Ísafold - 13.01.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.01.1917, Blaðsíða 1
--------- Kerauv út tvisvar ( viku. Veiðárg. , B kr., erlendis T1/^ ; kr. eða 2 dollar;borg- I ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. < Lausasala 5 a. elnt XLIV. árg. SAFO LD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsimi nr. 435. Reykjavík, laugardaginn 13. janúar 1917 Uppsogn (skrifl. buadin viö áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr og só kaupandi skuld laus við blaBið. 4. tölublað r ViljirSu eiga «Bll« þá hlýddu eMiatilvíian þinni.'liún'seííir »þú ekalt kaupa- y FOBDJ TOUBING CAB og neitaðu ekki sjáltum þér um þann hag og Anægju sem það ««tnr veitt þér. Timinn |er peningar, og Ford Touring Car eykur verhgildi tima og peninga. Ford bilar «ru ódýrastir allra bila, léttir aö stjórna og erahveldastir i viðhaldi. Ford bllar eru beztu fólks- og flutnings- tæki sem komió hafa til landsins, og fást aó •ins hjálundirrituðum, sem einnig selur hin Ixeimsfrægu DUNUOP DEK.K og SL0NGUB fýrir allar tegundir blla. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. -Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Efrgarstjóraskrifst. opin dagl. 10~12 og 1 -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B Bœjargjaldkerinn LauíAsv. B ki. 10—12 og 1—B talandsbanki opinn 10—1. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 eiBd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* slBd. .Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 A helgnm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. íliandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. iiandsbókasafn 12—8 og 6—8. ÚtlAn 1—8 LandsbúnaBarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 LandsféhirBir 10—2 og 6—0. JLandsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12 2 Laudssiminn opinn daglangt (8—9) virka dags belga daga 10—19 og í—7. iLístasafnið opið sd„ þrd. og fimtud. kl. 12—2 SAivdrugripasafnið opið l‘/»—2>/s A sunnnd Fóstbúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. BamábyrgB Islands kl. 1—6. (Btjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—1 dagl Tais..mi Beykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 Jþjððmenjasafnið opið sd„ þrd. og fid. 12—2 Aðalmálin þrjú. Fullráðið er, að alþingi skuli slitið í dag, og ber það svo skjótt /að sökum þess, að nokkurir norð- an og austan þingmenn eru svo óðfúsir heim til sín, að fyrir hvern mun vilja komast héðan með Gullfossi, sem á að fara ■aeint í kvöld, för hans frestað um 2 sólarhringa vegna þing- manna þessarra. Er þó sízt svo, að allir þing- menn sé ánægðir með þessi ráð, heldur hefir talsvert á því bólað hjá sumum, að mjög sé um of hraðað meðferð málanna, svo að úr hafi orðið flaustur. Þrjú eru aðalmálin, sem þetta aukaþing hefir átt um að fjalla. Þau eru samgöngurnar, samningar við Breta og dýrtíðarupphót fyrir jstarfsmenn landssjóðs. Samgöngumálin. Að þeim hefir verið starfað ialsvert og munu samgöngumála- nefndir þingsins hafa unnið vel — og notið einnig góðrar aðstoð- ar stjórnar Eimskipafélags íslands. í þinginu hefir og talsvert ver- ið um þessi mál rætt — í báðum deildum. Niðurstaðan hefir orðið þessi: Um strandferðimar. Lands- stjórninni er heimilað að kaupa 800 smálesta skip til strandferða og auk þess kaupa eða leigja 2 flóabáta til ferða við Austurland og á Húnaflóa. Ætlast er til, að strandferða- skipið verði aðallega vöruflutn- ingaskip, en þó gert ráð fyrir far- rými fyrir 20—30 fjirþega. Nokk- urn hluta árs er því ætlað að vera í millilandaferðum. Um millilandaftrðimar. Sam- göngumálanefndirnar höfðu lagt til, að landssjóður skyldi kaupa eitt vöruflutningaskip alt að 1500 smálestum. Fyrir þeirri tillögu og áliti nefndanna yfirleitt er gerð grein í ræðu þeirri, eftir framsögumanninn í Neðri deild Magnús Pétursson, sem birtist hér í blaðinu í dag. Sú breyting varð á i meðferð málsins í þinginu, að stjórninni er heimilað að kaupa millilanda- skip eftir þörfum. Sameinaða félagið. Samgöngu- málanefndin í Neðri deild hefir út af samningsrofum Sam. félags- ins, nýfröindum með farmgjalds- hækkuninni, borið fram svolát- andi þingsályktunartillögu: »Alþingi ályktar að skora á 8tjórnina, að halda sem fastast við samning um póstgufuskipa- ferðir milli Kaupmannahafnar og íslands um Leith og Færeyjar frá 7. ág. 1909 ásamt viðbséti við þann samning frá 26. nóv. 1912«. Eins og nærri má geta hefir þessari tillögu verið mæta vel tekið í þinginu. Reynir nu á þolrif hinnar þreföldu stjórnar að fylgja vel eftir þessari áskorun. Brezku sainningarnir. Það mál hefir alls ekki komiA opinberlega fram á þinginu. Aliti nefndar þeirrar, er um hefir fjall- að, hefir verið útbýtt sem leynd- armáli meðal þingmanna og mál- ið rætt fyrir luktum dyrum. Þess- ar athafnir þingsins sanna betur en mörg orð, hversu óréttmætar hafa verið aðfinslur þær, sem frá- farinn ráðherra, Einar Arnórsson, hefir sætt svo oft og mikillega í stjórnarblaðinu »Landinu« fyrir »pukur« og »leynd« í þessu máli. Nú sér alþjóð manna, að það hefir ekki verið ófyrirsynju, að eigi hefir því máli verið flaggað fyrir almenningi. Það sem vér ella höfum frétt — án þess þó að geta fullyrt neitt um það — er, að þingið muni hafa viðurkent nauðsynina á þvi, að semja við Breta í sum- ar og nauðsynina á því, að semja nú af nýju við þá og feli það binni nýju landsstjórn allan veg og vanda af því. Og meira mun ekki vera hægt af þvi máli að segja — að svo stöddu. Dýrtíðaruppbótin. Það mál hefir fjárveitinganefnd þingsins haft um að fjalla. Nið- urstaðan af bollaleggingum henn- ar varð svolátandi þingsályktun- artillaga: »Alþingi ályktar, að heimila land^tjórninni að greiða em- bættis- og sýslunarmönnum landssjóðs dýrtíðaruppbót fyrir árið 1916, sem hér segir: Þeim er hafa að árslaunum 1500 kr. eða minna . . 50°/0 2500 —.................. 40% 3500 —.................. 25% 4500 —................... 5% og skal reikna millibilin á milli þessara launahæða eftir líking- unni 2225 — x2 y 4Ö------------ þar sem x táknar launahæðina í hundruðum og y uppbótar- prósentuna. Hjá þeim embættis- og sýsl- unarmönnum, er jafnframt landssjóðslaununum hafa auka- tekjur eða hlunnindi, er metin verði til peninga, aí embætti sínu eða sýslan, koma launin eða tekj- urnar samanlagðar til álita við greiðslu og útreikning dýrtíðar- uppbótar, þó þannig, að uppbót greiðist þeim því að eins, ef þetta samanlagt fer eigi fram úr þeirri hæstu launahæð (4500 kr.), sem dýrtíðaruppbót er veitt af. Taki menn laun úr landssjóði fyrir fleiri starfa en einn, reikn- ast þau samantalin. Allir þeir, karlar og konur, er eftirlaun hafa úr landssjóði, eftir sérstökum lögum eða fjárlögum njóta sömu uppbótar sem aðrir launamenn samkvæmt þessari þingsályktun, enn fremur stunda- kennarar landsskólanna, svo og starfsmenn þeirra félagsstofnana og kennarar þeirra skóla, er njóta styrks úr landssjóði, þar með taldir unglingaskólar, barna- skólar og farskólar, og kemur í stað launahæðar borgun sú, er þeir þiggja fyrir starfa sinn. Landsstjórnin hlutist til um, að Landsbanki íslands greiði gæzlu- stjórum bankans, endurskoðend- um, bókara og gjaldkera dýrtíð- aruppbót fyrir árið 1916 eftir sömu reglum, sem þingsályktun þessi setur um uppbót handa starfsmönnum landssjóðs. Miklar umræður urðu um þetta mál i N.-deild og mun væntan- lega að þeim vikið nánara hér i blaðinu næst. Þeir þingmenn voru til, sem gera vildu úr þessari dýrtíðar- uppbót hálfgerðan »fátækrastyrk* á þann hátt, að binda veiting dýrtíðaruppbótar við meðmæli sveitarstjórna og bæjarstjórna um þurft hlutaðeigandi starfsmanns. En þeir hurfu frá villu síns veg- ar áður en til kastanna kom. Eii í stað hennar kom fram svo- látandi brt. í N.-deild: Framangreind dýrtíðaruppbót skal færð niður um % hjá öllum ein- hleypum, er dýrtíðaruppbótar njóta, svo og hjá þeim, er tekjuauka hafa af framleiðslu-atvinnu á sjó og landi, eignum eða öðru, svo að nemi 6oo kr. á ári eða meira auk kostnaðar. Þeir, sem hafa 1500 kr. tekjur, auk tekna, er dýrtiðaruppbót reiknast af, skulu enga dýrtíðaruppbót fá. Allir, sem dýrtíðaruppbót fá, skulu gefa stjórninni skýrslu, að viðlögðum drengskap, um tekjur sínar. Náði hún fram að ganga í N.- Jarðarför konunnar minnar, Ellen Luckner Hallgrims- son, er andaðist 10. þ. m., fer fram þriðjudaginn 16. þ. m. og hefst með huskveðju á heimili minu, Vesturgötu 19 kl. 12 á hádegi. Sveinn Hallgrímsson. deild með 16:10 atkv., en var feld i Efrideild. í sameinuðu þingi var frv. eins og Efrideild gekk frá því sam- þykt. Eimskipafélagið. Goðafoss uppyngdur. Lagarfoss fyllir skarðið. Það var uppi brúnin á mörg- um góðum mönnum í gær, er það fréttist, að fylt væri skarð það hið mikla, er Goðafoss lenti á Straumnesi. I gær barst Eimskipafélaginu sem sé símskeyti frá Emil Nielsen framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins um það, að hann hefði fyrir hönd Eimskipafélagsins fest kaup á nýju skipi. Hét það áður Profit, er norskt að uppruna og smíðað 1904 fyrir Hans Kjær & Co í Drammen. En nú hafði það fyrir skömmu verið selt til Danmerkur. Það er með 2 þilförum, var endur- bætt í fyrra og er að öllu útliti og frágangi sama sem nýtt, og er vá- trygt sem 1. flokks skip. Það ber 1550 smál., er 72,300 teningsfet, skríður 10 mílur á vöku og eyðir 11 smálestum af kolum á sólarhring. Kolarúm er fyrir 200 smálestir; breidd skipsins 33,7 fet. Farþega- rúm er ekki í því, en auðveldlega má gera það með litlum breyting- um. Nielsen segir að skipið muni af- afhent Eimskipafélaginu eftir svo sem hálfan mánuð. Ætlast er til að það geti tekið við áætlunarferð Goðafoss frá Kaupmaunahcfn 7.—9. febr. Þetta hið nýja skip okkar hefir fengið nafnið »Lagarfos8«. Er skírt í höfuðið á fossi þeim í Lagarfljóti, sem er rétt hjá Kirkjubæ, og mest- ur foss á Austurlandi. Skipshöfnin verður að miklu leyti hin sama sem var á Goðafossi, en um skipstjórann mun óráðið eun. Skipið kostaði 1277% þús. krónur og má það ekki mikið kallast á þessum tímum. Það er eitt til dæmis um hversu vel því var fagnað, að vér værum nú aftur »að eignast 8kip«, að einn stórkaupmaður Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð sína við fráfall og jarðarför Héðins litla, sonar okkar. Ólaffa G Árnadóttir. Herbert M Sigmundsson. borgarinnar var staddur á skrif- stofu Eimskipafélagsms, er frétt- in kom þangað um hin nýju skipskaup og ritaði sá sig þegar fyrir 7000 krónum í hlutum fé- lagsins. Það var Garðar Gislason.' Það er ekki heldur neinn vafi á því, að, eftir atvikum, hefir mjög vel ráðist um hagi Eim- skipafélagsins með þessum kaup- um og minna fjörtjón orðið við miasi Goðafoss en áhorfðiat í byrjun. Það sýnír og vel drengilegan hug landsmanna um að »gráta ekki Björn bónda«, að sama dag- inn og þessi gleðifregn um hið nýja skip kemur, berst Eim- skipafélaginu skeyti um, að 4 menn á Akureyri hafi keypt hluti fyrir 20.000 krónur þ. e. 5000 kr. hver. Eru það þeir Björn Líndal, Chr. Havsteen, Pétur Pétursson og Ragnar Ólafs- son. Og siðustu dagana hefir Eim- skipafélaginu hlotnast margur vitnisburður um, að íslendingum sé fjarri að missa kjarkinn, þrátt fyrir Goðafoss-áfallið. Við fljóta yfir8ýn dettum vér t. d. ofan á þessi hlutakaup: Jón Brynjólfs- son kaupmaður með 4000 kr., Verzlunin Lárus G. Lúðvíksson með 2500 kr., Jón Laxdal með 2000 kr., Magnús Kristjánsson alþm. með 1800 kr. og margir 1000 kr., og því um líkt. En betur má, ef duga skal! Enn er lítt farið að taka á 20 miljónunum, sem lanasmenn eiga nú í sparisjóðum, enn er lítill hluti hreyfður af 6 miljón króna innlagí síðasta ár. Hvi, hikið þér, að leggja i þjóðþrifafyrirtæki, sem um leið veitir yður ágæta vexti af fe yðar ? Til Hannesar Hafstein Þessa stöku mælti síra Majthías Jochumsson af munni fram, er hann hafði lokið við lestur ljóðabókar H. Hafstein, hinnar nýju, og sendi ísa- fold: Þú Tiefir sent oss þjóðarhnoss, þú hefir létt oss mikinn kross, þú hefir kveðið þrótt í oss, fiu hefir borgað Goðafoss.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.