Ísafold - 18.12.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.12.1915, Blaðsíða 3
IS AFOLD 3 að I V V. B K. i V Vefnaðarvörur, Pappír og ritföng, Sótaíeður og skósmiðavörur. Vandaðar vörurf Ódýrar vörurt | Verzt. Björn Kristjánsson. | IE Sjál fstæðisfélagið heldur fund í Good-Templarahiisinu, laugardaginn 18. þ. mán. kl. 8'/2 siðdegis. Riistjóri Ólafur Björnssou flytur erindi um skattastefnur. Til jólanna: Urval af Kvenskyrtum, Millipilsum, Náttkjólum, Karlmanna-, Unglinga- og Drengjafötum, Yfirfrakkar á drengi og fullorðna. — Borðdúkar. og margt fleira nytsamt til jólagjafa. Áreióanlega bezt kaup á ofantöldum vörum í Austurstræti 1. cflsg. S. tSunnlaucjsson & @o. Danskar kartöflur. Gœði og verð óviðjafn- anlegt í verzl. B. H. Biarnason. Og þar af á að taka dýrtíðarhallann. Ætli þá verði mikill gróði eftir i Eða er hægt að kalla það $róða, þó húsbændur hefðu þetta árið nokkra tugi króna í kaup fyrir sjálfa sig? Nógu mörg verða kauplausu árin fyrir því. Smjörpeningar munu ekki hafa orð- ið meiri i sumar en í meðal ári, þó verðið væri dálítið hærra, og vafa- iaust mikið minni hjá sumum. Og svo mun vera um fleira smávegis, er eg hef slept. Vafalaust tel eg, að sauðfé og hross sé að mun færra í landinu núna, en um þetta leyti árs 1913, og var þó miklu meira selt af sauð- fé haustið 1913 en nokkru sinni áður. Verið getur að verðmæti þessa fénaðar framvegis bæti úr fækkun- inni. Hitt er augljóst, að það sem menn selja af bústofni sínum, er ekki fremur »stórgróði«, en þó útvegs- menn selji hluta i skipum sínum eða veiðarfærum. Viqfús Guðmundsson. Gullfoss kom til Khafnar 17. þ. m. og fer þaðan aftur 24. þ. m. áleiðis hingað. Goöatoss fór frá Khöfn i gær. Stjarnan í austri. Fulltrúi þess félags héi á landi, hr. Guðm. Guðmundsson skáld hefir beðið ísafold geta þess, að það fé- lag eigi ekkert skylt við guðspekis- félagið — enda margir prestar brezkir og annara þjóða, sem eigi aðhyllast guðspekiskenning, í þessu félagi. Niðurjötnun á Akureyri. Aukaútsvör Akureyrarkaupstaðar nema þetta ár alls kr. 24.965. Gjald- endur eru alls 916. Meðalútsvar þvi um 27 kr. Hæst útsvar er 2500 kr. hjá kaupfélagsverzlun Eyfirðinga, en næstir eru Höepfners verzlun með 1400, Snorri fónsson með 900, Ragnar Ólafsson 825, Jóh. Þorsteins- son 810, Ottó Tuliníus 700, Hinar sameinuðu isl. verzlanir H.f. 650, Ásgeir Pétursson 600, J. V. Havsteen 525 og Chr. Havsteen 500. Frá Akureyri er oss ritað, að í stað Steingr. Matthíassonar læknis sé settur héraðsl. Sigurjón fónsson í Dalvik, en gengið fram hjá aðstoðarlækni héraðsins Valdimar Steffensen. Hefir þessi ráð- breytni vakið mikla furðu þar á staðnum, ekki sízt fyrir það, að hinn setti héraðslæknir situr eftir sem áð- ur í Dalvik. Snotur jólabók handa börn- um er lítið kver með barna- sögum í eftir hina góðkunnu skáld- konu Torfhildi Þ. Holm. Hefir hún verið gefin út nú af þeim fóni Helga- syni (ritstj. Heimilisbl.) og Jóni Þórðarsyni prentara. Þessar sögur hafa eigi verið gefnar út í 25 ár, og því mjög torgætar orðnar. Munu mörgum börnum aufúsugestur. Verð- ið að eins 50 aurar. Niðurjöfnun á Eyrarbakka 0{J Stokkseyri. Á Eyrar- bakka nema aukaútsvörin 10.600 kr., en á Stokkseyri um 9000 kr. Hæsti gjaldandi Eyrarbakka er verzlunin Einarshöfn með 2500 kr., en næst kaupfélagið Hekla með 1900 kr. A Stokkseyri er lang hæsti gjald- andi kaupfél. Ingólfur með 1750 kr. Slysför. Á miðvikudaginn var druknuðu 3 menn á fiskiróðri frá Sandi á Snæ- fellsnesi. Alda kom á bát með 6 mönnum á, svo hann fylti þegar. Aðrir bátar, sem sáu atburðinn hröðuðu sér að bjarga mönnunum. Tókst að bjarga 3 þenra, lífs. En 3 biðu bana, einn Illugi Sigurðsson, áður en hann náðist, en tveir á leið- inni i land. Þeir hétu: Guðmundur Dagsson og Guðmundur Pétursson. Rödd úr sveit. Nú má heita hvild á öllu stjórn- málaþrasi. Það minnist varla nokkur á stjórnmál, siðan Einar Arnórsson leiddi stjórnarskrána til staðfestingar í vor. Það sést vel á því að þjóð- in þráir frið og þarf frið í þeim málum, til þess að geta hugleitt betur, hvernig hún geti bezt stund- að atvinnuvegi sina, svo að þeir verði henni til sóma og eflingar. Stjórnarfyrirkomulag vort, eins og það er nú í aðalatriðunum, er ekki svo þvingandi, að þjóðin geti ekki stundað atvinnuvegi sína, eins og henni bezt þykir. Þess vegna verð- um við að Játa alla samninga í sambandsmálinu bíða þangað til við erum búnir að taka glögga stefnu í þvi máli, — þangað til öll þjóðin sem einn krefst þess, sem henni ber. En hún verður að byggja kröfur sínar á þroska og þreki sínu, að sníða sér stakk eftir vexti — þá mun hún ni því marki, sem hún á að setja sér, að verða sjálfstæð i orði og á borði, þ. e. efnalega og andlega, — og síðan stjórnarfarslega. En hvernig getur hún í næði náð þeim þroska? Og hverir eiga að vera leiðtogar hennar og löggjafar I þeirri baráttu? Að efnalegu sjálfstæði eiga auð- vitað atvinnurekendur að vinna, bændur til lands og sjávar, og aðr- ir atvinnurekendur. Þeim mun vera kunnugast, hvað ábótavant er hjá þeim, og þeim er helzt trúandi til að ráða bætur á því. Það er ekki eðlilegt að embættismenn verði eins úrræðagóðir í þeim efnum; þeir hafa lítið við þeirra vinnu fengist og bera því álíka skyn á hana og bændur á embættisveik og embættisfærslu. Sér- staklega á það við embættismenn í bæjum. Sveita embættismenn má telja bændur. Yfir höfuð ættu lög- fræðingai ekki að vera jafn fjölmenn- ir á þingi og verið hefir. Það sést bezt á málum þeim, sem síðustu þing hafa haft til meðferðar, að þeir eru ekki heppilegir. í staðinn fyrir að bera málin einfalt og ljóst fram, hafa þau verið borin fram með svo mikilli lagavizku og krókaleiðum, að alþýða manna er ekki fær um að fylgjast með. Þetta getur hver heil- vita maður séð að er ekki heppilegf. Hugur þjóðarinnar verður leiður á að fylgjast með því sem hún skilur ekki. Hún getur þar af leiðandi ekki lagt neitt til málanna. Það eru bví aðallega atvinnurekendur, sem eiga að vera á þingi. Eg held að nóg sé til af hæfum mönnum úr þeirra flokki, til skipa þingbekkina að mestu leyti. Að minsta kosti hafa bændurnir okkar ekki orðið stétt sinni eða þjóð til mikiliar minkunar hingað til á þingi, fremur en þeir, sem meiri skólalærdóm hafa, þó þeir hafi ef til vill verið nokkuð íhaldssamir á landsfé. Þeir þekkja svitann, sem peningarnir kosta þá, og er eðlilegt að þeir vilji ekki kasta þeim í neina óvissu. Það er ef til vill engu síður vanda- samt að finna heppilega leið til að þroska menningu þjóðarinnar en til að efla atvinnuvegi hennar. Ment- un og menning ðll, á réttum grund- velli, er undirrót vel stundaðra at- vinnugreina. í 79. tbl. ísafoldar þ. 13. okt. þ. á. skrifar einhver »Birkibeinn« stjórn- málaþætti, og talar aðallega um, hve óvinveittir bændur á þingi séu allri menningu. Hann fer ósæmilegum orðum um þá og varar kjósendur við að kjósa síika menningardólga á þing. Því gerir hann þetta ? Gerir hann það aðeins til að auka flokkadrátt og æsingar? Eða veit hann ekki að meiri hluti kjósenda eru bændur, annaðhvort til lands eða sjávar, og hvert illyrði í grein hans til þingbænda er eins og löðrungur á þjóðina, eins og löðr- ungur á mann, sem ekki veit að hann hafi unnið neitt til saka, nema ef það væri sök að fylgja sannfær- ingu sinni. Að öðru leyti er margt gott í grein þessari, og ef Birkibeinn hefði hafið árás sína á þingmenn á kurt- eisari hátt, væri hver lista- og menn- ingarvinur honum þakklátur. Það er auðséð á ritgerð Birkibeíns að hann telur það einu leiðina til að efla menningu þjóðarinnar að fjár- veitingarvaldið leggi drjúgan skerf til í skáldalaunum og leikhúsbygg- ingum o. fl. þ. h. til eflingar listum og vísindum. Sjálfsagt hefir hann nokkuð til síns máls. En það er nú min skoðun eins og flestra þing bænda, að það sé ekki heppilegasta ráðið, það verði ekki almenn menn- ing og ef til vill ekki holl. Nú vitum við það að skáld eru mörg hjá okkur og fleiri en hjá nokkurri annari þjóð að tiltölu. Og ef ætti að fara að launa alla, sem hafa það að lifsstarfi að vera skáld, gæti verið að fleiri yrðu skáld en væru það að upplagi. Það er þvi varúðarregla, sem þingbændur taka, að launa ekki aðra en þá sem skáld eru. Það sem fyrir þingbændum vakir, er það, að auka alþýðument- un, því þeir vita að alþýðumentun á þjóðlegum og verklegum grundvelli er þjóðarhnoss, sem er meira í var- ið en leikritin eftir leikritahöfund- ana, sem Birkibeinn nefnir. Þó eiga þeir margfaldar þakkir skildar fyrir þau. Þvi að eins verður þrek Allskonar niöursoönir ávextir mikið úrval hjá Jes Zimsen. og þol í einhverjum manni, hvort heldur er skáld, bóndi eða hvað sem er, að hann hafi eitthvað fyrir þvi haft að verða það sem hann er. Það er alls ekki vist að bændur séu þröngsýnni i velferðarmálum þjóðarionar en lærðu mennirnir, að minsta kosti ber stefnuskrá bænda- flokksins það með sér, að þeir hngsi ekki siður fyrir andlegu og efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar en embættis- menn. Það er sj ilfsagt af fj irveitingar- valdinu að það styðji öll fyrirtæki, sem til þjóðþrifa eru, hvort heldur eru andlega eða efnalega, en það verður að hafa það fyrir augnamið að auka ekki útgjöld landssjóðs um of, og eins það að ala ekki upp iðjuleysingja í stað nytsemdarmanna. Það er vandratað meðalhófið, og enginn gerir svo öllum liki! Sigurður Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum. árin 1707—1709. Það er sennilegt að Karl konung- ur hafi fyrst ætlað að stefna her sínum til Pleskov og sænsku Eystta- saltslandanna. Og þetla sést meðal annars á orðum hans sjálfs, er hann mælti við Gyllenkrook áður en hann færi úr Saxlandi. Gyllenkrook hafði þann starfa á hendi að gera lands- uppdrætti og ákveða það hverja vegi herinn skyldi fara. Þeir konungur höfðu rætt um eitthvað því viðvikj- andi og mælti þá konungur: »Vér ætlum oss eigi annað en hrekja ó vinina burt úr landí voru og taka. Pleskov, og verðið þér að undirbúa þá árás. Konungur bauð Gyllen- krook ennfremur að gera sérstakan uppdrátt af héraðinu umhverfis Pleskov og kveðja þangað liðsfor- ingja, er sérþekkingu' hefðu á vígj- um, til þess að stjórna árásinni á kastalann. Þetta var gert og kon- ungur lagði ríkt á við Gyllenkrook að halda þessu leyndu, en það var nægileg sönnun þess, að honum var alvara. Gyllenkrook gerði auk þess uákvæma áætlun úm árásina á Pleskov. Svíar áttu að slá herhúðum í Pól- landi og hafast þar við um vetur- inn, en ráðast eigi á Pleskov fyr en um vorið. Þá átti og Lewen- haupt að koma þangað með her- sveitir sinar frá Líflandi og Lybeck- er með sínar hersveitir frá Einlandi. Jafnframt átti að ráðast á Pétursborg og Narva, og eftir að herinn hafði tekið Pleskov, átti að neyða óvinina til þess að leggja til höfuðorustu einhversstaðar milli Pleskov 'og Novgorod. Ef Rússakeisari vildi eigi eftir það ganga að skilyrðum Svía, átti að kalda sókninni áfram til Moskva. Þá átti og herinn [

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.