Ísafold - 04.12.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.12.1915, Blaðsíða 1
' '*T •' ■ff'yr Kemnr út tvisvar 1 vikn. Yerð árg. 4 kr., erlendis & kr. eða l'/i dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLII. árg. ísafoldarpremsmiðja RHstjúrl: ÚlHfur Björnssan. Talsimi nr. 455 Reykjavík, laugardaginn 4. desember 1915. Uppsðgn (skrifL) bondin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og bé kanpandi skuid- laus við blaðið. 93. tölublað Vit og strit. III. Nl. Eyjafjörður og Siglufjörður hafa hin síðustu ár verið miðstöð síld- veiðanna. Þar hafa risið upp marg- ar sildarstöðvar. Er það að vonum. Þar eru hafnir góðar og menn hafa hingað til haldið, að þaðan væri hæg- ast að ná síldinni og þess vegna ætti og yrði miðstöðin að vera þar. Með þessa óbifanlegu trú að akkeri hafa menn unnið til, að sigla vest- an frá Horni og alla leið inn á Eyjafjarðarbotn — Akureyri — með sildina til þess að koma henni í salt. Þetta geta auðvitað hin allra hrað- skreiðustu sk:p t. d. botnvörpuskip- in, hin ekki. En þegar síldin stend- ur vestarlega, eins og hún gerir oft (t. d. í sumar sem leið), sjá allir, hvílík fásinna þetta er, ef annað er hægra. Sama er að segja um aðrar stqðvar inn með Eyjafirði og jafn- vel Hjalteyri lika. Nokkru munar aftur á móti á Hrísey, og gengur hún sjálfsagt þeirri höfn næst, sem kalla mætti miðdepilinn, nefnil. Siglu- firði. — Ekki verður deilt um það, að Siglufjörður liggur ágætisvel við þessari veiði, enda hefir hann sýnt það siðustu árin. En fjörðurinn og höfnin er lítil, og er vafasamt, hvort mikið fleiri en þeir, sem þegar hafa numið þar land, komast fyrir, svo vel sé. — Næstu firðirnir, Ólafs- fjörður og Héðinsfjörður, koma víst varla til mála vegna hafnleysis. Skagafjörður tæpast heldur. Þá er víst eigi um hafnir að tala eða lík- legar síldarstöðvar vestur að Horni. Vist hefir verið bent á Reykjarfjörð, en svo hafa margir skipstjórar sagt, einkum norskir, að hann væri mjög vafasöm sildarhöfn vegna óhreinnar innsigiingar. — Þegar nú svo er ástatt, sem bent hefir verið á, og þar við bæt- ist, að einmitt þessir firðir qeta orð- ið vandgæfir vegna íss, en hins veg- ar mikið í húfi, væri eigi undarlegt, þó menn hefðu athugað, hvort eigi væri unt að sigla vestur fyrir Horn- ið og færa út kvíarnar þar. — En þetta hefir gengið svona árum sam- an. Það er gamla sagan: Svona er það og getur ekki verið öðruvísi. En sú staðhæfing þolir eigi nú, held- ur en áður, ljósið, fremur en uglan. IV. Það hefir verið gamalla manna mál, að fiskur meðfram ströndum íslands gengi með sól, að vestan og austur með. Rannsóknir síðari tima hafa styrkt þessa gömlu skoðun, sem vitanlega hefir verið bygð á lang varandi reynslu. Á þennan hátt mundu því síldar- göngur haga sér, enda er það nokk- urnveginn víst að svo er. En sé þetta svo, þá gefur að skilja, að hægt mundi vera að veiða síldina fyr á sumrin að vestan til á Vestfjörðum en á Siglufirði. Sjómenn staðhæfa það, að þeir hafi oft séð ógnar haf- síldartorfur vaða úti fyrir Vestfjörð- um i júnimánuði, og hvalveiðarnir norsku höfðu það fyrir satt, að fyrst á vorin væri helzt hvalavon þar, en hvalir eru þar helzt fyrir sem síldin er. Urðu því Vestfirðir miðstöð hval- veiðanna, einkum Önundarfjörður. Nú er það svo, að síldveiðar við Norðurland byrja eigi fyr en um og eftir 20 júlí. Fyr kemur eigi sildin þangað, og er þó allajafna sótt vest- ur i Húnaflóa fyrst i stað. Það tetti pví að vera hœgt að byrja síldveiðar alt að mánuði fyr á Vestfjorðum en við Norðurland, og sild hefir stund- um verið veidd í lagnet og lásnætur við Djúp og t. d. á Önundarfirði lengi frameftir hausti. (Haustið 1913 um miðjan september, sigldi mótor- bátur fullan klukkutima gegnum ó- slitna sildartorfu undir Stigahliðinni, 9 : 2 sjómílur undan landi). Það er þvi að vonum, að ísfirð- ingar Sfttu á stofn hjá sér síldar- stöð síðastliðið sumar. Veiddu síld- inu 3 stórir vélbátar í 2 hringnæt- ur, og hepnuðust þær veiðar svo vel, að þessir bátar hafa liklega ver- ið veiði hæstir allra sildarskipa i ár — að tiltölu. Og þó fuliyrða menn að oft hafi áður verið meiri sild hér úti fyrir. Nú mundu menn álita að nógu langt vestur væri komið, og vestan við ísafjörð kæmi eigi sildarstcð til mála, en einnig pað var sýnt i sumar. Kristján kaupm. Torfason að Sólbakka í Önundar- firði hafði tvo vélbáta, er veiða áttu síld og selja ísfirðingum. Um miðj- án veiðitimann flutti hann stöðina til Önundarfjarðar og lét bátana veiða þaðan. Sýndi það sig þá alt í einu að einnig paðan var hægt til þessara veiða, og hepnaðist tilraunin mjög vel. En þegar s v o langt er komið, þ á sáu menn fyrsthve þetta var altsaman eðlilegt og — sjálfsagt. Vestfirzka síldin fekk og ágætis- vitnisburð þegar á markaðinn kom. Hefi eg í höndum vottorð frá kaup- manni þeim i Bergen, er sildina keypti, og hælir hann henni á hvert reipi og hyggur gott til síldarkaupa á Vestfjörðum framvegis. Má því með sanni segja, að þessi vestfirzka veiðitilraun hafi alls ekki brugðist vonum manna, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Er það þvi eðlilegt að menn hugsi gott til framtíðarinnar hvað þetta snertir og séu nú farnir að skimast um eftir stöðvum. Og þær verða nógar, því ekki vanta hafnirnar á Veslfjörðum. Er það satt að segja bæði synd og skömm hve litið vér höfum notfært oss þessar sjálfgerðu ágætishafnir, en lagt aftur á móti offjár i að búa til hafn- ir þar, sem engar eru eða geta ver- ið. Er það sorglegur vottur þess, hve stirðir og staðbundmr vér erum og þó nýungagjarnir. En snúum aftur að síldarstöðvunum, og skal þá sérstaklega nefnd hin síðasta, en ekki hin sízta, sem sé Önundarfjörð- ur. — Frá Horni mun vera nál. 39 kvart- milur inn á ísafjarðarpoli; sama vegarlengd er frá Horni að Sauða- nesi við Önundarfjörð. Munar þó á vegalengd þeirri aðeins um lengd Önundarfjarðar sjálfs, en hún er rúmar 5 kvartmílur, eða nál. 1 klt. ferð á vélbát. Sá munnr er því svo HjpýOufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 —7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—8 og o- íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 aibO. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 6 á helguxn Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 32—2 Landsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn dagiangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. CíáttúrugripasafniS opib l1/*—2*/a á sunnud. Pósthúsið opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgö Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar oprtar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. 7ifilstaóahæliB. Heimsóknartimi 12—1 Þjóómenja8afnið opib sd., þd. fmd. 12—2. iiiTrrnxmanmrmn H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Sími 82. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ FLEST, ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. ftmrimTmrm tvrrrr Kristján Ó. Skagfjörð umboðsmaður brezkra verksmiðja dvelur til febrúarloka 32 Margaret Street, Hull, England. litill, að segja má að Önundarfjörð- ur og ísafjörður standi þar svo að kalla jafnt að vígi. Sé sildin aftur á móti veidd djúpt, vestan við Horn, verður leiðin vitanlega styttri til Ön- undarfjarðar, og þvi styttri sem lengra dregur vestur. ísafjörður stendur þvi að eins betur að vígi að síldin sé veidd i Djúpinu sjálfu. Innsiglingin til Önundarfjarðar er aftur á móti mjög góð, stutt og hrein, sem hvort- tveggja er stór kostur, og ágæti hafnarinnar þegar inn er komið, er alkunna, enda nota botnvörpungarnir hana sjálfsagt allra vestfirzkra hafna mest á vetrum. —- Mannvirki eru og nú talsverð fyrir hendi á Önund- arfirði, Sólbakka, 2 bryggjur, allstórt »plan« og gnótt geymsluhúsa. Mætti án efa með tiltölulega lítilli aukinni byggingu salta þar síld af io—20 bátum, t. d. að sumri, og strand- lengja sú, sem byggja mætti á bryggju við bryggju og pall við pall, er lik- lega nálægt 2 km. að lengd. Þar er einnig fiskimjölsverksmiðja, sem Þjóð- verjar áttu, en hafa nú selt Krist- jáni Torfasyni o. fl., sem með til- tölulega litilli breytingu gæti orðið að íf/dflrmjölsverksmiðju. Það eitt, að þarna er svo að segja tilbúin verksmiðja tii að vinna verðmæti úr skemdri sild? er afarmikill kostur, sem hlýtur, ásamt fleiru töldu og ó- töldu, að gera Önundarfjörð einna álitlegustu sildarstöðina á Vestfjörð- um. — Og það hafði Ellefsen gamli sagt, hvalakongurinn mikli, sem þar átti hvalveiðastöð í mörg ár, er gerði hann að miljónamæring, að Önund- arfjörður biði aðeins eftir viti og getu mannanna, því möguleikana til svo að segja hverskonar driftar legði hann upp í hendurnar á þeim. Sn. S. (f. T.) ....... ■■■OOQ J. H. og Jónsvikingar. Það var í sumar, að Tón bóndi Hannesson á Undirfelli tók að sér að skýra(l) skólamál okkar Vatnsdæl- inga í Lögréttu, og í sambandi við það þykist hann þurfa að skýra, hvað valdið hafi, að felt var að byggja skólahús undir Undiríellskirkju. Svo birtist löng grein um sama efni i ísafold, 69. og 70. tölublaði. Undir þeirri grein standa nöfn 14 Jónsvíkinga*. Greinarsemjendur þykjast hvoru- tveggu vera að leiðrétta — hrekja(?) frásögn um fundahöld út af þessu máli, sem staðið hafði í ísafold, og aðra stutta grein í Skólablaðinu. Með sonnu hafa þeir ekkert getað hrakið af því, sem þar var sagt, — sem ekki var heldur von —, en þeir snúa hernaði sínum á hendur mér, einkum J. H., með »iubbalegum« árásum ■— svo eg viðhafi einu sinni hans upp áhalds orð. Eg á þó engan staf i hvorugri greininni. Ekki nenni eg að svara J. H. og Jónsvikingum í tvennu lagi, þó grein- ar þeirra séu 2 og i 2 blöðum. Efn- isatriðin eru hin sömu í báðom greinunum. Þau eru þessi: 1. Að eg hafi 1913 haldið fram fræðslufyrirkomulagi, sem ekkert vit hafi verið í og að eins til kostnað- arauka. Sjálfsagt alóþektu fyrirkomu- lagí, sbr. orð J. H.: »Þetta kom eins og skrugga úr heiðskíru loftif. 2. Að eg hafi 1913 jundið pað upp, að Undirfells-prestssetrið gamla væri hentugur skólastaður fyrir þessa sveit, — áður hafi víst engum dott- ið það í hug —, og að eg hafi gert það til þess að spilla fytir sölu á jörðinni og í hagsmunaskyni fyrir mig eða mina. 3. Kostnaðargrýlan fyrir sveitar- sjóðinn og þann hluta safnaðarins, sem er í Sveinsstaðahreppi. Utanum þessi atriði er svo ofinn margþættur vefur af blekkingum, sem á að gera þau sennileg. Drep eg á sumt af þvi siðar, en get ekki ver- ið að eltast við allar þær málaleng- ingar og hégóma, Skal þá rætt um þessa 3 liði, hvern fyrir sig. Rétt er það hjá J. H., að þegar fræðslulögin gengu i gildi, var þeim tekið betur hér en í mörgum öðrum hreppum sýslunnar, en sízt var það að þakka stuðningi sumrahans manna, því úr þeim hóp kom einmitt sterk mótspyrna, þótt ekki fengi hún svo mikið fylgi i það skifti, að hún megn- aði að hefta allar framkvæmdir. — Frá byrjun hafa verið haldnir heim- angenguskólar á tveim stöðum i hreppnum, 3 mánuði í hverjum stað. — Eins og oft gengur í fyrstu, varð að þreifa sig áfram og læra af reynsl- *) J. H. nefmr okkui, sem vorum með þessari bygging undir kirkjunni — »Kjallaramennc, og læt eg mér það vel líka. Hinir, sem réðust á móti þeirri byggingu, voru stundum kallaðir »Jónsvikingar*. Hér verða bæði nöfnin notuð fyrir stuttleika sakir. B, S. unni. Snmir gerðu sér vist litla grein fyrir árangrinum af barnafræðsl- unni, en kennararnir og þeir, sem heizt hugsuðu málið, fundu fijótt verulega galla á þessu fyrirkomulagi. Var það einkum tvent: að jarskólann vantaði viðunandi húsnceðí, og svo hitt, að börnin reyndust fljótt á svo mismunandi proskastigi, að þau áttu ekki samleið í kenslutimunum. Þrátt fyrir góða viðleitni kennaranna, held- ur þetta beztu börnunum aftur, þau taka ekki eðlilegri framför, þegar ekki er hægt að skifta þeim í deild- ir. Þetta finna allir kennarar um land alt, og aðrir, er bera skyn á málið. Þess vegna hefir svo mikið verið um það ritað, bæði í Skóla- blaðið og annarstaðar, þó að J. H. og Jónsv. viti ekkert um það; yfir þá kemur »það eins og skrugga úr heiðskírn lofti«. — Svo bætist enn eitt við: Þegar börnin hafa staðist fullnaðarpróf það, sem fræðslulögin áskilja, er ekkert hirt um það af mörgum, að þau haldi við þessu litla sem þau hafa lært, því síður að bætt sé við. Það gleymist því, og hinn góði árangur af barnafræðslunni verður að engu. Mig langaði til að í þessari sveit, sem hafði gengið á undan í byrjun- inni, yrði einnig gengið á undan með endurbæturnar, og það því frem- ur, sem hér eru svo óvanalega góð skiiyrði Eg átti tal um málið við marga, einkum reynda kennara. Flest- ir svöruðu á einn veg, og frá einum góðum og skýrum kennara hefi eg í höndum skriflegt svar. Það er svo ljóst og kveður svo skýrt á um það fyrirkomulag, sem fyrir mér vakti, og eg vissi að aðrir höfðu reynt, að eg leyfi mér að birta það hér: »Þér hafið, herra fræðslunefndar- formaður, fariðjj þess áj leit að fá álit mitt um: 1. unglingaskólakenslu í sambandi við barnaskóla i sveit; 2. hvað hæfilegt sé að ætla einum kennara marga nemendur. Timans vegna verð eg einungis að láta mér nægja fáein orð. Eins og yður mun kunnugt vera, hefi eg sjálfur ekkert fengist við kenslu í unglingaskóla og get því ekki dæmt þá eftir eigin reynslu, en eg_hefi allmikið hugsað um það mál, síðan eg varð kennari, og leitað mér upplýsinga um fyrirkomulag þeirra, þar sem þeir eru þegar komnir á á landi hér. Eg komst fljótlega að þeirri nið- urstöðu, að takmarkið, sem við ætt- um.að keppa að, væri að koma upp unglingadeildum í sambandi við barna- skólana, ekki eingöngu i kaupstöð- um, heldur og í sveitum. Það er mjög margt, sem mælir með þessu. Barnaskólarnir, fastir skólar, fullnægja ekki mentunarlöng- un mjög mikils hluta unglinga vorra, en efnum og öðrum ástæðum fjöl- margra þeirra er þannig farið, að þeim er örðugt eða ómögulegt að sækja hinar almennu mentastofnanir vorar. Þörfin er þvi mjög mikil. Unglingaskólarnir eru nú þegar komnir 4 fót í nokkrum sveitum, og hafa reynst ágætlega. Fyrirkomu-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.