Ísafold - 09.01.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.01.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð arg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1V2 dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. janúar 191S. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 4. tölublað Svar til hr. Indriða Einarssonar skrifstofu- stjóra frá Birni Kristjánssyni. —Nl. Herra I. E. finst eg gera lítið úr háskólaprófinu hans. Því fer fjarri, að eg geri lítið úr bóklegri þekkingu yfirleitt. En því er nú samt svo farið, að bókvitið út aý ýyrir sig eða aleinsamalt, er venjulega harla lítils virði, ef praktisk pekking og reynsla er ekki samýara. Og ekki finst mér nœg trygging fyrir góðri dómgreind hr. I. E. um bankamál felast i því, að herra Rubin og Hage hafa tekið sams konar há- skólapróf og hann. Bæði er það að mest kemur undir því, að menn fái þessa praktisku þekkingu og reynslu, er eg áður nefndi, og svo geturver- ið munur á mönnum. Og alt of oft er líka undirbúning- ur embættismanna og sýslunarmanna hér á landi, eftir að þeir hafa tekið próf, miklu lakari en alment gerist erlendis. Iðulega koma hingað háskólakandi- datar með prófskjalið uppá vasann, verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir, sem eigi hafa praktiska þekkingu né reynslu á við skýran, daglaunamann ogsem því eðlilegagerahverjaskissuna af annari. Vegna háskólaprófsins fá þeir sig ekki til þess að læra af leik- mönnum, það, sem þeir eiga eftir að læra, og telja það jafnvel móðgun við sig, ef leikmenn ekki renna orða- laust niður hverri fjarstæðunni, sem þeir finna upp á. Þetta veldur meiru fjárhagslegu tjóni en menn gera sér í hugarlund, og er beinlínis til að spilla ldnstrausti landsins, er þessir menn fara að vas- ast i stærri fjirmálum, eða fyrirtæk- jum, sem mikið fjárframlag heimta, því þá tvinnast saman skorturinn á praktiskri þekkingu og reynslu, og of rík löngun til þess að ná sér í fé, sem slíkir menn, vegna þroskaleysis, hafa ekki getað losnað við. Þess vegna tala þeir um, sem smá- ræði 20 tniljóna lán eða meira fyrir landssjóð, til fyrirtækja, sem eigi geta orðið til annars en að baka land- inu og landssjóði stórtjón, þegar reyndustu leikmenn, og þaulvanir verzlunarmenn, sem öll skilyrði hafa til þess að þekkja efnalegar kringum- stæður landsmanna tala um 2 miljóna króna lán, til arðberandi jyrirtakja. Það er sennilega ekkert land heimi, sem metur háskólaprófið ein- samalt eins mikið og íslendingar gera. Aunarstaðar verða háskóla- kandídatar, ekki sízt þeir, sem hum- ið hafa hagfræði og verkfræði, að vinna mörg ár (fyrir lítið kaup) und- ir reyndra manna stjórn verklega að peim störýum, sem peir hafa Itsið um á háskólanum, áður en peir geta búist við að nokkur maður, hvað pá heldur stjórn, geti ýalið peim störý á eigin hönd. Þetta er i öllum löndum talið bráðnauðsynlegt til þess að háskóla- kandídatarnir öðlist gott vit á þeim verkum, sem þeir eiga að stjórna, og að peir nái, undir góðri stjórn, svo niiklum siðýerðilegum proska, að peir eigi verði að ýjárglceýramönnum. En ætta kemur ekki nema með langri æfingu og reynslu undir annara stjórn. Hér á landi þurfa þeir ekki verks- vitið eða siðmennilegan proska, bless- aðir. Hér dugar háskólaprófsskjalið eitt. Á því komast menn viðstöðu- laust upp á toppinn. Og það gerir meir en duga til pess, því að vörmu spori er störfunum létt af þeim, sem jeir voru ráðnir til að vinna, og reim dembt á nýja landssjóðslaunaða menn, á nýja viðvaninga. Og eftir því 'ara vinnubrögðin eðlilega úr hendi. Svona gengur það þar, sem fá- mennið er, og stjórnin er ekki nógu sterk, né almenningsálitið. Það væri ekki lítils virði fyrir Is- land, ef hér gæti skapast holt og staðgott almenningsálit. „Velvildin“. Alveg dáist eg að því, hve fim- lega hr. I. E. tekst að tugla öllum hugmyndum um peninga saman, og að gjöra úr þeim einn graut. Menn skyldu nú ætla að hann myndi eftir því, hverju hann hefði eiginlega verið að svara, en það virðist ekki vera svo. Hann fer að fjárgviðrast um það, að sér þyki vænt um Islands- banka — af því að hann hafi komið með peninga inn í landið. Og svo segir hann ennfremur: »Mér þykir vænt um alla, sem koma með peninga inn í landiðc. Eg er honum að miklu leyti sam- mála um það, að gott sé að fá pen- inga inn í landið, og þess vegna greiddi eg atkvæði með því á al- þingi 1907, að Islandsbanki mætti auka hlutafé sitt um 2 miljónir, og þykir mér það mikið mein, að sú viðbót skuli ekki vera komin fyrir löngu. En hvað sem því líður, þá er það mjög eftirtektarvert, að þegar eingöngu liggur fyrir að ræða um pað, hvort pjóðin á að veita Islandsbanka nýtt lán, eða lánstraust, 2lýÁ miljón krónur í auknum seðlaútgáfurétti, eins og löggjöf hans, stjórn og eftir- liti er fyrirkomið, þá skuli hr. I. E. vera að ræða um innflutning ýjár ýrá útlöndum. Skoðar hann það eitt og hið sama, að Islandsbanki fiytji inn fé frá út- iöndum, og að hann fái að geýa út meira aý seðlurn? Þó eg sé honum sammála um það, að gott geti verið að fá útlenda peninga, þá stendur mér ekki á sama, hvaðan þeir koma, hvernig þeim er stjórnað, og til hvers þeim er varið, því peningum rná verja bæði til nytsemdar fyrir land og lýð, og líka til argasta niðurdreps. „Seðlaaukningin“. Alveg er hr. I. E. búinn að gleyma því, hvað hann hefir tvívegis sagt um inneign Islandsbanka erlendis í ágúst síðastliðnum, 1.400.000 kr., því nú segir hann, að Islandsbanki hafi orðið að taka seðlana, sem hann flutti upp, að láni. Hann segir því: »Enginn banki mundi lána útlenda seðla fyrir 6—Oj^f0, ef hann getur haft sina eiginc. Hér gat ekki verið um lán, 600 þús. kr. fytir 6—é1/^0/,,, að ræða, þegar bankinn átti intii eriendis 1.400.000 kr. Það hlýtur að vera öllum ljóst. Og undir venjulegum kringumstcsðum mundi bankinn hafa tekið upp gullmynt í seðla stað. Og það er einmitt gullmyntin, sem oss vanhagar um, þó hr. I. E. sjái það ekki. Gullið er hvers lands »korn- forðabúr« þegar önnur eins »harð- indi« bera að höndum og nú. Eða hvers vegna skyldi þýzki ríkisbank- inn hafa viðað að sér 2 miljörðum í gulli og danski ríkisbankinn 9 miljónum fram yfir áskilinn gull- forða ? Og hvers vegna skyldu bankar þessir vera að skora á almenning að koma með gullið sitt í bankana, sem er í umferð? Einmitt til þess að búa til þetta »kornforðabúr« fyrir landið. Hér mundi alls ekki duga að skora á almenning að koma með gullið sitt í bankana, pví pað er ekki til í umýerð í landinu. Hér eru að eins til seðlar, sem enginn vill eiga, er út fyrir landsteinana kemur, ef svo vildi til takast, að Danir lentu i styrjöldinni. Þeir eru Islands »korn- ýorðabúri., sem sniðið er eýtir ýjár- málamönnum Islands — með háskóla- pröflð. Macleod. Herra I. E. er óánægður með kaupmenn sem bankastjóra, segir að þeir heimti altaf »borgun út í hönd«. Hann segir því, að Macleod nokk- ur segi: »Miklir kaupmenn ættu ekki að vera bankastjórarc. Það er bagalegt að Englandsbanki skuli ekki ennþá þekkja þennan enska höfund, og sníða stjórn sína eftir þessu áliti hans, því venjulega eru allir 26 bankastjórar Englandsbanka »úr hóp helztu verzlunarmanna« (sjá Centra Notenbanken Evropas 1912, eftir Ivar Hultmann, bls. 10). Og ekki virðist I. W. Gilbart fyrr- um yflrbankastjóri við Westminster- bankann í Lundúnum vera á sömu skoðun og hr. I. E. og Macleod. bók sem hann hefir ritað um banka- mál, sem nefnist »The History Princi- plesand Practicie of Bankingc 1907, I. bindi, bls. 396, farast honum þann- ig orð, þegar hann er að tala um val bankastjóra: »Hann þarf að vera maður, sem »hefir þekkingu á verzlunarstarfsemi. »Það er mjög áríðandi fyrir fullnægj- »andi og dugandi bankastjórn, að »þeir, sem trúað er fyrir stjórn á »framkvæmdum banka, séu talsvert »inni í venjulegum verzlunarviðskift- »um. Menn, sem hafa tekið sér al- »gerða hvíld frá verzlunarviðskiftum »eru vafalaust eftirsóknarverðastir, »ekki eingöngu vegna verzlunat þekk- »ingar þeirra, heldur og vegna þess, »að siður er hætt við, að þeir menn »verði fyrir grunsemdum, öfund og »tortrygni, sem viðskiftamönnum »hættir við að væna bankastjóra um, »sem jafnframt taka þátt í verzlunar- »viðskiftutn. En bæði er það, að »eigi er auðvelt að ná í slíka menn, »og hitt, að þó þeir séu til, þá eru »þeir sjaldnast fáanlegir til að taka »slíka stöðu að sér. Þar sem þann- »ig er nú ástatt, ber að velja valin- »kunna heiðursmenn, sem verzlun »stunda«. Það er auðséð á þessu, að I. W. Gilbart telur ekki aðra menn hœýa til að vera bankastjóra en reynda verzlunarmenn, sem er og mjög eðli- egt, því aðrir geta ómögulega leyst úr verzlunar-vandamálum, sem dag- ega geta fyrirkomið í banka. í grein minni »Bankaseðlar«, sem tr. I. E. þykist vera að svara, mint- ist eg auðvitað ekki einu orði á það, hvernig bankastjórar eigi að vera valdir. Umtal hans um það, er því eitt af dæmunnm er sýna hvernig ir. I. E,, út úr vandræðunum, reynir að leiða athygli manna ýrá pví máli, sem hann pykist vera að svara. Og þar sem svör hans ganga ein- vörðungu í þessa átt, vil eg ráða hon- um til, ef hann hugsar til pess að hnekkja grein minni »Bankaseðlar«, að draga ýeitt stryk yflr alt, sem hann íefir sagt, en byrja á ný, ýrá stoýni, að leiða rök að pví, eý hann getur, að pað sem eg heýi haldið ýram i peirri grein, sé skakt, því þessi skrif hans sannfæra ekki nokkurn mann. Reykjavík i janúar 1915. Björn Kristjánsson. •>o«>......... Þingmálafundur var haldinn f Hafnarfirði í gær- kveldi. Með 126 samhljóða atkv. var samþykt traustsyfirlýsing til ráð- herra. Nánara í næsta blaði. »Blaðamannafélag íslands« — skeytafélag Yísis. Það var opinskátt gert fyrir nokkurum dögum, hátíölega mjög, í Vísi, að síSastliðinn sunnudag hafi verið stofnað félag blaðamanna, Blaðamannafólag íslandsog só í því undir 20 manns. Þeir menn er þetta félag (!) hafa stofnað, geta alls eigi skoðast neinir einka- fulltrúar fyrir blaðamannastótt þessa lands. Hór er aðallega um að tefla skeytafólag, sem hefir verið í samlög- um um erlend símskeyti — og nú ætlar að fara að r a n g n e f n a sig : Blaðamannafólag íslands. Þessir skeyta- fólagar rjúka til — með mestu laun- ung — að stofna þenna rangnefnda fólagsskap. Sýnir það bezt atferli þeirra og vilja til að vera alment blaða- mannafólag alls landsins, að ritstjórum tveggja útbreiddustu blaðanna var alls eigi ger kostur á að taka þátt í stofn- un fólagsins. Annars má geta þess, að hið í s- lenzka Blaðamannafólag er alls eigi dautt, heldur hafa að eins fundir legið niðri um nokkur ár. Mun nú standa til að fara að taka þá upp aftur. Eitt er víst, að þetta skeyta-félag Vísis hefir engan rétt á að nefna sig Blaðamannafólag íslands. Skógræktarstjórinn. Svar. Svar Koýoed Hansens skógræktar- stjóra til min í Isaýold (frá 31. des. f. á.) ber það með sér, að maður- inn muni ekki vera heilbrigður. Samt sem áður verð eg þó að svara honum nokkrum orðum, h á því verður ekki komist. Hann byrjar svar sitt með þeim ummælum, að hann hefði gert sér von um, að eg mundi skýra frá þvi, ívers vegna eg hefði unnið að því, að svifta haun (skógræktarstjórann) stjórn sandgræðslunnar og skógrækt- arinnar. Eg get nú naumast kannast við, að eg hafi gert mikið til þess að lann yrði sviftur stjórn þessara mála. 3itt er annað mál, og það hefi eg ekki farið neitt dult með, að eg tel tann lítt nýtan til að veita þeim ibrstöðu. Og í grein minni í ísa- bld 100. tölubl. f. á. tók eg það glögt fram i niðurlagi hennar, þvað jví valdi. Eg hélt því, að frá minni hálýu þyrfti skógræktarstjórinn ekki rekar vitnanna við. Annars samsinnir skógræktarstjór- inn mörgu af því, sem eg hafði sagt í grein minni. Sumu ber hann ekki á móti, og að eins tveimur eða þremur atriðum er hann eitthvað ósamdóma. Nú skulum við í mesta bróðerni athuga þetta betur. Skógræktarstjórinn hefir ekkert að athuga við frásögn mina um staura- söluna eða staurakaupin, nema hvað mig hafði mismint um ártalið þeg- ar þessi atburður gerðist, og var vel gert að leiðrétta það. Hinu, sem hann segir, að eg hafi komið tvisvar með reikninginn yfir flutningskostn- aðinn á staurunum frá Árósum til Kaupmannahafnar, man eg ekki eft- ir, enda er pað ekkert aðalatriði málinu. Aðalatriðið er hitt, að Ko- foed Hansen falaðist eftir staurun* um, keypti þá og þóttist hafa him* in höndum tekið, að fá þá fyrir þetta verð. — Hafi eg verið »mjög svo þykkjumikillc, eins og skóg- ræktarstjórinn segír, er eg heimsótti hann, hefir pað vafalaust átt rót sína að rekja til þess, að Kofoed Hansen hefir verið súr á svipinn, eins og hann á vanda til, og ekki sem góð- mannlegastur þá stundina. Þar sem hann i sambandi við staurana er að minnast á það, að eg hafi farið með peninga annara öðru- vísi en hann, og meinar líklega með því peninga peirra manna, er höfðu beðið mig um að útvega sér girð- ingarstólpa, þá er það, sem hann segir um þetta, tóm vitleysa, liklega sprottin af því, að hann ekki skilur sjálfan sig. Eg tók aldrei við græn- um eyri frá þeim mönnum upp i andvirði stauranna. Ög vitanlega hefði eg setið með þessa margum- töluðu staura hefði Kofoed Hansen ekki gert mér það vinarbragð, að losa mig við þá. Þessa hálfgerðu aðdróttun um óráðvandlega meðferð á annara fé, svo naglaleg sem hún er, læt eg mér því í léttu rúmi liggja. Hún er hvort sem er hreinasta markleysa. Annars býst eg við, að bæði þessi misskilningur hjá skógræktarstjóran- um og ýmiskonar annar ambögu- háttur i grein hans eigi skylt við það, hvað hann er enn þunnur i málinu. — Hinsvegar hefir hann þó mörgum útlendingum fremur reynt að tala og rita islenzku, og er það í sjálfu sér góðra gjalda vert. Þá viðurkennir skógræktarstjórinn það, að hann hafi ekki haft neina sérþekkingu á sandgræðslu, er hann kom hingað, að Eyjólfur i Hvammi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.