Ísafold - 09.01.1915, Page 1

Ísafold - 09.01.1915, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 4kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir mið'jan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin vlð áramót, er ógild néma kom- in sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus við blaöið. Reykjavik, laugardaginn 9. janúar 1915. 3. tölublaö Landsbankinn með útbúum hans hefir nú sett á stofn nýja deild við sparisjóðinn, þar sem ávísa má á innstæðuna. Geta nú þeir sem óska, fengið sér ávísanabækur hjá Lands- bankanum og útbúum hans, og lagt fé sitt t þá deild. Landsbankinn tekur því við fé til ávöxtunar: 1. í venjulegar sparisjóðsbœkur 2. í sparisjóðsbœkur, sem ávísa má á j. á innlánsskíríeini 4. á hlaupareikning og j. gefur út sparimerki fyrir börn. Stjórn Landsbankans. -XLII. árg. Alþ^ufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 11 -8 og 5—7 Bsejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og ~7 Bœjargjaldkerinn Lanf&sv. 5 kl. 12—8 og * íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8&rd,—10 jiöd. Alm. fnndir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 6 & helgvin Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, 61/*—01/*. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—S og 6—8. Útl&n 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsíóhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn dagiangt (8—9) virka da^a helga daga 10—12 og 4—7. N&ttúrngripasafnið opið l1/*—21/* & sunnnd. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. SamAbyrgð Islands 10—12 og 4—6 8tjórnarr&bsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifil8taðahœlið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnib opið sd., þd. fmd. 12—2, Hjörtur Hjartarsoa yhrdóms- lögmaður, Bókhl.stíg io. Sími 28. Venjul. heima 12^/g—2 og 4—5l/t. Skrifstofa Eimskipafélags Islands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Talsími 409. Danir og stjórnmál vor. Svo hét greina-flokkur, sem hr Einar Hjörkiýsson reit í lsafold í janúarmánuði 1912. Þingið næsta á undan hafði sam- þykt stjórnarskrárfrumvarp, þar sem burtu voru feld orðin »i ríkisráði*. Fregnir höfðu borist um, að kon- ungur mundi synja stjórnarskránni staðfestingar, vegna þessarar burt- fellingar. Úi af þessu reit hr. E. H. sér- staka grein um uppburð sérmálanna fyrir konungi (Isaf. 27. jan. 1912) og er ærið lærdómsríkt að sjá hve snildarlega (I) E. H. frá 1912 og og Skalla-Grími i Lögr. 1914—1915 kemur saman. E. H. bendir á að sé »nokkuð áreiðanlegt í stjórnmálasögu vorri, þá sé það það, að þingin 1902 og 1903 hafi samþykt ríkisráðs-ákvæðið með þeim skilningi, að því gætu íslendingar breytt siðar, ef þeim sýndist svo«. Og hann bendir þessu til sönnunar á orð Hannesar Haf- steins á þingi 1903 (Alþ.t. B. 1903 14—15) að hér væri lögtekið ákvæði, >sem aýtur nuetti breyta d stjórnskipu- legan hátt, úr pví pað einu sinni er dreqið inn undir löggjajarsvið landsinsr. Þessu næst bendir E. H. á, að Danir hafi sama skilning á þessu, sbr. aths. við 6. gr. Uppkastsins, þar sera segir meðai annars, að Is- land skuli hafa »full og óskert um- ráð allra mála sinna annara (en sam- málanna samkv. Uppk.), par með talinn uppburður mála fyrir konungi og skipun ráðherra*. Og síðan heldur E. H. áfram: »Þessi ummæli verða ekki skilin annan veg en þann, að eftir skoðun þessara stjórnmálamanna höfum vér fult vald til þess að taka táðherra vorn út úr rikisráðinu, ef vér viljum það. Og enginn getur skilið þetta svo, sem það vald sé þvi skilyrði bundið, að vér göngum að Uppkast- inu. Um það er ekki nokkurt orð, hvorki í Uppkastinu sjálfu, né held- ur í athugasemdunum. Þetta er ekkert annað en skilningur nefndar- manna á því sambandi, sem nú er milli landanna. Svo að íslendingum verður naumast láð það með réttu, að þeim komi það nú á óvart, að þeir geti ekki fengið staðfesting á stjórnarskrárfrumvarpinu, af því að rikisráðsákvæðið er felt úr«. Vér spyrjum: Er oss þá síður láandi nú, að oss komi á óvart það sem gerðist í rikisráðinu 30. nóv? Þegar E. H. ritar þessa grein 1912, hafði alþingi 1911 gengið það lengra en þingið 1913 og 1914, að það hafði beint ýelt úr stjórnarskránni orðin »í ríkisráði« án þess að setja nokkuð i staðinn. Um staðfestingarsynjan af kon- ungs hálfu á þessum grundvelli, fer hann þessum orðum: »Og þó að Danir hafi nú orðið undarlega bráðir á sér, ekki athugað málið rækilega áður en þeir fóru að ræða það, þá get eg ekki trúað þvi, að þeir haldi mótmælum sínum til streitu, né fái konung til þess að taka til annars eins örþrifaráðs eins og staðfestingarsynjunin væri — út af ekki meira máli — konung, sem í öllum efnum hefir sýnt það, að hann vill vera vinur vor. Því að vér verðum vandlega að hafa það hugfast, að það er ekki gerandi að gamni sínu að synja lög- um staðfestingar, þar sem þingræðið hefir verið viðurkent, eins og hér á landi, svo framarlega sem þingmenn og kjósendur svíkjast ekki sjálfir úr leik. Vér skulum snöggvast líta á, hvernig málið mundi fara. Gerum ráð fyrir að stjórnarskráin yrði samþykt á næsta þingi óbreytt, eins og frá henni var gengið 1911. Ráðherra vor, hver sem hann þá verður, fer með hana til konungs og ræður honum til að staðfesta hana. Konnngur synjar. Ráðherra fær lausn. En konungur verður að fá einhvern ráðherra í staðinn, sem tekur að sér ábyrgð á synjuninni. Sá maður yrði að líkindum vandfundinn, sem vildi leggja út í þá baráttu. Gerum samt ráð fyrir, að hann fengist. Hann sæi það auðvitað sjálfur, að ekki væri honum til neins að reyna að fá fylgi sömu þingmnnna, sem samþykt hefðu stjórnarskrána. Þeir mundu láta verða sitt fyrsa verk að fella hann, — og sennilega að stofna til málshöfðunar gegn honum. Svo að hann mundi H konung til að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Eg held ekki, að mikinn speking muni þurfa til þess að spá í eyðurnar um það, hvernigþærkosningarmundu fara. Þar sem öllum er bersýnileg barátta, milli alþingis annars vegar og Dana hins vegar, út af þvi, sem allir íslendingar skoða sem islenzkt sérmál, þar er enginn vafi á kosningaúrslit- um. Ráðherra mundi falla við litinn orðstír. Og konungur ætti þá ekki kost á nokkuru ráðherraefni, sem gæti gert sér minstu vonir um stuðning þingsins. Annaðhvort yrði þá kon- ungurað láta undan, eða stjórnaland- inu i samvinnuleysi og baráttu við þingið. Hvorttveggja mundi honum þykja óyndisúrræði. Einkum samt það að leggja út í baráttu við þing og þjóð — út af þvi einu deiluefni, að ís- lendingar vilja koma einu atriði stjórn- arskrár sinnar i sama horf eins og Danir hafa sjálfir áður frá því gengið ! Hann talar því næst um, að við megum eigi láta það hafa áhrif á oss, þótt eigi blási byrlega í Danmörku, því ef við gerðum það »væri fengin reynd þess, að ekki þurfi ann- að til þess að hrekja oss út af brautinni en það, að Danir láti skila því til vor, að þeim sé í lófa lagið að beita gegn oss konungin- um í bersýnilegum sérmál- um vorum. (Leturbr. vor). Eg geng að því vísu, að um Sjálf- siæðismenn þurfi engan kvíðboga að bera í þessu efni. Og eg trúi því ekki heldur, að Heimastjórnarmenn muni vilja bregðast í öðru eins máli. Sjálfsagt mega orð hr. Hannesar Haf- steins sin mikils með þeim. Og þó að sæmd og vansæmd allra þiug- manna velti mjög á þvi, hve traustir þeir reynast í þessu máli, þá er samt afstaða Hannesar Hafsteins til þess alveg sérstök. Honum truði þingið 1903. Hann taldi því trú um, að ekkert væri að óttast með ríkisráðs- ákvæðinu, ekkert væri »að orðið, annað en það, að lögtekið hefði verið ákvæði, sem aftur mætti breyta á stjórnskipulegan hátt, úr því að einu sinni er dregið inn undir löggjafar- svið landsins*. Nú er svo komið, að honum er sérstaklega skylt að sanna orð sín. Honum væri það sérstök sæmd og sérstakur sigur, að Íslendíngar verði ekki undir í þessu máli — úr því að lagt "hefir verið út í það á annað borð, og þið eftir hans eigin tillög- um og flokksbræðra hans. Og að sama skapi yrði það honum sérstök vansæmd, ef úrslitin yrðu annan veg«. Svona reit E. H. 1912, og berið það saman við það, sem Skallagrím- ur ritar nú í Lögréttu út af atburð- unum i ríkisráði 30. nóv. Væri hann sami maðurinn nú og þá, mundi hann þá eigi hafa tekið nokkuð dýpra i árinni um »lítið til- efni til heitrar og tvísýnnar stjórn- máladeilu* af Dana hálfu, þar sem nú er eigi farið fram á annað en að Danii viðurkenni það, sem E. H. segir að þeir hafi heitið í aths. við 6. grein Uppkastsins, að uppburður íslenzkra mála fyrir konungi skuli vera sérmál. Vér þurfum eigi að skýra þetta frekar. Grein E. H., sem að ofan getur, er ágætlega rituð vörn fyrir hinn íslenzka málstað, sem Sjálfstæð- ismenn með ráðherra í broddi fylk- ingar, eru nú að reyna að balda uppi inn á við og út á við. Grein E. H. rítur vendilega í tætlur allan þann óheyrða blekkingavef, sem Skalla-Grimur er nú að þæfa í Lög- réitu. Og fer eigi nema vel á að E. H. frá 1912 rífi sem rækilegast niður Skalla-Grím frá 1914—1915* Nógu gaman mundi líka að láta Einar Hjörleifsson frá 1908—1909 hitta vin sinn Skalla-Grim, þann er nú klifar á þvi viku eftir viku, að helztu málum vorum sé teflt í strand með »kviksyndi vitleysunnar« og hrópar hátt um »þjóðarhneisu« i því sambandi, vegna þess, að Sjálf- stæðismenn og ráðherra þeirra vildu eiqi kaupa staðfesting stjórnarskrárinn- ar með ótvírœðu landsréttinda-aýsali. Sennilega mundi Skalla-Grímur, hefði hann lifað 1908—1909, látið eitt- hvað likt dynja á hr. E. H. fyrir af- skifti hans af sambandsmálinu þá. Eða hvað heldur hr. E. H. og Skalla-Grimur um það? Leikhúsið. Galdra Loftur. Leik- rit í þrem þáttum. Eft- ir ýóhann Sigurjónsson. Mikil var tilhlökkun fólks að sjá Galdra-Loft leikinn. Fæstir höfðu lesið leikritið, en af því hafði farið mikið orð. Fjalla-Eyvindur var á undan genginn, leikur, er hverjum manni gazr vel að. Eftirvæntingin i leikhúsinu fyrsta kvöldið var auð- sæ — og hlustir manna sögðu greinilega til um hug áhorf- enda alt kvöldið, þvi að lófa- takið fór sivaxandi með hverjum þætti og eftir leikslok bar það ótví- ræðan vott um fyrirhugað langlifi Galdra-Lofts á leiksviði Reykjavíkur. Galdra-Loftur á það og skilið bæði leikritið og meðferðin á leiksviðinu. Sjálft er leikritið kent við Hóla- sveininn Galdra Loft þann, er frá segir í þjóðsögum Jóns Arnasonar og í hinni fróðlegu ritgerð Hannesar Þorsteinssonar skjalavarðar, sem hefst hér i blaðinu í dag. En sögulegt er leikritið eigi að því leyti að veru- lega séu þjóðsagnirnar þræddar. Hugmyndin um aðalmanninn í leikn- um er þaðan fengin og nafnið — á íslenzku. En utan um hugmynd- ina spinnur höfundurinn — ekki eft- ir sögnunum — heldur eftir eigin skáldhöfði sinu og fer svo snildar- lega með, að mesta unun er að. Leikritið nefnir höf. á dönsku 0nsket (Óskin). Galdra-Loftur óskar og þráir að komast yfir bók máttar- ins, er hann svo nefhir, Rauðskinnu Gottskálks biskups grimma. Hepn- ist það muni hann verða voldugasti maður á jörðunni, því að þá verði hann herra yfir »makt myrkrannac, sem hann svo ætlar að nota til þess að framkvæma hið góða. Hann trú- ir á, að þessi ósk sín rætist og stefnir allur að því marki. Ástir til stúlku á Hólastað koma riú við sögu. Stúlkan (Steinunn) verður þunguð af hans völdum. Vitneskjan om það kemur yfir hann einmitt í þann mund, sem Galdra-Loftur verður ást- fanginn af biskupsdótturinni, þá ný- kominni heim. í leiksýning, þar sem Galdra-Loftur og Steinunn gera upp reikningana, lendir ástriðum þeirra heiftarlega saman og í æsingu þeytir Loftur framan í Steinunni ósk um, að hún væri dauð. En Steinunn missir alla lífslöngun, er hún verður þess fullviss, að hun á eigi lengnr ástir Lofts og — fyrir- fer sér. — Sá atburður gerir Loft hálfsturlaðan, því að hann er sann« færður um, að ósk sln hafi valdið dauða Steinunnar. Eina björgunin finst honum vera sú, að hann nái »háleita« markinu, vísdóms- og þekk- ingarmarkinu, valdinu yfir myrkrun- um — í einu orði, bók máttarins, Rauðskinnu Gottskálks. Tilraun til að ná henni gerir Loftur í síðasta þættin-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.