúlur i orustunni við Ninove,
Alost og fleiri orustum í september.
Frekari sannanir eru og fengnar um
það, að borgarar hafi verið látnir
ganga á unaan liðinu, er það gerði
áhlaup.
Verzlunarmálaráðuneytið tilkynn-
ir, að vátrygging á förmum sé lækk-
uð úr D/2 gineu niður í 1 gineu
fyrir þúsundið.
Frakkneski tundurbáturinn Fanfar
skaut á tyrknesku liðsveitirnar og
tvístraði þeim hjá Guekli á Asiu-
ströndum.
Flotamálastjórnin tilkynnir að tjón
það, er brezku flugmennirnir ollu í
Friedrichshafen, sé talið: skemdir á
loftskipaskýli einu stóru og eyði-
legging á gasframleiðara.
Framsókn Rússa.
London 31. des. kl. 2,25 síðd.
Eftirfarandi opinber rússnesk til-
kynning var gefin út síðdegis í gær:
Grimm orusta hefir verið háð hjá
Bolimow og í Lodzhéraði og fyrir
sunnan Malogoszez vestan við Weich-
sel. Hjá Bolimow sendu óvinirnir
fram mörg tvifylki (regiment) hvað
eftir annað, en öllum áhlaupunum
hrintu vorir menn af höndum sér,
gerðu gagnáhlaup með byssustingj-
um og unnu óvinunum mikið tjón
einkum hjá Borgimow og Gumine.
Skamt frá Malogszez tókst óvin-
unum að taka nokkrar skotgryfjur
vorar eftir að þeir höfðu lengi beint
stórskotum sinum á þær. Vorir
menn gerðu gagnáhlaup með aðstoð
stórskotaliðsins og náðum þessum
stöðvum algerlega á vald sitt aftur.
Þessa sigra höfum vér unnið í
Galiciu: Hjá Zaklyczin tókum vér