Ísafold - 08.12.1915, Page 1

Ísafold - 08.12.1915, Page 1
... Kemur út tvisvar í viku. "Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, dollar, borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. , Lansi iWV ■WNl ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja Ritstjóri: Úlafur Björnsson. Talsimi jsi. 455 Uppsðgn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir L oktbr, og sé kaupandi skuld- laus við biaðið. XLII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 8. desember 1915. 95. tölublað. J. H. og Jónsvíkingar. Nl. Til frekari skýringar vil eg einnig setja hér eftirfarandi vottorð: Veturinn 1906 sagði Hjörleifur prófastur Einarsson á Undirfelli i Vatnsdal af sér prestskap, og fluttist vorið 1907 hingað til Reykjavíkur. Þegar það vitnaðist, að hann ætlaði að standa upp af jörðinni, vaknaði mikill áhugi þá þegar á, að jörðin, Uodirfell, yrði gerð að skólajörð. Var rætt um þetta mái á sveitarfundi, sem haldinn var í dalnum, og heyrði eg sagt frá því, að sá sem þar hefði mælt mest fram með að gera jörð- ina að skólajörð, hefði verið Þor- steinn bóndi Konráðsson á Eyólfs- stöðum, Sömuleiðis áttu þeir tal nm þetta, síra Hjörleifur heitinn á Undirfelli og Þorsteinn, og heyrði eg þá Þorstein mæla fast með, að ]jöiðin yrði gerð að skólajörð. Þetta vottast hér með samkvæmt •beiðni. Reykjavík, 21. ágúst 19x5. Tryggvi Hjörleifsson. Fleira þarf þá væntanlega ekki — þó nóg sé til — til að sanna, að meðan fónsv. voru ekki afvega leidd- ir í þessu máli, dæma þeir, — alveg eins og Kjallaramenn —, jörðina >UndirfeIl í Vatnsdal heppilegastan stað fyrir skólann*, sem þeir vildu »stofnsetja« fyrir þessa sveit, Eg og aðrir Kjallaram. standa fast við þá skoðun sína enn í dag, en það eru hinir, sem hafa hringsniiist. Á þeirri hringrás verða þeir svo ringl- aðir, að þeir eru, með f. H. i broddi fylkingar, að leitast við aðteljafólki trú um: að eg hafi 1913 fundið þessi ósköp upp — að Undirfell væri hent- ug skólajörð, og að eg hafi gert þetta i eiginhagsmunaskyni, sbr. orð f. H.: »Inna" skams komst sú ráðning gát- unna> i loft, að »til þess væru ref- irnir skornir*, að koma upp dálítið álitlegri kennarastöðu, væntandi þess, að skólajörðin yrði losuð til umráða fyrir kennarann o. s. frv.« — fú — eg kannast við þennan rógfráigi^, og faðernið var auðrakið. Fljótt datt þetta niður að vísu. Allir kunn- ugir fnndu hvað það var lygilegt. En úr þvi draugurinn er vakinn upp aftur af J. H. og fónsv., nota eg tækifærið til að lýsa þessar aðdrótt- aöir gersamlega tilhæfulausa lygi. Engan hag gat eg haft af þvi, þó Undirfell yrði skólajörð, og hið eina af börnum mínum, sem gerir kenslu að lifsstarfi sínu, hafði þá 4 árum áður fengið fasta stöðu sem kennari, með miklu hærri launum en hér gat nokknrn tima komið til mála að veita. Lesendum er nú væntanlega orð- ið það ljóst, að alt sem fært var undir 2. lið, er gersamlega hrunið, eins og léleg spilaborg. Það er æfinlega sorglegt að reka sig á, að sumir menn geta ómögu- lega skilið, að aðrir haldi fram nokkru máli vegna almenningsheilla; þeir fara strax að reikna og spá, hvað sá sem það gerir, ætli að hafa upp úr því fyrir sjálfan sig. Annað kemst ekki að i þeirra höfði. Af hverju? — JJklega af því, að þeir finna ekki göfugri hvatir hjá sjálfum sér. — Af þeim sökum eiga beztu málin oft svo örðugt uppdráttar. Þá er 3. liðurinn (kostnaðargrýl- an). Ekki er minni blekkingarvefur ofinn um hann. Fyrir sveitarfund- inn (úrslitafundinn) lögðum við Guðm. alþm. Ólafsson nákvæma á- ætlun um kostnað við undirbygging þá, sem um var rætt undir Undir- fellskirkju, skóla og fundahús; sömu- leiðis teikning, er sýndi fyrirkomu- lagið. Hafði hvorttveggja verið gert með leiðbeining byggingafróðs manns. Áætlunin varð um 1500 kr., þegar tillit var tekið til þess, að það gerði ekki kirkjuna dýrari en ella. Lögðum við G. Ó. einnig fram skriflega ábyrqð fyrir 400 kri frá einstökum mönnum, ljz byggingar- kostnaðar af opinberu fé, og hvött- um að ganga að tilboði templara, a. m. k. 200 kr. = 1,100 kr. Voru þá að eins 400 kr. sem sveitarsjóð- ur þurfti að leggja fram, enda átti húsið að vera hans eign. Það skyldi nota fyrir farskóla hreppsins (norður- hlutann), samkomu eðu fundahús templara og annara sveitarmanna. Með öðrum orðum: Þetta hús gat sveitin eignast fyrir 400 kr.l — Það þýðir ekkert að þvæla um það, að það hefði þurft að verða sveitarsjóði dýrara né auka kostnað á öðrum, því hægt var að fá húsið gert fyrir þessa upphæð, með »akkorði«, ef ekki þótti trygt öðruvisi. Ekki var því pá haldið fram, að við G. Ó. værum ekki gildir ábyrgðarmenn. Hver einasti maður með heilbrigðu viti ætti að geta séð, að sveitinni gat ekki verið gert gagn með því að ueita þessu. Allt masið um að kjallararúmið hefði notast illa vegna turnbyggingar og »dregjara«, veggja o. fl., eru tómar skynvillur. »Að erfitt var með aðflutning á möl og sandi á kirkjustaðinn«, segir J. H. á einum stað. Ojæja — það eru um 80 faðmar og ágæt leið, ef kirkjan hefði fengið að standa þar sem Kjall- aramenn vildu, en helmingi lengri leið þangað sem hún er nú, og J. H. og fónsv. réðu. Ekki sér á að þeim hafi þótt erfiður flutningur lengri leiðina, þvi miklu meira efni var flutt en þurfti. Að vísu hefir það komið sér vel, fyrir ábúandann á Undirfelli, þvi nú er búið að nota það til ofaniburðar í veg um túnið hans, en sparnaður er það ekki fyrir kirkjubyggendur. í þessu kostnaðarhjali greinarsmið- anna er sú stórmerkilega kenning, að dýrara sé að byggja kjallara und- ir húsi, en sérstætt hús, af því að veggir þess megi vera þynnril Hér er vist um alveg nýja uppgötvun að ræða í byggingarlistinni. Húsagerð- armenn hafa sjálfsagt aldrei athugað þetta. Eins og menn vita, gera nær- felt allir kjallara undir húsum sín- um, af því þeir eru svo heimskir(l) að halda að það sé sparnaður. Ame- ríkumenn eru ekki lengra komnir en það, að þeir gera skóla og fundahús undir kirkjum sínum — í sparnaðar- skyni. Glæsilega gera þeir félagar tillögu sína um sérstakt fundahús á hentug- um stað fyir hreppinn, og takið eft- ir! Þeir segjast ætla að gefa þakið á það. Sá galli er reyndar á, að þeir benda ekki á stað fyrir húsið, — eiga líklega ekki völ á honum. Þakið verður því að hanga í lausu lofti um óákveðinn tíma. Hús fyrir skóla vilja þeir ekkert tala um, — eru jafnvel farnir að halda fram, að bezt sé að hann sé á hrakhólum. Þeir ættu nú samt að virða okkur til vorkunnar, sem berum skólann fyrir brjósti, þó við hikum við að hlaða undir þakið þeirra, meðan grundvöllinn vantar, og það má ó- mögulega vera skólahús. Það er annars varla hægt að tala um tillögu þessa i alvöru — tillögu, sem allir vita að var búin til, að eins i þeim tilgangi, að spilla fyrir undirbygging kirkjunnar. Þeir lögðu enga áætlun fram um slíkt hús, og enga teikning, en lögðu kapp á að gera okkar á- ætlun tortryggilega. Meðal annars segja Jónsv. á einum stað: »Fleiri höfðu athugað kostnaðarhlið við byggingu þessa, og komu fram ólik- ar tölur«. Vandalitið að kasta slíku fram og sýna engin rök fyrir. Og enn segja þeir: »Eftir skýringum, sem gefnar voru á fundinum, kom það í ljós, að kostnar-misfellan hlaut að að lenda á kirkjunni*. Hér er faiið algerlega rangt með; engar slíkar skýringar komu fram. Enn verður að drepa á eitt, sem sýnir hvaða hégómi það er, að þeir eru að fjölyrða um kostnaðinn. — Þeir sem best þekkja málið, vita að J. H. og Jónsv. voru orðnir hrædd- ir um að þeir sem mest vildu á sig leggja fyrir skóla og samkomukúss- byggingu, mundu gera hana alger- lega á sinn kostnað, þegar búið var að neita um sveitarfé með 3 atkv. mun. Þess vegna varð að gera alt sem unt var, til þess að banna slíkt. Daginn eftir hreppsfundinn fræga, 10. febr., var safnaðarfundur að Ási, eins og löngu áður var auglýst. — Þann fund sóttu fáir Kjallaramenn. Gerðu ekki ráð fyir, að þetta bygg- ingarmál yrði rætt þar frekar, enda þeir menn úr sókninni, sem eiga heima í Sveinsstaðahr., búnir að gefa byggingarleyfið fyrir sitt leyti á fundi áður. Málinu var þrengt inn á fundinn samt, eins og eftirfarandi útdráttur úr gerðabók sóknarnefndarinnarsýnir: 5. í fundarboðinu stóð, að leita skyldi álits um, hvort byggja skyldi kjallara undir kirkjunni, en fundar- stjóri tók það fram, að því að eins hefði þetta verið tekið upp í fundar- boðið, að hreppsfundur hefði verið ófáanlegur um þetta málefni, en nú hefði hreppsfundur verið haldinn um mál þetta, og taldi hann því enga þörf að ræða hér málið, enda nokkr- ir af fundi gengið. Engu að síður kom þó tiliaga fram í málinu, og samþykt með 28 atkv, gegn 2, að söfnuðurinn leyfði als eigi að kjallari væri bygður undir kirkjunni. Það skal takast fram, að þeir 2 menn, sem greiddu mótat- kvæöin, voru sóknarnefnarmenn. Fundi slitið. Guðm. Ólafsson Bjarni Pálsson (fundarstjóri). (fundarskrifari). Þetta var það, sem greinarhöf. í ísafold í vetur kallaði, »að bíta höf- uðið af skömminni*, og mun eng- um öðrum en J. H. og Jónsv., þykja of mælt. Það sýnir svo áþreifanlega kappið blinda, að fyrirmuna eftir- komendum afnot þessa margumrædda húss, »þó það hefði verið gefið*. Það sýnir lika jafn áþreifanlega, að alt kostnaðarhjalið er einungis ráða- leysis fyrirsláttur. Læt eg svo lokið að ræða um þá 3 liði, sem nefndir eru i byrjun þessarar greinar. Að vísu er margt fleira villandi í þessum skrifum, sem eg nenni ekki að fást við. Lesendur eru vonandi farnir að renna grun í, að ekki sé meira að marka það. Sumt af því skal þó getið um. J. H. nefnir dæmi um atkvæða- smölun Kjallaram., en öll eru þau tómur heilaspuni, nema ef vera skyldi að ein kona hafi mjólkað kýr sinar seinna en vant var. En — var hún ekki sjálfráð um það? Slikt er þó sannarlega ómerkilegt blaða- mál. Það hefði verið töluvert merki- legra að skýra frá, hvernig landset- um, húsfólki og öðrum, sem hon- um og hans liðum var háð, — þar á meðal kerlinga-aumingjum —, var sópað á fundina. Það hefði þó sýnt dugnað víkinganna hans, sem höfðu vel til þeirrar viðurkenningar unnið. Þá gera þeir félagar meira úr at- kvæðum bœnda en annara. Þvi eru þeir að sletta þessu framan í fólkið, sem var að hjálpaþeim; Meiri hluti þess var þó búlaus. Og hvernig stendur á þvi, að Jónsv. hafa ekki fengið meira en 10, eða öllu heldur 9 búendanöfn undir skjal sitt? Bú- endur eru þó 24 í hreppnum. Þeir félagar staðhæfa, að fundir séu illa settir á Undirfelli, og kann- ast nú hvergi við að þar sé hentug- ur skólastaður. Um hvorttveggja talar reynslan á móti þeim. í tíð síra Hjörleifs — og oftar — voru langflestir fjölmennir fuudir haldnir þar, aðrir en þing og hreppaskil, og hefi eg aldrei heyrt talað um örðug- leika að sækja þá. í 6 ár hefir barnaskóli verið haldinn þar. Mundi það hafa verið gert, ef staðurinn væri óhentugur ? Þangað hafa geng- ið börn af 11 bæjum. Jónsv. vilja ekki kannast við, að þeir hafi upphaflega verið með und- irbyggingunni — i alvöru. Þeir um það. En — þeir gæta þess ekki, að það er sama sem að minna á, að ekki megi taka mark á orðum þeirra. Sumir þeirra þóttust lengi vel vera með málinu, og töldu bæði mig og aðra á að fylgja þvi; um það má fá hér marga vitnisburði. Vilja þeir það? Þó eg hafi i þessari grein orðið að snúa máli mínu til allra þeirra, sem nöfn eiga undir hinum umræddu greinum (hvernig sem þau eru feng- in), býst eg við að gteinat-sniiðurinn sé að eins einn. Þess völundur hefi að siðustu gert Jónsv. þann óleik, að láta þá Iýsa yfir að þeir sjái ékkert á móti því að selja ábú- andanum UndirfelL Já — þarna kom kjarna-atriðið i öllum þessum gauragangi. En þetta er aftur sama sem yfirlýsing um það, að þeir sjái ekkert á móti því, þó drýgt sé laga- brot. — Eg hefi aldrei farið dult með þá skoðun mína, að þessi jörð heyri tvímælalaust undir 2. gr. kirkju- jarðasölulaganna, og þvi heimildar- laust að selja. — Þeir litu eins á 1906 og oftar. En hvernig sem þeir hringsnúast — þori eg, jafnt sem áður, að standa fast við skoð- un mína. Komsá, i októberm. 1905. Björn Sigfússon. --------«»»---------- Börn vor hinumegin. (Eftir »Light«). Fyrir nokkrum árum síðan fór eg, eins og fleiri, að leggja hug á spiritismann, og átti lestur Ljóssins («Light«) mestan þátt í þvi. Fékst eg lengi við iorú tilraunir og þess konar/en gat þó ekki fundið botn í þvi, eða svo mikið samhengi, að mér nægði, enda vantaði ekki, að fólk mitt réði mér frá því braski ög fullyrti, að allar slíkar bendingar kæmu frá slæmum stöðum, liklega frá djöflinum sjálfum. (Nú hefi það fengið alt aðra skoðun!) Og eg hélt áfram, aleinn míns liðs. Fór eg þá að taka eftir þvi, að eg væri miðill og gæti skrifað ósjálfrátt ann- að veifið. En þar eð enginn hjálp- aði mér né leiðbeindi, dugðu mér samt enganvegin þær tilraunir svo eg yrðitrúaður: mér þótti alla vizku, allan helgiblæ vanta, svo og vissu um, að þeir sem rituðu og sögðu til nafns síns, segðu mér satt. Sumt fanst mér hreinn hégómi. Loks ritar faðir minn með hendi minni — faðir minn, sem andaður var fyrir mörgum árum, sem eg ávalt hefi tregað. Þá fór eg að trúa. Hann sagði mér hluti, sem eg fann að voru alveg sannir eða áreiðanlegir. Og meðal annars lét hann mig skrifa, að barn mitt, sem dó fimm dögum eftir faðinguna, væri með sér, og væri nú skinandi fögur vera, er hefði verið alin upp af englum. Faðir minn lýsti honum fyrir mér á ýmsan hátt, og það fylgdi með, að hann legði stund á listir og als konar hagleik. Hann bar kveðju frá honum og þá spurning, hvers vegna eg bæri ekki á mér »hárið af honum«. Eg fékk nóg um að hugsa, enda mundi þá eftir, að ljós- móðirin, sem tók við houum, er hann fæddist, tók af höfði hans tvo ofur- smáa lokka, sem eg geymdi i brjóst- eski (kapsel), en hafði fyrir nokkru sett eskið ásamt öðrum dýrgripum i. skrín, og afhent skrinið banka einum, sem geymdi það sem veðfé. Og nú hafði eg nálega gleymt esk- inu. Eg spurði föður minn, hvort sonur minn mundi geta skrifað eins og hann með hendi minni. Það tókst óðara, og hefir hann svo skrif- að nálega daglega ávalt siðan. Hann er nú 47 ára gamall; og eg veit af honum, þekki hann og elska eins vel, eða fremur, og hin börnin, sem eg eignaðist eftir hans dag. Gegn- um hann hefi eg komist í kynni

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.