Ísafold - 17.04.1915, Page 2
horfðu með eftirvæntingu á vort
fyrsta millilanda-flutningafar, sem
færðist æ nær og nær. Og er Gull-
fost rann fram hjá, var lostið upp
margföldu húrra-hrópi, honum heils-
að með blæstri og öðrum fagnaðar-
kveðjum, og svaraði hann í sömu
mynt.
Það var fögur sjón að sjá Gull-
foss allan fánum skreyttan, háan á
sjónum og rennilegan, skríða fram
hjá íslendingi, og munu fáir er við-
staddir voru gleyma þeirri stund.
Sneri nú íslendingur við til fylgd-
ar Gullfossi. En nokkru siðar kom
vélbátur Garðars Gislasonar, Hera,
fánum prýdd, og siðan hver vél-
báturinn á fætur öðrum, — fánum
skreyttir og hlaðnir fólki. Yoru
engin lát á fagnaðarópunum, er
glumdu i loftinu frá hverju farinu á
fætur öðru. Einn var sá vélbátanna
er öðrum fremur vakti eftirtekt. í
honum var starfsfólk Tr.. Thorsteins-
son, en báturinn prýddur íslenzkum
fánum stafna í milli. Á örstuttri
stund var þarna kominn saman álit-
legur floti, er snerist allur til fylgd-
ar við Gullfoss, í heiðursskyni.
Þegar nær dró höfninni staðnæmd-
ist Gullfoss til að taka móti farþeg-
unum úr Islendingi og komu þá
einnig ýmsir vélbátafarþegarnir á
skipsfjöl, svo að brátt skiftu hundr-
uðum hinir nýju Gullfoss-farþegar.
Við uppgöngustiga skipsins stóð
form. Eimskipafél., Sveinn Björns-
son, er sjálfur var farþegi á Gull-
fossi frá Khöfn, og tók móti gest-
unum. Var tækifærið þegar notað
til að renna augutn yfir skipið og
mátti þá heyra hvern mann dáðst
að hinum stórsnotra frágangi innan-
borðs. En með því að óðum fylt-
ist af aðkomufólki vaið eigi ráðrúm
til að grannskoða fyrirkomulag og
útlit skipsins. í dag veitist blaða-
mönnum færi þess, og mun ísafold
lýsa því nánar næst.
Þegar inn á höfnina kom, var þar
svo krökt af bátum, að einsdæmi eru
og allir umkringdu þeir Gullfoss, og
enn glumdu fagnaðarópin. En á
hafnargörðunum beggjamegin stóðu
stórhópar fólks, veifandi og hróp-
andi húrra. Og er til lands var
litið, stóð, að heita má, óslitinn mann-
hringur fram með allri fjörunni, þétt-
astur við steinbryggjuna. Báru sögu-
fróðir menn söfnuð þann saman við
þann, er Friðrik 8. veittu viðtökur
1907 og kváðu meiri vera.
Athygli vakti það inni á höfninni,
að eigi urðu önnur skip til að kasta
kveðju á Gullfoss, að skipa-sið, með
blæstri, en frakkneskur botnvörp-
ungur einn. Lágu þó m. a. Sterl-
ing, Vesta, Geir og Valurinn inni.
Þegar Gullfoss var lagstur varð
hann fljótt svo blaðinn fólki, sem
mauraþúfa væri, svo að eigi varð
þverfótað.
Gekk þá ráðherra Islands Sigurður
Eggerz fram á stjórnpall skipsins og
mælti þessum orðum:
íslendingar: Gullfoss er kominn
heim yfir hafið. Siglingadraumur
íslenzku þjóðarinnar er að rætast.
Það er bjart yfir Eimskipafélaginu í
dag. Það er bjart yfir þjóð vorri —
því þetta félag er runnið af samúð
allrar þjóðarinnar. Þjóðin hefir ekki
að eins lagt fé í fyrirtækið, hún
hefir lagt það sem meira er, hún
hefir lagt vonir sínar í það. Þetta
fyrirtæki sýnir fremur öllu öðru hvað
vér getum áorkað miklu er vér stönd-
um allir fast saman. Auknar sam-
göngur eru lykillinn að framtið vorri.
í nafni íslenzku þjóðarinnar þakka
eg eimskipafélagsstjórninni fyrir þá
ósérplægni og dugnað, er hún hefir
sýnt með forgöngu sinni fyrir þessu
fyrirtæki. í nafni islenzku þjóðar-
innar býð eg Gullfoss velkominn
heim. Fylgi honum gifta landsins
frá höfn til hafnar, frá hafi til hafs.
Lifi Gullfoss I
Gullu þá við margföld húrrahróp.
Eftir það var haldið af skipsfjöl,
en svo mátti segja, að einn kæmi
þá annar færi, því að sífelt bættust
við nýir hópar úr landi, er aðrir
iétu í land.
í landi var komu Gullfoss fagnað
með fánum á hverri stöng í öllum
bænum.
Við steinbryggjuna var skrautband
mikið, er náði húsa milli, hvítt að lit,
en áletrað bláum stöfum : Velkominn
Gulljoss. Þá var og skrifstofuhús og
geymsluhús Eimskipafélagsins sér-
staklega skreytt.
Ýmsar verzlanir bæjarins höfðu og
klæðst sérstökum skrúða til heiðurs
Gullfossi. Ber þar fyrst að nefna
verzlun Th Thorsteinsson i Austur-
stræti, er var roðin bláhvítum litum
með myndum af Gulifossi nútíðar-
Jartaki íslendinga og til samanburð-
ar vlkinqaskip frá 874, eins og land-
námsmenn notuðu. Hin nýja Duus-
verzlun í Hafnarstræti hafði og minst
mjög snoturlega Gullfoss-komunnar.
Lúðrasveit hafði bækistöð á stein-
bryggjunni og lék þar ýms þjóðleg
lög, meðan Gullfoss hafnaði sig.
Flestar verzlanir, vinnustofur og
skólar höfðu lokað, meðan á stóð
viðtökufagnaðinum.
En svo almennur og viðtækur
sem viðtökufagnaðurinn var hið ytra
— var hann það eigi síður i bug-
um allra manna. »Gleðilega hátið«,
segja menn, er þeir mætast á stór-
hátíðum. í gær kvað við um stræt-
in, er menn hittust: Til hamingju,
til lukku, »gratulerac, bravó fyrir
Gullfossi o. s. frv., o. s. frv. Þetta
var raunverulegur fagnaðarblær og
hamingjudagur. Trédrumdshátturinn,
þumbaralegi — sá er t. d. lýsti sér
í einu ónefndu blaði bæjarins ný-
lega í garð ísafoldar út af- Gullfoss-
komunni — var eins og purkaður
af bæjarbúum. Menn voru kátir og
fagnandi og hikuðu eigi við að sýna
það — hvað sem guðmóðssnauðu
úrindadrumbunum liði. Og var
það vel.
Margur maðurinn talaði um í gær,
að nú langaði sig til að bæta við sig
hlutabréfum í Eimskipafélaginu, er
þeir sáu fyrstu reynd þess, að vel
væri á stað farið og er það trúa vor,
að Gullfoss verði eigi hvað minsta
lyftistöngin undir framkvæmdir í því
efni, bæði um aukna hlutdeild og
eins hvatning til þeirra fáu, sem
enn hafa eigi gert landinu það gagn
og sjálfum sér þann sóma og gróða
— að gerast hluthafar.
»Bezta skip í sjó, sem eg hefi
ferðast meðc. Þetta var svar hvers
farþega Gullfoss, er spurður var um
það atriði. Þeir luku upp um það
einum munni, að ekkert skipanna er
hér halda uppi ferðum væri hans
jafningi í þeim efnum og bættu við,
að Gullfoss væri að öllu þægilegasta
skipið.
Þau skolast i minninu máltækin
hvort föstudagurinn er »til frægðar«
og fimtudagurinn »til fjár« — eða
öfugt. En þá hyggjum vér að sé
mælt fyrir munn allra góðra íslend-
inga, er línum þessum er lokið með
því að slá saman báðum dögunum
og óska Gullfossi, er til Vestmanna-
eyja kom fimtudaq og hingað til
Reykjavíkur á föstudag, þeirrar fram-
tíðar, að honum fylgi gifta beggja
þessarra daga svo að á honum sann-
jst, að hann verði bæði
til fjár og til frægðar.
I S A !: O I. D
Utanför þrimenninganna.
Þeir komu heim með »Gullfossic
alþingismennirnir þrír, sem konung-
ur kvaddi utan, þeir Einar Arnórs-
sou, Guðm. Hannesson og Sveinn
Björnsson.
í Khöfn dvöldu þeir 11 daga og
áttu oftsinnis tal við konung og
mikilsmegandi stjórnmálamenn.
Eigi verður neitt gert heyrinkunn-
ugt, samkvaemt bundnum fastmæl-
um, um það, sem tilrætt hefir orðið
annað en það, að það sem þeim hefir
farið milli annars vegar og konungi
og ráðunautum hans dönskum hins
vegar, verður rækilega rætt við þá
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem
til næst, og þá ef til vill haldið
áfram umræðunum um þetta efni
upp úr því.
En um það hvort nokkur verði
árangurinn og þá hver árangurinn
verði af utanför þeirra, er ótímabært
að dæma enn.
----------------------
Nýtt blað.
A Akureyri er farið að koma út
nýtt blað. Heitir það Islendinqur.
Utgefendur eru Sig Einarsson dýra-
læknir og Ingimar Eydal kennari.
Það fylgir stefnu Sjálfstæðismanna.
f Hjörtur Hjartarson
cand. juris., rirstj. Vísis, lézt hér
í bænum í fyrradag. Er það enn
hinn mikli vágestur síðustu mánaða,
lunqnabólqan, er höggvið hefir skarð
í hóp ungra efnismanna vorra.
Hjörtur var fæddur 11. júlí 1888,
sonur Hjartar trésm. Hjartarsonar og
konu hans, Sigríðar Hafliðadóttur.
Útskrifaðar úr Rvíkurskóla 1908,
cand. juris. frá Háskóla Islands 1914,
en tók við ritstjórn Vísis 1. þ. m.
Það er átakanlegt, er ungir menn
í broddi lífsins, ötulir efnismenn,
fara svo fljótt og óvænt. Sá forlaga-
dómur er meira en óskiljanlegur.
Og þá finst manni það hörmulegra
en lýst verði, er svo stendur á, eins
og um þenna mann, að rétt er ver-
ið að hefja það verkið, sem vera
átti aðal æfistarfið — framtíðarvon-
irnar í fyrsta blóma, verkefnin mikil
og mörg, er biða lausnar og alt er
þetta höggvið sundur óvænt, í skjótri
svipan.
Mikill harmur er kveðinn að
vandamönnum Hjartar — og aðrir,
þótt ókunnugir séu, finna líka til
þess, er ungur efnismaður, sem á að
fara að njóta æskustarfsins og vinna
gagn sér og öðrum, deyr svo mjög
um tíma fram.
Island erlendís.
Þrímeimiiigarnir í Khötn.
Eins og áður hefir verið getið var
talsvert ritað í dönsk blöð um þá
og erindi þeirra. Sömuleiðis var
nokkuð um þá ritað í sænsk og
norsk blöð. Hafa sænsk blöð átt
tal við Ragnar Lundborg og hann
látið í ljós m. a. að hann teldi eigi
vonlaust um, að konungur léti und-
an síga í deilunni um ríkisráðið —
fyrir viðtöl hans við »sendiherranac
— á hverju sem hann byggir það.
í veizlu þeirri, er Zahle forsætis-
ráðherra Dana hélt þ. 26. marz til
heiðurs þrímenningunum hélt hann
dálitla ræðu til þeirra í byrjun mál-
tíðar og er frá henni skýrt i dönsk-
um blöðum á þessa leið:
»Eftir að forsætisráðherrann hafði
sérstaklega boðið hina íslenzku gesti
velkomna mælti hann:
»Það fær mér mjög mikillar gleði,
háttvirtu gestir mínir frá íslandi, að
mega bjóða yður hingað með nokk-
urum helztu íslendingum, þeirra er
búsettir eru í Kaupmannahöfn og
unnið hafa sér álit, fyrir ágætt starf
í þarfir vísinda og lista og þjóð sinni
þar með heiður — og ennfremui að
mega kynna yður nokkurum hluta
þeiira manna, sem hér í (Danm.)
vinna framarla að opinbeium málum
— eins og þér herrar mínir á Is-
landi — og jafnframt ýmsum öðr-
um mikilmegandi dönskum mönn-
um, sem eg vona, að þér hafið
ánægju af að kynnast.
Eg þykist hamingjusamur, er eg
get kynt yður mönnum af öllum
flokkum og skoðunum — einmitt á
þeirri stundu, er ail r fylla einn hóp
til þess að ráða til lykta hinu mikil-
vægasta innanríkismáli, sem fjallað
hefir verið um í Danmörku síðustu
hálfa öld (þ. e. grundvallarlaga breyt-
ingin). Það mundi fá oss öllum
mikillar gleði, ef það reyndist einnig
kleift við málaumleitanir þær og við-
ræður, er nú fara í hönd, að finna
leið til að ráða íslenzka stjórnar-
skrármálinu til lykta á þá ieið, að
sæmd væri að«.
ReykjaYÍknr-annáll.
Skipshöfn Gullfoss er aö mestu
leyti íslenzk. Skipstjóri er Sigurður
Pétursson frá Hrólfskála, einn af mestu
efnismönnum sjómannastéttarinnar,stýri
menn eru Jón Erlendsson og Einar
Stefánsson, 1. vólstjóri Haraldur Sig-
urðsson frá Flatey og hásetar allir ís-
lenzkir. Af skipshöfninni eru að eins
brytinn og þjónn á 1. farrými danskir.
Einkennilegt hjónaband. í fyrra-
dag voru gefin saman Björgólfur lækn-
ir Ólafsson á Borneó eyju og jungfrú
Þórunn Benediktsdóttir (kaupmanns
Þórarinssonar). Yar brúðguminn þá
staddur í læknishóraði sínu á Borneó,
en brúðurin í Amsterdam í Hollandi.
Þetta fjarlægðar-brullaup er svo til
komið, að sem heitmey Björgólfs hefði
jungfrúin orðið að greiða óhemjufar-
gjald (1600 kr.), eu sem kona hans
ekkert. Svo eru lög þar í landi.
Jarðarför Ólafs Sveinssonar gull
smiðs var frestað í gær, vegna komu
Gullfoss, til dagsins í dag. Fór húu
fram við mikið fjölmenni. Iðnbræður
Ó. Sv. báru kistuna í kirkju, en Odd-
fellowar úr kirkju.
Gullfoss kom í gærmorgun kl. 9.
Farþegar frá útlöndum: »Sendiherr-
arnir« þrír, Einar Arnórsson, Guðm.
Hannesson og Sveinn Björnsson. Enn-
fremur Jón Kristjánsson nuddlæknir,
kaupmennirnir: Pótur A. Ólafsson,
Hallgr. Benediktsson, Ólafur G. Eyólfs-
son, Ragnar Leví, Halldór Gunnlaugs-
son, Guðm. Eiríkss, Rich. Thors, Pótur
Bjarnason ; verzlm. Haraldur Eiríksson,
Valdimar Norðfjörð; Ragnar Ásgeirsson
búfræð. og Theodór Magnússon bakari.
Frá Vestmannaeyjum komu : Síra Oddg.
Gudmundsen, Gísli Johnsen konsúll,
Sigurður Lýðsson yfirdómslögm., Árni
Johnsen verzlm. o. fl.
Sterling fór utan í gær.
Flora kom frá útlöndum í gærkveldi.
Látinn er í Khöfn Claus Hansen
bakari, sonur Hansens hattasmiðs,
tvítugur að aldri. Hann lózt úr tæringu.
Boð befir stjórn Eimskipafól. íslands
inni í dag á Gullfossi fyrir blaðamenn,
en á morgun síðdegis fyrir ráðherra og
nokkra aðra embættismenn bæjarins.
GuIIíohs í Hafnarfirði. Hafnfirð-
ingar búast til þess að veita Gullfossi
virðulegar viðtökur, er hann kemur
þangað fyrsta sinni. — Fer Gullfoss
til Hafnarfjarðar á morgun (sunnud.)
og munu margir bæjarbúar nota tæki-
færið til að reyna skipið og lótta sér
upp.
Messur á morgun:
í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. J.
— 5 síra Jóh. Þork.
í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól.
— 5 síra H. Nlelsson.
Erl. simfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezku utanríkisstjórninni
í London.
London 14. apríl.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Russa 10.—13. apríl.
Á orustusvæðinu vestur af Niemen
hófu Rússar áhlaup á stöðvar Þjóð-
verja milli Kalwarja og Ludwinow
þ. 9. þ. mán. Náðu þeir þar tvö-
faldri skotgrafaröð, handtóku 600
manns og tóku 8 vélbyssur að her-
fangi.
Smáskærur hafa orðið austan við
Tilsit og stórskotaliðsviðureign held-
ur áfram skamt frá Osowiec.
í Karpatafjöllum hafa Rússar náð
909. hæðinni hjá Wola Michowa
og hafa nú allan háfjallagarðinn á
vnldi sínu þar sem þeir sækja á.
Austurríkismenn og bjöðverjar
hnfa fengið mikla liðaukningu í
Ro.otock héraði og í Uzokskarði, en
Rússar hafa alls staðar rekið af sér
áhlaup þeirra. Unnu Rússar mik-
inn sigur og náðu hæðum nokkrum
4 mílum norðan við Uzok. Hand-
tóku þeir þar 2700 hermenn ásamt
53 herforingjum og tóku 20 vél-
byssur að herfangi.
Austurríkismenn sitja nú á 992.
hæðinni, sem er hjá Kosziowa, en
þorpið er á valdi Rússa.
Austurríkismenn gerðu grimmileg
áhlaup i þessu héraði og höfðu
ógrynni liðs en Rússar unnu á þeim
fullkominn sigur.
í Bukowina gerðu óvinirnir áköf
áhlaup norður af Czernowitz, en
voru brotnir á bak aftur og biðu
óhemju manntjón.
London 14. apríl.
Útdráttur
úropinberumskýrslum Frakka 10,—14. aprlL
Aðfaranótt hins 10. þ. mán. réð-
ust Þjóðverjar á stöðvar Frakka hjá
Hamel og De Thiepval-skógi á bökk-
um Ancre norðan við Albert. Lenti
þar i höggorustu og voru Þjóðverjar
hraktir á brautu.
Orustan í Argonnehéraði hefir
haldið áfram. Hafa Frakkar náð þar
300 metra langri skotgröf. Þjóðverj-
ar gerðu áhlaup til þess að reyna
að ná þessari skotgröf aftur, en
Frakkar hrundu þeirn af höndum sér.
Frakkar hafa haldið öllum þeim
stöðvum, sem þeir hafa tekið milli
Meuse og Moselle og sótt enn lengra
fram á ýmsum stöðvum.
Sigurinn hjá Les Eparges var
unninn á 5. og 16. herdeild þýzku
höfuðdeildarinnar, sem hafði fengið
skipun um það að verja Groubi hvað
sem það kostaði. Þýzki hershöfð-
inginn hafði iátið sér þau orð um
munn fara, að hann mundi heldur
fórna 100 þúsund mönnum en missa
stöðvar þessar. Engu að síður náðu
Frakkar þessum ramgerðu vígstöðv-
um og Þjóðverjar hafa mist 30 þús-
und manns seinustu tvo mánuðina
í orustunum um þessar .stöðvar.
Bardaginn í þessu héraði heldur
áfram.
I Lothringen handtóku Þjóðverjar
hálfa liðsveit (company) Frakka, sem
hafði ráðist inn i þorpið Bezange
la Grande.
Franskir flugmenn vörpuðu
sprengikúlum á höfnina í Briigges
þ. 11. þ. mán.