Ísafold - 20.01.1917, Síða 1

Ísafold - 20.01.1917, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrir miðjan júlí erlendls fyrirfram. Lausasala 5 a. elnt XLIV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjdri: Dlafur Björnssnn. Talsími nr. 455. Reykiavík, laugardaginn 20. janúar 1917. Uppsögn (skrifl. bundin vlð áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld laus vlð blaðlö. 6. tölublað Hlutafél. ,Vðlundur‘ íslands fullkomnasta trósmíðaverksmiöja og timbnrverzlun Reykjavík hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum ljHur. >Reynslan er sannleikur* sagði >Repp« eg þótti aö vitrari maöur. Reynsla alheims hefir dæmt Fordbila að vera bezta allra bila, og alheims dóm veröur ekki hnekt. Af Ford- l)ílum eru fleiri á feiö l heiminum en af öll- um öörum biltegundum samanlagt. Hvað sannar þaö? í>að sannar þaö. Fordbillinn er beztur allra bila enda hefir hann unnið sér öndveigissæti meöal allra Blla, hj'á öllum JyjóDum, og hlotið heiðarsnafnið V eraldarvagn. Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig selur hinar heimsfrægu DUNLOP DEKK og’ ^SLONÖUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, Alþýðafél.bókasafn Templaras. S kl. 7—9 h^rgarstjóraskrifst. opin dagl. 10-12 og 1 -8 Brejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—6 jlsBjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 10—12 og 1—6 íllandsbanki opinn 10—4. at.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 stöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/a síðd. Ciandakotskirkja. Ouðsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10-12. Jjandsbókasafn 12—B og 5—8. Útlán 1 8 iLandsbúnaöarfélagsskrifstofan />pin frá 12—2 iliandsféhíröir 10—2 og 5—0. •Landsskialasafniö hvern virkan dag kl. 12—2 'Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka dage helga daga 10—12 og 4—7. Jjistasafniö (lokaö fyrst um sinnj Náttúrugripasafniö opiö V/a—21!* á sunnnd. Pósthúsið opiö virka d. 9—7, sunnnd. 9—1. Bamábyrgö Islands kl. 1--6. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth.3 opinn 8—12. Vlfilstaöaliæliö. Heimsóknartimi 12—1 3>jó8menjasafni6 opið sd., þrd. og fid. 12—2. Stjórnarskiftin. RæBustúfur, sem ekki var haldinn. [Um stjórnarskiftin urðu aldrei nein ar samanhangandi umræður á þessu aukaþingi. Hin nýja stjórn »kom því þannig fyrir., að »stefnuskrá« hennar var aldrei á dagskrá þingsins, en um hana hefði þó átt að halda fund í sameinuðu þingi, svo að ein- stökum þingmönnum gæfist kostur á að lýsa afstöðu sinni til þessarar stjórnar yfirleitt. Ef til slíks fundar hefði komið, býst undirritaður við því, að hann mundi hafa látið orð íalla eitthvað á þessa leið: Þá er nú loksins svo komið, eftir mikið brölt og basl með flokkum og flokkabrotum hér á Alþingi, að þessi »samsteypustjórn« er komin á lagg irnar. Það er þó ails ekki svo að skilja, að þessir menn, er stjórnina skipa, hafi óskorað fylgi allra í þing- inu — 2 af þeim (og þeir eru j) hafa líklega ekki til stuðnings sér, út af fyrir sig, uema svo sem 4—5 menni Og það neyðarlega er, að 1 því gátu þeir flotið inn í stjórn- ina. Fráfarandi ráðherra átti, er þing lcom saman, vísa að minsta kosti 8 stuðningsmenn, ef hann hefði viljað halda völdum, auh þeirra heimastjórn- armanna, er honum vildu fúsir veita fylgi framvegis.1 Enginn vafi er á því, að það hefði verið hyggilegra, frá hvaða sjónarmiði, sem málið er skoðað, að stjórnarbraskarar þingsins hefðu lagt stund á það að halda hon- um í landsstjórninni (þótt ráðherrum yrði fjölgað), eins og nú hagar til. En »troðningurinn« var svo mikill, að koma sér að háborðinu, að þessa var að engu gætt. Nú verður reynsl- an að skera úr, hvernig það blessast, Það var ekki nema sjálfsagt, að hcimastjórnarmenn, er fjölmennastir teljast flokka í þinginu, hefðu for- gönguna við þessa stjórnarmyndun. Og eg get sagt, þótt eg hafi engan þátt átt að stjórnarverkinr1, að við forsæti þeirra i ráðuneyti að þessu sinni felli eg mig alls ekki illa, né við mann þann, sem þeir hafa til þess kjöfið. Má nú búast við, að þeir hafi tögl og hagldir í stjójninni og er jafngotr, þótt bæði vegurinn og vandinn sé nú þeirra. En sannarlega vakti það nokkra undrun, að Þversiimmenn völdu hv. 1. þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu (B. Kr.) 1 stjórnarsessinn af sinni hálfu. Sumir hugðu að þeir hefðu meint eitthvað með því, að vera að hreykja hv. 2. landskjörnum (S. E.) upp sem landsforingja sínum (þótt mörgum hafi líka fundist pað óskilj- anlegt). En vitanlegt var það raun- ar, er til alvörunnar kom, að nnnar var þeirra »Lands«-höfðingi, og það varð að riða baggamuninn. Það má því vist óhætt segja, að flokkslev nauðsýn hafi rekið Þversummenn til þessa kjörs, hvað sem öðru líður. Þessi hæstv. ráðherra fær nú, er skeiðið er á enda runnið, að sanna, að það er sitthvað, að sitja með ábyrgðina í stjórn eða að bölsótast í þrásækinni og ófyritleitinni and- stöðu, og hamslausum og hatursfull- um árásuml En þversummenskan öll hefir mi — eins og þegar er f Jjós komið — gefið sjálfri sér rothöggið. Hún sef- ur nú hinn síðasta blund í taðmi heimastjórnar- innar og efa eg ekki, að sá dúrinn veiði vær og iíðanin þar hin unaðsleg- asta. Friður sé með moldum hennar. Andlátið var samboðið öllu líferni Hennar. — — Dularfylsta fyrirbrigðið í þessari stjórnarmyndun er samt óneitaniega afkvæmi hins þriðja flokksins, er hér á hlut að máli, ef flokk skyldi kalla, því að enginn veit enn þá, hvort hann er fugl eða fiskur. Til þessa hefir hann óskírðnr verið, þótt kall- aður hafi verið »I:ramsóhnarflokkur«. (Þvi ekki það I). Hvoit hann er sveitamanna flokkur eða sjávarmanna, bænda eða verkamanna, eða ailra í hrærigraut veit eg ekki, — en saqt er að hann eigi að vinna að atvinnu- málum landsins, og' er þá ekki að efa, að þetta fólk getur alt crðið sammála. Eða skyldu þeir hafa nokkura hugmynd um annað? Og sussu-neil Hér á að framkvæma nýtízku kenningarnar um að allir hafi sömu hagsmunanna að gæta. Og öllu er óhætt, því að leiðbeint verður flokknum sjálfsagt af ýmsum af okkar ágætu bakskotamönnum, sem reyndir eru að heilladrjúgum ráðleggíngum. Það er nú pessi flokkur, sem mest- an glundroðann hefir gert á þing- inu, og þessari flokksmyudun má einkanlega um kenna, að samhengi varð ekki haldið í stjórnatfarinu eða samvinnu meðal allra þingmanna um stofnsetning hinnar nýju stjórn- ar. Er það sýnt, að sumir af þeim, sem þátt hafa tekið í þessari nýju flokksmyndun og annars eru nýtir menn, hafa látið sér slóttugii menn ginna sig í því máli. Ef flokknum hefði verið það áhugamál, að fá mentaðan og fram- kvæmdarsaman bónda sem fyrsta táiiherra sinn — án tillits til fyrri stjórnmálaskoðana —, þá hefði hann t. d. geta fundið í þinginu sjálfu, reynda menn og greinda og þjóð- kunna, þar sem eru hv. þingm. S.- Þing. (P. J.) og 4. landskj. (G. G.), úr því að hann ekki gat fengið 2. þm. Skagf. (Ó. Br.). En eigi skil eg, að neinn nefði áfelst hann, ef tekið hefði einhvern kunnan dugn- aðarmann, þótt ekki væri »bóndi«, heldur »lærður« maðurl Og ekkert bann liggur við því, að leita út fyrir þingið. En flokkur þessi fór ekki slíku fram. Val hans á hv. 3. landskj (S. J.), öldruðum manni alókunn- ugum þingmálum og þeim, er hann nú er yfir settur, — það val er frá sjónarmiði stjórnmálanna og ekki siður ástandsins, sem nú ríkir, gersamlega óforsvaranlegt -----Af þessum orðum minum mun nú mega ráða, að eg tel mig ekki fylgismann hinnar nýju stjórnar, eins og hún er skipuð. Er svo um fleiri i þinginu. En fjarri er mér skapi hvatskeytsleg árása-andstaða, því þess ber að krefjast af öllum, sem góðir drengir vilja heita, og ættjörð sinni vilja vel, að þeir gefi gaum hörmungum timanna og sætti sig við þær ráðstafanir, er nauðsyn þeirra krefur. Gegn framkvæmdum stjórnaiinnar til þess að fyrirbyggja vandræði þau, en af ófriðarástandinu geta stafað, eða til þess að ráða fram úr þeim, mun eg ekki beita mér, þótt skynsamleqa qdt beri á þeim að hafa, að sjálfsögðu, og að athuga í tíma það, sem betur mætti fara. — En qerðir hennar að öðru leyti eru mér opnar til gaqnrýni, ef eg tel þess þurfa. Samsteypustjórnin er búin til vegna ófriðarástandsins, að því er siofn- endur og stuðningsmenn hennar segja, Eg tel líka óhugsandi, margs vegna, að hún geti átt sér lengri aldur. G. Sv. Fylgi stiórnarinunr í þinginu veit enginn um til hlít- ar. Sumir »samtakamenn« tjá sig nú ails ekki vilja við hana kannast. En 4 nafngreindir menn hafa frá upphafi verið henni óháðir og telja sig eigi hennar fylgismenn, þeir Einar Arnórsson, Gisli Sveinsson, Magnús Guðmundsson, og Magnús Pétursson. Heyra þeir, eins og kunn- ugt er, til sama flokkshluta, en skiftu sér við nefndarkosningar í þinginu svo, að hinir fyrstnefndu 2 vóru í kosn- ingasambandi með heimastjórnar- mönnum, en Magnúsarnir með hin- um nýja flokk, sem þeir annars eiga ekkert við. Samningsroí Sameinaða félagsins. Fram8öguræBa Magnúsar Péturssonar i neOri deild. Stjórn sameinaða félagsins fór þess á leit í haust i bréfi til yfir- pósístjórnarinnar dönsku að samn- ingur þess um póstgufuskipaferð- ir milli KaupmannahafDar og ís- lands um Leith og Færeyjar frá 7. ágúst 1909 ásamt viðbæti frá 1912 verði skoðaður sem upphaf- inn eða honum að minsta kosti frestað meðan ófriðurinn stendur. Heldur félagið því fram, að það geti ekki lengur talist bundið samningum, þar sem ófriðurinn geri það að verkum að grund- völlur samningsins verði að teljast alveg raskaður vegna ófriðar- ástandsins. Eg vil drepa á þær helztu ástæð- ur sem félagið færir þessu til sönnunar. 1. Ýmsar tafir skipanna, sem af ófriðnum leiða, svo sem rann- sókn á skipunum, hernám og fleira. Sökum slikra tafa geti orðið erfitt eða ómögulegt að halda uppi umsömdum ferðafjölda. 3. Að allur reksturskostnaður við útgerðina hafi stórum aukist, sérstaklega kolaverð miklu miklu hærra en fyrir striðið. 3. Að erfitt hafi verið síðast- liðið ár að fá farm í skipin frá íslandi til Danmerkur og jafnvel einnig til Leith, en aftur auðveld- ara að fá farm til norskra og sænskra hafna og búast megi við hinu sama árið 1917. Þá kem eg að fjórðu höfuðá- stæðunni og bið hv. deildarmenn að taka vel eftir heni — því hún er alveg einstök í þessu sambandi, en hún er sú, að millilandaferðir skipanna hafa verið samkv. áætl- unum þannig, að félagið hafi jafn- framt á hendi nokkurskonar strandferðir án sérstakrar þókn- unar. Aftur á móti hafi Eimskipa- félag Islands ríflega borgun fyrir strandferðir, sem í raun og veru séu lítið meiri eða annað en það sem Sameinaða félagið inni af hendi. Auk fless sem landið sjálft sé hluthafl í þvi féíagi og efli það þannig til samkepni við sig. Eftir nokkrar málaleitanir við yfirpóst- stjórnina dönsku og stjórnarráðs- skrifstof una íslenzku í Kaupmanua- höfn hefir félagið nú tekið það ráð að rjúfa á oss samninga. Minsta kosti blandaðist samgöngu- málanefndinni ekki hugur um að hér væri um fullkomið samnings- rof að ræða, þar sém fólagið ætl- ar sér nú að hækka gífurlega farmgjöldin og auk þess fækka viðkomu8töðum. Þetta má sjá á simskeyti frá stjórnarráðsskrif- stofunni íslenzku í Kaupmanna- höfn sem prentað er aftan við nefndarálitið sem fskj. I. Nefndin var á einu máli um það, að ástæður tímanna gætu á engan hátt réttlætt slikt samn- ingsrof og skal eg reyna að færa rök fyrir því og fara þá nánar út í ástæður félagsins og tek þær í þeirri röð, sem eg áðan nefndi þær i. Um fyrstu ástæðuna er það að segja, að hún er auðvitað rétt, að skip geta oft tafist af þessum ástæðum. En beint fjárhagslegt tjón af þeim töfum býst eg ekki við að verði tilfinnanlegt, þvi skipin fá nokkuð af því borgað aftur, því allir munu tryggja skip sín fyrir slíkum töfum. Eg hef ekki getað aflað mér full- kominna upplýsinga um, hve mik- ið stríðsvátryggingin aftur greiðir, en það er áreiðanlegt að það nemur miklu af hinum beina kostnaði, sem skipin verða fyrir út af töfum, sem af ófriðnum leiða, ef ekki allan þann kostnað. Það eina sem takandi væri í mál út af þessari ástæðu, væri það, að taka ekki of hart á þó ein- hver ferð félli úr fyrir ofurefli (vis major). Aðrar ívilnanir eða tilslakanir geta aldrei komið til greina. önnur ástæðan um aukinn reksturskostnað er auðvitað einnig rétt. En nefndin fær ekki séö að þó félagið græði ekki eins mikið á þessum samningsbundnu ferðum sínum eins og öðrun ferðum sínum, að það geti veriö ástæða til samningsrofs. Eftirþv . sem nefndin leit á, bera samning- arnir það ekki með sér að félag- ið hafi áskilið sér, að það þyrfti að græða einhverja vissa upphæð minst, til þess að halda ferðunum uppi. Síður en svo. Ef svo hefði verið mætti telja að við hefðum jafnan rétt til þess að fá endur- borgað af félaginu, ef það heiði grætt óhóflega mikið á samnings- bundnum íslandsferðum. En mér vitanlega hefir aldrei verið farið fram á nokkrar uppbætur, þó vcr áður hefðum oft fulla ástæðu t l að ætla að Sameinaðaféla ) græddi offjár á samningsbundnu. i

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.