Ísafold - 14.08.1915, Side 1

Ísafold - 14.08.1915, Side 1
• Kemur út tvisvar ' i viku. Verft 4rg. ' 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l‘/t dollar; borg- ' i»t fyTÍr miðjan júli erlendk fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. IJm Uppsðgn (skrifL) bundin við iramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. qg sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. irg. Reykjavík, laugardaginn 14. ágúst 1915. 60. tölublað Alþýöafél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 11 8 iBæjarfógeiaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—8 og • íslandabanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 .:ibd. Alm. fundir fld. og sd. 81/* sibd. Landakotakirkja. Qubsþj. 0 og 6 á helgam .Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. .Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Xandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 'Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12-2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. ‘Náttúrngripasafnib opib l1/*—21/* á sunnnd. JPósthúsib opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. T&lsimr Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2 I»orst. I^orsteinsson yfirdómslögm. Miðstrœti 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 515. Störf þingsins. 11. Það kveður stundum við, að starfið sem int er af einstakra fing- œanna hálfu sé ekki ýkjamikið, þing- ið slæpist og því gangi lítt undan því. En þetta er mikill misskilningur. Oss er nær að halda, að á fáum þingum veraldarinnar sé unnið jafn- mikið og á alþingi voru. Það eins og sumir haldi, að þing- menskustarfið sé í því falið að sitja á hinum opinberu þingfundum og sá sé beztur þingmaðurinn, sem malar mest á þeim vettvangi — en hinn ónýtur, er kann að þegja. En þessi mælikvarði er ramm- vitlaus. — Það er undirbúninqur málanna o% nefndastörfin, sem reyna á starfshæfileika þingmanna. Þau störf- in eiga að segja til um þingmensku- hæfni, en ekki malið í salnum, því að það er oft harla óþaift og meira en það. Sú skipun, sem er á t. d. um borgarfulltrúaþing Lundúna, mundi eigi sjaldan nægja á þingi voru. Þar er svo með öll mál farið, að aldrei eru radd á fundum borgar- stjórnarinnar. Sé það einföld mál er þegar gengið til atkvæða um þau orðalaust, en mikilvægari mál öll og þau, er líklegt þykir, að verulegum ágreiningi valdi, eru sett í nefnd. Nefndin semur siðan ítarlegt nefndar- álit, annaðhvort öll, eða, ef klcfnar, þá meiri og minni hluti eða hlutar. Nefndarálitin eru síðan send öllum horgarfulltrúum. Á næsta fundi eru svo tillögur nefndarálitanna bornar undir atkvæði orðalaust. Það væru eigi fá mál á alþingi, er þenna veg mætti afgreiða, ef til vill nærri öll. Og sá kostur mundi á þessari skipan, auk, mikils sparnaðar á tíma og prentunarkostnaði, að mjög miklu meira mundi vandaðj.til [álita um hin einstöku mál og reifun þeirra aðgengilegri bæði fyrir þingið og eftir á fyrir þjóðina. Svo mun nú orðið á alþingi, að mjög sjaldan breytist fylgi við mál fyrir ræður í salnum. Þær eru þess vegna að því leyti tií oftast nær al- óþarfar. Og til hvers eru þær þá? Nei, það er vel þess vert að huga, hvort eigi ættum vér að sniða alþingisfyrirkomulag vort í þessu atriði, að svo miklu leyti, sem föng eru á — eftir fyrirmyndar- samkomu þeirri, er stjórnar stærstu borg heimsins. III. Tvö allmikilvæg frumvörp hefir þingiðfjallaðum síðustu dagana, annað i Neðri deild, en hitt i Efri deiid. Stjórnarfumvarpið um breyting á Landsbankalöqunum var til 2. umr. í Neðri deild í fyrradag. Aðalbreyt- ingin, sem stjórnin fór fram á var, að bætt yrði 3. bankastjóranum við, en gæzlustjórarnir afnumdir. Nefndin í þvi máli klofnaði, og eru nefndarálit beggja hluta birt i síðasta blaði. Umræður urðu nokk- urar um málið í Neðri deild, og kom bar fram i ræðum manna, að töluvert er til þess fundið, að breyta þurfi að ýmsu leyti\fyrirkomulagi Landsbankans. í umræðulok voru bornar upp 2 rökstuddar dagskrár. Hin fyrri var frá meirihluta bankamálanefndarinn- ar og hljóðaði svo: í þeirri von að landsstjórnin stuðli að þvi, að stjórn Land bank- ans ráði sér um tima duglegan fjár- málamann bankafróðan, að enduð- um Norðurálfu ófriðnum, til þess að starfa að sölu bankavaxtabréfa veð- deildarinnar erlendis og greiða fyrir viðskiftum bankans við erlendar peningastofnanir og efla lánstraust landsins í útlöndum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Var hún feld með 14:11 atkv. Þá var borin upp svo látandi dag- skrá frá minnihluta nefndarinnar: 1 trausti pess, að landsstjórnin rann- saki pað, hvert (rat>n mundi af pví verða, að reyndur bankamaður, 0g tjármálamaður yrði fenginn til að at- huga peninqamál landsins, par á með- al skipulaq Landsbankans, og gera til• lögur um endurbœtur á pvi, ef pur/a pykir, svo og á hvern hátt verði út- vegaður markaður fyrir islenzk verð- brtf og bankanum komið i viðskifta- samband við erlendar peningastofnanir, og ennfremur að landsstjórnin geri par ráðstafanir í pessu efni, er hún telur pörf á, og leggi fyrir neesta Alpingi tillögur sínar, tekur deildin fyrir neesta mál á dagskrá. Var hún samþykt með 22 : 3 at- kv. (Skúli, Hjörtur, Benedikt). Um þenna fyrirhugaða, erlenda fjármálamann hefir áður verið ritað hér i blaðinu. Vér teljum alvíst, að mikið gagn gæti að því orðið að fá slíkan mann hmgað. Væntalega lætur þvi landsstjórnin hendur standa fram úr ermum í þessu efni. Efrideild ræddi bannlagabreytingar ítarlega í fyrradag. Stóðu þær um- ræður samfleyttar 5 klst. og máttu heita bæði langar og strangar. Það sem mestum olli ágreiningn- um, var, hvort lyfjabúðir skyldu hafa annað og meira af vini til lækninga- notkunar en nú hafa þær. ,En það er, eins og kunnugt er, hreinn vin- andi og malagavín. Framsögumaður nefndarmeirihlut- ans var sira Björn Þorláksson. Eng- inn efast um einlægni hans í bann- málinu og eigi verður heldur deilt um átakadugnað hans i bann- og bindindismálum, En eigi dylst oss þó, að hann og sumir aðrir bann- menn fara feti framar en upphaflega var ætlun frumherja bannsins, er þeir nú vilja láta banna í lyfjabúðum vín þau, er áður hafa verið notuð til lækninga, banna þau í trássi t. d. við nærri nlla lækna hér í Rvík og sjálfsagt flesta lækna landsins. «Áfengið á apótekin. Annars- staðar á það ekki að vera til«. Þessi var andinn hjá formælendum að- flutningsbannsins. Mun mega finna þessi eða þvílik orð i ritum og ræðum t. d. Björns Jónssonar og sömuleiðis annars frömuðar þess Halldórs heit. Jónssonar. Það var aldrei tilætlunin í byrjun, að áfengi til lækninga fengist ekki í landinu. Það er þessvegna að voru áliti móti upphaflegum tilgangi bannsins að berjast gegn þvi, að venjuleg lækningavín fáist i lyfjabúðum. Þvi er að vísu haldið fram af landlækni, að til lækninga nægi vín- andi i ýmissi þynning. En með þá skoðun mun hann standa mjög fá- liðaður í læknaheimi vorum — og hefir þar m. a. móti sér einn þeirra lækna, er verið hefir í hóp aðal- forgöngumanna bannsins (Þ. J. Thor- oddsen). Hver skoðunin sé réttari er ilt fytir leikmenn um að dæma. En meðan svo stcndur að mikill meiri hluti læknastéttar vorrar, einn- ig þeir, sem banninu fylgja, lítur svo á, sem nauðsyn sé annarra vina i lækningaskyni — þá er áreiðan- lega bannstefnunni óleikur ger með því að banna þau í lyfjabúðum. Að halda þvf banni tik streitu, mundi eigi verða til annars en að efla mótspyrnu gegn bannlögunum hjá einni máttugri stétt landsins og veit enginn hversu mikil áhrif sú mótspyrna hefði 1 hugum alþýðu. En hægt er að gera sér i hugarlund hvernig fara mundi, ef svo og svo oft kæmi fyrir, að læknar segðu við sjúklinga: »Vegna bannlaganna get eg ekki fengið þau lyf, sem þarf til að lækna yður«. Það er áieiðanlega skammsýni af bannvina háifu að ganga svo langt, sem að ofan hefir verið drepið á og grýla sú, sem þeir eru hræddir við minkar ekki fyrir það: En grýlan er sú, að ef lækningavínin verði til i lyfjabúðum, muni læknar landsins misbrúka þau svo mjög. »Það mundi verða stofnsettar 50 vínbúðir í landinuc, eius og landlæknir komst að orði f sinni ræðu. Misbrúkun getur alveg eins átt sér stað með þvi fyrirkomulagi, sém nú er, þar sem hver læknir getur fengið eins mikið af vínanda eins og hann vill. En ef um misbrúkun er að tefla, þá á að refsa þeim læknum, er um hana verða sannir að sök, en ekki vegna hennar svifta alla lækna lands- ins þeim lyfum, er þeir alment telja nauðsynleg. Þá ætti alveg eins að banna sumar eiturtegundir' (morfín, kokaín o. s. frv.) í lyfjabúðum, af því þær hafa verið misbrúkaðar af einstaka læknum. Að öðru leyti vísum vér til ræðu Magnúsar Péturssonar læknis og alþingis- manns, sem birtist hér í blaðinu i dag. -.. Nýtízku talsímamiðstöð er talsímafélagið í Sandefjord í Nor- egi að koma upp hjá sér núna. Þetta á að verða svokölluð */4 sjálfvirk (*/4 automatic) stöð. Talsimakerfi þetta er að því leyti frábrugðið talsímakerfinu, er vér not- um hér, að ekki þarf að hriugja á miðstöðina, neldur lyftir maður að eins heyinartólinu af króknum og kviknar þá ljós á iitlum rafmagns- lampa á miðstöðinni fyrir ofan númer þess talsimanotanda, og lætur símamærin þá svartappan inn í það númer og kemur þá talfæri hennar sjálfkrafa inn á lín- una. Þegar hún svo lætur hring- ingartappann inn í númer þess manns, sem um er beðið, fer tal- færi hennar sjálfkrafa út af línunni (hún getur ekki hlustað), og hring- ist þá sjálfkrafa við og við hjá tal- símanotandanum þar til hann lyftir heyrnartólinu af króknum,til að svara, þá hættir hringingin sjálfkrafa. Þeg- ar samtalinu er lokið þarf ekki annað en láta talfærið á krókinn, þá kvikn- ar aftur á litlum rafmagnslampa á miðstöðinni, sem sýnir að samtalinu er lokið og er sambandinu þá tafar- laust slitið. Það er ekki nema ein talsímastöð til í Noregi með þessu sama fyrir- komulagi, hún er í Tönsberg og var bygð fyrir tæpum 2 árum og hefir reynst prýðisvel. Með gamla fyrir- komulaginu var þar ein ralsímamey fyrir hverja 100 talsímanotendur (eins og i Rvík), en með þessu nýja kerfi afgreiðir talsimamey hæglega 240—260 talsímanúmer. Talsimakerfi þetta er mjög mikið notað víðsvegar í Ameríku, en á síðustu tveimur árum hefir það tölu- vert verið notað hér i Evrópu. Þetta sama fyrirkomulag hefir land- símastjórinn lagt til við þingið, að komið verði á hér í Reykjavík. Svo er mál með vexti, að mið- stöðvarborðið í Reykjavik er að verða of lítið; nú eru ekki nema rúmlega 30 númer ónotuð, og þauT verða vafalaust öll útgengin snemma á næsta ári, og þá er auðvitað ekki annað fyrir hendi en annaðhvort að hnlda áfram með þetta gamla og úr- elta fyrirkomulag, er nú notumst vér við, og bæta við nýju borði af sömu gerð og — nýjum talsíma- meyjum eða að taka upp þetta nýja fyiirkomulag, sem áætlað er að muni kosta 60—65 þúsund krónur. Gerum nú ráð fyrir, að við héld- um okkur við gamla fyrirkomulagið, þá þyrftum við að kaupa nýtt mið- stöðvarborð í viðbót við það gamla og undir eins og farið væri að ganga á fyrsta hundraðið á þessu nýja borði, þyrfti að bæta við 2 talsimameyjum. Miðstöðvarborðið mundi kosta ca. 10000 kr. og talsímameyjarnar báð- ar ca. 1000 kr. á ári, og ekki mundi afgreiðslan batna neitt frá því, sem nú er. En ef vér nú tækjum upp þetta nýja kerfi, mundi það kosta, eins og áður er sagt, ca. 60—65 þúsund krónur. Og skal eg nú telja upp það sem við spörum við það og það er ekki lítið. Gerum ráð fyrir að talsímanotendur verði ca. 700 þegar þessi nýja viðbót er komin. Með gamla fyrirkomulaginu þyrfti 14 talsimameyjar til að starfrækja slíka stöð, og kaup þeirra er að meðaltali 500 kr. á ári, þá eru það 7000 kr. á ári, en til að starfrækja jafnstóra stöð með nýja fyrirkomulaginu þyrfti ekki nema 6 talsímameyjar og mundi það ekki kosta nema 3000 kr. á ári. Við mundnm spara á starfrækslunni einni saman 4000 kr. á ári eða með öðrum orðum, þetta mundi borga renturnar af þeirri upphæð, sem áætlað er að breytingin mundi kosta. Með þessu nýja fyrirkomulagi þarf ekki að hafa straumvaka (ele- ment) heima hjá hverjum talsíma- notanda, og sparnaðurinn við það mun nema ca. 1000 kr. á ári. Auk þessa mætti kanske selja gömlu talsímaáhöldin og miðstöðvarborðin fyrir t. d. þriðjung verðs, ca. 15000 krónur, annars gæti landssíminu sjálfur átt áhöldin og notað þau smátt og smátt eftir þörfum annar- staðar á landinu, og þyrfti þá ekki að kaupa eitt einasta nýtt talsima- áhald handa talsímanotendum utau Reykjavíkur i fyrirsjáanlegri fram- tíð. Enn er ónefndur einn af mörgum kostum þessa nýja talsímakerfis, og hann er sá, að hægt yrði að lækka talsímanotendagjaldið, svo að sem flestir gætu fengið sér talsíma, án þess að tekjur landssímans mundu lækka að sama skapi, þær mundu heldur þvert á móti hækka. Og skal eg nú gera greín fyrir þessu. Við hvert talsimanúmer yrðu hafð- ir sjálfvirkir teljarar, sem sýndu hve oft talað væri frá hverjum tal- símanotanda, og yrði þá hver tal- símanotandi látinn borga vist á ári fyrir t. d. hver 1000 sam- töl. Með þessu móti mætti lækka talsímagjaldið (lágmarkið) töluvert frá því sem nú er. Og það er eng- um vafa undirorpið að mjög margir nýir talsímanotendur mundu þá bæt- ast við. Það sjá allir, að engin sanngirni er i þvi, að privatmaðut, sem hringir upp kanske 2—3 sinn- um á dag borgi jafnt og stór verzlun, sem hringir kanske 100—200 sinn- um á dag, eins og nú á sér stað, en úr þessu mundi þetta nýja fyrir- komulag bæta. Að endingu skal eg geta þess, að mikið “mundi 5"talsímanotendum í Reykjavík bregða í brúu, þegar þetta nýja [fyrirkomulag væri komið á, svol'mikið ^ mundi talsímaafgreiðslan breytast — til batnaðar. ^Enlhvað gerir þingið i þessu máli? Ætlarfþað|að vera svo framsýnt, að veita| landssímanum heimild til að gera þessa breytingu strax eða ætlar það fyrst að láta kasta nokkrum tug- um [þúsunda í sjóinn, til að bæta upp >á gamla talsímakerfið, áður en breytt er, þvi á því er enginn minsti vafi," að breytingin verður ger, en það er bara timaspursmál, hve lengi það á að dragast og undir þvi komið, hve hygnir þeir menn eru, sem eiga sæti á fulltrúaþingi þjóðarinnar. G. J. O.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.