Ísafold - 08.05.1915, Síða 1

Ísafold - 08.05.1915, Síða 1
 Kemur út tvisvar í viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/8 dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaöið. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. mai 1915- 33. tölublað AlþýönfóLbókaaafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgar8tjóraskrifstofan opin yirka daga 11—8 og 6—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bœjargjaldkerinn Laafásv. 6 kl. 12—8 og > íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 fbd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* slbd. Landakotskirkja. GnT'sþj. 9 og 6. á hel. x» Landakotsspitali f. sjákravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, 61/*—8l/t. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin frá ?2-2 Landsfóhirbir 10—2 og 6—6. Landaskjalasafnió hvern virkan dag kl. 12 • 2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka dttga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrngripasafnib opió l1/*—21/* á snnnr 1. Pósthúsió opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrá6s8brifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælió. Heimsóknartimi 12—1 Þjóómenjasafnió opib sd., þd. fmd. 12—2, Fyrir hönd systra og annara vanda- manna Guðjóns sál. Sigurðssonar úr- smiðs þakka eg innilega öllum hinum mörgu sem á ýmsan hátt hafa sýnt hluttekning við fráfallog jarðarförhans. P. t. Reykjavik, 7. maí 1915 * Vigfus Bergsteinsson frá Brúnum. í»orst. í»orsteinsson yfirdömslögm. Miðitrati 4 uppi. Heima kl. 2— 3 og 7—8. Sími 515. Stjórnarskrármálið og alþingi Ut af ýmsum kviksögum, sem ganga hér um bæinn, vill ísafold skýra frá því, að hún getur fullyrt, að það er ekki ásetningur ráðherra Einars Arnórssonar að staðfesta stjórnarskrána, án þess að fulltriiar þjóðarinnar h.ifi áður átf kost á að kynna sér málið til fullnaðar, og segja álit sitt um það. Yfirlýsing. Út af yfirlýsingu 7 alþm. í Ingólfi 7. þ. m. um að vér höfum lýst því yfir við þá, að samningagrundvöllur sá, sem vér höfðum meðferðis, full- nægði eigi fyrirvara alþingis, þá skul- um vér undirritaðir taka það fram, að þessi utnmæli vor eru slitin lit lir samhengi og annarra ummæla vorra, er vér höfðum i þessu sam- bar.di, ekki getið. Skýrsla þessi gef- ur því ranga hugmynd um ummæli vor og álit. Vér getum ekki annað en látið í ljósi undrun vora yfir £ví, að svo merkir menn skuli gefa þannig lag- aða skýrslu, sem hlýtor að gefa al- menningi ranga hugmynd og felur f sér beina blekkingu. Nánar get- um vér ekki skýrt þetta mál að sinni vegna þagnarskyldu vorrar. Á öðrum stað í sama blaði stend ur þessi klausa: »Eftir bréfum frá Khöfn er það sannfrétt, að konungsgestirnir hafi sjálfir beðist eftir, að tilboð Dana væri leyndarmál. Þeir vildu geta bnndið hendur mótstöðumanna sinna með þögninni, meðan þeir væri að afla sér fylgis*. Þetta eru bein ósannindi, sem enginn fótur er fyrir, heldur einmitt hið gagnstæða. »Sannfréttin« sem blaðið getur um, hlýtur að vera tilbúin sem vitanleg ósannindi. Reykjavík 8. maí 1915. Einar Arnórsson. Sveinn Bjórnsson. Hvað það snertir hvort fyrirvar- anum væri fullnægt eða ekki talaði eg fátt og þarf því ekki að taka neitt sérstaklega fram um það fyrir mitt leyti. Um bitt er mér full- kunnugt, að því fer fjarri að nokkur okkar hafi óskað eftir því að tilboðin væru leyndarmál. Guðm. Hannesson. Fólkið á Lundarbrekku. Mér hefir borist 2j kr. qjöj til Heilsuhalisins >ýrá fólkinu á Lundar- brékku* í Bárðardal. Gjöfinni fylgdu þau ein ummæli, að því þætti gott að fá að vita að húu kæmist til skila. Eg kann Lundarbrekku-fólkinu alúðarþökk fyrir gjöfiua. Og svo mörg eru þau heimili á landi hér, sem vel gatu gefið 25 kr. í þjóðarþarfir, að ef þau létu sér þetta dæmi verða nú í ár i þetta eina sinni, þá myndi sá fjárfengur nægja til þess, ef landið tekur að sér reksturinn að Heilsuhalisýélugið gati í samfleytt fimtn ár (1916—1920' borgað alt meðlagið (álíka hátt og nú' fyrir alla bágstadda sjúklinga, svo marga sem Hælið rúmar. Þá myndi víst líka öllum framtíðarkvíða létta af þjóðinni, því að þá myndi henni skiljast að hún getur miklu meira en hún heldur, að alt tekst sem al- þjóð vill. Þegar ilt árferði kreppir að öllum, þá er óhætt að segja að brjóstum- kennanlegastir eru þeir brjóstveiku, því öll lífsvon þeirra er í Hælinu, en fátæktin bannar þeim björgunina. Þó býst eg við að enginn fáist ti að trúa þvi, að fólkið á öllum hin- um bæjunum muni nú fara að dæmi fólksins á Lundarbrekku, »það er eins og hver önnur fjarstæða*, munu menn segja. En eg get ekki að því gert, sjálfur trúi eg á þessa fjarstæðu og ekki beint út í bláinn, heldur af þeim ástæðum, sem eg nú vík að: Við íslendingar höfum í margar aldir lifað í blindri þjóðtrú á alvalda örlaganorn, sem við höfum kallað >lslands óhamingju«, og það hefir býsna lengi verið íslenzkur barnalær- dómur að »íslands óhamingju verði alt að vopni«. Samt er nú svo komið, að margir íafa kastað þessum átrúnaði á óham- ingjuna og tekið upp nýjan átrúnað á ihamingju Islandst. Og það er íverju orði sannara, að eg hefi heyrt margan mann ympra á þvi i vetur, að hér sé ekkert að gera við ískyggi- egustu ófriðarvandkvæðunum, við verðum bara að treysta á hamingj- una, og hún muni sjá um alt — aamingja Islands — sú heilladis, og óþarfi fynr neinn að hugsa um ann- að eu sjálfan sig. Þessi nýja ham- ingjutrú elur upp í mönnum eigin- girni og fyrirhyggjuleysi, alveg eins og gamla óhnmingjutrúin. Það sjá jafnt skygnir sem óskygn- ir, að þesssar tvær örlaganornir, sú gamla og sú nýja, ganga ljósum logum í orðum manna og — að- gerðarleysi. Og þó eru þær báðar á fallanda fæti — því Heiisuhælið og síðan Eimskipafélagið bera þess ljósan vott, að nú erum við loksins ofur- hægt að smámjakast í skiining um það, að hamingja Islands er engin Urð, Verðandi eða Skuld, er ekkert annað en pjóðrakni Islendinga. En sönn pjóðrakni er blátt áfram sjdlfsafneitun — til hagsmuna fyrir land og lýð; hún lýsir sér ekki í stóryrðum og stærilæti og stífni upp á réttinn sinn, heldur á þann hægláta hátt, að menn taka að haga sér við ættjörð sfna eins og góð börn við gamla móður, skerða sina eigin hagsmuni henni í vil, til heilla fyrir land og lýð, langt fram yfir lagaskylduna, af frjálsum vilja, ýmist með fjárframlögum eða vinnu, sem ekkert gefur af sér. Þessi sending frá fólkinu á Lund- arbrekku styrkir mig í trúnni á upp- risu íslenzkrar þjóðrækni — trúnni á íslands einu sönnu hamingju. »Fjarstæðurnar okkar í dag verða feginsráð á morgun*, sagði einn franskur spekimaður. Og nú gerist margt á hverjum næturfresti. Það er trúa min, að vel geti svo farið á þessu ári, að þjóðræknin brjótist til valda á öllum íslenzkum heimilum og kunni þá að segja til sín á líkan hátt og á Lundarbrekku í Bárðardal. Sú trú er fjarstæða i dag — það »vita allirc, en hvort hún verður fjarstæða að ári um þetta leyti — það veit enginn. Sjáum til. Það var dæmalaust fallega gert af fólkinu á Lundar- brekku að hugsa til Heilsuhælisins og senda því þessa heimilisgjöf, pví mun enginn neita; pað er enginn fjarstæða. Nú er eg að vona að fólkið á öllum hinutn bæjunum geri þjóðinni þvílíkan dæmalaust fallegan greiða. Þá er nóg sagt. G. Bjornsson. Ráðherra Einar Arnórsson verður daglega til viðtals í stjórnarráðinu frá. kl. I—V Að Hkindum siglir hann á kon- ungsfund um miðjan mánuðinn með frumvörp stjórnarinnar og til þess ennfremur að koma uppástungum þeim, er þrímenningarnir fluttu til lausnar stjórnarskrárdeilunni — i endanlegan búning. Fyrirvarinn og stjórnarskrárstaðfestingin. Herr.r ritstjóril Þar sem eg hefi áður komið nokk- uð við »fyrirvaramálið«, sem nú um hrið hefir verið á dagskrá í landinu, og með því líka, að eg hefi dálitið sérstaka aðstöðu í því, eins og mál- inu er nú komið, vil eg leyfa mér að leggja r okkur orð í belg umræð- anna. Að vísu munu þeir, sem lesið hafa greinar þær, er eg skrifaði í »Ingólf« i fyrra um þetla mál, fara nærri um skoðun mina í þessu efni. Og sjálfstæðismönnum í Reykjavik er hún kunn af umræðum þeim, er fram hafa farið á félagsfundum í vetur, síðan er atburðirnir gerðust 30. nóv. síðastl. En nú, er »lausnc málsins ef til vill stendur fyrir dyr- um, er bæði rétt og skylt, að þeir, er nokkuð hafa komið héc nærri, láti uppi álit sitt fyrir öllum lands- mönnum, hvernig sem það annars kann að vera. Frjálsar umræður eru hentastar öllum mikilsvarðandi málum. — Til síðustu kosninga gekk Sjálf- stæðisflokkurinn undir »andlegri« forustu Einars Arnórssonarprófessors, núverandi ráðherra, er þá bauð sig fram til þingmensku í fyrsta skifti, í Árnessýslu. Út af þeim formála, sem konungsvaldið hafði haft í rik- isráði 20. okt. 1913, um væntanlega staðfesting stjórnarskrárbreytingarinn- ar, hafði Einar, eins og kunnugt er, komið fram með þá kenningu, að peitn fortrála yrði undir öllum atvik- um að afstýra, þ. e. með honum mætti ekki ganga að staðfestingunni, ef landsréltindum vorum ætti að vera borgið. Meiri hluti Sjálfstæðisflokks- ius hallaðist að þessari skoðun með Einari, þótt nokkrum (þar á meðal mér) fyndist helzti djúpt tekið í ár- inni hjá honum að ýmsu leyti, því að málinu væri ekki að eins hægt, heldur og ætti að bjarga, prátt ýyrir konungsformálann; að gera það væri kleift með nægilega öruggum ýyrir- vara af hálfu þingsins, er trygði það, að landsréttindin yrðu að engu skert, þótt tekið yrði við staðfestingunni. — í þingbyrjun 1914 kom fram sú yfirlýsing frá þáverandi ráðherra (svo sem liklega af hálfu konungsvalds- ins), að hin umþráttuðu ummæli um »óbreytileikann«, sem opna bréf- ið frá 20. oktbr. 19x3 gat um að fylgja ætti konungsúrskurðinum um flutning íslandsmála framvegis i rík- isráðinu, — þau ættu ekki að standa i þeim úrskurði, eins og menn höfðu áður alment ætlað, heldur ætlaði kon- ungur að eins að gefa út auglýsingu þar um, til Dana. Með petta fyrir augum þóttust sjálfstæðismenn á al- þingi geta farið fyrirvaraleiðina, og vita menn, að nærri allur þingheim- ur sameinaðist um fyrirvara þann, er afgreiddur var og nú er alkunnur orðinn. Einar Arnórsson, er ráðið hafði stefnu flokksins við kosningarnar — hversu heppileg eða óheppileg sem hún var, þá náði flokkurinn meiri hluta valdi með henni —, íann var framsögumaður stjórnar- skrármálsins á þingi og samdi fyrir- varann (vitanlega í samráði við ýmsa aðra). Þótt Einar Arnósson væri nýr af nálinni á þingi, þá er þó gefið, eftir rétt skildum stjórnmálareglum, að hontim átti flokkurinn að skipa að ara með stjórnarskrármálið og fyrir- varann á konungsfund, sem ráðherra; honum bar nú, með framkvæmd fyrirvarans, að leysa þann hnút, er hann hafði sjálfur riðið, og standa eða falla með þeirri lausu. Að sínu leyti var líkt ástatt hjá flokknum nú eins og 1909 — þá átti Skúli Thor- oddsen að verða ráðherra, ef rélt »pólitik« hefði ráðið, hvernig sem það hefði blessast. En þá varð ann- ar það eins og nú. Það er sannast að segja, að það kom flatt upp á alla, er Sig. Eggerz varð ráðherra. Hann hafði enga stjórnmálafortíð, er réttmætt gæti það val, enda mun það alt hafa verið tilviljun, er stjórnaðist af ýmsum atvikum, sem þessu atriði átti að vera óviðkomandi. Að pessu leyti verður þetta ekki borið saman við það, sem gerðist 1909, því að Björn fónsson var alþektur stjórr.málafor- kólfur. Og rétt afleiðing þingræð- isreglunnar er það, að þeir — for- kólfarnir — verði ráðherrar, og aðrir ekki, meðan til vinst. Þess bar Sjálf- stæðisflokknum, sem þingræðisflokki, einnig að sjálfsögðu að gæta, og skal eg fyrir mitt leyti játa það, að mér stendur nákvæmlega á sama, hvað maðurinn heitir (hvort heldur Einar, Sveinn eða Björn o. s. frv.) og á »góðmenskuna« lít eg heldur ekki afskaplega, að m. k. ekki fyrirfram, með því að eg tel líklegast, að mað- urinn sýni sig þá fyrst óhæfan til starfans, er hann hefir fengið að spreyta sig við hann, með öðrum orðum: Standi eða falli á sínum eig- in verkum. Þar sem nú fyrir ráðherrakjöri síðasta þings varð maður, sem að skoðun margra í raun réttri er eng- inn sijórnmálamaður — þetta er ekki sagt Sigurði Eggerz til miska —, einmitt á viðsjártíma í stjórnmálum vorum, gengu kunnugir þegar út frá því sem alveg gefnu, að hvorki ráð- herrastörf hans né ráðheriatíð myndi verða til frambúðar. Sú hefir og eðlilega raunin á orðið. Stjórnarskráin og fánamálið »strandaði« í ríkisráð- inu og Sig. Eggerz varð að segja af sér ráðherraembætti. Þarf ekki að rekja það mál, sem öllum er kunnugt. Hversu Einar Arnórsson, er nú tekur við af Sigurði, reynist í ráð- herrastöðunni, veit enginn. En eng- inn getur neitað þvl, að mörg skil- yrði hefir hann til þess að verða nýtur, og málsvari íslendinga, hinn lærðasti, er vér eigum, hefir hann um hríð verið gegn Dönum. Við það er ekkert athugavert, að hann tekst þetta á hendur milli þinga. Hinn gat ekki haldið áfram — og aðeins rúmur mánuður til þings, svo að ekki er hundrað i hættu, ef það vill þá gera honum önnur skil. Tið ráðherraskifti eru að sönnu ekki

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.