Ísafold - 26.07.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD 53 £3 TJrtti Eiríksson Tlusturstræfi 6 D *ff<2jnaéar- cfrrjona- og Saumavörur □ hvergi ódýrari né betri. □ þvoíía- og c7Creinlœtisvorur beztar og ódýrastar. JSeiRföng og %3œRifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. □ jiein. Hafi verið einber missýning, og annað ekki. Þetta var meining mín að gera með linum þessum. Og af því að Isafold hefir sýnt viðleitni á að jafna aftur úr þessum svo nefnda stétta- ríg, þá sendi eg henni línurnar, og þætti mér vel, ef þær gætu stutt pá stefnu. 6. apríl 1916. t Þorvaldur iónsson, f. héraðslæknir á ísafirði, lézt i fyrra- dag eftir langvinna vanheilsu. Hann var kominn hátt á áttræðisaldur. Æfiminning kemur síðar hér i blaðinu. Ef ekkert samkomulag hefði verið gert? Út úr umtali þvi, er spunnist hefir um samkomulagið við Breta, sérstak- lega í einu blaði, væri ástæða til að athuga nokkru nánar, hvað hefði orð- ið, ef ekkert samkomulag hefði verið gert. í júniblaði »Ægis« er prentuð »klausulan« svonefnda, sem byrjað var í marzmánuði að heimta af öll- um þeim, sem kol eða salt vildu fá frá Bretlandi, og nær allir kaupsýslu- menn, sem með þær vörur, og fleiri verzla hafa undirskrifað. Eins og menn vita er efni hennar, að sá sem undir skrifar, skuldbindur sig til að nota ekkert af kolum og salti, er hann fær frá Bretlandi (hjá mörgum nær þetta til alls er hann hefir og fær af vörunni, hvort sem er frá Bretlandi eða öðrum löndum), til þess að tilbúa vörur, sem ætlaðar eru til útflutnings til lands, sem á i ófriði við Stóra-Bretland, né heldur til Daumerkur, Noregs, Svíþjóðar eða Hollands og heldur eigi selja kolin eða saltið eða tilbúnu vöruna neinum, sem er á »svarta listanum*. Blaðið bætir við þessari athuga- semd: »Þegar vér lesum þessa skuld- bindingu, sem ekki eru orðin tóm, en sem kosíað er kapps um að sé framfylgt, þá dettar okkur ósjálf- rátt í hug, hverjir stjórna landinu okkar. Hvar á að selja afurðirnar þegar verzlun við hin nefndu ríki er bönnuð og þau, sem ekki eru á listanum, eru peningalítil og ferðir um sjóinn jafn ótryggar og þær eru«. Mér finst athugasemd þessi varpa nokkru ljósi yfir það, hvernig ástandið hefði orðið, ef ekkert hefði verið að gert. Mér sýnist í fljótu bragði, að vér hefðum staðið uppi markaðsldns- ir með þær »klausuleruðu« afurðirn- ar, sem ekki urðu seldar til annara landa en þeirra, sem »klausulan« bannar. Hvað hefði þá átt að gera t. d. við sildina, ketið, gærurnar, sem lítill eða enginn markaður er fyrir í löndum þeim sem »klausul- an« heimilar að selja til? Og það brot af islenzkum útflutn- ingsvörum, sem ekki er »klausuler- að«? Eg hefi heyrt menn segja: Það hefði verið betra peirra veena, að ekkert samkomulag hefði verið gert, því þá höfðu menn opnar leið- ir til að reyna að koma vörunum fram hjá brezka hafnbanninu og fá hærra verð fyrir þær«. Mér skilst, að engri slíkri leið hafi verið lokað með brezka samkomulaginu — ef menn vilja taka áhættuna. Hér mun gæta einhvers misskiln- ings hjá fjölda manna, misskilnings, sem líklega stafar af því,-að rangt var skýrt frá efni samkomulagsins í einu blaði. Hitt hefir unnist. Vér höfum fengið áreiðanlegan markað fyrir þær afurðir vorar, sem við mátti búast að við stæðum murkaðslausir uppi með, ef ekkert samkomulag hefði verið gert. Verðið er að vísu lægra en fengist t. d. á Norðurlöndum. En þangað er oss ókleift að koma vörunum fyrir Bretum og verðið er fullsæmilegt þegar athugað er að Bretum baf engin skylda til að kaupa fyrir neitt verð. Og hvernig hefðum vér verið staddir, ef tekið hefði verið í vor fyrir alla aðflutninga frá Bretlandi á kolum og ýmsum nauðsynjavörum ? Það er ekki gott að fullyrða að slíkt hefði verið gert. hn vegna sam- komulaqsins vitum vtr nú, að pað qetur ekki orðið qert. Mér er óskiljanlegt hvernig sú hugsun getur komist inn hjá mönn- um, að vér hefðum verið betur settir ef ekkert samkomulag hefði verið gert. Samkomulagið var nauðsynlegt og mér finst það giftusamsega ráðið. Arscell. Síldveiðarnar nyrðra ganga ágætlegn. Botn- vörpungarnir moka inn síldinni dag- lega og verði framhaldið i líking við byrjunina, má gera ráð fyrir ein- stæðum sildafla í sumar. Launanefndar-álitið er væntanlegt núna um mánaða- mótin. Er það um 40 arka bók og mun mega vænta þar margra ný- stárlegra tillaga., Vegna þrengsla verða ýmsar greinar að biða næsta blaðs. Rafveita Reykjavíkur. AUar horfur munu á þvi, að það mál ætli að komast úr kútnum, áð- ur en mörg ár líða. Eins og kunnugt er, samþykti bæjarstjórnin í vor að fá erlendan verkfræðing til þess að rannsaka hvort í Elliðaánum mundi hægt að koma fyrir nægilegri aflstöð handa bænum. Bæjarstjórnin sneri sér til verk- fræðingafirma í Kristjaníu, sem heitir: ;>De forenede Ingeniör Kontorer« — og er hið helzta af því tægi þar í landi, sameinað úr tveim stærstu firmunum, sem fyrir voru. Þetta firma hefir m. a. bæði áætl- að og annast um allar framkvæmdir á rafmagnsstöðinni í Björgvin 30.000 hestafla stöð og 35 rasta langri leiðslu. Ennfremur hefir það séð um Aarli- fos-aflstöðina í Telemarken með 24,000 hestöflum, sem leidd eru um 70 rasta veg og þá notuð til ljósa og iðnaðar í þrem bæjum við Skiens- fjord. Þetta firma hefir í smíðum nú tvær feikna-aflstöðvar í Noregi, »Glomfjord« í Nordland og »Bjölve- fos« í Harðangri, hina fyrri með 125,000 hestöflum og hina síðari með 80,000 hestöflum. Þetta firma hefir tekið að sér rann- sókn Elliða-ánna og er fulitrúi þess verkfræðingur lorleij Hanssen Lange nú að því verki og all-Iangt kominn með það. Hefir hann unnið í þjón- ustu þessa firma um allmörg ár og m. a. við aflstöðvar þær sumar, sem að ofan eru greindar, og ennfremur aflstöðina i Övre-Eker þar sem aflið er leitt um 100 rasta veg. Þar hafði hann forstöðu smíðinnar á hendi og allar áætlanir. Það má því áreiðanlega fulltreysta því, að það sem hr. Lange leggur til málanna um rafveitu frá Elliða- ánum verður enginn hégómi. Verður fróðlegt að fá vitneskju um áætlanir hans, kostnað og fyriir- komulag. Rannsóknarstarfinu sjálfu mun bráðlega lokið og má væntan- lega búast við frekaii fréttum af því upp úr mánaðamótunum. Svo mikið mun þó mega segja nú, að eftir áætlunum hr. Lange mun þurfa að leiða aflið um 8 rasta veg eða svo, þ. e. frá því nokkuru fyrir ofan ensku húsin við Elliða- árnar. ------18 ) *T ■ ■ ....... Látin er nýlega í Kaupmannahöfn sam- kvæmt simfregn, frú Sylvia Liunge, f. Thorgrímsen, dóttir Guðmundar heit. factors á Eyrarbakka. Hafa ekki orðið, nema fáeinir dag- ar milli hennar og Systur hennar á Eyrarbakka. Af þeim Thorgrimsens-systkinum eru nú eftir á lífi frú Ásta Hall- grímsson og síra Hans Thorgrimsen, kirkjufélagsprestur meðal landa vestan hafs. Bæjarbruni. Bærinn Skógargerði í Múlasýslu brann til kaldra kola aðfaranótt sunnudags. Bóndinn þar, Gísli Helgason bók- sali, misti alla innanstokksmuni og bækur, er hann hafði til útsölu, en alt var vátrygt. Um upptök eldsins er það haldið, að neisti frá ofnpípu hafi kveikt i þekju hússins. Bókarfregn. Berklavoiki og meöferö hennar heitir lítill bæklingur, ný- útkominn, saminn af Sigurði Magn- ússyni lækni á Vífilsstöðum, gefinn út a.f Þorst. Gíslasyni. Þetta er ein af þeim bókum, sem ætti að vera til á hverju heimili landsins, og vera til á þann hátt, að heimilisfólkið kynti sér hana ræki- lega, fyrst og fremst móðirin. t bæklingi þessum er mjög skil- merkilega skýrt frá öllum hliðum berklaveikinnar og meðferð hennar. Kaflarnir bera þessar fyrirsagnir: 1. Saga og útbreiðsla. 2. Sóttkveikja og smitun. 3. Varúð og sóttvörn. 4. Lækning og meðferð brjóstveik- innar. Jón Trausti og ísafold. Svofelt bréf hefir ritstjóra ísafold- ar borist frá Jóni Trnusta: Herra ritstjóri Ólafur Björnsson. Góði kunningi! Eg sé það á grein þinni í »ísa- fold« í gær, að þú vilt ekki taka á þig siðferðislegu ábyrgðina af grein »Sveitakarls« í 43. tbl. blaðsins, sem kom út á meðan þú varst erlendis. Þá finst mér minna um vert laga- ábyrgðina, og hefi því ákveðið, að láta málsókn gegn blaðinu niður falla. Reykjavík, 23. júlí 1916. Vinsamlegast. Guðmmdur Magnússon. Jón Helgason prófessor fór utan með Gullfossi. Ætlar hann að flytja erindi um ísland og íslenzk efni við lýðháskólana dönsku samkvæmt boði því, er áður hefir verið getið hór í blaðinu. Skipi hlekkist á. Fiskiskipinu Resolut hlektist á hór á höfnlnni að- faranótt sunnudags, lenti á skeri. En náðist af því með næsta flóði og er nú í Slippnum til viðgerðar. Flórn-farþegarnir halda heimleiðis rneð Goðafossi, sem nú er í Leith og á að fara þaðan í dag. Botnia kom til Leith í fyrradag á leið til Hafnar. — J Ceres fór frá Kaupmaunahöfn í gærmorgun áleiðis hingað. Enn um skógræktina. Kofoed Hansen skrifar grein i 53 tbl. Isafoldar um skógræktina. Lætur hann það heita »leitrétting« á grein minni í ísafold 21. júní. En grein hans er þó í raun og veru staðfest- ing á öllu þvi, er eg skrifaði þar um skógræktina, og fann starfi hans til foráttu. Hann játar hispurslaust afglöp sín og trassaskap og þarmeð viðurkennir sig óhæfan með öllu að fást við skóg- ræktina. Þetta vita auðvitað allir, sem þekkja K. H., en það er virð- ingarvert af honum að kannast við þetta sjálfur, og ætti þeir að taka slíkt til greina, sem fjalla um skóg- málin á þingi. Þegar menn standa uppiráðalausir að verja gerðir sínar, gripa þeirjafn- an til þess úrræðis að kasta skarni að mótstöðumönnum sínum og drótta að þeim ýmsum óknyttum,. og miður góðgjörnum hvötum. — Slíkar saurslettur fann K. H. sig sjálfkjörinn til að við hafa í byrjum greinar sinnar. Þegar hann er ráð- þrota yfir því að geta ekki hrakið' eitt orð af þvi, sem eg skrifaði um skógræktina, eys hann úr sér fúk- yrðum. En þeir sem þekkja þjösna- skap og geðvonzku K. H. undrasr ekki, þó hann skirpi út úr sér slíku endemi, enda sæmir sá munnsöfn- uður persónu hans fullkomlega. Eg tók það fram, að skógarhögg væri nú eugu betra, en það var, áður en skógræktarstjórinn koro til sögunnar. Þetta viðurkennir K. H.. sjálfur, er hann vill smeygja sér undan ábyrgðinni í því efni og koma henni á hendur bændum (hreppstjór- unum); vill kenna þeim um trassa- skapinn. Hann er hreykinn yfir því að hafa komið því til leiðar að klekt var á' bónda nokkrum í Mýrasýslu fyrir einhverja smáyfirsjón viðvíkjandi eftir- liti með skógi. — En sjálfur þykir hann saklaus og hreinn hvað það snertir. Það er svo sem munur að vera skógstjóri! K. H. segist hafa farið »þess á leit við tvær sýslunefndir að ráða i þjónustu sína tvo fasta starfsmenn til þess að hafa með höndum skógar- högg«. — En hvorug sýslunefndin mat tillögnr hans svo mikils að þær tækju þær til greina. Þetta sýnir ekki annað en að svo er búið að drepa áhuga almennings á skógræktarmálinu með óhyggilegri stjórn, að tillögum frá skógstjóranum er ekki litið við, þótt i þeim felist einhver skíma af viti. Auðséð' er það á öllu, að K. H. hefir viljað hliðra sér hjá að útvega skógvörð í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu í staðinn fyrir þann, sem sagði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.