Ísafold


Ísafold - 08.05.1915, Qupperneq 2

Ísafold - 08.05.1915, Qupperneq 2
2 IS AFOLD heppileg, en stundum geta þau verið nauðsynleg. Sem eðlilegt er, þykir mörgum súrt í brotið, ej dugandi maður er ráðherra, að hann sé rifinn frá áríðaudi störfum, og sumir sjá í kostnaðinn. £n ekki ætti eftirlauna- spurningin að koma til greina nú, þar sem jrájarandi ráðherra hefir, að sögn, skuldbundið sig gagnvart fiokki sínum, að taka ekki ejtirlaun. Hins vegar er ekki nema mannlegt, þótt sá sé gramur, er frá fer, ef Jumn þykist eiga að sitja lengur! — Það hefir nú verið mfn skoðun frá upphafi þessa máls, að >auglýs- ing< sú hin alræmda, er konungur vildi gefa út og Sigurður hnaut á, hafi ekki á nokkurn hátt getað orð- ið þess megnug að skaða oss eða landsréttindi vor. Hún hefði i raun rétfri orðið markleysa ein (fyrir báða aðilja), er engan veginn gat bundið oss. Dönsk auglýsing, gefin út af konungi Dana til þeirra, á ábyrgð dansks ráðherra, getur ekki bundið sérmál vor. Það ætti hverju barn- íbu að vera augljóst. S. E. ráðherra hefði því vel getað bjargað málun- um úr ríkisráðsófærunni — eða hefði átt að geta það — með því einu að mótmæla formlega gildi þessarar auglýsingar fyrir oss, en að öðru leyti að taka við staðfesting- uuni, par sem konungurinn orðrétt gekk inn á meginatriði Jyrirvarans. Það er rett, sem mjög hefir verið vitnað í upp á siðkastið, að þing- menn Sjálfstæðisflokksins (meiri hlutans) hafa gefið þá yfirlýsingu, að þeir féllist á það, sem Sig. Eggerz hafði flutt fram í ríkisráði, að fyrir- vari þingsins ætti að ná út yfir þessa auglýsingu (d: fyrirvaranum væri ekki fulinægt, nema hún yrði eigi út gefin). En samt sem áður liggja ýms rök til þess að ætia, að þetta hafi að m. k. ekki verið tilætlun nærri allra þingmanna. Og jafnvel S. E. ráðherra er í vafa, að því er virðist, er til Hafnar kemur — sím- ar því til flokks síns hér heima og spyr hann ráða. Fyrirvari alþingis verður skýrður á fleiri vegu en einn; hann á að því leyti sammerkt við bibliuna: þar fær hver sitt! Síðan alþingi í fyrra, og einkum síðan 30. nóv. s. 1., hefir málið verið skýringarmál að- eins, skilningur á fyrirvaranum, hvað hann leyfði og hvað ekki. Og ann- að getur það ekki orðið framvegis. Þegar til þessa er litið er auðsætt, á hve tryggri undirstöðu reist muni hjalið um landráð og landsdóm 1 Eitt er víst: Þegar orðum fyrir- varans sleppir, verður aldrei fengið út úr honum neitt það, sem gagn- stætt er eðli hans. Orð hans krefj- ast þess t. d. ekki, að ákveðin {»positivi) yfirlýsing fáist af hálfu Dana um það, að uppburður mála vorra fyrir konungi sé sérmál. Og eðli hans er slík krafa ekki sam- kvæm. Fyrirvari (eða varnagli) er til þess gerður, að sporna við ein- hverju, er menn hyggja, að verði afleiðingar annars atriðis; hann er eftir eðli sínu aðeins fyrirbyggjandi, getur ekki verið annað. Það var og áreiðanlega tilætlunin með alþingis- fyrirvaranum. Náist sú lausn máls- ins, að vér jáum stjórnarskrána, án pess landsréttindi vor saki, og að alt verði að öðru leyti óútkljáð um pratu- málin í sambandinu, eins og pað er nú, pá er jyrirvaranum fullnœgt, eins og alpingi œtlaðist til. Nú hefir heyrst, að slík væri lausn sú, er þrimenningarnir hefðu kom- ist að með konungi. Sjálfur fyrir- varahöfundurinn, Einar Arnórsson, er næstur ætti að standa til skýringa á fyrirvaranum, er þar með. Gefur það að skilja, eftir aðstöðu minni til málsins áður, að eg muni hallast að þeim málalyktum. Og ef ásteyt- ingarsteinn annara sjáljstaðismanna, »auglýsingin«, hverjur nú líka úr sögunni, þá fæ eg ekki skilið, hvern- ig þeir geta »forsvarað« að hlíta ckki slíkri lausn. Mér hefir altaf fundist það vera hið sjálfsagðasta af öllu sjálfsögðu, að Sjáljstaðisflokkur- inn leysti þetta mál, því að af hans völdnm var það óneitanlega hnept í dróma. Bjóst eg við, að hann mundi bera gæfu til að halda saman, taka fegins hendi þeim lyktum, er sæmilegar væru og ráða þannig fram ár vandræðunum. Betur að það gæti orðið, þótt ekki horfi sem álitlegast nú I En við þá menn, ef nokkrir væru, sem ekki vilja neina lausn á málínu, verður auðvitað ekki átt. Stjórnmálastefna þeirra, er skilnað landanna hafa að takmarki, hlýtur að vera sú, 1. að gera enga samn- inga við Dani um sambandið, nema því aðeins, að þeir viðurkenni ótví- rætt fullveldi vort, — og 2. að koma jram öllum málum vorum, hvað svo sem Danir segja, án þess réttindi vor raskist. Hér er um þetta hið síðara að ræða. Ef óleys- anlegt klandur kemur upp í því, þá eiga þeir, sem fyrir því standa, að vera viðbúnir að framkvæma skiln- að. Eru leiðtogar vorir það? Ef svo er, þá mun eg síztur manna hafa á móti slíkri »úrlausn« ! En að hrekjast ajtur á bak, úr einni ófærunni í aðra, — frá því leiði eg minn hest. G. Sv. Athugasemd. Það þarf naum- ast að taka það fram, að ísafold lít- ur alt öðrum augum á dönsku aug- lýsinguna en hr. Gísli Sveinsson, og getur með engu móti fallist á röksemdafærslu hans í því efni. En vér teljum hinsvegar óþarft að fara frekara út í þá sálma, þar sem skoð- un ísafoldar hefir verið svo marg oft lýst áður hér í blaðinu. Ritstj. y Útflutningsbann á kolum frá Englandi? Fiskifélag ísJands fekk í gær svo- hljóðandi símskeyti frá erindreka sinum i Liverpool, hr. Matthíasi Þórðarsyni: Liverpool 7. mai. Talið líklegt að bannaður verði útflutningur á kolum 13. mai, en leyfi veitt til útflutnings. Hveiti hækkar i verði. Bezta tegund af !þorskhrognum er nú 38 kr. i Bergen. Símfregnir. Akureyri í gær. Bátur ferst. Hérna um daginn fórst bátur á Skjálfandaflóa. Voru á honum tveir menn, Jón Hrólfur Jónsson frá Flatey og stúlka nokkur. Lögðu þau af stað úr Fjörðum og ætiuðu að róa út í Fiatey, en það er all- löng leið. Síðan hefir ekkert til þeirra spurst, en báturinn fanst rek- inn á land, mannlaus. Frá Furðuströndum. Ljóssýnir. Haustið 1912 vígðist eg til Desjar- mýrarprestakalls í Norðurmúlasýslu og fór þegar austur til Borgarfjarðar að aflokinni vígslunni. Leigði þá um veturinn á Bakkagerði í húsi því, er Oddi nefnist, eign Þorsteins M. kennara Jónssonar. Seint um haust- ið réðst unglingsmaður, Þórarinn Páll að nafni, sonur Sveins bónda Pálssonar á Dallandi í Húsavík, á unglingaskólann á Bakkagerði. Hann var mesti efnismaður, hneigður til skáldskapar, óvenju hraustbygður og karlmenni mikið. Góður drengur var hann, vel þenkjandi og brenn- andi af framfaralöngun, vandaður og vinsæll af öllum þeim, er honum kyntust. Hann hafði fæði i húsi Þorsteins kennara og las þar öllum stundum, sem hann var ekki í skól- anum, en svaf í húsi því, er Bjarg nefnist, eign Hannesar Sigurðssonar hreppstjóra, sem var hið næsta þeim megin götunnar, svo sem rúma 30 metra frá húsi Þorsteins kennara. Sunnudaginn 9. febrúar gekk Þór- arinn þessi inn í Goodtemplararegl- una á Bakkagerði, að líkindum mest fyrir áhrif Þorsteins kennara, sem er öflugur styrktarmaður bindindis- málsins. Var hann þó í nokkrum efa um það áður, hvort hann ætti að ganga í stúku; áleit þess ekki þörf, þar sem hann aldrei hafði bragðað áfengi, en þótti þó hins- vegar rétt af sér að styrkja góðan félagsskap. Að kvöldi þess sama dags, um kl. 10, fór hann eins og hann var vanur einsamall til hvilu sinnar út í Hannesarhús. Var þá veður gott, en dimt af nóttu, því tungls naut ekki. Sagði hann þá, er hann kom í Hann- esarhús, að þegar hann hefði komið ofan á brautina niður af Þorsteins- húsi, hafi hann séð undurskært ljós fyrir augum sér í nokkur augnablik. Þótti honum það ólíkt öllum þeim ljósum, er hann hingað til hafði séð, og taldi það víst, að það hefði eigi getað komið frá neinum næstu hús- um og væri hvorki skrugguljós né hræfareldur eða neitt annað ljós, er hann gæti skilið af hverju kæmi. — Daginn eftir sagði hann mér frá inn- töku sinni í Regluna og mintist þá jafnframt á ijóssýn þessa, sem hann kvaðst ekkert skilja í. Ræddum við um það lítið eitt einslega og heyrð- ist mér þá helzt á honum sem hann álfta það yfirnáttúilegan fyrirburð, er mundi boða sér eitthvað. Var hann þó að allra dómi, er til hans þektu, alveg laus við það, er hjátrú kall- ast, og alls eigi myrkfælinn. Sunnudaginn 16. febrúar var svo aftur haldinn fundur í stúkunni. Hélt Þórarinn þá fyrstu tölu sína, lýsti ljóssýn sinni inntökukvöldið ogkvaðst nú skilja þýðingu hennar. Taldi hana fagran fyrirboða þess, að hann væri nú korninh í góðan félagsskap og lýsti því yfir í áheyrn fundnrtnanna, að hann einsetti sér að vinna Good- templarareglunni alt það gagn, sem hann framast megni. A fundi þess- um gaf hann félaginu peningagjöf, eigi all-litla, og á næstu fundum á eftir flutti hann tölur, laglegar af viðvaningi, og sýndi með því að honum var alvara með að verða nýt- ur starfsmaður félagsins, ef honum hefði orðið lengra aldurs auðið. En það sannaðist hér, sem fyr, »að eigi er líf lengra en léð er«. Að kvöldi þess 3. marz, kl. á n. tímanum, gekk Þórarinn Sveinsson hraustur og kátur út úr Þorsteins- húsinu og ætlaði enn sem fyr til hvílu sinnar í Hannesarhúsið, en hann kom eigi þangað um kvöldið. Var pví enginn gaumur gefinn þaðan, því hann hafði stundum komið seint í háttinn og eigi allsjaldan sofið í Þorsteinshúsinu, er vont var veður. En kl. á 12. tímanum þessa sömu nótt sá gömul ekkja á Bakkagerði* Anna Hallgrímsdóttir frá Nj.irðvík, einkennilegan Ijósglampa leggja inn í herbergi sitt, þar sem hún lá glað- vakandi í rúminu. Leit hún þá út og virtist henni það stafa frá ljós- hnetti skærum á götunni niður af Þorsteinshúsi. Voru þá allir aðrir í fasta svefni í þorpinu. Anna var þá stödd í húsi þvi, er nefnist Sval- barð utarlega í þorpinu og gat þvi tæplega séð ljós á götunni nema það bæri hátt yfir jörðu. Er hún kona guðhrædd og greind og talin sérlega vönduð og sannorð. Sagði hún strax um morguninn frá því er fyrir hana hafði borið um nóttina. Onnur kona greind og trúverðug í þorpinu, Jónina Hjörleyfsdóttir að nafni, sagði einnig frá slíkri ljóssýn, er hún hafði séð nokkru fyr þetta sama kvöld á sömu stöðvum. En þenna morgun fanst Þórarinn Sveinsson örendur á götunni, ná- kvæmlega á sama stað, er hann hafði séð ljósið sjálfur fyrir réttum þremur vikum og þær konurn- ar sáu sín ljós. Hafði hann orðið bráðkvaddur, er hann gekk út um kvöldið. Þóttust menn þá sjá, hvað ljósin á götunni hefðu boðað. Var nú helzt búist við þvi, að Þórarinn heitinn yrði jarðsettur i Húsavík, því þar var bæði faðir hans búsettur og svo hafði móðir hans verið jörðuð þar og fleiri skyld menni, en fyrir sérstök atvik varð samt ekki af þvi. Var hann jarð- sunginn i Desjarmýrarkirkjugarði n. marz að viðstöddum fjölda fólks. Hélt Þorsteinn M. kennari Jónsson húskveðju i skólahúsinu, einkar lag- lega, en eg líkræðu í kirkjunni. Daginn áður hafði gröf hans verið tekin í kirkjugarðinum, kom þá enn ný ljóssýn til sögunnar, er fólkið á Desjarmýri þóttist þá fyrst sjá hvað hefði merkt. Seint í septemberm. haustið 1912 var Guðrún Högnadóttir, kona Jóns Þorsteinssonar bónda á Desjarmýri, á gangi meðfram kirkjugarðinum að kvöldi dags. Var þá að eins lítið eitt farið að skyggja. Henni varð litið til kirkjugarðsins og sá hún þá tvö ljós nálega í miðjum garðinum ; annað stórt og skært, en hitt minna til hliðar við stóra ljósið. Virtist henni þau bæði vera sem ljóskúlur, er báru lítið eitt yfir jörðu. Horfði hún á þau góðan tíma og sá að þau gátu ekki verið náttúrleg ljós. Flýtti hún sér þá inn, en leit þó við áður en hún gekk inn í bæjar- dyrnar; en þá voru þau horfin. Sagði hún þá manni sínum og öðru heimafólki frá þvi og bar því öllu saman um, að það hafi verið vand- lega á sama stað og gröf Þórarins heitins var tekin, að stærra ljósið bar yfir. Sama daginn og Þórarinn Sveins- son dó, fæddist andvana meybarn á Bakkagerði. Kom faðir þess til mín kvöldið áður en Þórarinn var jarð- aður og bað mig að jarðsyngja barn- ið seinna í vikunni. Taldi eg hann þá á, að láta jarða það með liki Þórarins heitins, þvi eg vissi að hann hafði verið stakur barnavinur í lífinu. Fór það og í sömu gröf og hann á þeim stað, er Guðrún sá litla ljósið bera yfir, er var til hliðar við hið stóra. Nokkrum dögum eftir jarðarför þessa vitjaði eg móður barnsins (Bjargar Ásgrímsdóttur að nafni). Sagði hún mér þá frá einkennilegri draumsýn er fyrir hana hafði borið, skömmu áður en hún ói barnið. Það bar til litlu fyrir hádegisbilið 21. febr. að mikill svefn sótti á hana venju fremur. Lagði hún sig þá út af á legubekk undir glugga á austur- hlið hússins hennar. Varla var henni horfið minni, er hún þóttist líta út um gluggann suður til kirkjunnar,. sem veit rétt við og er örfáa faðma frá húsi hennar. Sér hún þá geisfa- vönda tvo stafa út um kirkjuglugg- ann að sunnan verðu, og teigja sig i áttina austur að Desjarmýri. Þóttist hún sjá að þeir stöfuðu frá tveimur Ijósum eða ljósgjöfum i kirkjunni sjálfri, öðrum stærri, en öðrum minni. Hún lá þá á sæng, er barn- ið hennar var jarðað, en gat aðeins litið út um gluggann, er farið var með kisturnar frá kirkjunni. Sá hún þá að farið var með þær nákvæm- legasömu leið oggeislavendirnirhöfðu tilvísað í draumsjóninni. Fanst henni það einskonar hugfróun í söknuði sínum, er hún horfði á eftir líki andvana barnsins síns er það hvarf burtu frá henni, eftir þessari áður lýstu ljóssins braut. Vigjús I. Sigurðsson. Um „ljóssýnirnar4'. Presturinn á Desjarmýri, síra Vig- fús I. Sigurðsson, sendi hingað suð- ur grein þá um »ljóssýnir«, er ísa- fold flytur í dag. Ætlaðist hann tii að hún kæmist á prent, og bað um að hún væri mér sýnd. Eg tel hana vel þess verða, að hún komi- fyrir almenningssjónir, og ritsjóiinn hefir sýnt þá velvild, að taka hana í blaðið. Því miður eigum vér enn ekki neitt tímarit, er sérstaklega flytji ritgerðir um athuganir á slík- um atburðum og um rannsóknir sálarlífsins. Meðan svo er eigi, verður að hagnýta sér góðsemi blað- anna. Síra Vigfús lætur þessi ummæli fylgja frásögunni: »Allar eru ijós- sýnir þessar teknar eftir frásögu sjálfra sjónarvottanna, sem alt er skynsamt og vandað fólk. Tel eg sennilegt, að það væri alt reiðubúið að staðfesta frásögn sina undir eiðs- tilboð, ef þess væri krafist. Hvað snertir sýn Þórarins heitins sjálfs,. þá var hann að mínum dómi of sannorður og vandaður að virðingu sinni, að honum hafi svo mikið sem flogið í hug, að fara þar með ósatt mál. Og auk þess var hann of að- gætinn og laus við alla hjátrú, að‘ hann færi hér með hleypidóm tóman. Og til þess að færa enn meiri sannanir fyrir þvi, hve góður dreng- ur hann var og vandaður til orðs og æðis, læt eg fylgja hér með afrit af ræðu Þorsteins kennara, sem lýs- ir nákvæmlega lyndiseinkunn hans og stefnumiði í lífinu. Enn fremur læt eg fylgja afrit af kafla þeim úr tölu Þórarins heitins sjálfs, er hann hélt i stúkunni 16. febrúar, þar sem hann mintist á Ijóssýn sina«. Eg hefi átt tal við tvær konur af Austfjörðum, sem búsettar eru hér í bænum og kunnugar hafa verið öllum þeim mönnum, sem nefndir eru í frásögunni. Er dómur þeirra um þá samur og prestsins. Báðar þektu þær Þórarinn sáluga vel. Þá upplýsing gáfu þær til viðbótar, að Þórarinn hefði rúmlega J/2 ári áður orðið fyrir áfalli, sem að líkindum skýrir að nokkru, hve dauða hans bar brátt að. Hann var að setja bát — með öðrum mönnum — og gekk undir bátnum að framan. Fekk hann þá högg mikið á höfuðið og lá marga daga á eftir. Frásaga prestsins getur verið öðr- um til fyrirmyndar: Hann talar sjálfur við alla sjónarvottana og læt-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.