Ísafold - 16.01.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.01.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doilar; borjj- ist fyrir uxiðjan júli erlendis . fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Reykjavík, laugardaginn 16. janúar 1915. 6. tölublað XLII. árg. Alþýðufél.bókasaín Templaras. 3 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -8 og 5—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og . ™7 Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—3 og í íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M, Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 Alm. fundir fid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helpj/n Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, 51/*—0'/*. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—S og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 32 -2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka dagn helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opið l1/*—21/* á sunnud. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrá5sskrif8tofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahœlib. Heimsóknartími 12—1 f»jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Hjörtur Hjartarson yhrdóms lögmaður, Bókh’.stig io. Simi 28. Venjul. heima i2ll%—2 og 4— Skrifstota Eimskipafélags Islands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Talsimi 409. Siðustu simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Rússar berjast altaf. London 9. jan. kl. 12 á hád. Eftirfarandi tilkynning hefir borist frá Petrograd: Orustan harðnar stöðugt á línunni Sukha—Moghely, á vinstri bakka Weichselfljóts. Þjóðverjar sækja Stöðugt á fxrátt fyrir feiknalegt mann- fall. Óvinirnir náðu nokkrum af fremstu skotgryfjum vorum, en voru reknir þaðan aftur með byssustingja- áhlaupi. Þ. 7. jan. ráku Rússar óvmina úr skotgröfunum í nánd við Moghely og tóku marga fyrirliða og rúmlega 100 menn höndum. Rúss- ar tóku Krinpolunz í Bukowina þ. 6. þ. m. Rússar hafa barist stöðugt siðustu vikuna á þessum stöðvum og hafa sótt fram 120 verstur. Þeir eru nú komnir að landamærum Bukowina og Ungverjalands og hafa tekið rúmlega 1000 Austurríkismenn og mikið herfang. Herstjórnin í Kákasus tilkynnir, að Tyrkir sæki mjög ákaft fram í Kauraurgan-héraði til þess að koma 10. höfuðdeildinni til hjálpar, sem reynir að komast burtu frá Saryk- amysh. Tyrkir missa skip. Lopdon 10. jan. kl. 11.48 árd. Tyrkneskt herflutningaskip rakst á tundurdufl í nánd við Bosporus þ. 2. janúar og sökk. Öðru herflutn- ingaskipi tyrknesku var sökt þ. 5. þ. m. milli Sinobe og Trebizond. Rússar skjóta á Sinobe. Það er opinberlega tilkynt að rúss nesk herskip hafa skotið á Sínobe og sökt öllum skipum, sem þar voru í höfn. Serbar vinna á. Opinber tilkynning frá Serbum segir, að Serbar hafi komið Austur- ríkismönnum, sem tekið höfðu eyju skamt frá Belgrad, á óvart og að Serbar hafi rekið Austurríkismenn á flótta. Serbar tóku 50 hermenti höndum. Frá Afriku. Það er opinberlega tilkynt frá Pretoria, að lið sambandsmanna í Suður-Afríku hafi tekið Schuitdrift þ. 5. þ. m. Af sambandsmönnum særðust 5. Þjóðverjar hörfuðu und- an yfir Orangefljótið. Frakkar vinna dálítið á. London 9. jan kl. 7,50 siðd. Eftirfarandi frönsk opinber tilkynn- ing var birt siðdegis i gær: Fyrir sunttan Ypres eyðilögðum vér nokkrar skotgryfjur óvinanna og þögguðum niður í tundurverpurum. í Soupier-héraði náðum vér 132. hæðinnt á vort vald og vér höfum tekið 600 metra af skotgryfjum óviu- anna. Þremur gagnáhlaupum var hrundið. Óvinirnir skutu því á Soíssons og eldur kom upp í dóms- húsinu. Fyrir sunnan Laon og Craonne eyðilagði stórskotalið vort skýli, sem hafði að geyma vélbyssur óvinanna. Vér þögguðum niður i fallbyssum óvinanna og eyðilögðum skotgryfjur. í Perthes-héraði náðum vér 400 metrum af skotgryfjum óvinanna fyrir vestan bæinn, réðumst síðan á hann og sóttum um 500 metra fram. Aköfu áhlaupi óvinanna í Argonne var hrundið. Oss hehr miðað dálítið áfram í Voevre-héraði fyrir vestan Flirey, i Paillyskógi og í Pretre-skógi. í Cerneyhéraði höfum vér haldið að- stöðum vorum, en óvinirnir, sem höfðu fengið töluvert hjálparlið, náðu Burnshaup. Þeir mistu fjölda manna. Svar Breta til Bandarikjamanna. London 10. jan. Fyrsta svar brezku stjórnarinnar við bréh Bandaríkjastjórnar er ein- lægt og vingjarnlegt. Sá eini réttur sem brezka stjórnin krefst, er að hafa afskifti af bannvöru, (Contraband) sem fara á til óvinalanda. Það virð- ist vera talsverður misskilningur um það, hvert tjón verzlun Banaríkja- manna hafi beðið. Til dæmis að taka voru útfluttar vörur frá New York í nóvembermánuði 1913 8®/4 milj. dollara virði, en í nóv. 1914 voru þær 21 miljón dollara virði. Árið 1913 vorn flutt 15,000,000 pd. af kopar til ítaliu frá Bandaríkjunum, en 1914 voru flutt þangað 36,000,- 000 pund. Bómullarflutningi hafa Bretar ekki skift sér af og matvörum hefir ein- ungis verið haldið eftir er ætla mátti að þær ættu að fara til hers eða stjórnar óvinanna. Það er erfitt fyr- ir Breta að leyfa innflutning á tog- leðri (rubber) til rikja, þegar álíta má að mestur hluti togleðurs þess, sem út er flutt frá Bandaríkjunum, sé ætlað óvinalöndum. Brezku stjórn- inni er mjög umhugað um að hindra ekki innflutning á vörum frá Banda- rikjunum til hlutlausra ríkja. Frá Frökkun? London, 10. jan., kl. 6.20 e.h. Opinber frönsk tilkynning, gefin út 10. janúar skýrir frá því, að þrátt fyrir margitrekuð áhlaup hafi óvin- unum ekkt tekist að ná aftur skot- gröfum, sem þeir höfðu mist ná- lægt Soissons. Þjóðverjar skutu aftur á Soissons í gærdag. Mílli Rheims og Argonne hefir stórskotalið vort skotið á skotgrafir Þjóðverja með miklum árangri. Vér höfum styrkt stöðvar, sem vér tókum hjá Perthes og rekið af oss gagnáhiaup Þjóðverja þar fyrir vestan. Vér höfum unnið land vesturfyrir bóndabæinn Beausejour og tókum vígi þar fyrir norðau. Stórskotalið vort eyðilagði þýzk bjalkahús í Argonne. Vestan við Bauroilles hafa óvin- irnir ráðist á 263. hæðina, en vér höfum haldið öllum vorum stöðv- um. Áhlaupum Þjóðverja í Apremont- skóginum og Vogesafjöllum hefir verið hrundið. Rússum veitir betur gegn Þjóðverjum. >Engin breyting i Galiziu<. London 11. jan. kl. 2.25 síðd. Eftirfarandi tilkynning kom frá Rússum í gær: Ekkert markvert bar við á vínstri bakka Weichselfljóts í gær. Milli 8. og 9. janúar gerðu Þjóð- verjar fjögur áhlaup hvert á fætur öðru norðan við Soukhs, en þeim hrundu Rússar með skotum og gagn- áhlaupum. Þjóðverjar grófu sig að tveimur skotgryfjum nálægt Dalawatka, þar sem fámennar rússneskar liðsveitir voru fyrir. Síðan gerðu þeir áhlaup, en voru hraktir aftur á bak og mistu nokkrar af sínum eigin skotgryfjum. Skamt frá Moghely tóku Rússar nokkrar skotgryfjur Þjóðverja Og styrktu stöðvar sínar. Engin breyting í Austurríki. Múhamedsmenn og Bretar. London 11. jan. kl. 11.53 e. h. Soldáninn af Selangor hefir sent ráðsmanni brezku stjórnarinnar þar svolátandi bréf: »Enda þótt Tyrkjasoldán játi sömu trú og eg, á stjórn mín alls ekkert saman við Tyrkjastjórn að sælda og fulltrúar mínir og þegnar eru allir hollir brezku stjórninni. Eg bið þess að Bretar megi verða sigursælir i þessum ófriðic. Viðureignin i Frakklandi. London, 11 jan. kl. 8.11 síðd. Tilkynning frá Frökkum: Frá sjó til Ypres er skýrt frá stór- skotaliðsviðureign og hafi árangur skothriðarinnar á skotgrafir Þjóðverja hjá Ypres orðið sérstaklega góður. í La Boiselle-héraði tóku hersveit- ir vorar skotgryfju eftir ákafa orustu. Þjóðverjar gerðu áhlaup nálægt Soissons á 132. hæðahnúkinn. Vér hrundum áhlaupi þeirra og gerðum gagnáhlaup. Tókum vér þar 500 metra af varnarröð Þjóðverja og trygðum stöðvar vorar á 132. hæð- inni. A svæðinu þaðan og til Rheims hefir að eins orðið stórskotaliðsvið- ureign. Milli Rheims og Argonne skutum vér á fremstu skotgrafaröð óvinanna og varaskýli. Norðan við Perthes brt.tum vér á bak aftur gagná.Jaup, sem talað var um í gær, og tókum 200 metra af skotgryfjum óvinanna. Norðan við Beausejour reyndu óvinirhir að taka aftur lítið vígi er þeir höfðu mist. Gerðu þeir tvö áhlaup með tveimur herfylkjum (Battalions), en þeim var báðum hrundið og bi5u óvinirnir mikið tjón. Vér héldum fremstu stöðvum vor- um í Argonne. Milli Meuse og Moselle var við- ureignin hæg. í Vogesafjöllum kyngdi niður snjó. Skotið var á Thann og 425. hæðahnúkinn. Þorsteinn Erlingsson. Skarð er fyrir skildi orðið, skeikar að vonum liði veiku, þegar fornu foringjarnir, fremstir að vígum, bleikir hniga. Þá er vandi vel að enda vigraleik og halda sigri. Vandi að hitta’ á ráðin réttu, raun að bæta’ í auðu sætin. Kfístján 0. Skayfjöri umboðsmaður brezkra verksmiðja dvelur vetrarlangt 32 Margaret Street, Hull, England- Erl. símfregnir. Eftirfarandi skeyti bárust Fiskifé- lagi Islands frá Matthíasi Þórðarsyni 10. janúar: Liverpool 7. jan. Eg skrifaði brezku stjórninni og fór fram á að fá leyfi til þess að flytja til íslands ýmsar vörutegundir, sem annars er bannað að fl}7tja út. Fékk svar frá Sir Edward Grey í dag og segir hann að tillit muni verða tek- ið til umsóknar um útflutninga á vissum vöruregunduni, að svo miklu leyti sem það ekki komi í bága við þarfir Breta. IÁverpool 7. jan. Nýr fiskur er í mjög háu verði. Á laugardaginn seldi botnvörpungur, sem kom af íslandsmiðum, afla sinn fyrir 2000 sterlingspund. í gær seldi annar fyrir 2200 sterlingspund. Er það hið bezta verð, sem botn- vörpungaafli nokkru sinni hefir ver- ið seldur fyrir. Menning vorri mest þeir vinna menn, sem kunna, þora’ og nenna gamla fjötra’ og Lverskyns hömlur hrista burt og af sér rista hleypidóma í grimmri glímu, greiða þjóðum nýjar leiðir. Þar er margri þraut að mæta, þar hafa s k á 1 d á undan farið. Því er sorg að sjá þig bergja síðsta bikar tímans hvika, þig, sem áttir orð, sem hvöttu undrahjörinn, skáldasvörin, málið snjalla, hljóminn hvella, hreim af sálar treystu stáli. — Tignarsæti andans eignar eiga á Fróni þú og Jónas. Minning geyma’ í munargrunni menn og konur, Erlingssonur I Ljóðin prúðu, léttu, þýðu, lifa timans hvörfum yfir. íslandsvonir, íslandssynir andarvana ljóðasvaninn gráta, meðan glóey lætur geislum stafa á lönd og hafið. Úti frystir, hljótt er haustið, hrynja laufin, bjarkir stynja, húmið dökknar, blómin blikna, burt eru flestir sumargestir. — En móðirin bezta á mjúkum brjóstum mæta barnið sofa lætur. Hún mun geyma, unz tiðir tæmast tryggum huga soninn dygga. Tr. G. Samverjinn. Hór með leyfum vér oss í nafni Umdæmisstúkur.nar nr. 1 bér í bæn- um, að tilkynna að vér hcfum afráðið að byrja með úthlutun á matgjöfum föstudaginn þ. 15. þ. m. á sama stað og með líku sniði sem í fyrravetur. Flestum kom saman um að starf J>S a m v e r j a n s« hefði þá verið gott og nauðsynlegt, sem sýndi sig bezt í því ágæta liðsinni sem géðhjartaðir bæjarbúar þá veittu oss með svo ríku- legum gjöfum í matvælum, peningum og áhöldum, að oss skorti aldrei efni til að veita þeim sem leituðu til oss meðan Samverjiun starfaði. Yór leyfum oss þvf, að leita aftur á náðir bæjarbúa um hjálp og fram- lög svo að fyrirtæki þetta geti hepn- ast eins og þá, og vór fulltreystum því, að oss verði sýnt sama traust og að jafnvel fleiri velstæðir borgarar rótti oss hjálparhönd, því þörfin er víst, því miður, engu minni nú en þá. Tilhögun á söfnun gjafanna verður mjög svipuð því sem í fyrravetur. Vér óskum að væntanlegum styrk og gjöfum só komið til einhvers okkar undirritaðra eða í Goodtemplarahúsið til ráðskonunnar, sem er sú sama og í fyrra og er altaf við meðan »Samverj- inn« er opinn, frá kl. 11 árdegis til kl. 2 síðdegis. Ef um vörur er að ræða má gera oss aðvart í síma og munum vór þá annast um að sækja þær. Talsími í Goodtemplarahúsinu er 355, til formannsins má hringja að Ási nr. 236 og til ritarans á virkum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.