Ísafold - 17.04.1915, Blaðsíða 4

Ísafold - 17.04.1915, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD undan Noregskonungi, ef hann ekki hélt skuldbindingar sinar eftir samn- ingnum. Nú bendir danski háskóla- kennarinn meðal annars á lög frá 2. jan. 1871, sem ákveða, að ísland sé óaðskiljanlegur hluti af ninu danska ríki. Og þar á eftir er rökfærsla hans þessi: Á sama hátt og grund- vallarlög Noregs, sem urðu til án nokkurrar formlegrar heimildar í eldra rétti, sköpuðu nýjan rétt, þann- ig hljóta og hin dönsku lög frá 1871 að gera hið sama. En hér skilur mikið á milli. Eiðs- vallarstarfið skapaði þegar í stað hjá þjóðinni þá sannfæringu og skyldu- kend, sem nauðsynleg var til þess að gera rétt þann, er með grund- vallarlögunum var settur, að lifandi rétti. En i því efni, sem hér ríður alt á, sköpuðu þar á móti dönsku lögin enga tilsvarandi sannfæring eða skyldukend hjá íslenzku þjóðinni. Enda hafði Alþingi þegar í stað mót- mæli i frammi. Sjá E. A. Réttar- staða íslands (1913) bls. 338—39. íslendingar halda áfram að vitna i gamla sáttmála, og segja, að hann sé sá réttargrundvöllur, er þeir hafi ætið staðið á. Fyrst ísland aldrei varð hluti af Noregi, gat það held- ur ekki 1814 orðið hluti af Dan- mörku, og dönsk lög geta ekki gert neina breyting á þessu. Þetta er sú réttarsannfæring, sem lifir á ís- landi, eftir því sem mér skilst; svo að garala skinnblaðið »framan úr myrkum miðöldum« er ekki »mel- étið« á ís.landi. Þá almennu megin- reglu, sem ræður þegar líkt á stend- ur, nefnir Jellinek svo i bók sinni (Das Recht des modernen Staates, bls. 313—14): »Þau umskifti, er verða þá er ríkisvaldsviðurskifti breytist í réttarviðurskifti, greina sig á margan hátt í hinum einstöku at- vikum. Hvað langur eða skammur timi verður að líða áður stjórnarfars- leg staðhöfn getur hlotið réttarviður- kenningu, það fer eftir snerpu eða deyfð þjóðarlundernisins, eftir sljó- leik eða gagnrýniskarpleik þjóðar- andans, eftir hæfileikum valdhafans til að samlaga sér almenning, eða hverjar aðrar sem þær kunna að vera hinar óteljandi sögulegu ástæður, sem framrás sögunnar ákvarðast af í hverju einstöku atviki. íslendingar eru þjóð með mikilli andlegri menningu. Framar öllu hafa þeir gott sögulegt minni. Það var þess vegna ekki auðgert að rétt- arbrot og yfirgangur gæti skapað réttarsannfæring, er færi i bága við hinn gamla sáttmála. Og eins og Jellinek segir á bls. 311: Þar sem þessi sannfæring (það er sú sann- færing, að stjórnarástand, sem frammi er haft, hljóti réttarviðurkenning) lætur sig vanta, þar verður að við- halda skipulagi þvi, sem á er komið, aðeins með ytri valdboðsráðum, en það er ómögulegt til lengdar - - annaðhvort festist það þó á endan- um af venju eða þetta einvörðungu ytra skipulag fer sjilft i mola. Annað af þessu tvennu mun og verða á íslandi, nema Danmörk og ísland verði ásátt um nýjan sám- bandssamning, sem haldi uppi sjálf- stæði íslands á sama hátt og gert var í hinum gamla sáttmála«. Eg hefi ekki getað stilt mig um, að þýða þessi ummæli hins merka höfundar, sem verðskulda að þeim sé gaumur gefinn af oss íslending- um á þessum tímum, er vér berj- umst fyrir, að láta sambandsþjóð vora skilja réttarkröfur vorar og að þeir geta ekki barið inn í oss rétt- arsannfæringu, sem fer í bága jafnt við skaplyndi vort sem við öll sögu- leg rök. Og iðrun hlytum vér sjálf- ir fyrir að taka, ef vér létum undan siga fyrir hinu ytra afli og hröpuð- um að samningi, sem ekki fullnægði þessu. Margt fleira er í bókinni, sem gæti verið vert að draga fram til umhugsunar í sambandi við mál vor, en nú verð eg að láta staðar numið, enda get vænt, að aðrir, sem betri skilyrði hafa til þess, minnist ræki- legar á hana. Kr. D. Eftirmæli. Þann 6. dag nóvembermánaðar f. á. andaðist i hárri elli (84 ára) merkis- konan Ingibjörg Jónsdóttir, Árnasonar, Eyjólfssonar klausturhald- ara á Reynistað, Einarssonar (f 1695) lögsagnara í Árnesþingi, Eyjólfssonar (t 1672) prests á Lundi í Lunda- reykjadal, Jónssonar úr Grímsey, Halls- sonar. Amma Jóns Arasonar, móðir Ara, var Björg, sem miklar sagnir hafa frá gengið, Aradóttir frá Sökku í Svarfaðardal, Jónssonar (f 1673) pró fasts í Vatnsfirði, Arasonar stóra (f 1652), sýslumanns í Ogri, Maguús- sonar (t 1591) syslumanns hins prúða, Jónssonar hins ríka á Svalbarði, Magnússonar s/slumanns í Skriðu, Þorkelssonar (t 1483) officialis í Lauf- ási, Guðbjartssonar prests Flóka, Ás- grímssonar. Kona Ara stóra í Ogri var Kristín dóttir Guðbrands biskups á Hólum og Halldóru, dóttur Ara sýslu manns á Hlíðarenda, Gíslasonar, en móðir Ara í Ogri var Ragnheiður Eggertsdóttir hirðstjóra, Hannessonar hirðstjóra, Eggertasonar lögmanns í Víkinni í Noregi. Móðir Ingibjargar var Ingveldur Gísladóttir frá Hörgsdal, Jónssonar ; en móðir Ingveldar var Sigríður dóttir Lýðs sýslumanns Guðmundssonar í Skaftárþingi. Foreldrar Ingibjargar bjuggu í Eystra. Hrauni í Landbroti, og þar munu þau systkini vera fædd. Voru þau 5, er upp komust: J ó n , bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, G f s 1 i, bóndi í Oræfum, Gróa, fyrri kona Sverris Magnússon- ar, síðast bónda í Skálmárbæjarhraun- um í Álftaveri, Ingibjörg og Sig- ríður, síðari kona Sverris. Eru þau systkini nú öll látin, nema Sigríður, sem nú er ekkjaog á heima í Reykja- vlk. Jón Arason faðir þeirra mun hafa dáið f Ytri-Tungu í Landbroti (1846?). Var hann, sem sjá má, stórættaöur maður og hefir f þeirri ætt verið margt gervilegt fríðleiksfólk. Voru þeir synir hans, en bræður Ingibjargar, Jón og Gfsli, manna mestir á velli og karlmannlegir, einkum þó Gísli. Var og alment nefndur Stóri Gísli. Ingibjörg var gift Þ o r v a r ð i G í s 1 a s y n i, sem er enn á lífi, 75 ára gamall. Bjuggu þau hjón lengst- um á Fagurhólsmýri f Oræfum og þótti heimili þeirra fyrirmynd í um- gengni allri og híbýlaprýði, enda Þor- varður talinn með hinum fremri bænd- þar í sveit. Var Inngibjörg orðlögð snyrtikona og umsýslusöm. Munu Oræfingar lengi minnast þessara sæmd- arhjóna með vinarþeli og barna þeirra, sem öll eru hin mannvænlegustu. Eru nú allmörg ár, síðan þau Þorvarður brugðu búi, og hafa síðan dvalist með börnum sínum, Gísla og Stefáni; 2—3 síðustu árin hjá Stefaníu. Börn þelrra hjóna eru þessi: G í s 1 i, óðalsbóndi í Papey við Djúpa- vog; kvæntur Margróti (f 1910) Gunnarsdóttur frá Flögu í Skaftár-, tungu, síðar Jóhönnu systur Mar- grétar. Stefanía, gift Ólafi verzlunar- stjóra Davíðssyni, nú á ísaflrði, J ó r u n n , gift Magnúsi Jónssyni, áður bónda í Hofsnesi í Öræfum, nú f Vestúrheimi. J ó h a n n a Gróa, ógift. Matthildur, gift Bjarna Sveins- syni frá Hofi í Öræfum, nú í Vestur- heimi. P. Um síðastliðin áramót dóu á Löngu- mýri á Skeiðum bóndinn þar, Þ ó r ð u r Pálsson og gömul kona, G u ð r ú n Ólafsdóttir. Þórður var fæddur á Löngumýri 2. nóv. 1884. Faðir hans var Páll bóndi Þórðarson, er lengi bjó þar, og lézt þar árið 1910, merkisbóndi á sinni tíð. Arið 1907 brá hann búi og tók Þórð- ur heitinn þá við búsforráðum af hon- um og kvæntist Stefaníu Stefánsdóttur, er lifir har,n. Eignuðust þau 3 börn, er öll lifa föður sinn. Þórður heitinn andaðist úr brjóstveiki 3. jan. síðastl. þrítugur að aldri. Þau fáu ár, er hann bjó, bætti hann og prýddi jörð sína, er hann hafði tekið að erfðum eftir föður sinn; meðal annars bygði hann þar laglegt timburhús. Hann var sér- legur snyrtimaður, myndarbóndi og dugnaðarmaður; og drengur var hann hinn bezti. Nýlega hafði hann verið kosinn í sóknarnefnd. Yfirleitt var hann mjög vel metinn af sveitungum sínum. Að honum er því mikill mann- skaði. Guðrún var ættuð frá Hvammi á Landi, en fór þaðan á barnsaldri, fyrst að Vindási og síðan að Austvarðsholti, sem hvorttveggja er einnig í Landsveit, en síðan var hún nokkur ár í Odda og Oddból á Rangárvöllum. Þaðan fór hún að Löngumýri til Páls bónda, sem fyr var nefndur, og var hún þá komin yfir fimtugt. Var hún síðan bústýra hjá honum meðan hann bjó, og leysti það ágætlega af hendi. En síðan var hún þar áfram hjá Þórði sál. þar til hún lézt 22. des. síðastl., 84 ára gömul. Var hún þannig með honum alla æfi hans og reyndist honum sem bezta móðir. Hún giftist aldrei, né eignað- ist börn. Hún þótti í hvívetna ein- hver hin mesta sæmdar- og gæðakona. Simskeyti frá Central News. London 14. apríl 1915 kl. 10. París: Rólegt á mestum hluta herlínunnar. Allar unnar stöðvar styrktar. Franskir flugmenn skutu á herskýli við Vigneultes, Woewre. Petroqrad: Rússar hafa sótt fram við Ondava ána, fyrir sunnan Stropka; hafa telcið fleiri hæðir í Karpatafjöll- um. Tóku 2700 manns höndum við Uszok. Áhlaupum Austurríkis- manna í Bukowina hrundið. Kaupmannahöjn: Flugmenn banda- manna hafa kastað sprengikúlum á Hamborg. Kom upp eldur í her- mannaskálunum. London, 15. april. Zeppelinsloftfar flaug yfir Blyth, nálægt Newcastle í nótt. Varpaði sprengikúlum á nokkur þorp, en urðu engum að bana. Skaði litill. Bardagar hafa byrjað aftur við Kurna hjá Efratfljóti. 18000 Tyrkir og Arabar voru reknir til baka. 300 Tyrkir og 18 foringjar voru teknir höndum. P a r i s: Framsókn nokkur í Mont- martre-skógi; öllum áhlaupum Þjóð- verja hrundið. Petrograd: Enn nokkur fram- sókn í Uszokhéraðinu. Áhlaupum Austurríkismanna í Bukovina hrund- ið. Annarsstaðar alt kyrt. í»orst. Þorsteinsson yfirdómslögm. Austuntrati j. Heima kl. 2—3. Sími 435. Lítið brúkuð skilvinda er til sölu með góðu verði á Frakkastíg 9 í Reykjavík. Fræsölu gegnir, eins og að undanförnu, Raqnheiður Jensdóttir, Laufásvegi 13. Fermingarfðt, Stcersta og ódýrasta mvalið, vel sniðin, ftd- pangur vandaður, efnið framúrskarandi! áífþ Verð frá kr. 15 00 upp í kr. 27.00. BRAUNS VERZLUN, Aðalstræti 9. (JtMtRáL PÚHPOSE VARNISH wtw 0 OíASOOl Distempe Sissons' ENEPALplJRPOSE \Arnish Þetta lakk (gljá- j kvoða) er með lágn 1 verði en að haldi og útliti er það frekast sem lakk getar orð- ið. Það springur j ekki í sterkasta sólarhita né í harð- asta frosti, og i jafn gljáandi i rign- i ingn sem í þnrrn veðri. Það er hald- gott og fljótlegt að þvo og jafn hentngt utanhúss sem innan. HaH’s' Disfemper & General Purpose Varnish að (eins búiðitil hjá: SISSONS BROTHERS & Co. LTD., Hull & London. Um- boðsmann okkar, hr. Kr. 0. Skagfjörð, verður væntanlega að hitta i Reykjavik i lok april, dvelur þar um stund, fer svo umhverfis landið og verður síðarmeir á Patreksfirði, hann lætur i té fnllar upplýsingar. BER SEM GULL AF EIR AF ÖLLUM VEGGJAFÖRFUM. — Að fegurð - af þvi að hús- gögn og myndir koma evo greini- lega fram við hið hreinlega & hlýlega útlit hans. Að hnldi - af þvi að hann setur grjóti-harða húð á vegg- ina og þá má hreinsa með þvi að þvo léttilega úr volgu vatni. Að hreinlæti - af þvi að hann drepnr allar bakterinr og skaðieg skordýr. Borinn á með breiðum pensli, sérstaklega þar til gerðum. — Sparar 40°/0 af vinnukostn., miðað við oHufarfa. TJímanak Í915 ftjrir tsíenzha fiskitnenn fsesf fjjá bóksöíum. Sfafsefninqar- orðbók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. • Koirungl. hirð-verksmiðja Bræðurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri ogr Vanllle. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.