Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Sigurður Eggerz f. ráðh. á æsingaleiðangi kringum land. Svofelt símskeyti barst ísafold í morgun frá Seyðisfirði: Stjórnmálajmdur haldinn hér ígœr- kvöld að tilhlutun Siqurðar Eggerz, sem jerðast nú umhverfis land til pess að haldajundi og já sampvktar vantrausts■ yfirlýsingar gegn núverandi ráðherra. Fundurinn fámennur af kjósendum, að eins 30. Urslit hans sýna pví alls ekki almennan vilja kjósenda hér. Hvað fundur þessi hefir samþykt hefir ísafold enn ekki frétt og skift- ir heldur ekki miklu máli, svo fá- mennur sem hann hefir verið. En sé þetta rétt, sem skeytið hermir, að fyrv. ráðherra sé á æs- ingaleiðangri kringum landið, varpar það alt öðru en skemtilegu ljósi yfir hr. S. E. og staðfestir það, sem margir gamlir vinir hans hafa þózt sjá, að hann hefir tekið sér svo nærri stjórnmálatíðindin síðasta mánuðinn, þ. e. utanför þrí- menninganna og horfurnar á því að annar maður en hann fái leyst stjórnarskrárdeiluna, að hann finnur eigi svo vel sem skyldi til þess, hvað hann má leyfa sér — enda sennilega æstur upp af félögum sín- um hér í bæ. Annars hlyti hann að sjá hversu illa fer á því, að hann skuli nota eftirlaunatíð sína til að horna landið og reyna að æsa menn upp til mótblásturs gegn því, sem þeir vita ekki hvað er, og gera alt sitt til að spilla pví, að góð lausn fáist á þessu mikla vandamáli lands og þjóðar. ,Að lalla frá fyrirvarannm4. Ingólfur lelur ísafold rangfæra orð Bjarna frá Vogi á fundinum um daginn út af ágreiningnum milli Björns Kristjánssonar og Sveins Björnssonar um það, hver orð Sv. Bj. hefði haft á þingmannafundinum um samræmi lausnar þeirrar á stjórn- skrármálinu, er þrímenningarnir telja líklega, við fyrirvarann. — Orðin eru algerlega rétt höfð eftir og ber saman við það, sem Sv. Bj. tjáir oss að þeir báðir Bj. frá Vogi og Ben. Sv. hafi kannast við, er hann átti legar nautnir með því að beina nautnaþránni í annan heilsusamlegri farveg. í þessu er fólgin öll veru- leg siðbótarstarfsemi. Það má auðvitað fiokka nautnirn- ar á ýmsan hátt, t. d. meta hve dýrt er að fullnægja þeim, hve auð- velt er að ná i gleðibrunninn, hversu mikið yndi nautnin veitir, og hvort gleðitilfinningin varir stutt eða lengi. Að síðustu má líta á það, hvort nautnin gerir manninn sterkari eða veiklaðri, er til lengdar lætur. Þó að öll þessi atriði skifti miklu máli og önnur, sem telja mætti, þá virðast þó tvö hin síðustu vera þýð- ingarmest. Það mun óhætt að full- yrða, að andlega heilbrigðir menn viðurkenna tæplega gildi nokkurrar nautnar, nema hún sé langæ að áhrif- um og hafi eflandi áhrif á andlegt og líklamlegt þrek manna. Hið síð- ara virðist vera algert frumskilyrði. Enginn maður, sem hugsar rólega um, hvað eigi að gera sér til gam- ans, velur skaðlegu nautnirnar. Þeir, sem þá leið fara, og þeir eru margir, hlýða umhugsunarlaust blindum lög- um eftirlíkingarinnar. Skynsemin hefir ekki komist að. Hitt atriðið, — 4 — tal við þá þar á fundinum. Enda mundu vitnisburðir sanna, ef fyrir rétt kæmi. Mun og hverjum þeirra er á fund- inum voru um daginn ljóst af senn- unni, sem varð, að Björn Kristjáns- son hafði misskilið orð Sv. Bj. eða rangmint þau. En Bjarni hafði skilið orðin og mundi þau pá; gerðist og þá á fundinum sá drengur að gáng- ast við því, þótt sýnilega vildi hann heldur draga fjöður yfir rangminni B. Kr. Ef rétt er haft eftir, að Bjarni skýri nú svo frá, sem segir í Ingóifi, þá hefir minni Bjarna breyzt síðan á fundinum um kvöldið. Enda sýnir sú skýrsla sjálf að hún hlýtur að vera röng. Hvar kemur orðið »posi- tivtc heim við þá skýrslu? £n það orð mundi þó Bjarni þá, að Sv. Bj. hafði notað á þingmannafundinum. Sú fundarbók, sem Bjarni kann að hafa búið til eftir þingmannafundina getur aldrei orðið sönnun, sízt ef hún er alröng. Annars mun gefast færi að skýra þetta mál betur síðar, ef þörf gerist. Þá var mörgu logið. Ein ósann- indaþvælan, sem nú kvað vera dyggi- lega borin út um allan bæ at gömlum »vinum« Isafoldar er, að ísafold só seld hlutafólagi og að í stjórn þess só meirihlutinn — Heimastjórnar- m e n n ! Tilgangurinn með þessu er auðsær. Það er eitthvað svo handhægt að »sanna« á þenna hátt flokksvika brigzl vinar Ingólfs. Sannieikurinn er sá, að það er ekki agnarögn af fæti fyrir því, að ritstj. ísaf. hafi einu sinni dottið í hug hluta- fólag í sambandi við útgáfu ísaf. Þið verðið, fornvinir vorir, að biðja Gróu finna upp á einhverjum nýjum >>sannindum«. Þessi duga ekki lengur. Nýr Eskifjarðarfundur. í síðasta blaði var getið fundar, sem haldinn var á föstudaginn á Eskifirði. Var þar samþykt tillaga með traustsyfirl. til ráðherra og vinsamleg mjög í garð þrímenninganna með 31 : 4 atkv. En á laugardagskvöld »fregnmiðar« Ingólfur þau tíðindi, að þann dag hafi nýr fundur verið haldinn á Eskifirði og samþykt með 48 atkv. gegn 20 til- laga alveg í gagnstæða átt með ávítum til þrímenninganna o. s. frv. Það er margt skrítið í harmóníu. Og hvað skyldi þá þriðji fundurinn samþykkja? Líklega eitthvað svona »mitt á milli beggja«. varanleiki nautnargleðinnar, hefir lít- ið verið athugað hérálandi, en skýr- ist bezt með að taka einfalt dæmi. Hugsum okkur mann staddan í Rvík árið 1915, og gerum ráð fyrir að hann hafi 15 kr. handa milli, sem hann vill verja sér í einhverjar nautn- ir til gamans. Ef til vill er maður- inn tóbaksmaður. Hann getur þá fengið sér mánaðarforða af vindlum, eftir því sem talið er hóflegt á þeim stað að eyða í þá vöru á ári. Hann gæti líka fengið sér eina flösku af smygla-brennivíni, eða keypt liðug 3 kg. af brjóstsykri. Þá gæti hann líka farið til Þingvalla í bifreið og verið þar einn dag, eða keypt bæði höfuðverk Jóhanns Sigurjönssonar, séð þau leikin og þó keypt í við- bót fyrir afganginn af peningunum, einar 5—8 beztu bækurnar, sem rit- aðar hafa verið á íslenzku. Hann gæti farið til Asgríms og fengið hjá honum ofurlitla smámynd. Hann gæti farið austur f Kaldaðarnes og heyrt þar hinn fegursta hljóðfæra- slátt, sem til er á þessu landi. — Vitanlega eru ótal önnur úrræði, jafnvel í höfuðstað íslands til að gleðja sig, en þessi dæmi nægja. — S — Bannlögin og ráðherra. Það hefir gengið staflaust *m bæ- inn, að ráðherra E. A. sé búinn að fella úr gildi einhverja úrskurði fyrri stjórnar út af bannlögunum. En ráð- herra hefir beðið ísafold geta þess, að það hafi einu sinni ekki komið til tals að hrófla við neinum þeim úrskurðum. Benedikt Þórarinsson kaupm. er kominn í mál við landsstjórnina út af bannlögunum. Svei.nn Björnsson yfirdómslögmaður flytur málið af hálfu landstjórnarinnar. ísafjarðarprestakall. Umsóknarfrestur var útrunninn í gær. Umsækjendur eru: Síra Asgeir Asgeirsson í Hvammi, síra Jón Arna- son á Bíldudal, síra Magnús Jónsson (Garðar, Dakota), síra Páll Sigurðs- son Bolungarvík, síra Páll Stephen- sen í Holti, Sigurbj. A. Gíslason cand. theol. og síra Sigurður Guð- mundsson, Ljósavatni. ReykjaYíknr-annálL Hálf-níræður er Geir kaupm. Zoéga í dag (f. 26. maf 1830). Þenna dag fyrir 5 árum var G. Z. haldið fjöl- ment samsæti hór í bæ og gaf hann þá ásamt konu sinni stórgjafir til Heilsuhælisins. Þau 5 ár, sem liðin eru síðan virðast ekkert hafa komið við gamia manninn. Hann er æ hinn sami — stórern að sjá og framkvæmda- hugurinn sílifandi. Að undirlagi borgarstjóra lék hljóð- færaflokkur K. F. U. M. (Sumargjöfin) nokkur lög fyrir framan hús G. Z. ki. 10 í morgun, svo sem til að flytja hon- um kveðjubæjarstjórnar. Á eftir bauð G. Z. hljóðfærasveitinni inn upp á hress- ing og afhenti henni um leið 100 kr. gjöf. Fánar eru dregnir á stöng um bæinn í dag í heiðursskyni við afmæl- isbarnið. Leiga Elliðaánna. Breti sá er þær hefir nú á leigu, hefir ritað bæjarstjórn og beðið sig lausan leigunnar f sumar vegna ófriðarins, en býðst til að greiða einhverjar skaðabætur fyrir, og lofar að taka þær á leigu næsta sumar fyr- ir sama verð og nú (7200 kr.) Sam- þykt var á síðasta bæjarstj.fundi að slaka til við manninn gegn því, að hann greiddi bæjarsjóði mismun þess, sem á annan hátt er hægt að fá fyrir ieigu ánna og þess er hann skyidi greiða. Hjúskapur: Korneiíus St. Sig- mundsson múrari og jungfrú Jóhanna Gísladóttir. Gift 22. maí. Einna skammvinnust yrði ánægjan að smyglabrennivíninu, dálítill ör- leiki um stund, síðan timburmenn og óþægilegar endurminningar um ölæðið. Litlu betur færi með brjóst- sykursætuna. Sætindin mundu gleymd, er þau væru gleypt. Vindla- kassinn gæti glatt eigandann og gesti hans nokkra daga, en þó að líkindum verða til óþæginda all- mörgum öðrum mönnum á einhverj- um almennum samkomustað, þar sem reykt væri i trássi við velsæmi og viðurkendar umgengisreglur. Gerólíkar að eðli eru hinar síðar töldu nautnir. Fegurð náttúrunnar og listanna gerir menn vitrari og betri. Og sú fegurð er svo að segja eilíf eign. Hún er grafin óafmáanlega í óbrot- gjarnar minningar. Eftir ár og ára- tugi slær enn glampa á vatnið, skóg- urinn breiðir sig um hraunið, gjár- barmuriun gnæfir yfir vellina, foss- inn fellur í úðagusum fram af berg- inu, sólin gyllir fjallahringinn og hressandi blæ andar af öræfunum. Hvenær sem Þingvallagesturinn vill hugsa um »hjarta landsins*, sér hann aftur í huganum hina dásamlegu Jarðarför frú Maríu Finsen fór fram á laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Síra Bjarni flutti húskveðju, en síra Jóhaun taiaði í kirkjunni. Skipafregn: Vesta fór utan í gær. Fari tóku sér til Danmerkur Einar Arnórsson ráð herra og Guðbr. Jónsson (Þorkelssonar). F 1 ó r a komst ekki nema til Húna- flóa vegna hafíss, sneri við og kom bingað á mánudagskvöld og hélt .aftur austur fyrir land, eftir stutta viðdvöi. Margir farþegar höðan úr bæ fóru af skipsfjöl hér. P 0 11 u x kom til Austfjarða á mánu- dag. Átti að bíða Flórufarþega á Fáskrúðsfirði. B o t n í a kom til Seyðisfjarðar í gærkveldi á leið hingað frá útlöndum suður um land. Veðurblíða mesta hefir mátt heita hór um slóðir mestan hluta mánaðar- ins. Tún eru algræn orðin. Ingólfshvoll seldur. Oddfellowa stúkan hér í bænum hefir keypt liús- eign Guðjóns heit. Sigurðssonar, Ing- ólfshvol, fyrir 95,500 kr. Ætlar stúk- an að hafa samkomusali á 2. lofti, en leigja húsið út að öðru leyti. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. III veður á vestri vígstöðvunum. London 22. mai. Sir John French, yfirhershöfðingi brezka liðsins í Frakklandi hefir sent eftirfarandi skýrslu 21. þ. m. í við- bót við skýrsluna 17. þ. m.: 111 veður hafa hamlað hernaðar- framkvæmdum, en vér höfum sótt töluvert fram fyrir austan og sunn- an Quinquerue. Fótgöngulið vort hefir enn á ný sýnt mikla hreysti og hefir tekið margar stöðvar að baki hinnar fyrri herlínu óvinanna. Annarstaðar á orustuvellinum hafa að eins orðið smá stórskotaliðs- skærur. Bandamenn sækja fram, Útdráttur úr skýrslum Frakka 19,—22. mai. London 22. mai. Tvo undanfarna daga hafa ill veð- mynd, ekki 1 afbökuðum brotum ófullkominna lýsinga, heldur alheila og fullgerða. En það sem gildir um fegurð náttúrunnar, á þó öllu fremur við um fegurð listanna, ekki sizt þeirra, sem geymdar eru sýni- lega eins og skáldskapur eða verk málara og myndhöggvara. Þar er snildarverkið alt af við hendina, alt af jafn nærri bæði í raun og veru og i endurminningunni. Þessi fáu dæmi bregða ljósi yfir máiið alt, þó valin séu af handahófi. Ef gætt er betur að, sést, að nautn- unum má skifta í tvent. Fyrst lágar nautnir, sem æsa eða deyfa örstutta stund. Þær eru flestar fremur óholl- ar og skilja eftir eyðu eða sársauka í endurminningunni. Annarsvegar eru fágaðar nautnir. Þær eiga sam- merkt í því, að þar lifir gleðin ávalt síðan í huga neytandans. Hann hefir ekki einungis hina upprunalegu gleði, heldur má segja að hin ljúfa kend sé orðin hold af hans holdi og óað- skiljanleg eign. Líklega er flestum mönnum svo farið að þeir kjósa helzt að stíga hvert spor, án þess að horfa fram fyrir sig, að ganga blindandi. Til ur hamlað nær öllum hernaðarfram-- kvæmdum. Það hafa að eins staðið smá stórskotaliðsorustur og einstaka áhlaup hafa verið gerð. Nóttina milli 20. og 21. mai gerðu Þjóðverjar áhlaup á skotgrafir Frakka fyrir norðan Ypres, austur af Yser-skurðinum. Unnu þeir í fyrstu á, tóku skotgröf, en voru rekn- ir þaðan aftur með gagnáhlaupi. Náðum vér þá og svæði fyrir fram- an vorar upprunalegu stöðv.ir og tókum margt fanga. Þessi framsókn vor er töluvert þýðingarmikil. Fyrir sunnan hafa Btetar sótt fram norður af La Bassée. 21. maí gerði lið vort mjög hreysti- legt áhlaup á suðurhlíðar Notre Dame de Lorette. Tóku Frakkar þar stöðvar Þjóðverja á hinum svo- nefnda »hvita vegic. Alt Lorette- fjallið og hlíðar þess, sem óvinirnir hafa varið af mesta ákafa í freka 6 mánuði, er þarinig á voru valdi. Vér höfum einnig tekið nokkurn hluta Ablain St. Nazaire og náðum mörgum föngum. Óvinirnir gerðu ekkert gagnáhlaup. Hjá Beausejour 1 Champagne höf- um vér sótt fram að skotgröfum óvinanna. í Argonne hrundum vér af oss áhlaupum hjá Bagatelle. í D’ailly-skógi náðum vér nokkrum skotgryfjum og héldum því svæðir sem vér höfðum áður tekið. Frá Hellusundi. London 22. maí. Eftirfarandi opinbert skeyti frá yfirforingja flotans í Miðjarðarhafinu viðvíkjandi viðureigninni hjá Hellu- sundi, var birt í Cairo í dag: 19. mai sótti lið Frakka með að- stoð brezka liðsins mikið fram á syðri hluta Gallipoliskagans ogstyrktu þeir stöðvar sínar mjög, þær, et þeir þá tóku. Flugmenn vorir vörpuðu sprengi-' kúlum á hjálparlið Tyrkja, sem var að lenda hjá Ak-Bashi-Liman, Mann- fall Tyrkja var mjög mikið. Aðfaranótt 19. gerðu Tyrkit grimmilegt áhlaup á stöðvar Astralíu-- manna og New-Zealandsliðsins, Áhlaupunum var öllum hrundið.- Óvinirnir mistu ógrynni manna, alltf frek 7000, og af þeim féll um aooov Mannfall vort er tæp 500. Frá Rússum. London 22. maí. Útdráttur úr skýrslum Rússa 19,- —22. mai. þe rra nær enginn mannlegur mátt- ur. En hinir, sem vilja lyfta, en ekki draga niður, græða tvö strá, þaf sem áður var eitt, skilja við gamla landið betur statt en þeir tóku við þvi, þeir mættu gjarnan athuga hvern- ig þeir fara að, þegar þeir vilja gera sér glaða stund, hvort þeir hallast meir á sveif hinnar upprunalegu villimensku, eða viða að sér yndi og ánægju úr hinum andlegu fjársjóðum, sem menningin hefir skapað eða kent mönnum að meta. X. — 8 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.