Ísafold - 23.12.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.12.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Bókverzlun ísafoldar selnr íslenzkar, enskar, danskar, norskar og sænskar &77rni Eiríksson S 5 TJusfurstræti 6 H *2íe}naðar- <3?rjona- og Saumavörur Q hvergi ódýrari né betri. □ n þvotía- og cJCroinlœfisv&rur beztar og ódýrastar. JSaiRföng og <3œíiifcerisgjafir hentugt og f|ölbreytt. □i Ljóðmæti i skraufbandi eftir: H. Hafstein, Matthías Jochumsson, Jónas Hallgrímsson, Steingrím Thorsteinsson, Kr. Jónsson, Hannes Blöndal, Huldu, Guðm. Guðmundsson, Þorstein Erlingsson, Jóh. G. Sigurðsson o. fl. o. bækur. Nyjasta bók Gunnars Gunnar#;sonar: Vargur i véum Spiritistiskar bækur. / skraufbandi: I Ð U N N (gamla) öll bindin, SÁLIN VAKNAR, FRÁ ÝMSUM HLIÐUM, GULL, OFUREFLI, TVÆR SÖGUR, KIRKJAN O G ÓDAUÐ- LEIKASANNANIRNAR, AFMÆLISBÓKIN, ÍSL. SÖNGBÓK, SÁLMABÆKUR o. fl. o. fl. Bókafregn. Kirkjan og ódauSleika- aannanirnar, eftir pró- fesBor Harald Níelsson. ísafold 1916. — Verð kr. 2.40. Það eru 4 fyrirlestrar og 3 pré- dikanir, sem próf. H. N. heflr haldið, sem hann nú hefir látið prenta og gefa út í einni heild. Bókin er ekki lítil — 171 bls. í allstóru broti — prentuð á góðan pappír með ágætu letri. Frágang- ur allar hinn bezti. * Afskifti próf, H. 'N. af sálar- rann8Óknum vorra tíma og spíri- tismanum eru þjóðkunn. Menu vita að hann einmitt sem krirkj- unnar maður telur sér skylt að útbreiða þekkingu i þessum efn- um, er hann lítur svo á sem sé ákaflega mikil, já ómissandi, stoð kristnu trúarlífi og kristinnikirkju Fyrirlestrarnir fjalla um þessi mál. Margir hafa heyrt þá flutta en fieiri þó ekki átt kost á því. En báðum hlýtur að vera mikið ánægjuefni að eignast þá prent- aða og mörgum ættu þeir að gera gagn, er vilja lesa þá með at- hygli og hleypidómalaust. Fyrsti fyrirlesturinn er um svipi lifandi manna og hvort lifandi menn geti í bili farið úr líkama sínum. Þetta er svo yfirgrips. mikið efni að sízt er þess að vænta að drepið verði nema örlítið á fyrirbrigði þau, er sumpart benda í þessa átt og sumpart ekki verð- ur annað séð en fullkomlega sauni þetta. Nefnir H. N. 3 útlend dæmi af tvífarafyrirbrigðum en síðan segir hann ítarlega frá við- burði, sem kom einusinni íyrir á fundi í Tilraunafélaginu og virð- st benda á að andi lifandi manns úr öðru landi (Danmörku) hafi gjört þar vart við sig. Skal ekki um það deilt hvert sönnunargildi þessi viðburður hefir, en aðeins mint á að hliðstæð dæmi þekkj- ast allmörg í sögu sálarrannsókn- anna erlenais. Næsti fyrirlesturinn er um Kraftaverkin fyr og nú. Það er gamalt máltæki, að »tími krafta- verkanna sé um garð genginn« og á þeirri skoðun munu víst flestir — ef þeir annars trúa þv^ að þau nokkurntíma hafi átt sér stað. Próf. H. N. lítur ekki svo á og hann telur það einmitt hljóta að glæða hina dofnandi trú á máttarverkin sem sagt er frá í nýja testamentinu að svipuð eða samskonar verk gjörist nú á vor- um tímum. Segir hann í fyrir- lestrinum frá ensku stúlkunpi Dorothy Kerin, er á undursam- legan hátt fekk bót sjúkdóms síns, þegar hún fyrir manna sjónum var sama sem í andaslitrunum. Saga þessi virðist mjög vel vott- uð. Hún er ein að sönnunum um mátt hinna andlegu afla — hvort sem menn kjósa þá skyaingu að þau öfl hafi aðeins búið í stúlk- unni 8jálfri, komið að utan eða þettá hvorttveggja hafi unnið sam- an (sem mér finst líklegast). Þriðji fyrirlesturinn er um áhrif sálarrannsóknanna á hinar kristi- legu trúarhugmyndir, og sá fjórði og síðasti um kirkjuna og ódauð- leikasannanirnar. Báðir þessir fyrirlestrar eru afbragð að efní og formi. í þeim er hin mælsk- asta vörn fyrir því, sem hneyksl- ar suma, að próf. H. N. einmitt sem kennimaðurinn og lærifaðir- inn berst fyrir aukinni þekkingu á sálarrannsóknum. Því í þeim hyggur hann menn muni finna að nýju »upp8prettulindir trúar- bragðanna, enduruppgötva náðar- og andagáfur frumkristninnar og alla þá blessun, sem úr þeim lind- um hefir streymt og streymir enn«. Út frá þessari skoðun sinni — — skoðun sem fjöldi kirkj- unnar manna erlendis einnig hafa og berjast fyrir — prédikar og. kennir prófessor H. N. En hann áfellir ekki fyrir það þá, sem öðr- um stefnum fylgja. Hann veit að þeir leita sannleikans á sína vísu og fullnægja trúarþörf margra. Þetta umburðarlyndi ættu þeir að læra af honum. Þeir ættu að láta sér skiljast að hinir eiga líka heimting á að fá sínum trúar- þorsta fullnægt, sem enga svölun finna í hinum gömlu brunnum, heldur í nýjum og — að þeim finst — tærari uppsprettulindum. Og lesi menn fyrirlestrana og lesi menn þær þrjár prédikanir, sem eru prentaðar í bókinni og erit gott sýnishorn af hinum ágætu og fögru ræðum próf. H. N., Þá veit eg að margir verða mér sam- dóma um það að enginn hér á landi gerir einmitt kirkjunni meira gagn en hann. Ef nokkuð getur stöðvað hnignun hennar og trúar- lítsins er það þetta að trúin sam- rýmist akynseminni. Og að þessu1 vinnur próf. H. N. með kenningu sinni. Þegar menn eru búnir að átta sig á hinni nýju þekkingu munú menn skilja það æ betur og betur hve alt trúarlíf — og ekki sízt einmitt kristið trúarlíf — á henni óendanlega mikið að þakka. Það er sjálfsögð skylda hvers hugsandi manns að eiga þessa bók og kynna sér hana vel. Ekki sízt andlegrar stéttar manna, er mér virðist ekki hneysulaust fyrir að geta hennar ekki — bet- ur og ítarlegar en eg, lögfræð- ingurinn, sé mér fært. Theosofiskar bækur. fl. Enskar bækur bundnar og óbundnar : T. d. öll verk Shakespeare. Poems of: Byron, Tennyson, Shelly, Neats, Burns, Longfellow o. fl. o. fl. Lifíar kvæðabœkur í rauðu skinnbandi eftir Björnson, Ibsen, Drachmann, Thor Lange, Stuchenberg, Michaélis, Chr. Richard, Steen Blicher o. fl. o. fl. / skraufbandi öíí verk Björnsonc, Ibsens, Kiellands, Lies, Selmu Lagerlöf, Tolstojs, Krag, Troels Lund: Dagligt Liv i Norden. 0 0 0 0, 25 aura, 0,50 aura og 1 krónu bækur. 0 0 0 Nótur fyrir piano, harmonium, söng og guitar, t. d. eftir tónskáldin: Schumann, Schubert, Wagner, Paderewski, Grieg, Lizt, Mendelsohn, Beethoven, Mozart, Chopin, Kuhlau, Lasson, Alherti (operafantasier) o. fl. o. fl. Þar að auki Danmarks Melodier, Norges Melodier, Hjemmets Bog, Europaiske Dansealbum, Ungdommens Melodier o. fl. o. fl. Afarmikið af 0.10 aura, 0.25 aura og 0.50 aura bibliot. Hvergi í bænum jafnmiklar birgðir. Allskonar skrautgripir: Leðurveski — Buddur — Skrifáhöld — Blómsturvasar — Skálar og Ker — Dömutöskur. Skrautbréfaefni miklar birgðir nýkomnar. Sjálfblekungar nýjar birgðir komu með Vestu og von á meiru með Gullfossf. Pappirs-serviettur hinar alþektn japönskn, mjúkar eins og silki, o. fl. tegundir, einnig í öskjnin. Ennfr. */a eyris servietturnar. Nlyndir í römmum, eftir gömlum og nýjum listaverkum. Flögg á jólatré — Arkir með jólakörfum — Myndabækur — Leir í öskjum — Silkipappír Silfur og gullpappír — iólakort og Nýárskort. Spil og ótal margt fleira. Litið á JÓLABAZARINN Bókverzlun ísafoldar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.