Ísafold - 30.12.1916, Side 1

Ísafold - 30.12.1916, Side 1
Kemnr út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis Tí/i kr. eða 2 dollar;borg- (st fyrir miðjan júli erlendÍB fyrirt'ram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Úlafur Björnsson. Talsími nr 455. Revkiavik laugardagion 30. desember 1916. Uppsögn (skrifl. bundln við áramót, er ógild nerra kom in BÓ tll útgefarirH fyrlr 1. oktbr • a bó kaupandl sh>’ 0 laua við blaðið. 103 tðlnblað Fátækralöggjöfin Aðfinslur og tillögur. Eftir Guðm. R. Olafsson úr Grindavík. Frh, 46. gr. er líka framför frá því eem áður var. Undirboðsþingin voru opinber svívirða og mintu átakanlega á þrælauppboð. Þá var og sífeld hætta á, að niður- setningur, sem kominn var í góð- an stað, hrektist úr honurn af því að annar »bauð bann niður« upp úr þurru, þótt húsbóndi hans hefði ella eigi ætlað að hrekja hann frá sér. Stundum rann uppboðs- móður á bændur, svo að þeir buðu til að verða skarpastir og stríða hinum, þó að þeir hefðu alls eigi ætlað að taka niðursetn- ing til sín, og dauðsáu svo eftir öllu saman á eftir, Þess eru jafnvel dæmi, að gjaldmælirinn féll niður fyrir frostmark. Hreppn- um var boðið kaup í »þurfamann- inn«. Þó munu eiusdæmi, að hrepparnir »losnuðu svo vel við þá«. — Slík opinber útboð og kappboð eru þó útdauð sem bet- ur fer. Þar er þó framför i lög- gjöfinni, þótt mikið vanti á full- komnun. Þarna hefi eg þá getið helztu kostanna, sem eg hefi rekist á i löggjöf þessari, því að órétt er að önnur vofarskálin sé alveg tóm, ef eitthvað er til í hana.-- Eg hefi áður minst á eftirlits- levsið, sem mér virðist gjöra sum- ar greinar laganna að pappírs- lögum eingöngu. Þá býst eg við að mér verði brnt á 50. greinina. Sú grein virðist mér raunar öllu heldur heimila eftirlit en sjá fyrir því. »Innansveitarmenn, er gjalda til sveitar, hafa rétt til að kæra«. Hvílík náð, að þeim er ekki bannað það! Eg get ekki dregið annað af orðunum en að öðrum sé beinlínis bannað að kæra. Þeir hafi ekki rétt til þess. Að minsta kosti sé lög- reglustjóra eigi skylt að rann- eaka þær kærur, því að greinin tekur fram, að kærur hinna sé honum skylt að rannsaka. Eftir því hefir kunnugur utansveitar- maður ekki rétt til að kæra, þótt hann sjái »framfærðum« fátækl- ingum raisþyrmt, — ef það er gert í annari sveit en hann á heima í. Fáir lögreglustjórar munu þó nota sér slíkt eyðu- samþykki laganna til þess að þurfa minna að starfa, þótt þeir myndu komast klaklaust af fyrir því samkvæmt lögkrókareglunni: »Það, sem ekki er bannað, er leyft*. Réttur þurfamannanna sjálfra til að kæra rangindi við sig eða börn sín, sem rifin eru frá þeim, er ekki öllu meiri eftir ákvæðum þessum en réttur þræl- anna var gagnvart eigendum sín- um, sem þóknaðist stundum að húðfletta þá með hnútusvipum, að minsta kosti í suðurlöndunum. Samkvæmt þessari sömu laga- grein er prestunum ætlað að sjá um, að hinu mannúðlega í þurfa- mannabálki þessum sé framfylgt; en bæði er, að nú eru prestaköll- in víða orðin svo stór, að prest- ar munu allvíða eiga erfitt með að kynna sér meðferð fjölmargra ómaga í umdæmum sínum, og í annan stað ber fleira til, að grein- in verður varla meira en hvatn- ing fyrir »sálusorgarana« alment, þótt hún noti orðið »skulu«. Að- hald gagnvart þeim er hér ekki til, nema »guðsröddin« í brjósti sjálfra þeirra, sem ekki þarf hegningarlögin til að styðjast við. Prestar eru margir í sveitarnefnd um og þá dómarar í sjálfs sín sök, og »sparnaður fyrir hrepps- sjóðinn« getur sennilega eins orð- ið hluti af samvizku þeirra, eins og sumra annara manna. Þeir geta einnig oft átt næsta erfitt viðfangs að breyta til batnaðar, þótt þeir vilji reyna, ef aðrir eru samtaka á móti þeim, og man eg eitt slíkt dæmi, þar sem prestur gat eigi rönd við reist. Þá eru þeir auðvitað aðeins inn- ansveitarmenn í einni sveit, þó að prestaköllin nái yfir marga. Loks má sjá alvöru aðhalds- greinarinnar í niðurlagi hennar: »Rannsókn um slíkar kærur skal fram fara á manntalsþingi, þegar því verður við komið, og kostn- aðarlaust, nema brýna nauðsyn beri til að hraða rannsókninni, vegna þess, að um glæpsamlegt athæfi sé að ræða«. — Ekki er vert að kosta of miklu fé til að rannsaka kjör þessara niðursetn- inga! Er ekki einmitt sálin í þessum orðum eitthvað á þá leið ? Og er þá ekki eðlilegt, að presti, sem les þessa fáránlegu lagasmið, eftirlitshvöt, sem engu vill láta kasta til framkvæmda, verði á að aumkvast fyrst og fremst yfir löggjafana og — brosa í kamp- inn að »handaþvottinum«? 51. gr. er varla nefnandi. »Fá- tækra8tjórn skal gera sér far um að stuðla að því, að börn, sem upp eru alin á sveit, fái sœmilega atvinnu þá er þau eru af ómaga- aldri*. En þá er eftir að vita hvað hún kallar sæmilega at- vinnu, hvort þar er altaf mælt á sama mælikvarða og ef um þeirra eigin börn er að ræða, sem ráð- in hafa, eða skulum við segja — börn þeirra, sem sömdu þessa lagagrein. Það er of mjög undir atvikum komið, hvað verður úr miklum hæfileikum fátækra manna, hve oft andinn er myrtur af skiln- ingsleysi, smásálarskap og van- þekkingu. Hversu oft er miklum anda meinað flugið upp til þeirra sigurhæða, sem listarinnar guð hefir skipað honum til! Um- komulausa listamannsefni, sem ef til vill ert alinn upp á sveit! Hve oft rekur heimska og lítil- menska fjöldans og rembingur al- menningsálitsins þig og þína líka út úr »gestaherberginu« út í hella og jarðholur útlagans einstæða, sem enginn skilur — líkt og Jesú barnið forðum? Dramb og heimska eru stór- veldi þegar þau haldast í hendur. Þá fyrst er lag á, en í stað nú verandi 51. greinar fátækralag- anna er komin önnur, sem hljóð- ar á þessa leið: »Fátækrastjórn (eða sá embættismaður, er það starf er falið m. a., sbr. tillögur mínar hér að aftan), skal sjá um, að fátæk ungmenni séu styrkt og aðstoðuð til að nema það, bók- legt eða verklegt, sem hugur þeirra beinist að, ef þau sýna áhuga á einhverri sérstakri grein. öðrum sé séð fyrir atvinnu, er þess óska«. — Háar sektir liggi við, ef þeir, er framkvæmd þessa ákvæðis verður falin, rækja ekki skyldu sina; en að sjálfsögðu hafi þeir sæmileg laun fyrir starfa sinn. Þá komum vér að 52. gr., sem er orðuð þannig: »Vinnandi mönnum, ósjúkum, er leita fá- tækrastyrks, vegna þess að að þeim þrengir um stund, md hreppsnefnd eða bæjarstjórn visa á atvinnu, ef fœst, eða til opin- berrar vinnustofnunar, ef til er«. — Mikið, að þeim er ekki bann- að það! Á vinnustofur landsins og önn- ur atvinnufyrirtæki er áður drep- ið, er eg »heilsaði upp á« 47. greinina. Þær eru ekki til, að eins nefndar á pappírnum; en þær þurfa að vera til. Og fátækra- stjórnin á fyrst og fremst að vera skyldug til, að sjá þeim fyrir at- vinnu, er til hennar leita og at- vinnulausir eru. Atvinnan gangi á undan styrknum. Enginn sé neyddur i atvinnu; en hún sé valin sem mest að unt er eftir hæfileikum hvers um sig og ósk- um; en vilji einhver als enga at- vinnu og hafi ekkert nýtilegt fyrir stafni, sé honum sjálfum enginn styrkur veittur, en fjöl- skyldu hans, ef nokkur er, sé þó séð fyrir nauðsynjum, ef hún gjörir sig eigi óverða þess á sama hátt — að nauðsynjalausu. Við höfum nú um stund hug- leitt III. kafla fátækralaganna, um tilhögun 8tyrkveitingarinnar, en göngum nú »frá einni plágu til annarar«, því að þá er að IV. kaflanum kemur, sannast mál- tækið: »Lengi getur vont versn að.« Eigi er III. kaflinn góður; en sumar greinarnar í IV. kaflan- um kóróna þó ósómann. Hann ræðir um vald sveitarstjórnar yfir þurfamönnum. — Eins og áð- ur, minnist eg að eins á það, er mér þykir helzt máli skifta. Þá er þar máls að hefja, að 57. og einkum 58. gr. getur ver- ið herfilega misbeitt. Það er nær eingöngu uridir drengskap sveitar- stjórnar 0g æðra umboðsvalds komið. Frá laganna hálfu er lít- illar náðar að vænta. Fyrri greinin býður stjórnarráð- inu að svifta þann mann fjárráð- um, er þiggur eða hefir þegið sveitarstyrk, ef það sannast, að hann »fari ráðlauslega með efni þau, er hann hefir undir höndum«. Við sviftingu fjárráða fari stjórn- arráðið eftir »beiðni sveitarstjórn- ar og tillögum sýslumanns eða bæjarfógeta,* sem því ráða mestu þar um. Að úrskurður þessi þarf að koma frá stjórnarráðinu, en má ekki gerast heima í héraði, er þó nokkur trygging þess, að lagastaf þessum sé sjaldnar beitt en ella myndi. Stöku sinnum get- ur svo borið undir, að ef til víll sé rétt að beita þessu vopni; en herfilega er hægt að misbeita því, og væri því, að því er mig grunar, oftast réttara, að tak- marka heldur styrkveitinguna og halda sjálfsbjargarhvötinni við i lengstu lög, og fyrst og fremst að sjá styrkþega fyrir atvinnu, og reyna að kenna honum að verja fé sínu vel, með samtali og skynsamlegum fortölum. 58. greinin er þó miklu óbil- gjarnari og einstrengingslegri. Fyrri hluti hennar hljóðar þann- ig: »Sá, sem þiggur af sveit, og er þó vinnufær, er skyldur að fara í hverja þá viðunanlega vist, og vinna hverja venjulega vinnu, sem sveitarstjórnin ákveður og honum er ekki um megn, meðan hann er ekki fær um án sveitar- styrks að framfleyta sér og þeim, er hann hefir fram að færa að lögum. Ákvæði sveitarstjórnar er hann skyldur að hlýða fyrst um sinn, enda þótt hann vilji ekki kannast við að vist sú eða vinna sé viðunanleg, er honum var boðin, en málið getur hann jafnframt kært fyrir sýslumanni eða bæjar- fógeta, er sker úr því, eftir að hafa fengið umsögn sveitarstjóm- arinnar og leitað álits tveggja óvilhallra manna.« Mannvini hryllir við réttleysi þrælanna, meðan sú var öldin, að þeir gengu kaupum og sölum, og mörgum blöskra orðin: ». . . að selja skyldi sjálfan hann, konu hans og börn, og allar eigur hans, til að borga með skuldina * Sú voru lög í þann tíma. Það er eitthvað öðruvísi m na á 20. öld- inni — mannúðaröldinni, tima jafn réttisins. Eg held nú svo sem! Lögum samkvæmt eru raunar til menn enn þann dag í dag, og það jafnvel hér á íslandi, sem skyldir eru til að vera í hverj- um stað sem er, ef þeim er skip- að þangað, og vinna þar það, sem öðrum þóknast, þótt þeir séu miklu betur til annars starfa fallnir, og þeim sé þessi »forsjón« þvert um geð. Þarna verða þeir að hýrast fyrst um sinn að minsta kosti, hvort sera þeir vilja eða eigi. Og hver er svo munurinn á frelsi sliks manns og þrælanna? Jú, það má víst ekki berja hann, að minsta kosti eigi svo að vitn- ist. Um það, er kann að gerast í einrúmi, eru fáir til frásagnar, og oft er félausum mönnum mál- sókn erfið. Setjum reyndar svo, að hann sleppi óbarinn, þótt hæglega geti argasta misindisvist verið »viðunanleg« að ýmsra dómi, sem að eins þekkja sauðar- gæruna — eða finna til andlegs skyldleika, og hafa ekkert við að athuga. Það er stundum skrít- ið þetta »bezta fólk«, fleiri en Margrét á Brekku í »Heiðarbýli« Jóns Trausta. Hvað sem því líð- ur. Maðurinn er á sveit og er því skyldur til að hlýða ákvæði sveitarstjórnar fyrat um sinn. Hið eina, sem honum er leyft, er að kæra fyrir sýslumanni eða bæjarfógeta. En ef hann skyldi vera lítt skrifandi og als ekki kunna að stíla kæru? Þá vekst sjálfsagt einhver góður maður upp, sem skrifar kæruna fyrir hann. En ætli það g- ti ekki brugðist? Annað eins hefir kom- ið fyrir og að ekkert yrði af kærunni af þeim sökum. Þar að auki er til fólk svo ístöðulaust, að það þorir ekki að kæra. Ekki er heldur loku skotið fyrir, að ógnanir séu hafðar í frammi, ef »sveitarlimurinn« ætlar að voga sér annað eins. Eða — ef leyfi- legt er að spyrja um slíka hluti — hver hefir eftirlit með því, að þetta eða þessu líkt komi eigi fyrir? — Almenningur — »innan- sveitarmenn sem gjalda til sveit- ar« má kæra. Rétt er það. Ef hann vill. Mig minnir, að lika megi kæra æðarfugladráp og ýmislegt fleira »dót«. Það má víst kæra um brot á mörgum pappírslögum. Hver efast um það? Ekki eg. En eg efast um, að það leyfi sé notað að jafnaði. — Ger- um samt ráð fyrir að kæran komi fram samkvæmt 58. gr. Annaðhvort hefir maðurinn sam- ið hana sjálfur eða einhver góð- viljaður náungi hlaupið undir baggann. Eftir hverju á dómar- inn að dæma? Hann á að leita til sveitarstjórnarinnar og vita hvort hún getur ekki hrakið kæruna. Að vísu er sjálfsagt, að hún segi sitt álit; en eg held, að tryggara væri að byggja dóm á gagngerari rannsóknum og yfir- heyrslum allra er vitni geta bor- ið um málið, en á hendingarvali einna tveggja »óvilhallra« manna. Eg er lika hræddur um, að sækj- andi svona máls sé oftar óvanari lögkrókum en verjendurnir, þótt ráð sé gert fyrir, að »hylli« dómarans sé óvilhöll eða komi eigi til greina. Komi eg þá með heppilegri ráð en 58. gr. segið þér. Það er ekki nema sanngjarnt að krefja mig þess, þar er eg tel hana ó- hæfa, eins og hún er úr garði ger. Eg skal þá reyna eftir beztu vitund. Vinnustofnanir landsins hefi eg áður minst á, og sérstak- lega legg eg áherzlu á fjölbreytni þeirra og að hverjum sé falið það starf, sem er helzt við hans hæfi. Þangað sé mönnum svo vísað, og verði þeir að leggja fram krafta sína, svo sem hver þeirra er fær til, ef þeir vilja fá styrk. Þvingunarvinna á ekki að eiga sér stað. Miklu frjálslegra er boðorð Páls postula: »Sá, er eigi vill vinna, á eigi heldur mat að fá’,« — Sá, er eigi vill vinna

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.