Ísafold - 09.01.1915, Blaðsíða 3
I 8 A V O L D
3
Llt úr ógöngunum.
I næst-síðasta blaði Lögréttu er sú
spurning lögð fyrir Sjálfstæðismenn
hversu þeir hugsi sér að komast út
úr þeim ógöngum, sem mál vor hafa
í bili komist í.
Spurning þessi er í mínum aug-
um réttmæt. Fánamálið er gott
sjálfstæðismál og má ekki að engu
verða í höndum vorum. Stjórnar-
skrármálið kysi eg helzt að væri
Tekið á ný til athugunar vegna þess
að eg tel vafalaust, að frumvarpið
mætti endurbæta að góðum mun, en
hvað sem þessu líður, þá verður
óhjákvæmilegt að ráða á einhvern
hátt fram úr deilunni um ríkisráðið.
Fyrir mitt leyti vil eg því svara
fyrst spurningunni á þá leið: Sjálý-
stœðismenn cetla sér að leiða baði pessi
mál til heppilegra lykta, fá fánagerð-
ina ákveðna og ráða fram úr deilu-
atriðinu í stjórnarskránni, en þeir
vilja gera það á annan veg en sam-
þykkja ákvæði opna bréfsins, sem
þeir telja varhugaverð.
Eg get ekki hugsað mér að nokkr-
um góðum Sjálfstæðismanni detti
það í hug að fánanum sé glatað,
stjórnarskrárbreyting sett i algert
strand og síðan ekkert annað — en
setið við völd. Slíkt stjórnmálagetu-
leysi er engin sjáífstæðisstefna, yfir-
leitt engin stjórnmálastefna heldur
algert hjakk i sama farið, að minsta
kosti hvað þessi mál snertir.
Næsta spurning verður þá að sjálf-
sögðu: Hvernig ætlið þið þá að
ráða fram úr þessu? Hverjar leiðir
ætlið þið að fara til þess að koma
þessum góðu áformum fram ?
Það er ætíð auðveldara að spyrja
en svara, en bersýnilega getur verið
um fleiri leiðir að velja og mér er
satt að segja ókunnugt um það,
hverjum stjórn flokksins hefir sér-
staklega augastað á. Mér hefir ekki
verið skýrt frá því og eg er ekki í
stjórn flokksins. Eg svara því að
eins frá minu sjónarmiði.
Um bæði þessi mál gildir það að
sjálfsögðu, að tvær eru aðalleiðirnar:
samningar og samkomulag við Dani,
hins vegar fullur skilnaður. Þriðji
útvegur er og til: úrslit Norðurálfu-
styrjaldarinnar sem kunna að höggva
alla vora hnúta sundur án þess að
vér fáum miklu um það ráðið.
Hvað samninga snertir hefir kon-
' 6
En hann bætir þar við allþýðingar-
miklu atriði, er hann nafngreinir 3
skólabræður Lofts, er verið hafi að-
stoðarmenn hans við þessa einkenni-
legu athöfn, og er það eflaust eftir
sögn síra Péturs. En þessir 3 skóla-
piltar voru: Jóhann Kristjánsson,
(síðast prestur á Mælifelli), og þeir
bræður Ari og Einar synir Jóns
prests Einarssonar greipaglennis á
Skinnastöðum, en 4. aðstoðarmaður-
inn er ekki nafngreindur. Og Gísli
skýrir svo nákvæmlega frá þessu, að
hann segir, hvernig þeir hafi skift
verkum með sér, hafi Loftur sjálfur
stigið í stólinn, Einar verið fyrir alt-
arinu, Ari haldið uppi söngnum, en
Jóhann og annar með honum átt að
hringja klukkunum, jafnskjótt sem
Loftur hefði náð bókinni. Það eyk-
nr gildi þessarar sagnar, að það mun
rétt hermt, að þessir 3 skólapiltar,
er Gísli nafngreinir, hafa einmitt
verið samtíða Lofti í skóla (um 1720)
Qg er þvi hér alls ekki um tímavillu
að ræða. Verður síðar að því vikið.
En svo getur Gísli þess, sem alls
ekki er getið í Þjóðsögunum, að
Loftur hafi verið valdur að því, er
Jón Gunnlaugsson, síðar prest á
Keynistaðarklaustri (f 17Ö0) kól til
ungur vor í raun og veru rétt. oss
hendina er hann hefir boðað til ut-
anstefnu manna úr öllum þingflokk-
um. Hann hefir vafalaust séð, að
hér varð ekki staðar numið og að ráða
purfti jram úr pcssu1). Það er skylt
að taka vel í þessa málamiðlun, sem
eflaust getur leitt til þess að bæði
vér og Danir megum vel við una.
Vér verðum þá að taka rnálið upp í
þeirri mynd að pessi deila nm ríkis-
ráðið hverfi í þeirri mynd sem hún
nú er, svo bæði vér og Danir séum
lausir við hana.
En eru þá nokkur likindi til að
þeir samningar standi til boða, sem
sjálfstæðismönnum þyki aðgengilegir
eftir þvi sem þeir hafa i málið tekið ?
Ef nokkuð má marka aðalgreinina
í stjórnarblaðiuu danska, Politiken 1.
des., þá má hiklaust svara pessu ját-
andi!
Blaðið færir enga aðra ástæðu fyr-
ir þvi, að sérmál vor séu borin upp
í ríkisráðinu en þá, að nauðsyn beri
til þess að trygging sé fyrir því, að
samrnál, sem Danir bera alla ábyrgð
á, slceðist ekki inn í pau. Að ððru
leyti sé engin ástceða til pess, að sér-
mál vor komi í ríkisráðið. (»For saa
vidt kunde disse forelægges Kongen
hvor som helst«.)
Ef Danir standa við þessi orð, ætti
að vera auðvelt að ná góðu sam-
komulagi. Vér höfum aldrei ætlast
til annars en að sammálin væru bor-
in upp í ríkisráðinu, og meðan Dan-
ir bera ábyrgð á oss út ávið, er það
óumflýjanlegt að þeir hafi einhverja
tryggingu fyrir þvi, að ekki séu sam-
má!a-ntriði tekin upp í sérmálalög-
gjöf vora. Það er auðvelt að geja
peim óyggjandi tryggingu fyrir pessu,
oss að skaðlausu, og pá ættu sérmálin,
sem skýr eru og vatalaus, að vera
borin upp utan danska ríkisráðsins.
Væri þá þessi hnútur leystur.
Hvað fánann snertir, sem er oss
ef til vill miklu viðkvæmara mál en
stjórnarskráin, þá treysti eg því í
iengstu lög að konungur gangi þar
ekki á bak orða sinna, og það því
heldur, sem bann hefir staðfest lög-
a) Eg geng að því vísu, að til-
gangur utanstefnunnar sé annað og
meira en að vita vissu um það hvort
framkorna ráðh. í stjórnarskrármálinu
hefir verið í samræmi við meirihlut-
ann á þingi, því á slíku mun eng-
inn vafi
~
skemda á fjallvegi frá Hólum að
Krákugerði í Norðurárdal, er hann
gekk heim til sin um jólin, og hafi
síra Jón sagt þá sögu sjálfur síra
Pétri á Viðivöllum. Var þetta hinn
fyrsta vetur, er sira Jón var í skóla,
er hlýtur að hafa verið 1721—22
eða síðasta vetur Lofts, en ekki 1723,
því að þá var Loftur farinn1). En
óvild Lofts á Jóni átti að stafa af því,
að Jón hjálpaði pilti, er Loftur lék
hart (kleip), en Jón var hraustur að
afli og harðfengur, og þjappaði að
Lofti, er var sagður litill vexti
og ekki styrkur, en hrekkjóttur. En
þessi sögn sýnir ljósast, hversu mikil
trú hefir verið á kyngi Lofts þar nyrðra,
þá er síra Jón trúði þvi, að honum
væri að kenna hríð sú, er gerði á hann
Samkvæmt æfisögu síra Jóns
Gunnlaugssonar í Prestaæfum (Presby-
terologia) Halfdanar Einarssonar, var
hann fæddur 1704 og kom í skóla 19
ára, er hefði átt að vera 1723, en hafi
hann verið nokkuð samtíða Lofti, eins
og segir í þessari sögn, hefir hann
komið í skóla haustið 1721, 17 ára
gamall, og það er líklega róttara. Son
síra Jóns Gunnlaugssonar var Jón prest-
ur á Hafsteinsstöðum (f 1802) faðir
Jóns prests á Grenjaðarstað (f 1866).
Alþyðnfræðsla Stúdentafélagsins.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Bókmentaþættir.
11.
Galdra-Loftur.
Sunnudaginn 10. janúar 1915
í Iðnaðarmannahúsinu.
Inngangur 15 aura.
Mótorbátur
með Alfa-mótor er til sölu. Bátnum
geta fylgt 3000 af ýsulóð og 700
af skötulóð, báðar alveg nýuppsettar.
Bátur og vél í góðu standi.
Kransar. Líkklædi. Likkistnr.
Litið birgðir mínar áður en þér kaup-
ið annarsstaðar.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.
Eyv. Árnason,
trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2
in um skrásetningu skipa, sem gjöra
ráð fyrir íslenzkum fána í landhelgi.
Annars er lítill vafi á því, að fáninn
fæst óðara en samkomulag næst um
ríkisráðsdeiluna.
Ógöngurnar eru vonandi ekki eins
miklar og Lögrétta heldur. Eg vona
það að minsta kosti að öllu óreyndu.
En ef svo færi, að Danir þættust
hafa fengið nóg af þessu þrefi og
snérust illa við öllum samningum og
allri málamiðiun — hvað þá ?
Ef svo fer, að hvorki er að marka
loforð konungs eða ummæli stjórn-
arblaðsins, þá fylgir því sá kostur,
að ekki er um margt að velja.
Þá er fullur skilnaður eina sóma-
samlega leiðin út úr ógöngunum.
Og af því vér vitum ekki að hvaða
landi oss ber á þessum timum, er
oss skylt að vera eftir megni undir
hann búnir.
Guðm. Hannesson
Aths. ritstj. Þess viljum vér
láta getið, að grein þessa má eigi
skoða sem annað en einstaklíngsskoð-
un höj. Yms atriði hennar fara
áreiðanlega í bága við skoðanir Sjálf-
stæðisflokksins yfirleitt. Mun tæki-
færi siðar tii að fara út í þá sálma.
--------------—oco------------
------------------8-----------------
á fjöllunum, þá er hann kól, og að
það hafi verið af göldrum hans, er
hann misti hníf sinn ofan í snjóinn,
er hann hafði skorið þrúguna af öðr-
um fætinum og kól því til skemda
á þeim fætinum, sem hann náði
ekki þrúgunni af.1)
Um æfilok Lofts segir Gísli eftir
sögn Péturs prófasts, að hann hafi
verið fenginn til gæzlu síra Halldóri
Brynjólfssyni, síðar biskupi,2) og hafi
J) AS ganga á þrúgum — einskonar
neti, er strengt var innan í kvartils-
gjörS — var algengt á NorSurlandi
fyrrum, einkum í lausasnjó og ófærS,
en mun nú aS mestu lagt niSur þar.
En Sighvattir Grímsson BorgfirSingur
hefir sagt mór, aS þær sóu enn notaS-
ar sumstaSar á VestfjörSum, og hefir
sjálfur á yngri árum gengiS á þessum
einkennilegu snjóskóm.
2) ÞaS er tímavilla hjá Gísla, aS
síra Halldór hafi þá veriS prestur á
StaSastaS, því aS hann hefir þá veriS
á Útskálum. í ÞjóSsögunum er og sagt,
aS Loftur hafi veriS f gæzlu hjá presti
á StaSastaS, sem þó er ekki nafn-
greindur. Stafar þessi ruglingur lík-
lega af því, aS menn nyrSra hafa vitaS
um, aS síra Halldór var prestur á
StaSastaS, áSur en hann varS biskup,
en ekki aS hann hafi veriS áSur á XJt-
skálum.
Þingmálafundur
í Vestmanneyjum.
Þingmaður Vestmanneyja Karl
Einarsson sýslumaður hélt leiðarþing
5. 23. des. Lýsti hnnn um leið af-
drifum fána- og stjórnarskrár-málsins
í rikisráðinu 30. nóv. 1914.
Fundurinn var mjög vel sóttur
upp undir 200 kjósendu-'. Fundur-
inn gjörði tvær yfirlýsingar. Hin
fyrri hljóðaði svo:
Fundurinn lýsir ánagju sinm yjir
jramkomu pingmannsins á síðasta
pingi.
Hin síðari var á þessa leið:
Fundurinn telur ráðherra vorn
Sigurð Eggerz hafa sköruglega jylgt
stefnu alpingis í stjórnarskrámálinu
á ríkisráðsjundi ]o. nóv. síðastliðinn
og lýsir áncegju' sinui yjir pví.
Báðar tillögurnar voru samþyktar
með öllum atkvæðum.
----------------------
ReykjaYlImr-annáll.
Kolaleysi er fariS aS gera vart viS
sig hór í bænum. Kaupmenn orSnir
uppiskroppa aS mestu og afarerfitt,
jafnvel ókleift aS fá flutningaskip leigS.
Eina bjargræSið er kolafarmur sá,
er landstjórnin á enn óseldan. Kemur
hann nú í góðar þarfir,
Aðkonmntenn nokkrir eru hór í
bænum að vestan. Komu hingað með
fiskflutningaskipi Aalesund. MeSal
þeirra eru Hólmverjarnir Hjálmar
Sigurðsson kaupm., Óskar Clausen
verzlunarm. og Einar Vigfússon bakari.
Messað í fríkirkjunni í Reykjavík
á morgun kl. 12 síra Ólafur Ólafsson
-------- kl. 5 síra Har. Níelsson.
Messað í dómkirkjunni á morgun
kl. 12 síra Bjarni Jóusson,
— 5 síra Jóh. Þorkelsson.
Alþýðufræðslan. Bjarni frá Vogi
flytur á morgun erindi um Galdra-
Loft.
Lamlsiimnn bilaður.
Síðustu 3 dagana hefir Lndsíminn
verið bilaður milli Akureyrar og
Seyðisfjarðar, svo að eigi hafa nein
erlend skeyti borist hingað. Hefir
fannkyngi og frost sligað hann á
ail-löngu svæði. Búist við, að ef til
vill takist að koma símanum í lag í
dag.
Hvimleiðar eru þessar tíðu bilanir,
' 9
hann látið hraustan karlmann gæta
hans vandlega, etr það hafi verið um
haustið, er prófastur var ekki heima
og veður gott og lygnt, að fylgdar-
maður Lofts lét það eftir honum að
róa á sjó út og hugði ekki saka,
en er skamt var komið frá landi
hafi Loftur steypt sér útbyrðis, er
minst varði, og ekki skotið upp síð-
an. í þessari sögu er ekkert minst
á gráu og loðnu höndina, er átt hafi
að grípa Loft, en þar er samt bætt
við, að þetta hafi borið upp á sama
daginn, sem Loftur hafi veðsett sig
fjandanum haustið áður í Hólaskóla.
Og er þá lokið aðalatriðunum i sögn-
um Péturs prófasts á Víðivöllum um
Galdra-Loft, er Gísli Konráðsson
hefir skrásett.
III.
Nú er þá eftir að vita, hvað með
sönnu sagt verður um þennan nafn-
kunna Galdra-Loft, hverrar ættar
hann var, og hvar hans sé getið i
áreiðanlegum, sannsögulegum heim-
ildarritum. En það er alls ekki svo
auðgert að dreifa því myrkri, er hvílt
hefir hingað til yfir ætterni og æfi-
ferli þessa unga galdramanns, og er
ekki unt nema að nokkru leyti. En
þá er að tjalda þvi sem til er.
er útiloka höfuðstað landsius svo og
svo lengi frá símasambandi við út-
lönd. Sýnir það sig nú, að hollara
hefði verið, eins og margir vildu, að
leggja sæsítnann beint til Reykja-
vikur.
Mannslat.
Þ. 31. des. 1914 andaðisc á Guð-
Iaugs9töðum í Blöndudal, húsfrú H a 11-
dóra Pálsdóttir. Jónssonar,
Guðmundssonar frá Hvassahrauni. Hún
fæddist 31. jan. 1835, ólst upp í
Hvassahrauni en fiuttist norður og
giftist Hannesi bónda Guðmundssyni
frá Guðiaugsstöðum. Bjuggu þau hjón
allan sinn búskap á Eiðsstöðum í
Blöndudal. Tvö af börnum þeirra eru
á lífi : Guðm. próf. Hannesson og
Páll bóndi Hannesson á Guðlaugsstöð-
um.
Halldóra heitin var ein úr flokki
þeirra, sem fáar sögur fara af, mann-
anna, sem ekki ganga í skóla, byrja
með tvær hendur tómar, vinna mikið,
lifá sparsamlega, ala vel upp börn sín
og gera garðinn frægan, — fólksins,
sem þrátt fyrir alt eru sterkustu stoð-
ir þjóðfólags vors.
Bókarfregn.
Alþýðusönglög, III. befti.
Samið hefir Sigfús Ein-
arsson. Reykjavík 1914.
Bókav. Sigf. Eymundss.
Hér er þá nýútkomið þriðja heft-
ið af alþýðusönglagasafui Sigfúsar
Einarssonar, og mun það sérstaklega
kærkomið þeim, sem hafa eignast
tvö fyrri heftin, en þau hafa getið
sér mikið lof, ekki einungis hér á
landi heldur og erlendis, þar sem
mikilsvirtir söngfræðingar hafa ritað
um þau og vakið eftirtekt á þeim.
í þessu nýja hefti eru tólf lög
frumsamin eftir Sigfús og hafa fáein
þeirra komið áður fyrir almennings-
sjónir. Innihaldsskráin er á þessa
leið: 1. Haust, 2. Stökur, 3. Við
leiði ungrar stúlku, 4. Barnabæn,
5. Staka (Þó að kali heitur hver)
6. Nóttin helga, 7. Á Sprengisandi,
8. Skammdegisvísur, 9. Lofsöngur,
10. Sumarhret, 11. Alftasöngur, 12.
Ein sit eg úti á steini. Öll eru
þessi lög raddsett fyrir harmonium
og svo er Sigfús kunnur fyrir radd-
setningar sínar, að það þarf ekki að
benda neitt sérstaklega á þær hér.
Ættu sem flestir söngvinir er ekki
hafa fengið sér hin fyrri hefti þessa
þjóðlagasafns að fá sér þau sem
fyrst og bæta svo að sjálfsögðu við
þessu nýja hefti. H. J.
Tvö blöð
koma út af ísafold í dag nr. 3 og 4.
10
Vörðufell er bær vestur á Skógar-
strönd. Þar búa vorið 1703 Þor-
steinn Jónsson fálkafangari, þá talinn
33 ára gamall og kona hans Ásta
Loftsdóttir, 43 ára, en börn þeirra
eru Solveig 3 ára og L o f t u-r 1
árs.1) Þessi ársgamli drenghnokki er
einmitt Galdra-Loftur, oger
hann því eflaust fæddur þar á Vörðufelli
árið 1702. En ætt Þorsteins fálka-
fangara er kunn, »þvi að hann var
son Jóns Péturssonar fálkafangara í
Brokey (J* 1672) og bróðir samfeðra
l) Þetta er tekið eftir manntali því,
er þeir Árni Magnússon og Páll Vída-
lín lótu gera um land alt 1703,
og nýlega er komið í leitirnar f Ríkis-
skjalasafni Dana, og hefir því þangað til
nú í ár alls ekkert notað verið af
nokkrum manni. Er það afarfróðlegt
og merkt safn, og án þess hefði að
minsta kosti ætterni Galdra-Lofts aldrei
kunrmgt orðið. Það var nú i haust,
er eg fekk afskriftarágrip af manntal-
inu í Snæfellsnessýslu frá hr. Pétri
Zophóníassyni, er þá var í Khöfn,
Vissi eg, að þar í sýslu mundi Lofts helzt
að leita á barnsaldri hans, og það brá9t
mór heldur ekki. Eg hafði áður fengið
vissu fyrir, að hann var Þorsteinsson,
en ekki Gunnarsson, eins og Gísli
Konráðsson ætlar.