Ísafold - 23.01.1915, Side 4

Ísafold - 23.01.1915, Side 4
4 IS AFOLD legi ósannindasamsetningur ritstjór- ans í Vísi í gær, þar sem flestu er snúið öfugt af því, sem okkur hefir farið milli. Hér hefir verið sagt nákvæmlega satt og rétt frá þessum viðskiftum mínum við Vísis-ritstjórann. Lái mér svo hver sem vill, þótt eg vilji eigi framvegis eiga orðaskifti við slíkt lubbamenni. Eg skoða hann naum- ast annað nú orðið en vikadreng Lögrétturritstj. til þess að hella þeim skömmum og óhróðri yfir mig og ísaf., sem Lögrétta vill ekki einu sinni vera þekt fyrir, og eg segi það enn einu sinni, að mér þykir leitt að vita til framferðis þessa manns, vegna margra ágætra vandamanna hans. Rvík 20. jan. 1915 O. B. Siðustu simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 20. jan. kl. 8.35 f. h. Opinber frönsk tilkynning er svo- látandi: Orusta hjá Nieuport. Áköf stórskotaliðsviðureign varð i Nieuport-héraði. Óvinirnir gerðu árangurslausar tilraunir til þess að eyða brú, er vér eigum ýfir Yser hjá ósi. En oss tókst að skemma ramlega víggirtar stöðvar óvinanna og nokkuð af varaviggirðingum. Stöðugar skothríðar i Frakklandi. í Ypreshéraði og Lens hefir einn- ig orðið stórskotaliðsviðureign. Óvin- irnir hafa skotið ákaft á Blangy án þess þó að gera fótgönguliðsáhlaup á bæinn. Ekkert er að frétta frá svæðinu milli Somme og Argonne nema það, að stórskotalið vort skaut með góð- um árangri á stöðvar Þjóðverja ná- lægt Carnp de Chalons og einnig norðan við Perthes og Massiges. I La Grurie-skógi urðu nokkrar hersveitir vorar að láta undan siga um stundarsakir fyrir áköfum áhlaup- um óvinanna. Síðan gerðu þær tvö gagnáhlaup og að lokum höfðu þær allar stöðvarnar aftur á sínu valdi. Hjá St. Hubert settu óvinirnir sprengivélar undir skotgryfjur vorar, norðaustan við Salient, en Frakkar hlupu þegar í skarð það, er spreng- ingin olli og vörnuðu Þjóðverjum þess að taka sér þar fastar stöðvar. 1 Le Pretreskógi hefir oss miðað 100 metra áfram siðan 18. janúar. í stórskotaliðsviðureigninni um Thann höfum vér betur. þýzk Ioftför fljúga yfir brezkar borgir og varpa níður sprengikúlum. Litið tjón; nokkrir menn farast. London 20. jan. kl. 1.10 siðd. Þjóðverjar hafa gert árás á borgir á austurströnd Bretlands með ZeppE- linsloftförum og að likindum með flugvélum. Loftförin skiftu sér við þorpið Runton og vörpuðu sprengi- kúlum niðuráYarmouth,Kings-Lynn, Sandringham, Sheringham, Snettis- ham, Dersing'nam og Breston. All- ar þessar borgir eru óviggirtar. Eignatjónið er ekki mikið. Tveir karlmenn, tvær konur og einn drengur biðu bana. Ekki er enn víst hve margir hafi særst. Það er sagt að fregnin um þessa árás, á óviggirtar brezkar borgir, hafi vakið feiknalegan fögnuð og ánægju um alt Þýzkaland. Frá Rússum. London 21. jan. kl. 11.50 árd. Eftirfarandi tilkynning hefir kom- ið frá aðalherbúðum Rússa: Tveim áhlaupum Þjóðverja á stöð- var Rússa fyrir norðan Rawa hef- ir verið hrundið. Ennfremur gerðu Þjóðverjar þ. 18. þ. m. áhlaup á brúarsporð i nánd við þorpið Witko- wice, en þeir voru reknir aftur af stórskotaliði voru. Sama kvöldið gerðu Þjóðverjar áhlaup í þéttum fylkingum á oss fyrir sunnan Radlow í Vestur-Galiziu. Þeir komust að gaddavírsgirðingum vorum, mistu margt manna og héldu síðan undan. Rússar hafa tekið Johanestcse í Bukowina, þar sem geymdir voru rússneskir fangar. Herstjórnin i Kákasus tilkynnir, að margar orustur hafi staðið milli afturfylkinga Tyrkja og Rússa, sem elta þá. Rússar hafa tekið fjölda fanga og eina herbúð Tyrkja. Þ. 18. þ. m. tóku Rússar Ardan- utsch. — Rússneskur tundurbátur, sem send- ur var til strandgæzlu, hefir sökt 12 flutningaskipum. Frekari simfreeiiiir bíða næsta blaðs vegna þrengsla. fyrir isl. sjómcnn 1915 kemur ut í næstu viku. Jiei). Ágætt norskt hey verður til sölu um miðjati febr. Pantanir séu komnar fyrir næstkomandi fimtudag. Sýnishorn á Jiíapparsf. 1B milli kl. 11 —12. Óskar Tiaíícfórssort. Þakkarávas>p. Siðastliðið sumar varð eg fyrir þeirri sáru sorg, að missa minn ást- kæra eiginmann, Sigfús Jónsson, bónda hér á bæ, á 50. aldursári, frá 5 börnum okkar, 10—2 ára göml um. Síðustu árin var hann heilsu- lítill, innvortis, sem ágerðist, svo að hann afréð að fara til Reykjavikur, að leita sér lækningar, þótt um há- slátt væri. Hann komst að Prests- bakka á Síðu, lagðist og andaðist þar, eftir 6 daga legu, 14. ágúst síðastl. Síra Magnús próf. Björns- son og kona hans Ingibjörg Bryn- jólfsdóttir, önnuðust hann með ná- kvæmni alla leguna, og prófasturinn vakti yfir honuto síðustu nóttina, honum til hjúkrunar og hughreyst- ingar. Hann sótti 4 sinnum hér- aðslæknirinn til hans, frá Geirlandi, sem svo gerði alt, er hann gat til að lina þjáningar hans; og setti læknir ekki þær ferðir, hjálp og meðöl nema kr. 3.60. Síra Magnús annaðist útförina og alt er að henni laut, eins vel og haganlega og það hefði verið fyrir sér vandabundinn mann, og jarð- söng hann við Prestsbakkakirkju 23. ágúst. Þar sem mér gat ekki auðnast að leggja manninum mínum síðustu hjálparhönd, þá gat eg ekki kosið betri stað en þarna, til þess að ann- ast hann og liðsinna, á hans síðustu iífsstundu. Fyrir alla þessa hjálp og aðstoð vil eg hérmeð opinberlega þakka nefndum heiðurshjónum og þeim öðrum, sem í þessum raunum mín- um hafa sýnt mér hjálp og hlut- tekningu, og bið algóðan guð að launa þeim á þann hátt er bezt gegnir, og þeim mest á liggur. Hofi í Oræfum 20. nóv. 1914. cJiartofPur, Sulrofur, Gulrœíur, Arndís Halldórsdóttir. Jörð til kaups og ábúðar. Jörðin Hnaus í Flóa fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum, 1915. Upplýsingar gefur • cJ’CvitRál, tffiauéBaéur, og cPurrur, bezt og altaf ódýrast á cyCtapparstig 1 c3 Sími 422. Aggerbecks Irissápa Gunnar Gunnarsson kaupm. Hafnarstræti 8. Reykjavík. Til sölu. Húsið Bakkakot á Seltjarnarnesi fæst til kaups nú þegar og ábúðar frá fardögum 1915 með vægu verði og góðum borgunarskilmálum. Húsið er portbygt, úr steini, 10X12 ál. að stærð, með kjallara ; því fylgir 400 □ faðma ræktuð lóð og ýms hlunn- indi ef um semur. jörðin Rif (undir Jökli) er til sölu og ábúðar frá næstu fardögum. Allstór timburbær og góð hlaða er á jörðinni og fjós undir járnþaki, en önnur skepnuhús með torfþaki. Töðufall: 200 hestar, útheysslægjur: 100 hestar. Útræði gott, nóg fisk- þerripláss og mótorbátalagi í Rifsós ef vill. Sira Guðm. "Einarsson í Ólafsvík gefur frekari upplýsingar um jörðina og semur um sölu fyrir hönd eig- anda. Biðjið um Emresa TIb í blýumbúðum með safnaramerkjum og áprentuðu söluverði frá KöbenhaYn. þar til þér hafið fengið tilboð frá Köbenhavns Möbelmagasin. POUL RASMUSSEN. Vestervold 8 (Ny Rosenborg). Stærsta húsgagnaverksm. Dana. Húsgögn Chr. VIII. frá 400 kr. Ágæt dagstofuhúsgögn |p... Borðstofuhúsgögn úr eik 1 QÁf Jjjj1 Svefnherb.húsgögn pól.birkij 1 Dagstofnhúsg. pól. mah. Borðstofuhúsgögn úr eik Svefnherb.húsg. pól. mah. Jafnan 300 ýmsar húsgagnaheildir tilbúnar. Biðjið um verðskrá. Eigin verkstæði. io ára ábyrgð. i I iööökr. iah. J Kransar. Líkklædi. Likkistnr. Lítið birgðir mínar áður en þér kaup- ið annarsstaðar. Teppi lánuð ó k e y p i s í kirkjuna. er óviTvjalnanlegja góft íyrir húMna. Upp&hald allra kvenna. Bezta barnagápa. Bihjió kanp- menn yðar nm hana. Frekari uppl. gefur Otldur Jónsson, Ráðagerði. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2 11 sem vér þekkjum hér. Hin sömu lögmál eðlisfræðinnar ogr efnafræð- innar hafa menn fundið á [hinum fjarlægustuj stjörnum. Alheimurinn er ein heild.J Og stýrir j maðurinn þessum al- heimi? Það er lítilfjörlegt að gera sér í hugarlund, að enginn viti neitt meira um hann en vér vitum — blátt áfram blægilegt. Vér höfum ekki verið hér mjög lengi á; þessari plánetu, aðeins svo semj fáeinar þús- undir ára. Hvað gerðist fyrir þann tíma? Hvernig bjargaðist alheimurinn áður en nokkur mnður vnr til ? Nei, vér erum aðeins í byrjun fram- þróunar vorrar. Vér erurn komnir á þessa jörð íyrir iramþróun. Það er alveg rétt. Hvað er framþróun ? Vöxtur, þroski; vöxtur með líkum hætti og þá er blómknappurinn verð- ur að blómi eða akarnið verður að eik. Alt er háð þessu vaxtar og þroskalög- máli. Leyndir möguleikar þroskast’og koma í ljós. Þannig hefir plánetan orðið til fyrir framþróun í samræmi við það kerfi lögmáls og niðurröðunar, sem visíndin eru að rannsaka. Og alt, sem vísindamennirnir segja um það í jákvæða átt, er áreiðanlega 12 satt. Þeir rannsaka efnislega hluti. Eg hefi sjálfur verið að rannsaka efnislega hluti. Vér rannsökum all- ir efníslega hluti. Vér komumst að ýmsu um þá, en brátt verðum vér svo vanir þessurn efnislegu hlutum, að oss virðist ekkert annað vera til, og í því skjátlast oss, af því að vér höfum ekki tekið neitt annað til greina. Vér leggjumst undir höf- uð að taka aðra hluti til greina, af því að annars myndum vér ruglast; vér verðnm að gera hlutina óbrotn- ari og útiloka mikið frá athygli vorri, til bess að geta fengist við þá raunsókn efnisitis, sem sérstak- lega er um að tefla. En þótt vér útilckum einhvern hlut frá athygli vorri, þá útilokar það hann ekki frá aiheiminum; og þótt vér höfum ekki rannsakað hann, ekki veitt honum athygli, ,ekki komist fyrir, hversu honum er farið, þá er það engan veginn sönnun þess, að hann “sé ekki |ttl. Gætið þess, að sumar þjóðir hafa gefið sig meira við and- legum efnum en við öðrum. Hér eru viðstaddir nokkurirj vinir vorir frá Austurlöndum. Austurlanda- menn hafa jum mjög margt að 13 fræða Vesturlandabúa. Vér geturn kent þeim ýmislegt um viðskifti og veraldlega starfsemi; þeir geta kent oss ýmislegt um -sálina og andlegar thuganir. Þeir »ganga inn í þögn- ina« og gökkva sér niður í andleg- ar hugleiðingar miklu oftar en vér gerum. Það samband milli austrænna og vestrænna þjóða, sem nú er að komast á, er mjög svo æskilegt. . Austurlandabúar munu læia eitthvað af oss; vér verðum að gæta þess, að vér lærum eitthvað af þeim. Og úr því að vér erum nú teknir að nálgast hvorir aðra, munu framíarir þessara hluta mannkynsins, er svo lengi hafa verið aðskildir, og hafa unnið að framþóun sinni svo einangraðir hvor frá öðrum og gert uppgötvanir ólíks eðlis, verða miklu hraðari en fyr. Maðurinn ræður ekki alheiminum, skilur hann ekki einu sinni. Hann verður að fálma sig áfram í honum og þann veg komast að einu og öðru um hann. Hann hefir t. d. nýlega uppgötvað ýmislegt, sem all- ir nú kannast við, ef það er nefnt — radíum, Röntgensgeisla og nokk- uð um eðli rafmagnsins; hann er 14 að byrja að skilja samsetning frum- agnanna. Þetta er líkast því sem það séu nýir hlutir, en nýir eru þeir þó ekki. Radium hefir ávalt verið til og sömuleiðis Röntgensgeislarnir; en vér höfum ekki uppgöfvað þetta fyr en alveg nýlega. Og þetta myndi alveg eins hafa verið til, þó að vér hefðum ekki uppgötvað það. Og það er fjöldamargt til, sem vér höfum ekki uppgötvað. Er það ekki líka von ? Hvað eru vísindin göm- ul? Nokkur hundruð ára. Mikið af vísindum vorum varð til á nít- jándu öldinni. Ein öld I — hvað er það ? Þetta er. eigi tími til að! vera með afneitanir; aðalatriðið er að rannsaka og komast að því, hvað sé til. Það sem til er, það \ er ávalt til, hvort sem vér neitum því eða eigi. Það breytir í': engu if alheimin- um, hvort sem vér neitum þvi eða eigi; en fyrir sjálfa oss kann það að skifta nokkuru máli. Vér skiljum eigi samsetning frum- agnanna, en vér erum að rannsaka hana, og það er mjög merkilegur fróðleiksforði, sem fenginn er, og það er mjög merkilegt, að frumagn- irnar skuli hafa nokkura samsetning. L5 Fyr litu menn svo á, að þær væru harðar, óskiftilegar cindir, eitthvað svipaðar marmarakúlum, en ákaflega smáar. Nú vitum vér, að þær eru það ekki, en Hkjast meira sólkerfum. Út af þvi, sem gerist innan í hverri frumögn, mætti búa til heila stjörnu- fræði. Frumögnin er mjög marg- brotin samsetning, sem frá því yzta til hins insta lýtur lögum og ákveð- inni niðurröðun. Eins og plánet- urnar lúta föstum lögum, þegar þær snúast kring um sólina, svo lúta rafmagnsagnirnar (electrons) föstum lögum, er þær snúast kring um kjarna frumagnarinnar. Lögmálin eru eigi mjög ólík. Þau koma í raun og veru alveg eins fram í öll- um frumögnum, í jörðunni, í sól- unni, í Siriusi eða í hvaða stjörnu sem er. Öll frumagnafjölskyldan virðist vera háð framþróun. Enn er mjög mikið ófundið um þær, því að vér erum ekki komnir langt í því, að rannsaka samsetning þeirra. Það er önnur opinberun vfsindanna, sem mun koma í fylling sins tima. [Niðurl.J

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.