Ísafold - 24.02.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.02.1915, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Mannalát. Hinn 5. þ. m. andaðist hér í bænum frú Steinunn Járnverður Thór- arensen, ekkja merkisprestsins og sálmaskéldsins Stefáns sál. Thórar- ensen á Kálfatjörn. Frú Steinunn sál. var fædd hér í Reykjavík ié. jan. 1836 og var f>ví nýkomin á 80. árið, er hún lézt. Foreldrar hennar voru þau Sigurður kaupm. Sívertsen (sonúr Bjarna ridd- ara) og kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir (betrunaihússvarðar og síðar verzlunarstjóra í Hafnarfirð; Þórðarsonar f 1803), alsystir Helga G. Thordersen biskups. Bræður frú Steiríunnar sái. voru þeir Hans sál. Sívertsen, verzlunarstjóri hér í bænum, faðir frú Rannveigar Egils- son í Hafnarfirði, og Pétur sál. Sivertsen bóndi í Höfn, faðir Sig- urðar háskóladócents og þeirra syst- kyna. Frú Steinunn ólst upp í foreldrahusum unz hún 22 ára var gefin sira Stefáni Thórarensen, er áður hafði átt eldri systur hennar, Rannveigu Júiíönu Margréti, en mist hana eftir stutta sambúð. Bjuggu þau hjón á Kálfatjörn unz maður hennar lét af prestskap vegna heilsu- bilunar vorið 1886 og fluttust þá hingað til bæjarins. Vorið 1892 misti frú Steinunn mann sinn og varð hann henni mjög harmdauði, enda getur ekki hugsast ástríkari hjónasambúð en þeirra hjóna. Má segja, að frú Steinunn sái. hafi aldrei til fulls náð áér aftur eftir fráfail manns síns, svo þungt lagðist söknuðurinn á* sálu hennar, Frú Steinunn sál. var prýðilega gáfuð kona og sérlega vel mentuð, glaðlynd og góðhjörtuð og mátti ekki aumt sjá. Heimili þeirra hjóna á Kálfatjörn var á þeim árum eitt hið prýðilegasta prestheimili hér á landi, orðiagt fyrir rausn og myndar- skap f öllum greinum, enda voru efnin jafnan í bezta lagi. Átti frú Steinunn sál. ekki hvað minstan þátt í að móta heimilið, slík ágætis hús- móðir sem hún var og fyrirmyndar- eiginkona, samhent manni sínum til allra góðra hiuta. Hún naut því líka elsku og virðingar allra þeirra, er kyntust henni, vegna mikilla mannkosta sinna. Barna varð þeim hjónum ekki auðið, en þrjú börn ólu þau upp að öllu leyti og er eitt eru þjónar hennar í sama skilningi og mikilmenni heimsins hafa verið þjónar mannkynsins í heild sinni, siðameistarar, vísindamenn, stjórn- vitringar, hugvitsmenn og listamenn, þótt annars sé ójafnt á komið. Þeir eru ekki þjónar í þeim skilningi, að þjóðin geti sagt þeim að gera þetta i dag og hitt á morgun, eftir eigin geðþótta og af handahófi, ekki að hún geti boðið þeim hvað sem er, ekki að hún geti svelt þá og misboðið þeim eftir vild, ekki áð hún geti rekið þá úr vistinni, þegar henni sýnist, og látið hætta að vinna þau verk, er þeir unnu. Þeir eru þjónar í alt öðrum skilningi, á líkan hátt og foreldrar eru þjónar barna sinna, fjárráðamenn þjónar skjól- stæðinga sinna, kennarar þjónar skólabarnanna, skipstjórar þjónar skipshafna, björgunarmaður þjónn þess, er hann bjargar. Andlegu starfsmennirnir ala þjóðina upp, varna henni þess að vera eða verða skrælingjaþjóð, halda þjóðfélaginu í réttu horfi, halda við líkamsheilsu hennar að nokkru leyti og opna henni andlega fjársjóðu, nýja og áð- ur fundna. Allir embættismenn eru þeirra Steinn Knúdsen útvegsbóndi suður í Garði. Jarðarför frú Steinunnar fór fram 16. þ. m. og töluðu þeir síra Sig. P. Sivertsen, bróðursonur hennar, á heimilinu, en síra Jóh. Þorkelsson dómkirkjuprestur í kirkjunni, að nær- stöddum fjölda manns. /. Látin er hér í bænum 12. þ. m. Anna Þorvarðsdóttir, ekkja Sighvats alþingismanns Árnasonar, á 62. ald- urs ári. Anna var dóttir síra Þor- varðs Jónssonar, er síðast var prestur að Kirkjubæjarklaustri, og andaðist 27. sept. 1869, einn hinn bezti söngmaður á sinni tíð. En móðir Onnu og miðkonu Þorvarðs prests var Sigríður Pálsdóttir prófasts í Hörgsdal. Sigríður lézt 30. okt. 1854, 35 ára að aldri (f. 8. júlí 1819), mesta atgjörvis og ágætis- kona. Annað barn þeirra Sigríðar og Þorvarðs prests var Kristófer bóndi á Breiðabólsstað á Síðu, gift- ur 1878 Rannveigu dóttur Jóns Bjarnasonar í Mörk á Síðu. Kristófer druknaði i Eldvatni hjá Svínadal 1893. Anna var fædd í Holti undir Eyjafjöllum 31. maí 1853. Þá var síra Þorvarður faðir hennar prestur þar. Olst hún upp með föður sín- um og stjúpu, Valgerði Bjarnadóttur, síðustu konu Þorvarðs prests. Hinn 5. apríl 1885 giftist Anna Sighvati alþingimanni Arnasyni, og var síð- ari kona hans. Bjuggu þau í Ey- vindarholti til vorsins 1901. Þá fluttust þau til Reykjavíkur. Hafði Sighvatur þá búið í Eyvindarholti óslitið í 58 ár. Sighvatur lézt 20 júlí 1911, þá nær 88 ára gamall. Börn þeirra hjóna Sighvats og Önnu eru Si^ríður kona Tómasar kaup- manns Jónssonar i Reykjavík og Arni kaupmaður í Hafnarfirði. Anna var mikilhæf og góð kona. D. Þ. 13. þ. mán., lézt hér í bænum Siqríður Jajetsdóttir, ekkja Sigurðar Einarssonar á Seli (f 1905) en dótt- ir, Jafets Einarssonar gullsmiðs, bróð- ur síra Ólafs á Stað, sira Guðm. í Arnarbæli, frú Ingihjargar konu Jóns forseta og þeirra systkina, er voru aftur bræðrabörn Jóns forseta. Sig- ríður heitin giftist Sigurði 1872. Þau bjuggu fyrst í Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi, en síðar i Pálsbæ og loks á Litla-Seli. Áttu þau mörg börn og mannvænleg. Meðal þeirra eru: andiegir starfsmenn, þótt ekki séu allir andlegir starfsmenn embættis- menn. Þetta á því við hér. Hér er að ræða um andleg efni, en með þessu er ekki sagt, að lítt mentaðir menn ekki geti verið snjallráðir, þá er um arðvænleg fyrirtæki er að ræða, til dæmis að taka. Menningin er mesta vald heims- ins, og andlegu starísmennirnir eru fulltrúar hennar. En til þess þarf meira en að vera vel gefinn frá náttúrunnar hendi. Það þarf að æfa heilann og venja hann við andleg störf; til þess þarf vinnu og æfingu, eins og til þess að efla líkama sinn og auka þol hans til líkamlegrar áreynslu. Þessi andlega æfing fæst ekki á skemri tíma en mörgum ái um. Þetta atriði gengur þeim verst að gkilja, sera ekki hafa reynt, þeir skilja við mentun fyrst og fremst þann fróðleik, sem safnað er í sarp- inn. En fróðleikurinn er hitt atrið- ið, hann er annað en andlega starfs- þrekið og andlega verklægnin. Yfir- burðir mentamannsins eru þá þessir . fróðleikur og efling andans. En einn flokkur andlegra starfsmanna á sér það einkenni, að náttúrugáfur frú Þorbjörg kona Sigf. Bergmanns kaupm. í Hafnarfirði, Anna gift síra Guðbr. í Viðvík, Nikólina giftGuðm. Guðnasyni veggfóðrara, Guðlaugkona Sigurj. Óiafssonar skipstjóra, Einar prentari, Jafet skipstjóri. Sigríður var hin mesta fríðleiks- og myndarkona, eins og titt er í ætt þessari. Hún varð 6 5 ára. Látinn er 10. þ. mán. í Lanaa- kotsspítala Siqurður Þorláksson söðla- smiður, bróðir Þórarinns málara og þeirra mörgu bræðra (frá Undirfelli) 54 ára að aldri. ----------------------- Launakjör — Eí’tirlaun. í dag hefst hér í blaðinu ítarleg ritgerð um launakjör andlegra starfs- manna hinnar íslenzku þjóðar og eftirlaun, eftir Ketil Flatnef. Þótt ísafold sé að sumu leyti eigi alls kostar sammála höf., þykir henni eigi nema sjálfsagt að flytja jafn vel samda og hóflega grein um þetta mikla deilumál þjóðarinnar, sem nú er að verða einna efst á baugi í þjóð- málum vorum (sbr. nýiega skipun milliþinganefndar til að íhuga það). Mun ísafold hleypa að, eftir þvi sem rúm leyfir, rökstuddum greinum beggja aðila nú um hrið, svo sem til undirbúnings starfi milliþinga- nefndarinnar. Teljum vér harla ákjósanlegt, að þjóðin kynni sér ítar- lega allar greinar um þetta efni, því að til hennar kasta kemur, sennilega bráðlega, að ráða úrslitum þessa mik- ilvæga máls. ----------------------- ReykjaYto-annálI. Skipafregn: B o t n í a hrepti versta veður á leið- inni hóSan til Seyðisfjarðar. S t e r 1 i n g fór til Breiðafjarðar í gær. Meðal farþega: Konráð Stefáns- son bóndi í Bjarnarhöfn. Flóra er ókomin enn. Föstuguðsþjónustur í kvöld kl. 6: í dómkirkjunni síra Jóhann Þorkelsson. í fríkirkjunni síra Ólafur Ólafsson. Landssjóðskolin. Nýlega hefir stjórnarráðið ákveðið, að enginn skuli eru aðalatriðið. Það eru hugvits- menn og listamenn; hjá þeim er innblásturinn, sköpunarmátturinn að- aiatriðið. En það er þetta þrent: þekking, hugvit og starfsþrek andans, sem er i hæstu verði í heiminum; án þessa eru þjóðir ekki menningar- þjóðir. Mannkostirnir verða að fara saman við þetta, en þeir eru ekki einhlitir; skrælingjar geta verið vel innrættir. . En »hver maður hefir bæði lík- ama og sál«, og hér er atriði, sem verður að gera sér fyliilega ljóst. Þá er andinn er er kominn á hærra stig, verður líkaminn að vera samferða, því að andanum getur ekki liðið vel, ef líkamanum iíður illa. Andlegir starfsmenn verða að lifa við þau kjör, sem þeim er þol- andi, annars glatast starfsþrekið og andinn stirðnar. Viðurværi hans, húsakynni, klæðnaður, yfirleitt ailar ástæður verða að vera þannig, að ekki komi í bága við reglur heilsu- fræðinnar og séu í samræmi við sálarlíf mannsins. Það er af þessum ástæðum, að andlegur starfsmaður getur ekki lifað við sult og illa að- búð, við það sem nokkur hluti al- fá meira selt í senn af kolum en 3 skp. í stað 5 áður. Er þetta gert til þess að reyna að girða fyrir það að einstakir menn birgi sig upp óþarf- lega mikið og birgðirnar þess vegna gangi of fljótt til burðar. Erl. sfmfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupm.höfn 20. febr. Hásetar á útflutningaskipum Sam- einaða gufuskipafélagsins neita því að sigla til Englands. Óvild Bandaríkjanna til Þýzkalands fer dagvaxandi. Norskt gufuskip rakst á tundur- dufl í Eystrasalti og sökk. Skipverj- ar fórust allir. Hvidberg landþingmaður er dáinn. Kaupmannahöfn 21. febr. Brezkur kafbátur hefir sézt i Eystrasalti. Þjóðverjar hafa tekið 64 þúsund rússneska hermenn höndum í Aust- ur-Prússlandi og 3000 hjá Plock. Kaupmannahöfn 22. febrúar. Karlsruhe hefir sökt 4 gufuskipum í Atlantzhafi. í*ýzkur kafhátur skaut tundurskeyti á b r e z k t kolaskip í írlandshafi og sökti því. Gjaflr og áheit til Heilsuhælisfél' afhentar undirrituðnni. 1. G j a f i r: Skólafélag unglinga- skólans i Vik í Mýrdal 20 kr., ís- lendingur i Ameríku 10 kr., Sv. Hallgrímsson 3 kr., O. Gislason 5 kr., Bjarni prófastur Símonarson 10 kr., Skúli Gísiason skipstjóri 25 kr., Solodenk (G. Sig.) kr. 1,35. 2. Áheit: E. S. 25 kr., S. S. Bræðraborgarstíg 10 kr., X (Þ. Bj.) 50 kr. Reykjavik, 19. febr. 1915. Sifjhvatur Bjarnason. þýðu býður sér og verður að bjóða. Að setja hann við slik kjör, er sama sem að segja: »Héðan af verður þú að breyta um vinnu eða hætta*, og það verður, því verður ekki breytt fremur en náttúrulögmáli. Menn- ingarþjóðir heimsins hafa séð þenna sannleika, og kjör andlegra starfs- manna þeirra fara eftir því. Það er líka afleiðing af hinu, er eg nefndi, af þvi, að andleg störf og andlegir starfshæfileikar eru keyptir við hærra verði en hin líkamlegu. Islenzka þjóðin hefir líka séð þetta, og hefir sömu reglu verið fylgt í aðalatrið- unum, þá er um embættismenn var að ræða. En aðrir andlegir starfs- menn hennar hafa notið sin miklu miður en bræður þeirra annarsstaðar. 3. Islenzkir embœttismenn. Það er farið að bera á því, að ís- lenzka þjóðin ber ekki fult traust til embættismanna sinna, hún treystir því ekki, að þeir vinni verk köllunar sinnar, eins og vera ætti, þau er eg gat um. Á það bendir, að þjóðin treystir þeim ekki til þess að hafa á hendi löggjöf landsins og ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar; ErL simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London 19. febr. þjóðverjar byrja. Þýzkur kafbátur skaut tundurskeyti á norska oliuflutningaskipið »Bel- ridge« í nánd við Folkestone í dag. »Belr:dgec er hlutlaust skip og var á leið frá New Orleans til Am- sterdam. London 20. febr. Tilkynningar Rússa frá 16.—19. þ. m. í héruðum Austur-Prússlands láta Rússar smátt og smátt undan siga í góðri reglu. í Augustovwohéraði stóð hörð orusta og hörfa Rússar þaðan í áttina tii Ossowiec. Grimm orusta varð einntg á veginum um- hverfis Sierpc-Plock. Fremstu her- sveitir óvinanna eru komnar til Plock og Racionz. í Mið-Póllandi er viðureignin enn hæg. Áhlaupum óvinanna á Zylin hjá Bzura var hrundið. í Galizíu hafa Rússar unnið mikils- verða sigra. Á vinstri bakka San sóttu Rússar fram og tóku þar rúmlega 600 óvini höndum. Áhlaupum óvinanna á Koziowa og Wyszhow-skarðið var hrundið og biðu óvinirnir feikna manntjón. Ovinirnir gerðu árásir á stöðvar Rússa í Rubne og Studenne, en biðu ósigur. Rússar tóku þar rúm- lega 1400 menn höndum og 3 vél- byssur tóku þeir herfangi. Framsókn Austurríkismanna á víg- vellinum hjá Dunajec var hnekt og þeir hraktir aftur. Rússar náðu einnig litlu vigi aust- an við Uzok-skarðið. Þjóðverjar gerðu gagnánlaup í þéttum fylking- um en biðu ósigur og mistu fjölda manna. í Wyszhow-héraði er stöðugt bar- ist þótt hægt fari. Þar tóku Rússar rúmlega 2000 menn höndum á tveirn dögum, 17. og 18. þ. m., og 6 vél- byssur að herfangi. Opinber tilkynning i Petrograd mótmælir tilkynningum þeim, sem Austurríkismenn hafa birt um viður- eignina í Bukowina undanfarna daga. Rússar höfðu þar miklu minna lið og urðu að hörfa undan fyrir hand- an Pruth, en staðhæfingar Austur- ríkismanna um það, að þeir hafi tekið 12 þúsund menn höndum, eru algerlega ósannar. Rússar höfðu ekki einu sinni svo mörgum mönn- um á að skipa á þessu svæði. Alt manntjón Rússa þarna, að meðtöld- um særðum mönnum og horfnum, voru 7 fyrirliðar og 1007 hermenn. það hefir komið fram við undirbún- ing undir þingkosningar og á sjálfu alþingi. Ennfremur má benda ár orðin: »að vernda alþýðu gegn em- bættismönnum« og á stefnuskrá bændaflokksmanna (birt i Ingólfi 42. bl. 1914). Loks heyrist oft hnýtt í embættismenn i viðræðum manna. Það er öllum ljóst, er skyn bera á það mál, að listamenn og hugvits- menn vinna mjög þarft verk, og að þeir eru menningarfrömuðir. Þess hefir einnig orðið vart um skáld og aðra listamenn íslenzka, að eigi meta allir starf þeirra jafnvel, og að brytt hefir á úrtölum, er um það hefir verið rætt á alþingi, að veita þeim styrk af opinberu fé. En landið er of fáment til þess að ala listamenn á verkum þeirra. En hér er ekki rúm til þess að fara frekar út í þessi atriði, sem þó fyllilega eru athyglis verð, hvert þeirra, er eg hefi drepið á í þessari grein. Aðeins skal vikið að spurningunni, hvort íslenzkir em- battismenn eru verri en embattismenn ajinara pjóða, þar sem er frelsi og menning. Hér er komið að mjög merku atriði, og það verður að gera sér ljóst. Annaðhvort er það satt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.